Lögberg - 26.08.1954, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1954
3
Eru Kínaveldi og Rússland
bandamenn eða keppinautar?
MESTA ráðgátan á sviði heims-
málanna á vorum dögum er
hversu háttað er innbyrðis sam-
starfi og skiptum Sovét-Rúss-
lands og Kína. Eru einræðis-
herrarnir Mao Tse-tung hinn
kínverski og Georgi Malenkov
bandamenn eða keppinautar?
Eitt liggur alveg ljóst fyrir:
Ef Kína óskar að slíta sig úr
tengslum við Rússland, er það
nógu sterkt og nægilega öflugt
til þess að gera það. Rússneskt
herlið hefur ekki hernumið Kína
°g hefur það þess vegna ekki al-
gerlega á valdi sínu. Beri maður
Kínverja saman við Búlgari og
aðrar þjóðir í hinum smáu lepp-
ríkjum Rússa, er Kínverjinn
úsi, en þjóðir leppríkjanna
dvergar. Vafalaust mun Mao
svíða, að á hann skuli vera litið
sem leiðtoga, er verði að hlýða
íyrirskipunum frá Moskvu. En
hve sjálfstæður er Mao?
Er svars er leilað
verður að miða við mjög ein-
falda grundvallar staðreynd:
t*egar ríkisstjórnir eru þeirrar
skoðunar, að þær hafi þjóðar-
hagsmuni að marki, sniðganga
þ®r hugsjónastefnu og þjóðfé-
lagskerfi.
Ráðstjórnarríkin, sem gera
verður ráð fyrir að hafi verið
andvíg nazistum, gerðu sáttmála
við þá 1939, til þess að ná undir
S1g löndum og komast hjá þátt-
tóku í styrjöldinni um sinn.
Randaríkin, sem eru andvíg
kommúnistum, lögðu Sovét-
Rússlandi til 11 milljarða dala
virði af hergögnum, bifreiðum
°g hvers konar birgðum, á láns
°g leigukjara grundvelli, þar
sem alþjóðarhagsmunir Banda-
rikjanna kröfðust ósigurs yfir
Hitler. Júgóslavía, sem er kom-
^núnistískt land, hefur síðan
hún sleit samstarfi við Moskvu
f 948, fengið talsverða efnahags-
lega og hernaðarlega aðstoð frá
Eandaríkjunum.
Það er því augljóst mál, að
það getur verið þjóð í hag að
söðla um, í bili a. m. k. Komm-
dnistískt land getur óttast annað
kommúnistískt land og samfylkt
and-kommúnistísku landi. í tíð
þ?anna sem nú lifa hafa auðvalds
riki átt í stríði hvert við annað
°g einræðisríki við einræðisríki.
^vallt voru það þjóðarhagsmun-
lr> sem réðu úrslitum í þessu
efni.
Það er því engin firra, að
hngsa sér kínverska kommún-
lsfa og rússneska kommúnista
Sem keppinauta. Sannast að
Segja er um keppni milli þeirra
að ræða og það virðist svo sem
kínversku kommúnistarnir hafi
t*egar unnið talsvert á.
Norður-Kórea var í rauninni
orðin leppríki Rússa, í júní 1950,
Pegar Kínverjar fyrir áeggjan
Rússa réðust inn í Suður-Kóreu.
Ef árangur þessa innrásar-
aforms hefði eftir hugmynd
Valdhafanna í Kreml tekizt hefði
uður-Kórea fljótlega verið
. dguð. Rússar hefðu fengið
óflugt forvirki þar sem Kóreu-
skagi erj Qg getað ógnað Japan
°§ áhrifum og valdi Banda-
rikjanna í Asíu.
fer öðruvísi
en ætlað er, segir máltæ
_ uðunninn sigur vanst ek]
uður-Kóreu. Kínverjar urði
efla fram — ekki tugum ]
ónda herliðs heldur hundruí
Pnsunda, en með þessu jóks
úfavald Kínverja í Nori
f.^reu> er allur þessi hermai
J°ldi og þúsundir annara I
Verja flykktust þangað, fli
lrigaverkamenn og aðrir. Afl
lrigin varð sú, að sá armur h
raðandi kommúnistaklík
°rður-Kóreu sem var hliðl
x r Kínverjum náði undirtöl
’^1) og þeim, sem drógu tí
Ussa, var bolað burtu, — N
\ r'Kórea varð kínverskt 1<
nki.
^aldhafarnir í Kreml v<
enn að leggja Kínverjum til fé
og hergögn, vélar o. s. frv. að
vísu, en kunna enn að gera til-
raun til að ná fyrri aðstöðu. En
aðstoð slík sem Rússar veita er
aldrei eins líkleg til valda-að-
stöðu og að senda sína menn á
vettvang með herlið að bak-
hjarli. Kínverjar gerðu það og
hafa tryggt aðstöðu sína vel í
Norður-Kóreu.
Herseta kínverskra kommún-
ista í Norður-Kóreu hefur og
raunverulega veikt aðstöðu
Rússa í Mansjúríu, sem liggur
að Kóreu. Þetta er ein mikil-
vægasta afleiðing Kóreustyrj-
aldarinnar. í Mansjúríu búa 40
milljónir manna og landið er
auðugt að náttúrugæðum og
þetta er sá hluti Kína, þar sem
iðnaðurinn er kominn á fastast-
an grundvöll. Og yfir hana má
stytta leið til hinnar rússnesku
flotahafnar Wladiwostock.
Á 19. öld tókst keisarastjórn-
inni rússnesku með hótunum
að fá leyfi Kínverja til þess að
leggja járnbraut yfir Mansjúríu,
en af því leiddi að Rússar fengu
áhrifa-aðstöðu í Mansjúríu, sem
þeir notuðu sér þannig, að þeir
voru þar miklu ráðandi, og voru
Kínverjar mjög gramir yfir
þessu. Árið 1929 sendi Stalín
Rauða herinn inn í landið til
þess að hindra Kínverja í að
taka það. Þess verður þó að geta
að herbrölt Japana 1931 gróf
undan öllum sterkustu stoðum
Rússa og 4 árum síðar voru þeir
tilneyddir að selja Mansjúkó
járnbrautina (Mansjúkó var lepp
ríki, sem Japanir komu á fót í
Mansjúríu).
Ein af áslæðunum
fyrir því hve Stalín fór seint í
styrjöldina gegn Japönum var
áform hans að ná aftur yfirráð-
um yfir járnbrautinnj. Á Yalta-
ráðstefnunni var samþykkt, að
Mansjúríubrautin (þvert yfir
landið að sjó) og járnbrautirnar
í suðurhluta Mansjúríu skyldu
reknar af Rússum. Jafnframt
skyldu þeir fá yfirráð Dairen-
hafnar og flotahöfnina Port
Arthur en báða þessa bæi tóku
Rússar af Kínverjum á keisara-
veldistímanum.
Samkomulag og einkennileg
tilmæli
Eftir langar samkomulagsum-
leitanir 1950 við Pekingstjórnina
féllust Rússar á að skila braut-
inni og Port Arthur til Kína eigi
síðar en 1952, en þetta hefur
ekki enn verið gert. Þess í stað
mæltist utanríkisráðherra hins
rauða Kína til þess í september
1952 að Rússar væru kyrrir í
Port Arthur og valdhafarnir í
Kreml voru svo vinsamlegir að
verða við þessum tilmælum.
Rússar vilja halda aðstöðu
sinni í Mansjúríu og þeir hafa
notað Kóreustyrjöldina til af-
sökunar því að þeir hafa ekki
innt af hendi loforð sín um að
skila brautinni. En hversu lengi
geta þeir afsakað sig með þessu?
Hve lengi getur voldug kínversk
stjórn þolað það, að nágranna-
ríki, sem frá fornu fari hefur
haft útþennslu að marki, doki
við innan landamæra Kína?
Þegar allt kemur til alls byggj-
ast áform Maos um Kína sem
íðnaðarland á Mansjúríu, og
Mao er nægilega vel að sér í
rússneskri sögu til þess að vita
hve þungur hrammur rússneska
bjarndýrsins getur verið, þegar
hann er lagður yfir samgöngu-
leiðir og hafnir austur þar. Kín-
versku hersveitirnar hafa notað
Mansjúríu-brautirnar til her og
birgðaflutninga, og það hefur
styrkt aðstöðu Kínverja gagn-
vart embættismönnum þeim,
sem Rússar hafa sent til Man-
sjúríu. Gamla rússnesk-kín-
verska togstreitan í Mansjúríu
er hafin á ný.
Fleiri lönd en Mansjúría og
Kórea valda ágreningi milli
Rússa og Kínverja. Kínaf hefur
alltaf krafizt yfirráða í Ytri-
Mongolíu, sem er víðáttumikið
iand, og haldið þeim kröfum
fram, jafnvel eftir að Rússar
gerðu þetta land að leppríki
sínu.
Árið 1941 var gerður sáttmáli
milli Japans og Ráðstjórnarríkj-
anna. Samkvæmt þessum sátt-
mála féllust Japanir á yfirráð
Rússa í Ytri-Mongolíu og Stalín
féllst á yfirráð Japana í Man-
sjúríu.
þessum sáttmála og kváðu
bæði þessi lönd að réttu tilheyra
Kína. Það var ekki fyrr en 1946,
að Chiang Kai-shek marskálkur
var þvingaður til þess að viður-
kenna „sjálfstæði“ hins svo-
nefnda „mongólska alþýðulýð-
veldis". — Skilnaður Ytri-
Mongolíu frá Kína minnir enn á
ljótar aðfarir og ágengni í garð
Kína.
Ennfremur má nefna Sinkiang
eða kínverska Turkestan, þar
sem bæði Rússar og Kínverjar
gera kröfur til yfirráða, en er
nú í rauninni rússneskt fylki.
Þetta víðlenda íylki er sagt
mjög auðugt að málmum og
m. a. mun vera þar mikið uran-
iummagn í jörð. Hið kommún-
istíska Kína lítur löngunaraug-
um til þessara náttúrugæða og
hinna miklu möguleika, sem
þarna eru fyrir hendi, og gætu
orðið Kína lyftistöng. En þótt
Sinkiang sé í rauninni rússneskt
fylki, mun fara fjarri að Mao
hafi sleppt þar tökum á öllu.
Rússar hafa orðið að sætta sig
við, að þar væru stofnuð kín-
verk-rússnesk félög til hagnýt-
ingar á náttúrugæðum.
Það er því allvíða, sem hið
kommúnistíska Kína er Þránd-
ur í götu rússneskra fyrirætlana.
Vitanlega er allt kyrrt á yfir-
borðinu og út á við látið líta svo
út, sem sambúðin sé í bezta lagi,
og er alger eining ríkjandi, og
hátíðlegar yfirlýsingar birtar
um „ævarandi vináttu". En vald-
hafarnir í Kreml munu vart
fagna yfir þeim örlögum, að
vera klemmdir á milli auðvalds-
ríkjanna í vestri og hins komm-
únistíska Kína. Sú hætta vofir
sífellt yfir, að ef Rússar byrjuðu
sókn á sínum löngu landamær-
um í vestri, myndu félagarnir í
austri nota sér það, og eins
löndin í vestri, ef til alvarlegra
ýfinga kæmi við núverandi vini
í austri. Það er ekki hyggilegt
að vanmeta reynslu sögunnar og
þróun.
Hálfvolg afslaða Stalíns
Jafnvel á þeim tíma, er Stalín
hefur ekki getað gert sér grein
fyrir hver afstaðan mundi verða
nú, var afstaða hans gagnvart
hinu kommúnistíska Kína hálf-
velgjuleg. Um 1920 hvatti Trot-
sky til þess, að Kínverjar væru
studdir til þess að mynda ráð-
stjórnarríki. Stalín studdi hins
vegar Chiang Kai-shek. Hann
hafði þá sem ávallt í huga sterka
valda-aðstöðu. Byltingar, sem
gátu leitt til hnignandi valds
Rússa, var honum meinilla við.
Þess vegna vildi hann þjóðernis-
sinnað Kína, þar sem allt var
rotið og í öngþveiti vegna mold-
vörpustarfs kommúnista. Veikt
Kína hentaði honum betur.
Uppljóstranir í Júgóslavíu
Nýlega hefur komið sitthvað í
l]ós í Júgóslavíu, sem skýrir
þetta betur, m. a. að 1948 hafði
Stalín skýrt Georgi Dimitrov,
fyrrverandi yfirmanni kommún-
ista alþjóðasambandsins, hótað
að eftir styrjöldina hafi hann
boðið kínverskum kommúnista-
forsprökkum til Moskvu. „Við
sögðum þeim í fullri hreinskilni,
að engar líkur væru til, að upp-
reist í Kína myndi heppnast,
heldur ættu vorir kínversku fé-
lagar að taka þátt í stjórn
Chiangs Kai-sheks og leysa upp
her sinn“. — Þegar félagarnir
væru komnir í þjóðernissinna-
stjórnina mundi Chiang Kai-
shek ekki hafa getað fylgt and-
rússneskri stefnu. „Hinir kín-
versku félagar féllust á sjónar-
mið vorra rússnesku félaga“,
sagði Stalín, „en er heim kom
fóru þeir þveröfugt að“.
Láta ekki skipa sér fyrir
Valdhafarnir í Kreml eiga nú
við kínverska leiðtoga, sem ekki
láta segja sér fyrir verkum, og
fara verður vel að. Vegna þessa
hefur Mao meira athafnafrelsi
en þeim í Moskvu líkar. Það er
ákjósanlegast að áliti Rússa, að
Kína sé nógu sterkt til þess að
geta ögrað hinum vestrænu auð-
valdsríkjum með Rússa að bak-
hjarli, en ekki svo öflugt, að það
geti ögrað Ráðstjórnarríkjunum.
Augljóst er, að því ískyggilegri
sem sambúð Kína og Vestur-
veldanna er því meira þarf Mao
á Rússum að halda. Ekkert væri
því eðlilegra fyrir Malenkov en
að reyna að spilla sambúð Kína
og lýðræðisríkjanna, en láta þó
svo sem hann vildi bæta hana.
Hafi Mao gert sér grein fyrir
þessu herbragði mun það ekki
auka traust hans á Rússum.
Gamall ágreiningur
Mao átti í deilum við valdhafa
Rússlands löngu áður en Kína
varð rautt. Margsinnis óhlýðn-
aðist hann þeim á þeim tíma,
en í dag er hann æðsti maður
eins mesta lands heims, og Stalín
er úr sögunni. Mao getur gert
kröfu til að vera talinn meiri
byltingarleiðtogi en nokkur
maður í Kreml, Og svo er annað,
sem er honum til mikils stuðn-
ings. Hann er Asíumaður. Banda
ríkjamenn líta stundum á Rúss-
land sem hálf-asíatiskt land, en
hinir brúnu og gulu menn Asíu
líta á Rússa sem Evrópumenn,
sem menn úr framandi fjarlægu
landi og sömu augum og aðra
hvíta menn. Og um alla Asíu
er farið að líta á Peking sem
heimssetur kommúnismans, eigi
síður en Moskvu. — Smávægileg
atvik leiða oft í ljós mikinn á-
greining undir niðri. Árið 1952
v i 1 d i landbúnaðarráðherra
Burma, sem ætlaði í hnattferða-
lag, fá rússneska vegabréfs-
áritun. Aðspurður sagði hann
rússneskum embættismanni frá
því, að hann ætlaði að vera tvo
mánuði í Kína, en einn í Rúss-
landi. Honum var neitað um
áritunina, nema hann yrði jafn-
lengi í Rússlandi sem í Kína.
Indó-Kína — Kína
Hver framtíðarafstaða kín-
verskra kommúnista verður
gagnvart Rússum veltur eigi
lítið á Indó-Kína. Meðan Mao
gerir ráð fyrir, að Kína kunni að
lenda í heimsstyrjöld, mun hann
hafa notað samstarfið við Rússa.
Og eigi að síður er mikilvægt
hvað gerist í Kína sjálfu. Kína
þarf erlent fjármagn til þess að
koma á fót iðnaði, vélar og þjálf-
aða leiðbeinendur. Eins og sakir
standa er eingöngu til Rússa að
leita, en sjálfir hafa þeir í mörg
horn að líta í þessum efnum.
Of náin lengsl hættuleg
Kínverskum leiðtogum hlýtur
einnig að vera ljóst, að það gæti
haft hættulegar afleiðingar að
tengja efnahagskerfi sitt of
t^ustum böndum við Rússa.
Mao veit vel hvernig Rússar
reyndu með öllu móti að ná á-
hrifa-aðstöðu í stjórn og efna-
hagslífi Júgóslavíu, til þess að
gera landið að leppríki, þótt þar
færi öðruvísi en ætlað var. Á
hinn bóginn verður að játa, að
hin ömurlega útkoma fyrir
Rússa í Júgóslavíu, hefur orðið
þeim svo alvarleg áminning, að
þeir munu fara gætilega, af ótta
við að Mao láti koma krók á
móti bragði eins og Tító.
Bandamenn og keppinautar
Eins og stendur eru Rússar og
kínverskir kommúnistar bæði
bandamenn og keppinautar. ör-
lög Asíu og jafnvel alls heimsins
kunna að vera undir því komin
hvaða öfl verða mestu ráðandi á
komandi tímum í sambúð þeirra,
þau, sem treysta samstarfið, eða
hin, sem auka keppni og á-
greining. —VÍSIR, 22. júlí
Business and Professionai Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate
Condensation
832 Slmcoe St. Winnipeg, Man.
^=X\NR^r
SEWING MACHINES
Darn socks in a jiffy. Mend,
weave in holes and sew
beautifully.
474 Poriage Ave.
Winnipeg, Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
SérfrætSingur I augna, eyrna, nef
og hftlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofuslmi 92-3851
Heimastmi 40-3794
Dunwoody Saul Smilh
& Company
Chartered Accountants ■
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man.
And offices at:
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningal&n og eldsAbyrgC,
bifreiSaábyrgS o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK. MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m.
Hofið
Höfn
í huga
Heimili súlsetn rsbarnan na.
Icelandic Old Folks’ Home Soc
3498 Osler St„ Vancouver. B.C.
ARLINGTON PHARMACY
PrescTiplion Specialist
Cor. Arlington and Sargenl
Phone 3-5550
Films, Picnic Supplies and
Beaph Novelties.
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Thorvaldson, Eggertson,
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managlng Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Slore Lld. Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST Dr. L. A. Sigurdson
SERVING THE WEST END FOR 528 MEDICAL ARTS BUILDING
27 YEARS Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
Phone 74-4422 ElUce & Home and by appointment.
Minnisf-
BETEL
í erfðaskrám yðar.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Stxeet
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá beztl.
StofnaB 1894 SlMI 74-7474
Phone 92-7025 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity PavlUon
General Hospltal
H. J. H. PALMASON Nell's Flower Shop
Chartered Accc'intant Wedding Bouquets, Cut Flowers,
505 Confederatlon Life Building Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants
WINNIPEG MANITOBA NeU Johnson Rei. Phone 74-6753
Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanason 500 Canadian Bank of Commerce Chamhers Winnlpcg, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 62-4624
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries Gilbart Funeral Home
Limited Selklrk, Manitoba.
Wholesale Distrlbutori of J. Roy Gilbart
FRESH AND FROZEN FISH Licensed Embalmer
60 Loulse Street Simi 92-5227 Phone 3271 Selkirk
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandt ARNl EGGERTSON Jr.
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykhúfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hltaelningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldl-
viC, heldur hlta frá aC rjúka út
meC reyknum.—Skrifið, slmið tll
KELLY BVEIN8SON
(2* WaU St. Winnlpcg
Just North of Portage Ave.
Simar 3-3744 — 3-4431
Van's ESectric Ltd.
636 Sargent Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance ln all lts branches
ReaJ Rstate - Mortgages - Rentais
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU