Lögberg - 25.03.1954, Page 8

Lögberg - 25.03.1954, Page 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. MARZ 1954 Úr borg og bygð ívar Björnsson var fæddur 23. september 1866 að Skjaldakoti á Vatnsleysuströnd. — Foreldrar hans voru Björn Guðnason og fyrri kona hans, Margrét Ivars- dóttir, systir þeirra Skjaldakots- bræðra, Ivarssona, Eiríks, Gísla og Guðmundar, sem allir voru nafnkunnir aflamenn og sjó- garpar við Faxaflóa á árunum 1860 til 1880. ívar ólst upp í heimasveit sinni, unz hann flutt- ist til Canada árið 1893, þá 27 ára gamall. Settist hann að í Glenboro og dvaldi þar fram um aldamótin, en fluttist þá til Big Point, Man., tók þar heimilis réttarland. Á þessu landi dvaldi hann í nokkur ár, en fór síðan til Langruth og átti þar heima til ársins 1936, er hann fluttist til Winnipeg. Hann lætur eftir sig ekkju, Önnu Valtýsdóttur, systur Helga Valtýssonar, kennara og rit- höfundar; ennfremur tvo sonu, þá Björn og Sigurð, sem báðir eiga heima í Chicago, og tvær dætur í Winnipeg, Doris Mar- gréti og Addie Violu Pearce, 396 Victor St. Ennfremur lætur hann eftir sig þrjú barnabörn. Hann hafði verið heilsulítill og rúmfastur síðustu árin. Hann lézt 16. marz og var jarðsunginn 19. s. m. af dr. Valdimar J. Ey- lands. ☆ Þjóðræknisdeildin FRÓN heldur skemmtifund mánu- dagskvöldið 5. apríl kl. 8.15 í Góðtemplarahúsinu við Sargent. Aðalatriðið á skemmtiskránni að þessu sinni verður Spurninga- þáttur, er Finnbogi Guðmunds- son stjórnar. En fyrir svörum verða þeir Einar Páll Jónsson, Stefán Einarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Jón Laxdal, Páll Hallsson og Jakob Kristjánsson. Verður þeim skipt í tvo flokka, er síðar verða spurðir til skiptis. Reki annan í vörðurnar, á hinn leik. Má búast við, að fróðlega verði spurt og fjörlega svarað og þess að vænta, að menn fjöl- menni á fundinn. Um önnur skemmtiatriði verð- ur nánar auglýst í næsta blaði. THOR VIKING, ritari Fróns ☆ G. A. Williams, kaupmaður frá Hecla, og Theodore Sigur- geirson komu til bæjarins á mánudaginn; er sá síðarnefndi á leið til Prince Rupert, B.C. ☆ Mr. P. N. Johnson er nýkom- inn heim eftir sjö vikna dvöl hjá börnum sínum í Saskatchewan; hann heilsaði jafnframt upp á forna vini í Mozart og Wynyard; hafði hann mikla ánægju af heimsókninni vestur þar. ☆ Mr. John Freysteinsson frá Churchbridge, Sask., var stadd- ur í borginni nokkra daga í fyrri viku. ☆ Ágætt herbergi, ný skreytt,' Ineð aðgangi að eldhúsi, fæst nú þegar til leigu á góðum stað í vesturbænum. — Upplýsingar í síma 747-923. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold a Rummage Sale in the I. O. G. T. Hall Thursday April lst from 9 to 12 a.m. The Sunrise Lutheran Camp Tea Three women’s organizations of the First Lutheran Church, Victor St., will hold their annual tea and home-cooking sale in aid of the Sunrise Lutheran Camp, Thursday, April 8th, from 2.30 to 4.30, at EATON’S Assembly Room. The general convener of this tea is Mrs. A. S. Bardal. Receiving guests will be: Mrs. S. Ólafsson, Mrs. V. J. Eylands, Mrs. S. Sigurdson, Mrs. Paul Goodman, and Mrs. James Story. Table conveners are: Mrs. Fred Stephenson, Mrs. S. Sig- urdson, Mrs. J. Ingimundarson, Mrs. H. Bjarnason, Mrs. Victor Thordarson, and Mrs. L. S. Gibson. Home-cooking conveners are: Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. H. Olson, Mrs. Arni Arnason, and Mrs. G. Johannson. ☆ Mr. H. Axdal, er um langt skeið gegndi símastjórasýslan í Wynyard, Sask., er nú alkominn hingað til borgarinnar. ☆ Mr. Jónas Sigurgeirsson, B.A., var staddur í borginni á sunnu- daginn á leið til London, Ont., þar sem hann dvelur við nám í sumar og tekst á hendur með haustinu ábyrgðarstöðu í þjón- ustu konunglega canadiska flug- hersins. Jónas er sonur þeirra séra Skúla Sigurgeirssonar og frú Sigríðar Sigurgeirsson að Walters, Minn. ☆ Ungfrú Kristjana ólafsdóttir læknir frá Reykjavík, sem dval- ið hefir hér í borg undanfarna tvo mánuði, lagði af stað suður til New York áleiðis til Islands síðastliðinn laugardag og flaug þaðan heim á þriðjudaginn. — Kristjana læknir er vinmörg hér um slóðir frá þeim tíma, er hún stundaði hér framhaldsnám í læknisfræði og var vinum henn- ar það mikið fagnaðarefni að eiga með henni samleið á ný, þótt eigi yrði dvöl hennar hér lengri, en raun varð á. Lögberg árnar henni heillar heimkomu. ☆ Mr. Árni Sigurðsson, leikari og listmálari frá Seven Sisters Falls, var staddur í borginm í fyrri viku. Ragnar Jónsson hyllfur ó ýmsan hótt 6 50 óra afmælinu Hafi Ragnar í Smára verið í nokkrum vafa um að hann njóti lýðhylli hér í bæ, getur ekki hjá því farið að allur efi í huga hans sé horfinn í því efni, eftir af- mælisdaginn á sunnudagihn var. Svo margir urðu til þess að votta honum vináttu sína og hlýhug á þessum degi. Stöðugur gesta- straumur var á heimili hans þann dag, svo þar var jafnan húsfyllir. Klukkan tvö á sunnudag voru haldnir sinfóníutónleikar í Þjóð- leikhúsinu undir stjórn Mr. Goosens hljómsveitarstjóra, er voru hinir glæsilegustu, en þeir voru fyrsti þáttur mannfagnað- arins á afmæli Ragnars Jónsson- ar. Að hljómleikunum loknum reis dr. Páll ísólfsson úr sæti sínu og mælti nokkur orð á þessa leið: „Mig langar til að biðja ykkur, háttvirtu áheyrendur, að staldra við eitt andartak. Fyrst vildi ég mega biðja ykkur að taka undir með mér í ferföldu húrrahrópi fyrir hinum merka hljómsveitar- stjórnanda, Mr. Goosens, sem er víðfrægasti stjórnandi hljóm- sveitarinnar, og þakka þannig þessa glæsilegu tónleika“. Var hann síðan ákaft hylltur. Mr. Goossens þakkaði með nokkrum velvöldum orðum. — Síðan sneri dr. Páll máli sínu til hins fimmtuga forgöngu- manns, Ragnars Jónssonar, og mælti á þessa leið: Minning góðkunningja: „STEINA“ LAXDAL Mozart, Sask. Ég kynntist þér ei mikið en kunningsskapur sá fann konungslund í þínu glaða sinni. Þú sýndir mér þar drengskap, er seint ég gleyma má og sífelt heldur hlýrri minning þinni. R. A. Á Guðmundsson ... Framhald af bls. 1 var prestur í útkjálka á Gríms- ey; fyrir þá huggun, sem hann veitti mér í erfiðleikum mínum á einn eða annan hátt. Við, sem í Vesturheimi búum, vætum þess, að móðurkirkjan og hinn nýi biskup hennar megi efla og styrkja þau bönd, sem ríkja milli Austur- og Vestur- íslendinga, bæði á sviði kirkju- og þjóðræknismála. Robert Jack Make Manitoba the Barley Province Enter the National Barley Conlest 1. Use Montcalm or O.A.C. 21. 2. Purchase or clean the seed early. 3. Treat the seed with mercurial compounds at least eight days before seeding. 4. Sow seeds at 1% to two bushels per acre. , 5. Use about 30 to 60 lbs. of Ammonium Phosphate per acre. 6. Plant the second week you can get on the land. 7. Treat the crop with 2, 4-D as specified on the container. 8. Let the crop mature before swathing. 9. Adjust combine to prevent cracking or skinning the grain. This space donated by DREWRYS MD-338 Afmælisbarnið „Hér í salnum er staddur sá maður, sem öðrum fremur hefir mörgum sinnum í hrifningu sinni ávarpað listamenn og látið hylla þá. Því miður er hann for- fallaður í dag, því að hann á nefnilega fimmtíu ára afmæli. Þessi maður er Ragnar Jónsson. Tvímælalaust hefir þessi mað- ur öllum öðrum fremur hrint í framkvæmd þeim aðgerðum í tónlistarmálum okkar, sem bezt hafa dugað okkur tvo síðustu áratugina, með sínu óeigin- gjarna starfi í þágu listarinnar. Án hans mikla og brennandi áhuga og framtaks, væru tón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, eins og þeir, sem við höfum hlýtt á í dag og undanfarið, óhugsanlegir. Þess vegna veit ég, að ég tala fyrir munn allra hlustenda, þegar ég bið ykkur að hylla Ragnar Jónsson á þess- um merkisdegi hans og þakka honum hans mikla, óeigingjarna starf í þágu tónlistarmálanna á íslandi. Hann lengi lifi!“ Hinir hrifnu og glöðu áheyr- endur tóku undir þessi orð dr. Páls með dynjandi lófaklappi. „Sú spurning hefir áreiðan- lega einhverntíma verið lögð fyrir ykkur öll, sem hér eruð samankomin, hvernig á því hafi staðið, að þið fóruð að fá áhuga fyrir tónlist og listum yfirleitt. A yfirborðinu virðist ekki mjög erfitt að finna svar við þessari enföldu spurningu. Þið þekkið öll þá staðreynd að þær þjóðir, sem fallið hafa í þá ó- gæfu að áhugi þeirra fyrir list- um hefir fjarað út, hefir í kjöl- far þess siglt margs konar niður- læging og andlegar farsóttir, en þær þjóðir, sem eflt hafa listir í löndum sínum hafa orðið for- ustuþjóðir í heiminum. Trúin og listin er fyrir okkur flestum hið eiginlega andlega líf, það æðra lífstakmark, sem við öll stefnum að og leitum eftir samkvæmt einhverri ákveðinni meðfæddri eðlisávísun. Listin og trúin hafa beizlað þá reginorku, sem er allri atomorku meiri, mannlegar tilfinningar, hug- sjónir og ástríður. Vísindamennirnir hrósa sér af því hver í kapp við annan að þeim hafi tekizt að beizla frum- orku efnisins, en þeir virðast bara enn ekki hafa gert það full- komlega upp við sig ennþá, hvort þeir ætli að beita þessari þekkingu sinni í þágu lífsins eða dauðans. I boðskap listarinnar kemur hins vegar fram alveg tvímæla- laust trúin á manninn en ekki vélina, lífið en ekki dauðann. Listin er í eðli sínu hin tamda andlega orka, ofstæki mann- legra tilfinninga og hugsjóna- elds, sú blessun, sem gerir þennan harmleik, sem við köll- um mannlíf, öðrum þræði að fögrum göfgandi leik með liti orða og tóna. Það er þess vegna sem við trúum svo örugglega á mátt list- arinnar til þess að leysa mann- eskjuna úr álögum hinna frum- stæðu íþrótta og kaldrifjaðrar efnishyggju. Það er gagnlegt og ánægju- legt að fá hingað góða gesti og öll höfum við eitthvað lagt af mörkum til listanna, en það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að listin og æska þessa lands eigi ávalt samleið út í lífið og við skulum biðja að vegir þeirra skiljist aldrei að á íslandi". í Lislamannaskálanum Kl. 5 e. h. kom Ragnar á list- sýninguna, sem haldin er honum til heiðurs í Listamannaskálan- um, ásamt konu sinni og öðru, nánu skylduliði. Formálsorð myndskrárinnar hljóða þannig: „Ragnar Jónsson hefir um langt skeið unnið af mikilli ósínginri og áhuga að viðgangi bókmennta og lista í landinu. Er því eðlilegt, -að rithöfundar og listamenn gera sér far um, nú á fimmtugsafmæli hans, að votta honum viðurkenningu. Myndlistarmenn eiga honum ekki hvað sízt mikið upp að unna. Hann hefir verið óþreyt- andi að greiða fyrir kynningu á verkum þeirra. Að sama skapi hefir hann látið sér annt um persónulega velgengni þeirra og gert öðrum meira til að fá þeim í hendur heppileg viðfangsefni. Með sýningu þessari vildu þeir, sem að henni standa, minna á það sérstaklega, sem Ragnar Jónsson hefir gert fyrir íslenzka myndlistarmenn og ís- lenzka myndlist og votta hon- um þakkir sínar“. Þáttlakendur í sýningunni Myndaskrín er myndskreytt á hverri síðu. Þar eru málverk eftir 15 málara og höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Þessir eru þátttakendur og verk þeirra: Ásgrímur Jónsson: Á flótta undan eldgosi, Frá Þingvöllum, Úr Svarfaðardal Gunnlaugur Scheving: Hús, Blóm, Stofa. Jón Engilberts: Vetrardagur í Kópa- vogi, Gleðskapur í sveit, Heima- sætan. Jón Stefánsson: Við Ar- mannsfell, Séð til Þingvalla, Hraun, suður með sjó, Blóm, gladiolus. Jón Þorleifsson: Kvöld, Frá Fljótsdalshéraði, Blóm. Júlíana Sveinsdóttir: Kristshöfuð (mosaik). Kristín Jónsdóttir: Suðurströndin, Sam- stilling. Kristján Davíðsson: Andlitsmynd, Vor, Landslag, Kona, tungl og stjörnur. Nína Tryggvadóttir: 3 kompositionir. Sig. Sigurðsson: Frá Þingvöll- um, Uppstilling. Snorri Arin- bjarnar: Skip á Skagaströnd, Uppsátur; Hús. Svavar Guðna- son: Raut högg, Grána, Orkna. Valtýr Pétursson: 3 kompositi- onir. Þorvaldur Skúlason: 3 kompositionir. Kjarval: Skuggar af skýjum, Vetrar-harunmynd, Teikning. Höggmyndir Ásmund- ar: I tröllahöndum, Maður og efnið, Tröllkona. Á sýningu þessa komu um 300 manns á fyrsta klukkutímanum, sem hún var opin. Þegar klukk- an var um hálf sex kvaddi Tómas skáld Guðmundsson sér hljóðs. Las hann ofangreind formálsorð sýningarskrárinnar og beindi orðum sínum til Ragnars, er þar var nærstaddur í miðjum salnum. Hafði hann bók eina mikla í hendi er reynd- ist vera „Afmælisgjöfin“, sem út kom í tilefni afmælisins og getið hefir verið hér í blaðinu. Vona ég, sagði Tómas, að bók þessi geti orðið vottur um það þakklæti, sem við berum til þín ekki aðeins myndlistarmennirn- ir og rithöfundarnir, heldur undantekningarlaust allir þeir, sem láta sig íslenzk menningar- mál nokkru skipta. Hrópaði síðan mannfjöldinn ferfalt húrra fyrir Ragnari Jóns- syni. Dúkað borð var reist eftir endilöngum salnum, og þar framreitt kaffi ,te og fleira. Var gestunum því næst boðnar þess- ar kræsingar. — Skemmtu menn sér þar góða stund við að horfa á sýningar- myndirnar og skeggræða um eitt og annað, sem í hugann bar. En svo margt var þar manna, að sumum veittist erfitt að hafa myndanna full not. Um kvöldið hafði Ragnar og frú hans gestamóttökur á heim- ili sínu. Skiptu gestirnir hundr- uðum, svo að þar var eins margt fólk og framast var rúm fyrir. Nokkrir blásarar úr Sinfóníu- hljómsveitinni spiluðu nokkur lög fyrir utan heimili Ragnars, gestunum til ánægju og skemmt- unar. —Mbl., 9. febr. Kvenfélagið . . . Framhald af bls. 5 af vesturálmu hennar. Munu þar verða 56 rúm, en það er að áliti þeirra lækna, sem um þetta hafa fjallað, mjög hæfileg stærð. Kristbjörn Tryggvason barna- læknir hefir verið ráðunautur barnaspítalanefndar síðan hún var stofnuð en af hálfu Hrings- ins á þar sæti frú Guðrún Geirs- dóttir. Uppkominn eflir 2—3 ár Vonir standa til, að byggingu barnaspítalans muni verða lokið eftir tvö til þrjú ár, ef vel geng- ur. Hringkonur eiga nú í spítala sjóði sínum kr. 2 millj. og 600 þús., en mikið mun samt á vanta — segja þær — að sú upphæð muni hrökkva fyrir öllum innan stokksmunum og tækjum, sem spítalinn mun þurfa á að halda til starfsemi sinnar. Síðan 1943 hefir sérstök fjár- öflunarnefnd verið starfandi innan félagsins og er formaður hennar frú Gunnlaug Briem. Á sunnudaginn kemur, kosninga- daginn, munu Hringkonur efna til merkjasölu til ágóða fyrir spítalasjóðinn. — Munu merkin verða til sölu á öllum kjörstöð- um og einnig á öðrum stöðum í bænum. Er þess að vænta, að Reykvíkingar bregðist nú sem fyrr vel við liðsbón Hring- kvennanna til barnaspítalans, — nú er komið að lokaátakinu. Sfjórn Hringsins Núverandi stjórn Hringsins skipa þær Ingibjörg Cl. Þorláks- son, formaður, Guðrún Geirs- dóttir, varaformaður, og með- stjórnendur þær Jóhanna Zoega, Margrét Ásgeirsdóttir og Eggrún Arnórsdóttir. — 1 varastjórn: Soffía Haraldsdóttir og Sigþrúð- ur Guðmundsdóttir. Hinn fyrsti formaður félags- ins, frú Kristín V. Jacobsen, lézt 6. maí 1943 og tók þá við for- maður þess, sem hefir gegnt því starfi síðan. ----☆---- Hringkonur hafa ríka ástæðu til að gleðjast yfir þeim giftu- samlega árangri, sem þær hafa náð með hálfrar aldar starfi fé- lagsins og samborgarar þeirra til að flytja þeim þakkir og óskir um, að sama blessun megi fylgja starfi þeirra í framtíðinni og hingað til. —Mbl., 26. janúar M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street- Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — Gimli Parish — Sunday March 28: Betel, 9 a.m. Gimli, Morning Service, 10.45 a.m. Arnes, 2 p.m. Gimli, 7 p.m. April 4: Special Service in Icelandic when Prof. Finnbogi Guð- mundsson will speak on HALLGRÍMUR PÉTURSSON at 2 p.m. H .S. Sigmar, Pasior ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnudaginn 28. marz: — Geysir, kl. 2 e. h. (íslenzka) Hnausa, kl. 8 e. h. (enska). Sunnudaginn 4. apríl: — Árborg, kl. 2 e. h. (enska) Riverton, ki. 8 e. h. (enska). ☆ Messur á Langruih Sunnudaginn 28. marz: Á íslenzku kl. 2 e. h. Á ensku kl. 7 e. h. Kaffi verður veitt í neðri sal kirkjunnar að lokinni ensku messunni. Mánudaginn 29. marz: Aliarisgöngur: Á íslenzku kl. 7 e. h. Á ensku kl. 8 e. h. Messa á Vogar Sunnudaginn 4. apríl, kl. 1.30 e. h. á íslenzku. Messur á Lundar Sunnudaginn 4. apríl, á ensku, kl. 7.30 e. h. Miðvikudaginn 7. apríl, föstu- messa á íslenzku kl. 7.30 e. h. Allir innilega velkomnir. Séra Bragi FriðrikssoO Til sölu No. 2 Argeniine Rape fraa 10 cents pundið. J. MOYNHAM, Culross, Manitoba You’ll save a lot of worry, With the way prices are today! If you pick your cakes and dainties, From Aldo’s great display. ALDO'S BAKERY 613 Sargenl Ave. Phone 74-4843 LOOK AFTER YOUR FIGURE New Spirelette creations styled by Spirella. Glamorously new ready-to-wear girdles and bras with a Spirella Guarantee. For information, without obligation, call: MRS. JANA STILLER Phone 72-7756 DtSH to FUSH and StVE CtSH YOUR NEIGHBORHOOD CLEANER (Fully Insured) OUIDTO CELLO OnlKIO WRAPPED 5for$l00 SPRING AND SUMMER COATS S-j 10 Regular $1.25 FREE Pick-Up and Delivery Service Phone 3-3735 3-6898 CLEANERS "Same Day Service LIMITED Available at Our Plani." 611 SARGENT AVE. (At Maryland) in al 10 a.m. Oui by 5 p.m. SSS5S& FLASH

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.