Lögberg - 30.09.1954, Page 6

Lögberg - 30.09.1954, Page 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1954 Hann gekk til hennar og ætlaði auðsjáanlega að jafna þessa misklíð með kossum og faðmlögum. Hún hopnaði á hæl og sló hann í andlitið með votri rýju, sem hún hafði verið að þurrka bollapörin með. „Þú skalt láta það ógert, að kyssa mig í þetta sinn“, sagði hún. Hann tók rýjuna af henni og fleygði henni á gólfið, greip um báða úlnliði hennar og kreisti þá svo fast, að hún veinaði af sársauka og hræðslu. „Það er svo sem ekkert, sem gengur á fyrir þér, kona góð. Þú bara lætur þig í það að slá mig“, sagði hann ofsareiður. Lína reyndi að losa hendur hans með grönnum, kraftalitlum höndum sínum, en fékk engu áorkað. „I guðsbænum, slepptu, maður. Þú meiðir hana“, bað hún kjökrandi. Hann sleppti henni svo hranalega, að hún hálfdatt ofan á stól, sem var þar rétt hjá henni. Svo þaut hann fram göngin og út úr bænum. Anna færði sig inn í myrkrið, hallaðist fram á borðið í búrinu og grét eins og vonsvikið barn. En Lína smaug upp stigann og faldi sig uppi á geymsluloftinu í myrkrinu og kuldanum. Þar gat hún helzt hulið sekt sína og samvizkukvalir. Það var komið fram, sem hún hafði óttazt: Allt heimilið var komið á annan endann. Skyldi Þórður vera eitthvað við þetta riðinn? Skyldi það geta skeið, að hann hefði ráðlagt Önnu þetta bragð? Hún átti bágt með að trúa því. Borghildi fór að lengja eftir. kaffinu. Hún gafst upp við vélina og fór fram. Hvað svo sem var þetta? Pörin ekki einu sinni komin á borðið. Engin manneskja í eldhúsinu. Hún greip ketilinn, sem var þurr, yfir glóðinni. Glerungurinn brast og sprakk innan úr honum. „Hver stjórnar þessu?“ sagði hún hálfhátt. Það lítur út fyrir að búið sé að eyðileggja nýjan ketilinn. Dúkað borðið, með tveim lummufötum. Hvað hafði svo sem orðið af Línu? Og þarna var hnakktaskan hans Jóns, og þarna lágu vettlingarnir hans á gólfinu. Svo að hann var þá kominn heim. „Lína“, sagði hún upphátt, því að henni heyrðist einhver vera inni í búrinu. „Hvað ertu eiginlega að hugsa, manneskja? Ég sé ekki betur . . . Lengra komst hún ekki. Anna kom allt í einu fram úr myrkrinu og vafði handleggjunum um hálsinn á henni og faldi andlitið undir vanga hennar. Borghildi varð bilt við. „Hvað gengur að þér, góða Anna mín? Ereu veik, eða hvað hefur komið fyrir?“ spurði hún og klappaði henni ósköp hlýlega á bakið. „Ég get ekki sagt þér það“, kjökraði hún. „Þú hefur fengið fyrir' hjartað af þessum bókalestri undan- farið. Það er ekki hollt, að lesa þessa útlendu „rómana“, hef ég heyrt sagt. Kannske hressistu við kaffið. Það er hérna á könnunni. Hvernig getur staðið á því, að Lína er ekki búin að láta pörin á borðið, en lætur kaffið seyðast á könnunni? Hún er þó vön að koma verkunum sínum af“. „Kannske hefur hún farið með honum út í myrkrið, Guð má vita, hvað svona manneskjur leyfa sér. Það er ekki sögulesturinn, Borghildur mín; ég vildi óska, að það hefði verið hann — eða að ég væri orðin veik. Allt væri betra en þetta“. „Svona, Anna mín. Við skulum fara að hugsa um kaffið. Það er orðið svo framorðið“. „Ég hef enga lyst á kaffi. Ég þarf að komast inn að hátta. En það má enginn sjá mig, sízt af öllu Jakob litli. Farðu og komdu kaffinu á borðið. Ég get komizt inn á meðan það er,að drekka. Það má enginn vita þetta, Borghildur mín, enginn nema þú. Jakobi geturðu sagt, að ég sé lasin“. „Ég veit nú heldur lítið, hvað komið hefur fyrir ennþá. Líklega hefur Jón verið drukkinn. Reyndu að jafna þig. Við skulum fara að koma pörunum á borðið. Það er alveg óþarfi, að vera að stássa með postulínspörin í þetta sinn; það verður enginn hátíðisdagur“. Anna lét fínu bollapörin upp í skápinn aftur, en Borghildur raðaði hversdagspörunum á borðið, lét brauðfötin, sem Anna hafði verið búin að fylla með kaffibrauði inni á búrborði, fraip fyrir. Svo kallaði hún til fólksins, sem inni var. „Við skulum fara að drekka kaffið“, sagði hún. „Það er þýð- ingarlaust að bíða eftir Jóni. Hann ætlar ekki að koma í kvöld“. Ketilríður skimaði hátt og lágt um eldhúsið. Rúmið hennar var næst dyrunum, enda hefði hún ekki þekkt málróm, ef það var ekki rödd húsbóndans, sem hún heyrði framan úr eldhúsinu fyrir alls ekki löngu. „Mér þykir vera þunnskipað við borðið“, sagði hún. „Hvar er húsbóndinn, og hvar er Sigurlína?“ „Anna er lasin og getur ekki drukkið með okkur“, sagði Borghildur. Hún hellti kaffinu í bollana, en settist ekki, heldur greip eldspýtustokk, sem lá á búrborðinu og fór út í svalkait vetrarhúmið — alla leið út að hesthúsdyrum. Þær voru hespaðar. Hún opnaði hurðina og fór inn, hallaði henni aftur á meðan hún kveikti á eldspýtunni. Það stóð heima. Fálki var ekki í hest- húsinu. Það var eins og hana hafði grunað: þeim hafði sinnazt eitthvað, og hann rokið í burtu í reiði sinni. En hvert deiluefnið var, það var eftir að vita. Hún þekkti það, að ekki þurfti mikið að koma fyrir aumingja önnu, til þess að hún yrði alveg eyðilögð. En hvað var orðið af Línu? Meðan Borghildur var úti, fór Anna fram hjá kaffiborðinu án þess að líta til hægri eða vinstri. Jakob talaði til hennar, en hún anzaði engu. Ketilríður var ekki í vafa um það, hvernig myndi vera ástatt fyrir henni, þó að hún sæi ekki nema vangasvip hennar. Rétt á eftir smaug Lína ofan af loftinu. Henni varð fóta- skortur í efstu stigariminni, það varð eitthvað fyrir henni. Hún rann yfir tvær tröppur, þá náði hún í handfangið, en hnakktaska húsbóndans ásamt svipunni hentist alla leið ofan á gólf. Borg- hildur hafði látið það í efstu tröppuna. og álitið það öruggan geymslustað. En nú kom Lína með það á hraðri ferð ofan stigann. „Hvað gengur eiginlega á fyrir manneskjunni?“ sagði Ketil- ríður og horfði forvitnislega til stigans. „Nú, hún er þá komin heim, taskan hans“ bætti hún við og glotti sínu óviðkunnanlega glotti. „Lína, hvar er hann pabbi?“ spurði Jakob. „Er hann uppi á lofti? Hann hlýtur að vera kominn heim, fyrst að taskan hans og svipan eru þarna“. „Hann fór víst yfir að Ásólfsstöðum11, sagði Lína. Hún vissi, að um þetta var hún ein til frásagnar. Eitthvað varð hún að segja. Borghildur var komin inn. Hún greip töskuna óþyrmilega og henti henni inn í rúmið sitt. Reyndar var nokkuð sama hvar hún var héðan af. „Hann hefur sjálfsagt riðið yfir að Ásólfsstöðum“, sagði hún. „Fálki er ekki í hesthúsinu. Kannske hefur Bárður verið með honum og fengið hann með sér heim til að spila? Alltaf þessi sífellda spilamennska fyrir Bárði“, bætti hún við og settist að kaff idrykkj unni. „Pabbi hefði alveg eins getað verið heima og spilað „púkk“ við okkur eins og á jólunum“, sagði Jakob. „Nú erum við svo fá, að við getum ekki spilað það“. Borghildur lofaði því, að það yrði spilað púkk, þegar þær væru búnar í fjósinu. „Þá verður pabbi þinn kannske kominn heim“, bætti hún við. En hann kom ekki heim um kvöldið. Lína kvartaði um tannpínu, þegar hún kom úr fjósinu, til þess að losna við spilamennskuna. Hún var of hugsjúk til þess að geta fest hugann við spil. Hún sat ein frammi í búri og hleraði, með klút vafinn um höfuðið, til þess að sennilegra þætti, að hún hefði tann- pínu í raun og veru. Þetta kvöld skildi Borghildur við ólokaðan bæinn. Jón gat þá háttað í gestaherberginu, ef það stæði eitthvað illa á fyrir honum. LOFAÐU MÉR AÐ FARA Morguninn eftir fór Borghildur fyrst ofan eins og vant var. Hún leit strax fram í gestaherbergið. Þar var enginn. Það var eitthvað svo þungt yfir öllum þennan morgun, og þó var veðrið indælt. Lína var víst ekki góð af tannpínunni, að minnsta kosti var hún með klútinn um höfuðið. Henni fannst allra augu hvíla á sér með lítilsvirðingu, og enginn yrti á hana. Það var kannske vagna þess, að hún var svona illa haldin af tannpínunni. Henni fannst Ketilríður líkust ránfugli, sem veit af bráð nærri sér, svo sveimaði hún kringum hana, til þess að geta náð henni einni og hrakyrða hana. Lína settist ekki að matborðinu með hinu fólkinu. Það var vegna tannpínunnar. Hún heyrði Borghildi tala um það við Sigga, hvort hann hefði ekki tíma til að skreppa yfir að Ásólfsstöðum og vita hvort Jón væri þar eða ekki. — Nokkru seinna kom hann svo með þá frétt, að Jón hefði vakað þar við spil alla nóttina. Eftir hádegi fór Borghildur inn til að ljúka við peysurnar, sem ekki gafst tími til kvöldið áður. Þá varð Lína ein eftir frammi. Nú mátti hún eiga von á góðu, ef Ketilríður kæmi fram. En þá heyrði hún, að hún kom að utan. Lína flýtti sér í dauðans ofboði inn í búrið og lét aftur hurðina. Ekki var ómögulegt, að hún þrammaði inn án þess að líta eftir henni. En svo auðvelt var ekki að losna við hana, þessa hræðilegu konu. Hún opnaði hurðina og kom inn. Lína sneri sér út að gluggan- um og lézt vera að horfa út. „Ert þú hérna, Lína mín!“ byrjaði hún með uppgerðarhlýju í málrómnum. „Hvernig er tannpínuskömmin? Heldurðu ekki að hún fari að hverfa svona bráðum?“ Línu létti við þetta. Hún hafði búizt við öðru lakara. „Hún er skárri en hún hefur verið“, sagði hún. „Já, það veit ég. Hver svo sem an . . . og dé . . . var það, sem gekk á hér frammi í gærkvöldi?“ var næsta spurningin. „Hvað meinarðu?“ spurði Lína fálega. „Ég veit ekki til að það gengi neitt á“. „O, ætli það hafi nú verið? Hvers vegna flýðirðu upp á loftið og taska húsbóndans á eftir þér?“ „Ég? Ég fór bara upp til þess að leita að treyjunni minni. Töskuna hefur Borghildur víst látið í stigann. Ég vissi ekkert um hana; annars hefði ég ekki hnotið um hana“, sagði Lína með vaxandi hjartslætti. „Mér finns^þú ættir að vera dálítið ánægjulegri á svipinn en þú ert, þegar svona hefur hlaupið á snærið fyrir þér og hækkað hagur þinn. Það eru nú ekki allar stúlkur á þínum aldri, sem hafa því láni að fagna að vera orðnar hjónadjöflar. Alltaf hefur það nú þótt heldur fallegt nafn. Hún er sannarlega lánsöm og öfundsverð, hún mamma þín, að eiga slíka dóttur. Ef ég fyndi hana, skyldi ég svei mér óska henni til hamingju. Við vorum einu sinni mál- kunnugar. Mig undrar það ekkert, þó að þú reynir að láta niðri- verkin farast þér vel úr hendi. Kannske áttu eftir að setjast í húsmóðurssætið hérna á Nautaflötum?“ Hún greip í öxlina á Línu og sneri henni að sér, svo að hún gæti notið þess að sjá, hvað hún kiknaði undan illkvittni hennar. Lína bar hönd fyrir höfuð sér eins og hún byggist við höggi. Hún gat ekki komið upp einu orði. Það var vísf heldur ekkert orð til í móðurmálinu, sem hún gæti afsakað sig með. Hún óskaði þess eins í örvæntingu sinni, að hún gæti sigið niður í gegnum gólfið. Það væri miklu betra en að standa frammi fyrir þessari andstyggilegu manneskju. Hvorug þeirra hafði tekið eftir því, að Þórður kom inn í eldhúsið. Hann kom inn í búrið og færði sig inn fyrir Ketilríði og ýtti henni fram til dyranna. „Þér kemur það líklega ekkert við, hvað Lína ætlar sér“, sagði hann. „Þú skalt hugsa um það, hvað þú hefur sjálf lifað heiðarlega og komið góðu til leiðar fyrr og síðar“. „Nú, já, já, þó þig taki nú sárt til hennar, kærustunnar þinnar“, sagði hún og hló hátt og storkandi. „Hvenær ætlarðu að fara að draga á hana hringinn?“ „Þegiðu, ókindin þín!“ sagði hann reiður. „Þú varst tungu- mýkri, bæði við hana og aðra, þegar þú varst að troða þér hingað inn í haust. Ég þóttist vita, að það mundi hafa góðan endi, og þú hefur alltaf látið gott af þér leiða hér á heimilinu“. „Nú, eiginlega get ég ekki séð, hvernig hægt er að kenna mér um svona lagað. Ekki bað ég hana að fara að halda fram hjá þér. Hitt get ég skilið, að þú sért ekki alls kostar ánægður. Það þykir engum gott að láta gleypa bitann frá munninum á sér, sízt þegar hann er feitur og volgur. En samt er það mikill munur, að það var blessaður góði vinurinn þinn, sem hann lenti í. Eða finnst þér það ekki?“ Svo gekk hún til baðstofu og hlátur hennar kvaldi þau Þórð og Línu bæði. Hann gekk um gólf í eldhúsinu, en hún kældi brenn- heitt ennið við rúðuna í búrglugganum. Samt heyrði hún, að hann var hættur að ganga um gólfið og vissi, að hann stóð við búr- dyrnar og horfði á sig, þó að hún sæi það ekki. „Hjálpaðu mér, Þórður“, sagði hún snöktandi. „Þú ert svo góður. Hvað á ég að gera?“ „Er eitthvað betra að þiggja hjálp af mér núna en um daginn?“ sagði hann. „Já, ég bjóst ekki við þessu þá“. „Ég sagði þér, að sannleikurinn kemur alltaf í dagsljósið. Hann þolir ekki myrkrið“. „Það er eins og hún viti allt, þessi kerlingarskratti“, snökti hún. „Þú verður að reyna að fá uppgjöf á vistinni. Hér geturðu ekki verið lengur allra hluta vegna, — ekki sízt Ketilríðar. Hún sæi þig aldrei í friði. Ég skal koma þér heim til mömmu þinnar i kvöld“, sagði Þórður. Svo heyrði hún hann fara út. Hún hafði aldrei litið á hann, aðeins vitað af honum nærri sér, og heyrt hann tala, en traust hennar var vakið á ný. Hljómlaus og þunglyndislegur málrómur hans veitti henni þrek og nýjar vonir, einmitt þegar henni hafði fundizt, að eina úrræðið væri, að jörðin gleypti sig; en þá bauðst hann til að flytja hana heim til mömmu hennar. Á betra varð ekki kosið. Bara, að hún fengi sig lausa úr vistinni. Önnu húsfreyju hafði ekki komið til hugar að klæða sig þennan dag. Það gat varla heitið, að hún bragðaði mat. Hún lét Jakob sitja hjá sér og lesa fyrir sig, þó að hún tæki varla eftir nokkru orði, sem hann las. Hún hafði hann aðeins hjá sér til þess að vera laus við Ketilríði. Hún gat sér þess nærri, að hún hefði einhverja nasasjón af því, sem gerzt hafði. Það fór fátt fram_ hja henni, og svo hrósaði hún sér náttúrlega af glöggskyggni sinni. En hún þoldi ekki, að minnzt væri á þetta hneyksli. Hún hafði orðið þess vör, að Ketilríður kom tvisvar inn og sveimaði kringum rúmið, en hún lét sem hún svæfi, svo að hún fór fram aftur. Jakob talaði um, að það væri ósköp gott veður úti ,svo að hún lofaði honum að fara út, og ætlaði að sofna stundarkorn, ef hún gæti. En skömmu eftir að drengurinn var farinn, heyrði Anna, að hurðin var opnuð Og einhver kom hljóðlega inn á gólfið. Þetta var ekki Ketilríður, sem þarna var á ferð. Fótatakið var ólíkt léttara. Hún leit upp undan sænginni. Lína stóð rétt inn við dyrnar, niðurlút og vesaldarleg. Hún bauð ekki „góðan daginn“ eða leit á húsmóðurina, heldur horfði hún niður á hvítskúrað gólfið. „Lofaðu mér að fara, Anna“, bað hún lágt. „Ég skal útvega stúlku í staðinn minn svo fljótt sem ég get. Það er búið að hljótast nógu illt af mér hér. Lofaðu mér að fara strax“. Anna hugsaði sig um, hverju svara skyldi. Hún hafði verið búin að hugsa svo mikið um það stríð, sem hún átti í vændum gagnvart þessari stúlku, hvað hún yrði sífellt að höfuðsitja mann sinn og hana. Helzta niðurstaðan hafði orðið sú, að láta hana alltaf sitja inni í baðstofu við rokkinn eða prjónavélina. Og hún var búin að hugsa sér að láta Ketilríði aldrei fá hugmynd um, að hún hefði orðið vör við neitt, og hún ætlaði meira að segja að reyna að vera jafn hlýleg í tali við Línu og áður, þegar aðrir heyrðu til. En umfram allt ætlaði hún að losa hana við allan vatnsburð í bæinn. Það gátu víst karlmennirnir annazt. Og nu kom Lína sjálf með einföldustu lausnina á þessari torveldu gátu og lagði hana upp í hendurnar á henni. Það væri náttúrlega það réttasta, sem hægt væri að gera í þessum vandræðum, að láta Línu fara burtu. „Hefurðú talað um það við Borghildi?“ spurði hún, og fann nú, að það vantaði algerlega þessa hlýju, sem hún hafði verið búin að hugsa sér að reyna að hafa, svona á yfirborðinu, þegar hún talaði til hennar. „Mér finnst Borghildi ekki koma þetta neitt við“, sagði Lína. „Ég er hrædd um, að það yrði nokkuð áberandi, ef þú gengir úr vistinni. Það hefur víst ekki komið fyrir á þessu heimili fyrr- En, það sem kom fyrir í gærkvöldi, hef ég ekki ætlað mér, Jóns vegna, að gera opinbert. Ég gæti hugsað mér, að Borghildi líkaði ekki að þú færir“. „Það er hægt að segja, að mamma mín sé veik, hún er svo heilsulítil. Það er hægt að segja eitthvað, sem er nóg ástæða til þess að ég fari. Bara að ég fái að fara strax“. „Líklega væri það nú bezt fyrir okkur báðar“, sagði Anna. „En hvert ætlarðu að fara?“ „Auðvitað heim til mömmu“. „Og þú heldur, að þú getir útvegað stúlku í staðinn þinn?“ „Já, ég vona það“, svaraði Lína. Þó hafði hún ekki nokkra hug- mynd um, hvar hún ætti að fá þá stúlku. Það, sem skipti mestu máli, var að komast í burtu, og það strax. „Kannske við ráðum það af“, sagði Anna. „Komdu samt hérna til mín. Ég þarf að tala við þig“, bætti hún við og benti henni a stólinn, sem Jakob hafði setið á. En Línu langaði ekkert til að koma nærri henni; hún vildi standa þar sem hún var. Hún for nærri um það, hvað hún ætlaði að tala um við sig. Hana langaði ekkert til að fara að „skrifta“ fyrir henni. Auðvitað var hver og einn sjálfráður að því, hvernig hann svaraði, en bezt var þó að vera laus við alla rekistefnu. „Ég þarf að fara strax“ sagði hún. „Þetta er svo langt“, sagði hún vandræðaleg. „En ég þarf að tala við þig, áður en þú ferð“, sagði Anna, og það var skipun í málróm hennar. „Komdu hérna til mín. Það tefur þig ekki neitt“. Það var víst ekki um annað að tala en hlýða, hugsaði Lína og settist á stólinn rétt við rúm húsmóðurinnar. Anna lagði hvita, hringskreytta hendina, á handlegg henni og sagði: „Sízt af öllu hefði ég trúað því, að skilnaður okkar yrði svona, Lína mín. Ég hélt, að ég hefði ekki verið þér vond húsmóðir í öll þessi ár, sem þú hefur verið hjá mér. Og svo borgarðu mér þa^ svona“. Lína roðnaði og fann til óþæginda í hálsinum, en hún sagði ekkert. „Vertu nú hreinskilin", hélt Anna áfram, „og segðu mér hvað langt er síðan að þið byrjuðuð á þessum kossaleik, sem ég sá til ykkar í gærkvöldi?“ „Það er ekkert um það að segja“, svaraði Lína. „Þér finnst það kannske ekki þess vert fyrir mig, að minnast a þetta. En mér fannst það hreint ekkert viðkunnanlegt, að horfa a það. Kannske eruð þið búin að leika þetta svo árum skipti?“ „Nei, nei, það máttu vera viss um. Það var víst í fyrsta eða annað skipti þetta“, sagði Lína. Eitthvað varð hún þó að segja, hún átti að losna frá henni. „Fórstu til hans inn í hesthúsið um daginn, þegar þú varst sem lengst að sækja vatnið, og ég mætti þér hérna á hlaðinu? varst grunsamlega rjóð“, sagði Anna.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.