Lögberg - 24.09.1953, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 24. SEPTEMBER, 1953
Indland er bændalýðveldi
Úr borg og bygð
Stúkan SKULD
heldur næsta fund sinn á
mánudagskvöldið þann 28 sept-
ember, kl. 8. Vænta meðlimir
að hann verði sem allra fjöl-
sóttastur.
☆
Þjóðræknisdeildin „FRÓN"
þakkar hér með eftirtöldu
fólki fyrir bækur gefnar í bóka-
safn deildarinnar: — Kristjáni
Johnson og Jónu Jörundson.
Innilegt þakklæti.
F. h. deildarinnar „Frón“
J. JOHNSON, bókavörður
☆
I.O.D.E. Fall Tea
The annual Fall Tea of the
Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E.,
will be held in the T. EATON Co.
Assembly Hall (seventh floor),
Saturday, Septenqþer 26, from
2.30 to 5 p.m.
Mrs. B. S. Benson is general
convener.
There will be a variety of
excellent home cooking for sale,
in charge of Mrs. Jona Hannes-
son, Mrs. Snjolaug Gillis, Mrs.
P. J. Sivertson and Mrs. J. F.
Kristjanson.
The Novelty table is becoming
more popular with our patrons
every year. And this year there
will be a bigger and better
selection, in the capable charge
of Mrs. E. W. Perry and Miss
Vala Jónasson. Table conveners
are: Mrs. G. Gottfred, Mrs. H. A.
Bergman and Mrs. Rúna Jónas-
son. Receiving at the door will
be the Regent, Mrs. B. S. Ben-
son, Honorary regent, Mrs. J. B.
Skaptason; Municipal regent,
Mrs. W. A. Trott, and Provincial
President, Mrs. J. A. Argue.
H. D.
☆
Frú Mínerva Sædal fór vestur
<að hafi á föstudaginn með syni
sínum, Boða Sædal sjóliðsfor-
ingja og fjölskyldu hans, er
dvalið höfðu hér í tvær vikur.
Frú Mínerva verður um mánuð
í burtu.
☆
Frú Sigríður Phipps er ný-
komin heim úr mánaðar skemti-
ferð vestur að strönd; heimsótti
hún dóttur sína í Vancouver og
son sinn í Portland, Oregon.
☆
Helgi Árnason, vélfræðingur,
frá Patreksfirði á íslandi leit inn
á skrifstofu Lögbergs í fyrri
viku ásamt tengdabróður sín-
um, Einari Magnússyni frá Sel-
kirk. Er Helgi Árnason einn af
ágætustu vélfræðingum íslands.
Booth Fisheries félagið, sem
þekt er um alla þessa álfu, fékk
hann til að setja saman geisi-
stóra fiskimjölsvél, er pöntuð
hafði verið frá Þýzkalandi og
sett var upp í Petit de Grat i
Nova Scotia. Kom Helgi þangað
1. maí og hefir nú lokið verkinu.
Hann var líka fenginn í fyrra til
að setja saman sams konar vél í
Quensport, Nova Scotia, og
dvaldi þar þá í fjóra mánuði.
Þessar vélar mala úrgang úr
fiski, sem svo er notaður fyrir
áburð og skepnufóður. Sagði
Helgi að margar slíkar vélar
væru í notkun á íslandi, en til-
tölulega færri hér.
☆
Miss Guðrún Stevens, dóttir
Mr. og Mrs. N. K. Stevens fór
nýlega til Edmonton, en þar býr
systir hennar, Mrs. J. Grant.
☆
G. S. Thorvaldson, lögmaður,
forseti Winnipegdeildar Canad-
ian Chamber of Commerce, sótti
ársþing þessara samtaka, sem
haldið var í Edmonton í fyrri
viku. Var Mr. Thorvaldson kos-
inn annar varaforseti aðal-
félagsins.
a
Mrs. Margrét T. Ólafsson,
Superior Ave., Selkirk, Man.,
náði tíræðisaldri á fimtudaginn
17. september. Kom hún til
þessa lands ásamt manni sinum,
Jóni Ólafssyni, árið 1884. Bjuggu
þau fyrstu fimm árin að Árnesi,
en fluttust svo til Selkirk. Mrs.
Ólafsson misti mann sinn 1949,
einnig tvo sonu, annan barn að
aldri, en hinn 1947. Hún býr nú
hjá Jóhanni syni sínum; annar
sonur hennar, Ólafur, á heima í
Vancouver. Hún á 14 barnabörn,
39 barna-barnabörn og eina
stúlku í fjórða lið. Hún er mjög
ern eftir aldri, saumaði sér sjálf
t. d. kjól í fyrra. Lögberg óskar
afmælisbarninu til hamingju.
☆
Séra Einar Sturlaugsson, pró-
fastur frá Patreksfirði, prédikar
við kvöldguðsþjónustuna í
Fyrstu lút. kirkju á sunnudag-
inn kemur, 27. sept. kl. 7.
Allir ævinlega velkomnir.
☆
Gefin voru saman í hjónaband
29. ágúst í Minnedosa Charlotte
Louise Kingdon og Stanley
Aðaljón, sonur Kristjáns heit-
ins Oleson og eftirlifandi konu
hans Mrs. Oleson, Glenboro,
Man.
☆
ÁRDÍS, ársrit Bandalags lút-
erskra kvenna, 21. árgangur, er
nýkomið út, vandað mjög að
efni og frágangi. Ritið kostar
75 cents og fæst hjá Mrs. B. S.
Benson, The Columbia Press
Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg.
Dr. Valdimar J. Eylands, for-
seti lúterska kirkjufélagsins,
lagði hornstein að hinni nýju
lútersku kirkju á Gimli á sunnu-
daginn 13. september. í steinin-
urn var járnkassi og í honum
eintök af núverandi tímaritum
kirkjufélagsins; saga Gimli
prestakalls eftir Dr. Eylands,
myndir af gömlu kirkjunni og
skýrsla um tildrög að byggingu
hinnar nýju kirkju. Sóknar-
presturinn, séra Harald S. Sig-
mar, stjórnaði athöfninni. —■
Barney Egilson, bæjarstjóri og
safnaðarforseti, flutti ávarp. Að
þessu loknu fór fram íslenzk
messa í sambandskirkjunni og
prédikaði Dr. V. J. Eylands.
Frá Selkirk
Síðastliðinn sunnudagsmorg-
un við fjölmenna guðsþjónustu
í kirkju Selkirk safnaðar fór
fram innsetning (commission-
ing) Mr. og Mrs. Jóhann Konrad
Polson til starfs við trúboðsstöð
hinnar sameinuðu lútersku
kirkju (U.L.C.A.) í Monrovia
Liberia, Africa Auk sóknar-
prestsins tók Séra W. A. Mehlen-
bacher, meðlimur trúboðsnefnd-
ar hinnar sameinuðu lútersku
kirkju, þátt í guðsþjónustunni.
Að guðsþjónustunni afstaðinni
buðu konur Selkirk safnaðar
nánustu ættingjum og vinum
Polsons hjónanna til miðdags-
verðar í samkomusal safnaðar-
ins. Flutti séra Sigurður Ólafs-
son þar ávarp og heillaóskir til
heiðursgestanna og óskaði þeim
blessunar í framtíðarstarfi. —
Sömuleiðis bar hann fram
kveðju forseta kirkjufélagsins og
hins Fyrsta lúterska safnaðar í
Winnipeg í kirkjunni.
Mr. Polson hefir verið ráðinn
sem eftirlitsmaður og bókhaldari
trúboðsstöðvarinnar. Fara þau
með tvö börn sín, Patricia 7 ára
og John 4 ára. Jóhann Konrad
er sonur Elizabetar Polson,
Winnipeg, og Augusts manns
hennar, sem látinn er fyrir
nokkrum árum; Florence, kona
hans, er dóttir Mr. og Mrs.
Philip McCarthy, Selkirk. Eru
Polsons hjónin meðlimir Selkirk
safnaðar.
Hugheilar heillaóskir fylgja
þeim.
SAMKOMA
Á föstudagskvöldið kemur, 25.
þessa mánaðar, efnir Þjóðrækn-
isdeildin FRÓN til samkomu í
Sambandskirkjunni (uppi). —
Hefst samkoman kl. 8.15 stund-
víslega.
Séra Einar Sturlaugsson, pró-
fastur á Patreksfirði, flytur
erindi, er hann nefnir: „Litið
yfir land og sögu“, og sýnir
ennfremur tvær stuttar kvik-
myndir. Hefir önnur þeirra,
sem heitir „Björgunin við Látra-
bjarg“ verið sýnd bæði á íslandi
og Bretlandi við mikla aðsókn
og hrifningu áhorfenda, enda
fjallar hún um einstakt björg-
unarafrek við hinar erfiðustu
aðstæður, þar sem íslenzk
björgunarsveit hikar ekki við að
leggja líf sitt í hættu við að
bjarga brezkum sjómönnum úr
heljargreipum Ægis. Hin mynd-
in er tekin í eðlilegum litum og
sýnir merka staði víðsvegar um
landið.
Það mun vera öllum íslend-
ingum fagnaðarefni, að fá hér
tækifæri til að hlýða á séra
Einar Sturlaugsson, þennan kær-
komrta gest að heiman, sem hér
hefir dvalið undanfarnar vikur
og ferðast vítt um landnám
íslendinga og flutt fyrirlestrá á
vegum Þjóðræknisfélagsins, —
alls staðar við góða aðsókn og
ágætar undirtektir. — Ég veit,
að íslendingar hér í borg munu
ekki verða eftirbátar landa
sinna annars staðar í þessari
álfu — þeir munu fylla Sam-
bandskirkjuna.
Aðgangur að -samkomunni er
50 cent og greiðist við inn-
ganginn.
F. h. „FRÓNS“,
Thor Víking, ritari
Nehru fylgir eindregið þeirri
siefnu Gandhis, að bændurnir
verði áfram aðalsféit landsins
Fátt getur orðið örlagaríkara
fyrir þróun málanna í Asíu en
það, hvernig hinu unga ind-
verska ríki reiðir af. Þann 14.
ágúst næstkomandi verða fimm
ár liðin síðan Indland varð sjálf-
stætt ríki og verður því enn
tæplega um það dæmt, hvernig
framtíð þess muni ráðast. Margt
af því, sem gerzt hefir, spáir þó
fremur góðu. Indverjar hafa
tekið upp lýðræðislegt stjórnar-
far eftir vestrænum hætti og
verulegar umbætur hafa átt sér
stað á ýmsum sviðum. Heppnist
hið lýðræðislega stjórnarfar í
Indlandi, getur það haft meiri
þýðingu til að stöðva framsókn
kommúnista í Asíu en nokkuð
annað.
Af hálfu vestrænna þjóða
mun þróuninni í Indlandi því
fylgt með mikilli athygli og
sumar þeirra, eins og Banda-
ríkjamenn og Bretar, munu
leggja fram sinn skerf til þess,
að hún megi ganga farsællega.
Af hálfu Trumansstjórnarinnar
var hafinn nokkur undirbúning-
ur 1 þessa átt, og var yfirleitt
gott samkomulag milli hennar
og indversku stjórnarinnar. Ind-
verjar litu stjórn republicana
hins vegar með meiri tortryggni
í fyrstu, en þetta virðist mjög
hafa breytzt eftir að Dulles
heimsótti Nehru á síðastliðnu
vori.
Fjárhagsaðstoð sú, sem Banda-
ríkin koma til með að veita Ind-
verjum, mun að verulegu leyti
verða fólgin í því, að amerísk
fyrirtæki leggja fé í ýmsan iðn-
rekstur í Indlandi.
Bændurnir fjölmennasta
siétt Indlands
Framar öllu öðru veltur far-
sæl framtíð Indlands á því,
hvernig stjórninni tekst að end-
urreisa landbúnaðinn. Indverjar
eru bændaþjóð, eins og sést á
því, að 8/10 hlutar íbúanna búa
í sveitum. Að langsamlega mestu
leyti er landbúnaðurinn í Ind-
landi rekinn sem smábúskapur,
og fyrirætlunin er að halda því
formi áfram, þótt búin verði
bætt og stækkuð. Markmið
Gandhis var, að Indverjar héldu
áfram að vera bændaþjóð fyrst
og fremst og Nehru fetar dyggi-
lega fótspor fyrirrennara síns að
þessu leyti. Þótt iðnaðurinn
verði efldur, er ætlunin að gera
það ekki meira en svo, að sjálf-
stæð bændastétt verði áfram
langfjölmennasta, stétt landsins.
Þótt 80% Indverja búi í sveit-
um, fer því fjarri, að Indland sé
sjálfu sér nóg, hvað framleiðslu
matvæla snertir. Oft er svo
mikill matvælaskortur í ýmsum
héruðum landsins, að margir
íbúanna verða hungurmorða.
Þetta stafar af því, að landbúnað-
urinn er enn á fullkomnu forn-
eskjustigi, a. m. k. mjög víða.
Þessu ætlar stjórnin að breyta,
en margir þröskuldar verða á
þeim vegi. Þar er ekki aðeins
um fjárskort að ræða, heldur
margskonar hleypidóma og
þekkingarleysi.
Þriggja ára áætlunin
Á fæðingardegi Gandhis 2.
október í fyrrahaust var hafin í
Indlandi framkvæmd þriggja
ára áætlunar, sem ætlað er að
sýna, hvernig stjórnin hyggst að
skipuleggja landbúnaðinn til
frambúðar. Áætlun þessi nær til
takmarkaðra landsvæða, þar
sem eru um 16000 sveitaþorp og
um 15 millj. íbúa, en alls eru
um 700,000 sveitaþorp í Ind-
landi og íbúarnir um 360 millj.
Sveitabyggðin í Indlandi er
nefnilega öll í smærri eða stærri
þorpum. Landsvæði þau, sem
umrædd áætlun nær til, eru
dreifð um allt Indland, þar sem
ætlazt er til, að hér verði skap-
aðar myrirmyndir að framtíðar-
búskap Indverja.
Samkvæmt áætluninni er ráð-
gert að mynda 55 stór byggðar-
lög eða héruð, er verði að veru-
legu leyti sjálfstæð heild. í
stærstu héruðunum verða um
300 sveitaþorp. í venjulegu
sveitaþorpi í Indlandi eru um
500 íbúar eða um 100 fjölskyldur.
Flestir heimilisfeðurnir eru
bændur eða verkamenn þeirra.
Bændurnir eiga flestir jörð’þá,
sem þeir yrkja, en þar er venju-
legast að ræða um smábletti,
sem liggja út frá þorpinu. Sam-
kvæmt áætluninni verður jörð-
unum skipt upp að nýju að
verulegu leyti, svo að heppilegri
skipting fáist milli ræktaðs
lands, skóglendis og beitilands
en nú á sér stað. Bændurnir
munu halda áfram að vera sjálf-
stæðir jarðeigendur, en taka upp
félagsskap um ýmsa vélanotkun,
og verkaskipting verður stórlega
aukin. Komið verður upp smá-
iðnaði í öllum þorpunum til
þess að afstýra atvinnuleysi, en
landbúnaðarstörfin eru lítil
vissa tíma ársins og er þá venju-
lega mikið atvinnuleysi í sveita-
þorpunum. Ætlazt er til sam-
kvæmt áætluninni, að íbúar
sveitaþorps skiptist þannig eftir
atvinnu: 50% sjálfseignarbænd-
ur og skyldulið þeirra, 10% land-
búnaðarverkamenn, er einkum
annast ýms sameiginleg land-
búnaðarstörf (stjórna vélum, sjá
um áveitur, annast viðgerðir.
o. s. frv.), 12% smáiðnaðarmenn,
en 28% skiptast milli ýmsra
starfsgreina, t. d. kennarar,
verzlunarmenn, flutningaverka-
menn, embættismenn o. s. frv.
Framlög ríkisins
Ætlazt er til þess, að ríkið
leggi fram fé það, sem þarf til
þess að framkvæma þriggja ára
áætlunina, enda hefir það yfir-
umsjón með framkvæmd henn-
ar. Um 40% af framlagi ríkisins
verður óafturkræft, en 50%
verða veitt sem lán. Banda-
ríkjastjórn hefir lofað að leggja
fram 10% af kostnaðinum og
verður það veitt sem óaftur-
kræft framlag. Mestur hluti
þessa framlags verður látinn
Indverjum í té sem vélar, t. d.
'dráttarvélar, jeppar, plógar o. s.
frv. Indverska ríkið mun sjá um
allar meiriháttar vegalagningar
og skal aðalvegur eða þjóðvegur
ekki liggja fjær neinu sveita-
þorpi en 700 metra. Hliðarveg-
ina verða þorpin sjálf að annast
um. Fimmtán til tuttugu þorp
skulu hafa sameiginlegan mark-
aðsstað og verður þar um all-
stóran kaupstað að ræða. Þar
verða allir æðri skólar, mið-
stöðvar fyrir ýmsa opinbera
þjónustu, stórar rannsóknar-
stöðvar, alls konar verzlanir
o. s. frv.
Framkvæmd þessarar þriggja
ára áætlunar hefir gengið mis-
jafnlega fram að þessu. Áhugi
bændanna er mjög mismunandi.
Sums staðar taka þeir þessum
áætlunum með miklum áhuga,
en annars staðar eru alls konar
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúierska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 27. sept.:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
fordómar til trafala. Skortur á
sérlærðum mönnum er mjög
tilfinnanlegur.
Andstaða kommúnisla
Flestum þeim, sem til þekkja,
kemur saman um, að framtíð
Indlands geti mjög ráðizt eftir
því, hvernig til tekst með þess-
ar fyrirætlanir. Landbúnaðar-
málin séu mestu vandamál Ind-
lands. Kommúnistar beini nú
áróðri sínum að þeim í vaxandi
mæli og sæki sér fyrirmyndir
til Kína. Lausn sú, sem ind-
verska stjórnin hugsar sér, er
gagnstæð þeirri, sem kommún-
istar hugsa sér, þar sem ind-
verska stjórnin byggir á sjálfs-
eignarrekstri bænda og sam-
samvinnufélagsskap um sam-
eiginlega þjónustu, en kommún-
istar byggja á samyrkjubúskap,
sem stjórnað er utan frá. Konryn-
únistar nota sér fátæktina í
sveitunum til að ýta undir ó-
ánægju og verður víða nokkuð
ágengt. Alls staðar reyna þeir
að spilla fyrir fyrirætlun stjórn-
arinnar eftir megni. Þeim er
ljóst, að ef þær heppnast, getur
það orðið þyngsta áfallið fyrir
kommúnismann í allri Asíu.
Meðal Bandaríkjamanna virð-
ist fara vaxandi skilningur á því,
að á þessu sviði sé nú ef til vill
háð ein örlagaríkasta glíman við
kommúnismann. Þeir gera sér
og aukna grein fyrir því, að sér-
staða Indlands í alþjóðamálum
er byggð á eðlilegri sérstöðu, en
stafar síður en svo af neinni
vinsemd í garð kommúnista.
Þess vegna eru vaxandi líkur
til, að Bandaríkin 'Veiti Indverj-
um aukna fjárhagslega aðstoð til
að framkvæma fyrirætlanir sín-
ar í landbúnaðarmálunum, því
að batnandi hagur bænda og
stóraukin landbúnaðarfram-
leiðsla eru ein helztu frumskil-
yrði þess, að lýðræðisskipulagið
fái haldið velli í Indlandi.
■ '■ j
120 PAGE
FREE HANDBOOK
PACKED WITH INFORMATION ON HOW
TO IMPROVE YOUR EARNING POWER
120 poges of proctical guidance to the best paid positions. Up-
to-the-minute informotion for men who aren't content to stay
"at the bottom". The widest ronge of Home Study Courses in all
branches of Engineering. How to get rapid promotion, security,
better pay ond a job you can really enjoy. The quickest, surest
way to quolify for responsibility . . . You will find all this, and
much more, in "ENGINEERING OPPORTUNITIES" - a book
that can make this your big year . Write for your copy todoy
Mechanical
Industriol Engineering
Civil
ElectrScal
Mining
Structural —•
Radio
Television
Geology Salesmanship
Dietel Cost Accounting
Aeronautical Exam. Courses
Automobile A.M.I.C.E.
Building A.M.I.Mech.E.
Surveying A.F.R.AE.S.
Plastict A.M.I.P.E.
Foretfry B.Sc Pure Science (Lond)
>»»
C.I.S.T.
CANADiAN INSTITUTE
OF
SCIENCE and TECHNOIOGY
263 Adeiaide W , Toronto
MAIL THIS COUPON TODAY
CANADIAN INSTITUTE OF SCIENCE AND
TECHNOLOGY LIMITED
317 Garden Building, 263 Adelaide St. W., Toronto
Please forward free of cost or obligation your hondbook
"^.ngineering Opportunities"
-TÍMINN, 31. júlí
EATON*S Recommends Eatonia Shoes
For Value and Quality
Brow Blucher grain
1 e a t h e r oxfords,
with double leather
soles and wet welt.
Sizes 6 to 12. Widths
C to E, collectively.
Tan moccasin vamp
with monk strap
fastening, n e o 1 i t e
long wearing soles
and heels. Sizes 6 to
12. Widths, C and D.
Brown or black brogue double leather soles and heels. Calf or grain
leather. Calf only. Sizes 6 to 12. Widths A to D, collectively.
“Your Best Buy is a Eaton BrancL”
Pair, 11.95 and 12.95
Over size 12, 13.95 and 14.95
Men’s Footwear Section, Hargrave Shops for Men, Main Floor — Dial 3-2-5
T. EATON C?,
LIMITED