Lögberg - 06.01.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.01.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR 1955 5 ¥WWWW VWW'WVWVW wwwwww GJAFIR AIÍIGAH4L IWtNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Á HJÓNABANDSAFMÆLUM Gjafir, sem hjón gefa hvort öðru á giftingarafmælum sínum, eða vinir þeirra gefa þeim, eru valdar samkvæmt því, hve margra ára sambúð hjónin eiga að baki. Með ári hverju eru gjafirnar úr verðmætara efni og árið ber heiti efnisins: Fyrsta árið, pappír; annað árið, léreft; þriðja árið, leður eða muslin; fjórða árið, silki; fimmta árið, tré; sjötta árið, járn; sjö- unda árið, kopar; áttunda árið, raftæki; níunda árið, leirker; tíunda árið, blikk eða aluminum; ellefta árið, stál; tólfta árið hör; þrettánda árið, knipplingar; fjórtánda árið, fílabein; fimm- tánda árið, krystall. Nú er sleppt fjórum árum, og þá Sjötugt alþýðuskóld Eftir prófessor RICHARD BECK. kemur næst tuttugasta afmælis árið og er það nefnt postulíns afmælið. Tuttugasta og fimmta árið er vitaskuld silfurbrúð kaupsárið. Eftir þetta er haldið upp á afmælin á fimm ára milli- bili, en þá þykja þau svo þýð- ingarmikil, að þeirra er minnst með gulli og gimsteinum: Tákn þrítugasta ársins er perlur; þrí- tugasta og fimmta árið, koral — eða jade-steinar; fertugasta árið, rúbínsteinar; fertugasta og fimmta árið, safírsteinar; fimm- tugasta árið, gull; fimmtugasta og fimmta, smargaðs-steinar (emerald); sextugasta árið, demantar, og 75 giftingaraf- mælið er einnig nefnt demants- brúðkaup. ☆ ☆ ☆ UM MEÐFERÐ AFSKORINNA BLÓMA Fáar gjafir veita eins mikla ánægju eins og blóm, enda eru þau uppáhaldsgjafir á hátíðum og afmælum, annað hvort blóm til að næla á kjólinn eða afskor- in blóm í vasa til að skreyta heimilið. En því miður visna þau fljótt, ef ekki er litið eftir þeim. Ástæðan til þess er oftast sú, að þau fá ekki nægilegan raka og svalt loft. Blómaknapp- ar, sem nælast eiga á kjólinn, endast alllengi, ef dreipt er á þá vatni og þeir geymdir í lok- uðum plastic eða cellophane poka í kæliskápnum á milli þess, að þeir eru notaðir. Ef pokanum er vandlega lokað, heldur hann röku lofti í kringum blómin. Af- skorin blóm fyrir blómavasa, geymast vel á sama hátt á næt- urnar. Blómaleggina ætti að skera á ská áður en blómin eru látin í vasann, þannig ná þau meira vatni, ennfremur ætti að tína öll laufin af þeim hluta leggjanna, sem ná niður í vatnið. Blómavasarnir verða að vera vel þvegnir; hægt er að fá duft eða pillur í blómabúðunum fyrir vatnið í vösunum til að varna því, að vatníð úldni, en efna-, breyting í vatninu, er orsök þess að vatnið kemst ekki upp blómaleggina og þá visna blóm- in. í stað þess að geyma blómin í kæliskánum á næturnar, má geyma blómavasana í kjallaran- um eða öðrum svölum stað á næturnar. ☆ Úr bréfi frá Elfros Þegar „Ævintýrið hans Ax- dals“ birtist á Kvennasíðunni nýlega, (sem mér féll vel), duttu mér í hug eftirfarandi stökur: Greinilegt mitt gœfustig, — gleðin felst í mörgu. — 1 horninu er hlýtt um mig hjá ’enni Ingibjörgu. Altaf laus við ásta stjá, — ótal vitni skrifa. — En „kvennasíðu“ er komst ég á kœrt var mér að lifa. Beztu óskir farsælt ár! Rósmundur ☆ Ráð Ef flís rekst í fingur og þú átt erfitt með að sjá hana, berðu sodine á fingurinn, þá verður flísin dökk á litinn, og auðvelt að finna hana og draga hana út. ☆ Fljótlegt er að þvo glugga- rúður með því að blanda saman einum bolla af ediki og tveimur pottum af vatni; vinda chamois dúk upp úr blöndunni og strjúka af rúðunum. Þægilegt er að hafa litlar bréfa- eða rusíkörfur í hverju herbe^gi í húsinu. Þær eru ódýrar en spara mörg spor. ☆ Laukurinn — og iárin Það er gamalt og gott ráð að grípa til lauks þegar menn vilja fá tárin til að streyma. Hús- móðirin er þó ekki eins ánægð með þetta, því tárin streyma þegar hún þarf að skera laukinn hvort sem hún vill eða ek\i. Mörg ráð hafa verið gefin til að forðast tárarennslið. Það hald- bezta mun vera að skera laukinn í skál, sém fyllt er með vatni. ☆ Undradrykkur Ef maður er þreyttur, óupp- lagður og samtímis þyrstur, veitir eftirfarandi blanda veru- legan og haldgóðan styrk. í vatnsglasi eru leystir upp tveir sykurmolar og út í bætt safa úr hálfri eða heilli sítrónu. Drykk- urinn er ekki aðeins gómsætur jafnt að sumarlagi sem að vetri til, heldur gefa sykurinn og bæti efnaríkur safi sítrónunnar end- urnýjaðan kraft. ☆ Þegar saumað er úr plastefni Plast-efnið er alveg tilvalið til dúka, gluggatjalda o. þ. h. Ef þér hafið aldrei reynt að sauma úr því efni, þá eru hér nokkur góð ráð. Gætið fyllstu varúðar þegar þér klippið efnið, þar sem hin minnsta rifa getur fljótlega orðið að stóru gati. Af sömu ástæðu ber að gæta þess að nota fína nál, og saumið með silki, en ekki með baðmull- arþræði, vegna þess að hann gæti e. t. v. skorið plastið í sundur. Vilji það renna frá yður, á meðan þér eruð með það í sauma vélinni, getið þér sáldrað ofur- litlu kartöflumjöli eða lagt silki- pappír á milli efnisins og vélar- innar. Nýjasta nýtt Nylon þykir gefast ágætlega til sængurfatagerðar, sérstaklega í undirlök. — Aðalkosturinn er auðvitað sá, hve auðveld þau eru til þvotta eins og annað úr þessu efni. Þykir líklegt að nylon-lök eigi mikla framtíð fyrir sér — en þvottahúsunum muni láta sér fátt um finnast Alþýðuskáldin íslenzku hafa öldum saman lagt mikinn skerf til ljóðagerðar þjóðarinnar og skipa merkan sess og sérstæðan í bókmenntasögu hennar. Rík skáldgáfa þjóðarinnar lýsir sér hvergi betur en einmitt í verk- um þessara skálda, sem sprottin eru beint upp úr jarðvegi þjóð- legrar menningar hennar og eiga þar sínar djúpu rætur. Gott er þá einnig til þess að vita, að enn yrkja alþýðuskáld á íslandi og halda með þeim hætti áfram að flétta hinn vígða þátt þjóðlegrar snilldar sinnar í fjölþætt og lit- brigðaríkt menningarlíf hennar. í hópi slíkra samtíðarskálda íslenzkra stendur Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum framarlega, en hann er löngu kunnur maður fyrir skáldskap sinn, og þá um annað fram fyrir snjallar og markvissar ferskeytlur sínar, sem margar hverjar hafa greið- lega fengið vængi á vörum al mennings og flogið víða um land. Eftir Gísla hafa einnig komið út fjögur kvæðasöfn, hið nýjasta og stærsta, Á brotnandi bárum, í Reykjavík 1944, og var Eyþór Hallsson útgefandinn. Nýlega sýndu höfundur og útgefandi mér þá vinsemd að senda mér bók þessa, og þó all-langt sé liðið síðan hún kom út, þykir mér fara vel á því að geta hennar að nokkuru nú, er höfundurinn stendur á sjötugu. Gísli Ólafsson er fæddur Eiríksstöðum í Svartárdal 2 janúar 1885, sonur hjónanna Helgu Sölvadóttur, bónda Syðri-Löngumýri, og Ólafs Gísla sonar, bónda Ólafssonar á Ey- vindarstöðum. í mjög skil merkilegum og skilningsríkum formála að umræddri kvæðabók Gísla rekur Jón Pálamson al þingismaður ítarlegar ættir skáldsins og bendir á það, að honum sé eigi í ætt skotið um skáldskapargáfuna, því að í báð um ættum hans gæti hagmælsku og áhuga fyrir skáldskap, sér staklega hafi afi hans, Sölvi Sölvason á Syðri-Löngumýri, verið prýðisvel skáldmæltur og óspar á að láta fjúka í kviðl- ingum. Jón Pálmason rekur ennfrem- ur í glöggum megindráttum æviferil Gísla skálds, og leggur réttilega áherzlu á það, að hann sé „óskólagenginn en sjálf- menntaður alþýðumaður, sem alla ævi hefur orðið að berjast fyrir lífi sínu og fjölskyldu sinn- ar við fátækt og örðug kjör“. Verði því að lesa og meta skáld- skap hans í ljósi þeirra lífs- kjara hans. Ætla ég einnig, að Gísli vaxi sem skáld í augum sanngjarnra og samúðarríkra lesenda kvæða hans, þegar allar aðstæður eru teknar með í reikninginn. Kvæði Gísla bera því að vonum um margt vott, að hann er hreinræktað alþýðuskáld, kvistur sprottinn úr jarðvegi ís- lenzks sveitalífs eins og það hafði þróast kynslóð eftir kyn slóð; en jafnframt bera kvæðin því vitni, að skáldið hefir þrosk- ast við víðtækari áhrif, orðið með mörgum hætti snortinn djúpt af atburðum og straumum í samtíð sinni. Er kvæðum hans því laukrétt lýst í þessum um- mælum Jónasar Þorbergssonar fyrrum Útvarpsstjóra, sem sjálf- ur er skáld gott: „Ljóð Gísla eru fjölbreytilegar svipmyndir úr lífi og lífsbaráttu íslenzkrar sveita-alþýðu og hann hefir komið víða við á lífsleið- inni. Mestur kostur ljóðanna er svo mikil hagmælska, að nautn er að lesa og læra.“ (Tíminn, 13. des. 1953). Léttleiki og lipurð í málfari svipmerkja lengri eigi síður en styttri kvæði bókarinnar, ætt- jarðar- og átthagakvæðin, árs- tíðalýsingarnar, tækifæriskvæð- og ádeilurnar. En Gísli er hreint ekki lítið ádeiluskáld, og hittir ósjaldan vel í mark í þeim kvæðum sínum. Honum rennur til rifja ranglætið í þjóðfélaginu, hin misskiptu mannanna kjör, og fer það að vonum um mann, sem orðið hefir að heyja jafn harða lífsbaráttu og hann hefir gert, og þá um leið séð mörg skip hjartfólginna drauma sinna hverfa í djúpið eða velkjast í strand „á brotnandi bárum“. Þrátt fyrir það hefir hann ekki tapað trúnni á lífið og lokasigur hins góða, fagra og sanna, eins og-sjá má næg dæmi í kvæðum hans og vísum. Djúp og einlæg samúð skálds' ms' með mönnum og málleys- ingjum er skráð ljósu letri víða í ljóðum hans, t. d. í kvæðinu „Heimasætan", er segir vel gamla en ávalt nýja harmsögu, og í kvæðum eins og „Fuglinn í fjörunni“ og „Rjúpan“. Prýðisgóð eru sögulegu kvæð- in „Kolfinna“ og „Grettir sækir eldinn“, og er eftirfarandi erindi gott sýnishorn efnismeðferðar- hinu síðarnefnda: Og eins og aðrir skáldbræður hans íslenzkir að fornu og nýju hefir hann fundið yl og yngingu anda sínum í skáldskapnum, og getur því með sanni sagt: Meðan hríðin herðir slaginn, hróðrarstrengja-spil mitt ómar. Þessir lágu hörpuhljómar hafa stytt mér margan daginn. Þess er þá jafnframt þakklát- lega að minnast, að í þann brunninn sótti þjóð vor þrótt og þor á þrengingartímum sínum, og alþýðuskáld hennar áttu sinn mikla þátt í því, að hún fékk haldið við andlegu og menningarlegu lífi sínu, þegar harðast svarf að henni. „Boðorðin 10"—ný útgófa- 130 miljónir króna 10 þús. Egyptar leika í henni mnar í Enginn fylgdi útlaganum ofan að köldu fjörugrjóti. Hafði ’ann oft frá æskudögum óláns vindum sótt á móti. Grettir þögull gekk til strandar, gnæfði að baki hamraveggur. Löngum aldan þreytir þunga þann, sem einn á djúpið leggur. En þó margt sé vel um ýms lengri kvæði Gísla Ólafssonar, er óneitanlega mestur snilldar- bragur á sumum ferskeytlum hans, sem löngu eru landfleygar, og eiga sér vafalaust langt líf fyrir höndum. Hún segir mikið, og segir það fagurlega, ástarvísan þessi fjórum línum: Sit ég einn og segi fátt, sviptur návist þinni. Heyri samt þinn hjartaslátt heim úr fjarlœgðinni. Ekki er heldur neinn klaufa- bragur á þessum haustlýsingum í hringhendum skáldsins: Foldar vanga fæ ég séð, frost þar ganga að verki. Blöðin hanga héluð með haustsins fangamerki. Tímans hjólið hreyfist létt, hulinn sólarljóminn. Hefur njóla heiðrík sett héluskjól á blómin. En víðfleygastar af stökum Gísla munu þó hafa orðið, og að verðugu* ferskeytlur þær, er á eftir fara, því að þar eru algild lífssannindi klædd í snilldar- legan orðabúning hins bundna máls: Þótt þú berir fegri flík og fleiri í vösum lykla, okkar verður lestin lík Lokadaginn mikla. Þegar lagt er lík á beð, lokagreiðslan kemur. Heimur borgar manni með moldarrekum þremur. Lífið fátt mér Ijær í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag mikli háttatími. En þó að svalt hafi oft um Gísla nætt um dagana, hefir hann ekki, eins og þegar er sagt orðið vonleysi og trúleysi að bráð; því segir hann í kvæði sínu „Vonin“: Slakar á lífsins kuldaklóm, klökknað aftur getur. Alltaf spretta önnur blóm eftir sérhvern vetur. Þegar menn heyra Cecil B. de Mille nefndan, koma mönnum í hug stórmyndir sem byggðar eru úr Biblíunni. Sennilega hafa fleiri menn séð stórmynd hans „Boðorðin tíu„ en nokkra aðra, og um þessar mundir er hann, að taka hana í annað sinn. Hann hefur bæki- stöð sína 10 km. leið frá Kairó, og þar hefur stærsta leiksviði, sem um getur verið komið upp á fimm mánuðum fyrir sex milj- ónir króna. Blaðamaður, er nýlega heim- s ó 11 i bækistöðvarnar, spurði einij, af samstarfsmönnum de Milles, hvers vegna hann hefði farið alla þessa leið og lagt í allan þenna kostnað í Egypta- landi, þegar veðrið væri mjög svipað í Kaliforníu og hægt að útbúa alla hluti eins þar. — „Hann vill, að allt sé sem eðli- legast,1 svaraði aðstoðarmaður- inn. „Ef hann gerði kvikmynd eftir „Viti“ Dantes, mundi hann taka þá mynd í víti sjálfu.“ Þar við bætist, að ekki eru til í Bandaríkjunum eins margir úlf- aldar og de Mille hefur talið sig þurfa á að halda, og hann vill hafa hreinræktaða Egypta í þeim fjöldaatriðum, þar sem þess er þörf. Hann mun notast við 10,000 manns, þegar flestir verða á launum hjá honum. Alls verður notazt við þús- undir dýra — vatnabuffla, úlf- alda, asna, sauðkinda, lamba. geita, gæsa, dúfna og hesta, og de Mille hefur látið gera þrjá pýramída og sextán mannljón. (sfinxa). 130 millj. kr. kostnaður Margar kvikmyndir hafa verið dýrar í framleiðslu, en engin œmst þó nærri þessari, því að jegar farið verður að sýna hana árið 1956 er gert ráð fyrir, að búið verði að eyða 130 milljón- um króna í töku hennar. Þarna er líka alt stærra en þekkist í Hollywood, til dæmis smíða- verkstæðin, sem notuð hafa ver- ið til að gera pýramída og mann- Ijón — og bæta má við, að mikill straumur forvitinna fer sífellt til lessarra eftirlíkinga þess, sem er ekki svo víðs fjarri kvikmynda- tökustaðnum. Liðlega þrítugur leikari, lítt lekktur, Charles Heston, mun :'ara með hlutverk Móses. Hann skiptir ellefu sinnum um gerfi. sýnir Móses á ýmsum aldri frá 40 árum til 120 ára, er hann and- ast. Hver hárkolla kostar 6500 krónur, hvert skegg 2500 kr. De Mille mun hafa sextíu og fjóra leikstjóra til aðstoðar, en Deir eru venjulega aðeins þrír. 200 slríðsvagnar Sex þessara aðstoðarleikstjóra eru amerískir, en hinir allir egypzkir, því að de Mille réð alla leiðbeinendur Egypta með tölu. Þeim verður dreift um mannfjöldann í stærstu atriðun- um, verða hverskonar liðþjálfar, sem sjá svo um, að þessi óvígi hér „statista,, fari að skipunum de Milles, sem þýddar verða á tungu landsmanna og gefnar um gjallarhorn. Erfiðasta verk þess- arra aðstoðarmanna verður að koma í veg fyrir, að „statistarn- ir glápi“ ekki allir á kvikmynda- vélarnar, þ e g a r myndatakan hefst, því að slíka gripi hafa fæstir séð. Egypzki herinn hefur veitt mikilvæga aðstoð, því að hann heldur vörð um kvikmyndunar- staðinn nótt sem dag, og gætir þá meðal annars 200 stríðsvagna, sem notaðir verða. Einn þeirra, sem Ramases Faraó á að aka, er 100,000 kr. virði. Heilræði úr öllum áttum Hægri hönd de Milles varð- andi Biblíuatriði, er gætu ork- að tvímælis, er Svisslendingur, sem Noerdlinger heitir. Hann skýrir svo frá, að leiðbeininga- bréf berist úr öllum áttum frá fólki, sem vilji veita aðstoð sína til að gera myndina sem réttasta. Brezk kona skrifaði til dæmis til að minna á það, að Móses stam- aði, en því töldu kvikmynda- mennirnir sjálfsagt að breyta. Egyptar eru látnir leika Israels- menn, og skýrir Noerdlinger það þannig, að Gyðingaandlit, sem nú sé oft talað um, hafi ekki ver- ið til þá, það hafi komið til sög- unnar síðar og eigi rót sína að rekja til Hittíta, sem eru ekki semitískir og bjuggu þar sem nú er Tyrkland. — VÍSIR, 19. nóv. Dcmarfregn Hjörtur J. Davidson lézt 2. janúar 1955, að heimili sínu að Souris, Man., 80 ára að aldri. Hann var gullsmiður að iðn, og stundaði silfur- og gullsmíði á eigin reikning alla æfi; fyrst á Baldur, Man., og síðar til margra ára í Souris, Man., þar sem hann rak einnig verzlun með alls- konar stássmuni. — Hjörtur var 'tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Guðný Pétursdóttir, og lifa fimm börn þeirra. Síðari konan heitir Þorbjörg Björnsson og lifir hún mann sinn ásamt þrem- ur börnum þeirra. — Hjörtur var sonur Jósefs landnámsmanns í Argyle og Soffíu Davidson konu hans; er einn bróðir Hjart- ar á lífi, Haraldur F. Davidson, búsettur í Winnipeg. — Hjörtur var vandaður maður í hvívetna og átti fjölda vina. Jarðarförin fór fram í Souris 5. þ. m. að viðstöddum fjölda vina og vandamanna fjær og nær aðkomnum. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.