Lögberg - 02.12.1954, Page 5

Lögberg - 02.12.1954, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954 5 ÁliUG/iHÁL IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON MARÍA MARKAN ÖSTLUND Söngskemmtun í Gamla Bíói Frú María Markan Östlund María Markan Östlund heim- sækir okkur um þessar mundir, en hún er, sem kunnugt er, bú- sett í Canada. Hún söng fyrir okkur s.l. föstudagskvöld í Gamla Bíói. Það er ævinlega mikill viðburður þegar þessi glæsilega söngkona lætur til sín heyra. Og svo var nú. Meiri og voldugri sópranrödd hefir ekki heyrzt úr íslenzkum barka og dramatískur kraftur er söngkon- unni meðfæddur. En einnig dill- andi mýkt og silkimjúkt pían- issimo er henni eiginlegt í ríkum mæli, eins og vel kom í ljós á þessum tónleikum. Fyrri hluti söngskrárinnar var helgaður Beethoven (Adelaide), Schumann (Die Lotusblume og Der arme Peter) og ísl. lögum eftir Árna Thorsteinsson (Nafn- ið), Pál ísólfsson (Söngur bláu nunnanna) og Þórarinn Jónsson (Smalavísa). Það var eins og nokkurt hik eða óstyrkur gerði vart við sig í fyrstu, enda er hið mikla lag Beethovens, Adelaide, ekki vel fallið til þess að byrja með því söngskrána. En brátt brauzt sólin fram úr skýjunum, og í síðari hluta efnisskrárinnar einkum, var söngur frú Maríu mjög glæsilegur og tilkomu- mikill. í lögum eftir Þórarinn Guðmundsson (Vor hinzti dagur er hniginn), Emil Thoroddsen (Til skýsins), Giannini (Tell me, oh blue sky), Rogers (The Star), Ronald (The winds are calling), náði hún sínum fyrri hæðum svo að allir hrifust hjartanlega með, en Wagner (Elsas Traum) og Mascagni (Voi la sapete, úr Cavalleria Rusticana) kórónuðu þó kvöldið. Kom í þessum aríum í Ijós hversu miklum dramatísk- um þrótti frú María býr yfir og væri mjög æskilegt að henni gæfist gott tækifæri til að syngja hér í Þjóðleikhúsinu sem allra fyrst, svo að við fáum að njóta listar hennar einnig þar. Frú María var hyllt ákaft og varð hún að syngja fjölda auka- laga, en stemningin óx með hverju lagi. Fritz Weisshappel lék undir af prýði. Öllum dauðlegum mönnum er það áskapað að vera misjafnlega vel upplagðir. Þegar frú María var hér síðast (1949) var stund- um sem hún væri í öldudal. En nú sigldi hún aftur á toppinum, og sigldi mikinn. Söngur hennar var áhrifaríkur og hinn glæsi- legasti. Páll ísólfsson —Mbl., 20. okt. ☆ ☆ ☆ ALUMINUM UMBÚÐIR (FOIL) Næstum vikulega kemur eitt- hvað nýtt á markaðinn, sem léttir undir við störf húsfreyj- unar og er henni til þæginda- auka, til dæmis plastic pokarnir, sem eru til margra hluta nyt- samlegir, og ýmislgeir aðrir hlutir úr þessu efni. Fyrir ekki svo löngu síðan kom aluminum foil í sölubúðir og hafa margar húsfreyjur þetta umbúðaeíni jafnan í eldhúsinu ef til þess þarf að taka. Það er bæði frem- ur ódýrt og mjög þægilegt til margra hluta. Gott er að vefja það utan um ýmislegt matar- kyns, sem geyma á í kæliskápn- um, svo sem kjöt, garðávexti, ost og fleira; eins má nota það sem lok á mjólkurflöskur, skál- ar og fleira. Þá er ekki sízt þægilegt að vefja því utan um kjöt eða fisk, sem steikja á í bökunarofninum (roast). ☆ Hvernig matreiða skal viltar andir Fjöldi manna í Manitoba fer út á haustin til að skjóta viltar andir. Þykja þær herramanns- matur, enda pantaði Charlotte Whitton borgarstjóri í Ottawa viltar andir frá Manitoba til þess að framreiða við miðdegis- verð er borgarstjórnin hélt Elisabetu ekkjudrottningu, þeg- ar hún var hér nýlega á ferð. Fyrir nokkrum árum reistu kennarahjón, Mr. og Mrs. Ed Chesley, sér sumarbústað ná- lægt mýrunum við Nettley læk, sem er um 40 mílur norður af Winnipeg. Þar er mikið um viltar andir á haustin og varð gestkvæmt hjá þeim hjónum, þegar leið að andaskyttu tíma- bilinu. Varð það til þess að þau settu þarna upp verzlun, mat- sölu og gistibústað, og sækja þangað andaskyttur frá Banda- ríkjunum og víðsvegar að. — Segist Mrs. Chesley vera viss um, að engin kona í heiminum hafi matreitt eins margar viltar andir eins og hún, og hér fer á eftir matreiðsluaðferð hennar: Hún telur það alls ekki bæta bragð andanna að búa til sósur á þær blandaðar víni eða nota ýmislegt fágætt krydd. Henni finnst andirnar beztar, ef aðeins er látið í þær gott brauð, sage og laukur. Flestum gestum hennar þykir gott hið vilta, sterka bragð, en fyrir þá, sem ekki þykir í það varið, er bezt Einar Jónsson, myndhöggvari að leggja andirnar í salt vatn eftir að búið er að hreinsa þær, láta þær standa í því yfir nóttina og skola þær síðan úr mörgum vötnum. Mrs. Chesley segir, að alum- inum foil komi sér afarvel, því það losi sig við að vera sífellt að opna ofinn til að bera feiti á fuglana. Þegar hún er búin að troða hinni krydduðu brauð- mylsnu í þá, vefur hún hvern þeirra þétt í aluminum umbúðir; lætur fjóra eða fimm í pönnu með loki og matreiðir í ofninum í 2% klukkustund við 400 stiga hita (F). Fiskur bakaður í aluminum umbúðum Fiskur er hin hollasta fæða; hann er protein-fæða sem er auðmelt; auk þess hefir hann að geyma fitu, málmefni og A og B vitamins. Vegna þess hve frysti- aðferðir hafa vesið endusbættar á síðari árum er nú hægt að kaupa alls konar fisk árið í kring tilreiddan þannig, að hús- móðirin þarf ekki annað fyrir honum að hafa en að skella hon- um á pönnuna, í pottinn, eða inn í ofninn, en þó vesður að gæta varúðar við matreiðsluna til þess að fiskurinn missi ekki sitt góða bragð né tapi nokkrum næringarefnum. Frakkar, sem eru heimsins beztu matreiðslumenn, fundu fyrst upp á því að vefja fiskinn í aluminum foil og baka hann síðan: 2 pund fillets 14 pund smérlíki eða smér 2 gulrófur þunnskornar 2 laukar þunnskornir 2 teskeiðar saxað parsley pipar og salt. Hitið ofninn upp í 450 stig F. Berið smérlíki báðu megin á fiskinn, leggið hvert þeirra á ferkantað foil, og ofan á þau gul- rófu- og laukflísar og parsley, salt og pipar. Vefjið fiskinn vandlega svo safinn reini ekki úr pokunum. Bakið í 30 mínútur í opinni grunnri pönnu. Látið pok- ana á heita diska, opnið þá og látið ofurlítil smér á fiskinn og framreiðið hann þannig, án þess að taka burt umbúðirnar. Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 4 sé mun betri en hægt var að gera sér vonir um í upphafi, og ef tekin sé fyllilega til greina sú reynsla, sem fengin er í barátt- unni við þurramæðina og öllum vörnum hagað í samræmi við það, séu miklar líkur til þess að takast megi að útrýma veikinni að fullu. ☆ Aðfaranótt mánudags brann íbúðarhúsið að Miðbæ í Hval- látrum í Rauðasandshreppi. — Eldsins varð vart kl. 2 um nótt- ina og bjargaðist húsfreyja og 13 ára drengur nauðulega út, en þau voru tvö ein heima. Engu varð bjargað af innanstokks- munum. — Sömu nóttina brann gamalt íbúðarhús á Vatnsnesi í Keflavík og bjargaðist fólk þar einnig með naumindum, en inn- anstokksmunum varð ekki bjargað. ☆ I haust var slátrað rösklega 20.000 fjár hjá Kaupfélagi Þing- eyinga á Húsavík, og var meðal- kjötþungi dilka nú tveimur kíló- grömmum minni en í fyrra, og er talið að sú afurðarýrnun nemi, í krónum talin, fullri miljón á félagssvæðinu. ☆ Bæjarstjórn Reykjavíkur hef- ur samþykkt, að tillögu borgar- stjóra að stofna lúðrasveitir barna og unglinga í skólum bæj- arins, og skulu nú þegar stofnað- ar tvær sveitir með 15 til 16 börnum í hvorri. — Heimiluð hafa verið kaup á nauðsynlegum hljóðfærum í þessu skyni. Fregnin um lát Einars Jóns- sonar myndhöggvara kom mjög óvænt, þjóðina setti hljóða. Starfsbræður og vinir vissu að rann vann ótrauður og fagnandi að nýjum verkum og síðustu ár- in höfðu mörg eilíf listaverk ver- ið sköpuð, og komið fyrir í hinni nýju vesturálmu sýningarhallar- innar. — Þrátt fyrir veikindi og aðrar tafir hafði meistaranum auðnast að opna nýjan, stóran sal, sem að ýmsu var frábrugð- inn öðrum sölum hins mikla safns. Meiri litir, meira ljós. Það var eins og birta eilífðarinnar ljómaði um hin undurfögru verk síðari áranna. Gömul málverk breyttu um svip, litirnir urðu tærari og fyllri. Lögmál eilífðarinnar og óskir vorar fara ekki ávallt saman, en hitt vitum við að þá sem Guð elskar kallar hann þannig til fundar við sig, snögglega. Þeim er ekkert að vanbúnaði, en við eigum oft erfitt að sætta okkur við þau örlög. Syrgjum þegar ef til vill væri ástæða til að fagna. Þýðingarmeiri og fegurri við- fangsefni munu bíða handan við dyr eilifðarinnar þeirra, sem hafa öðlast náðargáfu listarinnar og mátt trúarinnar. Hin langa æfi þessa mikla listamanns var helguð starfinu og trúnni, við sjáum það í verk- um hans, og lesum það milli lín- anna í æviminningum hans. — Þeir sem þekktu Einar bezt vita hvernig hann miðlaði af vísdómi sínum. Þótt hann væri þreyttur og önnum kafinn við vinnu sína þá hafði hann jafan tíma til að sökkva sér niður í djúphugsað- ar viðræður um listina og eilífðarmálin. Engan mann hefi ég hitt á lífsleiðinni sem ég heldur vildi líkjast en hann. Viðkynning okkar var löng og farsæl, átti drýgstan þáttinn í því að listin varð mitt ævistarf. Varð þess valdandi að ég öðlaðist þá gæfu að virða fegurð og tign lífsins og tilverunnar.--------- Ungur maður lagði leið sína um óþekktar borgir til að nema listina, hin vísu orð og heilræði meistarans fylgdu honum sem lýsandi kyndill. Hann gat ekki villzt, eða gjört neitt það sem var, á móti lögmáli lífsins. — Við söknum vinar í stað, en höfum hann þó hjá okkur. — Verk hans, orð hans, og svo endurminninguna, ljóslifandi. Þegar myrkir dagar og þungbær örlög vitja okkar, þá sækjum við birtu og yl til þessara endur- minninga. Skoðum safn meistar- ans eða lesum minningar hans. Þjóðin munum allar aldir sækja styrk og gleði til Hnitbjarga, eins og við gerum er við skoðum safn Alberts Thorvaldsens, les- um verk Björnssons og hlustum á tónverk Síbeliusar. Þannig eru snillingar norðursins. Þjóð- hetjur og dýrlingar. Hnitbjörg voru byggð fyrst allra húsa á Skólavörðuhæð, — hæstu hæð af 7 sem borg vor stendur á — safnið mun geyma verk Einars Jónssonar um aldir, og bera hróður hans og þjóðar- innar viðsvegar. Það mun einnig geyma minningu konunnar, sem langa ævi, stóð við hlið lista- mannsins í blíðu og stríðu. Umönnun hennar og handtök mun ávallt einkenna þennan helgidóm þjóðarinnar. Ekki verð ur mynd Einars fullskýr nema við hlið Önnu. Við munu ávallt nefna þau í sameiningu, það er orðið okkur svo tamt. Anna M. Jörgensen sagði á vori æskunnar við ungan listamann: „Þitt land er mitt land, dauðinn einn skal aðskilja okkur.“ — Síðan hefur hún fylgt honum land úr landi, borg úr borg. Húsið á holtinu varð fokhelt. Fyrstu árin voru engir sældartímar, kuldi, myrk- ur, og allt af skornum skammti — nema ástin. Mikil verk eyði- lögðust af frosti og raka, jarð- skjálfti skemmdi húsið. Skilning ur þjóðarinnar á listinni var tak- markaður. Allt þetta þurfti ungu hjónin að þola og yfirvinna, •— þau báru gæfu til þess, og meira til. Þau eignuðust ást og virð- ingu allra landsmanna. Aðdáun og frægð um víða veröld. Þann- ig er ævintýrið um Einar og Önnu, og ennþá er það ekki full- sagt. Komandi kynslóðir munu auka það og fága, eins og ávallt verður, þegar ævintýrin gjörast. Islenzk listsköpun mun ávallt sækja styrk og göfgi til Hnit- bjarga, þótt við eigum eftir að lenda í ógöngum þeim, sem orðið geta á grýttum vegum, á öld upplausnar og of mikils hraða, þá mun ávallt vera „ljós í glugga hússins á holtum. — Þeir lista- menn sem hafa það að leiðar- merki villast ekki. Það var engin tilviljun að listmaðurinn gerði lágmyndina „Brautryðjandinn“ fyrir fótstall styttu Jóns Sigurðssonar, eða þá „Úr álögum“ og „1 dögun“ — það var listamannsins aðall að leysa úr viðjum, úr álögum, og ryðja brautir. — Stundum hefi ég hugsað um hvernig við stæð- um nú, ef brautryðjendur vorir í listinni hefðu ekki lagt af stað nógu snemma. Eða áður en tutt- ugasta öldin lenti í þeim voða að tapa þræðinum svo hrapalega að öndvegisþjóðir listarinnar gleymdu hlutverki sínu. Hrædd- Vinnsla á brúnkolum er hafin hér á landi í kolanámu að Tind- um á Skarðsströnd. Stendur fyr- irtækið Kol h.f. fyrir fram- kvæmdum, en það var stofnað til þess að hefja þessa námu- vinnslu, sem er merkileg tilraun til að nýta auðæfi, er liggja ó- notuð í íslenzkri jörð. Námugröftur er ný atvinnu grein á íslandi, en menn gera sér töluverðarvonir um kola- vinnslu í námunum að Tindum. Þar vinna nú 7 menn að námu- grefti og eru búnir að vinna úr námunni á annað hundrað lestir af brúnkolum. Hafa kolin verið rannsökuð erlendis og er talið, að hitagildi þeirra sé 80% af hitagildi venjulegra steinkola. Mun ódýrari en erlend kol Brúnkolin kosta 200 krónur lestin við námuna, en 250 kr. komin til Reykjavíkur. Erlend steinkol kosta aftur á móti 600— 700 krónur lestin. Blaðamönnum var boðið í kynnisför vestur í námuna fyrir helgina, en vinnsla er þar nú komin á góðan rek spöl, þó að ráðgert sé að auka framleiðsluna stórlega að ári. Er þá ráðgert að þar starfi 16 menn ur er ég um að okkar hefði beðið hlutskipti hörpu skáldsins: „Fell ur á sót og sorti." — Harpa vor hljómar og tónar hinnar eilífu listar hafa náð að vekja þjóðina áður en ósköpin dundu yfir. Þeir tónar munu kalla okkur til dáða á nýju vori, ef við hugleiðum gamla máltækið. Þjóðir eignast þá listamenn sem þær eiga skilið þá er gæfa vor mikil. Menningararfurinn er mikill, en við höfum gætt hans slælega. Þetta má ekki endurtaka sdg oftar. Bókmenntaarfur vor var fluttur úr landi — ef til vill átt- um við það skilið. — Erfiðlega gengur að endurheimta hann. En sú yrði ógæfa vor mest ef við varðveitum ekki hina gróður miklu sprota sem skotið hafa rótum í heimi listarinnar í byrj- un aldarinnar. Eitt heit ætti ís- lenzka þjóðin að vinna til minn- ingar um sinn mesta myndhögg- vara. Að öll hans ódauðlegu verk væru steypt í varanlegt efni, og að sum þeifra væru gerð í fleiri eintökum, og komið fyrir víðar á landinu. Nú hefur þú, starfsbróðir og vinur, lagt upp í ferðina löngu, við þökkum þér allir, þeir sem báru gæfu til að njóta leiðsagnar þinar. Öll þjóðin þakkar þér! Guðmundur Einarsson frá Miðdal og skili upp á yfirborðið um 40 lestum af brúnkolum á dag. Námugöngin er uum 16 m. niður í jörðina og náman unnin út frá þeim. Kolin eru látin í vagna niðri í námunni og þeim síðan lyft og ekið út á bryggju, sem byggð hefir verið skammt frá námuopinu, sem er niður við sjó. Þar eru kolin látin í skip. Kolin eru losuð með loftborum og sprengingum niðri í nám- unni. Er það steinlegt verk og erfitt. Verkstjóri við námu gröft inn er Karl Guðmundsson frá Reykjavík, en hann var verk- stjóri við jarðgöng, er byggð voru í sambandi við Sogsvirkj- unina nýju. Reykjavíkurbær er búinn að semja um kaup á 3000 lestum af þessum kolum til toppstöðvar- innar við Elliðaár. Framkvæmda stjóri Kola h.f. er Haraldur Guð- mundsson en í stjórn hlutafé- lagsins eru Haukur Þorleifsson bankafulltrúi formaður, Friðrik Þorsteinsson húsgagnasmíða- meistari varaformaður og Mag- nús J. Brynjólfsson kaupmaður ritari. — TIMINN, 26. okt. KRAFA "27" Ullor-fóðruð NÆRFÖT hlý og endingargóð og óviðjafnanleg að notagildi. Mjúk og skjólgóð, fóðruð með ullarreifi og ákjósan- leg til notkunar að. vetri. Penmans nær- föt eiga engan sinn ‘1 líka að gæðum eða frágangi. Skyrtur, brækur eða samstæð- ur handa mönnum og drengjum. Fræg síðon 1868 Nr. 27-FO-4 — VÍSIR, 28. okt. Góðar horfur ó stófelldri nýtingu brúnkola á Skarðsströnd

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.