Lögberg - 07.05.1953, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. MAÍ, 1953
„Þú ert bara búin með túnið. Það er dálítið annað en á Hóli;
ekki nema ofurlítil horrim af túninu, sem búin er, enda er það
blóðsnöggt í samanburði við túnið hérna. Mér sýnist hún heldur
þyngslaleg í hreyfingum, þessi nýja kona, og mikið má það vera,
ef Ragnheiður mín er vel ánægð með tengdadótturina. Settu þig
nú niður, þangað til kýrnar koma. Ég skal hella á könnuna handa
þér. Það sauð á katlinum, sá ég var,“ sagði hún fjarska blíðmál.
„Ég ætlaði það í mjólkurtrogið,“ sagði Þóra og settist á rúmið.
Hún hafði verið ólíkt hlýlegri við Möggu nú í seinni tíð og gamla
konan var líka mjög ánægð yfir því, að óskir hennar rættust, þó
að seint væri.
Björn sat á rúmi sínu og horfði út um gluggann, en kuldaglott
lék um varir hans, sem Þóru líkaði ekki sem bezt. Hún lagði sig
upp í rúmið og lét þreytuna líða úr sér.
„Það fer að verða móður hérna í dalnum, að ungu stúlkurnar
fari svona alveg hljóðalaust á hverju vori til Ameríku,“ sagði hann
og horfði til hennar. Hún svaraði engu.
„Hún kvað vera komin á leiðina þangað, hún Hildur frá Ásólfs-
stöðum, og enginn vissi neitt, fyrr en hún þeysti úr hlaði á Gáska
Jóns á Nautaflötum.“ Hann hló skjálfandi hlátri.
„Ásólfsstaðahrossin voru öll frammi á afrétt,“ sagði Þóra
hægt og rólega.
„Svo þú hefur þá heyrt það. Því hefurðu aldrei minnzt á það?“
„Mér fannst það svo sem ekkert meira, þó að hún flýtti sér til
skips heldur en aðrir. Það þutu allir upp til handa og fóta, þegar
skipkoman fréttist."
Björn hélt áfram að hlæja. „Og svo kvaddi hún engan mann.“
„Það veit ég ekkert um,“ svaraði hún stuttlega. „Ég var henni
aldrei nema rétt málkunnug, og svo hefur líklega verið með fleiri.
Það var eins og hún þættist of mikil til að vera í kunningsskap við
nokkra manneskju. Það hafa líklega fáir séð eftir henni.“
„Ja, kannske það,“ sagði hann og hætti að hlæja. „En aum-
ingja góðlega stúlkan frá Selinu. Hún þekkti þig þó vel. Ekki kom
hún að kveðja þig.“
„Hún fór heldur ekki héðan úr sveitinni. Hún var flutt vestur
í aðra sýslu.“
„Hún hefði sjálfsagt getað kvatt fólkið hérna í dalnum, ef
hún hefði kært sig um það, þegar hún kvaddi foreldrana sína. Þú
slærð ekki ryki upp f augun á mér, þó að þau séu orðin sljó. Hún
hefur farið af sömu ástæðum og þessi stúlka.“
„Því í ósköpunum dettur þér þetta í hug, pabbi, sem enginn
annar hefur nefnt á nafn? Það er nú víst nóg sagt um hann, nógu
skrökvað á hann, þó að þú komir ekki með þessa fjarstæðu,“ sagði
Þóra næstum raunalega. <
Hann stóð upp óvanalega snarlega og kom að rúminu hennar.
Það var eins og eitthvað logaði í augum hans, þegar hann byrjaði
að tala.
„Það er þýðingarlaust fyrir þig að vera að reyna að skjóta
skildi fyrir hann; ég sé hvernig hann er. Hann hefur svikið ykkur
allar. Honum hefur aldrei verið sagt, að neitt væri til, sem hann
mætti ekki gera. Og svo er hann farinn að drekka eins og svín;
ekki bætir það úr skák. Náttúrlega hagar hann sér eins og skepna.
Þetta gengur í ættir. Ég ætti að muna eftir honum afa hans. En
þetta er skammarlegt. Þú verður að fara til Önnu og segja henni
sannleikann. Það má ekki láta þetta afskiptalaust. Hún má ekki
ganga blindandi út í hjónaband með öðrum eins manni. Hún hefur
ekki þrek til að setjast í sæti maddömu Dagbjartar á Felli, þetta
aumingja barn.“'
spurði hún og reyndi að tala stillilega.
Þóra hlustaði á hann blóðrauð í andliti. „Hvað áttu við?“
„Þú veizt það. Þú hefur heyrt það eins og aðrir.“
„Ég hef heyrt lygina og slúðrið, sem gengur um sveitina. Þú
ætlast þó ekki til, að ég fari að færa Önnu Friðriksdóttur slíkar og
því líkar sögur. Það er ekki vanalegt að bera slúður heim að
Nautaflötum.“
Hann lyfti hendinni eins og til að skipa: „Þú verður að segja
henni sannleikann. Hann pr alltaf sagna beztur.“
„En ég spyr þá eins og Pílatus: Hvað er sannleikur?" sagði
Þóra einbeitt.
„Ja, sjaldan lýgur almannarómur.“
„Það gerir hann þó oft og einatt. Hver getur vitað, hvað satt
er í þessu? Varla hefur hún sagt frá því. Ekki hann heldur. Hver
hefur séð þau í ástamakki? Enginn. Tómar getgátur; ekkert annað.
Eru ekki fleiri karlmenn til en hann. Hafi hún þá verið nokkuð
gildari en hún var vön. Mér heyrist nú sumir vera farnir að efast
um það strax. Hvernig var ekki með trúlofunina mína og þessa
norska stráks, sem ég sá aðeins tvisvar? Það var ekki beðið með að
flytja það um sveitina, og þú trúðir því fljótlega, þú, hvað þá aðrir.
Ég er ekki búin að gleyma þeim óþægindum, sem af því höfðust.
Nei; ég flyt ekki svona fréttir fram að Nautaflötum. Það má einhver
annar gera.“
„En Lísibet hafði farið yfir að Ásólfsstöðum og setið þar
hálfan daginn, og það var hún ein, sem vissi, að stúlkan ætlaði til
Ameríku.
„Já; Magga er nú líka búin að tefja yfir á Hóli síðan á hádegi.
Þeim verður nú oft skrafdrjúgt, konunum, einkanlega þeim, sem
fara sjaldan út af heimilinu," sagði hún sýnilega ánægjulegri. Hún
fann, að faðir hennar var að láta undan. Neistinn, sem hafði kvikn-
að í augum hans, var að slokkna. Hann ranglaði aftur og fram um
gólfið dálitla stund, svo sagði hann hörkulega:
„Ég vildi, að þú hefðir aldrei séð hann.“
„Þá hefði ævin verið mér eins og sólskinslaus dagur,“ svaraði
hún.
„Nú, ekki öðruvísi.“
„Ást hans gerði mig hlýlynda og geðgóða. Við hlið hans hefði
ég orðið góð kona; en án hans verð ég aldrei annað en kaldlyndur
vargur.“
„Ja, sei sei,“ sagði gamli maðurinn. „Ætli hún hefði nú ekki
lcólnað, þessi heita ást, ef svona skyssur hefðu komið fyrir svona
öðru hverju?“
„Kannske allra snöggvast. En honum hefði aldrei orðið það á,
sem ég hefði ekki getað fyrirgefið honum, og það margsinnis.“
„Kannske þú verðir sú þriðja, sem ferð til Ameríku út af
honum.“
„Nei, það dettur mér ekki í hug. Ég myndi ekki gleyma honum
fyrir vestan, enda langar mig ekkert til þess.“
Gamli maðurinn settist niður aftur. Hann starði raunalega á
gólfið fyrir framan fæturna á sér og það var eins og hann sigi
saman og rýrnaði. Hann tautaði frekar við sjálfan sig en hana:
„Aumingja stúlkan! Hvaða endi ætli þetta hafi?“
NIÐUR VIÐ ÁNA
Það var snemma á engjaslætti. Veðrið var heitt og þreytandi
mollulegt. Það var komið fram yfir miðaftan. Þóra hljóp ofan
túnið með hrífuna í hendinni. Það var dálítið ljáarhorn niður við
ána, sem hún ætlaði að ljúka við fyrir mjaltirnar. Hálfvaxinn
hvolpur, loðinn og lubbalegur, með blóðrauða lafandi tungu út
úr sér, dillaði á eftir henni.
Þóra var í æstu skapi. Dagurinn hafði verið framúrskarandi
erfiður. Það var bundið framan af engjunum, sem lágu næst
merkjunum, sem aðskildu lönd Hvamms og Nautaflata. Bindingin
gekk upp á það hörmulegasta. Fúsi gat nú aldrei lært að reyra
sátu, svo vel væri. En hvað var það, þegar enginn sá til. Þá var
það hún, sem reyrði eins margar sáturnar og hann. Þá gerði hann
það sem hann gat. En nú var verið að binda rétt fyrir framan
merkin í tvennu lagi, og var flutt á tíu hestum; þó stóð aldrei upp
á ferðina. Sáturnar voru komnar upp um leið og lestin staðnæmdist.
Það var ekki verið að hnauka heillengi við að koma þeim á klakk-
inn. Tommi batt með tveimur stúlkum, og svo var Borghildur með
öðrum pilti. Það hlaut að vera Jón, og það gekk eins vel hjá þeim.
Samt fannst Þóru það ekki rétt líkt honum. En einhver var það,
sem gat hreyft sig.
Það var mikill munur eða hjá henni. Þar var aðeins flutt á
þremur, og þó voru sáturnar sjaldan til, þegar smalinn kom með
lestina. Allt þetta særði þessa framgjörnu stúlku.
Hvers vegna var öllu svo skipt svo misjafnt í þessum heimi?
Þetta var ekki orðinn nokkur búskapur í Hvammi, hjá því sem var,
þegar faðir hennar var heill heilsu. Því var hann orðinn veiklaður
aumingi? Hann var þó ekki sjötugur ennþá. En karlinn hann Sig-
urður gamli á Hóli sló eins og vargur, kominn fast að áttræðu.
Hvers vegna voru ekki Fúsa gefnir fullkomnir karlmannsburðir
eins og öðrum mönnum? Hvers vegna þurfti hún að búa í ljótri og
gamalli baðstofu, þegar flestir aðrir voru að byggja nýjar? Hvers
vegna var hún olnbogabarn hamingjunnar? Þannig hugsaði hún á
meðan hún hamaðist við raksturinn.
Hvolpurinn leitaði sér að köldum stað og fann hann undir
barði niður við lækinn.
Þóra hafði ekki rakað lengi, þegar hún heyrði jódyn. Einhver
kom skeiðríðandi utan eyrarnar á steingráum hesti. Og það var
enginn annar en maðurinn, sem öll sveitin hafði haft að umtals-
efni síðustu vikurnar. Það var þó ekkert því líkt, að hún væri
búin að bíta úr honum bakfiskinn. Hann bar höfuðið hátt með
nýjum, gráum hatti með silkiborða, sem glampaði í sólskininu, og
grárri kápu.
Þóra gætti að hvolpinum. Hann var sofnaður og tæki ekki
eftir gestkomunni. Þá færi Jón kannske fram hjá án þess að
taka eftir henni. Það vildi hún helzt. Hana langaði ekki til að hitta
hann núna. I þessu skapi, sem hún var nú, gæti hún ekki tekið
ertni hans og stríðni, því sjálfsagt var hann kendur eins og vant
var, þegar hann kom úr kaupstaðnum. Hún sneri baki að veginum
og hélt áfram að raka. Samt heyrði hún, að hann fór af baki og
vissi, að hann var á leiðinni upp slægjuná, þó að hún sæi hann ekki.
„Sæl vertu, búkona góð!“ kallaði hann til hennar á miðri leið.
„Anzi tekurðu rösklega á hrífunni.“
Hún sneri sér við.
„Sæll vertu! Hvernig stendur á því, að þú ert hér? Ég hélt,
að þú værir að binda frammi á engi.“
„Nei. í tveim stöðum get ég ekki verið, þótt ég sé stór. Það er
Þórður í Seli, sem er að binda. Pabbi þurfti að koma áríðandi bréfi
í póst, svo að ég brá mér þetta til að liðka Fálka og væta kverkarnar
í hitanum."
Hann settist á þúfnabarð skammt frá henni, tók upp vasaglas
og saup á, horfði í gegnum það í sólargeislann og saup aftur.
„Má ekki bjóða þér að smakka, góða mín? Það hressir þig,“
sagði hann blíðmáll.
Hún kepptist við raksturinn. „Þú veizt, að ég smakka aldrei
vín,“ sagði hún stuttlega.
„Ekki spyr ég að hófseminni í öllum greinum. Eru skapsmun-
irnir eitthvað í slæmu lagi, heillin?“ spurði hann í gælulegum
ertnisróm, sem hún kannaðist vel við.
„Það er lítil von til, að þeir geti verið eins glaðir, sem vinna
baki brotnu, eins og hinir, sem geta riðið út og leikið sér, hvenær
sem þá langar til.“
„Þú þarft að koma á hestbak við og við. Það eru ósköp að sjá,
hvað þú leggur á þig. Strákurinn er alveg óhæfilegur skussi. Það
hefði verið skárra fyrir ykkur að fá þann norska; hann hefði orðið
skarpari í spildunni, hugsa ég. Þú hefðir bara þurft að draga úr
honum framtennurnar, þá hefði hann orðið myndarlegasti piltur,
fuílgóður tengdasonur handa þeim aldraða.“ ‘
Hrífan gekk hálfu hraðar í höndum hennar.
„Reyndu að hafa þig heim. Ég vil ekki hafa þig nærri mér,
fyrst þú þarft endilega að vera að stríða mér. Ég má ekki heldur
vera að því að hlusta á drykkjuraus,“ sagði hún önug.
Ha, ha! Það er nú einu sinni svona, að það er ekki eins gaman
að stríða nokkurri manneskju eins og þér. En nú skal ég hætta al-
gerlega, ef þú vilt sitja hérna hjá mér stundarkorn, eins og í fyrri
daga.“
„Ég ætla mér að skrapa saman ljána, áður en ég fer heim og
má ekki vera að sitja og masa. Þeir get látið það eftir sér, sem
ekkert hafa viðbundið.“
Hún byrjaði að leggja flekkinn í rifgarðana.
„Þú verður ekki lengi að því með þessum vinnubrögðum. Hún
er ekki svo mikil, Ijáin sú arna. Er þetta nú dagslægjan hans Fúsa
þíns? Ég hefði slegið það á tveimur klukkutímum."
„Þú kannt þá að hæla þér ofurlítið ennþá,“ skaut hún inn í og
hló kuldahlátur.
„Hefurðu ekki aðra hrífu? Ég gæti rifjað með þér til flýtis.
Þú gæfir mér svo nokkrar mínútur á eftir.“
„Þú ert ekki óþesslegur að rifja. Mér sýnist þú ekki vera stöð-
ugur á fótunum.“
„Þú ert nöpur við mig núna, Þóra mín. Aldrei höfum við getað
verið saman án þess að vera að jagast og rífast.“
Hún lét sem hún heyrði ekki til hans, en lauk við flekkinn,
færði sig svo neðar og byrjaði á nýjum flekk. Hann kom á eftir
henni og rétti henni bréfpoka.
„Hér er brjóstsykur og súkkulaði, góða. Má ekki bjóða þér að
smakka. Það er ágætt, þegar illa liggur á fólki. Gefðu þér tíma
til að fá þér mola.“
Hún stanzaði og tók bréfpokann.
„Þú getur haft þetta þér til gamans, meðan þú ert að klára
ljána.“
Hún þakkaði fyrir og horfði með ánægju á hann hneppa að
sér jakkanum. Hann ætlaði þá að fara að halda af stað. Það var
gleðilegt að losna við hann. En hann fór ekki, heldur tók upp vasa-
glasið ennþá og saup á.
„Það má líklega ekki bjóða þér?“ sagði hann og rétti glasið
til hennar.
Hún hristi bara höfuðið fyrirlitlega.
„Ekkert skil ég í þér, að geta alltaf verið að sulla þessum
óþverra í þig, eins og Önnu þykir það leiðinlegt,“ sagði hún.
„Er hún farin að klaga mig strax fyrir þér?“
„Nei, langt frá. En ég býst við, að henni þyki það jafnleiðin-
legt núna, síðan þið settuð upp hringana, og henni þótti það áður.“
„Hún sættir sig við það, blessunin. Ég býst við, að hún hafi
ekki undan neinu að kvarta, þó að ég segi ekki alveg skilið við
flöskuna.“
Hesturinn hafði fært sig út með ánni, meðan þau töluðust við.
„Fálki ætlar að fara ofan í kaupstað aftur,“ sagði hún, til að
reyna að hafa hann burtu.
„O nei; hann er rólegur. Hann veit, að ég hef ekki lokið
erindinu,“ svaraði hann.
„Hvað var það nú svo sem?“ spurði hún hranalega.
„Ég var svona að hugsa mér, að það væri ekki úr vegi, að þú
bættir mér upp viðtökurnar í fyrravetur, þegar þú stilltir karlin-
um í dyrnar, einmitt þegar ég var með myndina til að gefa þér,
þessa indælu mynd!“
„En varstu með nokkra mynd? Varstu ekki bara að búa það
til?“ spurði hún.
Hann hló dátt. „Jú, auðvitað var ég bara að skrökva. Þá hefði
ég nú haft gaman af að sjá framan í þig, þegar þú tókst við mynd-
inni. Líklega hefðirðu eitthvað sagt, hefðum við verið tvö ein.“
„Það er þá ekki í fyrsta sinn, sem þú lýgur,“ hreytti hún úr sér.
„Slíkt er syndlaust,“ sagði hann í sínum blíðasta rómi. „Þú
bætir fyrir þetta með nokkrum kossum. Svo erum við kvitt.“
„Ég kyssi þig ekki einn einasta koss. Ef þú ert með nokkurt
flangs, klóra ég þig með hrífunni.“
„Með hrífunni? Einmitt það. En sú hlýja. Stundum hefurðu
nú verið dálítið mjúkhentari við mig.“
Hann snaraðist að henni og þreif af henni hrífuna, áður en
hún gæti áttað sig.
„Hver getur nú klórað?“ spurði hann sigri hrósandi.
„Þér dettur kannske í hug, að ég fari að dást að því, að þú
ert kvensterkur,“ sagði hún kergjuleg á svipinn. „Og svo sveikstu
að mér einhvern veginn. En kossana færðu aldrei.“
Hann breytti um málróm, og ertnin hvarf úr svip hans.
„Við skulum nú ekki vera að jagast. Manstu, hvað okkur kom
vel saman, þegar við vorum krakkar?“
„Stundum var það nú, en ekki alltaf,“ svaraði hún. „Manstu,
þegar við toguðumst á um hrísluna, þangað til blæddi úr höndun-
um á mér? Þá var Þórður góður.“
„Já, Þórður er alltaf góður; en samt þótti þéí alitaf vænna
um mig, sem eðlilegt var. En þú vissir það ekki, að ég tárfelldi af
meðaumkun, þegar þú varst farin.“
„Það er ekki ólíklegt,“ sagði hún og brosti þó dálítið. „En
slíkt er nú óþarfi að rifja upp. Fáðu mér hrífuna og hafðu þig heim
til kærustunnar; gefðu henni alla kossana, sem þér datt í hug að
offra mér. Ég geymi mína kossa handa þeim, sem virðir mig svo
mikils, að hann vilji giftast mér. En þér hef ég gefið helzt til
marga kossa. Þú áttir þá ekki skilið.“
„Ha, ha! Ertu búin að velja þér mannsefnið, góða mín? Er
það Fúsi litli? Ætlarðu að taka hann að þér út úr vandræðunum?
Einu sinni sagðir þú, að hann væri tyrðill."
„Þó að hann sé kallaður litli, er ekki víst, að hann sé ómerki-
legri en þeir, sem eru stærri og hreykja sér hærra.“
Hann skellihló. Hún iðraðist eftir að hafa sagt þetta.
„Ég gleðst sannarlega yfir því, hvað þú hefur verið lánsöm í
valinu. Þó að þú þurfir að reyra sáturnar, getur hann haldið við
reipin, svo það gerir engan mismun. Ég óska þér hjartanlega til
hamingju."
„Og ég þér sömuleiðis tneð lausaleikskrakkann," flýtti hún
sér að segja.
Hann hætti að hlæja, en andlit hans dökknaði af reiði. Nú var
það hún, sem gat „trompað“.
„Ég veit ekki til, að það sé siður að óska til hamingju fyrr en
krakkarnir eru fæddir,“ sagði hann.
Hún hló. „Er hann ekki fæddur ennþá? Þykir ekki Önnu vænt
um að eignast strax stjúpbarn?“
„Slíkar sögur eru ekki bornar heim að Nautaflötum. þó að þú
og þínir líkar geti fengið sig til þess að hlaupa með þær milli
bæjanna,“ svaraði hann óstyrkri röddu.
Þóru fannst hún ætla að kafna. Hún að hlaupa á milli bæja!
Hafði hún ekki reynt að varðveita mannorð hans eins og sitt eigið
mannorð? Og svo voru þetta þakkirnar. Hér eftir skyldi hún ekki
hlífa honum. Hann var líka orðinn nógu reiður til þess að hann
færi að hypja sig af stað.
„Hingað til hef ég ekki borið þessa sögu milli bæja,“ byrjaði
hún skjálfrödduð. „En þó að enginn hafi þorað að flytja hana að
Nautaflötum, skal ég gera það; því ég sé það á þér, að hún er
sönn. Anna skal fá að heyra, hvað þú ert kurteis og heiðarlegur
unnusti. Það væri ranglátt að hún eiri yrði sett hjá að fá að heyra
hana, því eiginlega er hún eina manneskjan, sem hún kemur við.“
„Þar er þér rétt lýst með áfétisháttinn,“ svaraði hann æstur.
„Það heíur alltaf verið þín mesta ánægja að koma af stað ófriði og
deilum. Aldrei var annað en sátt og samlyndi á milli okkar leik-
systkinanna, nema þegar þú komst með ráðríkið og vargaskapinn.
En þú þarft ekki að láta þér detta í hug, að þú getir í þetta sinn
komið fram þínum andstyggilegu áformum. Þú getur varla búizt
við, að þú vaðir yfir höfuðið á okkur mömmu svona allt í einu.“
„Þiö eruög svívirðilegir svikarar, bæði þú og móðir þín,“
hrópaði hún.
Þau stóðu skammt hvort frá öðru eins og reiðir kettir. Hann
greip í öxlina á henni og hristi hana eins og óþekkan krakka.