Lögberg - 05.11.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.11.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 5. NÓVEMBER, 1953 <§{iuinirtgin Eftir DANA BURNAT NIÐURLAG „Svo þau stóðu við dyrnar á húsi Guðs,“ hélt Dr. Angel áfram, „og maðurinn sagði: „Við skulum ekki fara inn, heldur snúa til baka. Hver erum við, að he.msækja Guð al- máttugan?“ En konan svaraði: „Við erum kirkjuræknar og heiðarlegar manneskjur, og auk þess þá ætla ég ekki að snúa til baka nú, eftir að hafa búið mig og gengið alla þessa leið. — Komdu,“ sagði hún og gekk upp að dyrunum á húsi Guðs og drap á þær með ^ullhamri, og högg- in endurtóku sig í húsinu, eins og þórdunur í fjarska. Engill, sterkur og stæðilegur, opnaði dyrnar, leit á þau og spurði: „Hver eruð þið og hvað er ykkur á höndum?“ Maðunnn tók í ermina á kjól konu sinnar og hvíslaði að henni: „Við skulum fara heim.“ Konan svaraði ekki manni sínum, en sagði við engil- inn: „Við erum frú og hr. Adam frá Vestur-Virginíu, og við vilj- um fá að tala við drottinn í sambandi við spurningu, sem kvalið hefir huga okkar og hjarta, morgun, nótt og dag.“ „Hverslags spurning er það?“ spurði engillinn. Maðurinn togaði aftur í kjól- ermina á konu sinni og sagði: „Komdu í burtu héðan.“ Konan svaraði englinúm og sagði: „Fyrirgefðu, en það er spurning, sem liggur okkur mjög nærri hjarta, og viljum við síður tala um hana við aðra en herrann sjálfan.“ „Nú, jæja,“ sagði engillinn heldur þurlega. Þau fóru inn í biðsal drotfins og settust niður. „Ég skal segja drottni að þið séuð komin,“ sagði engillinn og fór. Það var gluggi á biðsalnum og út um hann mátti sjá sköp- unarverkið allt — himinhnett- ina alla, stjörnurnar — nótt og dag, og tunglið lengst úti í geimn um. Engillinn kom aftur og sagði: „Herran kemur bráðlega ofan.“ Maðurinn og konan stóðu á fætur og þau sáu stiga með gullnum tröppum, sem náði langt upp og þau höfðu ekki tekið eftir áður. Og lávarður lífsins kom gangandi ofan stig- ann, og hann var alveg eins og sá faðir, sem þú sérð í anda, þegar þú leggur aftur augun og segir af heilum huga: „Faðir vor, þú sem ert á himnum!“ Dr. Angel þagnaði aftur í örfá augnablik. Frú Hatch leit til mín eins og hún vildi segja: Er ekki þessi lýsing á himna- föðurnum dásamleg? Ég hneigði höfuðið til samþykkis, og smá- vaxna koi\an með hvíta hárið hagræddi sér í sæti sínu. „Herrann talaði til þeirra og sagði: „Þið eruð hr. Adam og frú Adam.“ Konan gaf manni sínum oln- bogaskot, svo hann tók til máls og sagði: „Já, herra.“ „Herrann tók aftur til máls og spurði manninn: „Hvaða starfa hefir þú á hendi?“ Maðurinn svaraði: „Ég vinn í kolanámu herra, er í verka- mannafélaginu og hefi þar borgað skyldar og skatta. Ég vinn í göngum, sem liggja inn í fjöllin í Vestur-Virginíu sex daga í viku, en sjöunda daginn þvæ ég af mér rykið, fer í hrein föt og fer til kirkju með kon- unni, sem þarna stendur — hún er konan mín.“ „Herrann spurði: „Hefir hún verið þér góð kona?“ „Já, herra,“ svaraði maðurinn. Drottinn spurði: „Hefir hún fætt þér börn?“ „Já, herra, stúlku, sem fædd- ist andvana, og son, sem lifði í tuttugu ár, einn mánuð og sex daga, en var þá drepinn í stríð- inu.“ Þegar maðurinn hafði sagt þetta, þagnaði hann og þau þögðu öll, svo að það varð þögn í húsi drottins. Það kom þungur raunasvipur á andlit Guðs, eins og þegar skýbólstri lykst um fjallatind, og hann sagði við þau: „Engillinn sagði mér, að þið vilduð leggja fyrir mig spurningu. Hvaða spurn.ng er það, sem liggur ykkur á hjarta?“ Maðurinn leit til konu sinnar. í huga hans komu margar spurn ingar, sem hann vildi gjarnan fá svar við, en hann vissi, að kona hans hafði athugað þær allar og úr þeim myndað þessa einu, svo að hann dró sig í hlé, en konan ávarpaði drottinn ákveðið og með einurð: „Hvernig stendur á því, að drengurinn okkar varð að láta lífið til þess, ó, herra, að halda heimi þínum í skefjum?“ Þegar konan hafði þetta sagt, kom þungur raunasvipur á and- lit Guðs, og hann sneri sér frá henni, og það varð dimmt í húsi Guðs þar sem Adam og frú hans stóðu. Svo tók herrann til máls og sagði: „Hefir ykkur verið kennt að treysta ráðstöfunum Guðs ykkar og herra?“ Maðurinn, sem var orðinn skelkaður, herti upp hugann og sagði: „Jú, herra, en menn krefjast þess nú að skilja hlut- ina líka.“ Guð sagði við manninn, og það var nokkur þungi í orðum hans: „Hví dirfist þú að krefjast þess að skilja vegi og ráðstafan- Ir Guðs himins og jarðar?“ „Við erum frá Bandaríkjun- um, herra,“ sagði maðurinn. „Hvað kemur það málinu við?“ spurði Guð. Maðurinn tók aftur til máls og sagði: „Kennimenn í Banda- ríkjunum líta ekki á það sem skort á virðingu, þó menn spyrji heimildamenn spurninga. Okk- ur þar finnst, að það sé skylda okkar að afla okkur sem mestrar .þekkingar og auka skilning trú- ar okkar sem mest við getum.“ Þegar herrann heyrði þetta létti yfir honum og hann sneri sér að glugganum mikla á bið- salnum og gekk út að honum. Stóð þar og horfði út á stjörn- urnar, tunglið og heimana alla, sem hann hafði gjört; og til eyrna þeirra, sem inni voru, bárust stunur og grátekki, eins og þungur gnýr frá jörðinni, sem hann hafði skapað. Og Guð sneri sér aftur að manninum og konunni, og allt í einu sáu þau hann fyrir sér sem aldurhniginn. Hár hans var snjóhvítt og bar vitni um þunga þann, sem sköpunarverkið hafði lagt honum á herðar um alda- raðir; og hann sagði við þau: „Satt segið þið. Tími er kominn til þess, að betri skilningur komist á milli föðursins og barnanna — á milli Guðs og mannanna.“ „Ég skapaði manninn í minni eigin mynd,“ sagði herrann — „mann og konu skapaði ég þá. Blessaði þau og gaf þeim vald á jörðinni og ég vonaðist eftir að þau yrðu mér til ánægju og gleði, eins og sérhverjum föður er eðlilegt. En því miður auðn- aðist mér það ekki, því að valdi myrkranna var snúið á móti mér af erkióvini mínum, sem ég steypti af himnum og niður í undirdjpúin, og á móti honum hefi ég barizt frá fyrstu tíð, og oft hefi ég þráð frið — frið, en það hefir enginn friður fengist." Guð leit til þeirra, stundi við og sagði við þau: „Ég er herra lífsins og lávarður alls þess, sem lífsanda dregur, því að í mér átti allt líf og lífsafl upptök sín. Ótti, dauði og eyðilegging eru vopn óvinar míns — myrkra höfðingjans." Maðurinn og konan stóðu hissa, en Guð rétti út hendina í áttina til þeirra, eins og hann væri að leita athygli þeirra og aðstoðar, og tárin féllu af aug- um hans og hann sagði: „Sjáið föðurinn, sem á vetri aldurs síns kemur til barnanna, sem hann skóp, þegar árin voru ung, til að leita aðstoðar þeirra; því ég segi yður, að án þeirrar hjálpar fær afl lífsins ekki sigr- ast á valdi myrkranna. Án þín, sem varst nefndur Adam, barna þinna og þeirra barna, fæ ég ekki yfirunnið satan, heldur verður hann mér yfirsterkari og eyðileggur mig og öll mín verk.“ Það varð þögn í húsi Guðs, og maðurinn og konan urðu hissa á því, að Guð skyldi tala þannig, og gráta. En konan m.nntist sinna eigin harma og sagði: „Þú hefir sýnt okkur mikla velvild, herra, með því að taka á móti okkur og tala við okkur, eins og við værum jafn- ingjar þínir. En fyrirgefðu, herra, þú hefir ekki enn svarað spurningu minni: Hvers vegna þurfti drengurinn minn að fara og vera drepinn í stríðinu, sem skall yfir og breidist út yfir jörðina eins og dagur dómsins?“ Og herrann sagði við hana: „Vegna þess, að ég varð að kalla hann og fjölda annara efnilegra æskumanna, eins og hann var — kalla á þá í gegnum meðvitund- arhugboð þeirra mér til handa til þess að vernda heiminn frá algjörri eyðilegging.“ — Og konan spurði undrandi: „Þú ert Guð almáttugur og þú varst neyddur til að kalla á drenginn minn til þess að hjálpa þér til að bjarga heiminum?" „Já, það er satt!“ Og hann leit til konunnar tárvotum augum. Þegar að herrann hafði þetta sagt, þá færði maðurinn, sem nefndur hefir verið Adam, sig nær konu sinni, og með hörku- svip á andlitinu tók hann í hönd henni og sagði: „Við skulum fara heim í fjallaþorpið og segja nágrönnum okkar, að þýðingar- laust sér fyrir dauðlegt fólk að leita til Guðs, því mér er nú orðið ljóst, að hann getur ekki án okkar mannanna verið, og á meðan við verðum að vinna, stríða og líða til þess að frelsa heiminn, þá er ekki sjáanlegt, að það sé ástæða til þess, að við sýnum honum lotningu, tilbiðj- um hann eða höldum boðorð hans. Máske að viðfangsefnið sé orðið honum ofvaxið, en hvað sem um það er, þá er það aug- ljóst, að við getum ekki lengur reitt okkur á hann og verðum því að sjá framtíðarvelferð okk- ar borgið sjálf.“ Dr. Angel þagnaði í þrðja sinni í ræðunni og horfði ein- beittlega á safnaðarfólkið — á Jón og Hester Calderwood, og alla hina, sem í kirkjunni voru. Ég var einn þeirra og var að brjóta heilann um, hvort safn- aðarfólkið mundi vera að hugsa um það sama og ég — um hálf- leik prestsins að því er reglu- bundnar kristnidómskenningar snerti. Ég var að vísu hrifinn af myndinni, sem hann brá upp af langþjáðu mannkyni, sem að síðustu var að rísa á fætur til þess að taka á herðar sér ábyrgð ina af sinni eigin sáluhjálp. Myndin var sannarlega nýtízku mynd — en átakanleg, þó að henni væri brugðið upp af út- sveitarpresti; og sannarlega var ekki rétt að benda á hugarfar, sem átti eins vel og þetta við hinn angistarfulla mannheim að virða fyrir sér. En myndin var köld, hana skorti bæði líf og lit, og þó, eitthvað meira, sem Dr. Angel hafði auðsjáan- lega og furðulega neitað henni um — en það var ylur trúar- innar. Því þó það sé alveg satt, að fólk, sem vel er gefið og vel hugsandi, verði að taka ábyrgð- ina á framtíð sinni, en varpa ekki öllum vandamálum sínum á herðar Guðs, þá er það jafn satt, að enginn flokkur manna hefir nokkru sinni slitið sam- bandi sínu við hann, án þess að villast út af vegi lífsins. „Svo maðurinn ógnaði Guði í hans eigin húsi,“ hélt Dr. Angel áfram, eins og að hann hefði lesið hugsanir mínar — „og hann hefði tekið konuna í burtu þaðan með sér í mótþróa við Guð, ef hann hefði ekki talað til þeirra í rólegum og hlýjum rómi en djúpum sem nið straum- þungs fallvatns: — „Farið ekki frá mér með beiskju í huga og hugsið ekki til þess að snúa baki við mér, því að bandið sem bindur ykkur við mig er of sterkt til þess að það verði nokkurn tíma slitið.“ Og maðurinn stanzaði í dyr- unum á húsi Guðs, og var fullur mótþróa og andúðar og sagði: „Það er band á milli okkar og mannfjöldans sem þjáðst hefir og liðið eins og við. En á milli okkar og Guðs, sem lætur sig litlu varða um kjör okkar. — Hvaða band ^getur verið á milli hans og okkar?“ Og konan tók til máls og sagði við hann: „Já, hvaða sam- band getur verið á milli hans og okkar? Við komum til að leita sannleikans, og við höfum fundið hann, og sannleikurinn er sá, að tími sé kominn til þess, að mennirnir sjálfir verði að frelsa heiminn frá villu og voða. En sá sannleikur fyllir ekki auðn þá, sem í hjarta mér er, né heldur gefur mér aftur von- ina um endurleystan mannheim, það hold af mínu holdi og blóð af mínu blóði, sem eyðilagt var;“ og málrómur hennar var hvellur og skerandi, eins og angistaróp frá helsærðu hjarta. „Ég átti son, sem var kallaður 1 stríð gegn óvinunum og þeir felldu hann og deyddu. Hvernig ætti ég að njóta nokkurrar hugg- unar frá þeim Guði, sem ekki gat verndað líf drengsins míns? Og hvernig á nokkurt band að tengja mig við þann Guð, sem ekki þekkir sorg mína né heldur getur verið þátttakandi í þunga hennar?“ Dorttinn leit til konunnar og sagði: „Ég átti líka son og sendi hann í heiminn til þess að berj- ast móti valdi myrkranna, og óvinir hans tóku hann og kross- festu hann og deyddu. Hans nafn var Jesús, sem kallaður var Kristur.“ Dimmunni, sem hafði um- kringt þau Adam og konu hans, létti og birta Ijómaði um allan biðsalinn, og drottinn talaði til þeirra og sagði: „Farið í friði, og látið huggast, því bandið sem bindur ykkur við mig er band kærleikans, og ég segi yður, að það kærleiksband á milli mín og mannanna skal aldrei slitna.“ Dr. Angel hætti að tala, svo varð þögn ofurlitla stund og ég heyrði í leiðslu stuttan sálma- söng, því að ég var á meðan að hugsa að ég yrði að fá handritið af þessari mjög svo einkenni- legu ræðu. „Friður Guðs og samfélag heilags anda sé með yður nú og ávalt — Amen.“ Messunni var lokið. Fólkið reis úr sætum sínum, en þá skeði eitt af þessum einkenni- legu fyrirbrigðum, sem stund- um bera við, þegar sameiginleg hugsun og sameiginleg hrifning hefir náð valdi á fólki. Við vorum öll staðin á fætur, en enginn hreyfði sig til út- göngu, nema Jón og Hester Calderwood. Við hin stóðum hreyfingarlaus eins og í hálf- gerðri dáleiðslu, sem í senn var viðurkenning á áhrifum þeim, er dæmisaga Dr. Angels hafði haft á okkur og á tign þeirri, er krýndi þessi miðaldra hjón, þegar þau gengu fram kirkju- gólfið. Ég held, að enginn, sem í kirkjunni var, hafi verið í vafa um, að þau hafi litið þannig út, þegar þau gengu út úr húsi Guðs, enda var engin ástæða til þess, því ég var sannfærður um nærveru hans í litlu fjallakirkj- unni þennan sunnudagsmorgun. „Sástu andlitið á henni?“ spurði frú Hatch í hálfum hljóð- um við hliðina á mér. „Já,“ svaraði ég. Hester Calderwood hafði gengið rétt fram hjá mér, þegar hún með manni sínum gekk út ganginn á milli bekkjanna í kirkjunni, og ég held, að ég gleymi aldrei svipnum á andht- inu á henni, sem ég sá svo skýrt. Hann bar vott um hugarró, sem gaf til kynna, að hún hefði fundið — ef ekki svar upp á spurningu sína — þá áreiðan- lega andlegan þrótt til þess að sætta sig við kringumstæðurnar eins og þær voru — og svarið, sem hún fékk. J. J. Bíldfell, þýddi Gjafir til Höfn 4. OKTÓBER 1953 Mrs. Emily Thorson, Van- couver, $100.00; Mr. og Mrs. O. G. Guðlaugsson, White Rock, 50.00; Mr. Skúli Benjamínsson, Winnipeg, 50.00; Miss E. Johann- son, Vancouver í minningu um móður E. Johannson 50.00; Mr. og Mrs. Vigfús Baldwinson, Vancouver, í minningu um Halldóru Josephson, 25.00; Mr. B. Sveinsson, Keewatin, 25.00; Mr. S. Sigmundson, Vancouver, 15.00; Miss Ann Eyford 10.00; Mr. og Mrs. Guy Sveinbjörns- son 10.00; Mr. og Mrs. G. Stefáns son 10.00; Mr. og Mrs. C. ísford 10.00; Mr. John Sigurdson 10.00; Mr. og Mrs. Leo Sigurdson 10.00; Mr. og Mrs. Bogi Bjarnason 10.00; Mr. og Mrs. T. H. Thor- lakson 10.00; Mr. og Mrs. Fred Johnson 5.00; Mr. H. Dalman 5.00; Mrs. C. S. Samis 5.00; Mr. og Mrs. O. V. Jónsson 5.00; Miss Dóra Peterson 5.00; Mr. J. E. Sumarliðason 5.00; Mr. Jóhann Sigmundson 5.00; Mr. Jón Gísla- son 5.00; Miss Mary K. Ander- son 5.00; Miss Nan Dall 5.00; Mrs. Guðrún Schaldemose 5.00; Mrs. J. Jóhannesson 5.00; Mr. og Mrs. Thor Gunnarson 5.00; Mrs. Ena Anderson 5.00; Mrs. Hildur Friðleifsson 5.00; Mrs. G. Essex 5.00; Mr. og Mrs. Campbell 5.00; Mr. Frank Fredrikson 5.00; Mrs. Sigurdson 5.00; Dr. J. Friðleifs- son 5.00; Mr. og Mrs. F. O. Lyng- dal í minningu um Jónas Stef- ánsson frá Kaldbak 5.00; Mr. og Mrs. Sam Johnson 8.00; Miss Dóra Davidson 4.00; Mrs. J. Sturluson 4.00; Mr. D. Oliver 2.00; Mrs. Jónína Johnson 2.00; Mrs. Anna Peterson, Winnipeg, 2.00; Mrs. Ingibjörg Johnson, Vancouver, 2.00; Mrs. Rafnkels- son 2.00; Mrs. C. Johnson 1.00; Mr. og Mrs. Gunnlaugur Gísla- son 4.00; Silver Collection $98.65; Sale of Skyr 50.35. Gjafir af garðamat, niðursoðn- ir ávextir, sykur, kjöt, épli o. s. frv. — Koddaver, þurkur, leir- tau, sápa o. s. frv. frá: Mrs. Jackson, Mrs. Davis, Mrs. Reid, Miss Thompson, Mrs. O. V. Jónsson, Mrs. Margaret John- son, Mrs. H. Friðleifson, Mrs. Morley, Mrs. Thor Gunnarson, Mrs. Ogg, Mrs. B. Fisher, Miss Lily Sigurdson, Mr. George Ólafsson, Mr. Erling Bjarnason, Mr. K. Kristjánsson Kelowna. — Ljóðabók, Mr. P. Bjarnason. Hjartans þakkir fyrir allar þessar gjafir. F. h. stjórnarnefndarinnar Mrs. Emily Thorson, féhirðir Sherman P.O. West Vancouver. Búskaour í þorpum og kauptúnum fer stöðugt vaxandi Margir verkamenn og sjómenn við sjávarsíðuna stunda búsltap vegna slopullar atvinnu. Á stríðsárunum dó að miklu leyti út búskapur í þorpum og kauptúnum vegna hins góða atvinnuástands við sjávarsíðuna. Frá stríðslok- um hefir búskapur í þorpum og kauptúnum þó stöðugt farið vaxandi og stunda nú margir á ný búskap sam- hliða sjósókn og landvinnu. Eins og kunnugt er, hefir bú- skapur í bæjum og kauptúnum tíðkast um langt skeið hér á landi. Minnkaði á stríðsárunum Sveiflur hafa þó verið á hon- um eítir því hvernig atvmnu- ástandið hefir verið í landinu. 1 góðæri stríðsáranna dróst bú- skapur þorpa og kauptúna mjög mikið saman eins og reyndar búskapur til sveita. Frá stríðslokum hefir svo bú- skapur þorpa og kauptúna vaxið í réttu hlutfalli við minnkandi atvinnu við sjávarsíðuna. Mikið um sauðfjárrækl Einkum hafa verkamenn og sjómenn reynt að afla sér sauð- íjár. Minna hafa þeir hugsað um að fá sér kýr, enda er mun mexri vinna að sjá um þær en sauðfé. Er niðurskurði sauðíjár lauk Norðanlands og tekið var að ílytja sauðfé norður á ný keppt- ust verkamenn og sjómenn í kauptúnum norðan lands um að kaupa sauðfé. Er það eðlileg afleiðing minnk andi atvinnu norðan lands. Þannig hefir þetta verið víða um land. Nautgriparækt í Glerárþorpi Nautgriparækt í þorpum og kauptúnum hefir einnig ætíð i verið talsverð og fer vaxandi. I Glerárþorpi t. d. eiga margir verkamenn 2—3 kýr hver. Þann- ig er þetta í mörgum þorpum úti á landi. Og eftir því sem atvinnan minnkar við sjávar- síðuna, eykst sauðfjárrækt og nautgriparækt í þorpum og kauptúnum. —Alþbl., 25. sept. f Styrktir f-iS néms við erlenda húskóla Forsætisráðuneytið hefir fyrir nokkru veitt læknunum Ragnari Karlssyni og Stefáni P. Björns- syni 2000 kr. styrk hvorum úr Canadasjóði til framhaldsnáms í læknisfræði í Canada. Þá hefir ráðuneytið veitt þessa styrki úr Snorrasjóði: — Davíð Stefánssyni stúdent til náms í jarðfræði við háskólann í Osló kr. 1200. Ingvari Hall- grímssyni stúdent til náms í fiskifræði við háskólann í Osló kr. 1000. Jóni R. Hjálmarssyni cand. mag. til framhaldsnáms í sagnfræði við háskólann í Osló kr. 1400. Kristni Björnssyni stú- dent til náms í sálarfræði við háskólann í Osló kr. 1000.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.