Lögberg - 22.04.1954, Síða 1

Lögberg - 22.04.1954, Síða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 PROMPT COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round The Clock Service ’ 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD A^E. SPECIAL RATES ON COUNTRY TRIPS WEDDINGS £UNERALS 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. APRIL 1954 NÚMER 16 Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu vestan hafs og austan gleðilegs sumars Guttormur skáld og frú Jenssna heiðruð með veglegu samsæti í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra Síðastliðinn föstudag mátti svo segja, að allar götur stefndi til Riverton, enda stóð þá mikið því um kvöldið var haldin 1 samkomuhúsi bæjarins virðu- leg og afarfjölmenn veizla til heiðurs þeim Guttormi J. Gutt- ormssyni skáldi og frú Jensínu Guttormsson í tilefni af gull- brúðkaupi þeirra; freklega tvö hundruð manns sátu hófið, er fór með ágætum fram; veizlu- stjórn hafði með höndum hinn velmetni bæjarstjóri í Riverton, Mr. S. V. Sigurdson. Fyrir minni gullbrúðarinnar ^uaelti frú Hólmfríður Daníels- s°n, en gullbrúðgumans mintist Pfófessor Finnbogi Guðmunds- s°n; er þar skemst frá að segja, að báðar voru ræðurnar hinar Prýðilegustu og var þeim fagnað hið bezta; aðrir, sem til máls ióku, voru Dr. S. O. Thompson þngmaður Gimli kjördæmis, G. Thorvaldson, Dr. J. P. Páls- son frá Victoria, B.C., og Einar Jónsson. Fjöldi mikill árnaðaróska k^rst heiðursgestunum, þar á meðal frá Þjóðræknisfélagi Is- iendinga í Vesturheimi, er frú ^ngibjörg Jónsson ritari þess las UPP; önnur hinna mörgu heilla- óskaskeyta las Gunnar Sæ- mundsson og bárust þau frá eftirgreindu fólki: Dr. og Mrs. ^étur Guttormsson, Watrous, Susk.; Mr. og Mrs. G. Jóhannes- s°n, Ashern, Man.; Mr. og Mrs. Árni Helgason, Wilmette, 111.; Séra G. Guttormssyni og frú, ^inneota, Minn.; Thor og Elíza- ^etu Brand, Reykjavík; frú Lauf- eyju Vilhjálmsdóttur, Reykja- Dr. og Mrs. Vilhjálmur ^uttórmsson, Madera, Cal.; Dr. ^tefán Einarsson, Baltimore; Prófessor Watson Kirkconnell; Prófessor Skúla Johnson; Dr. uichard Beck; séra Albert E. ivristjánssyni og frú, Blaine; Gísla Jónssyni ritstjóra; Dr. P. T. Thorlakson. Winnipeg; Mr. Mrs. B. J. Hornfjörð; séra hilip M. Péturssyni og frú ahobínu Johnson, Seattle, Wash. Kvæði gullbrúðhjónunum til heiðurs höfðu ort Finnbogi Guð- Árnaðaróskir frá a í’jóðræknisfélagi Islendinga í Veslurheimi r' Guttormur J. Guttormsson sháld, og frú, Riverton, Man. Kæru hjón: ^ramkvæmdarnefnd Þjóð- rasknisfélags íslendinga í Vest- u^heimi finnur sér það ljúft og ? að flytja ykkur hjart- guar hamingjuóskir í tilefni gullbrúðkaupi ykkar, sem nú er hátíðlegt haldið af ættingjum kar og fjölmennum hóp þakk- atrar samferðasveitar. — Við ^nnum öll til mikillar þakklætis j uWar við þig, Guttormur, Yrir þann glæsilega skerf, sem u hefir lagt til íslenzkrar 0 enningar með ljóðum þínum eihritum, og við erum einnig uiniig þess, hve heimili ykkar ^l°na hefir jafnan staðið í þjóð- oraut og veitt gestum af Islandi, vL^'a-kuld öðrum, ástúðlegar vlotökur. y/f^^^hvæmdarnefndin árnar v, ,Ur hjónum og fjölskyldu l ar Suðs blessunar í bráð og iengd. ^aldimar J. Eylands. forseti ngibjörg Jónsson, ritari mundsson, Dr. S. E. Björnsson, Dr. Sigurður Júlfus Jóhannes- son, B. J. Hornfjörð og Lúðvík Kristjánsson. Með söng og hljóðfæraslætti skemtu frú Elma Gíslason og Mr. Jóhannes Pálsson veizlu- gestum til ósegjanlegrar ánægju, en við hljóðfærið nutu þau að- stoðar frú Jónínu Kristjánsson og frú Lilju Martin; kornung stúlka, Rósalind Pálsson sagði fram ljóð, er vakti aðdáun hlust- enda. Svo sem vænta mátti voru hin mikilsvirtu gullbrúðhjón sæmd miklum og verðmætum gjöfpm, bæði frá sifjaliði þeirra og sam- býlingum; gjafir frá börnum og barnabörnum afhenti dóttur- sonur gullbrúðhjónanna, Mr. Eyjólfsson og fylgdi þeim úr hlaði með fyndnum ræðustúf; aðrar gjafir frá sambýlisfólki og öðrum vinum, — “Chesterfield suite and golden tea and sugar service,” — afhenti Mr. S. V. Sigurdson og bar jafnframt fram" blessunaróskir samferða- sveitarinnar. Þau Guttormur skáld og frú þökkuðu fagurlega hvort um sig þá sæmd, er þeim hefði auðsýnd verið með samsætinu og gjöfun- um og kváðust þess minnug verða til daganna enda. Veitingar voru hinar rík- mannlegustu og að lokinni veizlu í"—‘samkomuhúsinu, var harla gestkvæmt á Víðivöllum, hinu vingjarnlega heimili gullbrúð- hjónanna, unz komið var fram- undir afturelding. Gul Ibrúðkaupskvæði Til Guliorms og Jensínu Guiiormsson (16. apríl 1954) Ljúf er sú minning, hins liðna dags: Anguðu blóm af blundi vakin. Sól var í hlíðum, söngvar í runni: Vorboðans hugljúfu ástarómar. Og eftir vatnsins víða geimi flutu vorský á vængjum dags; glitmáluð svið og salarklæði, í litrófi vængjaðra ljóssins strauma. 1 umgjörð þess dags, sem var allur fagur, var ykkar sólríki brúðkaupsdagur. Hálfnuð er öld hér í kvöld: Því numið er staðar við stundir glaðar. Helgi hjónabands er heill vors lands, og því fagna ber, sem fegurst er. Hefir tímans tönn tuggið í önn allt, sem orkað gat, og allt varð að mat. Var þó einn sá, er hún vann ei á; en hans sverð og svar var „Sandy Bar“. 4 Svífur yfir aldur hans sólargaldur. Bræðir jökulbönd og brýtur lönd. Vekur vor í sál og viljans stál. Athöfn hans og æði voru andrík kvæði. Innviðaríkur, eldflugu líkur, svífur yfir landi sjálflýsandi. Sér um Víðivöll, vötn, skóga og fjöll, skáldið skygni gætt af Skallagríms ætt. Heill sé heiðursfrú, sem hér reisti bú. Virðing veitist hér, eins og vera ber. Vinfesta bygð á bjargi og trygð, er í eðli fest og yndi mest. Það bezt var gert, bezt og mest um vert, vann hún trútt hér eins og verðugt er. Við hennar hlið varð hans sjónarmið stærra, og stíll í ritum með sterkari litum. Hafa himinvöld um hálfa öld fært þeim björg í bú, börn góð og trú. Þakka því ber það, sem var og er, þeim, er lán léði og lífsathöfn réði. Lifi listslyngur ljóðvíkingur. Skýri þjóðarsál hans skáldamál til andans átaka: Orð hvert og staka land vort auglýsi og því leiðir vísi. Alúðarkveðja, S. E. Björnsson Vinsæl ritgerð og ræða Ritgerð dr. Richards Beck um norska skáldið og íslandsvininn Hans Hylen, sem brtist nýlega í þýðingu í merkistímaritinu Syn og Segn í Osló, eins og getið var hér í blaðinu, hefir vakið athygli og hlotið góða dóma í Noregi. Siavanger Aflenblad. eitt af hinum stærri og merkari dagblöðum landsins, birti t. d. nýlega allítarlegan útdrátt úr ritgerðinni og fór um hana lof- samlegum orðum. Þá hefir ræða sú um „Fra- ternalism and Freedom", sem dr. Beck flutti nýlega á meiriháttar saihkomu í Bísmarck, N. Dakota, og prentuð var í Lögbergi, einnig verið prentuð í norsk-ameríska vikublaðinu Normanden í Fargo og í hinu víðlesna málgagni norsk-amerískra þjóðræknisfé- laga, Sons of Norway. Fór rit- stjóri þess mánaðarrits þeim orðum um ræðuna, að hún væri bæði fögur og eggjandi til um- hugsunar (“truly beautiful and thought-provoking”). — Margir hafa tekið í sama streng í bréf- um til höfundar. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 11. APRÍL I forsetahjónunum og konungs- Hinni opinberu heimsókn for- ! bjónunum í gluggum og íslenzk- seta íslands, herra Ásgeirs Ás- !ir °S danskir fánar hvarvetna. geirssonar, og forsetafrúarinnar, j Heimsóknin til Danmerkur fór í frú Dóru Þórhallsdóttur, til Dan- alia staði eftir áætlun, nema merkur, lauk síðastliðinn mið- | hvað hátíðasýning í Konunglega vikudag. Gullfoss kom til Kaup- | leikhúsinu féll niður vegna and- mannahafnar ,fyrir hádegi á mánudag og var tekið á móti for- setahjónunum með mikilli við- höfn. Dönsku konungshjónin stigu á skipsfjöl og fylgdu for- setahjónunum í land. Forseti og konungur könnuðu liðssveit úr lífverði konungs, en á bryggj- unni var mikill mannfjöldi sam- an kominn og hafnarbakkinn fagurlega skreyttur. Viðhafnar- skotum var hleypt af er forseti steig á land, bæði frá-virkinu Sixtus og freigátunni Niels Ebbesen, sem fylgt hafði Gull- fossi frá Krónborg. Frá hafnar- bakkanum var ekið í tveimur skrautlegum vögnum með fjór- um jörpum hestum fyrir og voru riddaraliðar á hvítum hest- um í föruneytinu.. Kaupmanna- höfn var í hátíðabúningi, fánum skreytt og víða voru myndir af Minningarorð um Sigvalda Baldvinsson Hinn 13. desember síðastliðinn lézt hér í borginni Sigvaldi Balvinsson 86 ára að aldri eftir stutta legu; hann var þrekmað- ur mikill og heilsugóður alla ævi. Sigvaldi ólst upp með foreldr- um sínum til tvítugsaldurs, en er Baldvin faðir hans fluttist til Gunnólfsvíkur, sem er nyrsti bær í Norður-Múlasýslu, réðst Sigvaldi í vinnumensku til Jóns í Höfn' og dvaldi þar í nokkur ár; árið 1895 kvæntist Sigvaldi Guðrúnu Jónsdóttur af hinni kunnu Krossavíkurætt, Guð- Gullbrúðkaupserindi til Gullorms og konu hans 1954 Hann Guttormur átti sér æsku, þá einjaldur rækti hann sitt bú. Ef tvo kann ég rétt að telja, þá tvöfaldur er hann nú. Ég man hann á æskunnar árum, hans andríka hugsjónamál: Hann valdi sér góða gyðju, sem gjörskildi líf hans og sál. Og það var svo margt til að þekkja í þeirri fjölbreyttu sál: Það lærði hans góða gyðja: Þau gagnskildu andans mál. Hann „Pegasus“ höndlaði’ í haga og hleypti’ inn í „Bragatún“. Þar tíndi hann „Iðunnarepli“ og eplanna gætti hún. í safnvali ljóða mun lifa, sem lýsandi kveldstjarna þar, við þakklæti þjóðar sinnar hann „Þorri“ og „Sandibar“: Og lengi mun „Eldflugan“ lýsa með lifandi sjálfstraust og þrótt. En ljúfast af Guttorms ljóðum er ljóðið hans: „Góða nótt“. Og eplin þau vel hafa valið og verndað í hálfa öld, og satt á þeim ótal sálir — og seðja þær enn í kvöld. Þeim blessist enn heilsa og hagur og hamingja þúsundföld. — Já, fylgi þeim Guð og gæfan og gefi þeim fagurt kvöld. mundar sýslumanns, er lézt 1811. Þau Sigvaldi og frú fluttust til Vesturheims 1903 og settust að í North Dakota og þar ólust börn þeirra upp, sem öll eru vel að sér til munns og handa, en þau eru Gunnar, búsettur í Winni- peg, Ingvar byggingameistari í San Francisco, Halldór, er geng- ur undir nafninu Hjálmarsson, fóstursonur Halldórs Hjálmars- sonar bónda að Akra, offursti í Bandaríkjahernum á Islandi meðan á seinni styrjöldinni stóð, Elín og Margrét, báðar giftar hérlendum mönnum, og búnast þeim vel. Konu sína, Guðrúnu, misti Sigvaldi árið 1912. Sigvaldi kvæntist í annað sinn og gekk þá að eiga konu af vest- firzkum ættum, Valgerði, er lifir mann sinn og reyndist honum hinn dyggasti förunautur; þau eignuðust eina dóttur, Helgu, einkar efnilega stúlku, sem býr með móður sinni og er kunn vegna píanóleiks síns. Af tíu systkinum Sigvalda, er nú á lífi aðeins einn bróðir, Sigurður, til heimilis á Gmli. Sigvaldi var hinn mesti skýr- leiksmaður og fróður um margt; hann var ramur að afli, enda af hraustmennum kominn í bæði kyn. iútför Sigvalda var gerð frá Bardals. Séra Philip M. Péturs- son jarðsöng. Sig. Júl. Jóhannesson Úr borg og bygð Dr. J. P. Pálsson og frú frá Victoria, B.C., dvelja um þessar mundir í Norður-Nýja-lslandi í heimsókn til ættingja og vina. ☆ Stefán Björnsson læknir lagði af stað áleiðis til íslands á mánu daginn; hefir hann dvalið hér í þrjú ár og eignast marga vini innan læknastéttarinnar og utan. Hann siglir frá New York með Tröllafossi. Gerir hann ráð fyrir að dvelja heima í tvo mánuði, en fara síðan til Bretlands og stunda þar framhaldsnám í sér- grein sinni. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg kom til borgarinnar um helgma á leið vestur til Glenboro. ☆ Mr. Guðmundur Björnsson frá Árborg var staddur í borg- inni síðastliðinn mánudag. láts Mörthu, krónprinsessu Nor- egs, sem andaðist að morgni síðastliðins mánudags. Heim- sókn forsetahjónanna til Noregs fellur niður vegna andláts krón- prinsessunnar, en* forsetahjónin munu verða við útförina, sem ‘ gerð verður miðvikudaginn eftir eftir páska. Heimsókn forseta- hjónanna til Svíþjóðar seinkar um einn dag. Heimsækja for- setahjónin Svíþjóð dagana 22. og 23. þessa mánaðar, en halda síðan til Finnlands í opinbera heimsókn eins og ráð hafði verið fyrir gert. Dr. Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra, er var í fylgdarliði forsetahjón- anna, kom heim á fimmtu- dagskvöldið. — Fórust honum þannig orð um heimsóknina: „Mér fannst framkoma Dana við okkur íslendinga mjög inni- leg. Var auðséð á öllu, að það voru ekki innantóm kurteisis- orð, sem til okkar voru töluð. Danir vilja áreiðanlega sýna það í verki, að þeir beri ekki neinn kala til okkar. Þeir vilja að nor- rænn bróðurhugur ríki á milli þessara landa. Og þeir vilja á- reiðanelga leysa okkar ágrein- ingsmál í slíkum anda, þótt lausn á viðkvæmu máli hafi farið miður en skyldi í bili“. — For- setahjónin dveljast nú í Fred- ensborg á Sjálandi og munu halda þar kyrru fyrir fram yfir páska. ☆ Mikið annríki er nú á Alþingi, enda líður að þingslitum. Fjár- málaráðherra flutti í gær í sam- einuðu þingi yfirlit um fjárhag ríkisins 1953. Ætlunin er að reyna að ljúka þingstörfum svo hægt verði að slíta þingi á mið- vikudag fyrir páska. ☆ Síðastliðna viku hefir veður verið milt, en umhleypingasamt hér á landi. Vindur hefir ýmist verið suðaustan eða suðvestan og flesta dagana rekið á hvassviðri með regni eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Nyrðra hefir tíð- arfar verið mun stilltara og þurr- viðrasamara. Jörð er alauð í lág- sveitum um land allt. Um há- degi í fyrradag var 5—8 stiga hiti um allt land. ☆ Marzmánuður hefir orðið afla- sæll á Vestfjörðum, eftir því sem þar er um að ræða. Einkum er óvenjulegt að aflabrögð séu svo jafn góð í öllum verstöðvum, allt frá Steingrímsfirði til Pat- reksfjarðar. Mikið bar á stein- bíti í afla Vestfjarðabáta undir lok mánaðarins. í Austfirðinga- fjórðungi hafa gæftir verið mis- jafnar, en sums staðar góðar og afli vel sæmilegur. — Heita má að aflalaust hafi verið á Eyja- firði í vetur þar til í fyrri viku, er nokkrir bátar fengu ágætan afla næstum uppi í landssteinum við Hjalteyri. ☆ Síðastliðinn þriðjudag gerði afspyrnu rok sunnanlands og fékk þá vélbáturinn Skrúður frá Eskifirði sjó á sig fyrir utan Sandgerði og brotnaði af honum stýrishúsið. Skipverjar björguð- ust allir yfir í vélbátinn Auð- björn. Nóttina ^ftir rak Skrúð á land skammt frá Sandgerði og skemmdist stórlega. — Vélbát- urinn Sjöfn frá Flateyri fékk á sig mikinn bratsjó síðastliðinn Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.