Lögberg - 30.09.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.09.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1954 í hinu mikla bifreiðasafni Daimler-Benz í Stuttgart er margt frægra farartækjo Stöðugt er unnið að endur- byggingu í Þýzkalandi og með þessu ári að telja getur Stuttgart á ný státað af ein- stæðu bílasafni í elztu bif- reiðaverksmiðju, sem vitað er um. Er hér um að ræða Daimler-Benz verksmiðjuna í Stuttgart-Unterturkheim. Verksmiðjan, sem er ein af fimm, þar sem 35 þúsund mannT vinna, skemmdist mjög mikið eftir styrjöldina, en bílasafnið var vel geymt í sprengjuheldum kjállara undir sjálfri verksmiðjunni. Nú er að fullu lokið við að endurbyggja Daimler-Benz og safnið dregur þegar að sér þúsundir ferðamanna, sem án endurgjalds fá yfirsýn yfir núverandi og fyrrver- andi bifreiðasmíð. ERKSMIÐJAN framleiðir að- eins mjög vandaðar bireiða- vélar og liggur ekki langt frá miðhluta Stuttgarts í Mercedes Strasse og er safninu komið fyrir á fyrstu hæð byggingarinnar. Hér er um stórt safn að ræða, allt að því hundrað bílar frá fyrstu tíð til vorra daga, og fyrsta tíð þýðir í þessu tilfelli frá því fyrir aldamótin síðustu. Fyrsti vísirinn Strax og komið er inn í hina þöglu sali, þar sem bifreiðar tróna, sem eru milljóna króna virði, væru þær til sölu, vekur einkennilegt skrapatól mesta athygli. Þetta ókennilega farar- tæki ber með sér ýmis einkenni nútíma bifhjóls. Og það er líka fyrsta bifhjólið, sem augum varð litið af mönnum. Hjólið var smíðað af Gottlieb Daimler í litlu verkstæði, sem enn er varð- veitt í úthverfi Stuttgart. Þetta gerðist árið 1883 og farartækið, sem árið ól af sér, var fyrsta teikn þeirrar nýaldar, sem var að renna varðandi farartækin og bifvélina. I þessu fyrsta bif- hjóli var einsstrokksvél, er gekk fyrir benzíni. Daimler voru ljós- ir þeir möguleikar, sem þessi litla vél færði honum upp í hend- urnar, enda byggði hann benzín- vélar með það fyrir augum, að hægt væri að nota þær í hest- vagna, sporvagna, landbúnaðar- tæki og margt fleira. Annar maður með sömu hugmyndir En það voru fleiri en Daimler, sem höfðu nýjar hugmyndir í kollinum, er áttu eftir að um- turna öllum venjulegum lög- málum um hreyfiafl og þó eink- anlega möguleika á nýtingu þess hreyfiafls, sem vitað var að hæ^t var að virkja, ef lagi og hugvitssemi var beitt. Ekki langt frá byggði annar Þjóðverji benzínvél, sem var næstum eins í öllum aðalatriðum og vél Daimlers. Maður þessi hét Carl Benz og þekkti hann ekkert til Daimlers og hafði ekki hug- mynd um þær tilraunir, sem Daimler var að gera um sama leyti. Upp úr þessu urðu svo kynni á milli þessara tveggja hugvitsmanna og þegar þeir fóru að ráðslaga í sameiningu, fór að koma skriður á málin. Voru gerðar það örar og miklar endur- bætur á vélunum, að hið opin- bera hafði varla við að fylgjast með. Þetta samstarf Benz og Daimlers renndi fótum undir stofnun elztu bifreiðaverksmiðju sem sögur fara af og sem enn 1 þann dag í dag ber nafnið Daimler-Benz. Hver var Mercedes? En bifreiðar þessarar verk- smiðju heita Mercedes og þykir það máske nokkurri undrun sæta, þar sem það nafn er ekki að finna í verksmiðjuheitinu, né að það sé fornafn annars hvors uppgötvarans. Þá sögu er að segja af þessu nafni, að það er nafn dóttur Daimlers gamla. Þegar Daimler og Benz höfðu gert drög að nýjum árangri í byrjun þessarar aldar, sem þeim fannst vera fegurri bifreið, en þeim hafði tekizt að byggja fram að þessu, vantaði þá tilfinnan- lega nafn. Þeir veltu þessu lengi fyrir sér, því þetta átti umfram allt að vera gott nafn. Daimler átti unga og óvenju fagra dóttur. Hún hét Mercedes og að lokum þótti það nafn eitt vera nógu gott fyrir þessa bifreið. Og þannig vildi það til, að þær þús- undir vagna, sem nú renna dag- lega eftir færiböndum Daimler- Benz verksmiðjanna, bera nafnið Mercedes-Benz. Bifreið keisaraynjunnar Svo aftur sé snúið til safnsins, má þar sjá hverja kunna bifreiða gerðina af annarri. Bifreiðunum er að nokkru raðað upp eftir aldri. Fyrst sjást hestvagnar með vélum, síðan kerruvagn- arnir. Þar næst koma hinir í- burðarmiklu skrautvagnar, er urðu undanfari þess bifreiðalags, sem við þekkjum í dag, og var frábrugðið gamla laginu með vél að framan og tilheyrandi vélar- húsi, er í einn tíma var gert sem mest úr, þótt nú sé farið að minnka það. Innan tíðar koma svo gúmmíhjólin, fyrst þau þéttu og síðan þau loftfylltu, er enski dýralæknirinn Dunlop fann upp og Michelin fulllcomnaði. Þarna sjást einnig brunabílar, og hefir hugmyndaflugið fengið að leika nokkuð lausum hala við smíði þeirra. Fræg er bifreið keisara- ynjunnar, sem er einna líkust dagstofu að innan. Hafði frúin heilt tækjaborð sér til dundurs, en frá því gat hún gefið öku- manninum merki þess efnis, hvort hún vildi fara hraðar eða hægar, eða beygja til hægri eða vinstri. Fljótlega fer að bera á kappakstursbílum í safninu, til að byrja með nokkuð rómantísk- ir og óhentugir, en innan fárra ára fá þeir á sig rétt lag, verða stöðugt lægri á hjólum og með aflmeiri vélar. í safninu er að finna vagn, sem vann fyrstu verðlaun í kappakstri og komst hraðast 120 km. á klukkustund, árið 1906. Mercedesinn hans Hitlers Á upphækkuðum palli stendur mjög falleg og ríkulega búin svört bifreið með tólf strokka vél, sem byggð var 1937. Hún var gerð samkvæmt sérstakri beiðni og er enn með fallegustu vögnum, sem gerðir hafa verið. í stríðslok tók bandaríski yfir- maðurinn á hernámssvæði Bandaríkjanna bifreiðina í sína þjónustu. Notaði hann bifreiðina bæði til elnkaþarfa og einnig opinberlega, unz hann fór frá Þýzkalandi. Þá óskaði hann þess að bifreiðin yrði látin á Daimler- Benz safnið í Stuttgart. Var þessu boði að sjálfsögðu tekið með þökkum. Það mundi kosta ærið fé að byggja sams konar bifreið og þessa í dag. Enginn veit hvað orðið hefir af Mercedes-bifreið þeirri, sem Hitler hafði til afnota. Á mynd- um sézt hann alltaf standandi við framrúðuna í stórum, opnum Benz-vagni. Þessi vagn er nú týndur og tröllum gefinn. Verið getur að hann hafði eyðilagzt með öllu í stríðslok, og þótt einir tólf Bandaríkjamenn haldi BENDING TIL NÝRRA CANADAÞEGNA YFIRLÝSING UM ÁKVÖRÐUN UM AÐ VERÐA CANADISKUR ÞEGN EKKI NAUÐSYNLEG Samkvæmt tillögum ráðherra þegnréttinda og innflytjenda, hefir þing Canada samþykt breytingu á þegnréttindalögum landsins. Gerist með henni óþarft fyrir nýja borgara, að leggja fram yfirlýsingu um að þeir ætli sér að verða canadiskir þegnar. Með þessu er átt við, að maður getur lagt fram beiðni um borgarabréf, þegar fimm ár eru liðin frá því að hann kom til landsins og hefir dvalið hér. Beiðni um borgaraleg réttindi má leggja fram hjá ritara í rétti bygðar þinnar. Eigi að síður getur hinn nýkomni lagt fram yfirlýsingu um áform sín að verða hér borgari, ef hann óskar þess, þó það sé með öllu óþarft. Þetta ákvæði er aðeins gert til þess, að sanna ef með þarf, að hann nýi umsækjandi ætli sér að verða hér borgari. Og þá yfirlýsingu má þá einnig leggja fram hjá ritara réttar héraðsins, sem hann á heima í eða hjá bókara þegnréttinda í þegnrétt og innflutningsdeildinni í Ottawa. Birt til fyrirgreiðslu nýrra innflytjenda af Department of Citizenship & Immigration HON. J. W. PICKERSGILL, P.C., M.P. LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C. Minister Deputy Minister Mrs. Þorbjörg Runólfsdóttir Mýrdal því fram, að þeir eigi þessa bryn- vörðu bifreið leiðtogans, þá er ekki talið að hún hafi flutzt til Bandaríkjanna. Bifreið með vængi Stærsta bílinn á safninu er að finna meðal kappakstursbifreið- anna. Hann er tíu metrar á lengd og er mjög straumlínu- lagaður. Hann er með sex hjól- um, fjórum að aftan, hefir hlið- arstýri, eins og flugvél og er með stutta vængi, sem eru til þess að halda honum niðri á afturhjólunum, þegar komið er á fulla ferð. Það átti að setja flugvélamótor í bílinn, en úr því varð aldrei og stendur hann vélarlaus í safninu. Stríðið batt enda á frekari aðgerðír og nú hafa þau hraðamet, sem þessi bifreið átti að setja, verið sett af öðrum. Þannig á hver bifreið í Daim- ler-Benz-safninu í Stuttgart sína sögu, stundum sorgarsögu, en flestar eru sögurnar um nýja áfanga í hraða og aukinni aksturshæfni. —TÍMINN, 11. ágúst Hún andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. B. Danielson við Árborg þann 17. júní s.l. Þorbjörg var fædd að Kvísl- höfða í Álftaneshreppi í Mýra- sýslu, 28. júní 1860. Foreldrar hennar voru Runólfur Guð- mundsson og Þorbjörg Jóns- dóttir. Með þeim ólst hún upp. Árið 1884 giftist hún Þorvaldi Einarssyni frá Þverholtum í Álftaneshreppi. Þau bjuggu á Vogalæk. Hún misti mann sinn frá börnum þeirra ungum. — Börnin eru: Einar, búsettur í Selkirk, kvæntur Guðrúnu Sig- urðardóttur Hafliðasonar; Jó- hann, búsettur í Selkirk, kv. Kristbjörgu Einarsdóttur John- son; Lára, Mrs. Benjamín Danielson, Árborg, Man. Við lát manns hennar voru synir hennar teknir í fóstur, en Lára dóttir hennar var jafnan með henni. Um aldamót fluttist Þorbjörg, ásamt dóttur sinni, til Vestur- heims og settist að í Norður- Dakota. Árið 1903 giftist hún Magnúsi Jónssyni Mýrdal, er var sonur Jóns bónda Guð- mundssonar í Sanddalstungu og Sesselju Jónsdóttur. Þeim Þor- björgu og Magnúsi varð tveggja barna auðið: Laufey, búsett i Winnipeg, og Þorvaldur, látinn fyrir fáum árum síðan. Tvser dótturdætur hinnar látnu ólust einnig upp hjá Þorbjörgu og manni hennar, þær eru: — Dorothy, Mrs. Harris, og Florence, Mrs. Noyls. Þorbjörg var mikil þrekkona bæði til líkama og sálar. Hún bar breytilega og þunga reynslu ævidagsins með mikilli rósemi og stillingu. Hún var kona jafn- lynd og glöð í sinni, trygg og staðföst vinum sínum. Þótt hun nyti aðeins heimilisfræðslu i bernsku, var hún kona víðlesin og fróð um margt, einkum sögu- leg efni ættlands síns og þjóðar. Hún átti affarasælar gáfur, kunni að meta fróðleik og finna þannig svölun — mitt í önnum ævidagsins. Hún var sönn og góð móðir. Þótt synir hennar væru annars staðar uppaldir, var inni- legt samband með þeim og henni alla tíð. Lára dóttir hennar dvaldi aldrei til langframa fjarri móður sinni. í Vestur-Þýzkalandi hefir yerið gert mikið átak í skólamálum Þar haía menn ekki ráð á að vera lengi að byggja Viðtal við HELGA ELÍASSON fræðslumálastjóra ELGI ELÍASSON fræðslu- málastjóri er nýkominn heim úr ferðalagi um Vestur-Þýzka- land. Lagði hann upp í þá ferð 26. júní og dvaldist hann í ýms- um borgum sambandslýðveld- anna og kynnti sér menntun kennara. Tíðindamaður frá Vísi hefir fundið Helga Elíasson að máli og spurt hann um ferðina. — Mér barst boð um að fara þessa ferð fyrir milligöngu vest- ur-þýzka sendiherrans hér í Reykjavík, dr. Opplers, sem gerði mér boðið fyrir hönd menntamálaráðuneyta sambands lýðveldanna. Til nánari skýr- inga má geta þess, að hvert sambandslýðveldanna hefir sitt menntamálaráðuneyti og sinn menntamálaráðherra, en ráð- herrar þeirra allra koma saman til fundar sem næst mánaðar- lega, til viðræðna og samræm- ingar menntamálanna. í sam- bandsstjórninni í Bonn er eng- inn menntamálaráðherra, en for- stöðumaður menntamálaskrif- stofu hennar í Bonn er fram- kvæmdarstjóri hins sameigin- lega menntamálaráðs hinna ein- stöku ríkja, en á einum fundi þess var á kveðið að bjóða mér til Vestur-Þýzkalands. Menntastofnanir helztu borga skoðaðar Fyrirspurn tíðindamannsins um hvaða borgir hann hefði heimsótt, svaraði fræðslumála- stjóri á þessa leið: — Ég dvaldist aðallega í Bonn, Munchen, Stuttgart, Dusseldorf og Hamborg. Auk þess, sem áður var getið, kynnti ég mér skóla- byggingar, notkun kennslukvik- mynda í skólum og útbúnað skóla yfirleitt. Eftir styrjöldina var feikna mikill skortur á skóla- húsnæði. í sumum borgum var 80% skólahúsnæðis í rústum. Gert var þegar eftir styrjöldina mikið átak til þess að gera skóla- hús nothæf aftur og reisa ný skólahús. Þetta virðist hafa gengið ótrúlega fljótt. Byggingarframkvæmdum hraðað Stefnt var að því, að koma upp kennslustofum, en sérstofur og leikfimissalir látnir sitja á hak- anum fyrst í stað. Er lögð megin- áherzla á, að það taki ekki of langan tíma að koma bygging- unum upp, og alls ekki lengur en eitt ár, og vinnukrafti bætt við eftir þörfum til þess að það takist. Þjóðverjar telja sig ekki hafa efni á að vera lengi að byggja. Skólastofur eru rúmgóðar og bjartar í öllum nýjum skólabygg- ingum og þær eru vel útbúnar að öllu leyti, en án alls íburðar. Stefnt að því að skólarnir séu ekki of stórir Þar sem laydrými leyfir eru aðeins byggðir litlir skólar, en sumstaðar í borgunum verður að hafa skólana stærri, éh gott þykir, vegna lóðaskilyrða. Stefn- an er sú, að byggja litla skóla, alls staðar þar sem unnt er. Menntun kennara — Hversu er háttað menntun kennara í Vestur-Þýzkalandi? — Víðast eru kennaraskólar, en sumstaðar t. d. í Hamborg stunda þeir háskólanám. Krafist er stúdentsprófs sem inntöku- skilyrðis. Kennaraskortuf er enn mikill eftír styrjöldina, en margir eru við kennaranám, og stefnir hratt að því, að bætt verði úr kennaraskortinum. Skólanámið stendur 3 ár og telst það aðeins fyrri hluti námsins. Er þá síðari hlutinn eftir, 2—3 ára kennsla. Að þeim tíma liðn- um skila kennararnir ritgerðum um kennslufræðileg efni og kenna í viðurvist prófdómenda. Viðtökur ■— Viðreisnin — Viðtökur voru frábærar, sagði fræðslumálastjóri að lok- um, allir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að greiða götu mína og að ég gæti kynnt mér allt sem bezt á þeim stutta tíma, sem ég hafði yfir að ráða. Kann ég þeim mönnum öllum beztu þakkir. Mikla athygli mína vakti hve allt bar því vitni hve iðin, ástundunarsöm og sparsöm þýzka þjóðin er. Alls staðar var verið að starfa, að reisa úr rúst- um, og’ það er furðulega stórt átak, sem þjóðin hefir gert síðan styrjöldinni lauk. Áhugi fyrir íslandi Ég varð alls staðar var mikils áhuga fyrir íslandi. Og skemmti- legt vai^ að komast að raun um, hve menn eru yfirleitt fróðir um margt hér. Bækur Jóns Sveins- sonar, Gunnars Gunnarssonar og Kristmanns Guðmundssonar hafa áreiðanlega aukið þekkingu manna á íslandi og vakið áhuga þeirra fyrir landinu og þjóðinni. Margir sögðust hafa lesið rit þeirra. —VÍSIR, 11. ágúst Sinn háa aldur bar Þorbjörg mjög vel. Síðustu æviárin var hún rúmliggjandi og naut ágætr- ar umhyggju Láru dóttur sinnar og manns hennar — og á heimili þeirra andaðist hún, eins og að ofan er getið. Útför hennar fór fram fra heimili Danielson’s hjónanna og frá kirkju Árdalssafnaðar í Ár- borg þann 21. júní. Þeim söfnuði hafði Þorbjörg lengi unnað —- og starfað í þágu hans meðan hún mátti. Með Þorbjörgu er sönn íslenzk kona og trygglynd móðir horfin af þessu tilverusviði. Séra Robert Jack, sóknar- prestur í Árborg, þjónaði við útförina. S. ólafsson "A Realisiic Approach ío the Hereafter" by Winnipeg auihor Edith Hansson Bjornsson's Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg T H I S SPACI CONTRIIUTIO • V WINNI PEG BREWERY IIMITID

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.