Lögberg - 02.12.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954
3
FELIX ÓLAFSSON:
Kristniboð í Eþíópiu
Eins og almenningi er kunn-
ugt eru nú í Eþíópíu (eða
Abessiníu, eins og landið var
nefnt til skamms tíma) ung
íslenzk hjón, þau Felix
Ólafsson kristniboði og kona
hans, Kristín Guðleifsdóttir,
bæði úr Reykjavík. Þau
hafa dvalizt alllengi í höfuð-
borg landsins og numið
amhariska tungu, sem er
lögum samkvæmt eina rit-
mál og kennslumál lands-
ins, — ríkismál. — Felix
kristniboði skrifar hér lýs-
ingu á höfuðstaðnum, Addis
Abeba ,og ferðalagi til
Konsó, í Suður-Eþíópíu. En
þar er hann nú að undirbúa
byggingu íslenzkrar kristni-
boðsstöðvar.
IIVERGI kynnist ferðamaður
** eþíópsku þjóðlífi betur en í
höfuðborginni, Addis Abeba. •—
Hvergi kemur skýrar í’ljós að
gamalt og nýtt háir baráttu um
yfirráð í landinu. Hvarvetna
koma í ljós ávextir af starfi hins
vinsæla keisara. En molbúa-
háttur gamla tímans blasir þó
við augum. Og þar sem þessu
tvennu er blandað saman, verð-
ur myndin fremur hjákátleg.
„Blómið nýja“, eins og nafn
borgarinnar þýðir á íslenzku.
er ekki* gömul borg. Að vísu
hafa hér verið þorp um langan
aldur, en borgin varð fyrst til
eftir að Menelik keisari hafði
sezt hér að, en það mun hafa
verið skömmu fyrir síðustu
aldamót.
Addis Abeba er fyrir margra
hluta sakir merkileg borg. Hún
er ekki ýkja stór. Hve margir
íbúarnir eru, er ekki vitað með
vissu, en líklega eru þeir 125 til
150 þúsundir. Erfitt er að gizka
á hve margt manna getur
rúmazt í öllum strá- og moldar-
kofunum, sem stráð er yfir stórt
svæði.
Fáar borgir í heimi eru með
meiri alþjóðabrag en Addis
Abeba. Hér gefur á að líta bók-
staflega allar manntegundir ver-
aldarinnar. Verzlunarstéttin á
hér líklega fulltrúa frá fleiri
þjóðum en verzlunarstétt sjálfr-
ar Lundúnaborgar. Þar eru
flestir kaupmenn annað hvort
Bretar eða Gyðingar. Hér eru
þeir allra þjóða lýður. Grikkir
og Arabar eru fjölmennastir, en
annars eru hér ítalskir verzlun-
armenn, norskir, danskir,
sænskir, indverskir og brezkir.
Þrír læknar eru á nýjasta sjúkra
húsi borgarinnar, einn enskur,
annar danskur og hinn þriðji
pólskur, að ég held. En von er á
fjórða lækninum og er hann
þýzkur.
Meðal útlendinga í Addis
Abeba eru einnig margir kristni-
boðar. Það var í marzmánuði
arið 1904 að sænski kristniboð-
inn Karl Cederquist kom til
Addis Abeba eftir afar erfiða
ferð. Eru því liðin nákvæmlega
50 ár síðan fyrsti evangeliski
kristniboðinn kom hingað. Nú
stendur vegleg og fögur kirkja
á staðnum þar sem hann bjó.
Hópur kristniboða kemur hér
saman í hverri viku til að ræða
um starfið og biðja fyrir því.
Eru þeir frá ýmsum þjóðum og
kirkjudeildum. En hér er einnig
stór hópur trúaðra kristinna
manna, er gegna ýmsum störf-
um, en hafa þó sezt hér að með
það eitt í huga að boða fagnaðar-
erindið. Til þeirra teljast t. d.
ookkrir norskir verzlunarmenn,
læknir og hjúkrunarkona frá
Danmörku, sænskur húsateikn-
ari og fleiri.
Iðandi mannstraumur liðast
um götur borgarinnar á degi
hverjum, alls konar fólk bæði
hvað stærð, litarhátt, klæðnað
°g önnur ytri einkenni snertir.
☆
Eþíópía er í raun og veru
sambandsríki. Ein lög eru fyrir
^and allt og einn þjóðhöfðingi.
Er titill hans „konungur kon-
Unga Eþíópíu“. Hér er nefni-
lega mesti sægur af smákonung-
um og höfðingjum. Völd þeirra
eru að vísu minni en fyrr á tím-
um. Ættflokkur keisarans, Am-
harar, ríkir i landinu og er á
víð og dreif um allt land. Ann-
ars er í Eþíópíu mesti sægur af
ættflokkum. Hver ættflokkur
hefir sína siði, standa á mismun-
andi menningarstigi, og tala ein-
att gjörólík tungumál. Eins og
gefur að skilja eykur það tals-
vert á margbreytnina, þegar
fulltrúar allra þessara ætt-
flokka hópast hingað til höfuð-
borgarinnar. Mest ber vitanlega
á Amhörum. Borgin er á lands-
svæði þeirra, og þeir sitja í flest-
um embættum ríkisins. Því fer
þó fjarri að þeir sé geðfelldasti
eða dugmesti ættflokkur lands-
ins. Þeir lifa á fornri frægð.
Saga þeirra er jafnframt saga
landsins. Flestir eru þeir með-
limir koptisku kirkjunnar, og
þar með kristnir að nafni til.
Raunverulega eru Amharar 1
hinni mestu hrörnun sem þjóð-
flokkur, bæði hvað menningu og
siðgæði snertir. Lauslifnaður er
talinn sjálfsagður hlutur. Fé-
græðgi þeirra er óskapleg. Þeir
virðast ekki gera greinarmun á
sannleika og lygi, heldur segja
það eitt, sem þeim þykir bezt
henta í hvert skipti.
Karlmenn Amhara ættflokks-
ins hafa margir tekið upp evróp-
iskan klæðnað, en mjög sjald-
gæft er að sjá konu í öðru en
hinum skósíða, hvíta búningi
ættflokksins. Hann getur verið
mjög snotur, en sé hann ekki
alveg nýþveginn er hann ekki
glæsilegur. Sóðaskapur er því
miður á háu stigi.
Götur borgarinnar eru einnig
sambland af gömlu og nýju. Af
tveimur götum er önnur einatt
grýttur stígur, en hin malbikuð.
Sama máli gegnir um götulífið.
Auk bíla af ýmsum gerðum og
árgöngum úir og grúir af alls
konar skepnum á götunum.
Er umferðalögreglu því mikill
vandi á höndum. Öllu ægir sam-
an. Hestakerrur, eða „garrí“ eins
og þær eru nefndar, eru mjög
áberandi. Þá koma inn á milli
bílanna asnar, múlasnar, svín.
geitur, kindur og nautgripir.
Lögregluþjónar hafa meira að
gera en að hafa hemil á umferð-
inni, Rán og gripdeildir eru
hversdagslegir viðburðir, og er
verk þeirra að hafa hendur í
hári afbrotamannanna. Hér er
það fastur siður að menn hafi
verið fyrir utan hús sín að næt-
urlagi, og eru þá einnig hafðir
traustir hlerar fyrir öllum
gluggum. Nær því daglega sjást
lögregluþjónar fara með hópa af
föngum til dómhússins. Og oft
hafa þeir einstaka kind í eftir-
dragi, sem hefir verið tekin úr
umferð. Betlarar og götusalar
eru hreinasta plága fyrir alla,
sem erindi eiga um borgina.
Rétt fyrir ofan borgina gnæfir
tindur Enotto-fjalls. Það kemur
öllum á óvart, að þegar litið er
frá tindinum yfir borgina, sést
hún alls ekki. Engan ókunnan
gæti grunað að skammt frá væri
höfuðborg landsins. Hún er
sokkin í háan Evkalyptusskóg.
Er það afarhávaxin erlend trjá-
tegund og kalla Eþíópar hana
„hafvið“. Tréð er nefnilega inn-
flutt frá löndum handan við
hafið. Er sagt að Menelik II.
keisari hafi látið gróðursetja
það, til þess að þurka votlendi,
sem hér mun hafa verið. Evka-
lyptustréð verður aldrei digurt,
en sagt er að það geti orðið allt
að því 150 metra hátt.
☆
Irgalem heitir fyrsti viðkomu-
staður okkar á hinni löngu leið
frá Addis Abeba og suður til
Konsó. Vegur þangað er allgóð-
ur en vegalengdir miklar. Við
ókum yfir víðáttumiklar sléttur.
Gróður er skraufþurr og visinn.
Öðru hvoru skjótast litlir, marg-
litir fuglar yfir veginn og inn í
runna og milli kaktusa meðfram
veginum. Litir þeirra stinga dá-
samlega í stúf við litlaust um-
hverfi. Villtir þjóðflokkar haf-
ast við á þessum slóðum og er
alls ekki hættulaust að vera hér
á ferð fótgangandi. Við sáum
ekki annað til mannaferða en
friðsama smala með stórar
hjarðir nautgripa, geita, kinda
og asna. Nakin börn leika sér
við veginn og konur í óhreinum
skinnpilsum rogast með vatns-
ker og aðrar þungar byrðar.
Gasella hleypur yfir veginn,
fyrir framan bílinn. Apar klifra
í trjátoppum. Og þegar kvöld-
kyrrðin færist yfir, heyrist væl
í hýenum. Þá er öruggast að
halda sig innan húss.
Þegar við ókum út úr Addis
Abeba, segir samferðamaður við
mig: „1 gær voru hengdir tólf
glæpamenn í Addis“. Ég svaraði
fáu. Það fór hrollur um mig.
Slíkir viðburðir eru ekki fátíðir
í þessu landi, og fara aldrei fram
með leynd. Farið er með þessa
vesalinga út á fjölmennasta torg
borgarinnar. Þar eru þeir hengd-
ir í augsýn mikils fjölmennis.
Aftökur fara fram á laugardög-
um, af því þá er markaðsdagur
hér og mest umferð.
í Irgalem, höfuðborg Sídamó-
fýlkis, er miðstöð norska Eþíó-
píu-kristniboðsins. Hér eru bú-
settir 14 kristniboðar og sést
glöggt dæmi þess hve fjölþætt
og umfangsmikið kristniboðs-
starfið er. Hér er annað tveggja
sjúkrahúsa umdæmisins. Þið
megið ekki hugsa ykkur sjúkra-
hús á stærð við Landsspítalann.
Þau eru lítil og rúma aðeins
nokkra tugi sjúklinga. Sem
stendur er ekki nema einn
læknir í hvorq sjúkrahúsanna.
Þetta eru einu sjúkrahúsin og
einu læknarnir í héruðum, sem
hafa rúmlega eina milljón íbúa.
— Hvernig mundi Islendingum
þykja að búa við slík kjör?
Kennaraskóla hefir kristni-
boðið einnig í Irgalem, auk
venjulegra barnaskóla, sem
reistir hafa verið á öllum kristni-
boðsstöðvum. Loks má geta þess,
að hér er trésmíðaverkstæði, er
vinnur allt tréverk sem þarf til
stöðvabygginga.
Venjulega eru kristniboðs-
stöðvar í Suður-Eþíópíu reistar
rétt fyrir utan bæina. En í Irga-
lem er stöðin inni í miðjum bæ.
Bærinn er á miðju því svæði,
þar sem trúarvakning hefir
orðið. Alls staðar í þorpum og
sveitum nágrennisins, eru nú
hópar kristinna rrianna. Inn-
fæddir trúboðar og kennarar
ferðast milli þeirra að staðaldri.
☆
Þenna eina dag, sem við
dvöldum í Irgalem, gerðust at-
burðir, sem gáfu nokkra hug-
mynd um hvað gerist á einni
kristniboðsstöð. — Kristniboð-
inn í Javelló kom þangað með
einn samstarfsmann sinna, sem
orðið hafði skyndilega fárveik-
ur. Eitt af því, sem torveldar
kristniboðsstarf í byrjun, er
hörgull á góðum, kristnum sam-
verkamönnum. Kristniboðar hér
hafa átt við margvíslega erfið-
leika að etja í samstarfi sínu við
innfædda menn. Siðleysi mann-
félagsins reynist þessum sam-
starfsmönnum hættulegast. —
Þá fylgir því einnig mikið um-
stang að standa í byggingafram-
kvæmdum, eins og högum er
háttað hér mitt inni í Afríku.
Kristniboði í Dilla kom til verk-
stæðisins hér með gluggakarm,
sem hvtíur maur hafði gereyði-
lagt. Það er einn vágesturinn. —
Þenna dag dó ungur piltur,
kristinn á sjúkrahúsinu. Enn
hafa ekki verið mörg dauðsföll
meðal kristinna manna. Ekkert
óttast heiðinginn meira en ó-
vissu dauðans. Ég var einn í
stofu kristniboðans, sem ég gisti
hjá, þegar þjónninn kom inn.
Hann var auðsjánanlega þungt
hugsi. Um leið og hann minntist
á lát piltsins, spyr hann: „Er
hann nú hjá Jesú, þessi kristni
maður, eftir dauðann?" — „Já“,
svaraði ég. — „Er hann það
núna, strax?“ spyr hann enn.
„Já, nú þegar“, svara ég. Og á
sömu stundu varð mér ljóst, hví-
líkur fagnaðarboðskapur það er,
að ógn dauðans er aflétt, brodd-
ur dauðans brotinn fyrir Drott-
inn Jesú Krist.
Klukkuna vantaði 15 mínútur
í fimm um morguninn, þegar
við lögðum af stað frá Irgalem
á leiðis til Neghelli, höfuðstaðar
Borona-fylkis. Þangað komum
við eftir tuttugu og eins tíma
akstur. Neghelli er einmanaleg-
ur bær, á stórri slétttu. Sléttan
er frjósöm en óræktuð. Hjarð-
menn halda þar bústofni sínum
til haga. Hér er annað sjúkra-
hús kristniboðsins, allmyndarleg
bygging. Auk þess hafa verið
reist tvö skýli, annað fyrir
berklasjúklinga, hitt fyrir holds-
veika. — Allmargt holdsveikra
manna sá ég seinna á þessu
ferðalagi, í Konsó.
☆
— Felix kristniboði hefir sent
„Bjarma“, rnálgagni Sambands
ísl. kristniboðsfélaga, skemmti-
lega frásögu um ferðalagið til
Konsó. Er það hérað allstórt, í
Suður Eþíópíu, um 800 km. suð-
ur af Addis Abeba, höfuðstað
landsins. Vegir eru afleitir, en
venjulega tekur ferðalag þang-
að þó ekki nema 3—4 daga á bíl.
Að þessu sinni var kristniboðinn
tíu daga aðra leiðina, vegna
rigninga og blautra vega. í
einkabréfi segist honum svo frá:
Náttúrufegurð var mjög mikil
alla leið, gróður mikill og dýra-
líf mjög fjölbreytt. Stundum
komu á móti okkur stórir hópar
af úlföldum. Apar klifruðu 1
trjánum eða hlupu í stórhópum
á undan bílnum. Gazellur og
antílópur sáum við skjótast inn
í skóginn. Strútar gengu um
slétturnar og alls staðar var
mergð fugla með margvíslegum
litum. Er skyggja tók sáum við.
hýenur og sjakala og margs
konar nátthrafna.
Konsómenn eru vinnugefnari
en aðrir ættflokkar hér syðra.
Alls staðar sáum við vinnandi
fólk, ýmist fáklætt eða allsnakið.
Fjallshlíðar voru ræktaðar á
þann hátt, að hlaðnir höfðu
verið grjótgarðar og myndaðir
stallar, bæði til að safna vatni
og til að varna því að jarðvegi
skolaði niður í dalbotn. En akrar
eru á hverjum stalli. Lóð ís-
lenzku kristniboðsstöðvarinnar
er efst á hæð, þar sem byggð er
þéttust. Þar er mikil náttúru-
fegurð og útsýni dásamlegt yfir
hálendið. Töluverður hitabeltis-
gróður var á lóðinni. Skjaldbaka
hafði grafið sig niður, þar sem
reisa á fyrsta hús stöðvarinnar.
Mannsöfnuður mikill var þar í
þorpinu á markaðsdegi. Voru
það fyrstu kynni mín af Konsó-
honnum. Fólk þyrptist að okkur
og bað um meðöl.
— Viðstaða í Konsó varð
skemmri en til var ætlazt, skrif-
ar Felix kristniboði. Er þeir
komu niður á sléttuna flóði hún
í vatni. Bíllinn sökk í forarpoll
og sat fastur í tvo sólarhringa.
Þegar loks tókst að ná honum
upp úr, var snúið við og farin
önnur leið.
Einu sinni þegar við höfðum
Framhald á bls. 7
"A Realisiic Approach io ihe
Hereafier"
by
Winnipeg auihor Edilh Hansson
Bjornsson's Book Siore
702 Sargenl Ave.
Winnipeg
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Það er borið fram FEIS-EL
í þessu felast aukin þægindi,
því þessir pappírs-klútar eru
kunnir að mýkt og fara vel
með nefið.
KAtlPIÐ
Business and Professional Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg PHONE 92-6441
SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiCaábyrgB o. s. frv. Phone 92-7538
Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kenneðy St. Skrlfstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service
Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accodnlants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones; Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. 1
Hafið Thorvaldson, Eqgertson,
Höfrt Bastin & Stringer
Barristerí! and Solicitors
i huga 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage og Garry St.
Heimili s61setursbarnanna. Tcelandic Old Folks’ Hoine Soc ,
3498 Osler St„ Vancouver, B.C. PHONE 52-8291
ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH
Prescripiion Specialist Cor. Arlington and Sargent PRODUCERS LTD.
Phone 3-5550 J. H. PAGE, Managing Dlrector
Chrislmas Gifts, Cards, Ribbons and Paper. Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish
We collect light, water and phone bills. Posi Office 311 CHAMBERS STRH3CT Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Store Ltd. Office Phone Res. Fhone 92-4762 72-6115
J. CLUBB Dr. L. A. Sigurdson
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
Phone 74-4422 EUice & Home and by appointment.
Thorarinson & Appleby
Barristers and Solicitors
S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B.
W. R. Appleby. B.A., L.L.M.
701 Somerset Bldg.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur llkklstur og annast um Ot-
farir. AHur ötbflnaCur sá bezti.
StofnaB 1894 SÍMI 74-7474
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered. Acccuntant
505 Coníederatlon Llfe Bulldtng
WINNIPEG MANITOBA
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternlty Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Weddlng Bouquets, Cut Flowers.
Funeral Designs. Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Parker, Parker and S. O. BJERRING
Kristjansson Canadian Stamp Co.
Barristers - Solicitors RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS
Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanaaon CELLULOID BUTTONS
500 Canadlan Bank of Commerce 324 Smith St. Winnipeg
Chambert Winnipeg, Man. Phone 92-3561 PHONE 92-4624
G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 Gilbart Funeral Home Selklrk, Manltoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selklrk
EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphln, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá ao rjúka flt með reyknum.—SkrlfiC, simlB til KELLY 8VEINSSON 626 Wal! St. Wlnnlpe* Just North of Portage Ave. Símar 3-3744 — 8-4431
Van's Efectric Ltd. 636 Sargonl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branches Real Estate - Mortgages - Rentali 21« POWF.R BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3489 LET US SERVE YOU