Lögberg - 26.08.1954, Page 7

Lögberg - 26.08.1954, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1954 7 Snaebjöm Jónsson: Handritamólið IIART mun nokkru sinni hafa_ " flogið sú fregn, er meiri undrun vekti um þvert og endi- langt ísland en þau tíðindi, er bárust hingað í ' öndverðum marz í vetur, að danska stjórnin hygðist bjóða íslendingum þá lausn handritadeilunnar, að handritin yrðu sameign þessara tveggja þjóða og skyldi þeim skipt til geymslu í Kaupmanna- höfn og Reykjavík. Það var blaðið Politiken, sem frá þessu væntanlega tilboði skýrði, og vitaskuld hefir það af stjórnar- innar hálfu verið látið gera það, enda þótt annað væri gefið í skyn. Þess verður að gæta, «að þarna var verið að tefla þá ref- skák, sem stjórnmálamenn temja sér. Blaðið sagði ennfremur, að yfir handritin í Kaupmannahöfn skyldi settur íslenzkur varð- maður, en danskur varðmaður yfir hin, sem í Reykjavík ættu að geymast. Þetta var þó síðar borið til baka, eftir að undir- tektir hér urðu kunnar, og má nú hver trúa því, sem honum þykir trúlegast um það atriði. En undarlega mikla sköpunargáfu hafði danska blaðið ef því hug- kvæmdist að yrkja slíkt stef inn í drápu þá, er það hafði fengið í hendur. f svipinn vakti fregn þessi ekki aðeins undrun, heldur og sára gremju, því að flestum fannst að með slíku tilboði væri bein- línis verið að smána okkur — rétt eins og með hinni illræmdu handritasýningu háskólans í Kaupmannahöfn, sem furða var að ekki skyldi vekja meiri illindi °g illvilja en raun varð á; hitt þó máske enn meiri furða, að við °pnun þeirrar sýningar skyldi Uokkur íslendingur sýna sig og láta mynda sig brosandi. Hún gerði það ekki íslenzka konan, sem þá spurði eftir dönsku handritunum. Vitanlega var það h'ka svo, að með tilboðinu hefði danska stjórnin verið að hrækja 1 andlit okkar ef hún hefði haft ftokkurn skilning á því, hvernig við íslendingar lítum á þetta mál og hve hugfólgnar okkur eru þessar hartnær einu áþreif- anlegu menjar löngu liðinnar íortíðar þjóðarinnar — menjar sem gegnum aldirnar hafa geymt sál hennar. En sem betur fór, áttaði fólkið sig skjótlega á því, að af skilningi á þessu hafði úanska stjórnin enga glóru, að hún gerði tilboð sitt (eða hugð- ist gera það) af einlæglega góð- Um hug, án þess að vita eða skilja hvað hún var að gera. Og það er í frásögur fært, að jafn- Vei þeim, sem illvirki unnu, var beðið fyrirgefningar með þeirri röksemd, að þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera. Miklu fremur har okkur þá að fyrirgefa það, sem.beinlínis var af góðum hug §ert, hversu mikil fjarstæða sem það var — og reginfjarstæða var þetta vitanlega. Gremjan hvarf skjótlega, og eftir varð í hugum tólksins ekkert annað en sár, okaflega sár, vonbrigði. Því að tveir ráðuneytisforsetar Dana Voru búnir að lýsa yfir því aformi sínu, að leiða til lykta þetta viðkvæma deilumál, hið eina sem nú varpar skugga á vinsamlega sambúð tveggja skyldra þjóða og heldur vakandi ^hmningum, sem við vildum gjarna gleyma; því að ekki á nútíðin sök á því, sem fortíðin ^isgerði. En í stað þess að bæta misgerð á misgerð ofan, mætti Uutiminn gjarna læra af fornum yfirsjónum og gera rétt. Það er feXlan sem Longfellow kennir Svo fagurlega í hinu alkunna Va?ði sínu, The Ladder of St. ^Qustine. Lengj deildu Islendingar og anir. I þeirri sennu féllu á báð- ar hliðar mörg þau orð, sem al- Ve§ voru óviðurkvæmileg og vorirtveggja mundu svo ein- ^aglega óska að aldrei hefðu ^^lt eða rituð verið. Átti nú Þetta að endurtakast? Nei, ham- ingjunni sé lof, það endurtók sig ekki. Og ástæðan sem bjargaði var sú, að íslendingar áttuðu sig fljótlega á því, að það sem virtist gert til að svívirða okkur og særa, það var gert af góðum hug, en sorglega óupplýstum. Tilboð- inu mátti því ekki svara með fyrirlitningu eða ávítum; en á hinn bóginn bar að sjálsögðu að svara því skýrt og skorinorft, af fyllstu einurð og án þess að við gerðum okkur nokkra tæpi- tungu. Svar okkar átti að vera kurteist, en í því mátti ekkert vera tvírætt og það sem svart var, mátti með engu móti hika við að segja að svart væri. Þannig var því líka svarað. Eftir að kunnugt varð í Dan- mörku að tilboðinu yrði um- svifalaust hafnað, lét forsætis- ráðherra Dana þau orð falla, að fyrir þá sök væri handritamálið skrínlagt og væri nú ekki lengur til umræðu. Þessu svaraði for- sætisráðherra íslendinga með orðum sem bergmáluðu um landið þvert og endilangt: „Ætli Danir sér að skrínleggja hand- ritamálið á þennan hátt, er þeim áreiðanlega óhœtt að láta fleira íslenzkt en handritin í það skrín“. Langt var þá liðið frá því, að nokkur leiðtogi þessarar sundruðu þjóðar hafði gefið þá yfirlýsingu, er svo fyndi hljóm- grunn í hverju íslenzku brjósti — með nokkrum undantekning- um í Kaupmannahöfn. Af svip- uðum skörungsskap svaraði menntamálaráðherrann nokkru síðar. En enginn svaraði þó ein- arðlegar eða með fyllri rökum en rektor Háskólans — sem áður hafði getið sér nær frábæran orðstír í þessu máli. Og hann bar jafnframt fram þá tillögu um lgusn málsins, er vel ætti það skilið að verða hrópuð af hús- þökunum til allra þjóða heims, nú þegar þær standa vígbúnar hver gegn annari, til þess að þær mættu af henni læra. Munu þess sorglega fá dæmi að slíkt veglyndi komi fram þar sem tvær þjóðir deila; það var sama eðlis og það er Bretar sýndu er Búar lágu gersigraðir fyrir fót- um þeim 1902. En ávöxtinn af því veglyndi sínu vitum við að Bretar uppskáru þegar þeir voru sjálfir illa staddir tólf árhm síðar. Eftir er nú að vita hvort þjóðin telur sér efnalega fært að samþykkja hina stórbrotnu til- lögu Alexanders Jóhannessonar, en skemmtilegt væri það, og höfðingsskap á hún að sýna þeg- ar Danir skila handritum okkar, hvenær sem það verður — þann höfðingsskap, er eftirminnilegur megi verða. Danir vita það nú, að aldrei að eilífu falla Islendingar frá þeirri kröfu sinni, að handritunum verði skilað. Og hver íslendingur verður að gera sér það ljóst, ef hann hafði ekki áður gert, að fáist ekki þessu réttlætismáli framgengt í hans tíð, þá ber hon- um að fela niðjum sínum, kyn- slóð fram af kynslóð, að berjast fyrir málinu unz fullur sigur er unninn. Við skulum forðast allt óðagot og írafár. Það er ekki aðalatriðið að þú og ég sjáum handritin koma heim, heldur hitt, að ekki sé hvikað í málinu og að við hvorki segjum né ger- um neitt það, er ekki sé drengj- um sæmandi. Feður okkar og afar urðu að berjast fyrir verzl- unarfrelsi og stjórnfrelsi þjóðar- innar. Hví skyldu ekki börn okkar og barnabörn berjast fyrir endurheimt handritanna — ef á þarf að halda? Til þessa höfum við verið að- gerðalitlir, sökum þess, að alltof margir höfðu þá trú, að lítilla aðgerða mundi þörf. Danir skip- uðu nefnd í málið og hún vann merkilegt starf, en þó að vonum gallað sökum þess að það var of einhliða og ekki öll málsatriði tekin til greina. Þegar hún hafði birt skýrslu sína, bar okkur, eins og Alexander Jóhannesson benti á, að skipa íslenzka nefnd, er umbætti verk hinnar. Þetta á enn að gerast og verður nú væntanlega gert. Margt er það annað sem gera þarf, og einkum verðum við að sjá til þess, að danska þjóðin almennt fái að vita rök málsins. Með engu móti megum við saka dönsku þjóðar- heildina um það, að réttur okkar er hingað til fyrir borð borinn; það væri ómaklegt og sem betur fer mun engin hætta á að þetta verði gert. Fólkið í Danmörku veit í rauninni ekkert um málið, og sé það frætt um eðli þess og gang, er lítill efi á því, á hvorn veginn almenningsálitið í land- inu muni snúast, því að almennt eru Danir öfgalausir menn og sanngjarnir. Handritin eru þeim enginn helgidómur og geta vita- skuld aldrei orðið, en efalaust að íslendingar mundu af fúsum hug taka á sig þau útgjöld, að láta ljósmynda þau af handrit- unum, sem Danir teldu sér mega að gagni verða. Danskir háskólakennarar og bókaverðir stagast á lagarétti Dana til handritanna. Fyrir ólög- lærðan mann er það naumast að skera úr um það atriði. En sé þessi réttur þeirra til, þá skilst leikmanni að með engu móti geti hann verið annað en hreinn bókstafsréttur. Á siðferðisrétti getur hann með engu móti verið grundvallaður, og þá blasir sú spurning við, hvort bókstafs- réttur án nokkurrar stoðar sið- mæts grundvallar, geti verið þess verður að halda honum fram nú á dögum. Skilningur á lagaréttinum hefir tekið tals- verðri breytingu og miklum þroska • á síðastliðnum aldar- helmingi. Nýlega er komin út ensk bók um þetta efni, sem vakið hefir mikla athygli. Einn af frægustu dómurum Englend- inga, Lord Justice Denning, flutti um hana útvarpserindi í febrúar í vetur. Bókin nefnist English Law and the Moral Law, en höfundur hennar er dr. A. L. Goodhart, rektor í Oxford, „without doubt one of the greatest academic lawyers of our time“ (eflaust einn hinn mesti lögfræðingur, sem nú er uppi). Er rétt að geta hér þessarar bókar (Stevens,12s. 6d.), ef ein- hver kynni að vilja sjá hvernig þar er litið á siðferðisréttinn og bókstafsréttinn. Ekki væri neitt á móti því. Við skulum vera við því búnir að verða að fara með handritamálið fyrir alþjóðlegan vettvang og eigum ekki að hika við að gera- svo ef á þarf að halda. En þó að við játum það, að á grundvelli fákænsku sinnar sé danska stjórnin vítalaus af til- boði sínu, þá fer því órafjarri að okkar eigin landar í Kaupmanna höfn hafi sloppið vítalaust við málið. Er þó raunalegt að verða að segja slíkt, og mjög er nú um skipt frá því sem fyrr var um landa við Eyrarsund. Ég á þar ekki við þann grun, sem svo mikið hefir látið á sér bæra hér heima, enda þótt blöðin hafi varast að auka á hann, að sam- eignarhugmyndin, og þar með hugmyndin um danskan varð- mann í Reykjavík og íslenzkan í Kaupmannahöfn, kunni að ein- hverju leyti að vera af íslenzk- um toga spunnin og þó að sjálf- sögðu til orðin í Danmörku. Sú hugmynd er svo óskapleg, að eins og móðurmorð var ekki til í rómverskum lögum, svo ætti einnig slík hugmynd að vera ó- hugsandi á meðal Islendinga. Hér er átt við hitt, að íslenzkir menntamenn í Kaupmannahöfn gengu svo langt, að gera fundar- samþykkt, sem vítti okkur fyrir að gera það ekki að álitamáli, að selja íslenzkan frumburðarrétt. „Enginn bað þig orð til hneigja, illur þræll, þú máttir þegja“, kvað skáldið. Ef menn þessir voru svona ræktarlitlir við ætt- jörð sína (epda þótt flestir muni þeir bíta hennar brauð, jafnvel úti í Kaupmannahöfn) að þeir vildu taka það til álita að selja helgidóminn (eða voru máske ráðnir í því), þá áttu þeir þó að gæta þess velsæmis að þegja um hugrenningar sínar. En þeir kusu nú hitt, og það á ekki að gleymast. Þetta mætti verða okkur bending um að hollast sé að kippa nú algerlega að sér hendinni um alla námsstyrki til Danmerkur meðan handritamál- ið er óleyst. Það er okkur til óþurftar að vera að ala þar menn til þess að vega aftan að okkur. Æskumenn okkar geta alveg eins vel aflað sér mennt- unar annars staðar. Danmörk hefir í því efni upp á ekkert að bjóða fram yfir önnur lönd. Og jafnvel í öðrum efnum megum við alveg eins vel halla okkur að annars staðar, meðan það við- gengst, að í Danmörku sé okkur synjað réttar og dýrmætustu eignum okkar haldið fyrir okkur. Getur það verið, að þessi óþjóðholla afstaða landa okkar í Höfn sé upp af því sprottin, að einhver úr þeirra hóp hafi þótzt sjá hilla undir eftirsóknarvert embætti fyrir sjálfan sig ef réttinda-afsalið næði fram að ganga? Ljótt væri það. Alla tíð hefir það þótt svívirðilegt að taka mútur, en þó allra verst að svíkja land sitt fyrir mútu. Sá verknaður hefir á öllum tungum sitt sérstaka heiti. En mundi nú ekki einmitt von á einhverju nýju í þessu handritamáli, þrátt fyrir skrín- lagningartal forsætisráðherrans danska? Fyrir all-löngu var sendiherra okkar í Kaupmanna- höfn að gefa 1 skyn, að eitthvað óvænt kynni að gerast í því, og þess vegna skyldum við vera góð börn og þolinmóð. Sendiherrar vita margt um það, sem á seiði er bak við tjöldin. Eitthvað hlaut hann að hafa fyrir sér, annað kemur ekki til mála. Og með engu móti gat það verið, að hann trúnaðarmaður þjóðarinnar, ætti við tilboð, sem fæli í sér afsal íslenzkra réttinda. Hann gat ekki átt við annað en það, sem sæmilegt væri, með öðrum orð- um, að 1 ráði væri að skila okkur handritunum. En ef það skyldi nú ætla að bregðast, kraftaverk það gerist, er sendiherrann virtist vona á, þá skulum við samt halda mál- inu vakandi, gera það dálít.ið betur en við höfum gert hingað til. Og eina skyldu þurfum við framvegis að rækja betur en við gerum, en það er að láta ís- lenzkan almenning vita um allan þann stuðning við mál okkar, sem opinberlega kemur fram í Danmörku. Þar má helzt ekkert undan falla. Og þessi stuðningur hefir verið, eftir atvikum, ótrú- lega mikill og ákaflega drengi- legur, svo mikill og drengilegur að hann hefir verið ærið nógur til þess að vekja hér hlýjan hug til dönsku þjóðarinnar. Það er hjá henni, öllum stéttum hennar, sem þessi stuðningur við málstað okkar kemur fram alveg sjálf- krafa. Hann er sprottinn upp af hreinum drengskap og löngun til þess að gera rétt. Ég skal játa það í hreinskilni, að hefði mál- inu verið snúið svo við, að það hefðu verið við, sem héldum haridritunum fyrir Dönum, þá er ég ekki örugglega viss um að hér hefði borið eins mikið á stuðningi við þeirra mál, eða að íslenzk blöð hefðu sýnt hið sama frjálslyndi og dönsk blöð hafa gert. Þetta er ekki nema gott að við hugleiðum. Við eigum á allan hátt að sýna þeim góðu mönnum, sem okkar máli tala, þakklæti og viðurkenningu. Slíkt er blátt áfram skylda við sjálfa okkur, ef við viljum drengir heita og manndóms- menn. Ég sé ekki að jafnaði dönsk blöð, en frá íslenzxri merkiskonu í Danmörku fæ ég stundum blaðaúrklippur um handritamálið. Sú kona er í öllu ættjörð sinni trú, þótt hún elski líka Danmörku og hafi til þess margfalda ástæðu, því að þar hefir hún fundið alla sína lífs- hamingju. Af nokkuð nýlegum úrklippum, sem ég hefi fyrir mér er ég rita þetta, er stutt snilldargrein úr Information, eftir dr. med. Fridthjof Bang, sem er þar að svara öðrum lækni, M. Erhardt, er ekki vill láta handritin. Hvergi hefi ég í blöð- um okkar séð þess getið, að dr. Bang hafi flutt okkar mál. Mér er tjáð að hann lesi íslenzku og eigi gott safn íslenzkra fornbók- mennta. Ég hefi hér tekið grein hans rétt sem dæmi, og ég vildi óska að blöðin okkar gættu fram- vegis betur þeirrar skyldu, sem þau hafa í þessu efni. Það út af íyrir sig getur dregið okkur drjúgt. Meðan Danir skila ekki hand- ritunum, verðum við að krefjast þess af þeim, að þeir gæti þeirra betur við öllum hættum en þeir gera nú, eða hafa gert. Það verður okkar eigin sök ef við vinnum ekki að lokum fullan sigur í handritamálinu. Og þá verður almennt spurt í Danmörku: Hvers vegna var ekki þessum handritum skilað endur fyrir löngu? Ritað 15. maí 1954. •—AKRANES „Móðurmálið" Þegar rætt er um tungumál, er vanalegt að nefna það „móð- urmálið". Vitaskuld mætti alveg eins vel nefna það „föðurmálið“; hitt er þó vanalegra. Er það vegna þess að minn- ingin er svo rík hjá mönnum frá þeirri tíð, að: „Barnið biður fyrsta sinn, blítt og rótt, við ljúfrar móðurkinn“. Það er þó sú minning, sem mun flestum kærust og blíðust allra atburða ævinnar. Þessi dá- samlegu augnablik skína æ skærar með fjölgandi árum. Lífsreynslan kennir æ betur að meta gildi þeirra.' Sú hugsun gerir vart við sig, að ef við hefð- um fengið að deyja við móður- brjóstið, meðan við enn vorum ung og óspilt, hefðum við slopp- ið frá margri raun. Við sam- sinnum orðum skáldsins: „Gerðu mig aftur, sem áður ég var. Alvaldi Guð meðan æskan mig bar“. Þegar við stöldrum við til að hugsa um þessi dýrðlegu augna- blik ævinnar, skilst okkur að þau eru náðargjöf himnanna föður og skapara alls holds. Ýmislegt höfum við numið um ævina, en ekkert af því kemst nándar nærri því, sem við lærð- um af móðurvörum. Við skiljum nú, að góð og guðelskandi móðir var betur að sér í guðfræði og trúarlegri reynslu, en sumir þeirra, sem láta „móðan mása“. Af öllum heilræðum og upp- byggilegum leiðbeiningum, sem við höfum þegið er alls ekkert ágætara en sú tilsögn, sem við hlutum af móðurvörum, eða af vörum þeirra, sem gengu okkur í móðurstað. Hygg ég, að öllum þeim, sem hafa varið þessum móðurarfi sínum með gætni og grandvar- leik, reynist hann bezta vega- nestið frá þessum heimi til þess næsta. Þeim, sem verja þessum móð- urarfi skynsamlega, munu guðs- þjónustur og andlegar athafnir yfirleitt reynast mikill ávinn- ingur, ekki aðeins vegna þess, að þeir finna að: „Ei heyrist fegra í heimi mál“. En vegna þess að hinir guðinnblásnu sálmar og bænir, sem farið er með er numið í æsku af vörum móðurinnar, sem nú þegar hefir dvalið langdvölum með Guði. Það er minning hennar, sem þar sneríir hjartað. Hér hygg ég, að liggi fiskur undir steini hjá þeim, sem leggja rækt við íslenzkar athafnir þessar. Með þessu er þó ekki verið að gera lítið úr öðrum tungumálum. Innlend tunga er hið ríkjandi afl álfunnar. Að komast vel niður í enskri tungu hefir ómóta gildi og að eiga „gnægtir gulls, mörg hross í haga og margar ær í kvíum“. Sumir ímynda sér, að það Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 5 Ákveðið hefur verið, að 24. þing Alþýðusambands íslands komi saman í Reykjavík síðari hluta nóvembermánaðar næst- komandi, og eiga fulltrúakosn- ingar í félögunum að fara fram á tímabilinu frá 25. sept. til 17. október. ☆ Á miðvikudaginn var opnuð íslenzk sýning í salarkynnum bókaverzlunar Foyle’s í London. Sendiherra íslands í Bretlandi, Agnar Kl. Jónsson, flutti stutt ávarp og bauð gesti velkomna. Gerður var góður rómur að sýn- ingunni. ☆ íþróttakennaraskóli Islands á lögum samkvæmt að gangast fyrir námskeiðum til þess að auka menntun íþróttakennara, og hefur skólinn haldið nokkur slík námskeið undanfarin ár og fengið til bæði innlenda og út- lenda kennara að annast um fræðsluna. Nú hefur verið á- kveðið að halda eitt slíkt nám- skeið í næsta mánuði, og verður þar aðallega fjallað um sund. Reynt var að fá erlendan kenn- ara til að leiðbeina og kom til- boð frá fræðslumálastjórn Bandaríkjanna. Kiphut, forstöðu maður íþrótta við Yale-háskól- ann, vildi koma til íslands í september og annast leiðbein- ingar og fræðslu um sund- kennslu og sundþjálfun. Var þessu tilboði þegar tekið, þar sem hér er um að ræða kunnan sundfræðing og þjálfara. Kiphut var landsþjálfari Bandaríkjanna í sundi frá því fyrir Olympíu- leikana í Amsterdam 1928 þar til eftir Olumpíuleikana 1948. ☆ Tilkynnt hefur verið þátttaka 12 manna héðan í Evrópumeist- aramótinu í frjálsum íþróttum, sem hefst í Bern 25. þessa mán- aðar. Að vísu verður ekki hægt að senda svo marga menn, og ýmsir þeirra, sem skráðir hafa verið, hafa ekki náð tilskyldum lágmarksafrekum í sinni grein. 1 þessari viku verður endanlega skorið úr því, hverjir sendir verða, og er búist við að unnt verði að senda allt að því 7 keppendur. Fararstjóri verður Brynjólfur Ingólfsson og þjálf- ari Benedikt Jakobsson. ☆ Síðari hluti Islandsmótsins í knattspyrnu hófst á fimmtudag- inn var og mun mótinu ljúka um miðja næstu viku, en 24. þessa mánaðar verður háður landsleik- ur við Svía og fer hann fram í Kalmar. spilli fyrir enskum hreim x og framburði, að leggja stund á önnur tungumál. Það er gengið fram hjá því, að enskur framburður er svo afar mismunandi; hann fer eftir því í hvaða landi eða svæði sá er fæddur, sem talar. Pétri postula varð að því, þegar hann vildi afneita frelsara sínum. Jafnvel menn, sem eiga upp- runa á sömu svæðum nota ólík- an raddhreim og áherzlur. Hver á þá mælikvarðinn að vera fyrir þessum misjafnlega hreim og framburði? Það mun sanni næst, að þeir, sem hafa tamið sér að nema full- komna greinargjörð á íslenzku máli og framburði, eigi létt með að temja sér greinargjörð á öðr- um tungumálum. Mun það reynsla margra. Frambærileg þekking og æf- ing á ensku máli er lífsnauðsyn fyrir velfarnaði og framkvæmd- um, alger lífsnauðsyn. En „móðurmál“ eiga þeir að- eins eitt, sem hafa átt íslenzka móður! Við það situr. Þeir, sem eru fæddir af ís- ienzkum foreldrum og hafa van- rækt að komast niður í „móður- máli“ sínu, geta verið drengir góðir. — En það út af fyrir sig sýnir enga yfirburða mannkosti. s. s. c.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.