Lögberg - 17.09.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 17. SEPTEMBER, 1953
5
vvvwvwvvvwwwvvvvvwvvw*
VI I I i»UI
KVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
í HEIMSÓKN
Þann 30. júlí kom Miss Lilja
Guttormsson heim eftir 3 Vz ára
fjarvist í Evrópu; hefir hún verið
þessi ár í þjónustu canadiska
sendiráðsins í Osló. Síðan hún
kom heim hefir hún dvalið hjá
móður sinni og bróður í Árborg,
en kom snögga ferð til bæjarins
um helgina og átti ég þá stutt
viðtal við hana yfir símann:
— Já, ég hefi kunnað ljómandi
vel við mig í Noregi; landið er
fagurt með sínum skógi þöktu
fjöllum, djúpu dölum og löngu
fjörðum. Fólkið er vingjarnlegt
og á margan hátt líkt íslending-
um. Við fyrstu kynni halda
sumir Norðmenn að ég sé norsk,
vegna þess að ég er ljós yfirlitum
og nafnið Guttormsson er al-
gengt í Noregi, sagði Miss Gutt-
ormsson.
— Hefurðu lært tungu lands-
ins?
— Ég hefi tekið einkatíma í
norsku, því mig langaði til að
læra málið sem fyrst, ekki sízt
stöðu minnar vegna. Norskan er
miklu líkari dönsku en íslenzku,
því tungan tók miklum breyt-
ingum meðan Danir höfðu yfir-
ráðin í landinu. Framburður orð-
anna er þó ólíkur þeim danska.
Norska málfræðin er miklu auð-
veldari, að mér finst, en íslenzka
málfræðin. Ég get nú lesið
norsku og talað hana nokkuð —
að minsta kosti bjargað mér,
þegar ég fer í verzlanir og í
samtali við fólk.
Norrænan —1 forníslenzkan er
skyldugrein í skólum landsins og
námsfólk er hvatt til að leggja
stund á þá tungu.
— Finna Norðmenn til skyld-
leikans við íslendinga?
— Já, þeir kalla þá frændur
sína, rita um bókmenntir þeirra
í blöð sín, ennfremur hafa verið
mynduð félög bæði í Noregi og á
íslandi til að stuðla að og styrkja
menningarsambandið milli þess-
ara frændþjóða. Talsvert er um
ferðafólk milli landanna; ég hefi
hitt allmargt íslenzkt námsfólk
☆
Miss Lilja Guttormsson
í Noregi.
— Hefir þú heimsótt Island?
— Já, ég fór þangað í fyrra
sumar og dvaldi þar í þrjár vik-
ur; heimsótti móðurfólk mitt í
Reykjavík og í Skagafirði; einnig
föðurfólk mitt í Reykjavík, á
Akureyri og á Austurlandi. ís-
land er mjög ólíkt Noregi; ég
saknaði skógarins, en hin óvenju
lega litfegurð Islands nýtur sín
enn betur vegna hinna hreinu,
sterku lína náttúrumyndanna.
Ég hefi líka ferðast til Svíþjóðar,
Danmerkur, Þýzkalands, Hol-
lands og Belgíu.
— Hefir norska þjóðin náð sér
eftir hernámið?
— Framfarir í landinu hafa
verið mjög miklar síðan á stríðs-
árunum. Þegar ég kom þangað
var enn skömtun á matvælum
og vefnaðarvöru, en nú hefir öll
skömtun verið afnumin. Efnaleg
afkoma þjóðarinnar fer batnandi
með ári hverju.
— Ferðu aftur til Osló?
— Já, ég er ráðin í önnur tvö
ár hjá canadiska sendiráðinu
þar; fer frá Winnipeg 25. sept.,
dvel í viku í Ottawa til að afla
mér ýmissa upplýsinga, þaðan
fer ég til New York og sigli til
☆ ☆ ☆
Á LEIÐUM LÍFSINS
„Kendu mér þetta" —
Noregs 7. október.
I.
Það eru nú nokkuð mörg ár
síðan þetta atvik skeði. Kona var
að láta litla stúlku lesa kveld-
bænir sínar. Hún gerði það með
sömu aðferð og henni hafði
verið kent það af gömlu lútersku
fólki á Islandi.
Telpan var háttuð og lögst út
af óg mamma hennar sat á rúm-
stokknum hjá henni og hélt í
hendi hennar, þegar hún var
búin að signa sig.
Telpan var fjarska amalynd
og veiklynd, fjögra ára gömul.
Konan lét hana lesa Signinguna,
versið: „Vertu Guð faðir, faðir
minn“ og „Leyfið börnunum að
koma til mín.“
Hún vogaði sér ekki að leggja
út í að kenna telpunni drottin-
legu bænina fyr en telpan þrosk-
aðist betur, fanst það of mikið
á svo ungan og veikan huga
lagt.
Svo var það eitt kveld eftir að
þessi sérstaki bænalestur hafði
gengið um nokkrar vikur, að
telpan stöðvaði mömmu sína
þegar hún ætlaði að bjóða henni
góða nótt, og segir:
„Kendu mér þetta — þetta,
isem þú lest á sunnudögunum.“
Konan vissi strax hvað telpan
átti við, því við húslestrana
á sunnudögununj var Faðir vor
og blessunarorðin það eina, sem
konan las utanbókar.
Hún settist þá niður aftur og
lét telpuna hafa það yfir einu
sinni.
Innan skamms tíma hafði litla
stúlkan lært drottinlegu bænina
og blessunarorðin, með því að
lesa það oftast nær einu sinni á
dag, stundum tvisvar. Og hún
virtist vera hæst ánægð með
þetta.
Hitt hefir mér oft orðið að um-
hugsunarefni, það að barnið
skyldi algerlega ótilkvödd biðja
um að kenna sér bænina.
Var það máttur og fegurð
bænarinnar?
Var það þörf sálarinnar?
Var það hvorutveggja sam-
steypt?
R. K. G. S.
II.
GEISLABJART RIT
Úti og inni
heitir ljóðaflokkur eftir séra
Friðrik Friðriksson, útkominn
1952. Bókagerðin Lilja, Reykja-
vík gaf út.
Framan við bókina er tré-
skurðarmynd af höfundi, gerð af
Gunnari Hjaltasyni. Formáli er
ritaður með eiginhönd höfundar.
Myndir eru fleiri í bókinni.
Það er bjart yfir þessu riti,
sem vænta mátti, þó það tali
aðallega um viss svið þá bíður
ekki leiðsögnin. Það eru ritning-
arstaðir fyrir hverjum þætti.
Ungra manna félagsskapurinn
og knattleikurinn vaka sérstak-
lega í huga höfundar við samn-
ing þessara ljóða og það leika
bjartir geislar um það í gegnum
huga höfundar. Skilningurinn á
Kvennakritur í Kreml
Orsakaði keppni milli frú
Malenkoff og frú Bería
ósamkomulag eiginmanna
Þeirra?
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að konur hafa oft meiri
áhrif á stjórnmálin bak við
tjöldin en flestir gera sér grein
fyrir. Ástmeyjar og eiginkonur
þjóðhöfðingja og stjórnmála-
manna hafa hvað eftir annað
haft hin örlagaríkustu áhrif á
gang stjórnmálanna og heims-
málanna. Þetta hefir átt sér stað
frá fyrstu tíð, gerist enn þann
dag í dag, og mun halda áfram í
framtíðinni.
Óvíða bar jafn lítið opinber-
lega á konum stjórnmálamanna
og í Sovétríkjunum. Blöðin geta
þeirra að litlu og a. m. k. nær
aldrei í sambandi við stjórnmálá
atburði. Yfir einkalífi helztu
stjórnmálaleiðtoganna er haldið
huliðsblæju, svo lítið fregnast af
því a. m. k. vestur fyrir járn-
tjaldið. Helzt berast fregnir af
því með mönnum, sem um skeið
hafa starfað í Kreml, en strokið
úr vistinni eftir að hafa átt þess
kost að kynnast högum og horf-
um annars staðar. Talsvert er nú
orðið af slíkum mönnum. Frá-
sagnir þeirra benda til þess, að
eiginkonur stjórnmálaforingj-
hinum ungu samferðamönnum,
samúð og innileg löngun til að
leiða þá á sönnum lífsins vegi,
Hér eru sýnishorn úr þessum
fallegu ljóum:
28.
Gleðin beindi ungum anda
Upp yfir mold til nýrrar foldar,
Bak við geyma Guðs í himin,
Góðar verur þar sem eru.
Sá hann í myndum lífs á landi
Ljóma skýrðar engladýrðir,
Son Guðs leit í ljósi hvítu
Lýsa sem sól hjá alvaldsstóli.
97.
Virka daga ungir eiga
Ætlunarverk und skyldumerki.
Sýna þá, hvort sönn er trúin,
Sem þeir kátir á fundum játa.
Þeir, sem styrk og allri orku
Að því beina, vel að reynist.
Trúleik stunda, verk sín vanda,
Verða síðar stéttarprýði.
Tvö stórskáld eru tilgreind,
sem mæltu með útkomu þessíyra
ljóða, þeir Steingrímur Thor-
steinsson og séra Matthías
Jochumsson, sem báðir eggjuðu
höfundinn á að láta ljóðin koma
út.
Heill og heiður fylgi verkum
þessa vinsæla og mikilhæfa leið-
toga þeirra ungu.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
anna í Kreml séu ekkert frá-
brugðnar öðrum konum að því
leyti, að þær reyni að hafa viss
áhrfi á menn sína, og afbrýðis-
semi þeirra og metnaður hafi
engu minni áhrif á stjórnmálin
en kynsystra þeirra annars
staðar.
Af konum rússnesku stjórn-
málaleiðtoganna er kona Molo-
toffs langþekktust. Hún er kom-
in af úkrainskum bændaættum,
tók þátt í byltingunni og hefir
annazt ýms stjórnarstörf. Um
skeið var hún t. d. framkvæmda-
stjóri þeirrar stjórnardeildar, er
sá um framleiðslu fegrunarvara.
Maðurinn minn fæst við sálirn-
ar, sagði hún þá, en ég við and-
litin. Síðar varð hún yfirmaður
sjávarútvegsráðuneytisins, en
var fljótlega látin hætta því
starfi, því að Malenkoff gaf
Stalín þær upplýsingar, að það
væri illa rekið. Gallinn hjá frú
Molotoff er sá, er haft eftir
Stalín, að í sjónum eru of margir
fiskar, sem ættu að vera á borð-
um alþýðunnar. Talið er, að
eftir þessa frávikningu frú Molo-
toffs, hafi alltaf verið grunnt á
því góða milli hans og Malen-
koffs. Frú Molotoff hefir ekki
gegnt neinu opinberu starfi eftir
þetta, en hún hefir samt haldið
áfram að koma fram opinberlega
með manni sínum. M. a. hefir
hún ferðazt talsvert með manni
sínum erlendis og dvalið með
honum bæði í London og
Washington.
Frú Molotoff hefir fengið orð
á sig fyrir að vera smekklega
klædd. Orðrómurinn segir einn-
ig, að hún spari ekkert við sig í
klæðaburði.
Síðan Stalín féll frá hefir at-
hyglin beinzt í vaxandi mæli að
frú Malepkoff, sem nú er sú
kona„ sem skipar virðulegastan
sess í Sovétríkjunum. Utan
Sovétríkjanna vita menn þó
lítið um hana. Það hefir því
vakið talsverða athygli, að einn
af riturum Malenkoffs, Andrey
Matinoff, hefir nýlega flúið frá
Sovétríkjunum og síðan skrifað
nokkrar greinar í ýms blöð um
einkalíf helztu manna í Sovét-
ríkjunum, en hann hafði um
all-langt skeið góða aðstöðu til
að fylgjast með því. Á frásögn
hans er það byggt, sem hér fer
á eftir:
Helena Malenkoff er fædd
1916. Faðir hennar var úkrainsk-
ur bóndi, allvel stæður. Hann
hét Sergei Krushsjeff. Einn af
sonum hans, er var 22 árum
eldri en Helena, var Nikita sá,
sem tók við stöðu aðalritara
kommúnistaflokksins, þegar Mal-
enkoff varð forsætisráðherra.
Þegar Helena var 14 ára gömul,
tók Nikita bróðir hennar hana
til sín, en hann var þá þegar
orðinn mikilsmetinn í kommún-
istaflokknum. Dvaldist hún síð-
an hjá bróður sínum næstu árin.
Fyrir milligöngu hans komst
hún í kynni við eina frægustu
óperusöngkonu Rússa, er taldi
hana hafa mjög góða söngrödd.
Varð það til þess, að Helena var
sett til náms við helzta söng-
skóla ríkisins. Helena tók þar
miklum framförum. Það bætti
líka fyrir henni, að hún var vel
gáfuð og hafði glæsilegt útlit.
Strax bar líka á því að hún
'væri metnaðargjörn.
Nikita reyndi líka að greiða
fyrir frama systur sinnar eftir
beztu getu. Hann kom því meðal
annars til leiðar, að hún var látin
syngja fyrir Stalín. Stalín virtist
ekki vera sérstaklega hrifinn, en
einkaritari hans, hinn rúmlega
þrítugi Malenkoff, varð hrifnari.
Malenkoff var þá nýskilinn við
fyrri konu sína, er hafði veHð
sökuð um „hægri villu“. Kunn-
ingsskapur hans og Helenu
leiddi til þess, að þau felldu
hugi saman. Helena vildi þó
ekki gifta sig fyrr en hún hefði
lokið námi sínu við óperuskól-
ann og hefði unnið sér frama
sem óperpsöngkona. Hvort
tveggja þetta gekk greiðlega og
telja kunnugir, að Malenkoff
hafi haft þar hönd í bagga. Árið
1938 var brúðkaup þeirra Malen-
koffs og Helenu haldið hátíðlegt
í hinni fornu sumarhöll Galitzi-
nesfurstaættarinnar, sem er
skammt frá Moskvu.. Stalín var
þar sjálfur viðstaddur, ásamt
öðrum helztu leiðtogum komm-
únista og fyrirmönnum ríkisins.
Fyrir atbeina Stalíns fengu
Malenkoffshjönin þessa veglegu
höll til umráða og eyddu þau
þar hveitibrauðsdögunum.
Þrátt fyrir giftinguna, hélt
Helena áfram að starfa sem
óperusöngkona og gerði það
að minnsta kosti öll stríðsárin.
Hún lagði, eins og aðrar söng-
konur, mikla áherzlu á að vinna
sér hylli Stalíns. En þar var við
erfiðan keppinaut að etja. Stalín
tók aðra söngkonu langt fram
yfir og hún átti ekki síður öflug-
an bakhjall. Þar var óperusöng-
konan Tamar Beria, kona
Lavrentis Beria, yfirmanns leyni
lögreglunnar og nánasta sam-
verkamanns Stalíns á þeim
tíma. Hún var frá Georgíu, og
söng georgíska söngva öðrum
konum betur. Stalín fékk hana
því oft til þess að syngja fyrir
sig, en hann var söngelskur að
upplagi.
Samkeppni þeirra Helenu og
Tamar um hylli Stalíns, leiddi
brátt til hinnar mestu óvináttu
milli þeirra. Þær reyndu að
leika hvor á aðra, eins og bezt
þær gátu. Tamar gerði Helenu
t. d. mjög hættulegan grikk,
þegar hún kom því til leiðar, að
nýr óperuleikur, sem Helena
hafði átt þátt í og lék í aðal-
hlutverkið, var dæmdur óþjóð-
hollur og andkommúnistískur og
sýningar á honum því stöðvaðar.
Þetta gerðist veturinn 1942.
Helena náði sér ekki niðri á
Tamar fyrr en einum fjórum ár-
um síðar, þegar þær dvöldu í
sumarhöllum manna sinna suður
við Svartahaf. Sumarhallir
helztu ráðamanna Sovétríkjanna
eru þar á svæði, sem engir fá að
koma inn á, nema þeir hafi sér-
Framhald á bls. 8
Mofómr-LessMom
The Gilson "Weather-Maker'’ Is
the most modern development in
the heating industry. Inside the
beautifully styled Steel Cabinet
is a leak-proof, welded steel
heating unit — a silent automatic
fan—long-lasting cleanable filters
— and an automatic humidifier.
It sends heated, cleaned and
humidified air aII through the
house — completely changes the
air four times every hour.
VISIT OR WRITE US TODAY
18" Complete Forced Air Unii
Only $299.50 and up.
IMMEDIATE DELIVERY
AND INSTALLATION
at prices that will please you.
For DETAILS. FREE ESTIMATES,
Write, Pholie or See Us or a
“Gilson” dealer today.
Here is a big, sturdy, and lower-priced
furnace — made to deliver more heat
from less fuel — more efficient, radiates
faster. One piece radiator cannot
possibly leak dust, fumes or gas.
18" All-Steel Furnace with
Casing. Only $119.50 and up.
Factory Distributors:
C.A. DeFefir & Sons Ltd-
78 Princess Street, Winnipeg
Phone 93-8654
ÚR SOKKNUM
TIL AUKINS ÖRYGGIS
Jafnvel enn þann dag í dag ber það við
að menn feli peninga í sokknum eða undir
dýnunni. En nú hafa flestir sannfærst
um það, að tryggast sé að
geyma sparifé í bankanum — hagkvæmara,
auk þess sem slíkt sé algert einkamól.
Um þessar mundir eru sparisjóðsreikningar
Canadamanna nálegá 9,000,000 að tölu,
sláandi dæmi þess um vaxandi traust hinna
löggiltu banka í Canada.
BANKARNIR ÞJÓNA BYGÐARLÖGUM YÐAR