Lögberg - 16.07.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66 ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 16. JÚLÍ, 1953
NÚMER 29
Varaforsæfisráðherra svipfur embætti
og sakaður um landráð
íbúum heimsins fjölgar um
30 milljónir á ári
Dóttir alþýðunnar
Þátturinn óskar lesendum sín-
um gleðilegs sumars. Það mun
eiga vel við að byrja með einu
sólarljóði, eins og þessu eftir
Hjálmar Þorsteinsson:
Glitra öldur, glóey hlý
grímuvöldin tefur,
rjóð á kvöldin rósir í
rekkjutjöldin vefur.
Hér er eitt heillaráð, sem við
ættum að tileinka okkur sem
flest.
Björn Jónsson frá Haukagili:
Oft þó smátt þú eigir skjól
aldrei láttu þrautir buga.
Stefndu hátt mót sumri og sól
með sjafnarmátt í ungum huga.
Margir bíða eftir yl hinna
björtu daga, þess vegna verða
svona vísur til. Friðrik Hansen:
Sendið til mín sólskin inn
sumardagar ljósir.
Vetur gróf á gluggann minn
gráar hélurósir.
Þetta samþykkjum við sam-
hljóða. Sr. Einar Friðgeirsson:
Það er orðið æði fátt, sem ég
verð feginn,
en glampi einhver geisli á veginn
gleðst ég ætíð sólarmegin.
Þarna hefir nokkur breyting
átt sér stað á sínum tíma. Má
vera, að hennar væri þörf ein-
hvers staðar ennþá. Eyjólfur
Jónsson:
Böl og hatur burt er máð
beizkur glatast treginn.
Mín er gatan geislum stráð,
get því ratað veginn.
Og ein enn, ættuð frá sumri og
sól. Lúðvík Kristjánsson:
Ertu að bjóða blómarós
bjartan, góðan daginn.
Flytja óð og yl og ljós
inn í hljóðan bæinn.
Ekki er ég alveg viss um mála-
lok þarna, en mér er nær að
halda — Þorvaldur Þórarinsson:
Ég er ekki alveg frjáls
ýmsar hamla skorður.
En ætlaður að leggja arm
um háls
ef ég kæmi norður?
Einhver klaufaskapur er það,
ef enginn gróður finnst á þessum
stað. Þormóður Pálsson:
Andi minn og eðli þrá
ylinn kynninganna.
Rós að finna eina á
auðnum minninganna.
Að síðustu er þá einn gamall
og umkomulaus umgangur:
Ef þú getur alveg þítt
ísalög af götu minni.
Verður þú að vera blítt
vorið mitt að þessu sinni.
Þeir, sem vildu kveða með í
þessum þætti, sendi bréf sín og
oöfn Alþýðublaðinu merkt:
„Dóttir alþýðunnar.“
—Alþbl.
Þau tíðindi hafa gerzt, er
flestu fremur hafa vakið at-
hygli og umtal vítt um heim,
sem fólgin eru í því, að Lavrenty
P. Bería, varaforsætisráðherra
rússnesku ráðstjórnarríkjanna,
hefir verið sviptur embætti og
sakaður um landráð; er honum
borið það á brýn, að hann hafi
ásett sér að koma á fót í Rúss-
landi stjórnarfarskerfi að fyrir-
mynd kapitalista og gerast aðal-
hetja þess í framkvæmd; mælt
er að forsætisráðherrann, Malen-
kov, hafi átt frumkvæðið um
þessa ráðstöfun, hverjar svo sem
þær kunna að vera orsakirnar,
AttTæður yíkingur
Hinn 1. yfirstandandi mánað-
ar átti Jón J. Samson fyrrum
lögreglumaður áttræðisafmæli;
hann er fæddur að Keldudal í
Skagafirði 1. júlí 1873. Hann var
um fermingaraldur, er hann
ásamt foreldrum sínum fluttist
til þessa lands. Jóni kippir um
margt í kyn til hinna fornu
víkinga, því hann er mikill
maður að vallarsýn og kunnur
að hetjulund; hann gaf sig um
hríð við landbúnaði í North
Dakota, en gegndi í fjölda mörg
ár lögreglustörfum í þessari
borg; hann er manna félags-
lyndastur og drengur hinn bezti.
Þau Jón og hans ágæta frú,
hafa komið til æðri mennta
mannvænlegum hópi barna
sinna.
Lögberg flytur afmælisbarn-
inu innilegar árnaðaróskir vegna
áminsts afmælis.
Fyllir áttunda
tuginn
Á morgun verður áttræður
Pétur N. Johnson, fyrrum
timburkaupmaður að Mozart,
Sask., fæddur á Seyðisfirði 17.
júlí 1873. Pétur var 10 ára að
aldri, er hann fluttist með for-
eldrum sínum, þeim Nikulási
Jónssyni og Þórunni Péturs-
dóttur vestur um haf; hann nýt-
ur enn beztu heilsu og leikur sér
eins og unglamb.
Heimili þeirra Péturs og frú
Önnu hvar, sem það var í sveit
sett, var af gildum og góðum
ástæðum, rómað fyrir risnu.
Pétur hefir jafnan tekið virkan
þátt í kirkjulegri starfsemi og
Liberalstefnan átt góðan hauk í
horni, þar sem hann var.
Lögberg flytur þessum vin-
sæla og ágæta manni hugheilar
hamingjuóskir í tilefni af átt-
ræðisafmælinu.
er til grundvallar liggja; ýms
Norðurálfublöð virðast þeirrar
skoðunar, að öfund hafi ráðið
nokkru um þessar tiltektir, að
Malenkov hafi óttast að Bería
yrði sér ofjarl ef það drægist á
langinn að ryðja honum úr vegi.
Bería var um langt skeið æðsti
maður leynilögreglunnar rúss-
nesku og á víst í meira lagi
grugguga sögu að baki. Síðan
Stalín leið, hefir Bería haft með
höndum, auk lögreglustjórnar-
innar, meðferð innanríkismál-
anna.
Þess er getið til, að Bería muni
þegar hafa verið tekinn af lífi,
þótt það á hinn bóginn sé látið í
veðri vaka, að mál hans sé fyrir
hæztarétti til rannsóknar.
Fari Malenkov að fordæmi
fyrirrennara síns í embætti má
við því búast, að fleiri „hreins-
ana“ sé von áður en langt um
líður. *
Slysavarnafélag íslands 25 ára
Um þessi tímamót, sem nú
standa yfir, er minnst aldar-
fjórðungsafmælis og árangurs
slysavarnamálanna, eins hins
mikilvægasta máls, sem öll ís-
lenzka þjóðin hefir látið til sín
taka, og veitt móðurlegar fórnir
og aðstoð á öllum sviðum þessa
mikilsverða máls.
Fyrir rúmlega 25 árum var
dimmt að líta yfir slysfaramálin
í voru landi. Langt aftur í aldir
mátti rekja hin hræðilegu sjó-
slys, sem ætíð endurtóku sig, ár
eftir ár og öld eftir öld, aðeins
munur á því hve mannfallið var
mikið árlega. Grátandi ekkjur,
munaðarlaus börn, aldraða og
uppgefna foreldra höfðu þessi
hræðilegu sjóslys, öldum saman,
látið eftir sig, þar sem fyrirvinna
þessara aðilja var horfin í hafs-
ins djúp. Engar bætur voru
venzlaliði hinna föllnu veittar,
því að ekkert skipulag komst á
bótamálin fyrr en nú á síðari
tímum. Hlutaskipti flestra hinna
hrjáðu og sorgumþjáðu, sem
enga áttu að, varð sveitarfram-
færslan þrautalending, svo ó-
göfug, sem hún var, einkum fyrr
á árum og öldum. Börn voru
tekin frá mæðrum sínum, og
skipt niður á hrepp eða hreppa,
eftir því hvernig sveitfesti for-
eldra var háttað. Stundum
fengu þessi börn ekki fasta dvöl
á heimili nema ár og ár. Var af
ýmsum ástæðum hafður þessi
Merkur gestur
Jón Ölafsson frá Salmon
'
Arm, B.C., er nýkominn til
bæjarins. Eins og kunnugt er,
er hann sérfræðingur í stáliðn-
aði og hefir markað spor í stál-
íðnaðarrekstri Canada. Hann
var fyrstur til að búa til stál í
Winnipeg og Vestur-Canada, og
fyrstur til að búa til „Stainless“
stál í Canada, samkvæmt frá-
sögn James Gilchrist, stálum-
sjónarmanns fyrir C. N. R. fé-
lagið. Á stríðsárunum fann hann
upp aðferð til að búa til það
harðasta skothríðarstál, sem
framleitt var í þessari álfu. Og
svo síðustu viku sýndi hann
stáliðnaðarfélagi í Calgary að-
ferð til að búa til Manganese
stál og er það fyrsta stál slíkrar
tegundar, sem framleitt hefir
verið í Alberta.
Mr. Ólafsson hefir í hyggju
að dvelja hér um slóðir í mán-
aðartíma og er hann hjá systur
sinni og tengdabróður, Mr. og
Mrs. P. J. Siverson, 497 Telfer
Street.
háttur á, sem ekki er unnt að
greina nánar frá í þessu sam-
bandi, heldur er þessa minnst
hér, sem hinna illu afleiðinga
slysfaranna.
Á öldunum fyrr var litið á
slysfarirnar sem þunga örlaga-
dóma, sem þjóðin minntist lengi,
og annálaritarar aldanna festu á
spjöld sögu sinnar. Þegar kemur
fram á 19. öld, fara að birtast
stöku sinnum blaðagreinar um
varnir gegn slysförum á sjó.
Helzt eru þetta ábendingar góðra
formanna á opnum bátum, sem
eru að leitast við að gefa öðrum
ráð, hvernig mönnum beri að
haga hlutunum á sjó til þess að
forðast slys. Voru þessar ábend-
ingar vissulega góðra gjalda
verðar, en því miður að líkind-
um lítið eftir þeim farið og féllu
því í dá, nálega samtímis og þær
urðu til.
Eftir að Fiskifélag Islands var
stofnað árið 1911 fara að koma
fram sterkari hreyfingar um
slysavarnir, bæði í ræðum og
ritum. Voru mál þessi oft til
umræðu á fundum Fiskifélags-
ins og fiskiþingum þess, án þess
þó að nokkur gagnlegur árangur
kæmi til framkvæmda í slysa-
varnamálunum.
Sjóslysin héldu áfram að eiga
sér stað og mannfallið gekk
hugsandi mönnum til hjarta, og
maður spurði mann: „Er ekkert
hægt að gera, til þess að draga
úr þessum hræðilegu sjóslys-
um?“ Fámennri þjóð voru þessar
mannfórnir óbærilegt ástand og
afhroð, auk þjáninga þeirra að-
standenda, sem um sárt áttu að
binda eftir slysin.
Árin liðu og ekkert gagnlegt
gerðist í málum slysanna. Hinn
14. febrúar 1925 var haldinn
aðalfundur í Fiskifélagi íslands.
Nokkrum dögum áður hafði eitt
hið ægiiegasta sjóslys orðið, er
tveir togarar með allri áhöfn
sukku í hafið á sömu nóttu í
sama ofsaveðri, Halaveðrinu
svonefnda. Þetta ægilega sjóslys
hleypti' mönnum kapp í kinn að
reyna að gjöra einhver gagnleg
átök í slysavörnum. Tveir af
stjórnendum Sjómannaíélags
Reykjavíkur, þeir Sigurjón Á.
Ólafsson og Sigurður Ólafsson,
hófu umræður um málið á fund-
unum, og þar næst hver af
öðrum. Mæltu sumir með en
sumir móti aðgerðum í málinu.
Þeir, sem í móti mæltu, töldu
Stöðugt erfiðara að auka mat-
vælaframleiðsluna í samræmi
við fólksfjölgunina
Ár hvert fjölgar fólkinu í
heiminum um 30 milljónir, dag
hvern fjölgar þeim munnum,
sem metta þarf, um 80 þúsund.
Hungursneyðin í „fátækrahverf-
um“ heimsins er meiri nú en
fyrir og rétt eftir heimsstyrjöld-
ina síðari, dag hvern breikkar
bilið á milli þeirra, sem vel eru
settir, og hinna, sem búa við bág
kjör. Matvælaframleiðslan í
heiminum þyrfti að vaxa um
iy2% árlega til að fullnægja
fólksfjölguninni, og til þess að
bæta kjör þeirra, sem svelta,
þyrfti matvælaframleiðslan að
aukast um a. m. k. 3—4%.
Svo þunglega horfirT þessum
efnum í dag. Unnið er að því
eftir megni að auka matvæla-
framleiðsluna í samræmi við
sig hafa þá reynslu af áðurgerð-
um tilraunum í málinu, að ekki
mundi árangurs að vænta hér
eftir, fremur en hingað til. Var
lengi fundar rætt um málið á
víð og dreif, og tóku sumir
fundarmanna oft til máls. Sýni-
legt var, að gagnslaust væri að
þvæla um málið meira á fund-
inum, því það var stærra og
umfangsmeira mál í eðli sínu
en svo, að hægt væri að afgreiða
það með einfaldri fundarsam-
þykkt. Því bar Sigurjón Ólafs-
son skipstjóri fram tillögu á
fundinum þannig hljóðandi: —
„Kosin sé fimm manna nefnd til
þess að koma með ákveðnar til-
lögur í björgunarmálinu fyrir
næsta Fiskiþing.“
Var tillaga þessi samþykkt og
nefnd kosin í málinu og hlutu
eftirtaldir menn kosningu: Sigur
jón Ólafsson skipstjóri, Sigurjón
Ó. Ólafsson, formaður Sjómanna
félags Reykjavíkur,- Sveinbjörn
Egilsson ritstjóri, Benedikt
Sveinsson alþingismaður og Geir
Sigurðsson skipstjóri. Tók nefnd-
in þegar til starfa. Var Sigurjón
Ólafsson skipstjóri kosinn for-
maður hennar, en ritari Geir
Sigurðsson skipstjóri. Nefndin
gerði sér þegar í upphafi ljóst,-
að hér var um stórt og umfangs-
mikið mál að ræða, sem greina
varð glögglega í þætti, sem gripu
þó hver í annan í tengslum
málsins. Sama og engin gögn
lágu fyrir, sem nefndin gat
stuðzt við. Hún varð því að reifa
málið frá rótum og byggja það
upp í fast form.
Nefndin lagði fram álit sitt á
tilsettum tíma. Var það allmikill
bálkur, skipt í 12 kafla og tillög-
ur tilheyrandi hverjum kafla,
ásamt öðrum fylgiskjölum. Hér
er ekki tími til að rekja efni
frumvarpsins í einstökum atrið-
um, en í því sambandi vil ég
vísa til bókar þeirrar, sem Slysa-
varnafélag Islands gefur út um
þessar mundir í tilefni 25 ára
afmælis síns. Þar er greinargóð-
ar upplýsingar að fá um þetta
atriði og önnur, sem slysavarna-
málefni snerta, allt frá upphafi
til síðustu tíma. Ég vil aðeins
geta þess, að sú tillaga nefndar-
innar, sem einna fyrst komst í
framkvæmd, var um skipun sér-
staks erindreka Fiskifélagsins í
slysavarnamálum. Held ég, að
það sé ekki ofmælt, að starf
nefndarinnar hafi á ýmsan hátt
fólksfjölgunina, en það verk
virði^t verða örðugra með degi
hverjum. Matvæla- og landbún-
aðarstofnun S. Þ. (FAO) hefir
því á nýjan leik snúið sér til
þeirra landa heims, sem bezt eru
sett, með beiðni um auknar fjár-
veitingar og aukna tæknilega að-
stoð.
Verði þessi aðstoð ekki aukin
til þeirra landa, sem dregizt
hafa aftur úr, menningarlega og
tæknilega, hefir það í för með
sér, að hætta verður við ýmsar
framkvæmdir, sem þegar eru
hafnar þar, og nauðsyn í þessum
löndum verður enn stærri en
nú er, að því er matvæla- og
landbúnaðarstofnunin upplýsir.
Jarðarbætur og ný stefna
í verðlagsmálum
Nauðsynlegt er, að hefja rót-
tækar ráðstafanir í þessum
löndum, hefja verður jarðabæt-
ur og breyta stefnunni í verð-
lagsmálum á þann veg, að land-
búnaðurinn gefi meira í aðra
hönd en nú er. Hér sem á öðrum
sviðum er landbúnaðar- og mat-
vælastofunin reiðubúin að
hjálpa með ráðum og dáð eftir
því sem efni leyfa. Nú lætur
stofnunin í té upplýsingaþjón-
ustu, tæknilega aðstoð, aðstoð til
ríkisstjórnanna við framkvæmd
sérlegra áætlana og samræm-
ingu einstakra framkvæmda við
alþjóðlegar endurreisnaráætlan-
ir, sem gerðar eru til langs tíma.
Einn þáttur í þessari viðleitni
eru hinar alþjóðlegu ráðstefnur,
þar sem tækifæri gefst til þess
að ræða aðkallandi vandamál
varðandi matvælaframleiðsluna.
Þrjár slíkar ráðstefnur verða
haldnar næstu tvo mánuði. Þær
verða haldnar í Austur-Asíu,
Suður-Ameríku og í einhverju
landanna fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Þar verður einnig haldinn
sérstakur fundur til að ræða
skepnuhirðingu og sjúkdóma í
nautgripum, einkum gin- og
klaufaveiki og ráðstafnanir gegn
henni, og þá fyrst og fremst
bólusetningu. Stofnunin ætlar að
koma á fót sérstakri gin- og
klaufaveikivarnarnefnd í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs
og rannsóknarstofu, er framleiði
bóluefni.
Fiskveiðarnar verður einnig
að bæla
Þá hefir matvæla- og land-
búnaðarstofnunin látið gera
skýrslu um fiskveiðar og mögu-
leika á að auka þær við strendur
Suður-Ameríku. Á þessum slóð-
um eru geysimiklir möguleikar
á því, segir í skýrslunni. Þegar
undanskilin eru Chile, Brazilía,
Perú, Venezuela og Mexikó, þá
hafa Suður-Ameríkuríkin lítið
gert til að efla fiskveiðar sínar.
Þar vita menn lítið sem ekkert
um nútíðarhætti í fiskveiðum,
hvernig geyma á aflann, flytja
hann og afla markaða fyrir hann.
Þau 5 lönd, sem fyrr voru nefnd,
er hafa tileinkað sér nútíma að-
ferðir við fiskveiðar, neyta 80%
þess fisks, sem borðaður er í
Suður-Ameríku allri, en hin 15
Suður-Ameríkuríkin aðeins 20%,
enda þótt þær þjóðir hafi jafn
mikla möguleika á því að stunda
fiskveiðar og hinar fimm.
—TÍMINN, 21. júní
undirbúið jarðveginn fyrir Slysa
varnafélag Islands og flýtt fyrir
stofnun þess.
Sjómannadagsblaðið
7. júlí 1953
elska þig Jesús
(Enskur sálmur)
%
Ég elska þig Jesús, minn ástvinur kær,
það æðstan mér fögnuð og unaðsemd ljær;
minn lausnarinn eini og lífgjafi’ ert þú,
og ljós minna olga, — ég elska þig nú!
Ég elska þig, Jesús, sem elskaðir mig,
og önd mína leystir frá glötunar stig;
þinn krossferill bjó mér til himinsins brú
og brot mín afmáði; — ég elska þig nú!
I lífi og dauða ég elska skal þig,
og ávalt þig lofa á hérvistar-stig;
við aðkomu dauðans mig aðstoðar þú.
Þá önd mín skal tjá þér, — ég elska þig nú!
I heimkynnum ljóssins og himneskri dýrð
og heilagri sælu, sem ei verður skýrð,
Þar efni míns lofsöngs þá einn verður þú
sem áður og ávalt: Ég elska þig nú!
Kolbeinn Sæmundsson
SIGURJÓN ÓLAFSSON. skipstjóri:
Merkisáfangi í slysavarnamálum