Lögberg - 09.07.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.07.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 9. JÚLÍ, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON , GefiíS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Falleg þjóðræknissamkoma íslendingadagshátíðin, sem haldin var á Iðavelli í grend við Hnausaþorp hinn 1. þ. m., fór um alt hið bezta fram og var þeim öllum, er að henni stóðu ti mikillar sæmdar; veður var ákjósanlegt og þrátt fyrir langvarandi steypiregn, varð ekki annað sagt, en í skemtigarðinum væri sæmilega vistlegt um að litast; forsæti á hátíðinni skipaði Jón Pálsson bóndi á Geysi með rögg og góðri háttlægni. Fjallkonan, frú Svafa Spring, bar sig tígulega og mælti skýrt fram ávarpsorð sín og slíkt hið sama gerði ungfrú Guðrún Skúlason, er kom fram fyrir hönd Canada á hinum 86. afmælis- degi canadiska fylkjasambandsins; báðar eru þær fæddar í þessu landi, en leggja órofarækt við íslenzka tungu og aðrar dýrmætar menningarerfðir af Fróni. Valdimar Björnsson fjármálaráðherra Minnesota- ríkis flutti kyngimagnaða ræðu, er hann nefndi „ísland og íslendingar“, og var hún hvorttveggja í senn einarð- leg og lærdómsrík; brýning hans um skyldurnar gagn- vart viðhaldi íslenzku blaðanna hér í álfu hitti í mark og var þeim holl eggjan, er halda að alt slampist af svona einhvern veginn af sjálfu sér. Valdimar er af- burðasnjall ræðumaður, mótaður af norrænni hetju- lund og kallar ekki alt ömmu sína ef svo býður við að horfa. Ungur maður og prúðmannlegur, Helgi Austmann, fæddur og uppalinn í Víðisbygðinni og útskrifaður í bú- vísindum af háskóla Manitobafylkis, mintist Canada í drengilegri ræðu, sem gott var og gagnlegt að kynnast. Sveinn E. Björnsson læknir flutti „tólf álna langt og tírætt kvæði,“ er lét hið bezta í eyra, enda hefir hann þroskast farsællega í ljóðagerð sinni hin síðari ár. Fjölmennur söngflokkur blandaðra radda undir traustri forustu Jóhannesar Pálssonar fiðluleikara, skemti með ágætlega samræmdum söng, en við hljóð- færið var systir hans, frú Lilja Martin; hún er hreint ekkert smáræði þakkarskuldin, sem fólk af íslenzkum uppruna í Nýja-íslandi stendur í við Pálsson-systkinin fyrir umfangsmikið starf þeirra í þágu íslenzkrar hljóm- menningar; og þegar tekið er ennfremur til greina, hve margt það fólk, er til söngflokksins telst, á um langan veg að sækja æfingar, er það hvorki meira né minna en aðdáunarvert hve mikið það leggur í sölur. Á hátíðinni las forseti upp kveðju frá Dr. Richard Beck, en hann var sem kunnugt er, aðalræðumaður á íslendingadeg- inum á Hnausum í fyrra. Á áminstri samkomu ríkti mildur eindrægnisandi, sem spáir góðu um varðveizlu vorrar göfugu tungu í hinum fögru og farsælu bygðarlögum Nýja-íslands. Landnámið var í upphafi vega sinna döggvað blóði, svita og tárum; barátta frumbýlinganna var ströng, en ávextir hennaf eru orðnir margir og glæsilegir. * ☆ ☆ ☆ , Stjórnmálaótök Eins og þegar er vitað fara fram almennar kosn- ingar til sambandsþings á mánudaginn hinn 10. ágúst næstkomandi; kosningabaráttan er þegar hafin þó enn sé hún hvergi nærri komin í algleyming; þeir Mr. Drew, Mr. Coldwell og Mr. Low hafa þegar ferðast nokkuð um Vesturfylkin og túlkað fyrir kjósendum, hver upp á sína vísu gleðiboðskap sinn, og nú er forsætisráðherr- ann hingað kominn eftir að hafa svo að segja ferðast náttfari og dagfari um Ontario og Strandfylkin við hinar ágætustu viðtökur. Liberalflokkurinn í þessu landi hefir tíðum verið kallaður þjóðeiningarflokkurinn og munu víst fáir efa að þar sé um réttnefni að ræða; það er þessi flokkur, sem samræmt hefir tvö styrkustu þjóðernin, sem hér búa, það enska og hið franska, svo að á fegurra verður naumast kosið, jafnvel þegar mest reyndi á þolrif út af hervæðing þjóðarinnar og herskyldumálinu. Mr. St. Laurent, arfþegi Mr. Kings á vettvangi stjórn- málanna, er ekki neinn sérstakur áhlaupamaður, en hann er auðugur af þeim hyggindum, sem í hag koma og þess vegna ber þjóðin til hans fylzta traust; hann er hverjum manni yfirlætislausari og prúðari í fram- göngu. Frá því, sem flokkum skiptir og einkum máli skiptir, verður frekar sagt eftir því sem á líður kosninga- hríðina. Berfætt’ir vaða þeir eld 1 Þess eru dæmi um miðla, að þeir hafa magnast svo af ein- hverjum óþekktum krafti, að þeir hafa getað handleikið gló- andi kol án þess að brenna sig. Þeir hafa einnig getað magnað dauða og eldfima hluti þannig, að þeir hafa ekki getað brunnið, t. d. vasaklút, svo að hann sviðn- aði ekki einu sinni þótt hann væri vafinn utan um glóandi kol. Fyrirbrigði þessi hafa að von- um þótt mjög dularfull. Vísinda- mennina skortir þekkingu á því hvað hér hafi gerzt, og þá er gripið til þess athvarfs fáfræð- innar að segja, að hér hafi annað hvort verið um sjónhverfingar að ræða, eða einhver brögð. Þetta er þeim mun einkenni- legra, þar sem það er vitað, að fáfróðir „villimenn“ kunna eio- hver ráð til þess að magna síg svo af annarlegum krafti, að þe ir geta vaðið eld berfættir, án þess að iþá saki hið minnsta. Hér er um nákvæmlega sama fyrir- brigðið að ræða, að því undan- skildu, að „villimennirnir“ eru glaðvakandi, en miðlarnir í dá- svefni. (Ótal ferðamenn og aðrir hafa orðið sjónarvottar að því, að berfættir menn óðu eld, án þess að þá sakaði. Þessir menn 'hafa birt frásagnir sínar í blöðum og bókum, en hin vestrænu vísindi eru þögul og hafast ekki að. Hér er ein frásögn um menn sem óðu eld. Röfundur hennar heitir Richard Grenfield og greinin birtist fyrst í „The Spectator“ í London. Hún er á þessa leið: ☆ i Sammy var Indverji. Hann var nú gamall maður, en hann hafði aldrei verið í Indlandi, því hann var fæddur í Malaja og þar hafði hann verið verkamaður hjá hvítum mönnum alla aévi. Hann var greindur karl og fróðari en flestir í þeirri stétt, því að hann kunni að lesa ensku. Hann var ánægður með hlutskipti sitt í lífinu. Honum nægði afskammt- að uppeldi og aldrei kom honum til hugar að safna fé, því að hann var vitur maður. Ég var opinber starfsmaður á Malaja. Á kvöldin sat ég oft stundarkorn 1 og talaði við Sammy. Hann var að fræða mig á ýmsu. Ég spurði hann spjörun- um úr og gerði að gamni mínu við hann. Svo leið að því að ég átti að hverfa þaðan. Sammy vissi þetta. Þess vegna var það eitt kvöld, er við sátum saman, að hann sagði: „Langar yður ekki til þess að sjá menn vaða eld?“ Jú, víst langaði mig til þess. „Annað kvöld fara allir Ind- verjarnir frá Georgetown til Ayer Itam musterisins — þar á að vaða eld.“ Hann gat ekki sagt mér ná- kvæmlega hvenær þetta átti að ske, enda hafði ég oft komizt að dví áður, að allt var í villu og svima fyrir honum, ef hann átti að ákveða einhvern tíma. Hann gat því ekki frætt mig meira um ætta. Hann reis á fætur og sagði: „Farið varlega. Góða nótt“. Og svo fór hann. ☆ Næsti dagur var sunnudagur. Ég fékk mér bíl og ók frá George town áleiðis til Ayer Itam. Þetta er þorp, sem stendur undir hæð nokkurri og er þangað um sex mílna vegur. Þetta er á eynni Penang, nyrzt í Malaja. í þorpi Dessu búa nær eingöngu Kín- verjar og Indverjar, og það þótti ekki öruggt fyrir hvíta menn að vera þar á ferli eftir að skyggja tók. Þegar ég var komin miðja leið, fór ég að heyra söng og trumbu slátt. Og litlu seinna ókum við íram á hópgöngu mikla. Við ókum fram fyrir hana. Þar fór ég úr bílnum og beið. Á undan fylkingunni gekk gamall Indverji og þeytti gríðar- mikið undið horn, sem var nærri eins stórt og hann sjálfur. En fremst í fylkingunni var mið- aldra Indverji og gekk á stultum. Gnæfði hann yfir alla fylking- una. Hann dansaði þarna á stult- unum og það glamraði og hringl- aði í ótal mismunandi glerjum, sem hann hafði hengt á sig þann- ig, að þeim var nælt í beran bjórinn. Næstir komu tveir eldvaðend- ur. Þeir báru helgitákn, sem skreytt voru með böndum og blómum. Voru þau á vírstöngum og bar hátt yfir höfuð þeirra. Annar hafði fest neðri enda vírsins undir belti sér, en hinn hafði stungið honum í líkama sinn. Þessi maður dró á eftir sér stóran vagn, um fimm fet á hæð, og ofan á honum sat skrautlegt goðlíkneski. Þar næst komu prestar. Sumir voru í fullum skrúða, aðrir berir niður að mitti, en allir blómum skreyttir. Þeir hrópuðu og sungu hástöfum. Meðfram þeim hlupu indverskir strákar fram og aftur, með langar veifur í höndunum. Síðan kom aðalþyrpingin. Á eftir henni fór „ratham“ eða kerra, sem tveimur snjóhvítum og heilögum uxum var beitt fyrir. Á þessari kerru sat lík- neski hins æðsta guðs þeirra. Umhverfis kerruna voru prest- ar, sem frömdu alls konar helgi- siði. Voru þeir með sneiðar af kókoshnetum, banana og eitt- hvert hvítt duft, sem þeir smurðu á enni sér. Allir tugðu þeir betelhnot og þuldu bænir. Hópganga þessi hafði lagt af stað frá Georgetown klukkan tvö um daginn en komið var til hofsins í Ayer Itam klukkan fimm að kvöldi. Og þótt ég hefði eigi gleymt aðvörun Sammys, ruddist ég nú fram fyrir fólks- fjöldann. Þar var þá afgirt svæði og í miðju þess var djúp gröf og í botni hennar glóði á viðar- kolaeld. Ég vék mér að einum prest- anna og bað eins kurteislega og mér var unnt um leyfi til þess að rr^ega fara inn fyrir véböndin, því mig langaði til að ná ljós- myndum af athöfninni. Hann leyfði það þegar. Nú komu hofþjónarnir og fylltu gröfina af eldivið. Varð brátt illverandi fyrir hita innan vébandanna. En jafnframt því sem hitinn jókzt, svo jókzt og eftirvænting mannfjöldans. En allt datt í dúnalogn, er prestarn- ir komu með stóra blævængi, fléttaða úr basti og veifuðu þeim yfir bálinu til þess að lífga eld- inn með súgnum. Ég stóð svo sem þrjú fet frá grófinni og að mér þrengdist fólk, sem ruðzt hafði inn fyrir véböndin. Ég sparn hælum í jörð til að hafa sem bezta fótfestu, og ég skýldi andlitinu með báð- um höndum, því að hitinn þarna var nú að verða óþolandi. ☆ Dagur leið að kvöldi. Skyndi- lega kvað við bumbusláttur og gekk þá höfuðpresturinn fram. Hann hélt höndum hátt á loft, og svo hljóp hann berfættur eftir endilangri grófinni, yfir eldinn. Þegar yfir kom deif hann fótum sínum snöggvast ofan í lítið vatnsker. Mannfjöldinn æpti fagnaðaróp. Nú gekk annar maður fram. Það var Indverji. Hann hélt höndum hátt á loft, eins og prest- urinn hafði gert, og síðan gekk hann hægum rólegum skrefum yfir endilangar eldsglæðurnar. Fólkið stóð á öndinni. Það var svo hljótt, að ég heyrði vel þegar glóandi kolin skrikuðu til undir fótum hans. Hann bar höfuðið hátt og horfði augum til himins. En þegar hann gekk upp úr grófinni ætlaði allt um koll að keyra af fagnaðarlátum. Hitinn var orðinn óþolandi. Hvíta skyrtan mín var rennandi blaut af svita og brún af kola- reyk. Þröngin var svo mikil, að ég gat ekki hreyft mig. Mér fannst vanginn, sem sneri að grófinni, vera að stikna. Þá gengu fram eldvaðendurn- ir tveir, sem ég hefi minnzt á áður, þessir með helgitáknin. Glóðin í grófinni varpaði ein- kennilegum bjarma á helgitákn- in, veifurnar og loftið yfir höfð- um þeirra. Þeir gátu ekki haldið höndum yfir höfðum sér, eins og hinir. Annar hafði greipar spenntar á brjóstinu, laut höfði og horfði niður í eldinn, meðan hann óð grófina á enda. Hinn teygði hendurnar frá sér, líkt og línudansari, og sneri lófunum niður. Það sá óglöggt í andlit hans, en birtan af eldinum glóði á endunum á sex þumlunga nál, sem hann hafði stungið þvert í gegnum tunguna. Margir aðrir óðu eldinn, en nú var orðið svo rokkið, að ekki var hægt að taka myndir. Eld- bjarma lagði af glóðinni og það snarkaði hátt í þegar vatni var skvett á þar sem logar komu upp. Ég ruddist út úr þrönginni og út á veg, yfirkominn af undrun út af því, sem ég hafði séð. ☆ Um leið og ég kom út fyrir véböndin, var þar fyrir prestur- inn, sem hafði leyft mér að fara inn fyrir. Hann greip í hand- legginn á mér og leiddi mig þangað, er einn af eldvaðendun- um sat á stóli. Með bendingu var mér gefið til kynna að ég skyldi skoða fætur hans ná- kvæmlega. Það var enn aska á fótum hans upp undir ökla og smákorn af kolum höfðu fest við skinnið í iljunum, en hvergi sást votta fyrir bruna. Mér varð litið í augu manns- ins. Þau voru sviplaus, en hann var glaðvakandi. Ég er viss um, að hér var ekki um neina dá- leiðslu eða miðilssvefn að ræða. Ég get ekki útskýrt þetta — en ég sá þetta allt með mínum eigin augum. —Lesb. Mbl. Sanddæluskipið fengið fil að dýpka Sundin ó ísafirði? Samþykkt að fá lánaðað bor til að kanna bolninn, ef það væri tiltækilegt Ætlunin með þessari könnun á botni innsiglingarinnar er sú, hvort tiltækilegt væri að dýpka hana með því að dæla upp sandi úr botninum, og hefir komið til orða í því sambandi að leita fyrir sér um hvort sanddæluskipið, sem nú er nýkomið til Akraness, yrði fáanlegt til að koma til ísa- fjarðar, er það hefir lokið verki sínu fyrir sementsverksmiðjuna, til að dýpka innsiglinguna. Fullgrunnt fyrir stór skip í innsiglingunni er á einum stað haft, sem svo grunnt er á, að nýsköpunartogarar og skip Eimskipafélags íslands komast vart yfir það nema sjór sé hálf- fallinn eða hærra í. Það er eink- um þetta haft, sem þarf að grafa, og hefir lengi verið rætt um það á ísafirði að gera þyrfti þessa dýpkun. Inngangsorð Jóns Pálssonar forseta íslend- ingadagsins á Hnausum 1. júlí 1953 Heilir og sælir, niðjar íslands og allir aðrir hér viðstaddir! Fyrir hönd nefndar þeirrar,' sem stendur fyrir þjóðminning- arhátíð þessari, býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin hér á Iðavelli. Það er okkur áreiðanlega öll- um ljóst, að íslenzkar samkomur og íslenzk gleðimót, þar sem „ástkæra ylhýra málið“ er notað, í ræðum, ljóðum og söng, fara fækkandi ár frá ári í bæjum og sveitum. Fjöldi fólks er þó enn hér á meðal íslendinga í hinum ís- lenzku bygðum, sem unna svo íslenzkri menning og íslenzkri tungu að það reynir af fremsta megni að halda hvorutveggja við í lengstu lög; óttast það ef- laust, að deyi hin íslenzka tunga á vörum okkar og barnanna okkar, fari íslenzk menning hér sömu leið, og við sem íslend- ingar verðum andlegum dauða dæmdir. Með þessu íslendingadags há- tíðahaldi hér í dag gefur nefnd- in, sem fyrir því stendur, öllum, sem sótt hafa daginn, tækifæri til þess að heilsa upp á gamla og nýja vini, hlusta á íslenzkar ræður, íslenzk frumsamin ljóð og íslenzkan heilnæman og hressandi söng. Tækifæri til að sjá og heyra lifandi táknmynd okkar ágæta lands, Canada, á þessum þjóðminningardegi þess. Og síðast en ekki sízt enn á ný að gefa okkur tækifæri til að sjá og heyra lifandi táknmynd ís- lands, Fjallkonu dagsins, sem flytur ykkur kveðju frá ætt- landinu norður við heimskaut. „Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi silungsá og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá, og breiðum jökulskalla; drjúpi’ hana blessun Drottins á um daga heimsins alla.“ Kveðja til íslendingadagsins að Hnaus- um, 1. júlí 1953 Kæru landar! Minnugur þess, hve framúr- skarandi viðtökum ég átti að fagna hjá ykkur, er ég var ræðu- maður á Landnámshátíð ykkar á Hnausum í fyrra, þakka ég ykkur öllum hjartanlega fyrir síðast og sendi ykkur beztu kveðjur og óskir. Vel gerið þið að halda áfram þessu hátíðahaldi ykkar, því að slíkar samkomur vor á meðal íslendinga eiga bæði mikið þjóð- ræknislegt og menningarlegt gildi, og votta ég öllum, sem þar eiga hlut að máli þökk mína og virðingu. Megið þið halda merkinu sem lengst og hæzt á lofti. Enn lifir í glæðunum íslenzku með mörg- um hætti, og þarf ekki annað en skara að þeim, svo að þær verði að björtu báli, sem gott er að verma sig við. Verið þið alltaf blessuð! Ykkar einlægur, RICHARD BECK —Alþbl., 2. júní KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.