Lögberg - 23.04.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 23.04.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. APRÍL, 1953 Or borg og bygð Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sínu í Arborg eftir heilsubilun, sem árum skipti, Marteinn M. Jónasson 74 ára að aldri, gáfumaður mikill og fróður um margt; hann var fæddur við íslendingafljót þar, sem nú heitir Riverton, en stofn- aði og starfrækti um hríð verzl- un að Vidir; hann hafði með höndum forstjórn bændaverzl- unarinnar í Arborg dg gegndi í 29 ár póstmeistarasýslan þar í bænum; hann var félagi í Frí- múrarastúkunni, Nr. 2. Auk ekkju sinnar, frú Thorbjargar, lætur Mr. Jónasson eftir sig tvær dætur, Mrs. Florence Broadley og Mrs. Finnu Cars- cadden og þrjú barnabörn; ein systir er og á lífi, Mrs. T. H. J. Kristjánsson að Vidir. Mr. Jónasson átti rót sína að rekja til Breiðdals í Suður- Múlasýslu. Útförm var gerð frá kirkju Árdalssafnaðar í Arborg á mánudaginn, en jarðsetning fór fram að Vidir. Vafalaust verður þessa merka manns frekar minst áður en langt um líður. ☆ Á þriðjudaginn í fyrri viku lézt í Arborg Oddleifur Oddleifsson verkfærakaupmaður 66 ára, vin- sæll maður og skemtilegur í við- móti; auk ekkju sinnar, Sig- rúnar, lifa hann fjögur börn, einn sonur, William, og þrjár dætur, Mrs. Harvey Retzlaff, Mrs. Mat Brandson og Mrs. Joe Goodman; fjórir bræður eru á lífi, Sigurgeir, Sigurður, Sigur- bogi og Gestur; einnig sex syst- ur, Mrs. Una Jacobson, Mrs. Stefanía Pálmason, Mrs. Jó- hannesína Ingaldson, Mrs. Thorey Jónasson, Mrs. Ingibjörg Baldwin, Mrs. Laura Goodman og ein fósturdóttir, Mrs. Sigur- björg Kristjánsson. Barnabörnin eru sjö. Foreldrar hins látna voru hin mikilsvirtu landnáms- hjón Gestur Oddleifsson í Haga í Geysisbygð og frú Thorey Oddleifsson. Útförin var gerð á laugardag- inn frá kirkju Árdalssafnaðar í Arborg. ☆ Mrs. Grímsi Magnússon frá Gimli fór nýlega til Vancouver í heimsókn til sonar síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Guðni Magnússon. A musical program will be rendered by Mr. Max Kaplick, •former opera singer in Germany. Mr. and Mrs. Kaplick were in- troduced to the public at the annual concert af the Icelandic Canadian Club this winter when they gave several opera selections. The concert is under the auspices of the Jon Sigurdson chapter, I.O.D.E. There will be refreshments served following the program. A colection will be taken. Tell your friends about this concert. And we know that you will enjoy the excellent program offered. —H. D. ☆ Miss Gloria Sivertson will show coloured slides and give a commentary on her travels in Europe and Iceland last sum- mer, at the First Lutheran Church, lower auditorium, Tues- day, April 28, at 8.15. p.m. ☆ Icelandic Canadian Club There will be a meeting of the Icelandic Canadian Club in the lower auditorium of the First Lutheran Church, Victor Street April 27, at 8.15 o’clock. A comprehensive plan for new and diversified activities of the Club will be prsented for discussion. —W. K it On Monday, April 27th at 8.15 p.m., the Glee Club of the First Federated Church (a group of 24 Sunday School children) will stage a two-scene operetta en titled “A Rose Dream”. If you believe in fairies and elves, by all means come and be carried into the land of makejbelieve. Besides the operetta, the Glee Club will sing a group of folk songs. Lynne Riley, tap dancer a pupil of Beverly Dunnsmore will be guest artist. Accompan ist will be Jóna Kristjansson. The Glee Club is directed by Elma Gislason. ☆ Dorcas Society, First Lutheran Church, will present their Annual Spring Plays — the “Diangosis” and “Snowbound” on Friday, May 1, 1953 in the Lower Auditorium of the Church at 8.15 p.m. There will also be Musical Entertainment and re- fresments. Collection will be taken. Mr. George Jóhannesson frá Edmonton, Alberta, kom til bæjarins síðastliðinn laugardags morgun, flugleiðis, til að vera við jarðarför Dr. James M. MooroU, sem fór fram frá Bardals þann sama dag. George hélt aftur heimleiðis á laugar- dagskvöldið. Fyrri kona Dr. Morrow, sem fór fram frá George og dóttir Jónasar og Rósu Jóhannesson. ☆ TESTIMONIAL DINNER in honor of Dr. & Mrs. P. H. T. Thorlakson sponsored by The Icelandic Nalional League Thursday 6:30 p.m. April 30, 1953 $3.50 per person. Dress optional ☆ The Women’s Association, First Lutheran Church will meet Tuesday, April 28th at 2.30 p.m. in the church parlors. Guest speaker at this meeting will be Mrs. H. Reynolds. YFIR FJÖLL OG FYRNINDI Framhald af bls. 7 „Síðan ég gekk af himnahest, hlés á tíginn skaga, hefir ekki sólin sézt, í sjötíu og níu daga.“ Það hafði þá rignt í sjötíu og níu daga, að mig minnir af 103 dögum, sem hann hafði verið hér. Dótturdóttir á Finnbogi, sem er hjúkrunarkona, ungfrú Olive Jónasson, reglulega indæl stúlka. Hún starfar við Vancouver General Hospital. Við fengum ágætustu viðtökur hjá þessu fólki, svo sem öðrum, sem við höfum heimsótt. Við höfum mætt mörgu fólki, sumu kunnugu frá fyrri tímum öðru af afspurn eða alveg nýju að viðkynningu. Mr. og Mrs. Sigurður Johnson eru þar meðal. Sigurður var um all-langt skeið kornkaupmaður í Wyn yard, Saskatchewan. Þau eru mjög vinsamlegt fólk'að mæta. Og Sigurður ók með Dr. Beck einu sinni til okkar í Leslie, á samkomu, en allar okkar minn- ingar í, sambandi við Dr. Beck, eru af fyrsta flokki og munu ávalt verða. Mrs. Johnson er glæsileg kona, sem ánægja er að tala við. —FRAMHALD STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modem times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Busines% Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG Frystur fiskur sendur fyrir gjafafé lil Hollands Tíminn hefir það eftir örugg- um heimildum, að ákveðið sé að senda mikið magn af frystum fiski til Hollands. Verður mest- um hluta af fénu, sem safnaðist í Hollandssöfnuninni, sem Rauði Kross íslands efndi til, notaður til að kaupa frosinn fisk. Er talið að þessi matarkaup geti komið sér vel fyrir Hollend- inga, þar sem flóðin hafa orðið þess valdandi að mikill hluti af frjósömustu byggðum Hollands geta ekki lengur brauðfætt fólk- ið, sem þar bjó. Áður var búið að senda nokkur hundruð ullarteppi til Hollands. Komu þau að vísu heldur seint, þar sem söfnunin hér hófst miklu seinna en í nágranna- löndunum, en þörfin fyrir ullar- teppin hins vegar mest meðan sjálft björgunarstarfið stóð yfir. Fiskurinn, sem keyptur verður til Hollands, verður að sjálf- sögðu keyptur á ýmsum höfnum. Fer því svo að lokum að Hol- landssöfnunin kemur sér vel fyrir íslenzkt atvinnulíf, þar sem mikil sölutregða er nú á frosnum fiski, eins og kunnugt er, en allmiklar byrgðir af þess- ari framleiðsluvöru eru til í frystihúsum víðsvegar um land. Fró söngför Karlakórs Reykja- víkur til Miðjarðarhafslanda Karlakór Reykjavíkur, sá er hingað k<ym um árið, er nú í söngför um Suðurlönd. Eru söngm,ennimir 42, en alls i förinni rúmlega 200 manns. Er ráðgert, að hún taki mánaðartíma, og er farið mcð Gullfossi, stærsta farþegaskipi íslendinga. — Ólafi Hallssyni i Eiriksdale hefur nýlega borizt bréf frá vini einum, sem hann á í þessari för, og er það skrifað í Rómaborg 8. apríl. Verður hér birtur kafli úr því bréfi (með leyfi bréfritarans og Ólafs). nor úr Flytur erindi um St. G. Sfephansson Á ársfundi fræðafélagsins The Society for the Advancement of Scandinavian Study, er haldmn verður föstudaginn og laugar- daginn 1. og 2. maí á ríkisháskól- anum í Nebraska (University of Nebraska), flytur dr. Richard Beck prófessor erindi um Stephan G. Stephansson í til- efni af aldarafmæli skáldsins Aðrir háskólakennarar rænum fræðum víðsvegar Bandaríkjunum flytja einnig erindi á fundinum, en félagið vinnur, eins og nafn þess bendir til, að viðgangi þeirra fræða vestan hafs. Með það fyrir aug um gefur það út ársfjórðungs- ritið Scandinavian Sludies, en ritstjóri þess er hinn kunni mál- fræðingur, Prófessor A. M. Sturtevant á ríkisháskólanum í Kansas (University of Kansas), sem margt merkilegt hefir ritað um íslenzka málfræði og forn- bókmenntir vorar. Dr. Beck er fyrrverandi for- seti félagsins (1940—42 og 1950—51), en núverandi forseti er Prófessor Adolph B. Benson Yaleháskóla, mikilsmetinn fræðimaður og íslandsvinur, sem meðal annars hefir þýtt á ensku hið merka rit um ísland, celand, a land of conlrasls (1937), eftir Prófessor Hjalmar Lidroth. Prófessor Benson sótti Alþingishátíðina 1930 og hefir flutt fjölda fyrirlestra um sland. Við lögðum af stað frá Reykjavík 25. marz. Þá var norð- ankuldi og úfinn sjór. Fyrstu tvo dagana héldu farþegar sig mikið í herbergjum sínum, en þegar kom suður undir Spán, fór veður mjög að hlýna og sjór að kyrrast, og tóku menn þá að rísa úr rekkjum og hressast eft- ir volkið fyrstu dagana. Þegar komið var til Gíbraltar, var hafið spegilfagurt. Höfrung- ar og annað smáhveli brugðu á leik umhverfis Gullfoss, en Gull- foss „synti“ af sér alla þessa forvitnu náunga. Til Algiers komum við 1. apríl. Þann dag sungum við inn á tón- band fyrir útvarpið, og var þeim söng útvarpað klukkan sex sama dag. Ennfremur var konsert um kvöldið. Móttökur voru hinar beztu og dómar ágætir. I Algiers eru um 1.6 milljón. Þar skiptast á hinar glæsilegustu byggingar og aumustu hreysi. Arabar búa enn í þessu landi við svipuð skilyrði og voru fyrir 2000 árum. Andstæðurnar þar eru hinar ótrúlegustu á öllum sviðum. Farþegar Gullfoss fóru í ferðalag suður að sandöldum Sahara, riðu á úlföldum; fóru m. a. til „borgar hamingjunnar", þar sem Arabar búa sínu ó- breytta aldagamla lífi. Landið er mjög fagurt og frjósamt, og var dásamlegt að fá tækifæri til að sjá lítinn hluta af umhverfi Algiers. Til Palermo á Sikiley komum við 4. apríl og sungum strax þann dág. Fögnuðu áheyrendur söng okkar betur en við höfðum áður þekkt, og var verulega gaman að syngja fyrir þetta fólk. Blöð frá Palermo hafa enn ekki borizt okkur. Daginn eftir kom hópur manna af landi, sem sýndi okkur þjóðdansa Sikil- eyjar, og sungu þeir einnig mörg falleg þjóðlög. Við skoðuðum borgina og ná- grenni hennar. Borgarstæðið er mjög fagurt, og er hið sama að segja um borgarstæði Algiers- borgar. Þessar borgir eru byggð- ar upp eftir stórum hæðum, og gnæfa húsin við himin. Til Napoli komum við 6. apríl. Þar hafði komið til tals að syngja í útvarp, en af því varð ekkert vegna ónógs undirbún- ings og fullgerður samningur því ekki fyrir hendi. Þess í stað skoðuðum við borgina, sem er dásamlega fögur. Einnig fórum við til Pompeji til þess að sjá þessar gömlu frægu rústir. í gær komum við svo til Róma- borgar og sungum hér í gær- kvöldi. Fólkið tók söng okkar með mikilli hrifningu, en dóma hef ég ekki séð ennþá. í morgun fór kórinn og konur söngmanna á fund páfans. Söng kórinn nokkur lög, en páfi gaf öllum blessun sína. Þetta var mjög hátíðleg stund. Að loknum söngnum ávarpaði páfinn okkur með stuttri ræðu á ensku. Síðan kom hann til kórsins og talaði við söngstjórann, Sigurð Þórðar- son, stutta stund. Lét páfi ánægju sína í ljós yfir hinum ágæta söng kórsins, árnaði okk- ur og íslandi alls hins bezta. Síðan afhenti hann söngstjóran- um að gjöf stóra medalíu af sér, og kórmenn allir og konur þeirra fengu lítið merki af páfa til minningar um þessa heimsókn Allir kórmenn voru í hátíða- búningi. í dag fórum við í ferð um borgina. Hér er svo margt að sjá, að mig brestur orð að lýsa því. Aðrir farþegar á Gullfossi hafa skoðað borgina og umhverfi í gær og dag. Nú er kórinn að leggja af stað í kvöld til Mílanó, þar sem hann á að syngja inn á hljómplötur. Aðrir farþegar eru lagðir af stað til Napoli og fara þaðan með Gullfossi til Genóva. Allur aðbúnaður á Gullfossi er hinn ákjósanlegasti. Þjóna- liðið lipurt og elskulegt: Með Gullfossi er forstjóri Eimskipa- félagsins, Guðmundur Vilhjálms- son og frú. Tveir læknar eru í förinni og gæta heilsu manna. í bréfi, sem skrifað er í Nizza á Suður-Frakklandi 11. apríl s.l., segir svo ennfremur frá söngför Karlakórs Reykjavíkur: í gær sungum við í Mílano inn á 12 plötusíður, og vonum við, að söngurinn hafi tekizt vel, þótt kórinn hafi orðið að byrja þann söng kl. 9 að morgni, en honum lauk kl. 12. Lítinn tíma höfðum við til að sjá okkur um í Mílano, fórum þaðan um miðjan dag og komum hingað til Nizza kl. 1 í nótt. Á morgun syngjum við hér í Nizza kl. 6, en kl. 5 verður í útvarpinu viðtal og nokkur lög sungin þar. Á sunnudaginn (12/4) syngjum við í Monte Carlo, og um morguninn sama dag syngjum við í útvarpið. Þegar þessu er lokið, eða kl. 12 að kvöldi hins 12. apr., verður lagt af stað til Barcelona. Öllum líður vel. Farþegar á Gullfossi, umfram kórmenn, eru á stöðugu ferðalagi um borgir og nágrenni þeirra, og hefur ferðaskrifstofan Orlof h/f í Reykjavík undirbúið vel og vandlega allar þessar ferðir. For- stjóri hennar er Ásbjörn Magnússon. Með sama bréfi bárust og um- mæli nokkurra blaða í Algiers um söng Karlakórs Reykjavíkur 1. opríl s.l.: . . . . Karlakór Reykjavíkur er frægur á alþjóðamælikvarða; hann telur 42 meðlimi . . . í gær- kveldi sungu þessir listamenn í Salle Pierre-Bordes, og tóku áheyrendur hinum ágæta söng þeirra með verðugri hrifningu. . . . . Þessi kór er fyrst og fremst merkilegur fyrir þann aga, sem þar ríkir og bar vott um hinn nákvæmasta undirbúning, þar sem tilviljuninni er ekki ætlað nokkurt rúm. Hann er merki- M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 í. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Gimli Lutheran Parish H. S. Sigmar, Pastor BETEL GIMLI VIÐIR GIMLI Special Music Service * Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 26. apríl: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson 9 a.m. 11 a.m. 2 p.m. 7 p.m. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hefir fengið Guðmund Einarsson frá Miðdal til þess að gera myndastyttu af Skúla Magnússyni landfógeta. Ráðstaf- anir hafa verið gerðar til þess að fá myndina steypta í eir erlendis og velja henni stað í miðbænum. Hafin verður fjársöfnun meðal verzlunarmanna til að kosta þetta minnismerki. legur fyrir gæði raddanna, fyrir hin auðugu raddbrigði og sveigj- anleik tónanna. Hann er einnig merkilegur fyrir það, hve aðlað- andi verk voru tekin upp í söng- skrána, t. d. töfruðust áheyr- endur af vögguvísu eftir Mozart .... Þetta var afbragðs söngskemmtun og að auki ein- hver sú frumlegasta og bezt heppnaða, sem Chaix-félagið hefur staðið fyrir. Guðmundur Jónsson, barytón . . . . Rödd þessa söngvara hefur undraverðan hreim, hljómurinn hreinn og reglulegur og gæði raddarinnar óviðjafnanleg. DREWRYS M.D.334 Nú getið þér klipt hár yðar heima og sparað peninga. petta er auðvelt. Myndskreyttur bæklingur sýnir hvemig klippa má ágætlega hár I heimahúsum. Til viðbðtar! Með hverjum ,Pamily‘ hárklippum send. um við hárgreiðu og alveg fyrirtaks hárskurðar stál- skæri. Skilyrðis- laus ábyrgð. 110 volts, 25 .eða 60 cycle. CSA viður- kenning. Sendlð enga peninga. Please send me complete "FAMILY” 1 hair clipper kit. 1 prefer plan checked I below. My cycle is..................... | □ Plan 1—I pay Postman only $15.50 and postage. □ Plan 2—1 encose full- price of $15.50 and save postage. I NAME... ADDRESS COUNTY PROV... Satisfaction guaranteed or money refunded.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.