Lögberg - 09.07.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories
Repairs
24-Hour Service
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66 ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 9. JÚLÍ, 1953
NÚMER 28
Metrnánuður í
flugflutningum
Á annaS þúsund íleiri flugíar-
þegar en á sama tíma í fyrra
Flugfélag íslands setti maí-
mánaðarmet í flutningum,
og nemur aukningin 37% frá
sama mánuði í fyrra, sem
þó var til þessa tíma bezti
maímánuði í sögu félagsins.
Heildartala farþega, sem F. í.
flutti s.l. maímánuð var 5097, en
það var nokkuð á annað þúsund
farþegum fleira en félagið flutti
í sama mánuði í fyrra. Af þessu
voru 4333 farþegar fluttir innan
lands, en 3318 í fyrra^, og á milli
landa voru 764 farþegar fluttir
nú, en 406 í maí í fyrra. Þannig
nemur farþegaaukningin milli
landa 88%.
Vöruflutningar voru heldur
minni í innanlandsflugi nú en í
sama mánuði í fyrra, sem or-
sakast vafalaust af því að vegir
urðu fyrr færir nú heldur en í
fyrrasumar. Alls námu vöru-
flutningar innanlands nú 72.1
smálest, en milli landa 11.2 smá-
lestum og er það áþekkt magn
í millilandaflutningum og í
sama mánuði í fyrra.
Póstflutningar fara aftur á
móti ört minnkandi frá mánuði
til mánaðar og ári til árs. Er það
næsta undarleg staðreynd, enda
vakið mikla óánægju úti á lands-
byggðinni. Þannig hafa póst-
flutningar verið meir en helm-
ingi minni í s.l. maí heldur en
þeir voru á sama tíma í fyrra,
eða minnkað úr 4.8 smálest niður
í 2.3 lestir.
Veðurskilyrði voru hin ákjós-
anlegustu allan mánuðinn og
flogið hvern einasta dag, að
hvítasunnudegi einum undan-
teknum.
Gullfaxi lenti í 7 löndum, utan
fslands, í s.l. maí, þ. e. Noregi,
Danmörku, Englandi, Skotlandi,
írlandi, Spáni og Grænlandi.
—VfSIR, 12. júní
The prime minister of Iceland and his wife, Mr. and Mrs. Steingrimur Steinthorson (front row,
fourth and fifth from left) played hosts in their Reykjavik residence June 16 to a group of North
American Icelanders on a 7-week visit to the republic. Identified in the photograph are: front row,
third from left, Finnbogi Gudmundson, professor of Icelandic at the University of Manitoba; the
prime minister and his wife; Sigurgeir Sigurdson, Bishop of Iceland; his wife; Dr. Ofeigur Ofeigsson,
who1 recently completed post-graduate study at the Manitoba Medical College. Fourth row: far left,
Mrs. G. Johannson, Winnipeg; second from right, Mrs. Christian Sigurdson, Banning St., Winnipeg.
Last row: fourth from right, S. Jakobson, Winnipeg. Also pictured are Mrs. G. Magnusson, Mrs. R.
Jonasson, Mrs. S. Thorgrimsson and her daughter, Miss S. Thorgrimsson, all of Winnipeg; Mrs.
Sigvaldason, Arborg, Man., Mrs. H. Johnson, Glenboro, Man., H. Olafson, Mountain, North Dakota,
S. Sigurdson, Hensel, North Dakota, D. Gislason and R. Arnason, both of Leslie, Saskatchewan.
Skipaður
fylkisstjóri
Níræð merkiskona
Síðastliðinn laugardag átti ní-
ræðisafmæli merkiskonan frú
Jakobína Guðrún Thorgeirsson,
ekkja hins ágæta manns, O. S.
Thorgeirssonar stofnanda Alm-
anaksins, sem ber nafn hans.
Hún fluttist vestur um haf árið
1883. Foreldarar hennar voru
bæði ættuð af Tjörnesi, þau
Jakob Oddsson og Sigurborg
Jónsdóttir.
Börn frú Jakobínu, Karólína,
Jakobína, Ragnheiður, Geir og
Ólafur Sigtryggur eru öll búsett
hér í borginni; frú Jakobína,
sem enn nýtur góðrar heilsu, býr
með Ragnheiði dóttur sinni að
Ste. 2 — 808 Sherbrook Street.
Lögberg flytur þessari merku
og glæsilegu konu hugheilar
árnaðaróskir í tilefni af níræðis-
afmælinu.
Meiri byggingaframkvæmdir í
Reykjavík en nokkru sinni fyrr
Um síðastliðin áramót voru
nærri 500 hús í smíðum
Flesi — eða 356 — eru einlyft
Meira er um byggingar
íbúðarhúsa hér í bænum en
nokkru sinni fyrr, að því er
Sigurður Pétursson bygg-
ingafulltrúi Reykjavíkur-
bæjar hefir tjáð Vísi.
í gær var yfirlit hans yfir
byggingar í Reykjavík, sem lokið
við við á s.l. ári, lagt fram á
fundi Byggingarnefndar Reykja-
víkur.
Yfirlit þetta ber með sér að á
árinu, sem leið, var lokið við
byggingu 178 húsa og þar af eru
164 íbúðarhús með 329 íbúðum
samtals. Auk þess var lokið við
6 verksmiðjuhús, 1 skóla (Laug-
arnesskólann), 1 fimleikahús og
6 vinnustofur og geymslur.
Að fermetrastærð nema þess-
ar byggingar samanlagt 23.6 þús-
und fermetrum og 156.5 þúsund
rúmmetrum. Langmest var
byggt af steinhúsum.
Af einnar hæðar íbúðarhúsum
var byggt 81 og jafn mörg
*veggja hæða hús, en þriggja
hæða hús voru ekki byggð nema
2 og var þar um sambyggingar
að ræða. Auk þessa voru aukn-
ingar gerðar á 22 eldri íbúðar-
húsum.
Af þeim 329 íbúðum, sem full-
gerðar voru á árinu sem leið er
mest um þriggja herbergja íbúð-
ir, eða 94 talsins, þar næst
fjögra herbergja íbúðir 90 að
tölu, tveggja herbergja íbúðir
voru byggðar 63, fimm herbergja
61, sex herbergja 14, sjö her-
bergja 4, en eins herbergis, átta
herbergja og níu herbergja, að-
eins ein íbúð af hverri stærð.
Byggingaframkvæmdir urðu
allmiklu meiri s.l. ár heldur en
árið þar á undan. Eins og áður
getur voru á s.l. ári fullgerð 164
íbúðarhús með samtals 329 íbúð-
um, en árið 1951 voru byggð hér
118 íbúðarhús með 282 íbúðum.
Byggingafulltrúi taldi að þrátt
fyrir þessar miklu byggingafram
kvæmdir í bænum væri þörfinni
fyrir íbúðarhús engan veginn
fullnægt.
En í sambandi við það má geta
þess, að um s.l. áramót voru
fleiri hús í byggingu hér í bæn-
um en nokkru sinni áður, eða
samanlagt 482 hús. Af þeim eru
langflest einlyft, eða 356 talsins,
og er þar um að ræða nýja smá-
íbúðáhverfið að mestu leyti 108
tvílyft hús voru í byggingu, 9
þrílyft og auk þess eru svo 9
önnur hús. —VÍSIR, 12. júní
K. W. Johannson
Fimmtugur
Hinn 2. þ. m., átti fimmtugs-
afmæli Mr. K. W. Johannson,
stofnandi og forstjóri Building
Mechanics Limited, 636 Sargent
/
Avenue hér í borginni; hann er
einnig féhirðir Van’s Electric
félagsins, sem hefir sömu bæki-
stöð.
Mr. Johannson, Bill, eins og
vinir hans og samferðamenn
jafnaðarlegast nefna hann, er
sonur hins þjóðkunna athafna-
manns Ásmundar P. Jóhanns-
sonar og fyrri konu hans frú
Sigríðar Jónasdóttur frá Húki í
Miðfirði. Bill niaut alþýðuskóla-
menntun sína hér í borg og
stundaði síðan nám við Jóns
Bjarnasonar Academy; gerðist
hann snemma mikill afkasta-
maður og kom á fót 1947 áminstu
fyrirtæki sínu, sem fært hefir
vítt út kvíár; hann er manna,
ábyggilegastur í viðskiptum og
er bað á orði haft, að þeir, sem
í þjónustu hans starfa vilji
ógjarnan skipta um atvinnu.
Bill er kvæntur Maríu
Matthev/s ættaðri af Seyðisfirði,
ágætri konu og fyrirmyndar
húsmóður; þau eiga einn son,
Albert, hinn gjörfulegasta mann,
er starfar með föður sínum við
fyrgreint fyrirtæki; heimili
Bills og frúar er að 841 Goulding
Street.
Bill er áhugasamur um mann-
félagsmál, stjórnmál, þjóðrækn-
ismál og kirkjumál, og svo er
hann vmfastur að á betra verður
eigi kosið.
Lögberg flytur þessum ágæta
og athafnasama manni innilegar
árnaðaróskir í tilefni af fimm-
tugsafmælinu.
Prestshjón
heimsókn
Um síðastliðna helgi komu
hingað til borgarinnar þau séra
Kolbeinn Sæmundsson og frú
frá Seattle, Wash., en þar þjónar
séra Kolbeinn amerískum söfn-
uði; þau voru gefin saman í
hjónaband þar í borg þann 28.
júní síðastliðinn af dönskum
presti, séra Theodore Jansen og
eru því hér um slóðir á hveiti-
brauðsferð.
Séra Kolbeinn er tvíkvæntur
og á sex mannvænleg börn af
fyrra hjónabandi, en seinni kona
hans, Mrs. Sara Scott, á einn son.
Öll börn þeirra tóku þátt í hjóna-
vígslufagnaðinum og einn af son-
um séra Kolbeins söng tvö vers
úr sálminum „Hve gott og fag-
urt,“ er faðir hans, sem er skáld-
mæltur vel, hafði snúið á enska
tungu.
Þau séra Kolbeinn og frú fóru
héðan suður til Chicago, en
ætluðu svo að fara þaðan til
Boston, Mass.
Lögberg flytur prestshjónun-
um innilegar hamingjuóskir.
Hon. J. S. McDiarmid
Fyrverandi náttúrufríðinda-
ráðherra Campbell-stjórnarinn-
ar, Hon. J. S. McDiarmid, hefir
verið skipaður fylkisstjóri í
Manitoba frá 1. ágúst að telja.
Fráfarandi fylkisstjóri Hon. R.
F. McWilliams, hefir gegnt þessu
embætti í nálega þrettán ár.
Úrslót Alþingis-
kosninganna,
28. júní 1953
Alþýðuflokkur 12109 atkvæði,
6 þingsæti.
Framsóknarflokkurinn 16912
atkvæði, 16 þingsæti.
Sósíalistaflokkurinn 12400 at'
kvæði, 7 þingsæti.
Sjálfstæðisflokkurinn 28800 at-
kvæði, 21 þingsæti.
Lýðveldisflokkurinn 2500 at
kvæði, ekkert þingsæti
Þjóðvarnarflokkurinn 4600 at-
kvæði, 2 þingsæti.
Alls 77321 atk., 52 þingsæti.
Vinnur tvennar
aukakosningar
Við aukakosningarnar, sem
fram fóru í Rupertsland og St.
Rose síðastliðinn mánudag
gengu báðir frambjóðendur
Campbell-stjórnarinnar í Mani-
toba sigrandi af hólmi; í hinu
fyrrnefnda var Mr. Brown kos-
inn, en Mr. Molgat í því síðar-
nefnda.
Vinnur
endurkosningu
Social Credit-stjórnin í British
Columbia hefir hlotið ákveðinn
þingmeirihluta, að því er nýj-
ustu fregnir þaðan að vestan
herma; af fjörutíu og átta þing-
sætum nýtur hún nú stuðnings
tuttugu og átta þingmanna.
Sjötíu og ótta
óra afmæli
Síðastliðinn þriðjudag átti Ás-
mundur P. Jóhannsson bygg-
ingameistari að 910 Palmerstone
Avenue hér í borginni sjötíu og
átta ára afmæli; hann er Mið-
firðingur að ætt, fæddur 7. júlí
1875. Ásmundur er þjóðkunnur
athafnamaður, sem mjög hefir
komið við sögu íslendinga vest-
an hafs vegna giftudrjúgrar og
margþættrar starfsemi sinnar á
vettvangi þjóðræknismálanna;
hann er sá maðurinn, sem
grundvöllinn lagði að stofnun
kenslustólsins í íslenzkum fræð-
um við Manitobaháskólann með
hinni höfðinglegu 50 þúsund
dollara gjöf sinni í því augna-
miði. Því miður hefir Ásmundur
átt við langvarandi heilsubrest
að stríða, er hann þó hefir borið
með karlmensku og hugarró; og
víst er um það, að á þessum
tímamótum streyma til hans
hlýhugir ótal samferðamanna og
vina.
Býður sig fram
Hl þings
Um þjóðgarð
Af því að þjóðirnar þjóðgarða hafa,
þótti það sjálfsagt að hafa hér garð
eins og þeir stóru, og um það var krafa
afgreidd og Þingvöllur fyrir því varð.
Örlögum móti er erfitt að sporna,
áfram var haldið, svo nútímamenn
þarna í Bláskógum þingstaðinn forna
þjóðgarð og kirkjugarð hafa í senn.
Svo er í ráði að safna þar beinum
sárfárra manna, er heiður skal tjá,
frægustu náum og einkum þeim einum,
almúginn dauði, er snerta ei má.
Annar er þjóðgarður þúsundfalt stærri
Þingvöllum, heiðar og öræfi lands.
Hann er sá rétti, það hentar ei smærri
hugsjón og stórhug ’ins íslenzka manns.
Fjallanna geimur með gjósandi hvera,
gróður og jökla og fossa og sand
tilvalinn þjóðgarður virtist hann vera,
væri hann kominn í framandi land.
Hérna, sem betur fer, var hann og verður,
varzlan er okkar, er síðar mun rætt.
Þjóðgarður beztur af guði er gerður,
geta þar mennirnir litlu við bætt.
Sigurður Norland
Peter Taraska
Við kosningar þær til sam-
bandsþing, sem fram fara þann
10. ágúst næstkomandi, býður
sig fram af hálfu Liberalflokks-
ins í Winnipeg North Centre
kjördæminu Mr. Peter Taraska
bæjarfulltrúi, kunnur áhuga-
maður, er hlífir sér lítt; hann
er fæddur í þessu kjördæmi
árið 1907 og naut hér alþýðu-
skólanáms, auk tveggja ára náms
við Manitobaháskólann. Mr.
Taraska er kvæntur maður og
þriggja barna faðir; hann átti
sæti í skólanefnd Winnipeg-
borgar í átta ár og var um hríð
formaður hennar, en þrjú síð-
ustu árin hefir hann átt sæti í
bæjarstjórn. Mr. Taraska hefir
tekið virkan þátt í samtökum
skáta og verið einn af forustu-
mönnum þeirra í fylkinu; hann
er meðlimur Canada klúbbsins
og margra annara félaga. Sem
bæjarfulltrúi er Mr. Taraska
meðlimur velferðarmálanefndar
borgarinnar, löggæzlunefndar og
sjúkrahúsanefndarinnar, að at-
vinnu hefir hann ábyrgðarmikla
stöðu hjá meiri háttar bygging-
arfélagi.
Mr. Taraska bauð sig fram til
sambandsþings í síðustu kosn-
ingum og beið þá lægra hlut
með örlitlum atkvæðamun; hann
er efni í ágætan og samvizku-
saman þingmann.