Lögberg - 30.09.1954, Page 1

Lögberg - 30.09.1954, Page 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSST - SARGENT SILVERLSNE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1954 NÚMER 39 Fréttir fró ríkisútvorpi íslands 19. SEPTEMBER ---------------- Upp í garð til Sæmundar í vikunni, sem leið, hefur verið horðanátt um allt land nema í g®r, en þá brá til austanáttar alls staðar. í vikunni var fremur kalt í veðri og næturfrost flestar nætur. Yfirleitt var bjartviðri sunnanlands, en rigning og stydda norðanlands og snjóaði í fjöll suma daga. ☆ Ríkisstjórn íslands hefur gefið ut Hvíta bók og lagt fram í Evrópuráðinu. Nefnist bók þessi Ráðstafanir íslendinga til vernd- unar fiskimiðunum og eru þar rökstudd sjónarmið íslendinga í landhelgismálinu og lögð fram £ogn, sem það varða. Land- heigismálið verður rætt í laga- uefnd Evrópuráðsins innan skamms og á ísland fulltrúa í þeirri nefnd. ☆ Ur. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra, Vilhjálmur þor forstjóri og Jóhann Þ. Jósefs son alþingismaður fóru til New ^ork í gær til þess að sitja fyrir fslands hönd, ásamt Thor Thors sendiherra, fastafulltrúa íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ní- unda Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna, sem hefst næstkom- andi þriðjudag. ☆ Síðastliðna viku hefur síld- veiði reknetabáta suðvestan- fands verið allgóð, en þó misjöfn ú köflum. Fyrra laugardag hafði verið saltað í rösklega 33 þúsund tunnur. Mikið veiðarfæratjón öeíur verið hjá reknetabátunum. Hefur háhyrningur gert mikinn usla á síldarmiðunum og margir kátar hafa orðið fyrir mjög til- finnanlegu tjóni, hafa sumir bát- ar misst allt upp í 50 net í róðri °S einn útgerðarmaður í Sand- 8erði hefur misst yfir 200 net í haust af völdum háhyrnings. Síðustu daga hefur verið allgóð reknetaveiði norðaustur í hafi. ^élbáturinn Valþór kom til peyðisfjarðar í gærmorgun með 280 tunnur eftir 10 daga útivist °§ var aflinn saltaður um borð. w kundizt hafa ný karfamið við uusturströnd Grænlands. Það var togari Bæjarútgerðar Reykja vikur, Jón Þorláksson, sem fann uin nýju karfamið og var Dr. íermann Einarsson fiskifræð- lugur með í förinni og gerði vísindalegar athuganir. Undan- furin ár hefur Veðurstofan aflað isfregna reglulega frá austur- strónd Grænlands og kom í ljós, að ís var ekki til trafala að sumrinu. Jón Þorláksson var Sendur í þessa ferð seint í síðasta juánuði og fann hin nýju mið og uufa 20 íslenzkir togarar fengið Pur samtals um 6600 lestir af ^arfa á tímabilinu frá 23. ágúst 111 14. september. Áður hafa ís- enzku togararnir sótt á karfa- mið Vlð vesturströnd Grænlands, en þangað er um 1000 sjómílna sigling. Til hinna nýju miða er mns vegar um 340 sjómílna leið °g gefur auga leið hve það spar- ar mikinn tíma og útgerðar- °stnað að sækja á nýju miðin. ☆ Ejórir íslenzkir togarar hafa SeJt afla sinn í Þýzkalandi í síð- Ustu viku. Skúli Magnússon Seldi 226 lestir fyrir tæp 53 þús- and mörk, Jón forseti seldi 232 estir fyrir rösklega 108 þúsund mörk, Harðbakur seldi fyrir tæp 79 þúsund mörk, og loks seldi togarinn Jörundur 2,675 lcörfur af síld fyrir tæplega 38 þúsund mörk, en Jörundur hefur verið að síldveiðum í Norðursjó að undanförnu. Einnig seldi Jör- undur frosna síld fyrir um 3000 mörk. ☆ Samningaumleitanir í togara- deilunni standa yfir um þessar mundir fyrir milligöngu sátta- semjara ríkisins og hafa allmarg- ir fundir verið haldnir með deilu aðiljum í vikunni. Sjómanna- samtökin hafa boðað verkfall á togurunum frá 21. þessa mánað- ar að telja hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Síðastliðinn mánudag tókust samningar milli vinnuveitenda og sjálfseignarvörubílstjórafé- lagsins Vals á Akureyri fyrir milligöngu Þorsteins M. Jóns- sonar héraðssáttasemjara, en Valur hafði boðað verkfall frá þeim degi að telja. Kom því ekki til verkfallsins. ☆ Síldarbræðsluskipið Hæringur hefur nú verið selt úr landi til Álasunds í Noregi og er nú siglt áleiðis þangað. Söluverð skipsins var 100 þúsund sterlingspund. ☆ Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík 1. september og reyndist hún vera 159 stig. ☆ Tuttugasta og fjórða þing Alþýðuflokksins var sett í Reykjavík í fyrradag af for- manni flokksins, Hannibal Valdi marssyni. Kai Nissen flutti kveðjur frá dönskum jafnaðar- mönnum og Rolf Gerhardsen frá norskum. Forseti þingsins var kjörinn Emil Jónsson. Á þinginu í gær flutti formaður flokksins skýrslu sína. ☆ A fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur á fimmudag var samþykkt frumvarp að nýrri gjaldskrá fyrir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Samkvæmt áætlun um fjá-r- þörf Rafmagnsveitunnar þurfti að hækka gjaldskrána að jafn- aði um 27,5% til þess að fá nauð- synlega tekjuaukningu. ☆ Nú um miðjan mánuðinn lauk lax- og silungsgönguveiði á þessu ári og veiði á stöðuvötn- um lýkur 27. þessa mánaðar. Laxveiði á stöng í sumar hefur verið töluvert innan við meðal- lag síðustu sex ára, en svipuð og í fyrra. ☆ Á þriðj udagskvöldið mældust um það bil 80 jarðhræringar á jarðskjálftasvæðum Veðurstof- unnar og áttu þær upptök sín í námunda við Grindavík. Héldu jarðhræringarnar áfram alla nóttina og fram eftir hádegi á miðvikudag. Jarðhræringar þess- ar fundust greinilega í Grinda- vík og hrikti þar víða í húsum. ☆ Slátrun sauðfjár fer nú að hefjast. Á Húsavík er gert ráð fyrir að slátrað verði 18,500 fjár í haust, en þar var slátrað í fyrra 11,500 fjár. Haustslátrun hófst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í gærmorgun og er gert ráð fyrir að slátrað verði 16 þúsund fjár. ☆ í síðasta mánuði fluttu flug- vélar Flugfélags íslands tæplega 10,300 farþega og hafa farþega- flutningar félagsins aldrei verið Framhald á bls. 5 Skipaður í ábyrgðarstöðu Mr. Helgi Austman Þessi ungi og efnilegi maður, sem útskrifaðist með hárri eink- unn í búnaðarvísindum fyrir nokkrum árum af Manitoba- háskólanum og gegnt hefir undanfarið búnaðarráðunauts- stöðu að Teulon hér í fylkinu, hefir fyrir skömmu verið skipað- ur Assistant Director of Exten- tion Service í þjónustu fylkis- stjórnarinnar. Mr. Austman er hæfileikamaður mikill, áhuga- samur og vinsæll; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. Halldór Aust- man að Víðir, Man. Frambjóðendur í Selkirk-kjördæmi Nú hefir það verið formlega kunngert, að aukakosning til sambandsþings fari fram í Sel- kirk-kjördæmi þann 8. nóvem- ber næstkomandi. Fram að þessu er vitað um þrjá frambjóðendur, Mr. John Shanski af hálfu Liberala, Mr. David Veitch fyrir hönd íhalds- manna, og Mr. William Bryce, fyrrum sambandsþingmaður, er leitar kosningar undir merkjum C. C. F.-sinna. Svo sem vitað er var auka- kosning þessi fyrirskipuð vegna sviplegs fráfalls þingmanns kjördæmisins, Mr. Woods, hinn 8. ágúst síðastliðinn; nokkur kosningaundirbúningur er þegar hafinn í kjördæminu, en ætla má að átök milli frambjóðenda færist í aukana eftir því sem nær drengur kosningunni. Alls kyns vistir að sér dró: aflaði bæði á landi og sjó handa sér og sínum nóg: Sæmundur að Odda bjó. Kyndug ein var kerling þar: kunni listir þátíðar. Þuldi bœnir blessunar búi og lífi Sœmundar. Morgun einn í austri skein árdagsroði, og stormur hvein: heyrðist eins og væluvein, var það aldrei góðspá nein. Kerling hrópar hátt og snjalt: „Heyrið! vakni fólkið alt’. Góður gestur af Fróni Undanfarinn vikutíma hefir dvalið hér í borginni séra Pétur Magnússon prestur í Vallanesi, kunnur gáfumaður og ágætlega ritfær; kom hann hingað til álfu í boði fræðslumálastjórnar Bandaríkjanna, en fór frá ís- landi 2. ágúst síðastliðinn; hefir hann ferðast mikið sunnan landamæranna og notið ósegj- anlegrar ánægju af því, sem fyrir augu og eyru bar; héðan skrapp séra Pétur norður til Gimli, heimsótti sólsetursbörnin á Betel og flutti þar ræðu; hann prédikaði í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskvöldið var við mikla aðsókn, en er nú í þann veginn að fara suður til Banda- ríkja á leið til íslands. Séra Pétur er sonur séra Magnúsar Bl. Jónssonar fyrrum prests í Vallanesi, sem nú er bú- settur í Reykjavík, og frú Ingi- bjargar Eggerz, systur þeirra Sigurðar Eggerz ' fyrrum for- sætisráðherra og Guðmundar fyrrum sýslumanns í Suður- Múlasýslu. Lögberg þakkar séra Pétri komuna og árnar honum góðs brautargengis. ÚTVARP Á sunnudaginn kemur, 3. okt., yerður árdegisguðsþjónustunni frá Fyrstu lútersku kirkju út- varpað frá stöðinni C. K. Y. í Wpg. Útvarpið hefst kl. 11 f. h. Nú er hvorki heitt né kalt, herðið ykkur þrítugfalt! Öll í hóp á engjarnar, enginn spari hendurnar! Bjóðum regni byrginn þar, björgum heyi Sæmundar! Menn og konur keppist við; krakkar einnig veiti lið. Veðrið engu gefur grið, grimd þess bráðum finnið þið. Hreyfið óspart hrífurnar, heyi bjargið Sœmundar. Ég skal sjá um sáturnar séu þœr trútt og vel bundnar“. Menn og konur keppast við, krakkar einnig veita lið. Veðrið engu gefur grið — gengur áðum heybandið. Kátleg bæði og kyndug þar kerling skoðar sáturnar: hverja eina ávarpar: „Upp í garð til Sæmundar!“ Óðar svifu sáturnar — sintu boði kerlingar — eins og hlypu hundreknar heim í garð til Sæmundar. Væri gott ef vísindin vildu nota kraftinn sinn til að efla algæðin, eins og blessuð kerlingin. Glatt var á hjalla í samkomu- húsi Árborgar sunnudagskvöldið 12. september, þegar um 200 manns komu saman til þess að heiðra „Leiðtogann okkar góða“ og konu hans, Mr. og Mrs. H. H. Austman. Hefir hann verið okkar trúnaðar-umboðsmaður í sex ár, nú aðstoðar hann yfir- mann þeirrar deildar fyrir fylk- ið, í staðinn fyrir að líta eftir sinni deild hefir hann umsjón með öllum deildum fylkisins, starf sem hann mun höndla af snild. Hann er mjög fjölhæfur maður. Með sinni alúðlegu fram- komu og innilega brosi nær hann allra hylli. Stefnuskrá trúnaðar-umboðs- manns er mjög fjölbreytt. Hafa, ef til vill, unglingar þessarar deildar borið mestan sigur úr býtum af hans leiðsögn. Hefir hann sett á stofn 4-H deildir í öllu umdæmi sínu með aðstoð frá leiðtogum fyrir hverja deild, hefir miklu verið afkastað. Hafa deildir okkar hér ávalt staðið framarlega í allri samkepni, sem þær hafa tekið þátt í, og aftur og aftur hlotið hæstu verðlaun. Tilfellið er, að aðalhlutverk deildanna er ekki að vinna verð- laun heldur hitt, að vinna saman, að vinna hvert verk, sem að höndum ber, eins vel og mögu- legt er. Ungdómurinn þarfnast leiðsagnar á svo mörgum svið- um, sérstaklega því verklega; og hefir starf Helga á meðal þeirra haft þau áhrif, sem hefir kent þeim að heiðarleg vinna er horn- steinn farsællar framtíðar. Helgi hefir átt drjúgan þátt í framför þessarar bygðar. Hefir hann setið flesta bændafélags- fundi og flutt upplífgandi og hvetjandi ræður. Hafa hans ráð- leggingar ávalt hjálpað þeim, sem til hans hafa leitað. Hefir hann komið á fót mörgum nýj- ungum, sem reynzt hafa vel. Okkur þykir öllum vænt um, að honum hefir hlotnast sá heiður að vera kjörinn í þessa stöðu. Við söknum hans, en erum þakklát fyrir að hafa notið leið- Segir sig úr bæjarstjórn Viclor B. Anderson Þau tíðindi komu mörgum á óvart, að Victor B. Anderson bæjarfulltrúi í Winnipeg, hefði sagt sig úr bæjarstjórn eftir 20 ára dygga þjónustu áður en kjör- tímabil hans rynni út, sem eigi hefði orðið fyr en í lok næsta árs; en svo er vafalaust hver sínum hnútum kunnugastur og hagar sér eftir því. Mr. Anderson hefir jafnan reynst liðtækur og samvizku- samur fulltrúi í bæjarstjórn og er því að honum eftirsjá, er hann hverfur þaðan á brott. Líklegt þykir að Mr. Anderson og frú muni flytja búferlum til Vancouver áður en langt um líður. sagnar hans þennan tíma. Við gleðjumst yfir því, að hann er enn í raun og veru leiðtogi vor, þar sem hann er enn að vinna það starf, sem honum er svo kært, að líta eftir velferð og framförum bændaefna fylkisins. Fyrir boðinu stóðu búnaðar- deildir bygðarinnar. Forseti var S. Sigvaldason. 3 stúlkur skemtu: Olive Lindal, Harmoniku solo; Gwen Jónas- son Piano solo; Kristín Johnson, Vocal solo; Jóhannes Pálsson Violin solo, ennfremur stjórnaði hann almennum söng. Ræður fluttu Mr. S. Wopnford, Mrs. A. Siggs, séra Robert Jack og sú, er þetta ritar. Þeim var gefið Silver Tea Service. Mr. Austman þakkaði fyrir með ræðu. — Veitingar voru seinasti þáttur samkomunnar. Andrea Johnson Bjartsýnn ó framtíðina Fjármálaráðherra Breta, R. A. Butler, átti nýlega stutta við- dvöl í Quebec-borg á leið til Washington til að sitja fund Al- þjóðagjaldeyrisstofunarinnar og Alþjóðabankans; í viðtali við blaðamenn í Quebec lét Mr. Butler þess getið, að fyrir nokkr- um árum hefðu Bretar horfst í augu við gjaldþrot, en nú yrði ekki annað sagt en þjóðin byggi blómabúi: utanríkis- verzlun hefði aukist til stórra muna og innanlandsverzlunin komin á það stig, að hin hvim- leiða vöruskömtun væri rheð öllu úr sögunni; þakkaði hann þetta að mestu endurvakningu einstaklingsframtaksins, sem nú réði lofum og lögum á Bretlandi. Mr. Butler dáði mjög þær risavöxnu framfarir, sem skotið hefðu rótum í Canada á undan- förnum síðustu árum; kvað hann það einnig auðsætt hve áhrif Canada á alþjóðavettvangi færðust árlega í vöxt. MiNNI GULFOSS Ort á leið frá Skotlandi til Kaúpmannáhafnar 28. júlí 1954 og flutt á samkomu um borð í „Gullfossi“ samdœgurs Á yngri dögum eitt mitt fyrsta ljóð ég orti, fríða skip, um nafna þinn. Hann kveikti í þjóðar hjörtum heita glóð, er hafnir landsins gisti fyrsta sinn. Hann börnum íslands vonafylling var, og vonir nýjar þeim í skauti bar. í æsku bránn mér sævarþrá í sál þá sigldu víða drauma minna skip, og enn mér huga hitar öldumál og heillar særinn blár með töfrasvip. Því var mér, „Gullfoss“, fagnaðsför með þér, um fornar víkingsslóðir ljóma ber. Með sóma berðu fossins fagra nafn, í fegurð þinni speglast svipur hans. Um hvelfda barminn þinn og sterkan stafn, vér streyma finnum hjartablóð'vors lands, því draumur rættur varstu vorri þjóð og vonadirfsku nýrrar kveiktir glóð. Með fánann kæra strengdan hátt við hún þú höfin brúar, eykur sæmd vors lands, í sögu þjóðar ritar glæsta rún og rósum prýðir hennar frægðarkrans. Þér fylgi heillir, fagurprúða skip, með feðralandsins tign í björtum svip. RICHARD BECK Lesbók Morgunblaðsins Sig. Júl. Jóhannesson Fallegt og fjölment samsæti

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.