Lögberg - 16.07.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 16. JÚLl, 1953
5
wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
ÁI U4 A'iÁI
IVINNA
\ \lT\ / Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÁHRIFAMIKIL KONA Á SVIÐI HLJÓMMENNINGAR
í CANADA
Nýlega hefir Canadian Federa-
tion of Music Teachers’ Associa-
tion haldið sitt árlega þing í
Torontoborg, Ontario, er stóð
yfir í vikutíma.
Þúsundir hljómlistarkennara
tilheyra þessu félagi um landið
þvert og endilangt. Aðaltilgang-
ur félagsins er að stuðla að hljóm
listarkennslu í skólum landsins,
útbreiðslu fagurrar hljómlistar
og að hafa eftirlit með áhuga-
málum og hagsmunum hljóm-
listarkennara stéttarinnar.
Mrs. E. A. ísfeld- hefir tekið
mikinn og giftudrjúgan þátt í
störfum þessara félagssamtaka.
Hún var í eitt ár forseti Winni-
peg-deildar félagsins; síðan var
hún kosin forseti Manitoba-
deildarinnar til tveggja ára og
nú á fyrrnefndu þingi hefir hún
verið kjörin varaforseti aðal-
félagsins. Sýnir þetta gjörla hve
mikils trausts hún nýtur meðal
hlj ómlistarkennarastéttarinnar í
Canada og hve miklum forustu-
hæfileikum hún er gædd. Sem
forseti Manitobadeildarinnar var
hún í ráðum með Advisory
Board Manitobaháskólans varð-
andi hljómlistarkennslu í fylk-
inu. Áhrifa hennar mun nú gæta
á enn víðtækara sviði í hljóm-
menningu landsins.
Mrs. Isfeld er glæsileg kona og
prýðilega máli farin. Hún hefir
kent píanóleik í Winnipeg við
Mrs. E. A. ísjeld
ágætan orðstír í fjölda mörg ár,
og hefir um all-langt skeið verið
organleikari og söngstjóri í
Fyrstu lútersku kirkjunni í Win-
nipeg. Hún hefir jafnan tekið
góðan þátt í íslenzku félagslífi,
sérstaklega með því að æfa söng-
flokka og leika á hljóðfæri með
söngfólki á samkomum. Hún er
varaforseti Jón Sigurson I.O.D.E.
félagsins, og hefir í því félagi
ekki legið á liði sínu fremur en
í öðrum góðum málum, er hún
hefir haft afskipti af.
Hinir mörgu vinir Mrs. ísfelds
munu óska henni til hamingju
með hina nýju virðingar- og
ábyrgðarstöðu, er henni hefir
fallið í hlut.
☆ ☆ ☆
LÍFSGLEÐI NJÓTTU
- Það hefir jafnan þótt undrun
sæta, hve mörg blöð og tímarit
eru gefin út á íslandi, eins og
þar er fámennt, en þjóðin les
mikið og á ótrúlega margt
manna og kvenna, er kunna að
halda á penna. Um áramótin síð-
ustu hóf nýtt hálfsmánaðarblað
göngu sína á Suðurlandi, og
nefnist það Suðurland. Ritstjóri
þess er hinn góðkunni rithöf-
undur, Guðmundur Daníelsson,
kennari á Eyrarbakka, er margir
Vestur-íslendingar minnast með
ánægju síðan hann heimsótti þá
fyrir nokkrum árum. Blað hans
er fróðlegt og skemmtilegt og
óvenjulega laust v;ð flokkadrátt.
Konur hafa lítið skrifað í
blaðið fram að þessu, en í
ellefta tölublaðinu er grein eftir
„Húsmóðir í Rangárvallasýslu“
til húsmæðranna. Fanst mér
greinin falleg og hún eiga erindi
til húsmæðra hér engu síður en
á íslandi; ég leyfi mér því að
birta kafla úr henni:
Lífsgleði njóttu
svo lengi kostur er,
fríða les blómrós,
fyrr en hún þver.
Menn oft sér skapa þraut og þrá,
að þyrnum leita og finna þá,
en hýrri fjólu ei gefa gaum,
sem grær á þeirra leið.
Lífsgleði njóttu
svo lengi kostur er,
fríða les blómrós,
fyrr en hún þver.
—St. Th.
Þetta Ijóð er að mínu áliti lær-
dómsríkt og oft hefur það hrint
frá mér óánægju og leiðindum
hafi mér leiðst við innistörfin,
er aðrir nutu útivistar við störf
eða leik. Ef letin, fylgja leiðind-
anna, læðist að mér við skyldu-
störfin syng ég þetta ljóð og
allur lunti er fokinn út í veður
og vind. Jafnvel uppvask getur
orðið skemmtilegt ef maður
syngur gleðiljóð á meðan á því
stendur. Eldamennska og gólf-
þvottur verður leikur einn ef ég
flýti mér, með það í huga að
frelsið og fegurðin bíði mín að
því loknu. Nú ákveð ég að láta
ekki þessi leiðu daglegu störf
halda mér lengi inni og gera mér
gramt í geði. Ég eldist nóg og
fljótt þótt ég setji ekki andlitið í
hrukkur út af svoleiðis smá-
munum. Lífið er of stutt og dýr-
mætt til að eyða því í óánægju
yfir því sem ekki er hægt að
komast hjá. Ég er búin að læra
að sætta mig við þessi störf þótt
hugur minn girnist allt annað,
reynsla mín er sú, að ef ég hugsa
bjartar hugsanir verður um-
hverfið bjart. Nú er líka þessum
óhjákvæmilegu störfum lokið í
bili, nú get ég hlaupið út, gert
hvað sem ég vil, lagað til í kring-
um húsið, — snirt til í garðin-
um, legið svolitla stund í grasinu,
sem er að byrja að vaxa, horft á
trén, er ég hef gróðursett,
springa út, séð fyrstu frjóang-
ana af fræinu, er ég sáði, gægjast
upp úr moldinni, fundið birki-
angan fyrir vitum mér. Já,
sannarlega er lífið fullt af fegurð
og dásemdum, aðeins ef ég gef
því gaum og vil sjá og finna allt
sem lífið hefur að bjóða mér.
Litli sonur minn kemur hlaup-
andi til mín, gleðin skín úr
skærum augum hans. Hann
tekur ósköp varlega utan um
lítið, nýútsprungið reyniblað,
kyssir það og segir: „Nú vek ég
blómið, mamma.“ — Og nú vek
ég þig, mamma!
Litlir, mjúkir handleggir vefj-
ast um hálsinn á mér. Litli ljúf-
urinn er nýbúinn að læra kvæð-
ið: „Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur“ o. s. frv.
Og hann heldur að sami máttur
felist í sínum kossum. Og víst er
brosið hverjum sólargeisla heit-
ara og litla fiðrildið er þotið í
burtu að vekja fleiri blóm.
Hversu unaðsfull yrði ekki
veröldin, ef mannfólkið brosti
hvað til annars.
Geturðu verið fýld á svip, ef
þú horfir í brosandi augu?
Hjaðnar ekki gleði þín, ef þú
mætir köldum augum og hnikl-
uðum brúnum? Reyndu samt að
brosa á móti, þá hlýtur ísinn að
þiðna.
Hin rauða ránshönd
Síðan rússneska setuliðið sett-
ist að í Austurríki 1945 hefir það
hremt þar og flutt úr landi
austurrískar eignir, sem nema
750 milj. dollara. Auk þess hefir
Austurríki beðið stórtjón vegna
þess að Rússar greiða hvorki
tolla né skatta og hafa rekið þar
svartamarkað í stórum stíl.
Sérfræðingum í fjármálum
telst svo til, að þrjú seinustu
árin hafi Rússar rænt álíka
miklu í Austurríki og Marshall-
hjálpinni hefir numið, sem
Bandaríkin hafa veitt Austurríki
á sama tíma. Með öðrum orðum:
Austurríki væri fjárhagslega
sjálfstætt ef Rússar væru ekki
til að reita af því.
Rússar byrjuðu að ræna um
leið og þeir komu inn í landið.
Fyrst í stað voru það hermenn-
irnir, sem rændu handa sér. Þeir
máttu ekki sjá úr, myndavélar,
skartgripi né annað „óhóf auð-
valdsins“, svo að þeir sölsuðu
þau ekki undir sig. En þau rán
námu þó ekki nema nokkrum
hundruðum þúsunda dollara.
Allar vélar og efni úr fjölda
Minningarorð
Guðfinna Austfjörð
Þann 4. ágúst 1951 lézt á Mis-
ericordia spítalanum í Winnipeg
heiðurskonan Guðfinna Aust-
fjörð frá Hetla, Man., eftir
þunga legu, þar sem alt var gjört
sem mannleg tækni og þekking
góðra lækna gat gjört fyrir
hana til að lina þrautirnar.
Guðfinna var fædd á Fjarðar-
horni í Hrútafirði í Stranda-
sýslu á íslandi, 29. maí 1875.
Foreldrar hennar voru sóma-
hjónin Ögmundur Kristjánsson
Ögmundssonar Bjarnasonar á
Fjarðarhorni og Sigurbjörg Sig-
urðardóttir, ættuð úr Dalasýslu
á íslandi. Barn að aldri fluttist
Guðfinna með foreldrum sínum
vestur að Hálsi á Skógarströnd
í Snæfellsnessýslu við hinn
fagra og fengsæla Breiðafjörð,
þar sem hún ólst upp til full-
orðins ára; henni voru gefnar í
vöggugjöf góðar gáfur, minni,
næmi og skilningur.
Árið 1903 fluttist hún vestur
um haf; var rúm 2 ár 1 Norður-
Dakota, flutti svo til Manitoba.
Árið 1906 giftist hún Guðmundi
J. Austfjörð, ættuðum úr Múla-
sýslum á Austurlandi; þeim
varð 5 barna auðið, er verða hér
talin eftir aldursröð: Jósifína
Kristín (Mrs. Karl Grahn),
Hnausa, Man.; Margrét Guðrún
Aðalheiður (Mrs. J. H. Schwabe),
Winnipeg; andvana stúlkubarn;
Jón Ásgeir Karl, dáinn 1934;
Ögmundur Sigurður, Hecla,
Man. Hana lifa 5 barnabörn.
Með Guðfinnu er fallin í val-
inn göfug og góð kona, ástrík
móðir og amma og er hennar því
sárt saknað af öllum hennar ást-
vinum og einnig mörgum sam-
ferðamönnum öðrum; hún var
mikil bókakona og fróð og
skemtileg í viðræðum — og í
orðsins fylsta skilningi vitur
kona. Hún var trúkona mikil
og biblíufróð, galt vel til kirkju
sinnar og kristniboðs. Mótlæti
sitt bar hún sem hetja og reyndi
aldrei að sýnast. Hún var trú
yfir litlu og mun því verða sett
yfir mikið.
—VINUR
verksmiðja var flutt til Rúss-
lands. Og svo lagði rússneska
stjórnin hald á aðrar verksmiðj-
ur og hefir ekki sleppt þeim
síðan. Hún kvaðst hafa heimild
til að taka þetta upp í hernaðar-
skaðabætur frá Þjóðverjum, því
að þetta hefði verið þýzkt land.
Hin ríkin, sem setulið hafa í
Austurríki, gerðu fyrst í stað
upptækar ýmsar eignir, sem
talið var að þjóðverjar ættu, en
þeim hefir síðan öllum verið
skilað austurrísku stjórninni.
Brottflutning verksmiðja byrj-
uðu Rússar þegar 1945 og héldu
því áfram til ársloka 1947. Þá
var ekki meira til á hernáms-
svæði þeirra, og sneru þeir sér
þá að jarðeignum. Þeir sendu
inn í landið hópa af mönnum frá
hjáríkjum sínum, létu þá smala
saman kvikfé og reka úr landi,
undir 'því yfirskyni, að þessu
hefðu Þjóðverjar rænt frá sér.
Þessum gripdeildum er ekki
lokið enn, og þeir sem fyrir þeim
verða, geta ekkert sagt og fá
engar skaðabætur.
Sovétstjórnin hefir ekki látið
sér nægja að flytja burt heilar
verksmiðjur og leggja önnur
fyrirtæki undir sig, undir því
yfirskyni að þau hafi verið eign
Þjóðverja. Hún hefir einnig tek-
ið önnur fyrirtæki, svo sem
banka, flutningafyrirtæki og
fjölda sölubúða. í árslok 1952
höfðu þeir þannig lagt undir sig
200 búðir að minnsta kosti. Var
þar selt allt milli himins og
jarðar, vínföng, tóbak, úr,
myndavélar, vefnaðarvara og
allt þar á milli. Þessar verzlanir
greiða hvorki skatta né tolla og
geta því selt vörur sínar við
lægra verði en aðraj- verzlanir.
Þá er að minnast á olíulindir
Austurríkis. Árið sem leið er
talið að Rússar hafi tekið
2.100.000 smálestir af fram-
leiðslunni, og á þessu ári heimta
þeir 3 miljónir smálesta.
Þriðjungur af öllum iðnfyrir-
tækjum á hernámssvæði Rússa
er undir þeirra stjórn. Fram-
kvæmdanefndin, sem hefir eftir-
lit með þessu, nefnist USIA, en
olíustjórnin nefnist SMV. Þær
hafa í þjónustu sinni um 60 þús-
undir Austurríkismanna. Síðan
1945 hafa þessi fyrirtæki flutt
úr landi vörur fyrir 300 miljónir
dollara, án þess að greiða nein
opinber gjöld.
USIA ræður yfir 300 iðnfyrir-
tækjum og um 350 fyrirtæki
önnur eru undir eftirliti þess.
Af þessum 350 eru um 200 smá-
söluverzlanir, rúmlega 100 jarð-
eignir og nokkur fyrirtæki, sem
þeir ksjla blönduð.
Sumar jarðeignir eru búgarð-
ar, aðrar skógar. Og Rússar hafa
höggvi^ skógana miskunnar-
laust, án þess að hugsa nokkuð
um framtíð þeirra. Tjónið, sem
austurríska þjóðin bíður af þess-
um yfirgangi Rússa — töku
skóga, búgarða og verzlana ■
verður ekki með tölum talið,
enda er það ekki talið með því
beina tjóni, sem Rússar hafa
valdið þjóðinni.
Þá hafa Rússar látið USIA
reka svartamarkaðsviðskipti í
stórum stíl síðan 1945. Fyrst
voru þetta aðallega matvörur,
en síðan líka tóbak og aðrar
vörur. Aðferðin er sú, að austur-
rískir innflytjendur panta vörur
erlendis, láta svo senda þær til
vöruskála Rússa í Vín, en Rúss-
ar greiða enga tolla né skatta af
þeim. Síðan afhenda þeir inn-
flytjendum vörurnar gegn hæfi-
legri „þóknun“, sem talið er að
nemi 3—4% af andvirði vörunn-
ar. Þannig svíkja þeir Austurríki
um innflutningstolla og stinga
þeim í eigin vasa.
Einkennilegt er það, að öll þau
fyrirtæki, sem USIA hefir yfir
að ráða, eru látin ganga úr sér,
viðhaldið er ekkert. Er þetta
gert vegna þess að Rússar vilja
hafa sem mest upp úr þessum
fyrirtækjum áður en þeir yfir-
gefa Austurríki? Eða er þetta
sýnishorn þess, hvernig þeir
reka fyrirtæki í sínu eigin
landi? Hvað sem um þetta er,
þá er eitt víst, að verksmiðjurnar
sem eru undir stjórn USIA, eru
að syngja sitt síðasta vers nema
því aðeins að stórfé verði varið
til þess að koma fótunum undir
þær aftur.
(Úr „The Christian Science
Monitor“).
Used Newkirk
TILLAPLOWS
1—4'6" with 22" blade 4.00x12
tires $180.00
1—5'3" with 22" blade 4.00x12
tires $198.00
1—6'0" with 22" blade 4.00x12
tires with scrapers and hy-
draulic lift $275.00
Good values. For further informa-
tion or inspection, contact
WESTERN
Agricullural Supply Co. Lid.
310 Colony St. Wlnnlpeg, Man.
Sendið engin meðöl til Evrópu
þangað iil þér hafið fenglð vora nýju verðskrá.
Skrtflð eftlr lilnnl nyju 1953 verðskrú. sein iui er í* laktelnnin.
Verð hjn oss er mlklii lægrn en nnnars stnðar í Cnmula.
RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur
STREPTOMYCIN — 50c grammið
Sent frú Evrópu utn víSn vcrölil. Jafnvel niistan júrntjulilslns. —
Póstgrjald lnnlfallS.
STARKMAN CHEMISTS
403 IH.OOK ST. WEST
TOKONTO
Fleiri Canadamenn fá sér
€€Ms
Þér stofnsetjið
heimili yðar hér
. . . aukið á vel-
megun Canada
með því að kaupa
canadiska fram-
leiðslu.
EIGIÐ ÞÉR HEIMA í NORTH CENTRE?
SÉ svo.
Þó veitið athygli að North Centre er nú STÆRRA
kjördæmi. Þér þarfnist stjórnarþingmanns með
lífsreynslu, sem fús er ó að berjast
fyrir núgranno sína!
Greiðið
atkvæði vegna
voldugra
North Centre
með
GREIÐIÐ
LIBERAL
ATKVÆDI!
Endurkjósið
ST. LAURENT!
MikAll foringi fyrir
voldugra Canada
PETER
TARASKA
► Bæjarfullirúi
• Hefir seiið í skólaráði
• Velferðarnefnd almennings
® Sjúkrahúsanefnd
• Lögreglunefnd
• Öiull alhafnamaður
• Fæddur í Norih Cenire
Published by North Centre Liberal Association.