Lögberg - 05.05.1955, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. MAÍ 1955
Logberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið fit hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENTTE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáakrlft rltstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The "Liögberg" is printed and published by The Columbía Prese Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Hinn mikli mannvinur
Lögberg hefir áður að nokkru skýrt frá sérstæðum
starfsferli hins mikla mannvinar Dr. Alberts Schweitzer,
sem Hennar Hátign, Elizabeth Bretadrottning nýlega hefir
sæmt verðleika-medalíunni brezku.
Dr. Schweitzer er maður svo fjölhæfur að þar komast
fáir til jafns við; hann er víðkunnur heimspekingur, guð-
fræðingur og organleikari svo að af ber; hann hefir varið
meginhluta starfsævi sinnar í Afríku, skamt frá Miðjarðar-
línunni, og helgað líf sitt þjónustu frumstæðs og fákunn-
andi lýðs, er örbirgð og sjúkdómar höfðu öldum saman þjáð
og þjakað; nú eru liðin 43 ár frá þeim tíma, sem hann með
eigin höndum kom upp fyrsta sjúkrahúsinu á áminstum
stöðvum; síðan hefir hann stórvægilega fært út kvíar og
stækkað svo landnám mannúðarinnar, að því virðast engin
takmörk sett.
Til þess að ná fullu haldi á lífsköllun sinni, varð Albert
Schweitzer að nema læknisfræði og ná á þeim vettvangi
einnig vísindunum í þjónustu sína; þetta reyndist honum
tiltölulega auðvelt því svo var áhuginn brennandi og
þjónustuþörfin ómótstæðileg.
Dr. Schweitzer hefir oftar en einu sinni ferðast um
Norðurálfuna og meginland Norður-Ameríku og haldið þar
organtónleika og nú er hann talinn í þeirri list í fremstu
röð þeirra samtíðarmanna, er af gleggstri innsýn túlka Bach.
Lífsskoðun Dr. Schweitzers speglast í bókum hans og
hún hefir haft djúptæk áhrif á menn og konur úr yfirstétt-
um og undirstéttum án tillits til sérskoðana í trúarbragðaleg-
um efnum, og jafnvel eins á það fólk, er engin trúarbrögð
viðurkennir. Leiðarvísir þessa göfuga manns, er „Virðingin
fyrir lífinu“. Bækur hans og viðhorf hans gagnvart sam-
ferðamönnunum hafa sannað alþjóð manna mikilleik hans
og auðmýkt. Virðuleg og markviss var ritstjórnargreinin í
stórblaðinu The Manchester Guardian hinn 3. marz síðast-
liðinn, þar sem Dr. Schweitzer er stuttlega gerður að um-
talsefni, en hún er á þessa leið:
„Þeirri ákvörðun Drottningarinnar, að gera Dr. Albert
Schweitzer að heiðursfélaga verðleika reglunnar, verður
hvarvetna tekið með miklum fögnuði; enginn núlifandi
maður verðskuldar fremur slíkan heiður; í viðbót við fylk-
ingu mikilla forustumanna, skálda, heimspekinga og vís-
indamanna, kemur nafn þjónsins, er vígði líf sitt þeim fá-
tækustu og umkomuminstu, sem hann hafði komist í
kynni við.
Fyrir fimmtíu árum tók Albert Schweitzer sér það
fyrir hendur, að friðþægja fyrir syndir Vestur-Evrópu
gagnvart Afríku; hann lagði á hilluna fagurspáða framtíð
sem guðfræðingur og tónlistarsnillingur til þess að búa sig
undir erfitt læknisstarf í Congo, nýlendunni, sem Frakkar
réðu yfir. Æfistarf hans þar bar ríkulega ávexti og í þeim
felast öll hans laun. En hann hefir komið meiru í verk en
þessu; hann hefir orðið táknræn mynd miklu stærri hluta.
1 Evrópu hefði hann vafalaust orðið frægur í hvaða verka-
hring, sem hann hefði kosið sér. í Lambarene við Mið-
jarðarlínuna í Afríku er hann í lifanda lífi orðinn að
helgisögn“. v
Þegar manngildið þrýtur tekur sjálfsþóttinn við.
Hvað er eftir af kristninni, boðskap Jesú Krists og
Alberts Schweitzers, ef fórnarlundin er týnd og grafin?
★ ★ ★
Merkum áfanga náð
Nú er svo komið, að allar þær þjóðir, er að Norður-
Atlantshafssáttmálanum stóðu, hafa fyrir munn þjóðþinga
sinna, afgreitt hann með undirskrift sinni; með þessu hefir
skapast nýtt viðhorf, eigi aðeins í Vestur-Evrópu, heldur
einnig um gervallan heim; upp á örðugasta hjallann varð
komist á mánudaginn, er Þjóðverjar og Frakkar urðu á eitt
sáttir um það, að Saar-héruðin yrði undir Evrópueftirliti
fyrst um sinn.
Um það verður ekki deilt, að Frakkar hafi tíðum átt
um sárt að binda og þar af leiðandi var það auðskilið, að
þeir óttuðust endurhervæðingu Þýzkalands, en hvernig
þeir að lokum brugðust við í þessu vandamáli verður þeim
til mikillar sæmdar og styrkir að mun afstöðu þeirra meðal
hinna vestrænu sambandsþjóða þeirra.
Nú er að því komið, að Vestur-Þýzkaland öðlist að fullu
sjálfstæði sitt og verði fullgildur aðili varnarbandalags
Vestur-Evrópu; að slíkt skref yrði stigið fyr en síðar var
óhjákvæmilegt því lega landsins er slík, að án þess yrði
örðugt, að verjast árás Rauðliða að austan; þetta varð
frönskum forustumönnum ljóst og það reið baggamuninn.
Kristín Þórðardóttir Johnson
— MINNINGARORÐ —
Kristín Þórðardóttir var fædd
24. sept. 1855 að Hafurstöðum í
Helgafellssveit á Snæfellsnesi,
og andaðist 20. júní síðastliðinn
að elliheimilinu „Höfn“ í .Van-
couver, nær hundrað ára að
aldri. Hún var þá farin að heilsu
og kröftunp líkamlega, en hélt
minni og heilli hugsun til ævi-
loka.
Ung að aldri, eða aðeins sjö
ára, misti Kristín foreldra sína,
Þórð Sveinsson og Guðrúnu
Sigurðardóttur. „Þá misstum
við mikið, þegar mamma dó“,
sagði hún við mig eitt sinn. Hún
mundi svo vel eftir því, eftir
níutíu og tvö ár. Það var eins
og söknuðurinn hefði aldrei
horfið frá henni öll þessi ár. —
Sigurður, móðurafi hennar tók
hana í fóstur og á hans heimili
var hún til fermingaraldurs, að
hún fór að vinna fyrir sér. Það
var séra Eiríkur Kúld, sem
fermdi hana í kirkjunni að
Helgafelli. Kristín minntist hans
æ síðan með virðingu og þakk-
læti. Frá æskudögum heima á
íslandi átti hún margar hug-
ljúfar minningar. Hún geymdi
þær í hjarta sínu eins og dýrar
perlur. Henni þótti innilega
vænt um þær og þær veittu
henni mikinn unað til síðustu
stundar.
Kristín var tuttugu og tveggja
ára, þegar hún gekk að eiga Jón
Guðmundsson, bónda að Stóra-
Skógi í Mið-Dölum, og var hún
síðari kona hans. Bjuggu þau að
Stóra-Skógi í tíu ár. Þá afréðu
þau að flytja til Ameríku og
vissulega var í mikið ráðist.
Börn þeirra voru fjögur, öll í
bernsku, Jón tíu ára, Sigurður
sjö ára, Anna Guðrún fjögra ára
og Egill tveggja ára. Mestu mun
hafa ráðið um brottflutning
þeirra frá Islandi, að tveir synir
Jóns af fyrra hjónabandi, Jón
Ágúst og Stefán Bjarni, höfðu
flutzt til Canada á undan þeim.
Canada var hið mikla framtíðar-
land, ónumið að mestu og með
gnægð verkefna fyrir alla, sem
gátu unnið og vildu vinna. Munu
þau Jón og Kristín aðallega hafa
haft framtíð barna sinna í huga,
er þau fluttust frá íslandi.
Fyrstu þrjá mánuðina í þessu
landi dvöldu þau í Winnipeg og
þar var Egill sonur þeirra tek-
inn í fóstur af góðum hjónum,
Jóni Stefánssyni og Kristínu
Teitsdóttur, er gengu honum í
foreldrastað. Tók hann nafn
fósturföður síns og skrifaði sig
eftir það Stephensón. Fluttu þau
Jón og Kristín síðan til Tan-
tallon byggðarinnar í Saskat-
chewan og tóku sér heimilis-
réttarland. Fyrsta veturinn var
búið í moldarkofa. Þar fæddist
fimmta barnið: Kristján Mikkel.
Og hófst nú ein af hetjusögum
þessa lands, saga, sem aldrei
verður rituð á blöð, en geymist
í hjörtum þeirra, sem lifðu hana
hana í sjón og raun. Það var
baráttan við erfiðleika, sem að
mestu leyti heyra fortíðinni til.
Býlið var í óbyggðinni, fjarri
öllum alfaraleiðum, enginn veg-
ur og engin tæki til að byrja
með búskapinn. Svo útlitið var
alls ekki glæsilegt. Búast má
við, að stundum hafi þeim
hjónum dottið í hug, að máske
hefði það verið betra að vera
heima á íslandi, eftir allt saman.
Þau lifðu margar andvökunætur
fyrstu árin sín hér. Svo hefir
fleirum farið, en þeim. En ekki
dugði að gefast upp, heldur
vihna og vona og biðja að ræt-
ast myndi úr öllum erfiðleikum.
Og enn stækkaði barnahópur-
inn. Þeim fæddist sonur, er
skírður var Jóhann Helgi.
Eftir átta ára dvöl í þessu
landi, eða árið 1896, andaðist
Jón, maður Kristínar. Hans var
sárt saknað. Vel metinn var
hann og virtur af öllum, farsæll
dugnaðarbóndi og afbragðs
smiður á tré og járn. Tók þá Jón
Júlíus við bústjórninni með
móður sinni, en yngri systkinin
Kristín Þórðardóttir Johnson
fóru heiman að er þau höfðu
aldur og þroska til. Síðan dvaldi
Kristín á heimili Jóns og konu
hans eftir að þau tóku við búinu
i Tantallon og eins eftir að þau
fluttust til Calgary og síðan að
Gimli. Árið 1952 flytzt Kristín
til Sigurðar sonar síns og konu
hans í Vancouver, en síðasta
æviár sitt dvaldi hún á elli-
heimilinu „Höfn“. Þar sem hún
fékk hægt og rólegt andlát þann
20. júní síðastliðinn, eins og fyrr
segir. Það var einmitt um það
leyti árs, þegar nóttin er björt
eins og dagur heima á Islandi.
Kristín gleymdi aldrei unaðsleik
vorsins og hásumardýrðinni við
Breiðafjörðinn. Hún mundi
fjöllin, eyjarnar, æðarfuglinn,
sjóinn og allt var vafið töfrum
vornæturinnar.
Allt ævistarf Kristínar var
kærleiksþjónusta. Hún var ein
af þeim gæðakonum, sem öllu
vilja fórna fyrir aðra og það er
mikils virði í þessum stóra og
oft kalda heimi. Fyrst og fremst
nutu börn hennar og eiginmaður
kærleika hennar; en þeir voru
miklu fleiri, eiginlega allir, sem
kynntust henni, og þeir voru
margir. Hún vildi hjálpa þeim,
sem áttu bágt og það gerði hún,
eins og í hennar valdi stóð. Góð-
vild hennar til annarra kom
einnig fram í því, hvernig hún
talaði um menn og málefni. Með
umburðarlyndi og hógværð vildi
hún færa allt, sem miður fór,
til betri vegar.
Ég kynntist henni, er hún
kom að „Höfn“; þá var hún á
síðasta æviárinu. Hún var hvít
og björt og í sál hennar var ró
og friður. Oft var hún að lesa í
hljóði fallegu versins og sálm-
ana, sem hún lærði, þegar hún
var ung. Þar á meðal þetta
undurfagra vers:
Ó, Jesú á þér
öll mín grundast von,
haf bústað hjá mér,
heilagi Guðs son.
Einkum lífs við lotin
láttu anda þinn,
þegar ég máttar þrotinn
þenki á dauða minn,
huggun seðja hjartans þel‘
hugann gleðja deyðs við él,
heim þá kveðja kann ég vel
og koma í himininn.
Á elliheimilinu þótti öllum
vænt um hana og vildu allt fyrir
hana gera. Minnisstætt verður
það hversu Dóra Davíðsson,
sem var í sama herbergi og
Kristín, var henni góð og
elskuleg.
Kristín var gædd góðum gáf-
um, fljót að læra og minnug.
Sérstaklega unni hún fögrum
ljóðum og þau kunni hún mörg.
Hún var sístarfandi meðan
kraft leyfðu og framúrskarandi
vandvirk. Hún spann og prjón-
aði að gömlum og góðum ís-
lenzkum sið. Það er sérstaklega
ánægjulegt að geta birt mynd
af henni við rokkinn sinn. Það
Ijómar af henni ánægjan og
starfsgleðin.
Aðra mynd á ég af henni, sem
ég gleymi ekki. Þegar ég kom á
elliheimilið og konan mín og
börnin okkar, vildi hún alltaf
gleðja okkur, því hennar yndi
var að gefa og gleðja aðra. Eitt
sinn sem oftar var með mér
dóttir mín á fimmta árinu. Að
skilnaði kvaddi litla stúlkan
Kristínu með handabandi. —
Kristín hélt um stund í hönd
hennar og bað Guð að blessa
hana og varðveita. Þarna héld-
ust í hendur bernskan og ellin,
óg yfir þeim ljómaði sól hins
eilífa og almáttuga, sem varir
frá kyni til kyns. Nú gaf Kristín
litlu barni það bezta, sem hún
vissi að var til: bæn til algóðs
Guðs að vernda það og leiða um
lífsins ókunnu stigu.
Af börnum þeirra Jóns og
Kristínar er Anna Guðrún látin.
Hún var gift Collen Shand. Áttu
þau tvo syni; er annar þeirra
látinn en hinn búsettur í Banda-
ríkjunum. En synir þeirra fimm
eru á lífi. Þeir eru: Jón Júlíus,
kvæntur Önnu Jónsdóttur,
Oddssonar frá Reykjavík; þau
eiga einn son og búa í Van-
couver.
Sigurður, kvæntur Þóru Ás-
mundsdóttur, Magnússonar frá
Reykjavík; þau eiga sjö börn og
búa í Vancouver.
Egill er búsettur í Los
Angeles; fyrri kona hans var
Flóra Jackson, sem búsett er í
Winnipeg; áttu þau eina dóttur
barna. Síðari kona hans var af
hérlendum ættum.
Kristján Mikkel er kvæntur
hérlendri konu; búa þau í Ed-
monton og eiga þrjá syni.
Jóhann Helgi er einnig
kvæntur hérlendri konu; eiga
þau tvær dætur og búa í
Edmonton.
Ein stjúpdóttir Kristínar er á
lífi, Málfríður, ekkja eftir Fred
Anderson; bjuggu þau í Winni-
peg, en Málfríður býr nú með
börnum sínum' í Los Angeles.
Útför Kristínar fór fram 24.
júní síðastliðinn. Ættingjar og
vinir kvöddu hana með hjartans
þökk fyrir allt, sem hún hafði
verið þeim og báðu henni bless-
unar Guðs á landinu eilífa, þar
sem dagurinn verður aldrei að
kveldi.
Blessuð sé minning hennar.
E. S. Brynjólfsson
Skoti einn, sem átti afbragðs-
góðan ávaxtagarð, sendi Vikt-
oríu drottningu einu sinni körfu,
fulla af vínberjum, sem hann
hafði ræktað í gróðurhúsi sínu.
Drottningin skrifaði honum
þakkarbréf með eigin hendi og
hældi vínberjum hans á hvert
reipi.
Skotinn sýndi garðyrkju-
manni sínum bréfið, þar eð hann
hafði mest til lofsins unnið, og
sagði um leið:
— Hérna er bréf, Sandy. Það
er frá drottningunni.
Sandy las bréfið með mestu
athygli, þagði góða stund og
sagði síðan:
— Hún minnist ekkert á, að
hún ætli að skila körfunni!
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
FULLKOMNASTA
farþega afgreiðsla
LÆGSTA flugfar til
ISLANDS
Á hverri I.A.L. flugvél hittast sjö þaulæffSir flugmenn, er
notiö hafa sérkenslu I Bandaríkjunum. Afar vingjarnlegir
Skandinavar, sem tryggja yíur tlrvals máltíSir, öryggi og
öll hugsanleg þægindi, þar sem ait legst á eitt um aö
gera feröina sem allra ánægjulegasta. Stórir Douglas
Skymasters . . . lægsta flugfar til ÍSLANDS.
Fáið meira fyrir peninga yöar hjá I.A.L. •—
einungis farþtgaflug.
Einnig til NOREGS - SVÍÞJÓÐAR -
DANMERKUR - ÞÝZKALANDS.
Bein sambönd viíS alla Evröpu.
• Reglubundiö flug frá New York.
C. A. B. skrásettir.
• Stórir Douglas Skymasters.
Spyrjist fyrir hjá næsta umboíSsmanni eöa
^ ^mmmm
IttlAMDÍCpAIRUNeS
uzAu±j
15 West 47th Street, New York 36-PL 7-8585