Lögberg


Lögberg - 12.11.1953, Qupperneq 7

Lögberg - 12.11.1953, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. NÓVEMBER, 1953 7 Ungu rithöfundarnir eru hlutlausir í list sinni í þeirra augum hafa áróðurs bókmenntir oflast lítið lislrænt gildi Hinn kunni bandaríski bók- menntafræðingur og rithöf- undur Malcolm Cowley, hefir nýlega skrifað grein um unga rithöfunda í Banda ríkjunum, yrkisefni þeirra og stefnu; birtist hún í Harper’s Magazine ekki alls fyrir löngu. „Nýtt tímabil í bandarískum bókmenntum,“ segir hann, er að hefjast, og er tónn ungu höfund- anna allt annar en hinna eldri. Áður fyrr höfðu þeir Hemming- way og Faulkner gífurleg áhrif á bandaríska rithöfunda og það er trú mín, að ef einhver hinna ungu rithöfunda nú hlýtur mikla viðurkenningu, þá koma hinir á eftir, svo að eygja megi nýtt bókmenntatímabil í Banda- ríkjunum; er jafnvel farið að örla á því nú þegar. ÞÓ ERU ekki allir hinir ungu bandarísku rithöfundar tals- menn hins nýja tímabils, heldur Cowley áfram. Má nefna marg- ar nýlegar bækur yngri manna, þar sem ekki koma fram sjón- armið ungu höfundanna, sem Cowley ræðir um, og nefnir hann því viðvíkjandi The Naked and the Dead og From here to Eiernity; kveður hann þær heyra gömlu skáldskaparstefn- unni til bæði að efni og búningi. Þær eru natúralistískar og hafa á sér pólitískan blæ gagnstætt því sem er í skáldverkum ungu höfundanna. Rithöfundar þeir, sem verið hafa boðberar þeirrar stefnu, sem nú er að ganga sér til húðar, eru flestir komnir á sextugsaldurinn; þeir voru á sínu ítmma margir hverjir á- kveðnir stuðningsmenn hins al- þjóðlega kommúnisma og skrif- uðu bækur sínar í áróðursskyni, sem orðið hefir til þess eins að rýra til muna bókmennta- og fagurfræðilegt gildi þeirra. Á- róðurinn — boðskapur komm- únismans — var látin skipa önd- vegi, listin látin víkja. Eru ekki list Ungu rithöfundarnir eru hins vegar ekki kommúnistar, þeir eru hlutlausir í list sinni, — reka ekki áróður fyrir neina stjórn- málastefnu. í þeirra augum eru áróðursbókmenntir einn liður í blaðamennsku okkar tíma, þær geta aldrei orðið hrein og tær list. — í sannleika sagt eru bæk- ur þeirra ópólitískar, lausar við alla þjóðfélagsádeilu. í augum ungu rithöfundanna eru bækur sem brendar eru þessu marki neikvæðar — og oftast nær lítils gild listaverk. Þurfum við Is- lendingar sannarlega ekki að fara út fyrir landsteinana til þess að komast að raun um hið sanna,- jafn áróðurskennd og síðari tíma skáldverk okkar hafa verið mörg hver. — En hafa þá bækur þessara ungu höfunda nokkurn boðskap að flytja, hljótum við að spyrja? — Eru þessir menn yfirleitt í nokkrum tengslum við samtið- ina, — hvert eru þeir eiginlega að fara? SKÁLDVERK, segir Cowley, er sjaldnast skrifað til þess að það falli mönnum í geð. Það verður til af öðrum orsökum, og þó að ungu skáldin minnist lítið sem ekki á mikilvæg atriði nútíma þjóðfélags, s. s. kjarnorku- sprengjur, einræði kommúnism- ans, þverrandi persónufrelsi o. b- 1., þá hefir þetta allt haft veigamikil áhrif á skoðun þeirra og efnisval; þessir þættir í sögu okkar tíma, já, harmsögu okkar tíma, laða þau ekki að sér, held- ur fæla'þau frá sér, þau snúast til andúðar á hinni miskunnar- lausu þjóðernisstefnu kommún- ismans, sem dulbúizt hefir al- þjóðahyggju og bræðralagi og snúa sér að hinu persónulega, einstaklingnum. — Atburðarás samtímasögunnar hefir sýnt þeim fram á, að „hið vonda býr í mannshjartanu." Þau eru knúin, til að leita einhvers, sem þau geta trúað á í þeirri ör- væntingu, sem hvarvetna blasir við okkar kynslóð, reyna að skilja á milli góðs og ills. Þau hrífast meira af snilli og kænsku, en þessu tvennu er því miður of oft ruglað saman nú á tímum. Þau hafa ekki forkastað trúnni, heldur hafa mörg þeirra þvert á móti leitað huggunnar í fagnað- arerindinu, beðið ásjár við altari kristinnar kirkju. SKÁLDSÖGUR ungu höfund- anna eru heldur grófar, stíllinn er einfaldur, en ákveðinn, ef svo mætti segja, málið hreint og tært, hugsanir allar skýrar; má yfirleitt segja, að bækur þeirra séu fágaðar þrátt fyrir allmikið af grófum orðum úr alþýðumáli. Þó er oft erfitt að fylgja höfund- unum eftir, því þeir klæða efnið oft dularbúningi táknmáls (sym- bolum), svo að erfitt er við fyrstu sýn að sjá háðið sem bak við býr. Einslaklingurinn laðar þá að sér 1 staðinn fyrir pólitíkina og hinar þjóðfélagslegu ádeilur, sem svo mjög ber á í ritum gömlu höfundanna, verða atburðir úr lífi einstaklinga eða lítilfjörleg atvik ungu höfundum að yrkis- efni. Þeir skrifa t. d. um sálarlíf ungs fólks og fyrstu kynni þess af lífsbaráttunni, vonbrigði þess, vonir og sigra, en fyrirlíta allar þjóðfélagslegar bollaleggingar. Einstaklingurinn laðar þá að sér, heildin hrindir þeim frá sér. Sög- ur þeirra gerast gjarna á hótel- um, baðströndum eða einhvers staðar uppi í sveit — aldrei með- al áhrifamanna eða þar sem unnið er að einhverju ákveðnu máli, t. d. á stjórnarskrifstofum eða á öðrum opinberum stöðum. Kunna beiur við sig í Róm en París Þjóðfélagslega séð heyra ungu bandarísku rithöfundarnir til tveggja hópa: Sumir eru auð- mannasynir, flestir frá Suður- ríkjunum, t. d. nokkrir frá austur hluta Texas, en þaðan hafa engir meiri háttar rithöfundar komið áður. Þeir hafa stofnað til nýrra „bóhemssamtaka“ og kunna þessir listamenn betur við sig undir bláum himni Rómaborgar tn í skarkala og næturlífi París- ar. — I hinum rithöfundahópnum eru yfirleitt háskólaborgarar, sem fást við bókmenntakennslu í framhaldsskólum eða háskólum. Aldrei hafa fleiri ung bandarísk skáld, rithöfundar eða gagnrýn- endur verið háskólamenn og má því viðvíkjandi benda á nöfn eins og Robie Macauley, Mary Mc- Carty, Lionel Trilling, Allen Tate, John Crowe Ransom, Kenneth Burke, Cleanth Brooks, Richard Blackmur, svo að nokk- urra þeirra helztu sé getið. — Eru miklar vonir bundnar við allt þetta unga fólk, enda er það brennandi af áhuga, víðlesið og menntað. AÐ LOKUM minnist Cowley í fyrr nefndri grein sinni á lista- gagnrýni í Bandaríkjunum. — Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að hún standi þar með miklum blóma. Segir hann t. d., að nú séu ritdómar þar mun betur skrifaðir en fyrir 30 árum, og bendir á fjölmörg bókmennta- tímarit máli sínu til sönnunar. Einnig sýnir hann fram á, hversu góð gagnrýni og bókmennta- kennsla hafi mjög stuðlað að bættum smekk og aukinni mennt un ungu rithöfundanna. —Mbl., 8. okt. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Bréf frá Glenboro 31. OKTÓBER 1953 Góður gestur frá íslandi Það komu oft hingað í þessa byggð á fyrri árum góðir og skemtilegir gestir að heiman, en á seinni árum hefir þeim mjög fækkað, hafa þeir flestir strand- að í Winnipeg. Á þessu síðasta ári eða svo man ég eftir 4, sem okkur hafa heimsótt frá íslandi: Dr. Páll Kolka frá Blönduósi, hr. Jónas Kristjánsson frá Akur- eyri, hr. Jón Þ. Björnsson frá Sauðárkrók og séra Einar Stur- laugsson pjrófastur frá Patreks- firði, sá hinn sami, er gaf blaða- og tímaritasafn sitt til Mani- tobaháskólans. Hefir þeirra þriggja fyrst töldu verið getið héðan í fréttagreinum. Séra Einars vil ég hér geta og þakka honum komuna. Hann kom hér laugardaginn 19. sept., var á hraðri ferð og dvaldi aðeins til mánudags. Hingað kom hann með sama sem engum fyrirvara, gat því ekki prédikað eða flutt erindi í Glenboro; sunnudegin- um var ráðstafað áður, sem ekki var hægt að breyta. Sýndi hann samt hreyfimyndina „Björgun skipbrotsmanna við Látrabjarg", sem er sönn saga úr samtíðinni; var þarna yfirnáttúrlegt afrek unnið og sýndu björgunarmenn- irnir undraverða dáð og hug- rekki. Skýrði hann myndina vel og greinilega og þótti fólki mik- ið til hennar koma. Á sunnudags kvöldið prédikaði hann í Baldur og sýndi myndina aftur; sótti fólk þangað úr allri byggðinni og rómuðu allir málsnild séra Einars og prúðmennsku. Séra Einar var hér vestra í boði Manitobaháskólans í virð- ingar- og þakklætisskyni fyrir hina merkilegu blaðagjöf hans til íslenzku deildarinnar við há- skólann; er hann eftir sögn mikill og trúr þjónn í víngarði þeim, sem hann á að yrkja, bæði á hinu kirkjulega sviði, sem og á bókmenntasviði þjóðarinnar, og hefir hann unnið þar stórt dagsverk, þó enn sé hann maður á bezta aldri. — Kærar þakkir fyrir komuna hingað, og ham- ingjuóskir fyrir komandi ár; megi honum enn lengi endast aldur og starfskraftar þjóð vorri til sæmdar. í September voru hér á ferð þau Mr. og Mrs. Ingi Brynjólfs- son frá Chicago. Er hann sonur Sveins Brynjólfssonar konsúls, er lengi var í Winnipeg, en hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. Christopherson, er lengi bjuggu á Grund í Argylebyggð, og þar mun hún vera fædd og á hér marga fornvini. Við nýafstaðnar sveitarstjórn- arkosningar 1 Argyle var hr. Hjalti S. Sveinsson kosinn odd- viti (Reeve) með miklu magni atkvæða; hefir hann átt sæti í sveitarráðinu í s.l. 9 ár. Hr. H. S. Johnson var kosinn sveitarráðsmaður gagnsóknar- laust, þeir eru báðir gildir bændur í Brúarbyggðinni. Hr. Johnson flutti til Argyle frá Minnesota 1920. í Glenboro var Árni Joseph- son kosinn í skólaráð bæjarins. Giftingar Þann 3. okt. s.l. voru gefin saman í hjónaband þau Halldór Tryggvi Paulson og Jean Victoria Traquair frá Minne- dosa, Man., og þar giftust þau. Giftingartúr fóru þau suður í Bandaríki. Heimili þeirra verð- ur á búgarði brúðgumans, sex mílur norðaustur af Glenboro. Brúðguminn er sonur þeirra Árna J. Paulson og seinni konu hans Guðrúnar Stefaníu Eyjólfs- dóttur, sem bæði eru látin. Sama dag voru gefin saman í hjónaband W. I. Isleifsson og ungfrú Phyllis Peacock frá Aleda, Sask., og þar fór gifting- arathöfnin fram. Brúðguminn er sonur Jóns S. Isleifssonar, Glen- boro, og konu hans, er var af hérlendum ættum, dáin. Brúð- hjónin, eftir stuttan giftingartúr, hafa sezt að í Glenboro, þar sem brúðguminn hefir góða atvinnu. Dánarfregnir Þann 15. október andaðist í Winnipeg Mrs. Björg Mýrdal, eftir all-langt . veikindastríð; hún var tvígift, en var nú ekkja. Fyrri maður hennar, Jónas Björn Goodman, dó 24. ágúst 1934, en seinni maður hennar, B. B. Mýrdal, dó 11. jan. 1944. Björg var dugnaðarkona, starf rækti hún stórt matsöluhús á undanförnum árum með frá- bærri elju og þrautseigju. Hún eftirskilur eina dóttur 14 ára gamla. Björg var fædd 1895 að Sin- clair, Man., foreldrar hennar voru Albert Guðmundsson og ólína Jónsdóttir, eru þau bæði löngu dáin. Björg átti heima hér um slóðir í rúm 40 ár; hún var félagslynd og drenglunduð. Steinlaug ísfeld dó í Winnipeg 4. okt. s.l. Hún var fædd og upp- alin í Argyle, og mun hafa verið 55 ára. Foreldrar hennar voru Þorlákur Guðnason og kona hans Ingunn Guðrún Hrólfs- dóttir, mestu sæmdarhjón. Hún lætur eftir sig eiginmánn sinn, Hring ísfeld, og gifta dóttur í Glenboro, Mrs. T. R. Sigurdson. Á þessu tímabili var stutt á milli stórra högga. Setti flesta hljóða, er fregnin kom svo óvænt um lát Thos. Johnson 3. okt. og séra E. H. Fáfnis 13. okt. Thos. Johnson var fæddur í Argyle og átti þar heima þar til fyrir sex árum, að hann flutti til Winnipeg. Hann var 62 ára, bezti drengur og vinsæll, góður íþróttamaður og lagði sérstak- lega rækt við Curling og Golf. Kona hans og tvö börn syrgja hann; eru börnin uppkomin. Séra E. H. Fáfnis þjónaði í Argyleprestakalli í 15 ár; átti hann sterk ítök í hjörtum fólks hér; var hið skyndilega fráfall hans reiðarslag öllum hér. Hann kom fullorðinn frá íslandi og barðist hann drengilega til mennta og frama. Hefir hann unnið stórt dagsverk; hann var fjölhæfur drengskaparmaður og þjóðrækinn. Hann dó ungur; um hann verður óefað nákvæm- lega skrifað af einhverjum af stéttarbræðrum hans, en ég vísa til umsagnar um hann í Sögu Vestur-íslendinga, 4. bindi, bls. 209. Allir hér samhryggjast ekkjunni og drengjunum hans þremur og systur hans, sem og ástvinum þeirra, sem burtkall- aðir hafa verið og hér er getið. Fjöldi fólks héðan úr byggðinni voru viðstaddir jarðarför séra Egils á Mountain. Hermann Arason, sem verið hefir í Englandi síðan í vor. ann- ar hinna tveggja frá Canada, sem kostaðir voru til framhalds- náms í landbúnaði, eins og getið hefir verið í blöðunum, kom heim 31. október mjög svo for- framaður; hann ferðaðist víða um Bretlandseyjar, sá mikið og heyrði margt og lærði. Til meg- inlandsins fór hann og ferðaðist um Vestur-Evrópulöndin: Hol- land, Belgíu, Frakkland og Þýzkaland. Einnig flaug hann til íslands og dvaldi þar nokkra daga, og ferðaðist nokkuð um landið. Hermann er sonur þeirra Mr. og Mrs. A. S. Arason í Glenboro. — Velkominn heim með sæmd og sigri. Árshálíð Glenboro-safnaðar (Anniversary Supper Concert) var haldin í kirkjunni 7. októ- ber og lukkaðist ágætlega að vanda; sóttu hana um 400 manns. Máltíðin var með afbrigðum góð fulltrúum, söfnuði og sér- staklega konunum til mestu sæmdar. Skemtiskránni stjórn- aði sóknarpresturinn séra Jó- hann röggsamlega; fóru þar fram ræðuhöld, söngur og hljóð- færasláttur, og var glatt á hjalla. Þar söng einsöng Ingibjörg Bjarnason frá Winnipeg við góðan orðstír og jók mjög á gildi skemtiskrárinnar. Ýmislegt fleira mætti tína til, en hér læt ég staða rnumið. — Sumarið er liðið og veturinn fer senn í hönd, en enginn veit, hvað hann ber í skauti sínu. Sumarið var hér ágætt, og októ- ber með afbrigðum góður. Upp- skeran var mikil og nýting góð; haustvinna gekk vel og er nú al- mennt lokið. — Með þakklæti fyrir hið liðna ár horfist fólk í augu við framtíðina með trausti og bjarsýni, enda hefir það fulla ástæðu til að vona alls hin bezta, því hvergi í heimi eru lífskil- yrðin betri en hér í Manitoba. G. J. Oleson Ásbyrgi . . . Framhald af bls. 3 ur, en hún er áhuga- og kapps- mál íbúa þorpsins og vænta þeir að ekki verði lengi dregið úr þessu að koma þessum fram- kvæmdum á. Sjálfur kvaðst sýslumaður hafa undrazt stórlega þá ráð- stöfun landnámsstjóra að taka til ræktunar nýbýli óræktar mýrai^ í Ljósavatnsskarði, en láta ónotuð stærðar landflæmi í Reykjahreppi þar sem heita vatnið svo að segja flæðir um. Finnst manni þó að jarðhitinn sé svo þýðingarmikill að ekki verði fram hjá honum gengið að ófyrirsynju. Lögreglumál Atburðir þeir, sem í sumar hafa gerzt á síldveiðihöfnum, ekki sízt á Seyðisfirði, en líka á Raufarhöfn, gefa ótvírætt til kynna að nýja skipan verður að koma á í lögreglumálum og lög- gæzlu úti á landi. Ríkisvaldið verður að hafa á að skipa sterkri og hreyfanlegri ríkislögreglu sem auðvelt er að færa á milli staða eftir því sem þörf krefur. Lögreglubifreiðar þurfa að vera til úti á landsbyggðinni, sem hægt yrði að grípa til eftir að- stæðum á hverjum stað. Sömu- leiðis þarf að koma upp fanga- geymslum í sumum kauptúnum og m. a. á Raufarhöfn. Annars eru öll þessi mál í góð- um höndum hjá núverandi dómsmálaráðherra og þarf ekki að efa að hann gerir þeim góð skil. Leikstarfsemi Húsvíkinga Leikstarfsemi stendur með miklum blóma á Húsavík um þessar mundir.'í fyrra tóku þeir Skugga-Svein til meðferðar og sýndu hann 10 sinnum fyrir troðfullu húsi og afbragðs und- irtektum. Voru sýningarnar sótt ar úr öllum hreppum Suður- Þingeyjarsýslu, en líka frá Akureyri og norðan úr Keldu- hverfi. Sérstök barnasýning var haldin með mjög niðursettu verði og sóttu hana um 300 börn. Nú kvaðst sýslumaður hafa verið beðinn að taka sýn- ingar á Skugga-Sveini upp aftur og meira að segja verið beðinn um að koma með hann til Akur- eyrar. VÍSIR, 29. sept. C0PENHAGEN Bezta munntóbak Keimsins lnnkö!lunar-menn Lögbergs Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota i Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minn., U.S.A. Einarson, Mr. M. Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba ; Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba : Arnason, ]\Ír. R. Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J. Morden, Manitoba Gislason, G. F. Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Grimson, Mr. H. B. Mountain, North Dak. Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. ■ Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. ; Hensel, North Dak. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Bjarnason, Mrs. I Gimli, Manitoba ! Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man, Lindal, Mr. D. J. Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. O. Vancouver, B.C. 5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C. ! Middall, J. J ...Seattle, Wash., U.S.A. 6522 Dibble N.W. Seattle, Wash., U.S.A. Myrdal, S. J. . .Point Roberts, Box 27 Wash., U.S.A. Oleson, G. J. ...Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Olafson, Mr. J. Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A. Blaine, Washington R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. Sigurdson, Mrs. J. Backoo, North Dak. Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak. Cavalier, North Dak. Walhalla, North Dak. Valdimarson, Mr. J. . Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Manitoba •

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.