Lögberg - 02.12.1954, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954
J-"
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DALALÍF
"w-------------------------- -------------------------------r
En Þóra spurði ekkert meira um það, Ketilríði til mikillar
gremju. Og svo kom Sigurður á Hjalla, þá var loku fyrir það
skotið, að meira væri hægt að tala um þetta við Þóru í þetta sinn.
Hún kvaddi því og fór. Hún sá, að systkinin voru niðri í mýrinni,
þar sem snjóboltarnir sátu í þéttum hnapp, eins og heyfanga-
flekkur.Hún fór til þeirra og gerði sig blíðmálga við þau. Talaði
fyrst um snjóboltana. Svona áttu þau Jakob og Dísa. Og svo fór
hún að spyrja um það, hvort Lína færi aldrei neitt í burtu. Björn
varð fyrir svörum:
„Hún fer bara að leita að fötunum af barninu, þegar þau
fjúka úr þvottinum".
„Getið þið ekki reynt að leita fyrir hana; hún hefur nú víst
nóg annað að gera en að leita að þeim“, sagði Ketilríður.
„Við finnum þau aldrei, en hún finnur þau alltaf“.
„Hefur Þórður jgomið hingað oft síðan Lína kom?“
„Hann hefur komið tvisvar og gefið Línu súkkulaði, sem hún
gefur okkur, þegar hann er farinn“, sagði Friðrik.
„Það er gott fyrir ykkur. En hefur Jón komið nokkuð nýlega?“
spurði hún.
Friðrik varð enn fyrir svörunum: „Hann hefur ekki komið
síðan hann vildi láta litla bróður í jakkavasa sinn, og vildi líka
fara með Boga og Stínu fram að Nautaflötum, meðan mamma
væri í rúminu“.
„Einmitt það“, sagði Ketilríður. „Hvert fer Lína, þegar hún er
að leita að fötum drengsins? Fer hún fram á grundirnar?“
spurði hún.
„Já“.
„Líklega leitar hún í rökkrinu, þegar þið sofið?“
„Já, þá fer hún að leita, þegar pabbi og mamma sofa, en hún
finnur þau samt. Við sofum nú aldrei, annaðhvort erum við hérna í
mýrinni, eða þá að við segjum hvert öðru sögur“.
Ketilríður bjóst ekki við, að þeir bræður gætu frætt sig meira.
Hún kvaddi því og hélt heimleiðis, þungbúin og hugsandi. Hvar
svo sem gat hann haldið sig allt Jívöldið? Þeirri spurningu var
vandsvarað.
Næstu daga var hæg sunnanátt og hlýja. Snjórinn seig og
þéttist. Snjógöngin fram af bæjar- og húsadyrunum urðu svo
lág, að þakið var stungið burtu. Snjóboltarnir urðu að svolitlum
óverulegum hrúgum. Svo kom frost og hreinviðri. Dalurinn var
ein síþilja. Skíðin voru látin inn í skála eða skemmu, því að nú
var komið ágætt gangfæri, sem ferðafólkið prísaði, en bændurnir
ekki. Þeir óskuðu eftir meiri hláku, því að nú voru skepnur í húsi,
nema einstaka hross, sem gat barið niður ennþá.
Þórður rýmdi til í annarri kró ærhússins, svo að hann gæti
komið hryssunni hennar Línu þar fyrir. Hún mátti ekki berja
gaddinn. Hann ætlaði að segja eigandanum frá því, hvar hún
væri niðurkomin, næst þegar þau sæjust. Ekkert hrossanna á
heimilinu átti eins gott og hún, nema reiðhestar hjónanna. Hann
langaði til að sjá Línu ennþá einu sinni áður en hún færi úr
nágrenninu.
„Ætlarðu að fara yfir að Ásólfsstöðum í kvöld?“ spurði Anna
mann sinn eitt kvöldið, þegar átti að fara að sofa í rökkrinu. „Nú
er komið gangfæri fyrir þá, sem eiga erindi á næstu bæi“, sagði
hún með háðshreim í röddinni.
Hann tók víst ekki eftir því, og sagðist ekki vita hvort hann
nennti því í kvöld.
„Geturðu ekki alveg eins spilað við okkur heima eins og við
Ásólfsstaðafólkið?“ spurði hún dálítið önug.
„Langar þig til að spila, góða?“ sagði hann bjíður. „Ég hélt,
að þú mættir ekki líta upp úr þessu hekluverki þínu eða sögunni.
Ég skál spila við þig í allt kvöld, ef þú vilt. En ég verð að fara yfir
svona annað og þriðja hvert kvöld til að spila við Bárð. Hlíf hefur
beðið mig þess. Bárður er svo vitlaus á skapsmununum, þegar
mikið þarf að gefa".
Það var spilað allt kvöldið og þar næsta kvöld líka. En
þriðja kvöldið var hann horfinn, þegar risið var af rökkurblund-
inum. Þá gekk Ketilríður hljóðlega inn í húsið og ræddi við
önnu fáein orð. Rétt á eftir gekk hún uppábúin yfir að Ásólfs-
stöðum. Hún var ekki vel ánægð yfir því, að geta ekki fært sönnur
á mál sitt; en hann var dálítið óþægur viðureignar eins og -fyrr,
maðurinn þessi. Hún var vel kunnug húsakynnunum, og gekk rak-
leitt inn í eldhús. Þar var Sigga vinnukona að baka lummur, sem
skreyttar voru með rúsínum. Ketilríður heilsaði og spurði eftir
húsmóðurinni.
„Hún situr við að spila“, sagði Sigga hálfólundarlega.
„Er einhver gestur hjá ykkur?“ spurði Ketilríður, „eða eruð
þið jafnflott og það þarna á Nautaflötum, að spila á virkum
dögum?“
„Jón hreppstjóri er kominn“.
„ Er hann búinn að tefja lengi?“ spurði Ketilríður, og beið
með óþreyju eftir svarinu.
„Ég veit það bara ekki“, anzaði Sigga. „Ég var þreytt eftir
þvottinn og svaf fast í rökkrinu. Hann var kominn þegar ég
vaknaði“.
Sigga fór inn, og Hlíf kom fram með henni aftur. Ketilríður
bar upp erindið, sem var ekki annað en það að vita hvort hún gæti
lánað henni svartan lit. Hana vanhagaði um hann. En vissi ekki af
neinni ferð í kaupstað bráðlega.
Jú, hún bjóst við að hún gæti það. „Þú drekkur kaffisopa;
það er verið að renna á könnuna. Ég verð ekki lengi að finna þetta“.
Ketilríður þáði það með þökkum.
Rétt á eftir kom Bárður bóndi fram í eldhúsið. Líklega hafði
hann heyrt einhvern ávæning af gestakomunni, og farið að for-
vitnast um, hver það væri.
„Þú hefur farið að prísa góða gangfærið“, sagði hann þegar
þau höfðu heilsazt.
„Já, það er hægt að komast áfram núna. Og ótrúlegt þykir mér,
að ég hafi verið margar mínútur hérna á milli“, sagði hún.
„Það er nú vel líklegt“, sagði hann. „Það er nú meiri déskotans
þiljan yfir allt, og ekki útlit fyrir, að hann ætli að hlána betur.
Við eigum víst að fá að hafa hverja skepnu á gjöf það sem eftir
er vetrarins“.
Hann tók eina lummuna af diskinum hjá vinnukonunni og
smjattaði hana ánægjulega. „Svona hefur kvenfólkið það; það bara.
bakar rúsínulummur og hitar aukakaffi, þegar allt er að sökkva í
heyleysi og vandræðum“, sagði hann.
„Mér finnst þú líka talsvert „flott“, að panta spilagest kvöld
eftir kvöld. Það er víst vanalegt, að veita þeim eitthvað“, sagði
hún glettin.
„Mér veitir ekki af að hafa einhvern, sem getur lífgað mig upp.
Jón er ágætur. Hann er ekki með barlóm eða hugsýki, þótt ekki
blási byrlega, enda þarf hann þess ekki. Ég hef aldrei séð það
eins greinilega og núna, hversu mikill munur er á jörðunum
okkar. Nú eru öll mín hross komin á gjöf fyrir löngu og ætla alveg
að steindrepa allt, en mörg af hans hrossum ganga enn framá
Selsland. Og þó sagði hann Láki mér, að það væri svo þröngt í
hesthúsunum á Nautaflötum eins og þegar smjöri er drepið í
öskju. Þær eru áreiðanlega eitt af því óteljandi, trunturnar þar.
Eitthvað þarf þó líklega handa þessum hóp. En engjarnar þar eru
líka ólíkar engjunum hérna“.
Ketilríður hló að öfundarsöngnum í Bárði. Eiginlega hafði
hún ekki gert sér ferð til að hlusta á hann.
„Ég held, að þú sért helzt til öfundsjúkur, Bárður sæll. Ég skal
náttúrlega ekki segja neitt um hrossaeignina, en hitt get ég sagt
þér, að engjarnar eru ákaflega líkar á báðum jörðunum. Ég hef
unnið á þeim í mörg ár, og get vel um það borið“.
„Þau eru þó ólík uppgripin hjá Jóni eða mér. Þið eruð þá svona
miklu duglegri á Nautaflötum“, sagði Bárður og greip aðra lummu
af diskinum.
„Já, það segir þú satt. Karlmennirnir eru allir víkingssláttu-
menn, og ég kalla eftirvinnuna sæmilega“, sagði Ketilríður ánægju-
leg á svip. „En piltarnir, sem þú hefur stundum raðað á teiginn,
þeir eru nú heldur bágir, sýnist mér, og ekki vildi ég gjalda þeim
hátt kaup“, bætti hún við og naut ánægjunnar af því að sjá fjúka í
Bárð, því að enginn húsbóndi þolir það, að vinnubrögðunum á
heimili hans sé niðrað, jafnvel þótt hann sé sjálfur óánægður
yfir þeim.
Á svipstundu var hann horfinn út úr búrinu. En Ketilríður
sneri sér að Siggu og spurði hana, hvort Jón kæmi oft til að spila.
„Já, hann hefur komið oft núna um tíma“.
Ketilríði langaði til að vita nákvæmlega um það, hvenær hann
kæmi. En Sigga var einhvern veginn hálf utangátta og sagði, að
hann kæmi vanalega í rökkrinu, reyndar var hún ekki viss um
það, hún var stundum komin í fjósið. Og svo kom þá Hlíf með
litarbréfið, og kaffinu var hellt í bollann.
Rétt á eftir gekk Ketilríður heim aftur, jafnfáfróð og hún
hafði komið þangað.
„Ég vissi þetta“, sagði Anna fegin, þegar Ketilríður sagði
henni frá því, sem hún hafði heyrt og séð þar fyrir handan. „Ég
hef ekkert að óttast, enda lofaði Lína mér því, að slíkt skyldi ekki
henda sig aftur. Og ég veit, að hún efnir það loforð“.
SÍÐASTA HEIMSÓKN KETILRÍÐAR
Akfærið og skipið með matvöruna til kaupmannsins komu
jafn snemma. Það var sannnefnd gleðifregn, að kominn væri
nógur kornmatur í verzlunina, því að víða var orðið lítið um
hann á bæjum, og svo var það líka síðasta úrræðið í heyþröng-
inni, að gefa skepnunum mat, en það var dýrt. Enginn bóndi í
dalnum átti dráttarhest nema stórbændurnir í dalbotninum. Það
var því ekki um annað að ræða en að draga á sjálfum sér, og
það gerðu þeir, sem áttu stutt í kaupstaðinn; en fyrir hina, sem
framar bjuggu, var öðru máli að gegna.
Flestir voru orðnir leiðir á því, að fara til Bárðar. Hann var
ekki bóngóður maður. Venjulega vantaði járn undir hest eða
sleða, og svo kostaði það hvorki meira né minna en dagsslátt, að
fá hestinn. í þessari tíð datt engum í hug að fara að Ásólfsstöðum,
heldur til Jóns hreppstjóra, því að þar voru undirtektirnar öðru-
vísi. Hann lánaði hestinn, án þess að minnast á endurgjald. Það
hafði faðir hans gert, og honum datt ekki í hug að breyta öðruvísi
en hann. Oft lét hann heypoka á sleðann, sem hesturinn átti að
gæða sér á, meðan stanzað var í kaupstaðnum, ef lántakandinn
var heytæpur.
Og svo þrammaði þessi stóri, hvíti hestur, sem allir þekktu
un^ir nafninu Jökull, eftir dalnum dag eftir dag, með stórt æki
á eftir sér. Konurnar komu út með mjólk í fötu og gáfu honum,
þegar hann kom í hlaðið, og krakkarnir gáfu honum roð og deig,
ef það var til. Allt var það þakklátlega þegið með því, að hann
nuddaði stóra höfðinu svo fast upp að þeim, að þau voru nærri
dottin, og þau töluðu um, hvað hann væri sterkur í höfðinu.
Svona var nú dalalífið í miðri góunni.
Sigurður í Hvammi þurfti náttúrlega að fara í kaupstað eftir
mat, eins og aðrir. Hann talaði um það einn morguninn, að líklega
yrði hann að níðast á Jóni, eins og vant væri, og allir aðrir gerðu.
„Skemmtilegra væri fyrir þig að eiga sleða sjálfur, og hafa
hest á járnum, en að lifa á þessari bónbjörg sí og æ“, sagði Þóra.
„Ójá, en það þarf þó að hafa þá hesta í húsi allan veturinn“,
sagði hann. Hrossin lét hann ganga út á Strönd, meðan hægt var,
til að spara heyin. „En ég býst við, að hann sjái ekki eftir hestinum
til mín fremur en annarra. Það væri dýrt að gefa hesti inni allan
veturinn, til þess að fara einu sinni með hann í kaupstaðinn“.
„En það væri ólíkt skemmtilegra“, endurtók kona hans. Henni
fannst alltaf erfitt að biðja aðra bónar.
Björn var sendur fram eftir til að biðja um hestinn. Og hann
kom með hann, ásamt gjöfum frá Önnu: smjörsköku, rjómaflösku
og eggjafötu. Anna var eina konan í dalnum, sem átti hænsni.
Hænsnabúið var blómlegt hjá Borghildi eins og allt annað.
„Ég er nú svo sem alveg hissa á þessum gjöfum“, sagði Þóra
þegar Björn afhenti henni eggjafötuna og bað hana að fara að
sjóða þau strax. Anna hafði sagt, að það ætti að gera það.
„Það kemur eitthvað á eftir þeim, vertu viss“, sagði Lína og
hló skrítilega.
„Hvað svo sem gæti það nú verið?“ spurði Þóra forviða.
„Það er ekki vanalegt, að Ketilríður hafi áhrif á Önnu nema
það sé gert í einhverjum sérstökum tilgangi. Þú mátt vera viss
um, að gjöf á sér til gjalda, eins og venjulega, og þú verður beðin
um greiða seinna“, hélt Lína áfram.
„Mér finnst, að það muni vera lítið, sem hægt er fyrir hana
að gera, sem hefur allt, sem hönd þarf til að rétta. En mér hefur
alltaf verið ánægja að því að gera eitthvað fyrir Önnu, og ekki
síður nú“, sagði Þóra dálítið fasmikil. Henni féll ekki svipurinn a
Línu í geð.
Sigurður óskaði eftir því, að Lína hjálpaði drengjunum við
gegningar. Þóra var orðin vel hress og farin að klæðast. Henm
hafði heilsazt vel, enda var hún hraust kona.
Ánum var hleypt út og brynnt við vatnsbólið. Björn gaf i
lambhúsinu, meðan Lína bar vatnið inn í stamp, sem stóð framar-
lega í krónni. Á meðan höfðu ærnar hlaupið fram allar grundir
og upp í fjall, leitandi að munnfylli, sem væri fersk og lyktargóð.
Þegar Lína kom út úr lambhúsinu, stóð Friðrik litli hálfskælandi
á húsahlaðinu.
„Þarna þjóta þær, andstyggðar ótuktirnar, upp um allt fjall.
Hvernig skyldum við geta náð þeim aftur?“ sagði þessi kjarklitli
fjármaður, sem ekki var nema sjö ára gamall.
„Vertu ekki að vola, Friðrik minn“, sagði Lína. „Ég skal fara
upp í fjallið. Þið getið farið fram fyrir þær, sem eru niðri a
grundunum. Svo sjáum .við, hvort þær komast ekki í húsin“.
Hún var búin að koma auga á mannbrodda, sem héngu inni i
skemmu. Hún batt þá á sig, og tók stóran broddstaf, sem einnig
var geymdur í skemmunni. Svo lagði hún af stað suður og upp
fjallið. Þóra horfði á eftir henni út um gluggann. Þetta var stúlka
að hennar skapi. Hún hafði oft hugsað um það, hvað það væri
æskilegt, að hafa svona duglega og geðgóða stúlku sem vinnukonu,
og hún hafði talað um það við Sigurð. Hann hafði hiklaust sagt:
„Nú, berðu það í tal við hana, og gerðu það strax. Einhver ráð
verða með að gjalda henni kaupið. Þú getur ekki lengur verið
svona ein“.
Þóra ætlaði líka að gera það núna, þegar hún kæmi heim úr
smalamennskunni. Hún fylgdi henni með augunum. Þetta minnti
hana á unglingsárin, þegar hún var sjálf að smala ánum. Nú var
Lína komin hátt upp í fjallið; hún hóaði og galaði, svo að ærnar
hrukkun undan og niður á jafnsléttu, þar sem litlu smalarnir biðu
í fyrirstöðu, svo að þær færu ekki lengra fram eftir. Þá settist
hún á stein og horfði yfir dalinn, því að víðsýnt var úr fjallinu.
Hún sá fram að Nautaflötum. Mörg hross voru í mýrinni fyrír
neðan túnið, og á eyrunum meðfram ánni. Og þarna gekk maður
frá ærhúsunum heim að bænum. Hún vissi, að það var Þórður,
þó að hún gæti ekki þekkt hann vegna fjarlægðarinnar. Hvað
skyldi hann segja, ef hann vissi, að hún sæti hér hátt uppi i
Hvammsfjalli. Svona ætlaði hún að smala ánum þeirra, þegar þau
væru farin að búa í Selinu, og hann þyrfti að fara í kaupstaðinn.
Það gat vel verið, að þau ættu eftir að eiga svona margar ær. Og
svo mundi hann segja, þegar hann kæmi heim: „ Þetta vissi ég,
Lína, að þú yrðir búin að smala. En hvað þú ert dugleg“. Líklega
yrði hann þá hættur að kalla hana Línu. Hvað skyldi hann kalla
hana? Kannske „blessaða konuna“, eins og Jón hreppstjóri kallaði
Önnu, eða þá eitthvað, sem hún gat ekki hugsað sér hvað yrði.
Hún gat ekki notið þessara ljúfu búskaparhugsana fyrir kvíð-
vænlegum ónotum, sem samvizkan þurfti endilega að hvísla að
henni. Gat hún ekki látið hana í friði og leyft henni að njóta
þessarar stundar, sem hún var að hvíla sig á steininum. Nei, það
var aldrei friður fyrir henni, ekki einu sinni á meðan hún vakti
ein með ástinni. Ef hún væri ekki til, þessi hræðilega rödd sem
kölluð er samvizka, þá væri ólíkt betra að lifa og láta sér líða vel.
Hún fór að hlunkast niður fjallið, og kallaði það sem henni datt í
hug til litlu smalanna, sem biðu hennar niðri á grundunum.
„Sýnist ykkur ég ekki vera ákaflega lík Ketilríði, þegar ég er
að hlammast niður til ykkar á mannbroddunum?“
„Jú, þú ert talsvert lík henni“, sagði Björn, „nema þú ert svo
miklu minni en hún“.
„Þarna sérðu nú, Friðrik minn, hvort ég náði ekki ánum“,
sagði Lína við litla, hugdeiga fjármanninn, sem nú var orðinn
rjóður og brosandi.
Þóra hafði til heitt kaffi, þegai Lína kom inn. Hún greip tæki-
færið til að tala um vistráðin. Lína sagðist ekki geta sagt um það
strax. Hún skyldi segja henni það, áður en hún færi út eftir aftur.
„Þú ert máske að hugsa um að fara aftur að Nautaflötum?“
sagði Þóra, alveg forviða á sjálfri sér, að vera ekki búin að taka
þetta með í reikninginn.
„Nei, þangað fer ég ekki aftur“, flýtti Lína sér að segja.
„Vertu nú ekki með nein ólíkindalæti, Lína mín“, sagði Þóra
brosleit. „Ég er ekki í neinum vafa um, að þið Þórður eruð
trúlofuð“.
„Mér dettur ekki í hug að bera á móti því, en ég fer ekki til
hans þetta næsta ár. Við verðum sitt í hvoru lagi, en svo líklega . . •“
Um kvöldið kom Sigurður heim með stórt æki. Lína hafði
hnoðað stórt deig handa Jöjkli. Hún klappaði honum og kjassaði
hann og sagði, að hann væri fallegasti hestur, eins og allt, sem
tilheyrði Jóni hreppstjóra. Það var allt dásamlegt í hennar augum.
Hesturinn var þar yfir nóttina. Þóra sagði, að Lína skyldi að
gamni sínu fara með hann fram eftir. Hún bjóst við því, að hún
færi þangað hvort eð væri, áður en hún færi heim til sín. En Lína
ætlaði ekkert að hugsa um að fara, hvorki núna eða seinna. Hún
bar því við, að hún væri á svo slæmum skóm, svo að Björn litli
var sendur með hestinn.
Borghildur bar fyrir hann gómsætar kökur og súkkulaði
frammi í eldhúsinu. Hann fór sjaldan lengra, þegar hann kom
fram eftir, því að hann mátti aldrei vera að því að stanza neitt.
En í þetta sinn átti víst að hafa eitthvað meira við en venjulega,
því að Ketilríður kom fram og sagði honum að koma snöggvast
inn í „húsið“ að gamni sínu. Björn bjóst við því, að Jakob væri þar,
og að hann ætlaði að sýna sér eitthvað af öllu því fallega, sem
hann átti. En þar var þá enginn nema Anna húsfreyja, sem for
strax að spyrja hann, hvort mamma hans væri komin á fætur, og
hvenær Lína ætlaði að fara út á Ströndina, og hvort hún væri
alltaf að leita að fötunum af litla bróður, þegar dimmt væri orðið
á kvöldin.
Björn var ékki búinn að svara öllum þessum spurningum,
þegar Jón kom inn og sagði, að það væri bezt að Björn yrði Sigga
samferða, því að hann væri að fara út á bæi; það væri að dimma
að með hríð, svo að hann mætti ekki vera einn á milli bæjanna.
„Mér finnst, að hann mætti nú tefja svolítið, af því að það er
sunnudagur“, sagði Anna.
Þá mundi Björn eftir því, að honum hafði verið sagt, að hann
skyldi vera fljótur, eins og vant var. Hann kvaddi því í snatri og
lagði af stað með Sigga. Þeir fengu sortaél á leiðinni. Lína stóð úti
á hlaði þegar þeir komu. Hún var að gá að Birni. Siggi sendi henni
tóninn sunnan af túni í anda Ketilríðar.