Lögberg - 24.09.1953, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 24. SEPTEMBER, 1953
Leitaðar uppi fornminjar í Danmörk
Þær eru í hverri borg og
hverri sveii
DANMÖRK er augugt land. Ég
á ekki aðeins við frjósemi
danskrar moldar, allan gróður
landsins, iðnað þess, skóga og
skipasmíðastöðvar, heldur á ég
við annan auð — auð, sem löngu
liðnar kynslóðir hafa skapað og
sífellt er verið að grafa upp,
koma fyrir í söfnum og gera að
almennings eign.
Þegar danska utanríkisráðu-
neytið bauð mér í heimsókn að
þessu sinni, hafði ég mikla löng-
un til þess að eyða tímanum þar
í landi nokkuð á annan veg, en
ég hafði áður gert. Áður hafði ég
lifað og hrærst meðal félaga
minna og samherja í verkalýðs-
hreyfmgunni og Alþýðuflokkn-
um og lítið sinnt öðru. Á fyrri
ferðum mínum hafði ég því
kynnst mjög náið verkalýðs-
hreyfingunni og málefnum henn-
ar og þar með stjórnarfarslegri
uppbyggingu, félagsmálefnum
og atvinnuháttum. Ég þóttist því
hafa aflað mér, að minsta kosti,
nokkurrar þekkingar á Dan-
mörku þessara ára.
Þegar herra Sigvald Kristen-
sen, skrifstofustjóri í blaðadeild
utanríkisráðuneytisins, spurði
mig, hvernig ég óskaði að haga
dvöl minni, hvað ég vildi helzt
kynna mér og hvert ég vildi
helzt fara, svaraði ég, að ég
hefði mesta löngun til að kynna
mér fornminjar, söfn, gamlar
kirkjur, legstaði o. s. frv.
Hann varð dálítið undrandi
yfir þessum óskum mínum, en
ég sagði honum eins og mér
fannst, að ég þekkti nokkuð til
Danmerkur dagsins í dag, en
lítið liðnar aldir hennar. Og
enginn gæti öðlast góðan skiln-
ing á þjóð né landi, nema að
þekkja sögu liðinna alda. Hún
væri hvort tveggja í senn, lífs-
saga og landafræði.
Hann tók þessu vel og lét mig
ráða.
Góð leiðsaga
Ég var strax settur í samband
við einn af fremstu fornfræðing-
um Dana, Becker prófessor og
starfsmann við Þjóðminjasafnið.
Ég fór til hans og sat hjá honum
langa stund, ekki til þess að eiga
við hann blaðaviðtal, heldur sem
lærisveinn, að fá hjá honum leið-
beiningar, svo að ég gæti haft
sem mest not af förinni, og ég
gæti á sem auðveldastan hátt
náð þeim tilgangi, sem ég hafði
sett mér. Becker prófessor tók
mér ágætlega, jafnvel svo ég
varð hvað eftir annað að rísa úr
sæti mínu og búast brott, áður
en hann sleppti mér.
Síðan studdist ég við leiðsögn
hans.
Nú er það ekki ætlun mín að
fara að skrifa um hinar auðugu
fornminjar Danmerkur. Svo
mikill viðvaningur er ég og leik-
maður í þeim miklu fræðum, að
ég hætti mér ekki út á þann ís,
En ég vil aðeins í þessari grein
fara á nokkurs konar handa-
hlaupum um landið og reyna á
þann hátt að gefa lesendum mín-
um nokkra hugmynd um þau
stórkostlegu auðæfi sem hér er
um að ræða, þá miklu nautn, sem
því fylgir að skoða og kynna
sér þjóðminjar þessa gamla
lands og söguríka. Þetta geri ég
í þeirri von fyrst og fremst, að
þeir leiti þeirra, ef þeir koma
til Danmerkur og komist að
raun um, hvort mér hefir ekki
sýnzt rétt. Ég gat á það í síðustu
greininni, sem ég ritaði, meðan
ég dvaldi í Danmörku, að þangað
kæmu hundruð íslendinga ár-
lega, sem hvorki kynntust land-
inu eðá þjóðinni, þó að þeir
dveldu þar vikum saman. Ég gat
nokkurra dæma um þetta, en
minntist lítið á fornminjarnar
vegna þess, að ég ætlaði að
minnast lítillega á þær í annari
grein.
Söfn og fornminjar
í Kaupmannahöfn
I Kaupmannahöfn og nágrenni
hennar eru mörg söfn og margar
fornminjar. Allir kannast við
þj óðminj asafnið, þó að þeir séu
teljandi, sem hafa kynnt sér það.
Ég hef tvisvar komið í þetta
merkilega og víðáttumikla safn,
en ég hef enn ekki skoðað það
nema að litlu leyti. Becker pró-
fessor sagði mér, að ef maður
ætlaði sér að skoða allar deildir
þess að nokkru ráði þannig að
maður hefði not af, þá yrði mað-
ur að eyða í það sex dögum. Og
nú veit ég, að það er rétt. En
menn geta t. d. farið þangað til
þess að skoða fornnorrænu deild-
ina, þar á meðal minjar frá vík-
ingaöld, sem mörgum íslending-
um leikur mest forvitni á. Og
það eiga menn að gera. Ég hef
áður minnst á Frilandsmuseet,
en það opnar manni sýn inn í
fortíðina betri og skýrari en flest
önnur söfn. Það er líka skemmti-
legt að fara niður í kjalla Krist-
jánsborgarhallar og sjá þar
rústir af borg Absalons. Ekki má
gleyma bókasöfnunum, sízt af
öllu Árnasafni. Mér til mikillar
ánægju rýndi ég á máð skinn-
handrit okkar og las við kvarts-
lampann fræga, var það undur-
samlegt, hvernig letrið kom fram
á síðunum. Fl’estir kannast við
Fredericksborgarhöll í Hilleröd,
þangað er rúmlega 20 mínútna
brautarferð. Þar getur að líta
hið stórfenglega skraut aðals og
konunga og maður fær hugmynd
um allt það strit og alla þá
svitadropa, sem alþýðan hefir
orðið að láta í té, til þess að
safna öllu því gulli í eins manns
auð. Til þess var dönsk alþýða
barin áfram öldum saman og um
leið íslenzkir þjáningarbræður
hennar. Hið sama má segja um
Kronborg, en þar er og allmerki-
legt sjóminjasafn, sem mörgum
þykir gaman að skoða.
Suður-Sjáland — Trelleborg
Margar fornminjar eru víða á
Norður-Sjálandi, en þó munu
þær vera enn fleiri á Suður-Sjá-
landi. Ég kom til Vordingborgar
og skoðaði þar „Gæsaturninn",
en hann er hið eina, sem enn
stendur af riddaraborg þeirri,
sem Valdimar sigursæli byggði
til sóknar og varnar, en þar dó
hann 1182. Þessi riddaraborg
hefir verið byggð á dálítilli hæð
og sér enn hina rammgerðu
virkisveggi og undir turninum
eru rústirnar velgengar. í Slag-
else, eða skammt frá borginni,
er merkasta mannvirki, sem ég
sá frá fornöld, og hygg ég, að
það sé eitt hið merkasta, sem
Danir eiga. Þetta er Trelleborg.
Hér er um víkingaborg að ræða
frá árinu 1000 eða þar um bil.
Hefir hún verið grafin upp og
sést nákværplega allt skipulag
hennar, enda er og sýnt mikið
og stórt líkan þarna á svæðinu
af öllum þessum byggingum.
Aðalbyggingin er innan víggirð-
ingar, sem er 6 metrar á hæð og
17 metrar á þykkt. Þarna hafa
verið 16 hús stór og nokkur
minni. Fimmtán hús hafa verið
utan virkisveggjanna. Upphaf-
lega hefir virkisborgin staðið við
vatn, en nú er það horfið og
landið þornað. Eitt hús hefir ver-
ið smíðað til þess að sýna, hvern-
ig húsin hafa verið ,og stendur
það opið öllum gestum. Önnur
víkingaborg hefir líka fundizt,
og er hún við Limafjörð. Hún
er enn stærri en Trelleborg. Á
þessum stöðum hafa víkingar
haft bækistöðvar sínar. Mikil og
merkileg söfn eru og í Slagelse.
Skammt frá Næstved er Herlufs-
holm. Þar er nú stór og mikill
skóli, en upphafalega var þarna
klaustur. Var fróðlegt að skoða
kjallarann, þar sem munkaklef-
arnir voru áður fyrr, en kirkjan
er og merkileg og skrautleg.
Sórey er fögur borg og sögurík.
Ég reikaði þar um, sem Jónas
Hallgrímsson var, ætlaði að
skoða hús skáldsins Ingemanns,
en það var þá lokað, enda ekkert
í því, eftir því sem ég fékk að
vita, sem minnti á skáldið.
Á Fjóni
Á Fjóni eru margar fornminj-
ar, söfn og byggingar. Ég dvaldi
aðallega í Odense og skoðaði þar
allt sem hægt var að sjá. Ég
hafði áður komið í H. C. Ander-
sens hús, en ég fór þangað einnig
nú. Þar er fjölda margt, sem
sýnir ævi þessa mikla ævintýra-
skálds, enda er safnið perla
Odenseborgar. Ég fór einnig á
æskuheimili skáldsins. Ennfrem-
ur skoðaði ég eftir föngum þjóð-
minja- og listasafnið og gefur
þar margt að líta. Meðan ég
dvaldi í Odense, var verið að
grafa fyrir fornminjum þar.
Töldu vísindamenn, að þar
mundi vera víkingaborg, en upp
greftrinum var mjög skammt á
veg komið. Talið var, að áður en
hægt yrði að grafa upp borgina,
yrði að rífa nokkur hús, en það
mun eiga langt í land.
CH005ING A FIELD
* i
A Business College Education provides
the basic information and training with
which to begin a business career.
Business College students are acquiring
increasing alertness and skill in satisfy-
ing the needs of our growing country for
balanced young business people.
Commence Your Business
Training immediatelg!
For Scholarships Consult
THE COLUHBIA PRESS LIMITED
PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG
Á Jótlandi
Þó að fornminjar séu miklar
á Sjálandi og Fjóni, munu þær
þó mestar og merkastar á Jót-
landi. Ég dvaldi á Árósum í viku
og ferðaðist allmikið um Jót-
land. í Árósum er „Den gamle
by“ — safn húsa, sem gefa hug-
mynd um þorp í gamla daga.
Þetta er eitt merkasta safn Dan-
merkur og sækja það um 100
þúsund gestir árlega. Hafa húsin
verið flutt víðsvegar að og sett
þarna upp. Ekki er eins gott að
heimsækja þetta safn og Fri-
landsmuseet í Kaupmannahöfn,
Leiðbeiningarstarfið virðist íara
í hálfgerðum handaskolum. 1
Frilandsmuseet eru öll hús opin,
og situr aldrað fólk í þeim —
sumt að vinnu, eins og hún tíðk-
aðist fyrrum, en í „Den gamle
by“ eru húsin lokuð, en menn
eru þó til að sýna þau á vissum
tímum. í Árósum eru mikil söfn
og merkileg, en eftirtektarverð-
ast er þjóðminjasafnið með öll-
um sínum rúnasteinum. Á ein-
um þeirra stendur: „Tóki smiður
reisti þennan stein til minningar
um Þórgísl Guðmundarson, sem
gaf honum gull og frelsi.“ —
„Þessi Þórgísl hefir verið íslend-
ingur,“ sagði ég, „og hann hefir
gefið Tóka þræli sínum frelsi.“
Mikill fjöldi rúnasteina hefir
fundist víða um Jótland, en
merkastir eru rúnasteinarnir í
Jenninge, skammt frá Vejle. —
En merkustu fornminjarnar, sem
ég sá á Jótlandi, voru klaustur-
rústirnar í Öm, um 12 km. frá
Skanderborg. Klaustrið þar var
reist 1172, og var það lengi eitt
frægasta munkaklaustur í Dan-
mörku. Voru munkarnir þar hin-
ir mestu lærdómsmenn, og sér-
staklega kunnir fyrir læknis-
mennt sína. Fyrir fáum árum
voru rústirnar grafnar upp, og
komu þá í ljós grafir munkanna.
Standa nú margar þeirra opnar,
og sér maður beinagrindurnar í
þeim. Furðaði mig mest á því,
hve hávaxnir munkarnir hafa
verið. Þarna er og mikið1 safn
og mest beinagrindur og verk-
færi. Sést á hauskúpunum og
beinagrindunum yfirleitt, að
margir hafa fallið í orustum,
enda réðust ræningar oft á þá.
Þá sést og, enda staðfest af vís-
indamönnum, að munkarnir
hafa opnað höfuðkúpur manna
meðan þeir voru enn á lífi, en
ekki er vitað, hvort hér var um
raunverulega læknisaðgerð að
ræða, eða hvort á þann hátt hefir
verið reynt að hleypa illum önd-
um úr óðum mönnum. Læknar
hafa mjög rannsakað þessar
beinagrindur og komizt að merki
legum niðurstöðum um algepg-
ustu sjúkdóma á þessum öldum.
Þarna eru jurtir enn lifandi, sem
munkarnir hafa flutt til Dan-
merkur og notað til lyfjagerðar.
Var mér bent á eina jurt, ég tók
blað hennar, marði milli fingra
mér og brá svo á tunguna. Var
safinn líkastur sítrónubragði. —
Þessi jurt finnst ekki annars
staðar í Danmörku.
Horft á fornminjauppgröfl
Fjölda margar fleiri fornminj-
ar skoðaði ég á Jótlandi. Becker
prófessor hafði sagt mér, að ný-
lega hefði fundizt í mýri nokk-
urri skammt frá Skanderborg,
safn margvíslegra fornminja og
voru þær 1500—2000 ára gamlar.
Ég fór þangað og var þá verið
að vinna að uppgreftrinum.
Þarna var áður vatn, en nú er
það horfið. Fyrir nokkru átti að
þurrka upp mýrina, og voru
grafnir 1 hana skurðir. Komu
fornminjar þá í ljós. Eru þarna
beinagrindur af hestum, vopn,
reiðtygi, skartgripir og margt
fleira. Talið er, að þarna hafi
verið blótstaður, og voru fórn-
irnar brenndar, ep síðan varpað
,í vatnið. Sumt hefir sloppið við
bálið. Mörg vopnanna eru beygð,
og er talið, að þau séu herfang
frá sigruðum óvinum. Þarna
unnu stúdentar, og lágu þeir á
maganum með dálitlar múr-
skeiðar í höndunum og grófu var-
lega. Sjálboðaliðar vinna mjög
Hitast-ig eldingar er 15.000 gróður, eða
heitara en yfirborð sólarinnar
Tala þeirra, sem farizt hafa
af eldingum, er hærri en
þeirra, er samanlagt hafa
farizt í jarðskjálftum, felli-
byljum og flóðum, þegar
miðað er við það, að eldingin
tekur venjulega ekki marga
í einu.
Einkennilegustu atvik geta
átt sér stað, þegar eldingu slær
niður. Fyrir ári síðan voru tveir
menn að fiska í litlum báti fyrir
neðan háa kletta í bezta veðri,
þegar allt í einu brast á þrumu-
veður og eldingu sló niður í
veiðistöng annars fiskimannsins,
hljóp eftir henni, náði renni-
lásnum á jakka hans og drap
hann á auga bragði.
Sióð í grænum loga
Ferðamannahópur, er var á
leið gegnum skóg nokkurn, átti
sér einskis ills von. Allt í einu
sló eldingu niður í hópinn og
fimm létust, en átta féllu með-
vitundarlausir til jarðar. Maður
nokkur varð fyrir eldingu, þar
sem hann stóð í dyrunum á
sumarbústað sínum og var að gá
til veðurs. Hann vissi ekki fyrri
til en hann stóð í grænum loga
og fannst líkast því að hann væri
stunginn þúsundum títuprjóna
um allan líkamann. Fötin tætt-
ust utan af honum og hann stóð
allsnakinn í dyragættinni.
Kartöflurnar sliknuðu
Það er ekki eingöngu fólk, sem
verður fyrir eldingu. Bóndi
nokkur á Spáni varð áhorfandi
að því, að eldingu sló niður í
kartöfluakur hans. Mikill hluti
kartaflanna þeyttust upp úr
moldinni og stiknuðu svo ræki-
lega, að það mátti borða þær
eins og þær komu upp úr jörð-
inni.
Gneislar af hamri Þórs
Frá því í fornöld hefir fólk
að fornleifauppgreftri, og var
mér til dæmis sagt, að Unmack
Larsen, borgarstjóri í Árósum,
eyddi alltaf sumarleyfi sínu sem
sjálboðaliði við fornleifarann-
sóknir.
Samanburður
Þessi upptalning mín er mjög
fátækleg, en ég vona þó, að hún
gefi nokkra hugmynd um það,
sem hægt er að sjá og kynnast í
Danmörku af fornminjum. Þær
finnast í hverri borg og svo að
segja í hverri sveit. Ég hefi lítið
minnzt á fornmannagráfirnar og
kumblin, sem víða sjást, og ég
hefi heldur ekki minnzt á kirkj-
urnar, sem eru allra bygginga
elztar, skrautlegar mjög og
söguríkar.
Mér vannst ekki tími til að
fara til Himmerlands á Jótlandi,
en þar eru miklar og merkilegar
fornminjar og heldur ekki komst
ég til Borgundarhólms. Ég átti
ógleymanlegar stundir í dönsk-
um söfnum og við fornminjar
Dana. Þeir sýna þeim öllum
mikla ræktarsemi, enda eru þær
ekki aðeifis menningarlegur fjár-
sjóður þeirra, heldur hafa þær
og mikið aðdráttarafl fyrir
ferðamenn. Og alls staðar voru
ferðamenn, erlendir og innlend-
ir. Að lokum fannst mér, að ég
hefði varið tíma mínum vel. Ég
fékk innsýn í líf þjóðarinnar
fyrrum og skildi betur nútíð
hennar en áðuf.
Mér varð oft hugsað heim. Við
erum kornung þjóð, enda eigum
við fáar fornminjar, höfum held-
ur ekki sýnt þeim mikla rækt á
liðnum öldum. Við förum allt
öðruvísi að en Danir. Hins vegar
eigum við sögur og sagnir, ritað
orð á skinnblöð, en þessar sögu-
legu fornminjar okkar eru enn
geymdar í framandi landi.
Þær verða fluttar heim, þó að
enn kunni að líða nokkur tími,
þangað til það gerist. —V. S. V
—Alþbl., 19. ágúst
orðið skelfingu lostið, þegar
þrumur ganga. Gömul trú á
Norðurlöndum var það, að þeg-
ar eldingar sáust í loftinu, þá
var það Þór, sem geistist um
himingeiminn reiður mjög, og
barði í allar áttir með hamrin-
um Mjölni, svo gneistar fuku um
allan himininn! Fyrir 200 árum
síðan gerði Benjamín Franklín
tilraun til þess að rannsaka
þessa neista, sem mynduðust í
loftinu við þrumuveður. Hann
lét silkisnúru fjúka út í loftið í’
einu slíku veðri, en í þann enda,
sem hann hélt, batt hann járn-
nagla. 1 hvert skipti sem hann
kom við naglann með berri
hendinni, fékk hann rafstraum í
sig og eldur sindraði út frá nagl-
anum. Með þessari tilraun
komst hann að því, að þessi ljós
himinsins væru ekert annað en
rafmagn. En enn þann dag í dag
er það vísindamönnum hulin
ráðgáta, hvernig honum hafi
tekizt að halda lífi við þessa
bráðdrepandi rannsókn sína.
Vinnur saltpéiurssýru
úr loflinu
í hvert sinn, sem elding leiftr-
ar á himninum, losnar mikið
köfnunarefni í loftinu og breyt-
ist í saltpéturssýru, sem hverfur
í jörðina. Álitið er, að eldingar
framleiði um 100 milljónir smá-
lesta af saltpéturssýru á ári. Það
er langt um meira en allar á-
burðar-verksmiðjur heimsins
samanlagt framleiða af saltpétri.
Tvennskonar eldingar
Til eru tvennskonar eldingar.
Köld elding og heit elding. Köld
elding getur klofið tré niður í
rætur, velt um húsi eða þyrlað
stórum heygalta eins og fjaðra-
foki í allar áttir. Máttur þeirra
varir skammt, aðeins um 1/10.000
úr sekúndu, og þær ná því ekki
að kveikja í neinu. Heit elding
stendur yfir í lengri tíma og
brennir allt upp til agna, sem
verður á vegi hennar. Hitastig
slíkrar eldingar getur verið allt
að því 15.000 gráður, eða heitara
en yfirborð sólarinnar.
Hvernig á að forðasl eldingar?
Þrumuveður felur alltaf í sér
dauðahættu, og fólk ætti ævin-
lega að hugleiða það, og gera allt
sem í þess valdi stendur til að
forðast eldingarnar. Nokkrar al-
mennar leiðbeiningar um hvern-
ig beri að haga sér í þrumuveðri
fara hér á eftir.
Sé maður úti, þegar þrumu-
veður dynur yfir, má maður ekki
taka því rólega, heldur hlaupa í
það skjól, sem næst er hendi.
Sé hús í grendinni er það ör-
uggasti staðurinn, meðan elding-
arnar standa yfir. Sé ekki um
neitt skjól að ræða, er bezt að
leggjast flatur á jörðina. Enginn
skyldi leita sér skjóls undir tré
sem stendur einsamalt, eða und-
ir brúm og jarðföllum. Þriðji
hluti þeirra, er farast af elding-
um, deyja vegna þess. Það er
stórhættulegt að vera nálægt
símaleiðslum eða raflögnum, og
yfirleitt öllum málmleiðslum. Sé
maður að synda, á maður að
snúa til lands eins fljótt og mögu
legt er. Sé maður staddur innan
húss, er bezt að standa ekki ná-
lægt ofnum, eldavélum eða
gluggum, ekki heldur liggja í
baðkeri eða vera í steypibaði.
Sé maður staddur í bíl, er ör-
uggast að vera þar kyrr, það er
mjög lítil hætta á að eldingu
slái niður í bíl, sömuleiðis flug-
vélar. Það gerir áreiðanlega eng-
um illt að fylgja þessum ráð-
leggingum. Það er ekki víst, að
allir séu eins heppnir og Eng-
lendingurinn, sem varð tíu sinn-
um fyrir eldingum, og missti
meðvitund í hvert skipti, en lifði
þær allar af.
—TIMINN, 25. ágúst