Lögberg - 18.06.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.06.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMMTUDAGINN18. JÚNÍ, 1953 NÚMER 25 SAMBANDSÞING ROFIÐ 0G NÝJAR KOSNINGAR ÞANN 10. AGÚST Kosningahríð í þann veginn að hefjast MR. LOUIS ST. LAURENT Að afstöðnum ráðuneytisfundi í Ottawa síðastliðinn föstudag, gerði forsætisráðherrann það lýðum ljóst, að þing yrði þegar rofið og almennar kosningar til sambandsþings fyrirskipaðar þann 10. ágúst næstkomandi; yfirlýsing þessi kom víst fáum á óvart, því það hafði legið í loftinu, að Mr. St. Laurent myndi taka ákvörðun í þessa átt, er hann kæmi heim af krýningarhátíðinni í London og að loknum ráðherrafundinum, sem þar var haldinn á eftir; hann tilkynti val fimm nýrra Senatora, og er einn þeirra Mr. McDonald, sem verið hefir for- seti neðri málstofunnar síðast- liðið kjörtímabil; útnefningar í 244 kjördæmum fara fram þann 27. júlí, en hinn 13. júlí í 21 kjördæmi þar sem um víðflæmi er að ræða og erfiðar samgöngur. Nokkrar breytingar hafa orðið á skipulagningu ráðuneytisins og hefir sú vakið hvað mesta athygli, að Mr. Jack Pickersgill hefir verið tekinn inn í ráðu- neytið sem ríkisritari og leitar kosningar í Newfoundland, en hann hafði um hríð verið einka- ritari Mackenzie Kings og nú síðast ritari ráðuneytisins; hann er 47 ára að aldri, útskrifaður af Kosinn á þing Jack Sl. John Við fylkiskosningarnar í Mani- toba, sem fram fóru þann 8. yfir- standandi mánaðar, var Jack St. John kosinn í Winnipeg Centre kjördæminu með miklu afli at- kvæða; hann er maður hagsýnn °g ágætt þingmannsefni; er það Winnipegborg mikill styrkur, að eiga jafn hæfan fulltrúa á þingi. háskóla Manitobafylkis og gegndi í nokkur ár prófessors- embætti í sagnfræði. Foringjar andstöðuflokkanna beggja, þeir Mr. Coldvell og Mr. Drew láta í ljós megna óánægju yfir vali kjördagsins og bera því við að fjöldi kjósenda fái ekki neytt kosningaréttar síns vegna þess að þeir verði þá í orlofsferðum þvert og endi- langt um landið; átyllur þessarar tegundar, sýnast þó miklu frem- ur gerða af vilja en mætti. Mr. Coldwell hefir þegar hafið innreið sína í Saskatchewan, og Mr. Drew er kominn á kreik í Ontario. Mr. St. Laurent flytur stefnuskrárræðu í Windsor, Ont., hinn 22. þ. m., en til Winnipeg kemur hann þann 8. júlí og MR. COLDWELL íslenzkar stúlkur sæmdar gullmedalíu landstjórans Á hverju ári eru nokkrir nem- endur í elleftu og tólftu bekkj- um miðskóla landsins sæmdir gullmedalíu landstjórans; aðeins framúrskarandi nemendum er veittur slíkur heiður vegna náms- og forustuhæfileika sinna. Ekki má veita nema eina meda- líu í hverjum miðskóla og mjög fáir' miðskólar fá þær. Það er því ánægjuefni hve margir ís- lenzkir nemendur verða til þess að ávinna sér og skóla sínum þessa viðurkenningu. í fyrra var sagt frá þrem íslenzkum stúlkum í Lögbergi, . er hlutu þennan verðlaunapening, og nú aftur í ár hlutu þrjár íslenzkar stúlkur verðlaunin, voru það þessar: Donna-Mae Einarson frá Gimli, dóttir Mr. og Mrs. E. S. Einarson. Joan Erickson, Selkirk, dóttir Mr. og Mrs. Clarence Eriekson. Viola Bjarnason, Minnedosa, Man., dóttir Mr. og Mrs. Björn Bjarnason (ættuð frá Church- bridge, Sask.). Voru verðlaunapeningarnir af- hentir stúlkunum á lokasam- komum skóla þeirra. Hlýtur Isbister verðlaun í síðasta blaði var sagt frá fimm íslenzkum nemendum, sem hlutu Isbister verðlaunin fyrir að vera hæstir í sínum bekk. Nú hefir blaðinu borizt nafn hins sjötta, en það er: Richard A. Johnson, sonur próf. og Mrs. Skúli Johnson. Hlaut hann Isbister verðlaunin, $80.00, fyrir hæstu einkunn í þriðja bekk í Engineering og Physics. MR. DREW flytur hér kosningáræðu; hann mun heimsækja öll fylkin meðan á kosningasennunni stendur. Solon Low, foringi Social Credit fylkingarinnar, sem dval- ið hefir í British Columbia vegna fylkiskosninganna þar, er nú kominn heim til hinna pólitísku trúbræðra sinna í Alberta. Allmikill vígaskjálfti er þegar kominn á forustumenn megin stjórnmálaflokkanna og veru- legur berserksgangur runninn á ýmsa; margir þeirra, er sæti áttu á síðasta þingi leita ekki endur- kosningar og eru Liberalar í þeim efnum fjölmennastir, en hvorki í þeim flokk né öðrum, mun hörgull verða á nýjum frambjóðendum. Leggjumst öll á eitt P. H. T. Thorlakson, L.L.D. Mannúðarinnar og mann- sæmdarinnar vegna, ber íbúum þessa fylkis að leggjast á eitt um fjársöfnun til Almenna spítalans og barnaspítalans í Winnipeg; frá upphæðinni, sem safna skal og óumflýjanleg er þessu mikla velferðarmáli til fulltingis, hefir hvað ofan í annað verið sagt hér í blaðinu og er þá ekki annað eftir en hver og einn láti af mörkum það, sem honum er frekast unt. Læknar þeir, sem á einn eða annan hátt starfa við áminsta spítala hér í borginni, hafa þeg- ar lagt í spítalasjóðinn 185 þús- undir dollara og vinna kappsam- lega að söfnun meðal stéttar- bræðra sinna um fylkið þvert og endilangt; formaður lækna- nefndarinnar, er að áminstri fjársöfnun vinnur er hinn kunni áhrifamaður Dr. P. H. T. Thor- lakson og verður jafnan eitthvað undan að láta þar, sem hann gengur að verki. Ekkert þjóðfélag, er teljast vill að fullu og öllu siðmannað, getur verið án fullkominna sjúkra- húsa, því þangað leita allir jafnt, er sjúkdóma ber að höndum. Mary Diane Philbin hlýtur verðlaun Á lokasamkomu St. Mary’s Academy hlaut Mary Diane Philbin þrenn verðlaun skólans fyrir hæstu einkunn í Physics, Chemistry og Social Studies. Yngri systir hennar, Terry, sem stundar nám við miðskólann í Churchill var kjörin drottning dágsins á krýningarhátíð, sem haldin var þar. Þessar ungu stúlkur eru dætur Mr. G. Philbin, Churchill, og konu hans Svöfu, sem látin er, en hún var dóttir Sigmundar og Svan- bjargar Sigurðsson frá Árborg, sem bæði eru dáin. Joan Bergman hlufskörpusf Miss Joan Bergman Junior Ohamber of Commerce hér í borg hefir það á stefnuskrá sinni að auka ferðamanna- strauminn til fylkisins. í sam- bandi við þá viðleitni efndi verzlunarráðið til fegurðarsam- keppni meðal ungra stúlkna í fylkinu. Tólf stúlkur urðu fyrir valinu og komu þær fram á Red River sýningunni á mánudags- kvöldið; þótti Joan Bergman glæsilegust þeirra allra og var krýnd fegurðardrotning. Verður hún fulltrúi borgarinnar á Min- neapolis Aquatennial í Júlí. — Miss Bergman er kunn fyrir skautalist sína og hefir hlotið verðlaunapeninga í þeirri list. Úr borg og bygð Síðastliðið föstudagskvöld höfðu þau G. L. Johannson ræðismaður og frú yndislegt heimboð á hinu fagra heimili sínu að 76 Middlegate hér í borginni til heiðurs við hina kærkomnu gesti Pétur Eggerz og frú hans Ingibjörgu Páls- dóttur; gafst þar fjlömennum hópi íslendinga kostur á að kynnast þessum ljúfmannlegu og ágætu hjónum; gnótt var góðra veitinga á hinu vingjarn- lega heimili ræðismannshjón- anna og ástúð þeirra mjög rómuð af hinum mörgu gestum. ☆ Samkvæmt símskeyti frá Steindóri Jakobssyni kaup- manni, lenti íslandsfarahópur- inn heilu og höldnu í Reykjavík eftir ánægjulega flugferð, en þó nokkru seinna en áætlað var vegna þess að farardagur flug- vélarinnar tafðist nokkuð. ☆ Frú Gabriela S. Winneke frá Harper Woods, Mich., er ný- komin hingað í heimsókn til móður sinnar Mrs. G. P. Thord- arson, systur og annara vina og ættmenna. ☆ Miss Theodóra Horman er ný- komin heim eftir tveggja mán- aða dvöl suður í Californíu. Velkomin til Seattle Frá vinstri iil hægri: Tani Björnsson, söngsijóri, séra Eric H. Sigmar, presiur Hallgrímssafnaðar, Mrs. H. Masienbrook, organisii Hallgrímssöfnuður í Seattle býður hjartanlega velkomna alla safnaðarfulltrúa og gesti, sem sækja sextugasta og níunda ársþing Hins Ev. lút Kirkju- félags Islendinga í Vesturheimi, 24.—27. júní n. k. Eins og áður hefir verið aug- lýst, hefst kirkjuþingið á*mið- vikudaginn, 24. júní, kl. 2 e. h. með stuttri guðsþjónustu, sem Dr. Haraldur Sigmar í Blaine flytur; síðan fer fram skrásetn- ing erindreka, og skýrslur em- bættismanna. Kl. 5 setjast menn að kvöldverði í kirkjunni. Kl. 7.30 hefst guðsþjónusta með prestsvígslu og altarisgöngu. Vígsluþegi verður cand. theol. Virgil Anderson, en forseti kirkjufélagsins, séra Valdimar J. Eylands, flytur ræðu og fram- kvæmir vígsluathöfnina. Séra Sigurður Ólafsson í Selkirk flyt- ur altarisgönguprédikun. Séra S. O. Thorlakson frá San Francisco og heimapresturinn, séra Eric H. Sigmar, þjóna fyrir altari. Að afstaðinni guðsþjónustunni fara fram kaffiveitingar, sem djákn- ar Hallgrímssafnaðar veita for- stöðu. Á fimmtudagsmorguninn, kl. 9, hefjast þingstörf, og fer fyrst fram stutt guðræknisat- höfn undir stjórn þingprestsins, séra Guttorms Guttormssonar í Minneota. Frá kl. 5 til kl. 7 verð- ur heimboð, “Open House”, hjá Mr. og Mrs. Karl Frederick. Mr. Frederick er forseti Hallgríms- safnaðar og ræðismaður Islands í Washington ríki. Á fimmtu- dagskvöldið fer fram æskulýðs- samkoma þingsins; flytja þá ræður þeir prestamir, Egill H. Fáfnis, frá Mountain, H. S. Sig- mar, frá Gimli, og væntanlega hinn nývígði prestur, Virgil Anderson. Söngflokkur kirkj- unnar syngur hátíðasöngva, og dr. Edward Pálmason, hinn góð- kunni söngvari, syngur ein- söngva. Þingstörf halda áfram á föstu- daginn á sama hátt; en eftir há- degið þann dag, frá kl. 1.30 til 2.30 verður dagskráin á íslenzku. Séra G. P. Jöhnson í Seattle ávarpar þingið, en séra Eiríkur S. Brynjólfsson frá Vancouver flytur erindi. Á föstudagskvöld- ið flytur Dr. Rúnólfur Marteins- Calvary Lutheran Church (Kirkja Hallgrímssafnaðar) Seattle, Wash. Dr. Edward Pálmason einsöngvari son erindi um “Early Icelandic Synod Work on the West Coast”; og séra Jóhann Friðriksson frá Glenboro flytur ræðu um “Be Ye Witnesses”. Séra Kolbeinn Simundsson, Whitle Center, Seattle, flytur kveðjur. Kirtkju- kórinn syngur nokkur íslenzk lög, og Tani Björnsson syngur einsöngva. Þess er vænst að störfum þingsins verði lokið um hádegi á laugardag. Síðari hluta dagsins verður sennilega varið til að sjá sig um í borginni og nágrenni hennar. Sunnudaginn 28. júní verður messað í öllum kirkjum kirkjufélagsins á ströndinni: í Seattle kl. 10.30; Blaine kl. 11; Point Roberts kl. 2.30, og í Van- couver kl. 7 e. h. Dr. L. H. Stein- hoff, forseti Pacific synodunnar, verður fulltrúi ULCA kirkju- félagasambandsins á þessu þingi. Þeir erindrekar þingsins, sem ekki koma með lestinni frá Win- nipeg, eru beðnir að gera heima- prestinum, séra Eric H. Sigmar, aðvart fyrirfram, svo að hægt verði að mæta þeim á staðnum. Þeir, sem koma fyrir miðviku- dag, eru beðnir að koma beint til kirkjunnar, 7002, 23rd Ave. N. W. (Ballard) Seattle. Móttöku nefndin verður stödd þar allan daginn, eftir kl. 1, til að taka á móti fólki, og bjóða fulltrúa og gesti velkomna.. Kirkjuþingsmenn og konur, verið öll hjarianlega velkomin lil Seatile. —ERIC H. SIGMAR Fjölsótt læknaþing Þessa dagana stendur yfir hér í borginni ársþing læknafélags- ins canadiska og sitja það hvorki meira né minna en þúsund læknar og eru sumir þeirra frá Bretlandi og Bandaríkjunum; mörg mál og mikilvæg verða tekin til umræðu og yfirvegunar á þinginu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.