Lögberg


Lögberg - 05.05.1955, Qupperneq 1

Lögberg - 05.05.1955, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. MAÍ 1955 NÚMER 18 Dr. Vilhjálmur Sleíánsson Stofnun sú, er gengur undir nafninu The Fund of the Republic of the Ford Foundation, telur Dr. Vilhjálm Stefánsson einn af fimtán mikilhæfustu amerískra þegna samtíðarinnar og kveðst gera mundu hann ódauðlegan í sjónvarpi og kvikmyndum. Dr. Vilhjálmur er vafalaust víðfrægasti maðurinn af íslenzkum stofni, sem nú er uppi. TIL VINAR MÍNS. Sig. Júl. Jóhannessonar 27. marz 1914 Skipastóll íslendinga 655 skip — 99,000 brúttó lestir Verkfallinu ó íslandi lokið Sú fregn hefur borizt frá ís- landi, að hinu langvinna verk- falli, er þar hefur staðið síðan 18. marz, sé lokið og hafi samn- ingar tekizt hinn 1. maí. Tekur mólstað íslendinga í brezku blaði Tímaritið The Fish Trading Gazette birtir bréf frá James Mason í Middlesex, þar sem hann tekur málstað íslendinga á mjög skorinorðan hátt, og átelur harðlega framkomu og ummæli brezka togaraskipstjórans á Rivett, í sambandi við hvarf togaranna Lorella og Roderigo. Bendir hann á, að íslenzka veð- urstofan hafi tilkynnt, að of- viðrið væri í að sigi, og bæði ís- lenzk skip og annarra þjóða hafi tekið þá aðvörun til greina og hraðað sér í var. Einnig hafi Is- lendingar gert allt, er þeir máttu, til að leita hinna horfnu, brezku togara. Þvínæst tekur hann fram, að fullyrðingin um það, að íslenzka friðunarlög- gjöfin dragi úr öryggi togaranna á þessum slóðum, hafi verið hrakin, enda sé hún með öllu rakalaus. Að síðustu bendir bréfritarinn á það, að ekki sé ólíklegt, að hinn mikli ágóði togaraskip- stjóra og útgerðarmanna, þegar vel veiðist, geri þá djarfa um of. Þeir einir verði taldir ábyrgir fyrir lífi og velferð áhafna sinna, og það, að íslenzkir togar- ar hafi sloppið að mestu við fár- viðrið, bendi ef til vill til þess, að íslenzkum togaraskipstjórum sé þessi ábirgð ljósari og hugsi meira um líf og velferð áhafna sinna en Bretar. Sjálfsagt sé, eins og þegar hafi verið bent á af framkvæmdastjóra skipafé- lagsins í Hull, að láta fram fara opinbera rannsókn á orsök að hvarfi nefndra togara, og muni þá reynast svo, að hennar hafi áður verið leitað helzt til langt yfir skammt. —Alþbl., 3. marz Gullbrúðkaup Hinn 19. apríl síðastliðinn var haldin veizla mikil á Gimli í til- efni af gullbrúðkaupi þeirra Mr. og Mrs. G. Gíslason. Séra H. S. Sigmar hafði veizlustjórn með höndum, en fyrir minni gullbrúðgumans mælti Mrs. Jónas Skúlason frá Geysi, en Friðrik Sigurðsson flutti kvæði. Laugi Jóhannsson afhenti heið- ursgestunum gjafir frá Geysi, Gimli og ættmennum, en Mrs. V. Sigvaldason fékk þeim í hendur gjöf frá Kvenfélagi Geysisbygðar. Ræður fluttu Dr. S. O. Thompson, Björn Björns- son og séra Robert Jack. Tvísöng sungu Mr. Joe Páls- son og Mrs. Lilja Martin, en með fjórsöng skemtu Johny og V? me Martin og Rosalin og Jóna Pálsson. Mrs. S. ólafsson mintist gullbrúðarinnar í ræðu, en séra Sigurður þakkaði fyrir hönd gullbrúðhjónanna vináttu alla og gjafir. Fimm af sex börnum þeirra Mr. og Mrs. Gíslason voru viðstödd mann- fagnaðinn; heillaóskaskeyti bár- ust víðsvegar að, þar á meðal frá St. Laurent forsætisráðherra. Með þér þetta litla ljóð, ljúfi, taktu, vinur! Fyrir kynnin kær og góð, kyns vors trausti hlynur; núna út á örlög-slóð ertu’ að leggja nýja; héðan digran hafðu sjóð: Hylli manna’ og día. Með þér göfugt fylgist fljóð, • farar þinnar vörnin; engilsaklaus, æskurjóð, elskulegu börnin; svo þú verðir aldrei einn, öll, þótt vingan þrotni; fegri gjöf ei fá má neinn, — fékkstu hana’ af drottni. Betra’ ég aldrei samband sá svanna’ og hals í milli; elskan heilög himni frá hugann þreki fylli, svo þér ægi engin þraut eða sorg þig bugi; yfir hæðir lífs og laut líð í hennar flugi. Gakk þú heill í hildar-rót hvössum gyrtur penna; Bleika’ á hólmi láttu Ljót liggja eða renna. Gerðu upptækt allt hans fé, efnin betri vinni! Þjóðar hreinsa’ og vernda vé vilja-svipu þinni. Margt þér verður lasts til lagt, lítt það á þér festi; verði aldrei um þig sagt, að þig drengskap bresti. Til þess vara taktu sjóðs, tryggur Sögu’ og Braga; íslendingsins erfða góðs alla var hann daga. Bergi laga bröttu frá bið þér hljóðs og tjáðu allt, sem hefir hjarta á, hugsjónum stráðu fyrir snauðan landsins lýð, — laus úr klíku-bandi; þörf er að á þingi stríð þjóðar heilagt standi. Kveð ég þig svo klökkum hug, konu’ og börn þín líka; bið þér guð að gefa dug, giftu daga ríka. Rætist mínar þöglu þrár þér til heilla, góði! — Eins og farar fuglinn smáar fyrir mig þakka’ ég ljóði. Stutt viðdvöl í Winnipeg Snemma á mánudagsmorgun- inn var kom hingað til borgar- innar Mrs. Vilhjálmur Stefáns- son og átti hér stutta viðdvöl; hún var farþegi með Scandi- navian Airlines, er hófu pólar- flug frá Kaupmannahöfn til Los Angeles með viðkomu í Winni- peg í desembermánuði síðast- liðnum; það var hinn víðfrægi maður hennar, er fyrir aldar- fjórðungi sagði fyrir um þessa nýju flugleið, og nú var frúin í pílagrímsför um hina norðlægu loftvegu; hún ráðgerði að dvelja tíu daga í Kaupmannahöfn; hún hafði áður heimsótt Danmörku, Grænland og Island með manni sínum. Mrs. Stefánsson er kunnur rit- höfundur og þegar hún kemur úr ferðalaginu byrjar hún á því, að semja nýja bók. ísrek veldur tjóni I fyrri viku rak sterkur norð- anvindur ísþjapp á land að Big Point við Manitobavatn skamt frá Langruth,' reif upp tré með rótum og mölvaði í spón nokkra fiskikofa, er þeir Petersen-bræður áttu; eina heimilið á þessum stað, heimili L. Árnasonar, varð fyrir lítils- háttar skemdum. Skipin er nokkru fleiri heldur en árið áður, því þá voru þau 654 talsins, en þrátt fyrir það hefir brúttólestafjöldinn minnkað um 380 smálestir. Frá því haustið 1953 og til haustsins 1954 voru tekin af skipaskrá 19 skip, að rúmlesta- tölu 5977 smálestir. Er þar fyrst að nefni Hræring 4898 smálestir, er var seldur til Noregs, togar- ann Forseta 405 smálestir, sem seldur var til Færeyja, og togar- ann Óla Garða 316 smálestir, sem var rifinn. Hin skipin fórust eða eyðilögðust á annan hátt. I stað þessara 19 skipa, sem af skipaskrá voru tekin, bættust í hópinn 30 skip frá þVí haustið 1953 og þar til s.l. haust. Þessi 30 skip voru samtals 5582 brúttó smálestir að stærð, en stækkanir á eldri skipum námu 13 smál. brúttó, þannig að aukning rúm- lestatölunnar var alls 5595 smál. Skipin, sem við bættust, voru vöruflutningaskipin Helgafell 2194 smálestir og Fjallfoss 1796 smálestir, olíuskipið Litlafell 803 smálestir, auk 16 fiskiskipa 12 smálesta og þar yfir, samtals 705 brúttósmálestir. Skip minni en 12 smálestir, sem við bættust, voru 11 talsins, samtals 84 smál. í haust er leið áttu íslendingar íJ skip yfir 2000 smálestir nettó, 8 skip af stærðinni 1—2 þúsund smálestir, 51 skip 5—1000 smá- lestir, 73 skip 100—500 smálestir, 138 skip 50—100 smálestir, 94 skip 30—50 smálestir og 183 skip af stærðinni 12—30 smálestir. Undir 12 smálestum voru til 111 skip. Af framangreindum skipastóli voru 622 þeirra notuð sem fiski- skip, þar af voru 51 botnvörpu- skip, 54 önnur fiskiskip, sem voru 100 smálestir að stærð eða stærri, 228 skip af stærðinni 30—100 smálestir og 289 skip minni en 30 smálestir. C.E.C. Enfer By-Election Paul Thorkelsson A second candidate has en- tered the running for the vacant School Board seat in ward two. He is Paul Thorkelsson, presi- dent of Thorkelsson Ltd. Mr. Thorkelsson, a Civic Elec- tion Committee candidate, will fight the election agairist Andy Robertson af CCF on June 1. Born in Winnipeg in 1904, Mr. Thorkelsson attended Welling: ton school. He is a member of the YMCA, the Chamber of Commerce, the Board of Trus- tees of Our Saviour’s Lutheran Church, the Winnipeg Employ- ment Committee, the Canadian Manufacturers Association, president of the Prairie Wooden Box Manufacturers Association, and a member of the Winnipeg Purchasing Agents Association. He is married, with three children. Á sama tíma áttu íslendingar 5 farþegaskip, 19 vöruflutninga- skip, 3 olíuskip, 2 ferjur, 5 varð- og björgunarskip, 2 dráttarskip, 1 dýpkunarskip og 6 önnur skip. —VISIR, 1. marz MINNINGARORÐ: Frú Þóra Loftson Útför frú Þóru Loftson var gerð frá Lútersku kirkjunni á Lundar laugardaginn 23. apríl síðastliðinn að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Bragi Friðriks- son jarðsöng. Þóra hafði farið ásamt manni sínum í heimsókn til dóttur þeirra í Vancouver og þar veiktist hún og var flutt í sjúkrahús. Komst hún ekki til heilsu á ný og dó vestra 19. apríl. Þóra Loftsson var fædd að Mary Hill 9. febrúar 1894. For- eldrar hennar voru Guðmundur og Eyjólfína Bjarnason. Fjórir bræður Þóru lifa nú: John í Ontario, Björgman í Manitoba, Kristján í Saskatchewan, og Eyjólfur í Manitoba. Þóra giftist 26. september 1912 eftirlifandi manni sínum, Bjarna Loftsson, og bjuggu þau lengst af í Lundarbyggð. Þau hjón eignuðust 10 börn. Tvö þeirra eru nú dáin, Stefán, er dó í síð- asta stríði, og Ása, sem dó ung. Lifandi eru: Bjarni, Inga, Helga, Lína, Guðmundur, Þóra, Konráð og Ása. Þóra Loftson var kona vel látin og vinsæl. Hún var ötul í starfi Lúterska safnaðarins hér og tók virkan þátt í störfum kvenfélagsins Björk og var í stjórn þess félags um langt skeið. — Verður hennar lengi minnst sem merkrar og mætrar konu. Bragi Friðriksson Fékk heldur en ekki ódrepu Senator Matthew Neely, Demókrat frá West Virginia, flutti nýverið ræðu á ársþingi United Auto Workers samtak- anna í Cleveland, Ohio, þar sem hann úthúðaði Eisenhower for- seta svo slíks munu naumast dæmi til; um þrjú þúsund erind- rekar hlýddu á mál hans og meðal annars komst hann svo að orði: „Þjóðin hefir lítið með þann forseta að gera, er ver meira en helmingi starfstíma síns við golfleik og fiskiveiðar“. Senator Neely kvaðst telja víst, að ef Eisenhower yrði í kjöri við næstu forsetakosningar myndi hann bíða lægra hlut, og skoraði hann jafnframt á hlustendur sína, að stuðla að ósigri hans með oddi og egg. „Eisenhower var í fyrstu ó- hæfur til framboðs", sagði Sena- tor Neely. „Hann var óhæfur þegar hann var kosinn, hann hefir reynzt óhæfur forseti, hann er óhæfur til framboðs á ný, og hann hefir ekki nokkra minstu hugmynd um það hvert stefni á vettvangi innanríkis- eða utanríkismála". Lárus Sigurjónsson GULLKLÆÐI (Eftir Helen Swinburne) A gamlan, heimagerðan vefstól þreytt ég vann — og voðalega grófur altaf fanst mér hann. — Af gremju og sorg ég grét. í dúkinn minn ég vildi vefa silki’ og gull, því verðug fanst mér sál mín fyrir betra en ull. — Ég fékk ei komist fet. — Ég fagra liti vildi líka vefa í dúkinn minn, sem valið hefði sjálf og raðað — kept við himininn. En til hvers var að gráta? — Óánægjan kvein frá undirdjúpum sálar minnar heyrðist ei nein. — Ég vildi verða frjáls. — En áfram hélt að vefa og við það leiða starf ég vörum mínum kendi að brosa — en ólundin hvarf. Þó héngi snara um háls.----. Ég horfði seinna á dúkinn, og hugði hann vera ull. En heyrð! breyttur var hann í skínandi gull. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi ATHUGASEMD: Höfundur þessa kvæðis er frú Helen Lloyd, en hún er dóttir prófessors Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tón- skáldsins fræga. Hún hefir ort talsvert af kvæðum á ensku og hafa nokkur þeirra birtst í Lögbergi. Þrjú kvæði eftir hana voru birt í seinasta hefti „Árdísar“ ásamt góðri grein um hana sjálfa. Þetta kvæði er þýtt úr „Árdísi“. S. J. J.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.