Lögberg


Lögberg - 30.09.1954, Qupperneq 8

Lögberg - 30.09.1954, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1954 Úr borg og bygð FRÓNS-fundur Eins og áður var auglýst í íslenzku blöðunum, efnir Frón til almenns skemmtifundar í Góðtemplarahúsinu við Sargent Ave. á mánudagskvöldið kemur, 4. október, kl. 8. Á öðrum stað hér í blaðinu er skrifað all-ýtarlega um kvik- mynd þá, er sýnd verður á sam- komunni; en auk hennar verða eftirfarandi atriði á skemmti- skránni: Nýtt mál, framsögumaður Heimir Thorgrímsson. Frón, frumsamið kvæði, Davíð Björnsson. Ræða, Albert Thorvaldsen sem maður og listamaður, frú Hólm- fríður Danielson flytur. Þess ber að vænta að meðlimir Fróns og þeir aðrir sem unna ættlandi sínu og þjóð, fjölmenni í Góðtemplarahúsinu á mánu- dagskvöldið. Aðgangur að samkomunni er ókeypis — en samskota verður leitað. THOR VÍKING, ritari Fróns ☆ Mr. Páll Johnson frá Vogar hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. ☆ Séra S. O. Thorlakson frá San Francisco flutti guðsþjónustu í Langruth síðastliðinn sunnudag. TIL ÍSLANDS Aðeins fram og tll baka til Reykjavíkur Gifiingar í kirkju Selkirk-safnaðar: 18. sepísmber: Angus Donald Morrison og Florence Emily Goodmanson, bæði til heimilis í Selkirk. Þau voru aðstoðuð af Miss Margaret Elaine Whitlow og Mr. Alan Reid Miller. 25. sepiember: Sidney Gerald Magnússon, Selkirk, og Marion Beatrice Bryon, sama staðar, aðstoðuð af Miss Virginia Bryon og Mr. Lorne Magnússon. Sóknarprest- ur gifti. ☆ 1 fyrri viku kom- hingað til borgar ungfrú Margrét Björg- vinsdóttir Guðmundssonar tón- skálds á Akureyri og frú. Hólm- fríðar Guðmundsson, glæsileg og vel mentuð stúlka; hún á hér margt náinna skyldmenna í báð- ar ættir og mun dveljast hér um slóðir í nokkra mánuði; föður- bræður hennar eru þeir Þor- steinn og Páll Guðmundssynir að Leslie, Sask., en föðursystir frú Jóna Jörundsson hér í borg; móðursystur á ungfrú Margrét á Osk Point, Mrs. Sigfús Sigurðs- son. ☆ Siúkan HEKLA I.O.G.T. heldur næsta fund sinn þriðju- daginn 5. okt. n.k., kl. 7.30 e. h. á venjulegum stað. Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir tU tslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. — DÁNARFREGNIR — Laugardaginn 21. ágúst s.l. andaðist Jón Helgi Grímsson á sjúkrahúsinu í North Belling- ham. Mun hann hafa verið búinn að vera lasinn æði lengi, en lét lítið á því bera þar til sjúkdóm- urinn herti fastar að skömmu áður en hann lézt. Jón átti síðast heima hjá systur sinni í Blaine, en kom síðastliðið haust frá Indianaríki, þar sem hann hafði starfað áður um skeið. Hann fæddist í Garð- ar-bygð 1. febrúar 1891, sonur Daníels og Sigríðar Grímsson. .Bjó lengi í Mozart-bygð í Sask., og var í herþjónustu árin 1915 til 1918. Hann var ókvæntur, góður drengur og vinsæll. Ingvar Goodman, vistmaður á elliheimilinu Blaine, Wash., nokkur síðustu árin, ásamt konu sinní Önnu Goodman, andaðist á sjúkrahúsi í North Bellingham 28. ágúst s.l. Hafði hann lengi verið mikið lasinn og þjáður með köflum. Þau hjónin bjuggu lengi rausnarbúi í Point Roberts, en fluttu þaðan til Stafholts, er þau voru tekin að þreytast. For- eldrar hins látna voru Guð- mundur Vigfússon og Elísabet •Jónsdóttir í Árnessýslu á ís- landi, en fluttu ung til Ameríku. Þau láta eftir sig tvo kvænta syni, sem búa í þessu ríki. Ingvar sál. var vellátinn mað- ur, og þau hjón og börn þeirra voru starfsöm og vinsæl. Hins látna er saknað sárt bæði af ást- vinum og öðru samferðafólki. ☆ Á miðvikudaginn í fyrri viku komu heim úr íslandsför Páll S. Pálsson skáld og frú, Mr. Benson frá Hecla, frú Margrét Brand- son, og frú Kristín Pálsson og bróðir hennar Þorsteinn Þor- steinsson á Húsafelli í Borgar- firði syðra, er dveljast mun hér í nokkra mánuði. ☆ Slröndin í Vancouver sýndi Lýðveldishátíðarkvikmyndin fyrir fullu húsi 22. sept. s.l. Voru áhorfendur hrifnir af fegurð og fróðleik, sem gaf að líta í þessari með. Með kæru þakklæti og beztu óskum. Chris ísfjörð The Icelandic Canadian Club The Icelandic Canadian Club will hold its first meeting of the 1954-55 season, October 4, in the lower auditorium of the Fed- erated Chuch, Banning St. There will be a business meet- ing 8.15 to 9 o’clock; then a social, with dancing and bridge playing. Come and enjoy a good meeting. W. K. ☆ Skagfírzk vesturheimska Winnipeg, sept. 1954 Það er kúnst að kunna að lifa, kunna’ að leysa þófið haft; kúnstin er að kunna að skrifa og kunna’ að stilla úfinn kjaft. Orðin skapa afleiðingar. Engum er í bræði rótt. Stuðningslausar staðhæfingar styðja hvorki mál né þrótt. Albert frá Tjörn ☆ Veitið athygli! Miðvikudaginn, 6. október heldur Kvenfélag Fyrsta lút- erska safnaðar kaffisölu í fund- arsal kirkjunnar á Victor Street. Þar verður til sölu lifrarpylsa og blóðmör, einnig vínarterur og heimabakað kaffibrauð. Salan hefst kl. 2 e. h. og kl. 8 að kveldinu. Þess er vænst að vinir og kunningar heimsæki konurnar við þetta tækifæri. — Munið stað og tíma! Allir velkomnir ☆ Frá Vancouver, B.C., 27. september 1954 Háttvirti ritstjóri: Viljið þér gera svo vel og lána pláss í fréttadálk blaðs yðar fyrir þessa umgetningu, og í þessari viku, ella er það of seint fyrir okkur hér. Siröndin heldur Tombólu og dans í Swedish Hall, 8. okt. n.k., kl 8 e. h. Inngangur 50 cent — Drættir 25 cent. Allir velkomnir Chris. ísfjörð ☆ Nú mun mega telja víst, að Mr. S. E. Johnson Plumbing Contractor og stórhýsaeigandi, bjóði sig fram til bæjarstjórnar í 2. kjördeild við kosningarnar, sem fram fara hér í borg seinni part næstkomandi októbermán- aðar undir merkjum Civic Election nefndarinnar; er hann Myndasýning Sérstök athygli skal vakin á myndasýningu, er fram fer á fyrstu vetrarsamkomu Fróns næsta mánudagskvöld. Verður þar sýnd kvikmynd af hátíðar- höldunum á Þingvöllum og í Reykjavík 17. og 18. júní 1944, er íslenzka lýðveldið var endur- reist. Lét ríkisstjórnin gera mynd þessa til minningar um þenna einstæða atburð, og er hún því mjög merk heimild. Myndin er litmynd, og með henni er tónlist, íslenzk ætt- jarðárljóð. Þá heyrast og brot úr söng þeim og ræðum, er fluttar voru á hátíðinni sjálfri og eins og hvorttveggja var hljóð- ritað þá. Eykur það mjög á áhrif myndarinnar. En bæði talið og tónlistin munu hafa farið for- görðum á íslendingadagshátíð- inni á Gimli í sumar, þar sem þess var ekki gætt að hafa rétta vél við sýninguna. Verður nú úr þessu bætt á mánudagskvöldið og reynt að sjá svo um, að myndin njóti sín til fullnustu. Myndin hefur verið sýnd á nokkrum stöðum að undan- förnu, svo sem í Markerville, Vancouver og Victoríu. Stendur og til að sýna hana víðar, eftir því sem við verður komið. En vestur var hún send í sumar af ríkisstjórn Islands, og er þetta eina aukaeintakið, sem til er af myndinni. Væntir deildin Frón þess, að fjölmennt verði á sam- komunni á mánudagskvöldið, en þar verður auk myndasýningar- innar margt annað gott til skemmtunar, svo sem auglýst er á öðrunji stað í blaðinu. hinn mesti atorkumaður; nánari umsögn í næstu viku. ☆ A rneeting of the Jon Sigurd- son Chapter I. O. D. E. will be held at the home of Mrs. A. Fischer, 659 Simcoe St., on Fri- day Eve., October lst at 8 o’clock. ☆ Mr. Walter Thorlakson frá Oakland, Cal., sem dvalið hefir hér um slóðir um hríð í heim- sókn til ættingja sinna, leggur af stað heimleiðis í dag. ☆ íslendingadagsnefndin hélt ársfund sinn síðastliðið mánu- dagskvöld; varaforseti nefndar- innar, Mr. Snorri Jónasson stýrði fundi; þrír nýir nefndar- menn voru kosnir fyrir næsta starfsár, en það eru þeir K. W. Johannson, John Árnason og Skúli Anderson. ☆ VEITIÐ ATHYGLI! Einar P. Jónsson ritstjóri Lög- bergs og írú, eru nú fluit úr Ste 12 Acadia Apts., lil Sie 29 Queens Appartments, Maryland Street, milli Sargent og Ellice. Símanúmerið er hið sama og áður, 72-4442. 10 þús. kr. danskar veiltar fyrir norrænt tónverk Tívolí í Kaupmannahöfn efnir til norrænnar tónlistarkeppni í maímánuði 1956. Er öllum tón- skáldum Norðurlanda gefinn kostur á að taka þátt í þeirri, en um er að ræða sinfónískt verk, sem tekur um 40 mín að flytja. —MBL. Sr. V. J. Eylands, Dr. Theoi Heimili 686 Banning Street Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 3. okt.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 3. okt.: Geysir kl. 2, á íslenzku. Víðir kl. 8, á ensku. Endarím komið í íslenzkan skáld- skap frá Englandi MERKUR fyrirlestur, sem pró- fessor Gwyn Jones flutti í British Acaremy um dvöl Egils Skallagrímssonar í Englandi, hefir verið gefinn út af bóka- útgáfu Geoffrey Cumberlege. Er fyrirlestur þessi einn af svo- nefndum Sir Israel Gollancs Memorial Lectures, en þeir fjalla flestir um fornensk fræði. Hafa Gollancs-fyrirlestrar m. a. verið fluttir um Geoffrey Chaucer og Canterbury Tales, um Beowulf, Candmon og Wulfstan o. m. fl- Gwyn Jones rekur í fyrirlestr- inum það, sem sagt er í Egilssögu um ferðir Egils Skallagríms- sonar til Englands og megin- kjarni erindisins fjallar að sjálf- sögðu um Höfuðlausn sem mikl- ar deilur hafa staðið um. Eru ýmisir fræðimenn, sem hafna því, að Höfuðlausn hafi verið ort fyrir Eirík konung blóðöx og telja, að henni hafi fremur verið beint til Aðalsteins konungs. Gwyn Jones prófessor sér ekki ástæðu til að rengja fra- sögn Eglu og hann ræðir a skemmtilegan hátt, hve mikla byltingu Höfuðlausn hafi táknað í norrænni ljóðagerð, því að það er fyrsta norræna kvæðið sem er með endarími. Telur hann að ekki sé ólíklegt, að þetta nýja ljóðform hafi haft mikið áhrif á alla áheyrendur. Endarímið hafi dunið eins og þrumur yfir hina norrænu vík- inga, sem fram til þessa þekktu aðeins innrím. Eiríkur blóðöxi hafi séð, að með þessu kvæði myndi nafn hans geymast um alla eilífð og því hafi hann gefið Agli líf. Næst ræðir Gwyn Jones um það, hverjar séu ástæður til að Egill tekur þarna upp nýtt rím- form. Það rekur hann til þess, að Egill hafi dvalizt alllengi í Englandi, þar sem hann hafi komist í kynni við latnesk kvæði og gömul ensk kvæði, sem eru með endarími. Samkvæmt þessu, eru líkindi til að endarím komi inn í norrænan skáldskap fyrir áhrif frá Englandi. Fyrirlesturinn er 20 þéttprent- aðar blaðsíður. (Gwyn Jones: Egill Skalla- grímsson in England. Geoffrey Cumberlege. Verð: 3s. 6d.). —Mbl., 14. ágúst Heiðurgjöf iil Friðriks Ólafss. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í fyrradag að veita Frið- rik Ólafssyni skákmeistara 10 þús. kr. heiðursgjöf vegna af- burða góðrar frammistöðu 1 skákeppi erlendis. —Mbl- SONGS OF THE NORTH By S. K. HALL, Bac. Mus. JUST PUBLISHED— Volume III—Ten Icelandic Songs with English Translation and Piano Accompaniment. Price per copy—$2.00 On Sale by— S. K. HALL, Wynyard, Sask. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar n /71 n ICELANDIÖ IAIRLINES uaAal±j 15 West 47th Street, New York PLozo 7-8585 |:i:Kí::K' Athugið SJÓNVARPIÐ í nýju Ijósi NJÓTIÐ HINS FULLKOMNASTA SJÓNVARPS MEÐ The "CAPRI" FAMOUS DESIGNER CONSOLETTE Fögur nýtízkugerð með SWIVEL BASE, sem gerir auðvelt að snúa myndunum að vild. • Stór 21 þml. “LUMA RAY” myndatúða úr aluminium. • Ný “FULL-RANGE” CHASSIS sem tryggir fyrsta flokks mót- töku. • Skýrar og greinilegar myndir, er birtast sjálfkrafa og engum fölva slær á. • Fallega gerð taltúða, er tryggir skýran tón og framburð. TVbstinghouse 3" Westinghouse sjónvarpið tryggir yður úrvals hljómlist, leiklist og bendingadans á yðar eigin heimili . . . í skýrum, töfrandi myndum. Westinghouse viðtækin eru hin allra fullkomnustu slíkarar tegundar, fögur að gerð og ábyggileg í notkun. Hjá Westinghouse er úr miklu að velja af sjón- varpsviðtækjum og þau kosta minna, en þér höfðuð hugboð um. í flestum bygðarlögum er Westinghouse umboðs- maður, er skilur fleira en eitt Norðurálfumál. Komið til fundar við hann. ÞÉR GETIÐ ALVEG REITT YÐUR Á WESTINGHOUSE Fylgist með Westinghouse “STUDIO ONE” á mánudagskvöldin, njótið úrvals sjónleikja — og fullkomnið framboð yðar á ensku! Robert Jack Be a Fair Share Giver As a result of many requests from citizens in all financial categories a group of volunteers developed this guide to help people decide for themselves how much to give to the Community Chest of Greater Winnipeg. The Guide is based on the relative need for 35 agencies, actual income and resources in Greater Winnipeg, and previous giving records. GUIDE FOR FAIR SHARE GIVING Gross Income Up To Minimum Pledge $ 2,500 $ 5.20 or $ .10 per .50 per 1.00 per 1.50 per 2.00 per 2.75 per 3.50 per 4.50 per 5.50 per week 3,000 6.00 or month 4,000 12.00 or monlh 5,000 18.00 or month 6.000 24.00 or month 7,000 33.00 or month 8,000 42.00 or month 9.000 54.00 or month 10,000 66.00 or month 10,000 up, drop 3 zeros and apply 2/3 to the square of amount remaining. BE A FAIR SHARE GIVER to YOUR COMMUNITY CHEST li:i!B.::B!!l!B!:!:B::!!BII!K:!!!H!:B;i;H!"K:::!Bii!!a:"K:',,B:!:Bl!!lBl:::B:l:B:!llB":H,IIIB!!|;B ':!B:illBi![!B"!!l LÆGSTA FLUGFAR

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.