Lögberg


Lögberg - 02.12.1954, Qupperneq 4

Lögberg - 02.12.1954, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954 f------------------------------------------------------- Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið at hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 ÖAHGENT AVENUE, WINNIHEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórann: EDITOIt LÖGBEKO, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press L»td. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Flokksþing og foringjaval Liberalflokkurinn í Saskatchewan hélt fjölsótt þing í Regina, er stóð yfir frá 25. til 27. þ. m. Á þinginu voru mættir erindrekar úr öllum kjördæmum fylkisins, auk fjölda forvitinna gesta víðsvegar að; fyrir þinginu lá einkum það, að endurskoða stefnuskrá flokksins, samræma hana svo sem bezt mætti verða breyttu viðhorfi og kröfum hins nýja tíma; en mesta aðdráttaraflið var þó vitaskuld val nýs ílokksforingja í stað Walters Tucker, er lét af flokksfor- ustunni, er hann var kosinn á sambandsþing í síðustu kosningum; fimm menn, allir sæmilega hæfir hver á sína vísu, keptu um foringjatignina og var kosningin sótt af kappi miklu; en er til úrslita kom, varð hlutskarpastur Mr. Alexander Hamilton McDonald fylkisþingmaður fyrir Moosomin-kjördæmið; hann gat sér frægðarorð í þjónustu konunglega, canadiska flugflotans meðaji á síðustu heims- styrjöld stóð og hefir í sex ár átt sæti á fylkisþingi við hinn ágætasta orðstír. Mr. McDonald er 35 ára að aldri; hann er góður bóndi og því manna kunnugastur hvar skór- inn kreppir að á vettvangi landbúnaðarins; hann fékk hreinan meirihluta við fyrstu atkvæðagreiðslu í þinginu; næstur honum að fylgi gekk Dr. L. B. Thomson, en hinn þriðji í röð varð Wilfrid Gardiner, sonur James Gardiners landbúnaðarráðherra sambandsstjórnarinnar, er af skiljan- legum ástæðum lét sér hugarhaldið um pólitíska framtíð sonar síns, þó eigi yrði þess opinberlega vart á flokks- þinginu. Það er á almanna vitorði, að James Gardiner hafi ára- tugum saman ráðið meiru um stefnur og strauma innan vébanda Liberalflokksins í fylkinu en nokkur annar sam- tíðarmaður hans, enda átti hann til þess flestum fremur betri aðstöðu; hann var um nokkurt skeið forsætisráðherra fylkisins og safnaði þá að sér harðsnúnum fylkingum, er hann ávalt sýndist geta hóað í, er mikið stóð til; nokkrum hluta flokksins þótti hann vera orðinn afjarl sinn og taldi róttækra aðgerða þörf, ef flokkurinn ætti að eiga sér væn- lega framtíð fyrir höndum. Hinn nýkjörni flokksforingi mun fyrir alllöngu hafa fengið sig fullsaddan af ofríki Mr. Gariners, enda að sögn maður víðsýpn og ótjóðraður klíkuböndum. Hver veit nema það verði hann, er leiði Liberalflokkinn í Saskat- chewan út úr eyðimörkinni og komi honum til síns fyrra gengis? Um mörg undanfarin ár hefir séra Thomas Douglas verið sálusorgari C. C. F.-sinna og ráðið ríkjum í Regina með makt og miklu veldi; hann er maður málsnjall og á það til, að vera manna hvassyrtastur, ef því er að skipta; þegar hann kom til valda barst hann mikinn á og þóttist vilja þjóðnýta helzt alla skapaða hluti í fylkinu háttvirtum kjósendum til varanlegra búbóta; alt þetta lét fyrst í stað fagurlega í eyrum og fólkið hélt að það hefði himinn höndum tekið; ullarverksmiðja var stofnuð, skófatagerð og guð má vita hvað margt annað, sem vera átti fylkisbúum til ómetanlegra hagsmuna; en er lengra leið á dag kom það í ljós, að sum þessara fyrirtækja báru sig ekki og voru síðar seld einstaklingum í hendur til frambúðarreksturs. Nú er það farið að kvisast, að séra Thomas sé farinn að taka sinnaskiptum og hallist nú á þá sveif, að einstakl- ingsframtakinu sé ekki alls varnað og þar af leiðandi geti það komið sér vel, að ný iðnfyrirtæki rísi upp í fylkinu þó veltufé þeirra sé einstaklingseign og þeim verði stjórnað sem einkastofnunum. Sinnaskipti geta tíðum verið kærkomin og sjálfsögð séu þau grundvölluð á aukinni þekkingu. ☆ ☆ ☆ Athyglisverð ummæli Hinn 12. nóvember síðastliðinn hélt hveitisamlag Saskatchewanfylkis hið þrítugasta ársþing sitt í Regina, er leiddi í ljós, að hagur þessarar umfangsmiklu samtaka stóð í miklum blóma. Forstjóri samlagsins, Mr. J. H. Wesson, hafði fundar- stjórn með höndum og drap á eitt og annað í inngangs- ræðu sinni, sem var íhyglisvert og lærdómsríkt; hann kvaðst engan kvíðboga bera fyrir því, að þær miklu korn- birgðir, sem fyrirliggjandi væru í landinu myndi eigi á sínum tíma seljast við því verði, er bændur mættu vel við una og hann lagði sérstaka áherzlu á það, að samlagssala korns í landinu hefði margsannað yfirburði sína yfir sölu á hinum svonefnda opnum markaði þar sem spekúlantar réðu lofum og lögum og skömtuðu bændum úr hnefa varð- andi verðlag þeirra kofntegunda, er þeir framleiddu. Mr. Wesson taldi það hughreystandi, að hveitiráðið, The Wheat Board, væri sannfært um það, að á yfirstandandi ári gæti það selt á erlendum markaði að minsta kosti 300,000,000 mæla korns, en ástæðan fyrir því væri einkum sú, að korn- birgðir handan hafs væri um þessar mundir langt fyrir neðan meðallag. „Ég er sánnfærður um“, sagði Mr. Wesson, „að ef eigi hefði verið vegna samlagssölu fyrirkomulagsins og ráð- stafana hveitiráðsins, myndi hagur bænda hafa staðið höll- um fæti, jafnvel svo, að til vandræða hefði horft. I fyrra sumar féll fyrsta flokks rúgur á opnum markaði niður í 64 cents á mæli, og verð hveitis samkvæmt þeirri sölu- aðferð, hefði fallið niður fyrir dollar; myndi þá flestum hafa orðið ljóst í hvert óefni komið væri“. Mr. Wesson kvað bændur Sléttufylkjanna hafa yfir litlu að kvarta meðan við líði væri sölukerfi, er trygt hefði þeim frá $1.70 til $1.80 á mæli hveitis; hann lagði og ríka áherzlu á það, að það væri hvorki meira né minna en skylda canadisku þjóðarinnar, að sýna alþjóðahveitisamn- ingunum — The International Wheat Agreements — fullan trúnað, því með þeim hætti yrði framtíð akuryrkjunnar í landinu bezt borgið. Mr. Wesson kvaðst óttast, að takmörkun framleiðslunn- ar með lögum gæti orðið tvíeggjað sverð; þeir bændur, sem ættu í kornhlöðum sínum heima fyrir álitlegar birgðir af góðu, þurru hveiti, yrði ávalt öruggir um sinn hag, jafnvel þó ekki seldist ávalt mikið í einu; þeir ættu innstæðu, sem ekki yrði frá þeim tekin og trygði þeim efnahagslegt sjálf- stæði; vitaskuld væri, því miður, ekki högum allra bænda þannig háttað, en þrátt fyrir það væri takmörkun vista- framleiðslu áhættuspil, sem gjalda yrði varhuga við. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands sitja það rösklega 300 fultrúar. í sambandinu eru rúmlega 160 félög og félagsmenn þeirra sam- tals um 26.000. Forseti Alþýðu- sambandsins, Helgi Hannesson, setti þingið, en síðan fluttu ávörp innlendir og erlendir gest- ir þingsins, meðal þeirra fulltru- ar verkalýðssamtakanna á Norð- urlöndum. Ágreiningur varð um kjörbréf nokkurra fulltrúa, og voru því eigi kosnir starfsmenn þingsins fyrr en í fyrrakvöld. Forseti þingsins var kjörinn Hannibal Valdimarsson. Þinginu lýkur sennilega á morgun. ☆ Erkibiskup Svíþjóðar hefur boðið biskupi íslands, herra Ás- mundi Guðmundssyni, að koma og aðstoða við biskupsvígslu 1 Uppsaladómkirkju á sunnudag- Leikfélag Akureyrar hafði ný- lega frumsýningu á óperettunni Meyjarskemmunni eftir Schu- bert, og er þetta umfangsmesta sýning, sem Leikfélag Akureyr- ar hefur sett á svið. Leikstjóri er Ágúst Kvaran, en söngstjóri Árni Ingimundarson. ☆ Tuttugasta og fjórða þing Al- þýðusambands íslands var sett í Reykjavík á fimmtudaginn og Ævintýramaður segir frá: Hékarlinn kippti honum útbyrðis Framhald af bls. 1 aukaþing eigi síðar en 1. marz næstkomandi til að fjalla um launa- og dýrtíðarmál. ☆ William Willis segir frá 6500 mílna siglingu vesiur um Kyrrahaf Sló met KON-TIKl-manna, sem sigldu 4500 mílur William Willis, sem af ýms- um er nefndur mesti ævin- týramaður 20. aldarinnar, öðlaðist heimsfrægðina með því að sigla einn á litlum balsa-viðarfleka yfir Kyrra- haf, sagði brezkum blaða- manni, Tom Farrell, frá hin- um furðulegu ævintýrum sínum í lok fyrri viku, er fundum þeirra bar saman í Pago Pago. ÆVINTÝRAMAÐURINN, eig- andi flekans, sem hann kallaði „Litlu systurnar sjö“, er fyrr- verandi flakkari, gullleitarmað- ur og hnefaleikskappi, 61 árs að aldri, sem enn býr yfir metnaði og kappi ungra ofurhuga, eins og bezt má marka af því, að hann lagði óskelfdur í 10.400 km. sigl- ingu og bauð ótal hættum byrg- inn „einn á báti“ í samfleytt 115 daga. Tom Farrell flaug 3800 km. leið til fundar við hann í Pago Pago, sem er höfuðborg Samoa- eyja, sem Bandaríkjamenn ráða nú yfir, en þar líta hinir inn- bornu eyjarskeggjar á hann sem hálfguð, nefna hann „skipherra úthafsins“, og mun nafn hans lifa í sögnum þar mann fram af manni. Ég spurði hann hvers vegna hann hefði lagt út í þetta. Ég hefði eins vel getað spurt Hillary og Tenzing, hvers vegna þeir hefðu lagt út í það ævintýri, að klífa Everesttind. Willis svaraði ósköp blátt áfram: Mig langaði til þess. Ég lét kylfu ráða kasti. Og ég er ákaflega hamingju- samur. En það segir sig sjálft, að um aðra ástæðu til er að ræða, ó- skrifuðu bókina um ævintýra- ferðina frá Perú til Pago Pago. Og ég fékk, ef svo mætti taka til orða, að h'ta á nokkur blöð þessarar óskráðu bókar, á sam- verustund okkar í Pago Pago, og er við flugum til Fiji, fyrsta á- fanga heimferðar hans. Er ég hlustaði á frásögn hans gleymdist mér næstum, að þessi hetja væri maður á sjötugs aldri. Hann var sólbrendur og veður- barinn, með orku og seiglu hins unga manns í hverjum drætti og hverjum vöðva. Hákarl á önglinum Og nú sagði hann mér söguna af því, er hann barðist við há- karl. „Þetta gerðist áður en ég komst upp á lag með að veiða höfrunga. Fimm feta hákarl beit á öngulinn. Ég gat dregið hann inn undir skutinn, en þótt ég neytti allrar orku gat ég ekki innbyrt hann. Ég hallaði mér út yfir borðstokkinn til þess að losa öngulinn úr gini hans, því að krókinn mátti ég ekki missa. Og þá gerist það í eini svipan, að ég dett í sjóinn og rek aðra hönd- ina í gin hákarlinum. Ég kippti henni að mér og buslaðist sem ákafast og skrámaðist illa á þumalfingri og úlnlið af hvöss- um hákarlstönnum. Flekinn horfinn! Til allrar hamingju hvarf há- karlinn, þrátt fyrir blóðugan sjó- inn, en er ég leit í kringum mig var flekinn horfinn. Hann hafði rekið um 40 metra, en ég var, þótt furðulegt þyki, enn í tengsl- um við flekann. Færið hafði ekki slitnað. Og nú kippti ég í taugina með varúð og notaði hana til þess að fika mig hægt og hægt að flekanum og gat loks komist upp á flekann minn aftur“. Sárin græddi hann með penicillinsmyrslum. Það tók • 10 daga, en Ijót ör eru til minja um bardagann. Kötturinn át páfagaukinn Til þess að verða ekki allt of einmana á þessu ferðalagi tók Willis köttinn sinn, Meekie, með sér, og páfagauk, er hann lét úr höfn í Callao hinn 22. júní. „Þremur dögum áður en ég tók land“, sagði Willis, „komst páfagaukurinn út úr búrinu, og kötturinn át hann“. ÞaÖ þarf járnaga til Ekki gat verið um breytilegt mataræði að ræða í leiðangrin- um. Undirstöðumaturinn var einskonar grautur úr hrásýrópi og mjöli, og svo var aðalréttur- inn tíðast ósoðinn fiskur. Þegar hann komst að raun um, að drykkjarvatnsdósirnar, sem eftir voru, voru farnar að ryðga, bjargaði hann sér með því að drekka þrjú glös af sjó á dag, en „það þarf járnaga til“, bætti hann við. Hann telur, að hann geti vanið sig á, að drekka 6 glös af sjó á dag, án þess að verða meint af, svo fremi að hann hafi nóg af hráu höfrungakjöti og grautinn, sem áður var að vikið. En var einveran honum ekki þungbær, er hann var þarna einn á reki mánuðum saman langt úti á hafi? Spurningu um þetta svaraði hann brosandi. Og svarið bar vitni um þann mun, sem var á ferðalagi hans og Kon- Tiki leiðangursins 1947, en leið- angursmennirnir sex (Norðmenn og Svíar) gátu á stundum gert sér eitthvað til afþreyingar. Óttaðist aldrei dauöann „Ég varð stöðugt að gefa flek- anum nánar gætur“, sagði Willis. „Ég varð að vera á ferð og flugi, hlaupa frá stýrishjólinu í skyndi til að lagfæra eitthvað, og svo að því aftur. Ég var því sem íþrótta- maður í stöðugri þjálfun. Ég svaf aldrei nema nokkrar mínút- ur í senn“. Augnaráð þessa sjálf- skoðara bar miklu rólyndi og athygli vitni, er hann bætti við: „Ég var aldrei smeykur við dauðann. Ég var alltaf hárviss um, að ég mundi hafa það af“. Kronometerinn bilaöi En Willis játar, að hann hafi ekki alltaf farið hyggilega að ráði sínu, og það hefði getað orðið einhverjum minni kappa en honum dýrt. Nokkrum dögum eftir að hann lét úr höfn stöðv- aðist kronometerinn, og Willis lagði hann til hliðar, og notaðist eftir það við ódýrt „járnbrautar- vasaúr“ sem siglingatæki. í Pago Pago leiddi einhver athygli hans að því, að ekkert væri að krono- meternum — það þyrfti bara að setja lykilinn í gatið og draga hann upp. Willis hafði gleymt að setja í lykilinn. Nú gerði hann það. Kronometerinn var í bezta lagi. Og á 115 daga ferðalaginu á- ræddi hann ekki að reyna mót- tökutækið sitt, vegna þess, að hann mundi ekki hvort setja átti eimað vatn í öll götin á geymn- um eða aðeins í sum. — Og samt var þessi maður alveg öruggur um að vindar og straumar myndu koma fleka hans örugg- lega til leiðarenda, og afhenti hafnarstjóranum í Pago Pago skilríki sín, eins og ekkert væri um að vera. „Vitanlega hafði ég skipsskjölin í lagi“, sagði hann. En þessi ævintýramaður var þó vissulega ógleyminn á margt, svo sem að raka sig daglega, og þegar hann kom til Pago Pago, gleymdi hann ekki að draga að hún alveg nýjan bandarískan stjörnufána. Og eitt hið fyrsta, er hann hafði lagt að í Pago Pago, var að koma kettinum, Meekie, í heilbrigðisskoðun. — „Verið góðir við hann“, sagði hann. Eiginkonan treysti honum Willis sagði blaðamanninum, að hann hefði ávallt verið hug- fanginn af frásögnum um sæfar- endur, hættur hafsins, miklar þrekraunir á sjó og þar fram eftir götunum. „Konan mín skil- ur mig — hún hafði trú á, að mér mundi heppnast þetta“. Með þeta efst í huga lét hann úr höfn til að gera betur en Kon- Tiki leiðangursmennirnir. Hon- um tókst það. Hann sigldi 3200 km. lengri leið en þeir og var hálfum mánuði skemur á leið- inni. I Perú valdi hann úr flugvél balsaviðina sjö, sem felldir voru til að gera úr fleka hans, „Litlu systurnar sjö“. Hann skildi hann eftir í Pago Pago. Kannske komu forfeður Samaomanna á slíkum flekum frá Perú endur fyrir löngu? Hann leit sem snöggvast með alvörusvip á flekann ljóta, um leið og við flugum yfir Pago Pago, strauk kettinum og hallaði aftur augunum hugsi á svip. Hann fór að tala um bókina, sem hann ætlaði að skrifa um ferð- ina. Minnti á ljóðabók, sem hann gaf út í fyrra og kallaði „Hell, Hail and Hurricanes“ (Helvíti, hagl og hvirfilvindar). „Þegar ég sem ferðasöguna verður hún í sama stíl, þeim stíl, sem ég hefi tileinkað mér, og lýsir mér eins inn kemur, er Stokkhólmsbiskup verður vígður. Biskup íslands hefur þekkst boð þetta. 1 ferð- inni mun hann einnig sækja stjórnarfund Kirknasambands Norðurlanda, sem haldinn verð- ur í Sigtúnum í Svíþjóð. Biskup- inn á sæti í sambandsstjórninni. ☆ Á sunnudaginn var vígt nýtt félagsheimili í Reykjavík. Það er heimili Ungmennafélags Reykja víkur við Holtaveg. Félags- heimili þetta er enn ekki full- gert, en í þeim hluta hússins, sem nú hefur verið tekinn 1 notkun er samkomusalur og fundarherbergi. Ungmennafé- lagið hefur fengið gott land- rými á þessum stað undir bygg' ingar og íþróttavelli. ☆ I haust hefur orðið vart þurra- mæði í fé á tveimur svæðum, — í Dalasýslu og í Skagafirði. Ekki er lokið rannsóknum á ut- breiðslu veikinnar, en helztu f niðurstöðurnar nú eru þessar: i Dalasýslu hefur fundizt með vissu þurramæði í fé á 7 bæjum í Hvammssveit, á Fellsströnd og í Laxárdal. Á alla þessa bæí hafði verið keypt frá bænum Valþúfu á Fellsströnd árið 1952 og fyrir þann tíma. Þykir senni- legt að veikin hafi komið fyrst upp í Valþúfufénu og dreifst með því, og smitunin þar hafi líklega orðið strax eftir fjár- skiptin haustið 1947. Síðan i septemberlok að þurramæðin fannst í Dalasýslu hefur verið slátrað þar á tólfta hundrað full' orðnum kindum og þurramæði- skemmdir á mismunandi stigum fundist í um það bil 10% ÞeS® fjár. — í Hlíð í Hólahreppi j Skagafirði fannst þurramæði i kind í byrjun október. Þykja líkur benda til þess að sú kind hafi verið keypt frá Hólmavík 1950, eða ári áður en þurramæði kom þar upp. Slátrað hefur verið fénu frá Hlíð og tveimur næstu bæjum og komu engin merk1 sýkingar fram við skoðun a lungum úr þessu fé. — Guð- mundur Gíslason læknir, sem við rannsóknir þessar hefur fengizt, bendir á það, að þegar hafizt var handa um fjárskiptin var yfirleitt fullkomin óvissa um, hvort unnt væri að útrýma veikinni á þann hátt. Hann telur að heildarárangur fjárskiptanna Framhald á bls. 5 og ég er — ekki broti af mnr> heldur niður í kjölinn. Sagan a þessu ferðalagi í heild verður furðuleg, Ég hef aldrei geta trúað, að neitt þvílíkt gæti gerzt og ég hefi upplifað, en þetta verður að bíða, og það getur eng- inn nema ég, það verður a segjast í mínum stíl“. Á Fiji-eyjum bauð Lowe land- stjóri Willis velkominn og ban honum til dvalar í landstjóra- bústaðnum, þar sem hann dval ist fimm daga. Sl. laugardag lagði Willis af stað flugleiðis til New York, um Honolulu San Francisco. —VÍSIR, 27. okt.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.