Lögberg - 05.05.1955, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.05.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. MAÍ 1955 3 J ‘ V, GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF v- —r „Var það bara gaman?“ endurtók hann áhyggjufullur. „Nei, það var ekki eintómt gaman. En ég hélt, að þú hugsaðir ekki meira út í það“, sagði hún. „Það er nú einmitt það, sem ég er alltaf að hugsa um, hvað það væri mikið betra fyrií mömmu, ef hún fengi þig. En hún getur bara ekki trúað því, að þú viljir flytja í kofann til okkar úr fínheitunum hérna“, sagði Doddi og brosti ánægjulega. „Ég hef nú lengst af ævinnar verið í torfbæjum og liðið vel“, sagði Lína. „Svo kom sú fregn, að þú ætlaðir til Ameríku eða Vestur- heims. Þá varð mér ekki rótt“, sagði hann. „Já, ég var nú svo sem að hugsa um það á tímabili, en svo er víst kjarkurinn alveg að bila“, sagði Lína og hló að svipnum á Dodda. „Það var nú þitt vitið meira, að leggja ekki út í það. Það er víst ákaflega langt þangað og verður víst að fara sjóveg“, sagði hann fljótmæltur. Hann vissi, að það var þó dálítil von um að hún færi til sín, ef hún hætti við það ferðalag. Svo bætti hann við: „Sigþrúður sagði, að sér fyndist það ekkert betra en að sjá á eftir börnunum sínum ofan í jörðina, að sjá þau fara þangað, og það er nú ekki svo sem neitt skemmtilegt“. „Ég er líka alveg hætt við það“, sagði hún. Doddi iðaði ánægjulega á stólnum. „Eigum við þá ekki að gera alvöru úr þessu?“ spurði hann. „Hvað segir mamma þín um það?“ spurði hún. „Hún verður áreiðanlega ánægð, ef það gengur fyrir sig“. Lína hugsaði sig um. Hún þekkti þau vel, mæðginin. Hildur var gæðakona og Doddi var nú bara eins og auðsveipur unglingur. Henni mundi áreiðanlega líða þar vel og hafa létta vinnu. Varla þurfti hún að óttast hnýfilyrðin og hornaugun, sem hún fékk óspart að kenna á upp á síðkastið. En helzt hefði hún þó kosið, að vera svolítið fjær Nautaflötum. En það varð ekki á allt kosið. Það var farið að styttast til krossmessunnar, og hún var óráðin enn. Eitthvað varð hún að gera við skepnurnar næsta haust. „Það er líklega bezt, að við sláum því föstu. Ég á tólf kindur og eitt hross, sem þú fóðrar fyrir mig. Við sjálfsagt heyjum nú eitthvað, Doddi minn“, sagði hún hlæjandi. Hann hló líka. „Þótt þær væru fleiri, fóðraði ég þær fyrir þig“. „Þær fjölga nú sjálfsagt með vorinu. Varla verða þær lamb- lausar hjá Þórði mínum“, sagði hún og roðnaði, þegar hún nefndi nafn fyrrverandi kærasta síns. „Er þér vel við hann?“ spurði Doddi. „Já, það er öllum vel við Þórð. Við erum búin að vera svo lengi saman“, sagði hún. „Svo drekkurðu nú kaffi hjá mér“, bætti hún við. Doddi neri hendurnar ánægjulega yfir voninni um að fá kaffi til uppfyllingar öðrum höppum þennan dag. „Gefurðu öllum kaffi, sem koma að finna þig?“ spurði hann. „Það koma ákaflega fáir að finna mig, en ég má gefa svo mörgum kaffi, sem ég vil“. „Kemur ekki pabbi þinn svona stundum?“ spurði þá Doddi. „Jú, það er helzt hann, sem kemur að finna mig“, sagði Lína. „Hann býr þarna í kotinu ennþá, sem hann var í, þegar ég var út frá. Hann er ekki að hafa fyrir því að flytja sig“, sagði Doddi. „Já, hann býr alltaf í Háakoti“. Hún lét bollapör á borðið og brauð á fati, hellti svo kaffi í ballann og í annan handa sjálfri sér, og settist til borðs með honum. „Þetta er skárri veizlan“, sagði hann kátur. „Mig langar til að biðja þig að láta engan vita þessa ráðagerð okkar, fyrr en á krossmessudaginn“, sagði hún og talaði lægra en hún hafði áður gert. „Það halda allir, að ég fari vestur; annars yrði sífellt stagl um að ég yrði kyrr hérna, en ég vil heldur vera í sveit vegna skepnanna minna“. „Blessuð vertu“, greip hann fram í, áður en hún hafði lokið við það, sem hún ætlaði að segja. „Ég skal sjá um, að það fari ekki langt. Það væri kannske vissara að hún Helga á Hóli fengi ekki veður af því. Hún yrði ekki lengi að hlaupa með það, en það er engin hætta, vertu viss. Hún hefur nú svo sem verið að koma þessa dagana, sem mamma hefur verið í rúminu, og ekkert gert nema setið og masað og hitað kaffi handa sjálfri sér. Það er nú kannske dálítill munur eða hún Sigþrúður, sem allt vill fyrir okkur gera“. Simmi kom að utan og leit háðslega til Dodda um leið og hann gekk um eldhúsið. Þegar hann var kominn upp í stigann, tautaði hann í hálfum hljóðum, sem Lína heyrði þó: „Sá held ég syngi nú fallega, þessi dalafuglinn!“ „Hvað var hann að tauta?“ spurði Doddi, þegar Simmi var horfinn úr stiganum. „Ég tók ekki eftir því“, sagði hún. „Það er sjaldan svo merki- legt, sem hann þvælir um“. Gremjan var svo mikil í rödd hennar, að jafnvel Doddi skildi, að hér var ekki um vináttu að ræða. „Þér er víst ekkert vel við hann, heyrist mér“, sagði Doddi og brosti sínu einfeldningsbrosi. „Hann er nú heldur svo sem ekki laglegur“. „Þó er hann mikið leiðinlegri en hvað hann er ljótur. Alltaf með einhverja stríðni og ótugtarhátt“, sagði hún. „Það er nú svo sem engin prýði að haga sér svoleiðis“, sagði Doddi, og þóttist hafa komið vel fyri^ sig orði. Lína hellti aftur í bollann hjá honum. „Ætlar þú ekki að fá þér meíra?“ spurði hann vinalega. „Ertu ekki mikið fyrir það — kannske?" „Jú, ég er mikil kaffikona. Þú mátt vera viss um, að ég kem við kaffið, þegar ég verð orðin vinnukona hjá þér. Ég vandist á það á Nautaflötum. Borghildur hefur alltaf heitt á könnunni allan daginn“. „Ég þekki nú kannske dálítið til á heimilinu því. Það er nú meiri rausnin og myndarskapurinn“, sagði Doddi og hristi höfuðið af hrifningu. „En það er líka drukkið talsvert kaffi hjá okkur. Mömmu þykir það fjarska gott. Það er nú svo sem ekkert kalt í baðstofugreyinu, það er dálítil eldavél þar, en hún er ekki aldeilis eins falleg og þessi“. Hann virti fyrir sér glansandi eldavélina. „Og svo eru nú ekki nema einir hringarnir á henni“, bætti hann við. „Þetta verður allt ágætt, Doddi minn. Ég er farin að hlakka til strax að koma fram í blessaðan dalinn aftur“. „Já, ég vona, að það gangi allt vel fyrir okkur. Ég fóðra náttúrlega lömbin fyrir þig líka. Þú þarft líklega ekki að kvíða því, að þær verði geldar, ærnar þínar. Það þekkist nú sjálfsagt ekki geldær á öðru eins heimili og Nautaflötum", þrumaði Doddi upp úr sér, þegar hann var ferðbúinn og vel hress eftir kaffi- drykkjuna. Svo bætti hann við, þegar hann var kominn fram í dyrnar: „Þarf ég að koma með fleiri en einn hest undir flutninginn þinn á krossmessudaginn?Reyndar á ég nú ekki nema tvo klárana, en Erlendur lánar mér hest, býst ég við. Það dugar ekki annað en að ráðgera þetta allt núna. Ég er ekki á hverjum degi að þvælast í kaupstaðinn eins og sumir“. „Ég vildi helzt að kommóðan yrði flutt á kerru, svo að hún skemmist ekki“, sagði Lína. „Þú skalt ekki koma með neinn hest undir reiðingi. Ég ætla að reyna að tala við Sigga Daníels, við sjáum, hvort hann getur ekki hjálpað mér með þetta“. „Það er nú drengur, sem um er talandi, hann Siggi minn“, sagði Doddi, „ef hann hefur ekki breytzt við það að flytja í kaup- staðinn, sem mér þykir ótrúlegt. Jæja, við höfum það þá svona, og vertu blessuð“. Hann kvaddi hana víst í fjórða sinn, og hljóp svo til skíðanna. Lína veltist um af hlátri. Hún gat ekki við það ráðið, henni fannst Doddi svo skemmtilega hlægilegur. En hún varð líklega að reyna að venja sig af því, fyrst hún var búin að afráða að fara til hans sem vinnukona. Það yrði gaman að sjá, hvað fólkið yrði steinhissa. Hildur sat uppi í rúmi og las í bók, þegar Doddi kom inn rjóður og sveittur, með trefilinn bundinn utan um sig. „Aumingja mamma, þarna situr þú alein, meðan ég er að ralla á kvennaveiðum", sagði hann og hló ánægjulega. ' „Já, hvað er nú að heyra til þín, góði minn. Mér leiddist víst ekki, og ég bjóst heldur ekki við þér svona fljótt. Þú hefur svei mér látið skíðin renna, og svo ertu svo kátbroslegur, alveg eins og þú hefðir farið í bónorðstúr og fengið jáyrði“, sagði hún og horfði á son sinn með aðdáun. „Ojá, ojá, það gekk bærilega“, sagði hann hróðugur. „Hún Lína kemur reyndar til okkar á krossmessudaginn og segist hlakka til að koma fram í dalinn aftur. Ég veit, að ykkur fellur vel saman. Hún er áreiðanlega góð, sú stúlka“. Ferðuðust 10 þúsund km. leið innan Bandaríkjanna Ungir íslendingar koma frá tækninámi vestan hafs Síðastliðinn sunnudag komu þrír hópar íslenzkra náms- manna heim eftir námsdvöl í Bandaríkjunum í ýmsum verklegum greinum. Meðal þessara námsmanna voru þeir Eyjólfur Thoroddsen loftskeytamaður og Þórar- inn Helgason raffræðingur, en báðir þessir menn fóru til Bandaríkjanna í desem- ’ ber s.l. á vegum pípulagn- inga- og rafmagnsdeildar Sameinaðra verktaka, til þess að kynna sér uppsetn- ingar, viðhald og viðgerðir á sjálfvirkum olíukynding- artækjum. Þeir fyrstu, sem kynna sér þetta atriði Fréttamaður Mbl. átti stutta samræðu við þá félaga 1 gærdag, en þeir munu vera þeir fyrstu á vegum Sameinaðra verktaka, sem kynna sér þessi atriði. Áður en þeir fóru vestur kynntu þeir sér sjálvirkar olíukyndingar hér á landi að svo miklu leyti sem hægt var, en eru nú fullnuma í faginu. Olíukyndingar þær, er hér um ræðir, eru nú að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi, og komnar á góðan rekspöl. Þriggja mánaða dvöl Þeir Eyjólfur og Þórarinn fóru í byrjaðan desember til New York og síðan til Wash- ington, D.C. Voru þeir, meðan á dvöl þeirra stóð úti, á vegum F.O.A., sem er deild Bandaríkja- stjórnar, er sér um erienda náms menn í Bandaríkjunum. Er til Washington kom voru þeir á vegum verkfræðings, er kynnti þeim starfið, en síðan fóru þeir til San Francisco. Þar kynntu þeir sér framleiðslu hinna svo- nefndu Ray-brennara, sem fram leiddir eru í Ray-Oil-Burners verksmiðjunni og eru frægir orðnir. Hafa þessir brennarar mikið verið notaðir í Keflavík. Gafst þeim þarna kostur á að kynna sér framleiðslu þeirra og samsetningu. Næst lá leiðin til Kansas City, en þar dvöldust þeir félagar um hríð og kynntu sér hjá fyrir- tæki þar uppsetningu brennar- anna. — Þaðan fóru þeir til Minneapolis og dvöldust þar hjá tveimur fyrirtækjum, Belden Porter Company og einnig í skóla hjá Minneapolis-Honey- well. Þaðan héldu þeir til Wash- ington, D.C., og síðan til Boston, en þar sátu þeir í skóla nokkurn tíma og útskrifuðust þaðan frá skóla fyrirtækisins, sem fram- leiðir hina þekktu Fireys stjórn- tæki fyrir olíubrennara. 10 þúsund kílómetra innan Bandaríkjanna Auk þess fór Þórarinn í tveggja daga kynnisför til Titus- ville í Pennsynvaníu og einnig til Cleveland combustion instru- ments and controls. Áður en þeir félagar héldu heimleiðis sátu þeir fund F.O.A. í Wash- ington og gáfu skýrslu um dvöl- ina. — Sögðu þeir að nærri mundi láta að þeir hefðu ferðazt um 10 þúsund km. leið innan Bandaríkjanna. Seklir liggja við, ef rýkur úr strompi Aðspurðir, hvort þeir álitu þetta fyrirkomulag myndi eiga framtíð hér á íandi, svörðuðu þeir Eyjólfur og Þórarinn ját- andi. — Kváðust þeir telja að hér væri stórt skref stigið hvað viðkæmi t. d. hreinlæti, og ekki sízt hvað snerti öryggi gagnvart brunahættu í húsum, en eins og fyrr segir vinna tæki þessi sjálf- virkt. í Bandaríkjunum kváðu þeir mikið og strangt eftirlit með upphitun húsa, og lægju til dæmis sektir við ef sæist rjúka úr strompi. Má geta þess að Washington, D.C. er öll hituð upp með þessu kerfi og þar af leiðandi „reyklaus“ borg, en hreinlegri borg mun vart að líta í Ameríku. Róma góðar viðtökur Þeir félagar rómuðu mjög við- tökur allar og fyrirgreiðslu þar vestra, og kváðu fyllstu ástæðu til þess að þakka forvígismönn- um F.O.A. greiðasemi og vel- vild. Þá kváðust þeir einnig vilja flytja þeim Grími Bjarna- syni og Jþhanni Rönning bezta þakklæti fyrir þann undirbún- ing fararinnar er þeir áttu hlut að máli og fyrirgreiðslu þar að lútandi hér heima. —Mbl., 8. marz Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man Gilbart Funeral Home Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Chariered Accounianis Phone 92-2468 100 Prlncess St. Winnlpeg, Man. And offices at: FORT WILXIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hofið Höfn í hugo Heimili sölsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc. 3498 Osler St., Vancouver. B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescripiion Specialisi Cor. Arlinglon and Sargeni Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Posi Office Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 EUice & Home Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc.. L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acca'mtant 505 Confederation Llfe Bullding WTNNIPEG MANITOBA PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITOR8 Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin. Q.C., A. F. Krisýansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin. 5th fl. Canadlan Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3581 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Deálers GENERAL ELECTRIC — ADMTRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnlpeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega penlngal&n og elds&byrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 28 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Thorvaldson, Eqgertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldf. Portage og Garry St. PHONE 32-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Bes.: 72-3917 Offlce Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. • and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um flt- farir. Allur fltbúnaður s& beztl. Stofnað 1894 SlMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnlpeg PHONE 92-4824 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 S&rgenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn. og ávalt hreinir. Hitaelningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, simið til KELLY SVEIN8SON «25 Wall St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in ail its branches Real Egtate - Mortgages - Rentala 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3488 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.