Lögberg - 14.07.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.07.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1955 | Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Logberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Claas Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 íslenzkt Linguaphone-nómskeið Á allmörgum ársþingum Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, vakti það áhuga meðal félagsmanna, að fá til notkunar Linguaphone við kenslu í íslenzkri tungu; við kenslu í öðrum tungumálum hafði aðferð þessi reynst vel, og því ætti þá ekki hið sama að gilda um íslenzkuna? En hér voru góð ráð dýr, þar sem mest reið á að fá íslenzkt Linguaphone-námskeið samið og gefið út. Lögbergi hefir borist í hendur Alþýðublaðið frá 5. þ. m., þar sem gerð er skilmerkileg grein fyrir framgangi þessarar nýjungar, og er þar meðal annars svo komist að orði: „Sumarið 1942 varð Birni Björnssyni stórkaupmanni í Lundúnum reikað um Regent Street. Honum varð starsýnt á gluggasýningu Linguaphone Institute og kom þá til hugar að spyrjast fyrir um það hjá þeirri stofnun, hvort nokkur tök væru á því að gefa út íslenzkt Linguaphone-námskeið. Þessi tilviljun hefir nú borið þann ávöxt, að út er komið íslenzkt Linguaphone-námskeið. , Nú eru liðin 13 ár síðan hugmyndin varð til. Til þess að hrinda henni í framkvæmd hefir Björn Björnsson hvorki sparað fé né fyrirhöfn, og óhætt er að fullyrða, að án forustu hans og fjárframlaga væri málið ekki komið í höfn, og það er mikið vafamál að nokkru ^inni hefði verið hafist handa, ef hann hefði ekki beitt sér fyrir málinu. Honum ber því um fram alt að þakka það, að námskeiðið varð til. íslenzka Linguaphone-námsskeiðið veitir erlendum mönnum, sem hug hafa á því að læra íslenzku miklu betra tækifæri en áður var til þess að afla sér þekkingar á tungu vorri. Flestir þeir, sem læra íslenzku, gera það af menningar- áhuga. Margir þeirra eru málfræðingar, sem vita að ógerlegt er að skilja þróun germanskra mála án þess að kunna ís- lenzku. Aðrir eru sagnfræðingar eða bókmentamenn, sem kanna vilja norræna sögu eða íslenzkar bókmentir. Af þess- um sökum verða flestir þeir, sem nema íslenzku eins konar menningarfulltrúar Islands í heimalöndum sínum. Alt sem léttir erlendum mönnum að læra íslenzku, stuðlar því bein- línis að kynnum á íslenzkri menningu og aflar okkur vina meðal annara þjóða. Útgáfa Linguaphone-námskeiðsins er veigamikill þáttur í þessari kynningarstarfsemi. Birni Björns- syni, sem er frumkvöðull verksins ber auðvitað fyrst að þakka, en auk þess þeim sérfræðingum, sem hann fékk til þess að annast útgáfuna. Aðalmennirnir í þeim hópi, eru dr. phil. Stefán Einarsson, er samdi námskeiðið, Björn heitinn Guðfinnsson, sem æfði þulina, og teiknarinn Herbert Gwynn, sem teiknaði hinar prýðilegu myndir, sem skreyta bókina, auk ýmissa annara sérfræðinga frá Linguaphone Institute“. Höfundur ritgerðarinnar, sem vitnað hefir verið í, er dr. Halldór Halldórsson, þjóðkunnur málfræðingur og prófessor við Háskóla Islands; ummæli hans varðandi Linguaphone- námsskeiðið hljóta að verða þung á metum og færa mönnum heim sanninn um notagildi þess, en hann kemst svo að orði: „Ég hefi um nokkurn tíma haft íslenzka Linguaphone- námsskeiðið undir höndum. Ég notaði það lítilsháttar við kenslu *í Háskólanum á liðnum vetri og kynti mér rækilega reynsluplötur, sem mér voru sendar. Ég hefi þannig haft góð skilyrði til þess að athuga námsskeiðið og á þeim kynnum, er dómur minn um það reistur. Upptaka textans er prýðileg, enda gerð í Lundúnum af sérfræðingum Linguaphone Institute, en sú stofnun hefir vitaskuld völ beztu tækja og færustu manna á þessu sviði. Linguaphone-námskeiðið er öllum til sóma, sem að því hafa unnið. Að því er mikill fengur fyrir alla erlenda menn, sem íslenzku vilja nema og alla, sem kenna útlendingum íslenzku. Hafi þeir þökk, sem að þessu hafa unnið.“ — Linguaphone-námskeiðinu ætti að verða vel fagnað meðal Islendinga vestan hafs og útbreiðsla þess þyrfti að verða sem víðtækust; slíkt ætti að létta undir með þeim mönnum af íslenzkum stofni hér í landi, er eigi standa föst- um fótum í jarðvegi vorrar tignu tungu, en þrá að finna lykilinn að auðlegð hennar og fegurð. Mr. Grettir Eggertson rafurmagnsverkfræðingur hefir Fréttir af kirkjuþingi Framhald af bls. 1 og minpingarnar látnar leika um hugina. Þeim þætti þings- ins stjórnaði séra K. K. Ólafs- son, sem var samfleytt 20 ár forseti Kirkjufélagsins. Ann- ar maður var þar einnig, sem með nærveru sinni og ræðum brá upp liðnum atburðum, um leið og hann brýndi til nýrra átaka, sá var séra Rún- ólfur Marteinsson, skeleggur og eldheitur sem nokkru sinni fyrr. Þá var einnig leit- azt við að gera sér grein fyrir, hvað framtíðin mundi bera í skauti sínu. Það hlutverk höfðu þeir séra Eric Sigmar og séra Robert Jack. Þeir ræddu um nýja söfnuði og prédikanir. Tvö hugtök voru það, sem einna hæst bar á þinginu, “evangelism11 og “stewardship”. Þingfulltrúar ákváðu að beita sér fyrir því, að hefja af auknum krafti boðpn fagnaðarerindisins heima fyrir. Skýrði séra Har- aldur Sigmar á Gimli, svo og tveir leikmenn þess safnaðar, frá tilraun þeirra í þá átt nú s.l. vetur. Voru þeir sammála um, að vel hefði til tekizt og hvöttu fleiri til að hefjast handa. Dr. Harkins skýrði ýtarlega frá starfsemi ULCA og hvers það vænti af sam- bandsfélögunum. Einn daginn var haldið að Sunrise Lutheran Camp, veit- ingar fram bornar og þing- fundur haldinn. Fluttu þar ýms samtök innan Kirkju- félagsins skýrslur sínar. En í kirkjunni í Husavick var guðsþjónusta haldin og séra S. Guttormsson ræddi af eld- móði um “stewardship“. Um kvöldið var svo alíslenzkt kvöld í kirkjunni í Árnesi. Séra Bragi Friðriksson pré- dikaði, séra Eiríkur S. Bryn- jólfsson ræddi af miklu fjöri um sambandið á milli Kirkju- félagsins og Þjóðkirkju Is- lands, lagði hann áherzlu á, að þar væri höfuðatriðið að hvorir lærðu af hinum. Loks flutti séra Ólafur Skúlason erindi um Skálholt, létu menn áhuga sinn á endurreisn Skál- holts í ljós með fégjöfum, sem Kirkjufélagið mun koma 'til réttra aðila. Á þinginu voru tveir prest- ar hátíðlega teknir inn í Kirkjufélagið, voru það þeir Russell Weberg og Ólafur Skúlason. Seinasta þingdaginn fóru fram ýmsar kosningar. Séra Valdimar J. Eylands var með lófaklappi endurkjörinn for- seti Kirkjufélagsins, gjaldkeri sömuleiðis endurkjörinn Neil Bardal, en ritari var kjörinn séra Eric H. Sigmar í stað séra Haraldar Sigmar, sem baðst undan endurkjöri. Voru honum þökkuð mikil og ó- eigingjörn störf í þágu Kirkju félagsins. Að kvöldi síðasta þingsdags var samþykkt með þökkum boð safnaðarins í Vancouver um að hafa næsta kirkjuþing þar í borg. Þá var Gimlisöfn- uði og presti færðar þakkir fyrir höfðinglegar móttökur og allan beina. Mun árangur þessa þings ekki verða sýnilegur fyrr en hinir einstöku söfnuðir fara að framkvæma ályktanir og samþykktir þingsins. En fari allt að óskum og vonum þing- fijlltrúa, mun blómlegt safn- aðar- og kristnilíf fá að blómgast. Dánarfregn Þann 3. júlí s.l., dó á heimili sínu í Regina, Sask., Mrs. Guðrún Valdís Lanigan, 83 ára gömul. Hún var fædd í Seljavík í Tungusveit í Strandasýslu árið 1872. Foreldrar hennar voru þau Guðmundur Magnús son frá Hrútafirði og kona hans Helga Jónsdóttir úr Dalasýslu. Fluttist Guðrún með foreldrum sínum vestur um haf árið 1877; voru þau um hríð í Ontario og Winni- peg, en komu vestur til Argylebygðar 1884. Systkini hennar voru tvö: Ólína, gift Jóhannesi Gillies, og Guðjón Ruth, bóndi við Cypress River, bæði fyrir löngu dáin. Árið 1899 giftist Guðrún Mr. Albert Lanigan, af írsk- um ættum, engineer á C.P.R. járnbrautarlestinni. — Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Elzta barnið dó í æsku. Næstur var Leonard Clarence, sem er búsettur í San Francis- co, California, og er Travell- ing Supervisor, Burroughs Adding Machine Company Inc., Pacific Coast Region næst honum er Mrs. Gladys Miller í Vancouver. Yngsta barnið er Mrs. Grace Motion, Yorkton, Sask. Maður hennar og þessi börn lifa hana. Jarðarför hennar fór fram á þriðjudaginn, 5. júlí, í Regina, og Rev. George Struthers, United kirkju prest ur las kveðjuorðin. Síðan var líkið flutt til Argylebygðar og lagt til hvíldar í Brúarkirkju- grafreit hjá foreldrum hennar og systkinum. Séra Jóhann Friðriksson frá Glenboro flutti hina síðustu kveðju. íslendingadagurinn í Peace Arch Park Eins og undanfarin 12 ár koma Islendingar frá Van- couver, Blaine, Point Roberts, Bellingham og víðsvegar að saman í hinum fagra Friðar- bogagarði á landamærum Canada og Bandaríkjanna til þess að minnast þess að þeir eru af einu og sama bergi brotnir og til að gjöra sér glaðan og góðan dag með frændum qg vinum. Nefndin hefir ákveðið að þessi dagur skuli vera sunnudagurinn hinn 31. júlí, og heitir á allar góðar vættir, að þann dag skuli vera heiður himinn og „hafið skínandi bjart“. Það hefir verið vandað til skemti- skrárinnar og hefir í því efni verið tekið sérstakt tillit til hinna yngri meðal fullorðinna Vestur-lslendinga. Við viljum byggja brú milli kynslóðanna til þess að sérhvað það, sem hefir varanlegt gildi í okkar ættararfi glatist ekki óborn- um kynslóðum til ómetan- legs skaða. Það verður enginn matur seldur í garðinum þetta ár. Það verður því nauðsynlegt að búa sig út að heiman „með nesti og nýja skó“. En heitt kaffi verður veitt ókeypis öllum sem hafa merki Islend- ingadagsins. Hittumst heilir í Peace Arch Park, 31. júlí. Skemtiskrá auglýst síðar. —A. E. K. Þríburar fermdir í Hólodómkirkju á hvítasunnu Þríburarnir eru dæiur hjón- anna á Hegrabjargi í Rípur- hreppi, Ólafs og Sæunnar Jónsdóiiur. Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Á hvítasunnudag var ferming í Hóladómkirkju. Fermdi sóknarpresturinn, séra Björn Björnsson, níu börn og var þetta í fyrsta skipti sem fermingar- kyrtlar voru notaðir að Hólum. Meðal fermingar- barnanna voru þríbura- systurnar frá Hegrabjargi í Rípurhreppi, þær Mar- grét, Sigrún og Sigurlaug. Þríburasysturnar eru dæt- ur hjónanna, Ólafs Eiríksson- ar bónda og húsasmiðs og Sæunnar Jónsdóttur Jónsson- ar frá Hróarsdal. Þríbura- systurnar eru allar sérlega myndarlegar og efnilegar. Fermingarathöfnin fór öll mjög hátíðlega fram og kirkj- an var þéttskipuð fólki. Mikið slarf Þríburasysturnar eru fædd- ar að sumri til og voru hjónin á Hegrabjargi búin að eignast tvær dætur á undan þeim, sem voru í ómegð. Var það Framhald á bls. 8 haft milligöngu fyrir hönd Björns Björnssonar um að vekja athygli á Linguaphone-námsskeiðinu, og var slíkt hið þarf- asta verk. Björn Björnsson er nú staddur á Islandi og mun þá af- henda persónulega forseta Islands, Háskóla íslands og Bjarna Benediktssyni sitt eintakið hverjum til eignar og umráða. Umboð í Canada hafa Messrs. Erlick Linguaphone Institute Co., 901 Bleury St., Montreal, Canada, og þar geta menn bréflega spurst fyrir um verðlag.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.