Lögberg


Lögberg - 12.11.1953, Qupperneq 8

Lögberg - 12.11.1953, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. NÓVEMBER, 1953 Úr borg og bygð Thomas Arnold, sonur Mr. og Mrs. Sig. Sigfússonar að Lund- ar, lézt að heimili foreldra sinna þ. 25. okt., 5 ára og 8 mánaða gamall. Hann er sárt syrgður af foreldrum sínum og þrem syst- kinum: Brian Allan 12 ára, Kenneth David 9 ára og Ellen Joan 2 ára. Kveðjuathöfnin fór fram frá Lútersku kirkjunni á Lundar þ. 28. okt. Vinir og vandamenn komu víða að og- margir langt að til að kveðja litla drenginn. Kirkjan var full- skipuð og skreytt fögrum blóm- um. Það sýnir glögt hvaða ítök hinir ungu foreldrar eiga í bæn- um og bygðinni að svo mikill fjöldi vottaði þeim samúð sína. Hér vil ég láta fylgja bæn, er móðirin söng svo oft við vöggu litla drengsins síns, fylgi sú bæn barninu í skaut Drottins. “Gentle Jesus, meek and mild, Took upon a little child. Pity my simplicity. Suffer me to come to thee. Sáviour, bless a little child. Teach my heart the way to thee. Make me gentle, good and mild. Loving Saviour, care for me.” Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro jarðsöng. ☆ — BAZAR — undir umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður haldinn miðvikudaginn 18 nóv- ember, í fundarsal kirkjunnar, Victor St. Til sölu verður lifrapylsa og blóðmör, einnig vínartertur og allskonar heimabakað kaffi- brauð. Við handavinnuborðin fást svuntur, útsaumuð koddaver og fleira þess konar. Að kvöldinu verða sýndar nýjar litkvikmyndir frá Islandi. Salan hefst kl. 2 e. h. og kl. 8 að kvöldinu. Kaffiborðin eru í umsjá Mrs. F. Stephenson, en kjötmatinn annast þær Mrs. S. O. Bjerring og Mrs. Gunnl. Jó- hannsson. Mrs. C. Ólafson sér um sölu á kaffibrauði. Mrs. C. Thorlákson lítur eftir „Parcel Post“, en Mrs. J. S. Gillies annast „White Elephant" borðið. Þess er vænst að sem flestir vinir og kunningjar heimsæki konurnar við þetta tækifæri. Munið stað og tíma! Allir vel- komnir! ☆ Mr. G. F. Jónasson, forstjóri Keystone Fisheries Limited, er nýkominn heim úr ferðalagi til ýmissa helztu borga í Austur- Canada og Bandaríkjunum. — DÁNARFREGN — Björg Guðmundsson Mýrdal var fædd í Pipestone, Munici- pality þ. 11. september 1895. Hún dó á Almenna spítalanum i Winnipeg þ. 15. okt. s.l. Foreldr- ar hennar voru hjónin Albert og jólína Guðmundsson frumbyggj- ar í Pipestone héraði. Faðir hennar dó árið 1910 og móðir hennar 1938. Stuttu eftir lát föð- ur síns flutti Björg með móður sinni til Glenboro og átti þar heima til æviloka. Björg heitin var tvígift. Fyrri maður hennar var Pétur, sonur Benóný og Margrétar Guð- mundsson frá Glenboro. Pétur dó árið 1924. Seinni maður hennar var Bergsteinn sonur Bergs og Steinunnar Mýrdals frá Glenboro, bæði látin. Björg h. varð fyrir þeirri þungu sorg, annað sinn, að missá seinni mann sinn árið 1944. Eina dóttur átti Björg af seinna hjónabandi, Margréti Laufeyju, nú til heim- ilis hjá frænku sinni Mrs. Jack Gray í Winnipeg. Systkini Bjargar voru sex. Tvær systur og bróðir eru látin; lifandi eru: Nína, Mrs. E. Thordarson frá Sinclair, Man.; Sarach, Mrs. McCloy, og Bína, Mrs. L. Tönneson, báðar í Bandaríkjun- um. Björg h. var kona góð, nær- gætin, hugulsöm, skyldurækin og með afbrigðum dugleg. Hún tók mikinn þátt í félagslífi bygð- arinnar, í kvenfélags- og safn- aðarstarfi. Það má með sanni segja, að hún var bygðarstólpi, og stórt er skarð fyrir skildi þar sem hún er horfin. Hún ávann sér hylli og virðingu allra. Kveðjuathöfnin fór fram þ. 19. okt. í Lútersku kirkjunni í Glen- boro að fjölda fólks viðstöddu. Jarðsungið var í Grundar graf- reit af sóknarprestinum. J. Fredriksson ☆ Samkoma í Árborg Þjóðræknisdeildin Esjan efnir til samkomu í Árdalskirkju í Árborg föstudagskvöldið 20. nóvember kl. 8.30. Til skemmtunar verður: 1) Keppni í íslenzkri fram- sögn, börn og unglingar (4 flokkar). 2) Islenzkur söngur, nokkur ungmenni syngja. 3) Stutt ávarp og myndasýn- ing (tröllamyndir úr Dimmu- borgum), Finnbogi Guðmunds- son. ☆ Þeir Gísli Markússon frá Bredenbury og John Freysteins- son frá Churchbridge, Sask., sem dvalizt hafa í borginni undan- farinn vikutíma héldu heim- leiðis á mánudaginn var. Takið eftir! Ársfundur Islendingadagsins verður haldinn í Góðtemplara- húsinu (neðri salnum) við Sar- gent Ave., miðvikudaginn þann 25. þessa mánaðar, klukkan átta að kvöldi stundvíslega. Ef Islendingum er ant um að þetta hátíðahald haldi áfram að Gimli næsta sumar, þá er þeim betra að koma á fundinn. Ef þeir vilja það ekki, og óski eftir að það deyi út eins og allt annað sem íslenzkt er á meðal íslend- inga hér í landi, þá er langt bezt fyrir þá að hýrast hugsunar- lausir heima eins og að vanda. D. B. i ☆ — ÞAKKARORÐ — Síðastliðið haust, (5. nóv. 1952), urðum við fyrir því mikla tjóni, að eldur eyddi húsi okkar og öllum innanhússmunum. Að horfast í augu við aðkomandi vetur, skýlislaus og allslaus, varð því óhjákvæmilega hlut- skipti okkar. Gott fólk, vinir okkar og vandalausir, gerðu samtök um að bæta okkur þetta óvænta tjón. Bárust okkur munir, fatn- aður og peningagjafir frá fjölda fólks í Nýja-lslandi, Selkirk, Lundar og Winnipeg, einnig frá kvenfélögum í nágranna- byggðum. Við erum öllu þessu fólki innilega þakklát, og biðjum hann, sem öll góðverk launar, að umbuna því á þann hátt sem bezt hentar. Ekki er nauðsyn- legt að skrá nöfn velgerðarfólks- ins, því sá sem laununum út- býtir, þekkir þá sem góðverkin vinna. Mr. og Mrs. Eysleinn Borgfjörð, Riverton, Manitoba ☆ Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk, þann 7. nóv. George Gilfred Walker, Petersfield, Man., og Helen Elizabeth Sigurbjörg De Laronde, Selkirk, Man. Vitni að giftingunni voru Miss Margaret Elsie Walker og Mrs. Joseph De Laronde. Ungu hjónin setjast að í Petersfield, Man. Sóknar- prestur gifti. Pjoöminjavoröur . . Framhald af bls. 1 þessum fjölum, en allar líkur benda til, að fjalirnar séu úr þeim skála, sem sagan segir að hann hafi smíðað í Flatatungu. Sagan segir, að skáli þessi hafi staðið fram á daga Egils biskups á Hólum, með öðrum orðum fram um 1330—’40. Viðirnir úr þessum skála hafa síðan verið notaðir í byggingar í Flatatungu alltaf síðan, allt til þess að sá bær var reistur, er rifinn var í fyrra. — En þú segir að sögur hafi gengið um þennan útskurð á undanförnum öldum, þó ekki hafi verið hirt um að halda hon- um til haga. — Á öldinni sem leið nefndu þeir báðir þennan útskurð í Flatatungu í dagbókum sínum, Jónas Hallgrímsson og Sigurður Guðmundsson málari. — Var ekki einkennilegt, að hvorugur þeirra skyldi hafa gert neinar ráðstafanir til að skála- fjalirnar yrðu varðveittar? — Þess er að geta að Jónas Hallgrímsson hugaði að forn- minjum sem umboðsmaður Finns prófessors Magnússonar í Kaupmannahöfn. En þegar Sig- urður Guðmundsson kom að Flatatungu, var hann ekki byrj- aður á fornminjasöfnun. — Hvaða viður er í þessum fjölum, sem reynzt hefir svona haldgóður í Flatatungu? — Ég sé ekki betur en þetta séu furufjalir, þó ég geti ekki fullyrt að svo sé, án undangeng- innar rannsóknar. En svo mikið er víst, að ég sé enga ástæðu til að efast um að þessi útskurður sé frá fyrri hluta 11. aldar, þegar Hringaríkisstíllinn var í blóma með nágrannaþjóðum okkar. —Mbl., 11. okt. Laugardaginn, 17. okt., voru þau Mike Husan og Joyce Jemima Mills, bæði til heimilis í Brooklands, Winnipeg, gefin saman í hjónaband að 9 Rosser Road af séra Rúnólfi Marteins- syni, D.D. Vitnin voru Hazel Mills og Arne Anderson. Er hjónavígslunni lauk fór fram fjölmenn og tilkomumikil veizla. Heimili brúðhjónanna er í Brooklands. ☆ Athygli skal hér með leidd að því, að hinn 26. þ. m., fara fram í skólanum í Árborg blóðgjafir til Rauða kross samtakanna; er þess að vænta, að sem allra flestir í bænum og grend, gefi sig fram og veiti mannúðarmál- unum með þessu lið sitt. ☆ Á miðvikudaginn hinn 18. þ. m., verður haldinn Fall Bazar undir umsjón Kvenfélags lút- erska safnaðarins í Vancouver, frá. kl. 2 e. h. til 10 að kvöldi. Þessi útsala verður í kirkjunni á nítjáanda og Prince Albert stræti; meðal annars verður þar á boðstólum hangikjöt, rúllu- pylsa, lifrapylsa, skyr og margt fleira ljúffengra rétta. Munið stað og stund og fjöl- mennið! Viðkomustaðir á langri leið Framhald af bls. 4 gluggum stórhýsanna, beggja megin fljótsins, sem nú líktust meira álfaborgum en mannahí- býlum. Yfir og útfrá þeim ljóm- uðu ljósa-auglýsingar alla vega litar. Það var á ellefta tímanum að aðalræðumaður kvöldsins, Ro- bert G. Le Tourneau, tók til máls. Mér hafði verið skipað til sætis við hlið hans, fyrir aftan ræðustólinn, og átti ég því nokkrar samræður við hann. Le Tourneau er maður mikill vexti og ber, að því er mér virt- ist, öll einkenni hins þrekmikla en lúna áhugamanns. Hann hallar nokkuð undir flatt og er eilítið haltur, enda hefur hann tvívegis lent í alvarlegum slys- um og var honum í hvorugt skiptið hugað líf. Hann talaði um það bil hálfa klukkustund, blaðalaust, per- sónulega og af alvörublandinni gleði. Honum var gefið að hafa áheyrendur sína algerlega á valdi sínu, eða valdi þess boð- skapar, sem hann flutti. Ræðu- textar voru eiginlega tveir: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnað- arerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, er trúir.“ — Og orð Jesú í Fjallræðunni: „Leitið fyrst ríkis og hans réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Le Tourneau hefði fengið lé- lega einkunn í ræðugerð hjá okkar prófessorum, en er þó einn hinna eftirsóttustu prédikara í Bandaríkjunum. Til þess að geta sinnt sem flestum beiðnum hef- ur hann einkaflugvél. Söngmenn hefur hann venjulega með sér og kostar ævinlega ferðalögin sjálfur. I sambandi við hann renna mér í hug einkunnarorð þings Gideonfélaganna í Seattle: — „Legg kapp á að sýna sjálfan þig fullreyndan fyrir Guði, verkamann, er ekki þarf að skammast sín ,sem fer rétt með orð sannleikans." — Slíkur maður er Robert G. Le Tour- neau. Slíka menn hefur Guð gefið Bandaríkjunum marga. Kann ég ekki aðrar fréttir betri þaðan. Hjúskaparauglýsing í dagblaði í Dansville, sem er í New York fylki: „38 ára gamall bóndi óskar eftir að kynnast þrítugri stúlku sem á traktor. — Tilboð merkt: . . . . ásamt mynd af traktornum, sendist blaðinu, o. s. frv...“ GAMAN 0G ALVARA Ungur tannlæknir hafði hengt upp skilti sitt, en það virtist eins og engum sjúkling dytti í hug að leita til hans. En svo var það dag nokkur, að það var hringt dyrabjöllunni og unga fallega tannlæknisfrúin fór til dyra, og úti fyrir stóð maður með bólgið andlit og þjáningar- fullan svip. — Tannlæknirinn? stundi sjúklingurinn upp. — Gætuð þér ekki komið á morgun?-spurði unga konan. — Hvers vegna að bíða þang- að til á morgun. Ég er aðfram- kominn? — Það er nefhilega svoleiðis, að maðurinn minn á afmæli á morgun, og þér eruð fyrsti sjúkl- ingurinn sem leitar til hans, og mig langar til þess að" koma honum á óvart með eitthvað! ☆ Samtal milli tveggja engla, sem hittast á flugi sínu um geiminn: — Hvernig er veðurútlitið fyrir morgundaginn? — Það er útlit fyrir skýjað veður. — Guði sé lof. Þá getur maður loksins sezt niður. ☆ Ungi maðurinn ók í nýja bíln- um sínum í heimsókn til afa síns. — Heyrðu, afi, segðu mér, þegar þú varst ungur, var þá ekki miklu erfiðara að fá að kyssa ungu stúlkurnar heldur en nú? — Jú, drengur minn, það var erfiðara að fá leyfi til þess, en aftur á móti var það ekki eins hættulegt og nú. — Hvað meinarðu, afi minn? — Þá kyssti maður stúlkurnar í sófanum heima hjá þeim, og þurfti ekki að vera með lífið í lúkunum með að aka á tré eða símastaur. — M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 15. nóv.: Enskar messur kl. 11 árd. og kl. 7 síðd. Sunnudagaskóli á hádegi. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni um síð- ustu helgi. ☆ — Það er allt í lagi. Viljið þér þá gera mér greiða, því kærast- inn mmn varð skyndilega veikur. Ungi maðurinn átti eftir að verða enn meira undrandi, þegar stúlkan nam staðar fyrir framan hús eitt og sagði: — Jæja, viljið þér nú gjöra svo vel og flauta. Og hann flautaði. Þá stakk móðurleg hendi litlum böggli út um gluggann og stúlkan tók hann upp og út úr honum tók hún húslykilinn. Stúlkan brosti um leið og hún fór inn og sagði: — Þakka yður kærlega fyrir hjálpina. IF TOU HAVE NOT YET WRITE TO . . . RECEIVED TOUR COPY ^'T. EATONC ?|MITID OF THIS GRAND MAIl ORDER CIRCUIATION DEPT CHRISTMAS BOOK WINNIPEG, MAN. **T. EATON C^tto WINNIPEO CANADA Vetur er á næstu grösum og þá fer fólk að hugsa um, hvernig helzt megi spara eldsneyti; reynslan hefir leitt í ljós, að vissasti vegurinn er að kaupa brenni hjá ábyggilegum eldsneytiskaup- manni, ódýr kol eru venjulegast léleg og hafa lítið hitamagn, auk þess sem þau valda miklum óhreiningum í eldhólfi miðstöðvar- vélarinnar; með því að kaupa góð kol sparið þér hreint ekki svo litla peninga. Ef þér brennið olíu, veltur mikið á að brennarinn sé ávalt hreinn. Gerið yður far um að hafa jafnan hita í húsinu því það kóstar minna. ----------☆---------- Hafið þér hugsað út í alla þá fyrirhöfn, sem því er samfara að selja „Canada Savings Bonds“, í þeim tilgangi eru haldnar út- varpsskemtanir, sjónvarp, leiksýningar, auglýsingar og margt annað, er eigi tjáir tölum að telja. IMPERIAL BANKINN CANADÍSKI auðveldar yður kaup á „Canada Savings Bonds“. Skýrið næsta IMPERIAL BANKA-ÚTIBÚI frá því, hve mörg veðbréf þér ætlið að kaupa og mun hann annast um alt, sem að því lýtur. Þér getið greitt upphæðina í einu eða gegn afborgunum. Þessi veðbréf má ávalt selja fyrir peninga. ----------☆---------- Brauðgerð má telja til fornra lista í athafnalífi mannanná. I gamla daga voru brauðin gerð aðeins úr mjöli og vatni og hnoðuð í kringlóttar kökur, og ekki er það ótítt enn þann dag í dag, að námufræðingar, sem ferðast um óbyggðir norðurlandsins, viðhafi þennan forna sið, er um brauðgerð af þeirra hálfu er að ræða. Nú er þessu mjög breytt til hins betra, því nú eru brauðin búin til upp í hendurnar á okkur, svo sem hjá DEMPSTER’S. Gamla að- ferðin, sem Egyptar beittu, að hnoða deigið undir fótum, er nú með öllu úr sögunni, einungis nýtízku verksmiðjur í Canada hafa með höndum brauðgerð til almennings þarfa. ----------•☆•-------- Margir eldri Canadamenn hafa ríkan áhuga fyrir mataruppskriftum, sem nýir inn- flytjendur koma með sér að heiman, en hafa þessir nýju Canada ekki áttað sig á því, hvað hinn gamli ensk-canadíski réttur, steik og nýrnaskorpusteik er í rauninni ódýr; 35 centa virði af nautgripanýrum og 85 centa virði af steik nægir í góða máltíð handa fjórum. Sjóðið steikina og nýrun ásamt lauk unz alt er orðið meyrt, látið þetta svo á disk með brauðskorpu yfir og bakið í 20 mínútur í GURNEY- OFNINUM. Vissulega reynist GURNEY bezt við alla matreiðslu.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.