Lögberg - 03.09.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.09.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. SEPTEMBER, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg” is printed and published by The Columbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Kærkominn ferðafélagi Bækur og blöð, sem orðið hafa manni lengi samferða, fléttast eins og ósjálfrátt inn í örlög manns og verða óaðskiljanlegur hluti af manni sjálfum, svo er.það með Eim- reiðina og mig; ég var enn innan við fermingu, er Eimreiðin fyrst lagði leið sína inn á öræfabýli mitt og tókst þá með okkur góð vinátta, og þó mig að vísu rámaði eitthvað í Sunnanfara og kvæði Þorsteins Erlingssonar, er þar birtust, svo sem „Örlög guðanna“, kynnist maður honum nákvæmar og betur í ljóði við lestur kvæða hans í Eimreiðinni, er ég inni undir Lindarseli í heiðinni minni sat yfir ánum; litlu síðar komu Þyrnar á heimili mitt og þóttu enginn smá- ræðisfengur. Ég kyntist dálítið fyrsta ritstjóra Eimreiðarinnar dr. Valtý Guðmundssyni sumarið 1908, er frelsisbarátta ís- lenzku þjóðarinnar stóð sem hæst; af öðrum ritstjórum þessa vinsæla tímarits átti ég nokkura samleið með dr. Magnúsi Jónssyni, þó lengst og nánust hafi kynni mín orðið við núverandi ritstjóra, Svein Sigurðsson, þennan spaka og velviljaða alvörumann, sem sagt hefir þjóð sinni flestum fremur til syndanna með þeirri hógværð, sem jafnan hefir auðkent skaphöfn hans. Ég hefi nýlokið lestri Apríl—Júní heftis Eimreiðar- innar, sem nýlega er komið vestur, og haft af því ósegjan- lega' ánægju; lesefni er fjölbreytt og að flestu leyti vandað; þó verður naumast sagt, að kvæðin auki til muna á ljóð- gróður samtíðarinnar, að undanskildu Kóngsbænadags- kvæði Guðmundar Frímanns, sem ber á sér nokkurn snilliblæ. Við, sem ólumst upp við móðurbrjóst Fróns, fögnum hverju fögru orði og hverri fagurri hugsun, er þaðan berst og finnum í hvorutveggja andlega endurnæringu, og okkur er ant um, að holl tímarit, svo sem Eimreiðin óneitanlega er, nái hér sem styrkastri fótfestu. Með það fyrir augum, að Vestur-lslendingum gefist kostur á að glöggva sig á þeim stórmálum, sem nú eru efst á baugi, svo sem stjórnarskrármálinu, birtir Lögberg eftir- farandi kafla um þetta mikla mál málanna úr inngangsgrein Sveins ritstjóra Við þjóðveginn: „A landsfundum sínum í vetur höfðu flokkarnir stjórn- arskrármálið á dagskrá, og virðist nú sem nokkur skriður sé á það mál kominn, að íslenzka ríkið fái nýja stjórnarskrá í s-amræmi við kröfur tímans. Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu um málið samþykktir á landsfundum, og Framsóknarflokkurinn hefur lýst því ský- laust yfir, að hann vilji láta leysa málið á sérstöku stjórn- lagaþingi. Er sú ályktun í samræmi við það, sem stjórnar- skrárfélögin í landinu, fjórðungsþingin, — og nú síðast hinn nýi Lýðveldisflokkur, — hafa lagt til. Stjórnarskrárfélagið í Reykjavík, sem telur meðal meðlima sinna menn úr flestum eða öllum flokkum í landinu og starfar eingöngu að lausn þessa máls, óháð öllum flokkum, hefur síðan það var stofnað lagt ríka áherzlu á þetta atriði: að hin nýja stjórnarskrá verði samin og lögtekin á sérstöku stjórnlaga- þingi og staðfest með þjóðaratkvæði. Það þing mundi ekki hafa nein önnur mál til afgreiðslu og ætti að vera háð á Þingvöllum. I stjórnarskrármálinu eru það sjö atriði, sem ræða þarf og komast að niðurstöðu um: í fyrsta lagi, að sérstakt stjórnlagaþing fjalli um málið, hvenær og hvar það komi saman og hvernig það verði skipað. I öðru lagi, að sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá skipi þjóðkjörinn forseti, án afskipta alþingis, ráðuneyti, sem fer með stjórn landsins á ábyrgð forseta ákveðið kjörtímabil, án tillits til trausts eða vantrausts alþingis. 1 þriðja lagi, hvort taka skuli upp þann hátt, að forseti velji stjórnarmeðlimi sína utan alþingis, en að þeir eigi setu á alþingi og hafi þar málfrelsi, meðan þeir sitja í stjórn. 1 fjórða lagi, að alþingi eitt hafi allt löggjafar- vald, forsetar alþingis hafi rétt til að setja bráðabirgðalög, að beiðni ríkisstjórnar, en þingrofsvald forseta hverfi. f fimmta lagi, að kjörtímabil forseta sé 4 ár, eins og nú er, og að hann semji fjárlög og leggi fyrir alþingi. f sjötta lagi, að skipun æðsta dómstóls þjóðarinnar sé ákveðin í stjórnar- skrá landsins. Og í Sjöunda lagi, að landinu verði skipt í fylki, sem njóti nokkurrar sjálfstjórnar, verði umdæmi þessi ákveðin í stjórnarskránni, en málefnum þeirra og stjórn skipað með lögum frá alþingi. Stungið hefur verið upp á sjö fylkjum alls í landinu. Það verður að vísu ekki sagt, að stjórnarskrármálið væri haft mjög á oddinum í umræðum flokkanna fyrir kosn- ingarnar. Þannig var þess lítt getið í útvarpsræðum flokks- fulltrúanna 23. þ. m. Það var í rauninni ágætt, að draga þetta mál ekki inn í flokkadeilur. Það er mál allrar þjóðar- innar, en ekki neins sérstaks flokks. Áhugi fyrir því er vakandi um allt land. Undanfarið hefur staðið yfir skoðana- könnun um það á vegum Fjórðungssambands Austurlands. Allir landsmenn þurfa að taka höndum saman um að leysa það farsællega og til heilla fyrir land og lýð á ókomnum árum og öldum.“ Heyskapur hefir gengið vel um land allt Heyskapur hefir gengið vel um land allt 24B—40 Center Grasspretta allsstaðar með ágætum og nýting heyja góð Kostir súgþurrkunar og vot- heysverkunar koma enn í ljós Heyskapur hefir yfirleitt geng- ið með ágætum hér á landi það sem af er sumrinu, enda hafa verið stöðugir þurrkar núna síðustu vikurnar að heita má um land allt. Bregður bændum mjög við eftir undanfarin óþurrkaár. Þá hefir sprettan verið sérstak- lega góð, t. d. víða tvöföld á við það, sem hún var í fyrra. Það eina, sem amað hefir að er, að gras var allvíða farið að spretta úr sér, og hefir því komið sér vel að nýtingin er hin bezta víðast hvar. Það hefir greinlilega komið í ljós, að þeir bændur, sem hafa súgþurrkun, eða hafa komið sér upp votheysturnum, eða gryfj- um, eru mun betur settir en hinir. Hafa þeir verið fyrri til við hirðinguna og náð inn betra heyi. Gengur bezt þar sem súgþurrkun er Heyskapartíð hefir verið mjög góð tvær síðustu vikurnar, sagði Steinþór Gestsson, bóndi að Hæli 1 Gnúpverjahreppi, er blaðið átti tal við hann í gær, og heyskapur gengið vel. Gras var mun meira en undanfarin ár, en nokkuð farið að spretta úr sér. Sláttur er ekki nærri búinn hér ennþá. Tún eru almennt stór, frá 400—1000 hesta. Áber- andi er, hve betur gengur þar sem súgþurrkun er, sérstaklega þar sem þar var hægt að byrja slátt fyrr. Um þriðjungur bænda hér hefir nú súgþurrkunartæki. Smá væta var hér í dag, en ekki teljandi þó. Nokkuð óslegið af túnum Magnús bóndi Guðmundsson að Mykjunesi í Holtum, skrifar blaðinu, að sláttur hafi hafizt þar um og eftir síðustu mánaða- mót. Byrjuðu menn heyskapinn heldur seinna, en á horfðist vegna óþurrkanna, sem þá voru. Margir settu fyrst í vothey, en síðustu viku var mjög hagstæð tíð, þurrkur flesta daga og var þá miklu af töðunni bjargað í hlöðu eða sæti. Ýmsir eiga þó allmikið óslegið af túnum enn- þá, því víða er heldur fáliðað á bæjum. Mikill meirihluti bænda hér á nú orðið dráttarvélar til ómetan- legs hagræðis við erfiðustu störfin, segir Magnús. Grasvöxtur er með þeim ágæt- um, að vart hefir jörð áður verið jafnvel sprottin. Má segja, að allt sé jafn hlutfallslega gott, tún, engi og hagar. Vel fer fram í görðum og ætti að geta orðið góð uppskera, ef svo heldur áfram sem nú horfir. Langt komnir með túnaslátt Heyskapur gengur hér vel, sagði séra Gísli Brynjólfsson á Kirkjubæjarklaustri. Þurrkur hefir nú verið í tæpa viku og víða er langt komið með tún. Taðan hefir yfirleitt verkast vel, en grasið var nokkuð úr sér sprottið, og dregur það nokkuð úr gæðunum. í dag er hér þykkt loft, en rigningarlaust. Fólksfæðin iefur Ég náði tali af Þorgeiri Þor- steinssyni á Grund í Skorradal, segir fréttaritari vor á Akranesi. Sagði hann að ofan Skarðsheið- ar hefði létt til með norð-austan átt og verið brakandi þurrkur í allan gærdag. í dag var daufur þerrir framan af, en sæmilegur, þegar leið á daginn. Margir eiga töluvert af túnum óslegið þar um slóðir, einkum þar sem þau eru stór og fólkið fátt. Þó munu nokkrir bændur þar efra búnir með tún, helzt þeir, sem mest hafa látið í súrhey. Grasspretta er með eindæmum góð. Ekki hægi að vænta betra Segja má, að tíðarfar hafi ver- ið hið ákjósanlegasta til hey- skapar hér um slóðir, segir frétta ritari blaðsins í Borgarnesi, og ekki hægt að vænta þess betra. Bændur eru flestir langt komnir, eða búnir að hirða af túnum, og alls staðar er ágætis gras. Töðufengur mikill og góður Heyskapartíð hefir verið hin ákjósanlegasta hér við Djúp, símar Páll Pálsson að Þúfum. Þurrkur hefir verið ágætur núna eina viku, töðufengur óvenju mikill og nýtist eftir hendinni. Hefir taðan náðst inn algerlega óhrakin. Verði þessi veðrátta áfram, verða tún alhirt um mán- aðamótin júlí—ágúst, en tún eru þó þegar langt komin sums staðar. Útlit er ágætt með gras á útengi. Hiri nú á sama iíma og sláiiur hófsi í fyrra I blaðinu í gær var skýrt frá heyskap í Skagafirði og Eyja- firði, samkvæmt frásögnum fréttaritara blaðsins. Á sumum bæjum í Skagafirði hafði nú verið hirt af túnum um sama leyti og sláttur hófst þar í fyrra, og töðufengurinn var tvöfaldur. í Eyjafirði voru óþurrkar fyrst framan af, en svo kom blíðviðri, þannig að nýting varð góð á mestum hluta töðunnar. Spretta er þar með fágætum góð, og sumir bændur þegar byrjaðir á öðrum slætti. Byrjað þrem vikum fyrr en síðastliðið ár Heyskapur byrjaði almennt hér um slóðir þremur vikum fyrr en í fyrrasumar, símar fréttaritari vor á Húsavík. Og óhætt er að segja, að hann gangi yfirleitt vel. Þeir, sem hafa súg- þurrkun eða súrhey, eru þó mun betur settir, og hafa margir þeirra þegar hirt mikið. Hinir eiga enn nokkuð mikið úti, en Þegar við nú eftir meira en átta ára dvöl hér á Gimli erum að flytja okkur búferlum vestur að hafi, er svo margs að minnast og margt að þakka. Við höfum átt því láni að fagna að kynnast og vera með ágætu fólki — fólki, sem á allan hátt hefir gert okk- ur dvölina hér skemtilega og eftirminnilega, og verða minn- ingarnar um dvöl okkar hér fagrar og heilnæmar hvar, sem bústaður okkar verður hér eftir. Viljum við nú einnig minnast hins ánægjulega og myndarlega samsætis, sem okkur var haldið þriðjudagskvöldið 18. f. m. og yfir sextíu manns tóku þátt í; má segja með sanni, að þar ríkti gleði og góðvild, ánægja og ein- lægir vinarhugir. Það kvöld verður minningaríkt og ógleym- anlegt í hugum okkar. Það var sannur sólskinsblettur í heiði, sem margir hlýir ylgeislar munu stafa frá. Okkur er það ljóst, að „það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm,“ því svo margir lögðu þar hönd að verki til að gera þetta kveðju- samsæti sem ánægjulegast, að rúm leyfir ekki upptalningu. — Verður því að sætta sig við að segja, að Mrs. Kristín Thor- steinsson hafði samsætisstjórn með höndum, en auk hennar tóku til máls Mrs. H. G. Sigurðs- son, Mrs. Talln^an, forstöðukona „Betel“ og Mrs. Sylvía Kárdal, sem einnig hafði söngstjórn með höndum, þar sem allir sungu saman, og var að því eftirminni- leg skemtan. Einnig flutti Lárus Nordal ágætt kvæði, sem fylgir hér með. Nú viljum við minnast þess, að nokkrir nágrannar okkar það hey er óhrakið og nýting þess ætti að vera góð, ef veður ekki spillist. Þurrklaust er hér í dag, en engin úrkoma. Síðari sláltur að byrja á Skriðuklaustri Heyskapartíð má teljast góð það sem af er, símar Jónas Pétursson á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Skúrasamt var þó víða, einkum til dala fyrri hluta síð- ustu viku, en ágætur þurrkur í vikulokin. Tún eru víða að verða búin og að mestu hirt. Á Skriðu- klaustri er taða hirt og síðari sláttur að byrja. Grasvöxtur er með ágætum. Kartöflugarðar líta ágætlega út og rófur og aðrar garðjurtir. Var gerl fyrir frumkvaeði Hall- gríms Helgasonar ’ Fyrir frumkvæði og milli- göngu Hallgríms Helgasonar tónskálds var 20. júlí haldið íslenzkt kvöld í ríkisútvarp- inu í Sviss, Beromunster. Dagskráin stóð í tvo tíma sam- fleytt. Kvöldið hófst á því, að leikið var á trómeta og básúnur með kontrabössum ísland far- sælda frón í fornum tvísöngs- stíl. Þar næst flutti ávarp utan- ríkisráðherra Bjarni Benedikts- son, sem vakti sérstaka athygli. Síðan voru flutt íslenzk þjóðlög fyrir hljómsveit eftir Hallgrím Helgason undir stjórn höfundar. Auk þess fluttu erindi dr. Alex- ander Jóhannesson um tungu og bókmenntir, prófessor Gylfi Þ, Gíslason um atvinnuvegi og utanríkisverzlun, dr. Jón Gísla- son um íslenzka þjóðtrú og ævintýri og Hallgrímur Helga- son um skáldlist og söng Islend- inga að fornu og nýju. Tónlist var flutt eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Þórarinn Jónsson, dr. Pál Isólfsson, Jón Leifs (íslands forleikur með útvarpshljómsveit- inni svissnesku undir stjórn heimsóttu okkur 6. f. m. og færðu okkur góðar gjafir, var og þetta sama fólk með í þessu áminsta samsæti, meðal þeirra voru: Lárus og Anna Nordal, Mr. og Mrs. H. G. Sigurðsson, Mr. og Mrs. Eric Stefánsson, Mr. og Mrs. Daníel Pétursson, Mr. og Mrs. Sig. Guðmundsson, Sigur- jón Jóhannsson og dóttir hans Steinunn, Guðm. Jónsson, Gyð- ríður Anderson og Sæunn Bjarnason. Við þökkum öllu þessu fólki, við þökkum Gimlibúum fyrir margra ára ágæta viðkynningu og vinarhug og biðjum guð að lýsa friði yfir þessum bæ og íbúum hans. — Við kveðjum ylckur með kærum minningum. Mr. og Mrs. Jón Júlíus Johnson Hlýiur að ganga vel Þetta er með allra beztu sumr- um, sagði Sveinn bóndi á Egils- stöðum á Völlum, er blaðið átti tal við hann í gær. Þurrkur hefir verið hér því nær dag hvern að undanförnu, og ýmsir eru þegar búnir með tún. Alls staðar, sem ég hefi haft fregnir af, hefir hey- skapurinn gengið ágætlega, enda getur ekki annað verið, tíðarfarið hefir verið það gott. Þó hafa skúrir í dölum tafið þar eitthvað fyrir. Hirt eflir hendinni Bændur hér um slóðir hafa hirt töðu sína svo að segja eftir hendijsii að undanförnu, símar fréttaritari vor á Vopnafirði. Þurrkar hafa verið miklir og spreíta góð. Fyrri slætti er nú víðast aij verða lokið. —Mbl., 22. júlí Paul Búrkhards) og Björgvin Guðmundsson. Margir erlendir lista- og vís- indamenn aðstoðuðu ennfremur við kvöldið, svo sem Eskild Rask Nielsen óperusöngvari frá Kaup mannahöfn, Renate Bauermeist- er óperusöngkona frá Berlín, söngstjórinn Walter Simon Huber, Zurich, með blönduðum kór, dr. Eduard Strauble með þætti úr sögu íslands flutt af þremur upplesendum og Edgar Frey með landlagslýsingu. Enn- fremur lék Hans Richter-Haaser frá Detmold einleik á píanó (íslenzkan dans eftir Hallgrím Helgason) og dönsk kammer- hljómsveit lék „Intrada og Can- sona“ eftir sama höfund, mag- ister Chr. V. Pedersen stjórnaði' Odense Motekor, orgel: René Muller. Sérstakur þáttur var helgaður upplestri úr Eddukvæðunum. Var lesið upp úr Völuspá og Hávamálum, fyrst á íslenzku og síðan þýzkar þýðingar eftir Felix Genzmer og Karl Esmarch. Karlakór K.F.U.M. undir stjórn Jóns Halldórssonar söng í lok þessa atriðið „Ár vas alda“ í hinni prýðisgóðu og fornlegu út- setningu Þórarins Jónssonar. Dr. Hermann Leeb og dr. Guiod Frei sáu um niðurskipun dagskrárinnar og stjórn. Sýndu þeir báðir mikinn áhuga á að ísland yrði kynnt á lifandi og fjölbreytilegan hátt. Eiga þeir þakkir skilið fyrir framtak sitt og fullan skilning á mikilvægu hlutverki og ómetanlegu menn- ingarframlagi útherjanna í At- lantshafi. Tímarit svissneskra útvarps- hlustenda, Basel-Bern-Zurich, flytur í tilefni kvöldsins grein um land og þjóð, prýdda hinum glæsilegustu myndum. —VÍSIR, 1. ágúst Gesturinn: — Það er auglýst, að hér þurfi ekki að gefa þjórfé. Þjónninn: — Já, það veit ég vel. En það er hins vegar ekki bannað að gefa það! VÍSUR í lilefni af burtíör Mr. og Mrs. Jón J. Johnson frá Gimli Út við Vancouver strendur, þar sem veðrið er milt, þar sem hauðrið er fagurt og hafið er stillt. Þar sem háfjöllin teygja sig himninum mót, þar sem skógurinn hylur allt, skriður og grjót, Þar sem laxinn í torfum sér leikur í ám, þar sem ávextir hanga í hávöxnum trjám, Þar sem ístypptum hnjúkum ljær ársólin traf, þar sem kveldsólin gyllir hið kyrláta haf. Þar er sólsetrið fagurt og friðandi milt, eins og væri það næstum því alsælu skylt. En þar hafa vinir okkar valið sér stað, og af heilhug við óskum til heilla með það. Og verði þeim aftanskin æfinnar bjart. Við þökkum þeim fyrir svo margt, já, svo margt. Lárus B. Nordal Þakklætis- og skilnaðarorð íslenzkt kvöld í ríkisútvarpi í Sviss

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.