Lögberg


Lögberg - 26.08.1954, Qupperneq 2

Lögberg - 26.08.1954, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1954 Jocobo Árbenz Gusman í ríkjum Mið-Ameríku hejjast menn fljótt til valda, en falla líka snögglega Þegar þetta er ritað, herma seinustu fregnir frá Guatemala, að Arbenz forseti 'hafi sagt af sér og yfirmaður hersins hafi tekið við völdum til bráðabirgða og hyggist semja við uppreisnar- menn. Arbenz virðist hafa orðið að leggja niður völd vegna þess, að herinn hefir ekki viljað berj- ast undir merkjum hans. Slíkt hefir yfirleitt orðið hlutskipti hinna mörgu einvalda í Mið- Ameríku, er hrökklazt hafa frá völdum. Éregnir frá Guatemala eru enn annars mjög óljósar. Báðir aðilar hafa keppzt við að segja miklar sigurfréttir. í tilkynningum stjórnarinnar hefir verið sagt, að uppreisnarmenn hafi verið rekn- ir á flótta til fjalla, en uppreisn- armenn hafa lýst innrás sinni sem óslitinni sigurgöngu. Sann- leikurinn mun vera sá, að nær aldrei mun hafa komið til al- varlegra vopnaviðskipta, því að herinn hefir ekki fengizt til að berjast með stjórninni. Liðs- kostur uppreisnarmanna, sem oftast er talinn um 3000 manns, er sagður lélegur og illa búinn. Ríkisherinn, sem telur um 6000 manns, hefði því auðveldlega átt að geta bælt uppreisnina niður. Til þess hefir hann hins vegar skort vilja og þar með var fall Arbenz ákveðið, þegar þjóðin reis ekki heldur upp honum til stuðnings. Yfirleitt virðist al- menningur í Guatemala láta sig litlu skipta, hvor aðilinn verði ofan á í þessari deilu. Nokkur skýring á því er það, að menning er á lágu stigi, eins og marka má á því, að milli 60—70% íbú- anna eru ólæsir. Meginþorri Guatemalabúa hefir látið sig stjórnmál litlu varða og litið á stjórnarbyltingar, eins og þeim óviðkomandi. Þannig hefir það líka verið í flestum öðrum lönd- um Mið-Ameríku. Uppruni Arbenz Aðdragandi þeirra atburða, FOR SALE Oil Painting “Hekla” by Emil Walters 2x2% gilt frame. Halldor Halldorson Estate, 353 Broadway Ave. Phone 923-055 or 924-758. Mornings only. BLOOD fMfiLfktPOUO THIS SMCI CONTRIBUTKD DREWRYS MANITOIA O I V I t I ON WESTERN CANADA BREWERIES L I M I t I D sem nú eru að gerast í Guate- mala verður nokkuð ljósari, ef rakin er saga manns þess, sem hefir nú látið af völdum í Guate- mala, Jacobo Arbenz Gusman, enda snúast þeir að miklu leyti um hann. Arbenz er 41 árs gamall. Móðir hans var blendingur af indíönsk- um og spönskum ættum, en faðir hans var Svisslendingur, sem hafði gerzt lyfsali í Guatemala, en misheppnast reksturinn, svo að hann fyrirfór sér að lokum. Ættingjar Arbenz fengu því til vegar komið, að hann fékk ó- keypis skólavist á herforingja- skóla ríkisins *bg vakti hann þar á sér athygli sem ötull knatt- leiksmaður og hnefaleikamaður. Að námi loknu varð hann liðs- foringi í hernum og giftist um lí'kt leyti dóttur auðugs landeig- anda í Salvador, er taldi gifting- una dóttur sinni ósamboðna. Lítið bar á Arbenz þar til 1944, er þáverandi einræðisherra í Guatemala, Ubico var steypt af stóli. Hershöfðingi að nafni Fedeico Ponce varð þá forseti í fjóra mánuði. Honum var steypt úr stóli með þeim hætti, að Arbenz og þrettán liðsforingjar aðrir gerðu uppreisn og tókst þeim að skjóta yfirmann hersins í höfuðborginni og fengu herinn þar síðan á band sitt. Arbenz og félagi hans, Javier Arana að nafni, létu síðan setja landinu lýðræðislega stjórnarskrá og var Jose Arcvalo, sem verið hafði landflótta í Argentínu, kosinn fofseti á grundvelli hennar. Morðið á Arana Arevalo var forseti 1944—’50. Hann var frjálslyndur og beitti sér fyrir ýmsum félagslegum umbótum, en framkvæmd þeirra fór mjög í handaskolum. Róstu- samt var í landinu og voru gerð- ar ekki færri en 30 byltingartil- raunir í stjórnartíð hans. Valda- mestu menn landsins á þessum tíma voru raunverulega þeir Arbenz og Arana. Þeir skiptu þannig með sér völdum, að Arbenz var hermálaráðherra, en Arana var formaður herráðsins og yfirhershöfðingi. Þeim kom allvel saman, unz tók líða tók á kjörtímabil Arevalo, enda var þá ljóst, að þeir ætluðu sér báðir að erfa sæti hans. Arana stóð að mörgu leyti betur að vígi, því að hann var vinsælli hjá hern- um og naut meira trausts yfir stéttarinnar. Til þess kom hins vegar ekki, að þeir kepptu til þrautar, því að í júlí 1949 var Arana myrtur og þótti víst að þar væru liðsmenn Arbenz að verki. Fylgismenn Arana svör- uðu með því að gera tilraun til byltingar, en hún var brotin á bak aftur eftir allmikið mann fall. Meðal þeirra, sem stóðu að þessari byltingartilraun, var Carlos Castillo Armas, er þá var yfirmaður flughersins. Hann gerði aðra byltingartilraun skömmu síðar, en var þá tekinn höndum, en tókst að flýja úr fangelsinu og komast í bústað sendiherra Columbíu. Eftir all- mikið samningaþóf fékk hann leyfi til að fara úr landi. Hann hefir síðan unnið markvisst að því að gera byltingu í Guatemala og í því skyni safnað um sig landflótta liðsmönnum sínum. Innrás liðs hans í Guatemala kom þó á óvart, enda liðskostur hans með öllu ónógur til að her- taka landið. Hann mun hins veg- ar hafa treyst A ítök sín innan hersins og ekki talið síðar vænna, þar sem sá orðrómur var kominn á kreik, að stjórnin ætl- aði að vopna óbreytta liðsmenn sína vegna þess, að hún treysti ekki á herinn. Samvinna Arbenz og kommúnista Af Arbenz er það hins vegar af5 segja, að honum var opin brautin til æðstu valda eftir að Arana hafði verið rutt úr vegi. Árið 1950 var hann kosinn for- seti. Hann var þá orðinn auðugur maður og hélt sig ríkmannlega. í átökunum milli hans og Arana hafði hann leitað sér liðs hjá vinstri öflum landsins og þá ekki sízt hjá kommúnistum, er náð höfðu yfirráðum í verkalýðs- hreyfingunni. Þetta hélt áfram eftir að hann varð forseti. Itök þeirra jukust líka stöðugt meira og meira í Guatemala, en þó gætti Arbenz þess að láta engan af foringjum þeirra fá ráðherra- embætti. Hins vegar náðu þeir yfirráðum í ýmsum þýðingar- miklum samtökum og höfðu t. d. útvarpið og blöðin á valdi sínu. Áhrifa þeirra gætti líka meira og meira á stefnu stjórnarinnar, einkum út á við. Þannig töluðu ráðandi menn í Guatemala oft um Sovétríkin sem sérstakan „vin smáþjóðanna“. Þá settust að í Guatemala mikið af landflótta k.ommúnistum frá hinum Mið- Ameríkuríkjunum og varð Guatemala þannig miðstöð fyrir áróður kommúnista í Mið-Ame- ríku. Þetta vakti bæði reiði og ugg stjórnanda í hinum ríkjun- um, þar sem Guatemala er stærst þessara ríkja og ráðamenn þar hafa oft haft á orði að sameina Mið-Ameríku í eitt ríki undir forustu Guatemala. Skipting stórjarða Þýðingarmesta stjórnarfram- kvæmdin, er Arbenz hófst handa um, var skipting stórjarða. Þar var að flestu leyti stefnt í rétta átt, en framkvæmdir gengu seint og fóru í handaskolum. Þessi að- gerð aflaði því ekki Arbenz til- ætlaðra vinsælda, en hins vegar öflugra andstæðinga, þar á meðal ameríska auðhringsins United Fruit Campany, sem átti miklar landeignir í Guatemala. Þykir því sennilegt, að hringur þessi hafi styrkt Armas fjárhags lega til uppreisnarinnar, ásamt auðmönnum í Guatemala. Aðrar stjórnarframkvæmdir Arbenz tókust einnig misjafn- lega, svo að fjárhagur landsins hefir farið versnandi undir stjórn hans. Fyrir tæpum mán- uði síðan bárust þær fregnir frá Guatemala, að herinn væri orð- inn óánægður og hefði sett Ar- benz úrslitakosti. Vel má vera, að það hafi flýtt fyrir uppreisn Armas. Arbenz og Bandarikin Bandaríkjastjórn lét sig stjórn málaþróunina í Guatemala litlu varða opinberlega þangað til á s.l. vetri eftir að nýr amerískur sendiherra kom þangað, Peuri- ioy, sem áður hafði verið í Grikk landi. Hann gaf þær skýrslur, að þótt Arbenz og ráðherrar hans væru ekki kommúnistar, færu ítö'k kommúnista svo ört vax- andi, að þeir myndu bráðlega vaxa Arbenz yfir höfuð og grípa völdin við hentugt tækifæri. Óttinn við þetta fékk þó fyrst byr í vængi, er það vitnaðist fyrir skömmu síðan, að stjórnin hefði fengið vopn frá Tékkósló- vakíu eða Póllandi og hyggðist að vopna óbreytta liðsmenn sína. Það var þá, sem Dulles hóf hina vafasömu bón sína um að Banda ríkin mættu leita að vopnum í skipum, er sigldu til Guatemala. Margt bendir til, að innrásin í Guatemala hafi komið Banda- ríkjastjórn á óvart og ýmsir for- mælendur hennar myndu hafa hagað orðum sínum að undan- förnu á aðra leið, ef þeir hefðu talið fall Arbenz skammt undan. Það mun nú koma þeim í koll og styrkja kommúnista í þeim áróðri, að Bandaríkjastjórn hafi staðið á bak við uppreisnina. Fall Arbenz verður að því leyti sögu- legra en venjulegra einræðis- herra í Suður- og Mið-Ameríku, sem hröklazt hafa frá með líkum hætti, að það mun verða mikið umtalað í „kalda stríðinu“, því að kommúnistar og aðrir and- stæðingar Bandaríkjanna munu mjög nota það í áróðri sínum gegn þeim. —TIMINN, 29. júní í nabýli við jámf-jaldið Landamæri Ungverjalands og Austurríkis eru varin með tvö- faldri gaddavírsgirðingu, jarð- sprengjum og öflugu liði í meðfylgjandi grein, sem nýlega birtist í norsku blaði segir höfundurinn frá ferð um rússneska hernáms- svæðið í Austurríki til ung- versku landamæranna. Við landamærin fær hann ýmsar athyglisverðar upplýsingar um það, hvernig það er að vera í nábýli við járntjaldið og hversu margir reyna að komast yfir það, þrátt fyrir öfluga vörzlu, gaddavírs- girðingar, og jarðsprengju- svæði. Það er steingrá bygging með rauðan fána dreginn við hún á stöng. Yfir inngöngudyrunum er stórt málverk af Stalín, og undir því stendur stórum hvít- um bókstöfum á rauðum grunni: Bróðurleg kveðja til allra þeirra félagssamtaka, er vinna að friði, lýðræði og sósíalisma. Er þetta ritað bæði á rússnesku og þýzku. Þetta er endastöð austurlest- anna í Vínarborg. Þetta er síð- asta kveðjan, sem við fáum, áður en við leggjum af stað í ferðina. Andrúmsloftið er grátt og drungalegt hér á þessari fjöl- fórnu og glæsilegu járnbrautar- stöð. Ég hef keypt mér farmiða til Nickelsdorf. Það er síðasta stöð á austurísku-ungversku landamærunum. Wien Ostbahn- hof-Hegyeshálom stendur fram- an á lestinni. Hegyeshólom er ungverska landamærastöðin. — Vagnstjórinn kemur hvað eftir annað inn til mín til að ganga úr skugga um, að ég sofi ekki. Það hefir oft komið fyrir, að farþegum hefir runnið í brjóst í þessari árförlu morgunlest, svo að þeir hafa lent með henni til Hegyeshálom. — Hegningin er minnst sex mánaða fangelsi, og maður er ekki sendur til baka *fyrr en búið er að greiða dvalar- kostnaðin í fangelsinu, segir hann mér til aðvörunar. Hann getur verið óhræddur. Ég hef engan hug á fangavist í Ungverjalandi, og ég er tilbúinn að stíga af lestinni, löngu áður en við komum til Nickelsdorf. Margvíslegar tilfinningar hrærast í brjósti mínu, þegar ég stíg af lestinni í Nickelsdorf. Áður fyrr hafði þó verið gaman að ferðast með landamærunum og til Buda-Pest. En nú er Nickelsdorf bannsvæði, og flest- ir mínir gömlu vinir eru annað hvort í Síberíu eða þeir hafa reynt að freista gæfunnar ann- ars staðar. Það er hlýtt í veðri og hásumar. Þroskaðir, bylgj- andi kornakrar svo langt sem augað eygir. Við fyrstu sýn er Nickelsdorf friðsamur bær, þar sem fuglasöngur og hanagal er það eind, sem rýfur kyrrðina. Enn er árla morguns, og ég geng inn í veitingakrá til þess að fá mér morgunverð. Gest- gjafinn horfir tortrygginn á mig, og því ekki það. Útlendingar koma ekki til Nickelsdorf til að fara í sólbað. Hann grandskoðar mig, áður en hann segir nokkuð, og heldur sig svo við hlutlaust tal. Þetta er ekki Vín, þar sem allar samræður lenda óðara út í pólitík. Þetta er rússneska hernámssvæðið og landamærin. Hér hafa íbúarnir járntjaldið fyrir augunum. Þeir eru tor- tryggnir við allt og alla, og þeim hefir lærzt að halda sér saman. Það líður því góð stund, þang- að til Heinz gamli þorir að leysa frá skjóðunni. Smám saman skilst honum þó, að hann þurfi ekkert að óttast, ég sé enginn spæjari, sem muni gefa upp nafn hans, þó hann tali sam- kvæmt sannfæringu sinni. Ein- lægur verður hann þó ekki fyrr en ég segi honum, að ég hafi átt heima í Ungverjalandi, og að ég sé hingað kominn til landarrfær- anna til þess að kasta kveðju á Ungverjaland, áður en ég fari úr Austurríki. — Já nú er ekki lengur hlaup- ið að því að komast þaðan. Það eru ekki nema fáir, sem komast klakklaust í gegnum þetta hér, segir Heinz og bendir mér út um gluggann á gaddavírsgirð- ingu varla steinsnar frá. — Og þó að menn séu komnir gegnum gaddavírinn, eru þeir engan veg- inn komnir í örugga höfn. Flótta mennirnir verða líka að komast gegnum rússneska hernáms- svæðið til Vínar, þar sem ame- rísku yfirvöldin kasta venjulega yfir þá skjólshúsi. Yfir sumarmánuðina, meðan kornið stendur í blóma og flótta- mennirnir geta falið sig í ökrun- um, eykst straumurinn stórlega. En þeirri tíð, þegar fólkið flykk- ist hundruðum saman yfir landa mærin, lauk árið 1950. Þá voru uppteknar strangari reglur á landamærunum. Upp var sett gaddavírsnet, jarðsprengju- svæði skipulagt og landamæra- vörðurinn margfaldaður. En auk þeirra flóttamanna, sem í gegn sleppa, er fjöldi sem mistekst. Heinz segir mér frá því, hvernig stórhópar séu stundum stöðvað- ir á landamærunum og teknir til fanga af vörðunum, sem heyra til leynilögreglunni. Þetta er algengt, og þar endar von margra um að lifa frelsið aftur. Oft vöknum við á nóttunni við það, að jarðsprengjur springa. Við tökum varla eftir því lengur. Maður getur vanizt öllu, einnig því að mannslíkamir séu tættir sundur fyrir utan stofuglugga manns. Ef til vill eru þeir heppnari en þeir flóttamenn, sem særast af jarðsprengjum og megna ekki að komast út úr rússneska her- námssvæðinu, en liggja og hrópa á hjálp Austurríkis megin landamæranna. Ef þeir finnast, eru þeir án undantekningar sendir til síns heimalands. Hegning fyrir flóttatilraunir er ekki mild í járntjaldslöndunum. Heinz segir mér, að austurrísku yfirvöldin á rússneska hernáms- svæðinu hafi um það ströng fyrirmæli að afhenda til rúss- nesku yfirvaldanna ,alla flótta- menn, er finnast kunna. Enda þótt alloft sé reynt að sjá í gegn- úm fingur við flóttamennina, getur slíkt einnig haft sínar af- leiðingar, því að oft er, að lög- reglan lendir þá á rússneskjum njósnurum, sem eru þannig sendir yfir landamærin dulbúnir sem flóttamenn. Heinz kveikir á útvarpinu. Við hlustum á fréttirnar. Það eru þessar vanalegu frásagnir af Genfar-fundinum. Nokkra metra frá okkur er gaddavírsnet, jarð- sprengjusvæði — járntjaldið. Spegilmynd af okkar öld. Nú hef ég lokið við að borða, og Heinz fylgir mér út. Við göngum saman út á veginn. Það eru ekki nema nokkrir metrar út að landamærunum, tvöfaldri, sívafðri gaddavírsgirðingunni, sem er hálfur ahnar metri á hæð. Þtítta var allt lagt 1950, segir Heinz og horfir uggandi á gadda vírinn. Sprengjunum er komið fyrir niðri í jörðinni. Kornið skýlir þeim, en þær eru þar. Og alltaf er gert við girðinguna, svo að ekki finnst þar nokkur smuga. Ungverjalands megin landa- mæranna liggur um það bil tíu metra breitt akurbelti, síðan tekur við svæði, þar sem jarð- vegurinn er nakinn. Ég spyr Heinz í hvaða skyni það sé. Þar er jarðvegurinn undir stöðugri rannsókn. Allt illgresi er hreinsað burtu jafnóðum. Ef ný spor sjást á jörðunni, gefur slíkt til kynna, að flóttamaður sé einhvers staðar í nágrenninu, og jafnskjótt er austurrísku lög- reglunni gert aðvart. Heinz bendir mér á smáhús handan landamæranna. Það lítur út eins og það svífi í lausu lofti. — Þetta er varðturn, segir hann mér. Þeir eru meðfram öllum landamærunum með 500 metra millibili og eru til jafn- aðar fimm metra háir. Skyndi- lega þýtur raketta í loft upp. Eg æpi upp yfir mig, en Heinz róar mig fljótlega. — Þetta er bara merki fra landamæravörðum til mann- anna í turninum um að skjóta á flóttamenn ,er þeir kunni að koma auga á. Hér eru allir á verði, segir hann og brosir kuldalega. Við tékknesku landamærin er þessu fyrirkomið nokkuð á annan hátt. Varðturnarnir eru að vísu þeir sömu, en gaddavírs- girðingarnar eru öðruvísi. Fyrst kemur einfalt jarðsprengju- svæði, þá er 10 metra breitt landsvæcíi og þar næst þreföld gaddavírsgirðing. Það er erfið- ara að komast yfir þetta. Enda sýna skýrslur, að af hverjum átta flóttamönnum eru fimm fra Ungverjalandi, en þrír fra Tékkóslóvakíu. Vitaskuld eru þetta ekki allt flóttamenn. Með- al þeirra eru einnig rússneskir spæjarar, sem sendir eru til þess að reka njósnir og áróður meðal íbúanna. Rússneskur hermaður gengur framhjá okkur. Hann lítur tor- trygginn í áttina til okkar. Heinz kveður mig í skyndi, og ég geng einn áfram. Sólin skín heitar, skorkvikindin suða, fuglarnir kvaka og flögra í sakleysi sínu milli Austurríkis og Ungverja- lands. Það er ekki nema eitt vængjatak frá frelsinu inn fyrir járntjaldið. Enginn veit þó, hve lengi rússneska hernámssvæðið hér mun heyra til hinum frjálsa heimi. Ennþá hefir hér ekki farið fram nein sósíalísering, enn telst þetta svæði frjálst land. Þannig er heimurinn skiptur í tvo hluta. Ég tíni mér nokkur blóm, meðan ég horfi yfir til landsins hinum megin landa- mæranna. Ég minnist þess eins og það var. Ég minnist hinnar glaðsinna og fögru Búda-Pest, kjötkveðjuhátíðanna og sígauna tónlistarinnar. — Ég minnist skemmtigöngu á Pustan urrl sumarkvöld. Minnist ungversku bændanna, ættjarðarástar þeirra og þjóðerniskenndar, sem nú er tröðkuð í svaðið. 1 Vínarborg fékk ég bróður- lega kveðju. Friður og lýðrseði stóð þar. Falleg orð. Hugsjónir. sem við viljum öll gjarnan berj- ast fyrir, þó ekki á stalínska vísu. Ekki fyrir friði, sem rnerk- ir gaddavír og jarðsprengju" svæði, né lýðræði, sem merkir ótta og þrældóm. TIMINN, 7. julí KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.