Lögberg - 18.06.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.06.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. JÚNÍ, 1953 Úr borg og bygð Miss Donna Torfason frá Van- couver er í heimsókn hjá frænd- fólki sínu, Mr. og Mrs. M. Gretchen, Waterloo Street; hún fer til Toronto áður en hún heldur heimleiðis. Hún er dóttir Mr. og Mrs. Sam Torfason, er fyrrum bjuggu á Gimli. ☆ í Messa á sumarheixnilinu við Hnausa Séra P. M. Pétursson heldur guðsþjónustu á sumarheimili sambands-kvenfélagsins að Hnausa sunnudaginn 21. júní, kl. 1.30 C.S.T., 2.30 D.S.T. Við þetta tækifæri afhendir B. S. Benson, forseti Jóns Sig- urðssonar félagsins, I.O.D.E., flaggstöng og flagg, sem félagið hefir ákveðið að’ gefa sumar- heimilinu. Ný-íslendingum gefst tæki- færi að kynnast Mr. Alan Myrick, guðfræðinema við Union Theol. Seminary, N.Y., sem tekur þátt í þessari athöfn. Kirkjufélagið hefir ráðstafað því, að hann þjóni Frjálstrúar- söfnuðum í Nýja-íslandi í sumar. Kvennasambandið býður Is- lendingum úr öllum bygðum Nýja-íslands að sækja messuna. Einnig veitir það öllum messu- gestum kaffi að athöfninni lokinni. ☆ Til vina okkar á Lundar og í nágrenninu Hjartans þökk til hinna mörgu vina, sem sýndu okkur svo mikla hluttekningu og hjálp- semi við fráfall eiginmanns og föður. Mrs. Fjóla Johnson, Margréi, Paul Donald og Cyril ☆ Á þriðjudaginn þann 9. þ. m., lézt á Misericordia sjúkrahús- inu hér í borginni frú Bertha Thorpe 75 ára að aldri, ekkja eftir James Thorpe; hún var pettuð af Austfjörðum, gjörfuleg og félagslynd kona; útför hennar fór fram frá Clark Leatherdale á fimtudaginn þann 11. þ. m. Jarðsett var í Brookside grafreit. BIG BOOKS Úrc/iooðe/tom... a/fc'yout Áofóázy /teedo EATON'S SPRINGond SUMMER CATALOGUE aM/tXe Tfotýty. SUMMER SALE Fyrir ferðalög, dvöl i sumarbúatöð- um og daglegra nota, skuluð þér velja úr þessum störu bókum og spara! Eins og áður býðst yður hag- kvæmasta leiðin, með kaufjum eftir verðskrá og pöstpöntunum, því þar ræðir um úrval fyrir heimili og fjölskyldu. ^T. EATON C9^o WINNIPEQ CANADA EATON ORDER OFFICES IN MANITOBA Brandon • Dauphin - Flm Flon - Fort Churchifl • Neepawa - Portage la Prairie Steinbach • Swan River - The Pas m mjrme, mni ot visrr m smiskoom m m mail omt mimes. BARLEY CONTEST ON FOR 1953 Encouraged by improvements in quality of western barley since t h e brewing a n d malting industry sponsored the first National Barley Contest in 1946, directors of the Barley Improvement Institute have decided to continue the competition this year. The contest in 1953, as it was in 1952, will be confined4o growers in Manitoba and Alberta. The Saskatchewan Maltifig a n d Improvement Committee has again decided that the funds which ordinarily would go to Saskatchewan winners in the competition will again be used for fertilizer and cultural experiments, and demonstrations at the university at Saskatoon, the barley nursery at Tisdale, and such other points as the Committee may decide. As was the case in other years, each province will be dívided into two regions. The three top winners in each region will automatically compete in the respect- ive provincial contests. The two top winners in each province will automatically compete for the major interprovincial prizes of $500 for first and $300 for second. In addition to seven cash prizes in each region, there will be three provincial prizes of $200, $150 and $100. In view of the fact that services of elevator operat- ors are important agencies for handling and shipping malting barley, a prize of $50 in each province will again be awarded the operator who handles and ships the first prize entry. Again the contest is a carlot competition. Contest- ants have to enter a minimum carload of 1,667 bushels of one of three eligible varieties of malting barley, Montcalm, Olli, or O.A.C. 21. The contest is open to any bona fide farmer in a malting barley area except that winners of the first place interprovincial award in previous contests will not be eligible. Entry forms will be available from local elevator operators. This space contributed by BREWERY PR0DUCTS LTD. MD-335 — BRÚÐKAUP — . Á laugardaginn þann 13. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í kirkjunni á Gimli ungfrú Sylvia Florence Holm og Dr. David Frame Simpson. Brúðguminn er nýútskrifaður úr læknadeild Manitoba háskólans og er sonur séra A. B. Simpson, United- kirkju prests í Edmonton, Al- berta, og konu hans. Brúðurin er afar vinsæl á Gimli, þar sem hún hefir lagt mikinn skerf til menningar bæjarins á hljóm- listarsviðinu með píanóleik sín- um og kennslu. Hún er dóttir Adolf Holm á Gimli, sem er sonur Sigurðar og Sigríðar (Danielson) Holm, að Lundar, Man. Auður, kona Adolfs, er systir séra Benjamíns Kristjáns- sonar, þjóðkirkjuprests í Eyja- firði, sem þjónaði Sambands- kirkjusöfnuði hér í borg árin 1928—1932. Við hjónavígsluna þjónuðu séra H. S. Sigmar, sóknarprestur á Gimli, og bróðir brúðgumans, séra Allan B. Simpson, sem er prestur í Westworth United kirkju í Winnipeg. Brúðar- meyjar voru ungfrúrnar Herdís Elíasson, Gimli, og Carolyn Simpson, systir brúðgumans. Blómamey var lítil frænka Sylviu, Sandra Sigurdson frá Lundar. Aðstoðarmaður brúð- gumans var Dr. Brian Pepper, bekkjarbróðir hans við lækna- skólann. Til sætis leiddu Muray Smith og Böðvar Bjarki Jakobs- son, frá Árborg, sem er skóla- bróðir brúðgumans. Að afstaðinni hjónavígslunni sátu um hundrað og tuttugu manns veglega veizlu í sam- komuhúsi Gimli-bæjar. Voru þar á meðal um fjörutíu gestir, skyldulið og nánustu vinir brúð- hjónanna, frá Winnipeg, Lund- ar, Riverton og víðar að. Séra H. S. Sigmar hafði veizlu stjórn með höndum og mælti fyrir skál brúðarinnar. Einnig las hann nokkur heillaóska- skeyti, þar á meðal skeyti ■ frá séra Benjamín Kristjánssyni, og frá foreldrum og systkinum Auðar á Islandi. Guttormur J. Guttormsson flutti frumort kvæði tileinkað brúðurinni. Miss Evelyn Thorvaldson og Mrs. T. R. Thorvaldson skemtu með tví- söng, en Evelyn söng við gifting- arathöfnina. Gunnar Erlendsson var við hljóðfærið. Ungu hjónin fóru brúðkaups- ferð til Ontario. Framtíðarheim- ili þeirra verður í Qu’Appelle, Ársþing Bandalags Lúterskra Kvenna Riverlon, Manitoba, dagana 12., 13. og 14. júní 1953 Forseti Bandalagsins, Mrs. H. S. Erlendson, setti þingið kl. 2 e. h. í kirkju Bræðrasafnaðar. Kvenfélagskonur að Riverton og Geysi tóku rausnarlega á móti gestum sínum og eiga Riverton- og Geysisbúar mikla þökk fyrir hvað öllum leið vel og hvað þingið var skemtilegt og gott. Þingið sátu 54 embættismenn og erindrekar auk margra gesta og velunnara. Eitt kven- félag bað um inngöngu í banda- lagið, eru því nú 22 kvenfélög meðLmir þess, auk fáeinna ein- staklingsmeðlima. Þeir, sem skrifuðu undir játningu þings- ins, voru: Mrs. H. S. Erlendson, Helga Guttormson, Ingibjörg J. Ólafsson, Fjóla Gray, Elizabeth H. Bjarnarson, Eleanor Gibson, Margaret Scribner, Emily Vig- fússon, Halldóra P. Bjarnason, Margaret Bardal, Inga Gillies, Flora Benson, Herdís Erickson, Þjóðbjörg Henrickson, María Sivertsen, Anna Magnússon, Margrét Stephensen, Sigríður Simundson, Magnea Sigurdson, Jósie Erlendson, Jóhanna Er- lendson, Borga Magnússon, Mrs. Emil Johnson, Rúna Stevens, Pearl Wold, Lillie Christie, Anna Jones, Thura Thorstein- son, Joan Allard, Mrs. G. F. Thordarson, Mrs. V. Valdimar- son, Mrs. A. Hildebrand, Fjóla Burdett, Dóra Goodman, Mrs. A. E. Fournier, Gertrude Thorarin- son, Mrs. J. E. Erickson, Mrs. Sask., þar sem Dr. Simson byrjar læknisstarf sitt. —H. D. ☆ íslendingar í Norður Nýja- Islandi eru nú í óða önn að undirbúa veglegan Islendinga- dag, sem haldinn verður að Iða- velli við Hnausa á miðvikudag- inn þann 1. júlí næstkomandi. Sjá skemtiskrá, sem prentuð er á öðrum stað hér í blaðinu; til- hlökkunarefni verður það mörg- um að eiga þess kost að hlusta á Valdimar Björnsson, þenna glæsilega og afburðasnjalla ræðumann; annar ágætur mað- ur, Helgi Austman flytur ræðu á hátíðinni og stór söngflokkur undir forustu Jóhannesar Páls- sonar skemtir með fögrum söng. Fjölmennið á Iðavöll áminst- an hátíðisdag. Dr. S. E. Björns- son flytur kvæði og er ávalt á- nægjulegt að hlusta á hann. Th. Skagfjord, Vilfríður Eyolf- son, Jóna Sigurdson, Kristbjörg Sigurdson, Margaret Perry, Mrs. Eggert Johnson, Louise Sigmar, Guðrún Blondal, Lella Eydal, Bena Freeman, Kristjana Crow, Sofia Wathne, Sigrid. Johnson, Ingibjörg Bjarnason og Mrs. Thora Oliver. Erindi voru flutt af Mrs. Violet * Ingaldson, Miss Ingi- björgu S. Bjarnason, Mrs. I. W. Hart, Miss Vilborg Eyolfson. Með söng skemtu Mrs. Geraldine Björnsson, Valdine Martin, Helga Swanson. Með fiðluspili Mr. Jóhannes Pálsson, með undir spili Lilju Martin, Magnea Sig- urdson og Mrs. Sigurlena Berg. Allir þing- og skemtifundir voru fjölsóttir. Gjörðir þingsins og nöfn nýrra embættismanna verða birtar í næsta blaði. Helga Guttormson skrifari í friðarmálunum . . . Á Confrest In Original PSaywrit'ing To commemorate Coronation year, the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E., is sponsoring a contest in the writing of an original play. An award of $50 will be given for the best play. The rules governing the con- test are as follows: 1. The play shall be in English, in three acts, with a time limit of two hours. 2. The play must be based on Icelandic pioneer life in America. 3. The contest is open to any- one except members of the Jon Sigurdson Chap. I.O.D.E. 4. The name of the author and postal address should be placed in a sealed envelope and attached to the entry. 5. The plays will be judged by a committee of three, ap- pointed by the Jon Sigurd- son Chapter. 6. The Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E., reserves the right to firgt performances of the winning entry. 7. Entries should be submitted on or before December lst, 1953, to the chairman of the play award committee: Mrs. E. A. ISFELD, 575 Montrose St., River Heights, Winnipeg, Man. MESSU80Ð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eyland* Heimili 686 Banning Street Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Fs'éf'l'ir . . . Framhald af bls. 2 fiskveiðar á mun stærra svæði. Það verður því ekki talið að nokkur erlend þjóð hafi öðlast „sögulegan rétt“ yfir þessu svæði. Að lokum segir í svari íslenzku ríkisstjórnarinnar, að hún telji að reglur þær, sem um ræðir, séu ekki að neinu leyti í ósamræmi við alþjóðarétt og að þær séu bráðnauðsynlegar til verndar afkomu íslenzku þjóð- arinnar og þess vegna verði ekki hægt að draga úr þeim. ☆ Kosið verður til Alþingis eftir þrjár vikur og eru fram- bjóðendur yfir 280 og sex flokk- ar bjóða fram. Stjórnmálafundir eru nú haldnir víða um land og kosningabaráttan setur svip sinn á blöðin. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins Framhald af bls. 4 leg, en ef þau samtök eru ófáan- leg, þá á samtökum þeirra þjóða, sem fáanlegar eru til þess að vinna að heill almennings. Ég set hér fram fimmtu hugmynd- ina. Ég vona að það komi ekki fyrir, að þær fjórar hugmyndir, sem ég hefi þegar bent á, full- nægi ekki friðarkröfunum, en þó er það ekki með öllu óhugsan- legt. Það er ekki óhugsanlegt, að Bandaríkin yrðu að standa uppi ein síns liðs. Ef svo færi, þá yrðu Bandaríkin að byggja og halda við 'heimsins voldugasta her- flota. Flota, sem varið gæti höfin fimm. Þau yrðu að koma sér upp loftskipaflota, sem einn gæti staðið á móti loftskipaflota allra annara þjóða, þó sameiginlegur væri. Þau yrðu að æfa og halda við fullnægjandi landher; en þó þau gerðu alt þetta þá fullnægir það ekki þörfum þjóðar vorrar í þessa átt. Hún yrði einnig að víggirða landið svo rammlega, að engin þjóð eða þjóðasam- band gæti unnið á þeim. Við erum ekki að sækjast eftir meiri landareignum, en við verðum á þessum síðustu og verstu tímum að horfast í augu við virkileik- ann. Við verðum að byggja vígi umhverfis land vort svo öflugt, að engir fjandmenn geti brotist yfir eða í gegnum það. Eyjarnar í Kyrrahafinu, sem nauðsynleg- ar eru Bandaríkjunum til varn- ar, verðum við að eignast og full yfirráð yfir Kyrrahafinu verða að vera í vorum höndum. Alt það, sem vér á þann hátt eign- umst eða fáum yfirráð yfir, verðum við að víggirða. I Atlantshafinu verðum við að fá yíirráð yfir, með samningum eða til eignar alt land og eyjar, sem Bandaríkjunum eru nauð- synlegar til framtíðarfriðar — tryggingar. Við verðum að eign- ast Daker og Casablanca. Við verðum að hafa varanlegar lofts- og herskipastöðvar á Islandi og Grænlandi. Við verðum að auka og efla herstöðvar vorar á Ber- muda og við verðum að fá á sem hagkvæmastan hátt yfirráð yfir eyjunum í Karabiska hafinu. — Við verðum að færa Monroe- kenninguna út. Við skulum með allri velvild og gætni leitast við að fá til baka hvert einasta fet af landi, sem var í eign Norður- eða Suður-Ameríku, en sem fáni annara þjóða nú blaktir yfir, með það fyrir augum, að þjóðirnar í Norður- og Suður- Ameríku geti búið að sínu og verið óhultar um framtíðina. Við bjóðum samvinnu en ekki samsteypu, en í sambandi við samvinnuna er eitt höfuðatriði, sem aldrei má glejrmast — við verðum ávalt að vernda sjálf- stæði vort. —J. J. Bíldfell ÍSLENDINGADAGUR verður haldinn að IÐAVELLI VIÐ HNAUSA, MAN. miðvikudaginn. 1. júlí, 19'3 íþróttir byrja kL 10 fyrir hádegi — $175 til verðlauna Skemtiskrá byrjar kL 2 e. h. C. S. T. Þjóðsöngvar ......................BLANDAÐUR KÓR ÁVARP FORSETA ...........................Jón Pálsson ÁVARP FJALLKONUNNAR.................Mrs. Svava Spring ÁVARP MISS CANADA Miss Guðrún Skúlason SÖNGVAR ..............................Blandaður kór RÆÐA, Island og íslendingar ......Valdimar Björnsson ríkisféhirðir Minnesota SÖNGVAR ..............................Blandaður kór KVÆÐI ..............................Dr. S. E. Björnsson SÖNGVAR ..............................Blandaður kór MINNI CANADA .........................Helgi Austman SÖNGVAR ..............................Blandaður kór Söngstjóri Jóhannes Pálsson — Undirleikari Lilja Martin Inngangur i Garðinn fyrir fullorða 50c — Börn 25c Dans í Hnausa Hall að kveldinu kL 9 RIVERTON ORCHESTRA INNGANGUR 50c

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.