Lögberg - 26.08.1954, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1954
íslendingar tækju á sig stórkostlega
óhættu ef ekkert varnarlið væri hér
Hefði Atlantshafsbandalagið verið til fyr, hefði engin 2.
heimsstyrjöld orðið
Ummæli ISMAY lávarðar, framkvæmdastjóra A.-bandalagsins
Úr borg og bygð
Miss Rósa Johnson kennslu-
kona frá Lundar var stödd í
borginni síðastliðinn föstudag.
☆
Mr. og Mrs. Charles Clemens
frá Ashern, Man., voru stödd í
borginni í fyrri viku.
☆
— BRÚÐKAUP —
Dawne Lillian, dóttir Mr. og
Mrs. S. H. Sigurgeirson, Hecla,
Man., og Jónas Stewart, sonur
Borgels heitins Doll og konu
hans Mulvínu Doll, voru gefin
saman í hjónaband í Mikleyjar-
kirkju laugardaginn 14. ágúst.
Séra Harold S. Sigmar fram-
kvæmdi hjónavígsluna með að-
stoð séra Skúla Sigurgeirsonar.
Systir brúðarinnar, Mrs. O.
Helgason og bróðir brúðgumans,
Wesley, aðstoðuðu brúðhjónin,
en ungar systur þeirra, Caroline
Sigurgeirson og Maureen Doll,
voru brúðarmeyjar. Mrs. Sig-
ríður Sigurgeirson söng brúð-
kaupssöngvana, en Lorne Jó-
hannson var við hljóðfærið. —
Kenneth Jónsson og Ólafur
Helgason vísuðu til sætis.
Fjölsótt veizla fór fram í
samkomuhúsi byggðarinnar, er
Helgi K. Tómasson stjórnaði;
séra Harold S. Sigmar mælti
fyrir minni brúðarinnar, en 6éra
Skúli fyrir minni brúðgumans.
Ennfremur tóku til máls Rev.
Belle, T. R. Thorvaldson, báðir
frá Winnipeg; S. Einarson frá
Hnausum og Mrs. De Leronde
frá Selkirk. — Söngflokkur
skemmti með nokkrum lögum.
Að loknum rausnarlegum veit-
ingum var stiginn dans.
Heimili ungu hjónanna verður
í Winnipeg. Lögberg óskar þeim
til hamingju.
< ☆
Guðmundur Jónsson frá
Vorsabæ í Ölfusi í Árnessýslu,
vistmaður á Betel, andaðist á
Johnson Memorial Hospital á
Gimli þann 16. ágúst s.l. — Fjöl-
menn kveðjuathöfn fór fram á
Betel, föstud. 20. ágúst árdegis.
Jarðað var í grafreit Selkirk-
safnaðar. — Þessa mæta manns
verður nánar minnst síðar.
☆
Mr. og Mrs. Halldór Austman
frá Víðir, Man., voru stödd í
borginni síðastliðinn mánudag.
Þj óðræknisdeildin „FRÓN"
þakkar hér með eftirtöldu
fólki fyrir bækur gefnar til
bókasafns deildarinnar:
Þeim Jóhannsson’s bræðrum,
Walter, Kára og Grettir, fyrir
Minningarit foreldra þeirra, hr.
Gísla Johnson ritstjóra, Ás-
mundi Jónssyni, Reykjavík, ís-
landi, og ónefdri konu, sem vill
ekki láta nafns síns getið. —
Innilegt þakklæti.
Fyrir hönd deildarinnar „Frón“
- J. Johnson
☆
Þjóðræknisdeildin „FRÓN"
tilkynnir hér með, að bóka-
safn deildarinnar verður opnað
til útlána á bókum, eftir sumar-
fríin, miðvikudaginn 1. septem-
ber, á vanalegum tíma, 10—11
f. h. og 7—8.30 e. h. hvern mið-
vikudag. Talsvert af bókum
hefir bætzt í safnið yfir sumarið.
Fyrir hönd deildarinnar „Frón“
J. Johnson, bókavörður
☆
Ritstjóra þessa blaðs barst á
mánudaginn bréfspjald frá Dr.
Richard Beck, og voru þau
hjónin þá stödd í Haugasundi
í Noregi; hafði förin til Noregs
orðið þeim til ósegjanlegrar
ánægju; þaðan ætluðu þau svo
til Kaupmannahafnar og innan
nokkurra daga til íslands á leið
vestur um haf.
☆
Mrs. Alice Weinhard frá
Northfield, Minn., er stödd hér
um slóðir þessa dagana; hún er
dóttir séra Jóns heitins Clemens
og fyrri konu hans. Mrs. Wein-
hard skipar ábyrgðarstöðu við
St. Olavs College í Northfield
sem “House Mother,” eða yfir-
umsjónarkona með svefnskálum
heimavistarstúlkna í þessari
kunnu mentastofnun.
Mrs. Weinhard brá sér norður
til Ashern í heimsókn til föður-
bróður síns Mr. Charles Clemens
og frú Láru Clemens.
☆
J. J. Swanson & Co. Ltd. wish
to announce that Mr. David
Snidal has joined the staff of the
J. J. Swanson & Co. Ltd. as
manager of the Insurance Dept.
Mr. Snidal is an excellent insur-
ance man, having previously
been the manager of the Auto-
mobile Insurance Dept. of Osler,
Hammond and Nanton.
Síðastliðið sunnudagskvöld
lézt á Grace sjúkrahúsinu hér í
borginni Mrs. Guðlaug Jakobs-
son 64. ára að aldri, ekkja
Böðvars Jakobssonar skáids í
Árborg; hún lætur eftir sig
fjögur börn, Ingibjörgu (Mrs.
Arvid Olsson) Wembley, Al-
berta, Þóreyju (Mrs; Sigmar
Sigvaldason) Árborg, Helga, bú-
settan í Árborg, og Dr. Böðvar
Bjarka, Winnipeg; einnig lifa
hana fimm systkini.
Útförin var gerð í gær í Ár-
borg frá Sambandskirkjunni;
við útförina þjónuðu séra Philip
M. Pétursson og séra Allan
Myrick. ☆
Applications are now being
accepted from musicians who
wish to play in the Winnipeg
Symphony Orchestra. Anyone
interested should register at the
Symphony office, 270 Edmonton
Street, or the office of the Win-
nipeg Musicians Association, 403
Montreal Trust Building. Quali-
fied applicants will then be in-
vited to play for the audition
board of the Winnipeg Sym-
phony Orchestra, in September.
Both profesional and amateur
musicians may register for
audition. Their acceptance will
depend not only on a successful
audition, but also on possible
vacancies in the various sections
of the orchestra.
☆
J. J. Swanson & Co. Ltd.
leyfir sér að tilkynna, að nokkur
umskipti hafa orðið í starfsliði
félagsins og þess vegna hafa
greiðslusendingar verið með
seinna móti þennan mánuð. All-
ar stöður hafa nú verið skipaðar
og öll störf í bezta lagi, svo að
íélagið getur nú veitt almenn-
ingi eins góða þjónustu og
nokkru sinni áður.
Undirritað:
W. H. Olson, forseti
☆
Kristín Sigurós, dóttir Mr. og
Mrs. Wilfred Finnson, Hnausa,
Man., og Corporal Cecil Laur-
ence Rolfe frá Quebec voru gef-
in saman í hjónaband 13. ágúst í
lútersku kirkjunni í Árborg;
séra Robert Jack gifti. Veizla
var haldin í samkomuhúsinu að
Hnausum. Heimili ungu hjón-
anna verður að Gimli.
☆
Frú Kristrún Sigmundsson frá
Arlington, Virginia, sem dvalið
hefir hér um slóðir síðan rétt
fyrir íslendingadaginn á Gimli,
lagði af stað heimleiðis í gær;
bróðir hennar, Sveinn Oddsson
prentari, fylgdi henni suður til
Minneapolis.
Frú Kristrún hefir heimsótt
fjölda vina á ferð sinni hingað
norður, svo sem að Árborg, Oak
Point og hér í borg.
☆
Mr. og Mrs. Dale Clarke frá
Moose Jaw, Sask., komu til
borgarinnar um helgina og
brugðu sér norður til Mikleyjar
á þriðjudaginn. Mrs. Clarke er
dóttir þeirra Mr. og Mrs. V.
Valgardson í Moose Jaw.
☆
Mrs. Gunnar Matthíasson frá
Inglewood Calefornia, og Mrs.
H. J. Eggertson frá Montreal,
heimsóttu systur sína, Mrs. T. B.;
Findley, 176 Oakdale Place
síðastliðna viku. Mrs. Matthías-
son mun bráðlega fara til fundar
við mann sinn, sem hefir verið
á Islandi í sumar, en Mrs. Egg-
ertson fer heimleiðis til
Montreal í lok mánaðarins.
Sjúklingurinn var rétt að ná
sér eftir botnlangauppskurð og
kunningi kom í heimsókn.
— Hvernig líður þér?
— Mér er farið að líða betur
nnúa; en daginn eftir uppskurð-
inn þurftu þeir að opna kviðinn
á mér áftur, því þeir höfðu
gleymt svampi inni í mér. Og í
gær ristu þeir mig aftur, því
þeir höfðu gleymt skærum.
Nú rak læknirinn höfuðið inn
um dyragættina.
— Ég hef víst ekki skilið hatt-
inn minn eftir hér inni?
Það leið yfir sjúklinginn!
— Ég álít, að ef við hefðum
áður fyrr haft eitthvað álíka og
Atlantshafsbandalagið, þá hefði
okkur verið hlíft við hörmung-
um síðustu heimsstyrjaldar.
Þannig komst Ismay lávarður,
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins að orði, er hann
átti samtal við blaðamenn í skrif
stofu utanríkisráðherra. Og hann
hélt áfram:
— Við vorum ekki vakandi,
við vorum ekki sameinaðir. Þess
vegna gat Hitler notað tækifær-
ið, komið að okkur óvörum, ráð-
izt á hvert landið á fætur öðru
og undirokað það. Með stofnun
Atlantshafsbandalagsins h a f a
lýðræðisþjóðir Evrópu bundizt
samtökum til að hindra að hið
sama endurtaki sig.
Ismay lávarður, sem mælti
þessi orð, var á styrjaldarárun-
um yfirmaður brezka herráðsins.
Á þeim dimmustu dögum mátti
á hverri stundu vænta hinna
ógnþrungnustu fregna, þegar
árásarherirnir geystust yfir
löndin og lögðu kúgunarhlekki á
þjóðirnar. Fáum hefur þá verið
eins ljóst og Ismay lávarði, hvað
endvaraleysi vestrænna þjóða
varð þeim ógurlega dýrt. Og fáir
menn tala af meiri reynslu en
hann um nauðsyn vestrænna
þjóða á að styrkja hervarnir.
sínar.
Varnarskjöldur myndaður
Ismay lávarður ræddi nokkuð
um starfsemi Atlantshafsbanda-
lagsins. Hann minnti á það, að
um það leyti sem bandalagið var
stofnað hafi Vestur-Evrópa verið
sem næst varnarlaus. Þá voru
tímarnir að Rússar hefðu, ef svo
mætti segja, getað gengið vestur
að Ermasundi. Nú hafa Vestur-
Evrópuþjóðirnar myndað nægi-
lega sterkan varnarskjöld til
þess að tefja og stöðva þá, ef til
þess kæmi. En mikilvægasti
þátturinn í vörnum Vestur-
Evrópu er hið nána samstarf
þjóðanna.
Árás — algjör fjarstæða
— Sumir andstæðingar At-
lantshafsbandalagsins tala um
að það sé hernaðar- og árásar-
bandalag, sagði Ismay lávarður.
— Slíkt er algerr fjarstæða.
Bandalagið er einvörðungu til
varnar og til þess að sýna árás-
arríki fram á það, að hernaðar-
árás borgar sig ekki gegn sam-
einuðu átaki vestrænna þjóða.
Atlantshafsþjóðirnar h a f a
ekki meiri her en mögulegt er
að komast af með til nauðsyn-
legustu varna. Það væri verra
en ekki ef herkostur þeirra væri
svo mikill að þær gætu ekki risið
undir honum og efnahagsmál
þeirra kæmust í öngþveiti af því.
Hafa verður þetta tvennt í huga,
annars vegar að æskilegt er að
styrkja hervarnirnar sem mest,
en hins vegar að efnahagsgeta
þjóðanna í þessum efnum er
mjög takmörkuð.
í Bandalaginu af fúsum vilja
Framkváemdastjórinn sagði,
að Atlantshafsbandalagið væri
alþjóðasamtök þjóða, þar sem
hver meðlimaþjóð yrði að leggja
nokkuð af mörkum, fórna
nokkru til að ná sameiginlegu
marki.
— En meðlimaþjóðirnar fórna
engu af sjálfskvörðunarrétti sín-
um. Þær gengu í bandalagið og
starfa í því af frjálsum vilja.
Þær hafa falið yfirstjórn herja
sinna alþjóðastofnun og hefur
slíkt að vísu sært stærilæti
sumra, því að slíkt framsal her-
stjórnar af fúsum vilja er ein-
stætt á friðartímum.
Vísindi og lækni gera
vegalengdir að engu ■
Er Ismay var spurður, hver
nauðsyn væri á dvöl herliðs á
Islandi, svaraði hann:
— Erlent herlið hefur bæki-
stöðvar í fleiri löndum. Það er
einföld og skýr ástæða fyrir því
að staðsetning þess hefur reynzt
óhjákvæmileg. Ástæðan er, að
ef styrjöld brýzt út, þá gerist
það mjög skyndilega og að ó-
vörum. Er þá nauðsynlegt að
herlið sé á staðnum til varnar
og til að búa í haginn fyrir aukið
hjálparlið.
Það er staðreynd, sem við
skulum ekki gleyma, að vísindi
og tækni hafa gert vegalengdir
að engu. Við lifum ekki á sömu
tímum og þeim þegar sóknar-
hraði var ákveðinn af göngu-
hraða fótgönguliða, því að nú
eru flugvélarnar komnar til sög-
unnar, sem geysast áfram með
500 mílna hraða á klst. eða meir.
Mikil áhætta
ísland hefur mikla hernaðar-
lega þýðingu. Það er staðsett
mitt á milli tveggja heimsálfna,
Evrópu og Ameríku, við lífæðina
yfir Atlantshafið. Ég álít þess
vegna, sagði Ismay lávarður, að
íslendingar tækju á sig stórkost-
lega áhættu, ef ekkert varnarlið
væri hér.
Rússar mæla á fundum
— Álítið þér að stefna Rússa
síðustu mánuðina hafi breytzt í
friðsamlegra horf?
— Þetta er spurning, sem
Rússar einir geta svarað; það er
ekki gott fyrir mig að segja hvað
þeir ætla sér fyrir. Þeir hafa að
minnsta kosti breytt um aðferð-
ir. Nú hafa þeir fengizt til að
koma á fundi með fulltrúum
vestrænna ríkja og ræða við þá
um deiluefnin. En ennþá hefur
hvergi orðið vart við raunveru-
lega stefnubreytingu. Vestur-
veldin munu jafnan vera fús að
ganga hálfa leið til móts við
Sovétríkin. Um þessar mundir
stendur yfir Genfar-ráðstefnan.
Enn er eftir að sjá, hvort Rússar
vilja samkomulag, en það væri
óskandi að svo væri.
Slórkosllegur víbúnaður
Rússa
Hann gat þess að Rússar hefðu
lítið aukið herstyrk sinn að tölu.
Hins vegar hefðu þeir varið stór-
kostlegu fé til að endurbæta her-
inn og búa hann nýtízku tækj-
um. Sem dæmi nefndi hann að
fjöldi rússneskra herflugvéla
hefði síðustu ár haldizt nokkuð
stöðugur og jafn, kringum 20
þúsund. — Fyrir þremur árum
hefðu aðeins 3% flugvéla þeirra
verið knúnar þrýstiloftshreyfl-
um, en risaátak þeirra í vígbún-
aði mætti sjá af því að nú væru
nær allar þessar 20 þúsund her-
llugvélar knúnar þrýstilofts-
hreyflum bæði orustuflugvélar
og sprengjuflugvélar.
Þá sagði hann, að Rússar
hefðu enn 175 herfylki landhers
viðbúin og hefðu komið upp á
síðustu árum um 80 herfylkjum
í leppríkjum sínum. Móti þessu
réðu Vesturveldin yfir um 90
herfylkjum, sem væru reiðubúin
með 30 daga fyrirvara. Þarna er
að vísu mikill styrkleikamúnur,
en samt ekki eins mikill eins og
áður en A.-bandalagið var stofn-
að, þegar varnir Vestur-Evrópu
voru sama og engar.
Ef friður kemst á
Að lokum mælti Ismay lá-
varður á þessa leið:
— Fólk álítur, að Atlantshafs-
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 29. ágúst:
Enskar messur kl. 11 árd. og
kl. 7 síðd.
S. Ólafsson
☆
Messur í Norður-Nýja-íslandi
Sunnud. 29. ágúst:
Riverton, kl. 2. — Afhjúpun
myndar í minningu um séra
Jóhann Bjarnason.
Víðir, kl. 8, á ensku.
Robert Jack
☆
Messur í Vatnabygðinni
Sunnud. 29. ágúst:
Leslie, messa á íslenzku,
kl. 11 f. h.
Mozart, messa á ensku,
kl. 2 e. h.
Wynyard, messa á íslenzku,
kl. 4 e. h.
í Sambandskirkjunni.
Elfros, messa á ensku,
kl. 8 e. h.
(In the Community church).
Séra Jóhann Fredriksson
það er mikilvægt að benda á það
að í 2. grein stofnsamningsins er
tekið fram að bandalagið leggi
áherzlu á’ samstarf í félagsmál-
um, menningar- og efnahags-
málum.
Ef sú bæn okkar skyldi rætast
að friðsamlegra verði í heimin-
um og við þurfum ekki að eyða
eins miklu fé í vígbúnað, þá er
ekki þar með sagt að hlutverki
bandalagsins sé lokið, heldur
munu þjóðirnar þá starfa saman
að málefnum friðarins og sam-
starfið mun einnig gera þau
sterk í friði. Þannig munu At-
lantshafsþjóðirnar geta lifað
saman eins og stór fjölskylda. •—
Þetta er þó aðeins byrjunin, því
að lokatakmarkið hlýtur að vera,
að allar þjóðir heims geti lifað
saman í ást og eindrægni.
—Mbl., 14. júlí
Kaupið Lögberg
Það er borið -fram FEIS-EL
I þessu felast aukin þægindi,
því þessir pappírs-klútar eru
kunnir að mýkt og fara vel
með nefið.
KAUPIÐ
r™....
Góð vörumerki
að kynnast- og
kaupa eftir . . .
Veitið athygli þessum
nöfnum, er þér farið í
búð, því það, sem þér
þarnist ber að líkind-
um á sér eitthvert
þessara nafna.
— Verzlið í öryggi
— í vörugæðum og
verði.
.... einungis hjá
EATON’S
M
m '.m
Nl'
11
Songs of the ^Nprth
by S. K. HALL, Bac. Mus.
JUST PUBLISHED—
Volume III — Ten Icelandic Songs with English
Translation and Piano Accompaniment.
Price per copy — $2.00
On Sale by—
S. K. HALL, Wynyard, Saskalchewan