Lögberg - 07.10.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.10.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1954 3 Stephcmi G. þót’ti gott að vera öllum óhóður nema mold, sól og vindi Rætt við gamlan nábúa hans, Óíeig Sigurðsson T'ÍMINN hafði spurnir af því, að kominn væri í heimsókn á ®skustöðvar í Árnessýslu, ein- hver elzti ferðamaður, sem komið hefir hér til lands á síð- ustu árum. Það er Ófeigur Sig- urðsson, fyrrum bóndi í Alberta- fylkinu og nábúi og alúðarvinur Stephans G. Stephanssonar. — Ófeigur tók þeirri málaleitan vel uð svara nokkrum spurningum Tímans. Hann ferðast yfir álfur og heimshöf, er hvatur í spori °g léttur í máli. Leysti hann vel °g glögglega úr öllum spurnin- um, sem fyrir hann voru lagðar. ■— Þú varst nákunnugur skáld inu fræga, St. G. St.? ■— Já, við vorum nábúar og góðir vinir. — Hvað var langt á milli ykkar? — Það voru 12 km. — Var margt íslendinga í byggðinni? — Það var allmargt íslenzkra heimila, en annars voru í sveit- inni menn af ýmsum þjóðum, en við íslendingar héldum fast saman, vorum ríki í ríkinu. — Hversu búnaðist skáldinu? — Hann var að mestu einyrki, þar til börn hans komust upp og studdu heimilisstörfin. Mér fannst honum veitast furðu létt að sameina ritstörfin og búskap- inn. Hann var giftur ágætri konu, Helgu frænku sinni frá Bárðardal. —- Hvað gerði skáldinu ljúft að vera bóndi þótt kjörin væru kröpp? ~~ Ég held, að hann hafi metið ^ojög mikils að vera frjáls og óllum óháður, nema moldinni, sól og vindi. — Tókst þú einhvern þátt í að roisa hið nafnkunna minnis- ^nerki á gröf Klettafjalla- skáldsins? — Já, ég átti þátt í því. — Kom aldrei til orða að jarð- neskar leifar hans yrðu fluttar til íslands? — Jú, sumir af vinum hans létu sér koma það til hugar. — En hvers vegna varð ekki úr því? — Stefán hafði sjálfur gert fjölskyldugrafreit vegna vanda- ^oanna ,sem andazt höfðu á und- an honum og í þeim reit eru bæði hjónin grafin að eigin ósk. — Hvernig er umhverfi og að- staða við þennan grafreit? — Stefán valdi sér bæjarstæði við litla á með nokkrum straum- þunga. Menn segja, að honum ^afi fundizt árniðurinn minna á seskustöðvarnar heima á Islandi. Grafreiturinn er á fallegum stað nokkru neðar. — Var minnisvarðinn reistur Undir eins eftir fráfall Stefáns? Nei, það liðu 7 ár, áður en Pað komst á dagskrá. ~~ Hverjir beittu sér fyrir ^ninnisvarðamálinu. — Það gerðum við sveitur nans. Ég birti ávarp um mál ]slenzku blöðunum í Winni °g óskaði eftir samskotum f; n^mnisrnerki á gröf Stefáns. — Hversu var máli þínu tel Vel. Ég fékk framlög yinum og aðdáendum Stefán; ýnisum áttum. Drýgstur stuðningurinn úr hans e sveit. — Lögðu þar allir eitthvað af morkum? Allir nema tveir. Ur hvaða steintegund er ^ninnismerkið? ~~ Það er úr granít og getur enzt eins' lengi og sjálf veröldin. ~~ Þurfti langt að sækja efnið? ^ sótti efnið á mínum bíl ú ýmissa staða, nær og fjær. — Höfðu sveitungar Stefáns nnnáttumenn í sínum hóp til a höggva og reisa minnis- nierkið? ~~ Nei, við fengum pólskan Kunnáttumann til þess. 7~ Hver annast viðhald graf- arinnar? — Hún þarf lítils viðhalds með, en ríkið tekur að sér við- hald þvílíkra helgireita, svo að vel er séð fyrir þeirri hlið. — Það er líka sagt, að þú hafir átt mikinn þátt í að koma á fót íslenzku elliheimili í Vancouver? — Það er rétt, að ég er einn af stuðningsmönnum þess. — Er það mikið fyrirtæki? — Að vissu leyti. íslendingar flytja nú mikið til vesturstrand- arinnar til að una þar í mildu loftslagi á elliárunum. Við keyptum mikið og fagurt hús á góðum stað í borginni. Auðugur maður hafði byggt húsið, en þegar erfitt var orðið um þjóna- hald þótti húsið of stórt fyrir heimili eins manns, og þá gátum við fengið bygginguna til kaups með viðunandi verði. — Hvernig unir gamla fólkið hag sínum í þessari höll? — Því fellur mjög vel vistin þar. Húsið er ekki of stórt fyrir þessa íslenzku nýlendu. — Ert þú nú farinn að huga til heimferðar vestur? — Já, innan skamms. Ég hefi heimsótt æskustöðvar mínar og glaðzt yfir öllum þeim myndar- skap og dugnaði, sem hvarvetna blasir við augum ferðamannsins. Nú á ég ekki eftir nema að hitta fáeina vini mína hér í Reykja- vík og kveðja þá. Að því búnu kveð ég landið með þökk fyrir þúsund dýrmætar endurminn- ingar frá æsku- og uppvaxtar- árum og svo frá ferðum mínum hingað. Viltu bera góðvinum mínum og frændum, sem sjá þessar línur, einlægar kveðjur og árnaðaróskir. — En svo við snúum okkur að æsku þinni hér heima á íslandi. Hvar ertu fæddur, ófeigur? — Ég er fæddur á Svínavatni í Grímsnesi árið 1862. Foreldrar mínir, Guðrún ófeigsdóttir frá Fjalli á Skeiðum og Sigurður Sigurðsson frá Votamýri á Skeiðum, byrjuðu búskap þar. Móðir mín var dóttir Ófeigs bónda í Fjalli á Skeiðum, sem var þekktur maður um þær mundir sem búhöldur og greiða- maður, er harðindi bar að. Móðir mín mundi það m. a. að ófeigur tók svo margt fé í fóður harð- indavetur einn, að ein kýrin var höfð uppi á palli í baðstofu. Ófeigur í Fjalli átti 12 (?) börn og jörð handa hverju þeirra, er þau byrjuðu búskap. — Þú heitir þá náttúrlega eftir Ófeigi í Fjalli? — Já. Ófeigur afi minn var dáinn nokkru áður en ég fæddist. Dreymdi móður mína oft Ófeig og þótti henni sem honum væri greiði gerður, ef hún léti mig heita í höfuðið á honum og var svo gert. — Hvað áttirðu lengi heima á Svínavatni? — Til níu ára aldurs. Þá fluttu foreldrar mínir að Útey í Laug- ardal. Þar bjuggu þau í 16 ár, eða þar til ég var 25 ára. Það sama ár fór ég svo til Ameríku. Meðan ég var heima vann ég alla algenga vinnu heima fyrir, eins og þá gerðist, en reri 8 ver- tíðir á Seltjarnarnesi og Álfta- nesi. — Varstu lengi búinn að hugsa til Ameríkufarar ,og hver var orsök til hennar? — Nei, ég var ekki búinn að velta því fyrir mér svo mjög lengi. Ég trúlofaðist þetta ár Ástríði Tómasdóttur frá Kára- stöðum í Þingvallasveit. Fór ég þá að hugsa til búskapar, en vantaði jarðnæði. Aftur á móti frétti ég um 160 ekrur lands vestur í Alberta í Kanada, sem fá mátti fyrir 10 dali. Var það að nokkru leyti orsökin og að nokkru leyti ævintýraþrá. Við létum í haf í júní árið 1887 og lentum í hafís og vorum mánuð á leiðinni. — Fórstu svo beina leið þang- að sem þú.hafðir keypt land? að má segja að það sé sama — Nei. Það var ekki hægt. Við vorum svo til allslaus, og sett- umst því að í Winnipeg tvö fyrstu árin. Þar vann ég aðal- lega við eldiviðarhögg og upp- skeruvinnu. Er okkur hafði græðzt það fé, að ég gat keypt kýr, héldum við til Alberta. Þar byggði ég bjálkahús til íveru um vorið og peningshús um íaustið. — Voru ekki frumbýlingsárin erfið? — Ekki fann ég svo mjög til jess. Ég held, að ég hafi ekkert lagt harðara að mér, en ef ég hefði verið kyrr heima. Við átt- um fjórir saman tvo uxa ,og með þeim plægði ég strax fyrsta sumarið 5 ekrur og setti í þær hafra. Ræktunin hélt síðan á- fram og ég bætti við byggi, rúg og hveiti. Eftir tvö ár var íbúð- arhúsið orðið of lítið og þá byggði ég annað bjálkahús, einn- ig með torfþaki. í því vorum við í 7 ár, en þá byggði ég hús, sem stenduf enn þann dag í dag og er með öllum þægindum. — Hversu stórt bú hafðir þú, þegar byrjunarörðugleikarnir voru yfirstaðnir og ræktunin komin á veg? — Ég hafði um 100 nautgripi, 150 ær og 40 hross. — Var þá ekki landrýmið orð- ið of lítið? — Jú, ég keypti til viðbótar 640 ekrur, án þess þó að hleypa mér í skuldir. Þá átti ég 800 ekrur, og af því braut ég 600 ekrur til ræktunar. — Hvað mörg börn eignuðust þið hjónin, Ófeigur? — Okkur varð 6 barna auðið og ólum þar að auki upp stúlku. Nú á ég 22 barnabörn og 20 barnabarnabörn. Konan mín dó þegar ég var 53 ára, en þegar ég var 65 ára giftist ég aftur Kristínu Þorsteinsdóttur af Laxamýrarætt í Þingeyjarsýslu. Hún dó þegar ég stóð á áttræðu, og brá ég þá búi. — Hvað leið svo langur tími frá því þú fórst og þangað til þú komst til íslands næst? — Ég kom á Alþingishátíðina 1930 og var hér í þrjá mánuði. Þá hafði ég verið 43 ár í Alberta. — Fannst þér margt hafa breytzt er þú komst heim þá? — Nei, það hryggði mig þá hvílík kyrrstaða var hér enn. — Finnst þér þá meiri breyt- ingar hafa orðið á þessum 24 árum frá því þú komst síðast? — Já, það finnst mér sannar- lega. Ég er bæði undrandi og glaður yfir þeim stórfenglegu framförum, sem hér hafa orðið síðan 1930. Hér er auðsjáanlega velmegun, um það ber útlit fólksins vott. Mestar finnst mér framfarir hafa orðið hvað bygg- ingar snertir. — Þú hefir ekki tapað tökun- um á móðurmálinu í þessi 67 ár? — Nei, við töluðum íslenzku framan af og okkar börn lærðu íslenzku. í seinni tíð hefir svo fremur verið töluð enska og barnabörn mín kunna ekki ís- lenzku. En ég hefi alltaf lesið Heimskringlu og Lögberg, ís- lenzku blöðin þar vestra, og hefir það hjálpað mikið. — Þú hefir svo dvalið hjá börnum þínum síðan þú brást búi? — Já, á sumrin hefi ég verið hjá dóttur minni í Alberta, en á veturna hjá frændfólki mínu í Vancouver á vesturströndinni. Þar er fjöldi íslendinga. Ég hefi líka þar að auki ferðast allmikið nú á efri árum og farið t. d. 18 sinnum þvert yfir Klettafjöllin. — Er nokkurs staðar um ís- lenzkukennslu að ræða í skólum hjá ykkur? — Nei, svo er ekki. En í Winni- peg hefir verið stofnaður kenn- arastóll í íslenzku og kennir þar Finnbogi Guðmundsson, pró- fessor. — íslenzkan er þá smám sam- an að deyja út sem daglegt mál hjá ykkur? — Já unga fólkið virðist ekki hafa áhuga á því að læra hana. sagan hjá öðrum þjóðabrotum, sem þó eru fjölmennari en við. —TÍMINN, 27. ágúst Business and Proíessional Cards Minningar Sjaldan leiðir prestsstaðan til mikilla metorða eða ríkulegra matfanga. Þeir, sem gegna þess- ari stöðu og eru um leið að vænta þessara keppikefla, sæta iðulega vonbrigðum. Þeim, sem það gera fer líkt og þeim, sem er að dreyma um eitthvað það, sem ætti að gerast eftir sólhvörf hinztu. \ Það er hin „innri glóð“, sem kemur mönnum til þess að velja þá stöðu. Án þess að bera þann varma í brjósti er hætt við að það starf verði mönnum örðugt og lítt bærilegt, en beri þeir enn andlegan eld í brjósti gerir það leiðina léttari. Gott er líka að eiga samleið með konum og mönnum fjarri skarkala og kast- hraða stórbæjanna, þar sem hugur manna snýst mörgum sinnum um tilfinningarsemi og nautnir. Einhver hefir sagt: Um veraldar vegsemd lætur mér lítt, leitt er alt metorða stref. Á lágsvæðum heimsins er haldgott og hlýtt, þar helzt vil ég eiga mín skref. Úti í sveitunum fer lífið fram með meiri kyrð. Atburðir ger- ast, sem flytja lífsreynslu og skapa þekkingu þeim, sem vilja taka eftir þeim og setja þá á sig. Sannast löngum: „Margs er að minnast, þá kunnugir finnast“. Það varð mitt hlutverk að rækja starf um nokkurn tíma umhverfis Churchbridge í Sask- atchewan. Svæði þetta bygði fólk heilsteypt og grandvart til orða og verka. Fyrir nokkrum dögum lézt í Churchbridge ekkjan Elisabet Eyjólfsdóttir Sigurðsson. Þegar hún varð ekkja og efnin mjög að þrotum komin kostaði Konráð bróðir hennar ferð hennar hing- að. Var hún með bróður sínum og hjá Brandi bróðursyni sín- um, að Konráð látnum. Elisabet náði meir en hundrað ára aldri. Ekki er ég nógu kunnugur til þess að rekja æfiferil þessarar mætu konu, en hefi löngun til þess, að minnast hennar og nán- ustu skyldmenna. Kona Konráðs hét María, látin fyri rnokkrum árum. Gott var að koma til þessa fólks. Þar virtist ríkja nægju- semi, glaðværð og góðsemi; heyrðist aldrei hallað á nokkurn mann. Fjölskyldan var greind og minnug, og kunni frá mörgu að segja. Kaffikannan stóð ávalt tilbúin að leita til, ef gesti bæri að garði. Voru það daglegir við- burðir. Nú er þetta mæta fólk komið að leiðarlokum, og horfið að sýni legri návist. Tilfinning tómleika og saknaðar grípur hugann, en líka ánægja ,af gróðanum af því að hafa haft kynni af því. „Mörg látlaus æfin lífsglaum fjær, leynist einatt blíð og fögur. En guði er hún alt eins kær, þótt af henni fari litlar sögur“. s. s. c. COPENHAGEN Bezía munntóbak heimsins Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Slmcoe St. Winnipeg, Man. SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Poriage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfrœCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasiml 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Charlered Accountanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WTT.T.TAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc. 3498 Osler St., Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We Handle School Supplies We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Siore Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Minnisf BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accc'intant 505 Coníederatlon Life Bullding WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjanaaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. Sc Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Etectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMXRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITÍD 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hfls. Ot- vega peningal&n og elds&byrgC. bifreiCaóbyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Otfice Hours: 2.30 - 6.01 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOIIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STKEET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Otflce Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um flt- farir. Allur fltbflnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SÍMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs. Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Wlnnlpeg PHONE 92-4624 Gilbart Funeral Home Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selklrk SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og Avalt hrelnir. Hitaeinlngar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- vlC, heldur hita frá aC rjflka flt meC reyknum.—SkrlfiB, simlC til KELLY SVEINSSON (23 Wall St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branches Real Estate - Mortgages - Rentals 216 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3486 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.