Lögberg - 30.09.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.09.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1954 3 Lungnaskurðir æ algengari lækning við krabbameini og berklum Rætt við læknishjóninu Ölmu Thorarensen og Hjalta Þórarinsson jVIÝLEGA eru komin hingað til lands eftir tveggja ára fram- haldsnám í læknisfræðum, hjón- in Hjalti Þórarinsson frá Hjalta- bakka í Austur-Skaftafellssýslu og Alma Thorarensen frá Akur- eryi. Stundaði Hjalti framhalds- nám í skurðlækningum, en Alma í svæfingalæknisfræðum. Eiga þau hjónin glæsilegan feril að baki sér, en Hjalti tók hæsta embættisprófið árið 1948, sem tekið hefir verið frá læknadeild Háskólans hér. 600 uppskurðir árlega Að embættisprófi loknu starf- aði Hjalti um skeið úti í héraði og lauk kandidatsári sínu á Landsspítalanum. Vann hann síðan sem aðstoðarlæknir á Landsspítalanum hálft annað ár °g leysti einnig yfirlæknir Sjúkrahúss Akureyrar af hólmi um skeið. Alma lauk embættisprófi í læknisfræðum 1951 og héldu þau hjónin til Bandaríkjanna í maí 1952. Var för þeirra gerð í boði uiennta- og menningarstofnunar þeirrar, er nefnist The Institute °f International Education og starfar hún á vegum Bandaríkja- stjórnar. Þau hjónin héldu til Ríkis- sjúkrahússins í Madison, sem er höfuðborg fylkisins Wisconsin, heimafylkis MacCarthy’s. Er það jafnframt háskólasjúkrahús fylkisins og nýtur mikils álits og virðingar vestra. Þar eru um 1200 sjúkrarúm, 120 læknar og eru framkvæmdir þar 5—6000 uppskurðir á ári hverju. Sérstak- lega þykir sjúkrahús þetta standa framarlega í skurðlækn- ingum, en Hjalti lagði stund á almennar skurðlækningar og auk þess lungna og hjartaskurði. Blaðið átti fyrir skömmu tal við þau hjónin og spurði þau trétta af námi þeirra og nýjung- um í læknisfræðum þar vestra. Rullkomin skurðtækni Hjalti kveður þá bandaríska lækna, er þau hafi starfað með á sjúkrahúsinu hafa verið mjög hjálpsama við þau og aðra er- .lenda lækna, er þar voru komn- ir til náms, m. a. frá ítalíu, For- naósu og Grikklandi. Hafi lækna- yfirvöldin viljað allt til þess gera, að námið kæmi þeim að sem mestum og beztum notum °g greitt götu þeirra 1 hvívetna. Landarísk sjúkrahús eru einkar vel búin öllum þeim tækjum og rannsóknaráhöldum, sem að gagni mega koma við erfiðustu skurðlækningar og má segja, að þar skorti fæst, er að haldi má koma og sjúklingum má til hjargar verða. Hafa Bandaríkja- ^nenn á undanförnum áratugum iagt fram geysilegar fjárupp- haeðir til vísindarannsókna á sviði læknigfræðinnar, enda hef- lr óvíða náðst merkari árangur í haráttunni gegn sjúkdómunum en þar í landi og sjúkrahús þeirra eru ein þau fullkomnustu 1 veröldinni. Kveður Hjalti það ^hjög lærdómsríkt að hljóta tæki- ^seri til að kynnast skurðlækn- ^ngum á stórum sjúkrahúsum vestan hafs, þar sem fleiri upp- skurðir og margvíslegri eru íramkvæmdir á einu ári, en á ^örgum árum hér heima. Hjalti mun vera hinn eini ís- lenzki læknir, sem gert hefir ^ngnaskurði að sérgrein sinni. ^eir færast allmjög í vöxt á sjukrahúsum vestra, og er nú ferið að grípa til hnífsins í aukn- Urn mæli við mörgum sjúkdóm- Um í lungum. Er skurðlækning- Uln beitt við krabbameini í *ungum, berklum og ýmsum °ðrum lungnasjúkdómum. Hefir þótt gefa góða raun, eftir alvikum, og er algengt, að tekið ae með öllu annað lungað úr herkla eða krabbameinssjúkling e®a hlutar af öðru eða báðum eftir því hve sjúkdómurinn er útbreiddur. Einn helzti kostur- inn við hina auknu lungnaskurði við berklum þykir, að miklu minni hætta er þá á að sjúk- dómurinn taki sig upp aftur síðar. Ekki eru nema tiltölulega fá ár síðan lungnaskurðlækningar tóku að ryðja sér mjög til rúms í Bandaríkjunum, en horfur eru á að þeim verði beitt í ríkari mæli á komandi árum, jafnframt því sem skurðtæknin eykst. Ný berklalyf — Hvað er að segja um bar- áttuna gegn berklaveikinni í Bandarí kj unum ? — Þar hafa helzt komið til hin nýju lyf, sem einnig eru flest þekkt hér heima, auk lungna- skurðanna. Upp á síðkastið hafa ýmiss hikotinsýrusambönd verið reynd með allgóðum árangri og eru nú notuð ásamt hinum gömlu lyfjum Streptomycin og PAS. Lyfjanotkunin er þó ekki einhlít og því alla jafna einnig gerðar skurðaðgerðir á sjúkling- unum og hinir sýktu hlutar lungans skornir burt. Berkla- veikin hefir verið allútbreidd í. Bandaríkjunum, einkum í Suður ríkjunum og telja má að við Is- lendingar séum komnir lengra á veg með að útrýma henni en Bandaríkjamenn. Þeir gjalda þar að nokkru hins mikla mann- fjölda, sem í landinu er, sem gerir hóprannsóknir dýrar og erfiðar í framkvæmd. í borgum eru hreyfanlegar rannsóknar- stofur oft á ferð, þar sem menn geta fengið röntgenmyndir og læknisskoðun ókeypis. Á síðustu árum hefir þó verið um stór- kostlegan árangur að ræða hjá þeim í baráttunni gegn berkla- veikinni. — Hvað um krabbameins- lækningar? — Til krabbameinsrannsókna verja Bandaríkjamenn nú geysi- miklu fé og eiga hinar fullkomn- ustu rannsóknarstofur, sem til eru. Enginn endanlegur árangur hefir þó náðst með lyflækning- um í baráttunni gegn krabba- meininu, og er hnífurinn og geislarnir enn áhrifaríkustu læknisaðferðirnar. Því er höfuð- áherzlan lögð á að greina sjúk- dóminn sem allra fyrst og fara fram víðtækar rannsóknir meðal almennings í því skyni. Varð- andi frétt um rannsóknir pró- fessors Olivercrone í Stokk- hólmi um áhrif brottnáms heila- dingulsins á vissar tegundir krabbameins er það að segja, að svipaðar rannsóknir hafa farið fram í Bandaríkjunum og nokk- ur árangur náðst í einstökum til- fellum, en ekki er um neinn heildarárangur að ræða. I Reykingar og krabbamein — Er talið vestanhafs að reyk- ingar orsaki krabbamein? — Allvíðtækar rannsóknir hafa farið fram í því skyni að kynnast því hvort samband sé á milli reykinga og krabbameins í lungum. Þær virðast benda til þess, að reykingamenn fái fremur sjúk- dóminn en hinir, sem ekki reykja, en mjög torvelt er að færa beinar sönnur á það. Eitt er þó víst, að sökum rann- sókna þessara og hins mikla um- tals, sem orðið hefir um sam- bandið milli reykinga og krabba- meins, þá hafa reykingar minnk- að í landinu og er það hagstæð þróun út af fyrir sig. — Hvað líður rannsóknum á lömunarveiki og læknisaðgerð- um við henni? — íslenzkum læknum mun vera kunnugt um þróun þeirra mála í höfuðatriðum. Lömunar- veikifaraldrar ganga alla jafna um Bandaríkin á sumrin og haustin og er þar skæður sjúk- dómur. Nýlega hefir verið farið að nota nýtt varnarlyf gegn veikinni, gamma-globulin, en það er unnið úr blóðvatni. Hefir lyf þetta gefið góða raun og eru við það tengdar miklar vonir. Ennþá er framleiðsla lyfsins þó mjög lítil og hefir það hindrað víðtækar rannsóknir á áhrifum þess. — Er læknanáminu í Banda- ríkjunum hagað á svipaðan hátt og hér heima? — Já, segja má að það sé, en hinir eiginlegu læknaháskólar útskrifa þó lækna eftir fjögurra ára nám vestra. En þá er lækna- stúdentinn einnig búinn að stunda undirbúningsnám í 2—3 ár, áður en hann hefur hið eiginlega læknisfræðinám. Mér virtist sem svo, að heldur minni áherzla væri lögð á bóklega námið, en aftur á móti hlýtur bandaríski læknastúdentinn mjög mikla verklega æfingu og sér mikinn fjölda sjúkdómstil- fella á námstímabili sínu. Eini lungnaskurð- sérfræðingurinn Bandarískir læknastúdentar eru yfirleitt úrvalsmenn, aðrir komast ekki að háskólunum, og þeir verða að leggja mjög hart að sér við námið. Bandaríska heilsugæzlan er mjög fullkomin og yfirstjórn heilbreigðismálanna virðist ör- ugg og þau mál ágætlega skipu- lögð í Bandaríkjunum. Láta þau hjónin hið bezta af dvöl sinni vestra og kveða þar hin ágæt- ustu tækifæri til þess að stunda framhaldsnám með góðum ár- angri í öllum greinum læknis- fræðinnar. Sérstaklega báru þau fram þakkir til þeirra aðila, sem greiddu götu þeirra vestanhafs, bandaríska utanríkisráðuneytis- ins og upplýsingaþjónustu Banda ríkjanna hér á landi. Er ég spurði þau hjónin að því, hvort þeim hefði ekki komið til hugar að setjast að vestan- hafs, kváðu þau það hafa hvarflað að sér og unnt hefði verið að hljóta stöður þar. En þó væri það þannig, að alltaf gerði heimþráin vart við sig og því hefðu þau snúið heim strax að loknu námi, þótt þau hefðu ekki enn ráðið sig til starfa hér á landi. Eins og áður er getið, mun Hjalti vera eini íslenzki læknir- inn, sem gert hefir lungna- og hjartaskurði að sérgrein sinni og það er sannarlega fagnaðarefni að heimalandinu skuli koma starfskraftar hans og konu hans að gagni. —Mbl., 7. ágúst Blaðaútgófa í Rússlandi Hvernig PRAVDA — „málgagn sannleikans“ — er rekið STJÓRNARBLAÐIÐ í Rúss- landi heitir Pravda, og það þýðir Sannleikur. Margs ber að gæta í rekstri þess, en þó allra sízt sannleikans, eftir þeim upp- lýsingum, sem tímaritið „World“ hefir aflað sér um það. Og allur rekstur þess er svo frábrugðinn því sem gerist um blöð á Vestur- löndum, að þar er fátt sameigin- legt nema pappírinn. Venjulegast er Pravda ekki nema fjórar blaðsíður, en fastir starfsmenn þess eru 2500. Af þessum starfsmönnum eru 1500 útsendir erindrekar, sem hafa bækistöð sína í hinum ýmsu landshlutum og borgum. Þeir hafa ákveðið mánaðarkaup, en fá auk þess borgun fyrir smá- klausur, sem blaðið kann að birta. Að ritstjórninni í Moskva vinna 650 menn, þar af eru 350 „umsjónarmenn“ og 300 „aðstoð- arritstjórarar", sem skrifa efni blaðsins. Það sem þá vantar upp á starfsliðið eru fréttaritarar, sem hafa aðsetur sitt í öllum helztu borgum í heimi. — Þessir menn hafa yfirleitt miklu hærri laun heldur en fréttaritarar stór- blaðanna á Vesturlöndum, og fá meira eyðslufé. Aðalritstjóri Pravda er Peter N. Pospelov, og hann hefir sér við hlið 15 meðritstjóra, og hver þeirra annast sérstök málefni. Eru þessi málefni flokkuð eftir því hve þýðingarmikil þau eru talin, og fer mánnvirðing rit- stjóranna eftir því hvert mál- efnið er. Efstur í röðinni er sá, sem sér um fréttir frá kommún- istaflokknum, því það starf er talið allra þýðingarmest. Næstur kemur sá, sem sér um fréttir frá iðnaðinum. Sá sem sér um heims fréttirnar er sá áttundi í röð- inni, og sá sem sér um listir rekur lestina. Með hálfsmánað- ar fyrirvara verður hver rit- stjóri að leggja fyrir ritstjórnar- fund suðurliðaða skrá um þau málefni, er hann hyggst skrifa um og hvernig hann ætlar að skrifa um þau. Ritstjórnarfundur gerir sínar athugasemdir þar við, og svo eru þessar vinnubragða áætlanir breyttar og umbættar, sendar hinni stjórnskipuðu út- gáfunefnd, sem hefir úrskurðar- vald í öllum málefnum blaðsins. Blaðamönnum, eða aðstoðar- ritstjórum, er jafnaðarlega veitt- ur 10—15 daga frestur til þess að skrifa eina grein. Þeir hafa því nægan umhugsunartíma. Það er annað en með vesalings blaða- mennina á Vesturlöndum, sem dag eftir dag verða að keppast við að skrifa undan setjaravél- unum. En þó er óvíst að hinir vestrænu blaðamenn vildu skipta kjörum við hina aust- rænu. Vestrænn blaðamaður nær í frétt og þá er hlutverk hans að segja svo satt og ýtarlega frá, sem kostur er. Hann leitar sér upplýsinga eftir ýmsum leiðum, til þess að frásögnin verði sem skilmerkilegust, og svo fer hann með greinina rakleiðis til rit- stjórans og hann lætur hana ganga til prentsmiðjunnar. En svona auðvelt er þetta ekki fyrir rússneskan blaðamann. Það er minnstur vandinn fyrir hann að ná í frétt. Vandinn byrjar fyrst þegar hann fer að semja, því að þá verður hann að gæta þess að hvert einasta orð og orðasambönd sé í sam- ræmi við hina pólitísku línu. Hrasi hann örlítið á stílsmátan- um og þótt ekki sé nema um að- eins eitt orð að ræða, þá getur það haft óheppilegar afleiðingar fyrir hann. Eitt orð getur orðið þess valdandi að Skuldardómur sé upp kveðinn yfir honum. Áður en hann skilar grein sinni verður hann því að rannsaka vandlega hverjar muni vera skoðanir yfirboðara sinna. Og verði hann að nafngreina ein- hverja menn í grein sinni, verð- ur hann einkum að fara varlega, því að vel getur verið að ein- hverjir af þessum mönnum sé fallnir í ónáð þótt hann viti það ekki. Á hinn bóginn hafa blaðamenn Pravda betri kjör heldur en starfsbræður þeirra á Vestur- löndum. Hver blaðamaður fær sérstakan bíl til afnota, alveg eins og helztu gæðingar stjórn- arinnar og yfirstéttarmenn. — Hann fær ókeypis aðgang að kvikmyndasýningum, leiksýn- ingum, söngleikjum og dans- sýningum. Hann á heimtingu á beztu aðhlynningu í járnbraut- um og gistihúsum um allt land, og hann fær afslátt á öllu í veit- ingahúsum. Og hann má hirða allar „heiðarlegar mútur“, sem honum bjóðast vegna starfs síns. Blaðamennirnir rússnesku standa ekki hátt í mannvirðinga- stiganum, en allir eru þó hrædd- ir við þá, vegna þess að það er kunnugt að orð þeirra geta náð eyrum æðstu valdhafanna. Það hefir ekki litla þýðingu í Rúss- landi, þar sem allir eru hræddir, og þess vegna munu fáir þora að standa uppi í hárinu á blaða- Framhald á bls. 7 Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation $32 Simcoe St. Winnlpeg, Man. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLJNIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg PHONE 92-6441 r====X\Un===F SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Porlage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 J. J. Swanson & Co. LIMITED 303 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Út- vega penlngalAn og eldsAbyrgB. blfreiBaAbyrgB o. s. frv. Phone 92-7538 Dr. ROBERT BLACK SérfrœBingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrlfstofusfml 9 2-3851 Heimaslmi 40-3794 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Dunwoody Saul Smith & Company Chariered Accounianis Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Hofið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. ícelandie Old Folks’ Home Soc , 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Thorvaldson. Eggerlson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 32-8291 ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH Prescriplion Specialisi Cor. Arlingion and Sargeni PRODUCERS LTD. Phone 3-5550 J. H. PAGE, Managing Director We Handle School Supplies Wholesale Distributors of Fresh and We collect light, water and Frozen Fish phone bills. 311 CHAMBERS STREET Posi Office Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice 8i Home Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um Ot- farir. Allur tltbúnaCur sá bezti. StofnaB 1894 SlMI 74-7474 . Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accc'intant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanason 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smlih Si. Winnlpeg PHONE 92-4424 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Gilbart Funeral Home Limited Selklrk, Manltoba. Wholesale Distrlbutors of J. Roy Gilbart FRESH AND FROZEN FISH Licensed Embalmer 60 Louise Street Slmi 92-6227 Phone 3271 Selkirk EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphln. Maniloba Eigandl ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhá.far, öruggasta eldsvörn, og Avalt hreinir. Hitaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viB, heldur hita frá aB rjúka út meB reyknum.—SkrifiB, slmiB tll KELLV 8VEIN88ON 821 Wall st. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Símar 3-3744 — 3-4431 Van's Electric Ltd. 636 Sargeni Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMTRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branches Real Bstate - Mortgages - Rentals 210 POWEB BUILDING Telephone 93-7181 Res. 48-3480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.