Lögberg - 03.09.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.09.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. SEPTEMBER, 1953 Mmmsvarðinn um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa í Skagafirði afhjúpaður Ungmennasamband Skagfjarðar reisti varðann SAUÐÁRKRÓKI, 20. júlí: — Há- tíðahöld í sambandi við afhjúpun minnivarða Stephans G. Step- hannssonar á Arnarstapa í Skagafirði, hófust laust eftir kl. 2 s.l. sunnudag með því að formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, Guðjón Ingimund- arson, íþróttakennari á Sauðár- króki, flutti ávarp og lýsti gangi minnisvarðamálsins allt frá því að Eyþór Stefánsson, tónskáld á Sauðárkróki, bar fram tillögu um, að Stephani G. yrði reistur minnisvarði í Skagfirði, en það var á samkomu ungmennafélag- anna sumarið 1945, eins og nánar var sagt frá í Mbl. s.l. laugardag. Að lokmni ræðu Guðjóns söng karlakórinn Heimir, söngstjóri Jón Björnsson, „Skagafjörð“. Því næst flutti Steingrímur Stein- þórsson, forsætisráðherra, ræðu og fer.hún hér á eftir: Ræða forsæiisráðherra Góðir áheyrendur! Fyrir tæpum eitt hundrað árum, hinn 3. október 1853, fæddist hjónunum á Kirkjubóli, hér í næsta nágrenni, sonur, er hlaut nafnið Stefán. Foreldrar hans voru Guðbjörg Magnús- dóttir, ættuð úr Skagafirði, og Guðmundur Stefánsson, ættaður austan úr Þingeyjarsýslu. — Þessi drengur varð síðar einn af íslenzku landnemunum í Vesturheimi og eitt hið mesta stórskáld, sem íslenzka þjóðin hefur eignast fyrr og síðar. Hamingjudísirnar virtust ekki vaka yfir vöggu þessa drengs né æskuárum hans hér heima. Hann ólst upp á þremur smábýlum í Skagafirði og einu í Þingeyjar- sýslu. Öll eru býli þessi nú í eyði og hafa verið um langt skeið. — Tvítugur að aldri fór Stefán af landi brott. Eftir Stefáni hefur Baldur Sveinsson þessa frásögn um at- burð, er gerðist í Víðimýrarseli haustið 1865, en foreldrar Stefáns voru þá búandi þar: „Eitt haust var ég úti staddur í rosaveðri. Sá þrjá menn ríða upp Vatnsskarð frá Arnarstapa. Vissi að voru skólapiltar á suðurleið, þar á meðal Indriði Einarsson, kunningi minn og sveitungi, sitt fyrsta ár í skóla. Mig greip raun, ekki öfund. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut. — Mamma hafði saknað mín. Kom út og kallaði. Ég svaraði ekki. Vildi ekki láta hana sjá mig svo á mig kominn, en hún gekk fram á mig. Spurði mig hvað að gengi. Ég vildi verjast frétta, en varð um síðir að segja sem var. Eftir þessu sá ég seinna. Mörgum ár- um á eftir heyrði ég mömmu segja frá þessu, en ég hélt hún hefði löngu gleymt því. Hún bætti því við, að í það sinn hefði sér fallið þyngst fátæktin.“ Frásögn þessi gefur innsýn í sál þessa tólf ára drengs, hina miklu þrá eftir að menta sig. Hann segir „mig greip raun, ekki öfund“. Þetta lýsir hinu tæra og heiða hugarfari skáldsins. Úr penna hans hrýtur í einu feg- ursta kvæðinu, sem hann yrkir til íslands: „ . . . . og þó léztu að fjölmörgum betur en mér.“ Þeir, sem þekkja til ævikjara Stefáns hér á landi í æsku, munu telja, að hér sé hóflega að orði komizt um erfiðleika hans. Hér er hvorki staður né stund fyrir mig til að ræða um lífsstarf Stephans G. Stephanssonar, hvorki sem venjulegs þjóðfélags- borgara né skálds. En ég vil leyfa mér að tilfæra hér ummæli Sigurðar Nordals, nú sendiherra, í hinni stórmerku ritgerð hans um Stefán skáld, er fylgir úrvali því úr Andvökum, er út kom árið 1939. Þar segir Sigurður Nordal svo: „Það er ef til vill ekki úr vegi að geta þess að lokum, að ég sá aldrei Stephan G. Stephansson og kynntist honum ekki persónu- lega, nema hvað örfá bréf fóru á milli okkar á efstu árum hans. Þó að ég læsi nokkuð af kvæðum hans ungur, lærði ég seinna að meta hann en nokkurt annað af höfuðskáldum vorum. Ég setti lengi fyrir mig agnúana á formi hans, sem ég sé enn enga ástæðu til að draga fjöður yfir. Eftir að ég fór að sókkva mér ofan í, að skilja hann, gat það komið yfir mig, að finnast hann þreytandi gallalaus, að hann hefði verið skemmtilegra viðfangsefni, ef ég í aðra röndina hefði fundið ein- hverjar eyður í hæfileika hans, öfgar eða veilur í skapferli hans. Því fer svo fjarri, að ég hafi haft neina löngun til þess að gylla hann, að ég hef leitað dauðaleit að einhverjum höggstöðum á honum í bréfum hans, þessum sæg af einkabréfum til allskonar manna, sem honum gat aldrei til hugar komið, að yrðu birt al- menningi. En ég reið ekki feitum hesti frá þeirri leit. Ef nokkuð er að mununum er maðurinn sem kemur fram í bréfunum enn grómlausari en kvæðin sýna, gætnari og grandvarari, hárviss- ari í dómum á sjálfan sig og skilningi á sjálfum sér. Allt, sem ég hef þótzt athuga skást um Stefán hafði hann séð betur sjálfur. Ég hef gefizt upp fyrir honum, sezt við fótskör hans. Það er sannleikurinn. Um kvæði hans hefur mér fundizt því meira sem ég las þau betur og ríkari skilningur á manninum hefur varpað á þau nýjum ljóma. Maðurinn reyndist því skemmti- legri og girnilegri til fróðleiks sem ég gerði mér betri grein fyrir því, að styrkur hans er ekki styrkur fátæktarinnar, heldur auðlegðarinnar, — að þar eru sundurleitir og óstýrilátir miskliðir í eðlisþáttum og ævi- raunum, stilltir til fjölraddaðs samræmis." Þessi ummæli vil ég gera að mínum eftir því sem ég hef getað myndað mér skoðun um Stephan G. Stephansson, skáld- skap hans, ævistörf hans önnur og viðhorf til samtíðar sinnar. Ungmennafélög íslands báru gæfu til þess að bjóða Stefáni heim til íslands sumarið 1917. — Engum bar meiri skylda til þess að heiðra hann, dá og virða, en einmitt unga fólkinu. Enn er það æska íslands, sem heldur nafni hans á lofti og minnist afreka hans. Það er æska Skagafjarðar. — Ungmennasamband Skaga- fjarðar — sem reisir hinu mikla skáldi þann minnisvarða, sem afhjúpaður verður í dag hér að Arnarstapa, einhverjum hinum allra fegursta og glæsilegasta stað í þessu svipmikla héraði. Ég þakka ykkur, ungu konur og menn, sem að þessu hafið unnið. Það er ykkur og ykkar héraði til sóma að hafa forgöngu um, að minnast þess sonar Skaga- fjarðar á þann hátt, að ókomnar kynslóðir muni eftir því. Hér er í dag allstór hópur Vestur-íslendinga, sem um skeið hafa dvalið hér heima í kynnis- ferð. — Þeir eru öllum hér kærir vinir, sem fulltrúar þjóðarbrots- ins íslenzka vestan hafs, en land- ar okkar vestra hafa komið fram í því mikla þjóðahafi sem jjár er á þann hátt, að til stórsóma er fyrir íslenzku þjóðina alla. Við fögnum þessum ágætu gestum hér innilega og gleðjumst yfir því, að þessi athöfn skuli fara fram að þeim viðstöddum. Meðal þessara virðulegu gesta er dóttir skáldsins, frú Rósa Stefánsdóttir Benediktsson. Hún hefur dvalið hér nokkurn tíma sem gestur þjóðarinnar. Þessi yfirlætislausa, svipmikla mennt- aða kona, hefur kynnt sig á þann hátt þann tíma, sem hún hefur dvalið hér, að öllum, sem kynn- ast henni þykir vænt um hana og virða. Frú Rósa býr búi sínu með sonum sínum vestur í Al- berta við svipuð kjör og gerist um sveitafólk á íslandi. Eigin- maður hennar er látinn fyrir nokkru. Hver sem sér frú Rósu og kynnist henni, -verður var við ætternið og upprunann, „frænka eldfjalls og íshafs“, „dóttir lang- holts og lyngmós", — hún er sönn dóttir íslands, sem mun skilja eftir hugljúfar endurminn- ingar og jafnframt gefa okkur hér heima til kynna, hve föstum fótum íslenzk menning stendur í Vesturheimi. Þið ungmennafélagar, er nú minnist aldarafmælis Stephans G. Stephanssonar, eigið þökk skilið fyrir það. Ég vona að það verði til þess að æskufólkið okkar kynni sér sögu skáldsins, ævikjör þess frá upphafi og störf. Minnist þá tólf ára drengs- ins, sem grét í þúfnaskorningun- um í túninu á Víðimýrarseli, ör- skammt hér frá, yfir því að fá ekki að fara til langskólanáms með félögum sínum neðan úr sveitinni. Hváð virtist bíða þessa drengs, eins og þá var umhorfs með þjóð vorri? Allir vegir virt- ust lokaðir. Hvað varð svo úr þessum dreng? Hann er nú einn af menningarvitum íslendinga, jafnt austan hafs og vestan. Hann hefur víkkað og dýpkað íslenzka menningu með ævistarfi sínu. — Hann hefur sannað það áþreifanlega, að málshátturinn: „Hver er sinnar eigin gæfu smiður“, er spakmæli, sem hefur mikil sannindi að geyma. Þess vegna vil ég segja við þig, unga kona, og þig, ungi maður, sem stundum kunna að finnast öll sund lokuð: Látið víl og örvinglan aldrei ná tökum á ykkur. Hugsið um hvað menn eins og Stefán hafa komizt þrátt fyrir það, að dimmt virtist fram- undan. Hafið aðstöðu drengsins í Víðimýrarseli í huga og störf hans, hvernig hann sjálfur braut sér veg. Segið því vonglöð: „Það er alls staðar verk til að vinna.“ Þá starfið þið í anda Stephans G. Stephanssonar. Að lokum vil ég leyfa mér að hafa yfir eitt stoltasta erindi, sem Stephan hefur ort: „Hann einbúi gnæfir svo langt yfir lágt að lyngtætlur stara á hann hissa og kjarrviðinn sundlar að klífa svo hátt og klettablóm táfestu missa. Þótt kalt hljóti nepjan að næða hans tind svo nakinn, hann hopar þó hvergi. Iiann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilin, klöppuð úr bergi.“ Við erum stödd hér við einn fjölfarnasta þjóðveg íslands. — Minnisvarði sá, er hér er reistur, á að minna á ævistarf Stephans G. Stephanssonar. Ég vænti þess, að margir ferðamenn, sem um veginn fara, staldri við stutta stund, hugleiði ævikjör Stefáns skálds, minnist ævistarfs hans og heiti því að leitast við í sínum störfum að sýna svipaða karl- mennsku, hetjulund, hreinskilni og drengskap, sem einkenndi Stephan G. Stephansson, skoð- anir hans og öll störf. Tileinki þjóðin sér þær eigindir, þá mun henni vel farnast. Minnisvarðinn afhjúpaður Þegar hér var komið, fór fram afhjúpun minnisvarðans. Eyþór Stefánsson, formaður Stephans G.-nefndar, ávarpaði dóttur skáldsins, frú Rósu Benedikts- son, og bað hana að afhjúpa varðann. Tveir menn úr Step- hans G.-nefnd leiddu frúna að varðanum, en síðan afhjúpaði hún hann. Eyþór afhenti síðan Skagfirðingum og þjóðinni allri minnisvarðann til eignar og varð- veizlu. Ennfremur afhenti Eyþór frú Rósu íslendingasögurnar að gjöf frá Stephans G.-nefndinni. Frú Rósa steig þá í ræðustólinn og þakkaði alla þá vinsemd og heiður, sem sér og föður sínum hefði verið sýndur af Skagfirð- ingum. Ennfremur lét hún í Ijósi sérstaka gleði sína yfir því, að s a m tö k ungmennafélaganna skyldu hafa haft forgöngu um byggingu þessa myndarlega minnisvarða. Því næst söng kórinn „Þótt þú langförull legðir,“ lag eftir Jón Laxdal. — Minnisvarðinn Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari tók nú til máls og lýsti varð- anum, en hann hefur, sem kunnugt er, haft með höndum gerð hans og uppsetningu, valið efni og gert frumdrætti og teikn- ingar allar. Ennfremur minntist hann Stephans G. og flutti frum- ort kvæði í tilefni dagsins. Lýsing vörðunnar Höfundur lýsir minnisvarðan- um þannig: Varðan er þrístrend. Hálfur fimmti meter á hæð og 8 metrar ummáls að neðan. Randir hennar eru hlaðnar úr stuðlabergssúlum, sem rísa upp af smærri stuðlum, og tákna hinir síðarnefndu vitan- lega hagyrðinga og smáskáld, sem stórskáldin rísa upp af. Hliðar vörðunnar eru úr heimasorfnu blágrýti úr Nausta- vík í Hegranesi. í miðja hliðfletina eru hlaðin allstór hellubjörg úr fjallsskrið- um á Reykjaströnd. Mislita smá- grýtið er úr árgili við Fagranes á Reykjaströnd og loks eru þrír sólarópalar úr Glerhallarvík sinn yfir hverri hellu. Upphleyptu eirmyndirnar, sem boltaðar eru í hellurnar eru þannig: Vatnsskarðsmegin er skáldið sem hjarðsveinn (smali), með kind sína og bók, hann ber hönd fyrir augu og horfir yfir Skagafjörð og Drangeyjarsund. Á þá mynd er letrað: Komstu skáld í Skagafjörð, þegar lyng er leyst úr klaka laut og yfir túnum vaka börnin glöð við gróðurvörð. Víðimýrarmegin er allstór hliðmynd af skáldinu ásamt nafni hans og ártölum, og gáir skáldið þar til fjalla. Á þriðja fletinum, þeim sem snýr að Víðimýrarseli situr skáldið með langspil á hné sér. Yfir það hiefur hann breitt skinnskekkil, þar á skrifar hann með fjöðurstaf hið alkunna kvæði: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalandsmót. Á þessari mynd örlar einnig á merki bóndans. Er það ljár og reka. — Stuðlabergið í vörðunni er úr sjávarhömrunum við Hofsós. Öll er varðan járnbent og mjög sterkbyggð. Steypingu eirmynd- arinnar önnuðust steypumeistar- arnir Leifur Halldórsson og Ólafur Gunnarsson í Málm- steypunni Hellu í Reykjavík og er prýðilega af hendi leyst. — Þeir dr. Broddi Jóhannesson og Gísli Magnússon bóndi í Ey- hildarholti fluttu fróðleg og hugðnæm erindi um skáldið, en Pétur Hannesson, póstafgreiðslu- maður, Sauðárkróki, Hallgrímur Jónasson, kennari, Andrés Björns son, fulltrúi, og Eyþór Stefáns- son láfsu upp úr verkum skálds- ins. Gunnar Einarsson bóndi í Bergsskála las frumort ljóð. Einnig fluttu þeir Jónatan Jóns- son, stúdent, Jónas frá Hofdölum og Magnús Gíslason, Vöglum, frumort kvæði. Áður en athöfninni lauk, söfn- uðust Vestur-íslendingarnir, sem þarna voru staddir, saman við vörðuna og voru þeir ákaft hyllt- ir af mannfjöldanum. Um kl. 6 lauk svo athöfninni með því að Heimir söng þjóðsönginn og mannfjöldinn tók undir. Veður var stillt og bjart, sólar- laust fram eftir degi, en eftir kl. 4 var glaða sólskin og sterkju- hiti. Talið er að um 2 þúsund manns hafi verið viðstatt af- hjúpunina. í Varmahlíð Fór athöfn þessi fram með hinum mesta myndarbrag. Um kvöldið var stiginn dans í Varma hlíð, en Stephans G.-nefndin hafði þar boð inni fyrir frú Rósu og aðra Vestur-íslendinga, forsætisráðherrahjónin og ýmsa aðra gesti. Þar fluttu ræður pró- fasturinn séra Helgi Konráðsson, Ólafur á Hellulandi og Sigurður Sigurðsson bæjarfógeti, er færði frú Rósu forkunnarfagra silfur- skeið, áletraða með spónaletri, að gjöf frá Skagfirðingum. Áður en borðhaldi lauk, flutti fararstj óri Vestur-íslendinganna, prófessor Finnbogi Guðmunds4- son, þakkir til Skagfirðinga fyrir höfðinglegar móttökur, en Eyþór Stefánsson sleit hófinu með stuttri ræðu. Öll þessi hátíð fór hið bezta fram. —Mbl., 21. júlí Minningarorð Með fáum orðum langar mig til að minnast Guðnýjar Breið- fjörð. Hún fæddist að Borgum á Skógarströnd 30. marz 1873, dótt- ir Jónasar Daníelssonar og fyrri konu hans Guðbjargar Jónas- dóttur, er þar bjuggu. Árið 1891 giftist hún Einari Jónssyni Breiðfjörð. Þau tóku við búi föður hans á Arnhúsum á Skógarströnd. Fluttust til Ameríku 1893, settust að í Mouse River bygð í Norður Dakota. Þaðan fluttu þau til Swan River, Man., tóku þar land, bjuggu á því í 14 ár, en fóru svo aftur til Mouse River bygð- ar og voru þar til dauðadags. Mann sinn misti hún 30. jan. 1949; var þá hjá börnum sínum, sem öll voru henni góð og létu sér ant um að henni liði sem bezt, enda var hún ástrík og umhyggjusöm kona og móðir trygglynd og vinföst; vildi öllum gott gjöra, sem hún náði til. Guðný var heldur smá vexti, fríð sýnum, geðgóð og stilt, hvað sem að höndum bar. Hún var sérlega myndarleg og lagin í verki. Mun það oft hafa komið vel, því að hún hafði ekki ævin- lega af miklu að taka. En sá hefir nóg sér nægja lætur. Þau hjónin eignuðust 7 börn; 4 þeirra dóu í æsku en 3 eru á lífi: Þuríður, Mrs. Hallur Ólafs- son, Bantry, N.D.; Vilhelm, Thief River Falls, Minn., og Málfríður, Mrs. S. H. Elliott, Minot, N.D. Síðasta ár ævinnar þjáðist Guðný heitin af innvortis mein- semd, fór undir uppskurð, en allar lækningartilraunir brugð- ust; hún var þá flutt heim til Þuríðar dóttur sinnar í Bantry, N.D. Þar andaðist hún 1. janúar 1951. Faðir Guðnýjar sál. var tví- giftur; seinni kona hans var Jó- hanna Jóhannesdóttir. Guðný átti því mörg systkini og eru þessi á lífi: Kristín, Mrs. Frank Meadows, í British Columbia; Halldór Daníelsson, Mafeking, Man.; Guðrún, Mrs. Hilliard Donaldson, Bowsmont, Man.; Guðbjörg, Mrs. Bud Johnson, Flin Flon, Man.; og ein alsystir, Júlíana, Mrs. Bjarni Finnsson, Swan River, Man. Jarðarförin fór fram frá ís- lenzku kirkjunni í Upham 4. júní 1951. Séra Arnold Lucker stýrði athöfninni. Hún var lögð til hvíldar við hlið manns síns í Melankton grafreit. Hennar er sárt saknað af börnum, barna- börnum og öllum, sem hana þektu. Blessuð sé minning hennar. —VINUR DREWRYS M.D.334-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.