Lögberg - 26.08.1954, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
t CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
67. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1954
NÚMER 34
Fréttir fró ríkisútvarpi Bslands kaldash júlí
nyrora sioan
árið 1920
15. ÁGÚST
Síðastliðna viku var köld
norðaustan og austan átt um
iand allt. Víðast var sólarlítið
°g úrkoma öðru hverju. Á föstu-
daginn og í gær lægði nokkuð
°g létti víða til, og í dag er kom-
in hæg suðlæg átt, skýjað á
vesturlandi, en bjart og hlýtt á
norðausturlandi.
☆
Forsetahjónin eru nú í ogin-
berri heimsókn á Austurlandi.
komu fyrst til Seyðisfjarð-
ar. — það var á sunnudaginn
Var — fóru þaðan til Vopna-
fjarðar, svo til Neskaupstaðar,
þn til Breiðdalsvíkur, Djúpa-
v°gs, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs-
Úarðar og Eskifjarðar, og voru
þeim hvarvetna búnar hinar
beztu móttökur.
☆
Vikuna, sem leið, var engin
síldveiði, oftast þoka eða bræla
a naiðunum og skipin í höfn eða
landvari, en þá sjaldan gaf, varð
ekki síldar vart. Vikuna þar
n*st á undan var dálítil veiði
°g hömluðu þó ógæftir. Viku-
aflinn þá varð rösklega 17.000
uPpsaltaðar tunnur, tæp 14.000
mál í bræðslu og um 500 tunnur
111 frystingar. Heildarafli síld-
veiðiskipa við Norðurland var
t>a í vikulokin orðinn tæp
124.000 mál í bræðslu, rúmlega
61.000 uppsaltaðar tunnur, og í
frystingu höfðu farið 8.800 tunn-
Ur- 189 skip höfðu farið norður
111 herpinótaveiða, og af þeim
voru 183 skip komin á skýrslu
með afla í lok fyrri viku og þar
af höfðu 141 skip fengið yfir 500
mál og tunnur. Aflahæst var
Snæfell^ Akureyri, með 4.399
mál og tunnur. — Nokkrir bátar
eru byrjaðir reknetaveiðar suð-
vestanlands.
☆
kfeginhluti togaraflotans lá
mni um alllangt skeið af fjár-
agsástæðum, og kom hvort-
lveggja til, að sjómenn töldu sig
fra skarðan hlut frá borði og
reðu sig til annarrar vinnu, og
hfgerðarmönnum þótti útgerðar-
°stnaður svo mikill að ekki
syaraði kostnaði að gera út. Um
!llr>a var aðeins tæpur fjórðung-
Ur fogaraflotans á veiðum, en að
nndanförnu hafa nokkrir farið í
Yýðbót aðallega til karfaveiða við
raenland, en þar hefur verið
^jeg góð karfaveiði og togarar
^engið fullfermi á skömmum
lrua. Ríkisstjórnin gaf nýlega út
ráðabirgðalög um aðstoð við
°garaútgerðina á þessu ári og
Seglr þar m. a., að ríkisstjórn-
mni sé heimilt til ársloka 1954
Q Innheimta sérstakt leyfisgjald
a ýnnflutningsleyfum fyrir bif-
eiðum, og skal það renna í sér-
. akan sjóð, sem er eign ríkis-
too ^ Þeim síóði skal Sreiða
°garaútgerðinni rekstrarstyrk á
h^lriu 1954. Eigi má greiða
erjum einstökum togara
20nna fé Úr síóðnum en nemur
0 krónum fyrir hvern dag,
m skipinu er haldið út til veiða
d 1Jnabilinu frá 1. ágúst til 31.
es- Eins og áður hefur verið
befur ríkisstjórnin ákveðið
lét+Sar aðrar ráðstafanir til að
a Undir með togaraútgerð-
héM ^nllúúar togarasjómanna
til U fund með ser 1 Reykjavík
að ræða nýja samninga við
þ ferðarmenn og var þar sam-
in . 1 frumvarp að nýjum samn-
bQ.1 sent Félagi íslenzkra
nvörpuskipaeigenda. Farið er
fram á margar kjarabreytingar
og m. a. að fast kaup háseta og
kyndara hækki úr 1080 krónum
á mánuði í 1700 krónur, — afla-
verðlaun á saltfiskveiðum hækki
úr 6 krónum í 12 krónur af lest,
og aflaverðlaun af öllu lýsi verði
hin sömu, hvort heldur er veitt
í ís eða salt. Nægur markaður er*
nú fyrir togarafisk, m. a. er selt
mikið magn af karfaflökum til
Sovétríkjanna, og nú um mán-
aðamótin mun hefjast sala til
Þýzkalands á ísvörðum fiski. —
Samkvæmt samningi geta ís-
lendingar selt þangað fisk fyrir
7r/2 milljón marka á tímabilinu
frá 1. september til 15. desember.
☆
í ráði er að selja síldarbræðslu
skipið Hræring úr landi. Sölu-
samningur hefur verið gerður
við norsk fyrirtæki og er sölu-
verðið 100.000 sterlingspund eða
rösklega 4y2 miljón íslenzkra
króna. Samningurinn er háður
því að veitt verði útflutnings-
leyfi hér fyrir skipið og inn-
flutningsleyfi í Noregi, og einnig
því að stjórnir beggja fyrir-
tækjanna, eigenda og kaupenda,
samþykki hann að sínu leyti. Ef
af sölunni verður, mun skipið
afhent seint í þessum mánuði.
☆
Um þessar mundir er verið að
flytja út skreiðarframleiðslu
landsmanna frá fyrra ári, en hún
nam um 12.000 lestum af full-
verkaðri skreið, en það er um
71.000 lestir af slægðum og haus-
uðum fiski. Megnið af þessu
magni er selt til Afríku. Það,
sem af er þessu ári, hafa verið
verkaðar til skreiðarframleiðslu
um 47.000 lestir af fiski, en það
eru um 8000 lestir af skreið, og
er þessi framleiðsla mest í
Reykjavík og Hafnarfirði. Búið
er að selja töluvert af þessa árs
skreið fyrir viðunandi verð, og
er sem fyrst mest selt til Nigeríu,
og rn^kið er einnig selt til ítalíu,
en þar fæst að jafnaði gott verð
fyrir vel verkaða skreið. Enn
fremur verður skreiðarfram-
leiðsla þessa árs seld til Svíþjóð-
ar, Finnlands, Bandaríkjanna og
Niðurlanda.
☆
Frá því að hvalveiðarnar hóf-
ust í vor hafa veiðst 215 hvalir,
og er það nokkru minna en á
sama tíma í fyrra, enda hefur
veður verið óhagstætt til veiða.
Fluttar hafa verið út 900 lestir
af hvallýsi til Hollands, til Bret-
lands hafa verið seldar 375 lestir
af hvalkjöti, aðallega til dýra-
fóðurs, en rúmlega 100 lestir
hafa farið á irmanlands markað
til manneldis. Fjórir bátar
stunda veiðarnar fyrir Hval h.f.
og er ætlunin að halda áfram
fram í september.
☆
Norskt skip, á leið til Reykja-
víkur með sementsfarm, strand-
aði í gær við Gróttu og komst
sjór í framlestirnar, svo að hluti
faripsins mun eyðilagður. Skipið
náðist á flot klukkan hálf sjö í
morgun og var flutt inn á sund.
☆
Á sunnudaginn var hátíðlega
minnst 100 ára afmælis Skinna-
staðakirkju í Nþrður-Þingeyjar-
sýslu. Séra Hjörleifur Guttorms-
son byggði kirkjuna, en tengda-
sonur hans Arngrímur Gíslason
málaði hana. Hún hefur nú verið
endurbyggð, múrhúðuð og mál-
uð svipað og Arngrímur hafði
gengið frá henni. Afkomendur
séra Hjörleifs fjölmenntu mjög
til kirkju þennan dag og höfðu
haft um það samtök. Þeir gáfu
Framhald á bls. 5
Var með kaldara móti
í Reykjavík
Sem kunnugt er hefir verið
kalsaveður um allt Norðurland
að heita má óslitið frá því í júní-
mánuði. — Hafa blöðin birt
fregnir um slæmar heyskapar-
horfur nyrðra og síldveiðiflotinn
hefir legið dögum saman aðgerð-
arlaus vegna óveðurs. í gær
skýrði Veðurstofan Mbl. frá, að
júlímánuður síðastliðinn hefði
verið annar kaldasti, sem komið
hefir á Norðurlandi frá því á
árinu 1920.
Fyrrihluta júlímánaðar var
vindáttin allóstöðug og fremur
sólarlítið. Voru sólskinsstundir
hér í Reykjavík alls 152 í mánuð-
inum, sem er um einum fimmta
minna en í meðallagi. Síðari
hluta mánaðarins brá til norð-
austan áttar, sem var algengust
í mánuðinum.
Á Akureyri var meðalhitinn í
júlí 9,4 stig á Celsrus og er það
allmiklu lægra en meðalhita-
stigið er þar, eða 10,6 stig. —
Allt frá árinu 1920, hefir einu
sinni áður verið kaldara í júlí á
Akureyri, var það árið 1928 er
meðalhitinn komst niður í 8,8
stig.
Hér í Reykjavík var júlímán-
uður einnig í kaldara lagi. Var
hitinn 10,6 stig, en meðalhiti 11,3
stig.
1 júlí var úrkoman í meðallagi
á Akureyri og hér í Reykjavík,
sem svarar fjórðungi umfram
meðallag.
•*-Mbl., 14. ágúst
íbúðarhús brennur á Skeggjastöðum
í Fellum
Fljótdalshéraði, 8. ágúst:
Noraustan stormur, kaldur og
fúll. Súld síðdegis. Svona hefir
veðurfarið verið tvær undan-
farnar vikur í aðalatriðum. —
Stundum hefir þó rofað til
nokkrar stundir um miðdegið,
svo að sumu,m hefir tekizt að ná
upp heyi.
Sláttur hófst víða um miðjan
júní, en lítið hirtist eða ekkert
fyrr en fyrra hluta júlí. Vikan,
sem hófst 11. júlí, var góð. Þá
náðist allt inn. Sumir höfðu
sinnt því lítið að slá niður, en
nú var slegið í flýti og náðist
heyið vel verkað og óhrakið, því
næsta vika var líka þolandi.
Þann 8. júní fór hópur manna
héðan austan í bændaför suður
á land. Fram að þeim tíma hafði
verið hlýinda tíð, og öll jörð
sprottin vel. Sama daginn og
fólkið fór brá hér til norðaustan
áttar, sem hefir verið ríkjandi
hér síðan, nema eina viku. —
Þegar hópurinn kom aftur,
sögðu þeir, sem heima sátu:
Þið fóruð með góðviðrið og hlý-
indin með ykkur suður, en þið
svikust um að koma með það
aftur.
Spretta öll hefir farið hægt
síðan veðrabrigðin urðu. Eink-
um lítur illa út með háarvöxt,
þar sem seint var slegið. Görð-
um fer einnig lítið fram, sem
vonlegt er.
í fyrra mánuði brann íbúðar-
húsið á Skeggjastöðum í Fellum.
Eigandi þess var Páll Jónsson.
Húsið var steinhús, en loft og
skilrúm úr timbri. Eldurinn kom
sennilega stafað frá raflögn, sem
MINNI ÍSLANDS
flutt að Hnausum, 14. ágúst
Eftir G. O. EINARSSON
Merki Ingólfs stóð í stafni,
stafað dýru hetju nafni.
Blasti þar við fjörður fríður,
friðarsæll og himinn blíður.
Skorti enga auðnu kosti,
algræn hlíðin við þeim brosti.
Landið nýtt, með hjartans hylli,
hóf þá upp í meiri snilli.
Gaf þeim frelsi orðs og anda,
afrek stór til fjarra landa.
Orðstír þeirra í heimsins höfnum
helgur varð í braga söfnum.
Þá varð Islands hróður hæstur,
hugur dáða og manndóms stærstur.
Konungs drápur Egill orti,
einurðina sízt hann skorti;
víkingur að viti og hreysti,
vilja sjálfs og Óðins treysti.
Bjarmar aftur yfir fjöllum,
upp rís þjóð með köppum snjöllum.
Eftir margra alda þrenging,
Islands þjóð fékk nýja sprenging.
Heklu-gos af andans eldi,
aflgjafinn í hennar veldi.
Nú á þjóðin nýjan blóma,
nú er bjart um hennar sóma,
hetjuþrótt og anda í orðum,
engu minni nú en forðum.
Vaknað er í hennar hjarta,
hæða-ljósið morgun bjarta.
Rís hin forna frægð af grunni
frelsið við, sem þjóðin unni.
Allar nýjar orkulindir,
allar stórar töframyndir,
opnar standa og auðlegð boða,
alt er skreytt af morgunroða.
Lengi lifi Islands óður,
afli sjós og hlíðagróður.
Meðan ár til fjarða falla,
flögrar sól um jökulskalla.
Ríki tign og aðalsandi
yfir þessu fræga landi.
þar lá inn. Lausafé varð bjargað
að mestu, en ógerningur reyndist
að kæfa eldinn í húsinu og brann
það til ösku, nema útveggirnir
steyptu, sem eru þó skemmdir.
Vitanlega hefir fólkið orðið fyrir
miklu tjóni, því að brunamat
húsa hrekkur hvergi nærri fyrir
kostnaði við byggingar þeirra.
G. H.
—Mbl., 14. ágúst
Forseti Brazilíu
fremur sjálfsmorð
Á þriðjudaginn gerðist sá at-
burður, að forseti ■ Brazilíu,
Cetullo Vargas, 71 árs að aldri,
framdi sjálfsmorð í stjófnar-
setrinu í Rio De Janeiro; höfðu
yfirmenn flughersins nokkrum
dögum áður krafist þess, að
hann legði niður völd; síðar
bættust háttstandandi herfor-
ingjar í hópinn og báru fram
samskonar kröfu. Forseti svaraði
kröfunum á þá leið, að hann léti
eigi af völdum meðan hann enn
héldi lífi; varaforseti Brazilíu
fer til bráðabirgða með völd unz
frekari ráðstafanir verða teknar
varðandi stjórnarfarið í landinu.
Merkur stjórnmála-
maður Eáð'inn
Nýlega lézt í sumarbústað
sínum í grend við Rómaborg
fyrverandi forsætisráðherra í-
tölsku þjóðarinnar, De Gasbery,
73 ára að aldri; hann var um
langt skeið formaður flokks
hinna svokölluðu kristilegu lýð-
ræðissinna og hafði með hönd-
um stjórnarforustu þjóðar sinn-
ar svo að segja öll árin síðan
að seinni heimsstyrjöldinni
lauk; hann var svarinn óvinur
kommúnismans og reri að því
öllum árum að ítalía gerðist
aðilji að Norður-Atlantshafs-
bandalaginu, þótt slíkt hafi eigi
fram að þessu komist í fram-
kvæmd.
Eftir lát þessa mikilhæfa
stjórnmálamanns má svo að orði
kveða að flokkur hinna kristi-
legu lýðræðissinna í landinu sé
í rauninni eins og höfuðlaus her,
þótt núverandi stjórnarformaður
njóti sæmilegs fylgis.
Örðugt um
samkomulag
Ráðstefnunni í Brussels, er
utanríkisráðherrar sex þjóða
stóðu að, er nú lokið án þess að
nokkrum verulegum árangri
yrði náð; í ráðstefnunni tóku
þátt erindrekar frá Hollandi,
Belgíu, Vestur-Þýzkalandi, íta-
líu, Luxemburg og Frakklandi,
en þetta eru þjóðirnar, sem að
Atlantshafsbandalaginu einkum
standa. — Forsætisráðherra
Frakka, Mendés-France, sem
jafnframt fer með utanríkis-
málin, lagði fram ýmissar rót-
tækar breytingar við bandalags-
sáttmálann, er hann taldi óhjá-
kvæmilegar vegna afstöðu
franska þingsins, en á þetta
vildu hinar þjóðirnar ekki fall-
ast; einkum varð tilhugsunin um
endurhervæðingu Þýzkalands
hinum franska utanríkisráð-
herra þyrnir í augum, sem í
rauninni sýndist lítið undrunar-
efni, því svo oft hafa Frakkar
átt um sárt að binda af völdum
Þjóðverja.
Að aflokinni áminstri ráð-
stefnu í Brussels flaug Mendés-
France til London til skrafs og
ráðagerða við Sir Winston
Churchill og Anthony Eden
utanríkisráðherra.
Úr borg og bygð
William Melsted, sonur Mr. og
Mrs. John Melsted, Winnipeg,
kvæntist Miss Thelmu Beech frá
Pilot Mound, Man., 14. ágúst. —
Heimili þeirra verður í Winni-
peg-
☆
Dr. og Mrs. F. E. Scribner
fóru vestur að Kyrrahafsströnd
ásamt börnum sínum síðastliðna
viku í skemmtiferð.
☆
Viggo Thomsen rafvirki, og
sonur hans, Larry, sem dvalið
hafa í borginni undanfarnar sjö
vikur, fóru heimleiðis til Hecla,
Man., í gær.
☆
Frú Elín Albertína Sigurdson
lézt að Sandy Hook, Man., laug-
ardaginn 14. ágúst, 57 ára að
aldri. Hún var fædd í Selkirk.
Hún lætur eftir sig eiginmann
sinn, Kristján; son, Wilfred; tvo
bræður, Pétur Sveinsson, Sandy
Hook og Emil Sveinsson, Húsa-
vík; þrjár systur, Mrs. M. V.
Sveinsson, Camp Morton, Mrs.
S. Anderson, Sandy Hook, og
Mrs. S. Martin, Húsavík; enn-
fremur eitt barnabarn. Útförin
fór fram frá lútersku kirkjunni
í Húsavík og var hin látna lögð
til hinztu hvíldar í grafreitnum
þar. Séra Harold S. Sigmar
jarðsöng.
☆
Lilja, dóttir Mr. og Mrs. John
Eggertson, Winnipeg, og John
Arthur Fitch voru gefin saman
í hjónaband í Old St. Andrews
Stone Church, St. Andrews, 7.
ágúst. Heimili þeirra verður að
Oak Hammock.
☆
Mr. J. Walter Johannson leik-
hússtjóri og frú Kristín Johann-
son frá Pine Falls, Man., eru um
þessar mundir stödd í heimsókn
til dóttur þeirra og tengdasonar
að Sudbury, Ont. Munu þau
vafalaust heimsækja ýmsar
fleiri borgir þar eystra.
☆
Mr. Harold Sigurdson endur-
skoðandi frá Fort William, Ont.,
er staddur í borginni um þessar
mundir og situr hér ársþing
endurskoðendasambandsins í
Canada; hann er sonur þeirra
Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurd-
son, en tengdasonur Mrs. B. S.
Benson.' ☆
Frú Guðmunda Elíasdóttir
hélt söngskemmtun að Geysir
Hall síðastliðinn föstudag fyrir
fullu húsi hrifinna samkomu-
gesta.
☆
Mr. og Mrs. Ted Jefferson á-
samt fjölskyldu eru nýkomin
heim til heimilis síns að Queen’s
Street, Selkirk, eftir tveggja
vikna dvöl að Hecla, Man. Móðir
Mrs. Jefferson, Mrs. C. Tómas-
son kom með þeim og mun
dvelja í nokkrar vikur í Selkirk.
☆
A meeting of the Jón Sigurd-
son Chapter I. O. D. E. will be
held at the home of Mrs. H. A.
Bergman 17 Fleetwood Apts. —
corner Lenore & Westminster
on Friday eve. Sept. 3rd at 8
o'clock.
Kommúnistar •
ólöghelgaðir
Eisenhower forseti hefir með
undirskrift sinni staðfest lög,
sem þjóðþingið nýlega afgreiddi,
þar sem kommúnistar verða
framvegis ólöghelgaðir í Banda-
ríkjunum; mælt er að forseti
hafi eigi allskostar verið ánægð-
ur með löggjöf þessa þó hann
ekki sæi sér fært eins og á stóð,
að synja henni staðfestingar.