Lögberg - 14.07.1955, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1955
5
AIHAMAI
KVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
BISKUPSFRÚIN
Frú Steinunn Sigríður segir í síðustu bók sinni frá
Magnúsdóttir er fædd á Gils- dagstund, er hún átti í fylgd
bakka í Borgarfirði 10. nóv. með biskupnum, þá Ásmundi
1894. Foreldrar hennar voru Guðmundssyni prófessor við
hinn þjóðkunni merkisprestur Háskóla Islands. Leyfum við
°g alþingismaður séra Magn- okkur að taka upp kafla úr
us Andrésson og kona hans frásögn hennar: „Ég gat ekk-
Sigríður Pétursdóttir Sivert- ert annað sagt en þetta:
sen bónda í Höfn í Melasveit. „Góða (það er frú Guðrún
Hún var hálfsystir Sigurðar Erlings), er það ekki of mikið
prófessor Sivertsen en dótt- í borið að biðja einn pró-
11 Sigríðar Þorsteinsdóttur fessorinn að sýna mér Há-
Prests í Reykholti Helgasonar skólann? En henni fannst
hins mikla glæsimennis er það ekki. Nokkru fyrir klukk-
Jónas orti eftir hið fræga an tvö um daginn kemur pró-
kvæði — Hvarmaskúrir fessor Ásmundur til þess að
harmurinn sári. — taka mig með sér í þessa ferð,
Móðir Péturs í Höfn er og frú Guðrún sagði við mig
hngamma biskupsfrúarinnar á eftir, að sér hefði þótt reglu-
Var Guðrún Guðmundsdóttir lega vænt um þegar hún sá
systir Helga biskups Thorder- okkur ganga saman niður
sen- götuna. En þó hefur henni
Prú Steinunn giftist frænda ekki dottið í hug að þessi ferð
sinum séra Ásmundi Guð- mundi hafa eins gleðiríkar af-
^aundssyni frá Reykholti 27. leiðingar fyrir mig og raun
]uní 1915. Hún var prestskona hefur á orðið. Auðvitað þótti
1 Stykkishólmi um nokkurra mér gaman að sjá Háskólann,
ara skeið, síðan tíu ár skóla- þó að ég hafi ekki vit á að
stjórafrú á Eiðum og gat sér meta þvílík listaverk og þar
hinn bezta orðstír. getur að líta. En mér þótti
Síðan 1928 hefur maður samt miklu skemmtilegra að
hennar verið prófessor í guð- tala við þennan göfuga leið-
fræði við Háskóla Islands, sögumann minn, og jafnvel nú
unz hann var kjörinn biskup. í myrkri skuggadalsins vitja
h'au eiga sjö börn öll upp- mín bjartar minningar frá
komin. þessum sólríka degi. Auðvitað
Eins og sjá má af ofanrituðu á ómenntuð sveitakona enga
en frú Steinunn Magnúsdóttir samleið með lærðum manni í
settstór kona og hefur af þessa orðs fyllstu merkingu,
hendi leyst mikið og veglegt en það er hægt að hjálpa gras-
starf, en auk þess er hún mu til að gróa, jafnvel á ör-
falleg kona, ungleg, og ekki æfum, og það gerði þessi veg-
0ðeins tiginborin heldur líka lyndi maður.“
tiguleg og ástúðleg. Það er einmitt veglyndið,
Ljúfmennska herra bisk- sem sérstaklega auðkennir
uPsins, Ásmundar Guðmunds- biskupshjónin, herra Ásmund
sonar er alkunn, og ekki síður Guðmundsson og frú Stein-
en talað er oft um hjónasvip, unni, og hefur biskupsfrúin
Jnaetti líkja saman viðmóti og þannig alltaf verið til fyrir-
gerð biskupshjónanna. myndar.
Guðbjörg frá Broddanesi —Nýtt kvennablað
☆ ☆ ☆
HÉR OG ÞAR
Sápumolinn og slitna lakið
Það var hérna í vetur, að
^uór varð litið á ofurlítinn
heimatilbúinn sápumola. Ég
hrökk við. Þetta var víst allt,
sem eftir var af heimatilbúnu
sapunni minni. — Fyrir huga
tninn svifu leirkrukkur, sem
eg leit ofan í, bæði með von
°g ótta. Hafði sápan tekizt?
Ef öðruvísi var, þá yrði mað-
Ur að gera hana upp aftur.
^jóða hana. Og það var tölu-
verð fyrirhöfn. Að búa sáp-
Una til úr köldu vatni sam-
kvæmt forskriftinni á Lye-
könnunni, var lang-fyrirhafn-
srminst. Og oftast nær tókst
sápan vel.
°g þessi tegund vinnu var
ein af þeim, sem svo margar
húsmæður lærðu í því sem
msetti nefna Sléltuskólann.
Eitt af mörgum atriðum,
sem maður varð að læra
sjálfur eftir þeim fyrirsögn-
um, sem verzlunarheimurinn
lét manni í té. Og í þessu til-
felli reyndust mér þessar for-
skriftir ágætar. Og ég veit
um fjölda annara kvenna,
sem sama má segja um.
Og þessi tegund vinnu end-
urtók sig ár eftir ár, meira og
minna. Ekki eins mikið eftir
að fína verzlunarsápan kom,
en heimatilbúningurinn á
sáupnni endurtók sig samt;
hann varði eki einungis ár
eftir ár, heldur áratugi eftir
áratugi.
En nú var sápan mín búin,
árin liðin. Það virtist ein-
kennilegt, að þessi litli sápu-
moli væri alt það, sem eftir
var af heimatilbúnú sápunni
minni. — En svo var það nú
samt.
Svo hérna um kveldið, þá
hafði ég gamalt línlak með
höndum. Það var slitið, bætt,
slitið meir. Ég hrökk upp enn.
Þetta var lak úr pokum. —
Síðasta pjatlan úr hveitipok-
unum, sem komið höfðu til
mín á Sléttunni. — Aftur
hneit mér við hjarta. Ósjálf-
rátt flaug hugur minn að einu
sérstöku atviki, þó mörg af
sömu tegund endurtækjust
árlega, á alllöngu tímabili.
Mér varð litið út um eld-
húsgluggann og ég sé að mað-
ur minn ekur töluvert hlöðn-
um sleða með tveim hestum
fyrir heim í hlaðið. Ég veit að
hann er að koma frá myllunni
í Foam Lake (um átta til tíu
mílur austan við Leslie) með
nokkur hundruð pund af
hveitiméli sem og eitthvað af
haframéli og einu og öðru
svipuðu úr korni, sem hann
lét mala.
Eins og geta má nærri var
hveitimélið notað í brauð yfir
árið eða svo langt fram eftir
því, sem það dugði og meiri
parturinn af grófari tegund-
unum, „shorts og bran“, fór
til fóðurs. En pokarnir —
hvítir, voru notaðir í flest
það, sem hvítt léreft er brúk-
að í á heimili, svo sem rúm-
fatnað, diskaþurrkur, telpu-
kjóla. En fyrst og fremst fyrir
hveitipoka til næsta árs. •—
Upphæðirnar voru ekki altaf
þær sömu, en öll þessi not
komu á daginn. Þegar til
þess kom að búa til telpukjóla
úr pokunum, þá beiddi elzta
telpan mig í hljóði og með
hægð, en með innilegri al-
vöru, að „búa sér ekki til kjól
úr poka“. Hún hefir þá verið
komin um tíu til ellefu ára
aldurs. Hún sýndist ekki geta
horfst í augu við það, að vera
í kjól, sem unninn væri úr
poka. Ég varð við bæn hennar,
en hinar fengust ekkert um
slíkt. Þegar búið var að lita
léreftið, þá var það eins vel
útlítandi og hvað annað lér-
eft, þó hægt væri að þekkja
það að. Þetta var alls ekki
oft, en þá sjaldan það kom
fyrir, litaði ég pokana bæði
græna og bláa og puntaði
kjólana með smávegis blúnd-
um í háls og ermar, svo þetta
urðu sóma flíkur. En oftast
notaði ég pokana í rúmfatnað
eða diskaþurkur, þegar ég
þurfti þeirra ekki með til
hveitiméls-íláta.
En nú er allt þetta búið
hvað mig snertir. Brauðið úr
mínu méli bakað og étið, pok-
arnir notaðir. Koddaver, lök
og lítilla stúlkna kjólar úr
pokum, lituðum, slitið. —
Horfið. Ekkert eftir af þessu
nema þetta slitna línlak. —
Sápumoli. Slitið línlak. —
Hvað lífið drífur áfram hlut-
ina og hrífur úr höndum
manns verkin. Tíminn nagar
þetta, matinn, fötin, áhöldin,
þar til ekki er eftir af því
nema, slitrin og minningarnar.
Meira. —R. K. G. S.
Islendingadagurinn a Gimli 1. ógúst
Á Gullöld Islendinga lágu
allar leiðir til Þingvalla. Þeg-
ar að þingtíma leið var uppi
fótur og fit í öllum héruðum
landsins, því að allir, sem því
gátu viðkomið riðu til þings.
Á Þingvöllum söfnuðust sam-
an, ekki einungis löggjafar og
dómsvald þjóðarinnar til þess
að greiða úr vandamálum
hennar, heldur safnaðist þar
saman múgur og margmenni
úr öllum áttum til þess að
hitta fólk frá öðrum héruðum
landsins, — til þess, sem sagt,
að sýna sig og sjá aðra, og til
þess að endurnýja kunnings-
skap og treysta vináttubönd-
in. En ekki sízt til þess að taka
þátt í íþróttum og njóta allra
skemtana, er fram fóru.
Um margra ára skeið hefir
Gimli verið Þingvellir Vestur
íslendinga; kemur þar saman
ár hvert stærri mannfjöldi ís-
lenzks fólks en nokkurs staðar
annars staðar á þessu megin-
landi. Þat koma gestir að úr
öllum áttum til þess að heilsa
upp á gamla kunningja; og
þar kemur byggðarfólk í þús-
undatali, því að þar er hægt
að njóta sín sem allra bezt í
hinum fagra og rúmgóða
skemtigarði Gimlibæjar.
1 ár verður Islendingadag-
urinn haldinn 1. ágúst. Er það
eins og vitanlegt er frídagur
fyrir borgarbúa í Winnipeg,
og má búast við að þeir þyrp-
ist norður til Gimli þennan
dag eins og undanfarin ár.
Einnig er búist við stærri
fjölda en venjulega úr norð-
urbyggðum, því að áhugi fyrir
Islandi og íslenzkum málum
virðist nú heldur fara vax-
andi á meðal þeirra Islend-
inga, sem nokkuð skipta sér
af menningarmálum yfirleitt.
Til skemtiskrár hefir verið
mjög vel vandað, eins og
venja er til, og verður ýmis-
legt á boðstólum, sem er
nýstárlegt.
Bílaskrúðför hefst frá C. P.
R. stöðinni kl. 11 f. h. og verð-
ur Fjallkonan í fararbroddi
ásamt hirðmeyjum sínum í,
veglega skreyttum bíl. Nefnd-
in mælist til þess, að allir þeir
sem eiga kost á því skreyti
bíla sína og taki þátt í þessari
skrúðför, því að hún getur
orðið, með aðstoð almennings,
afar virðulegur og tilkomu-
mikill þáttur í hátíðahaldinu.
Verðlaun verða veitt fyrir
hina bezt skreyttu bíla. Verð-
ur farið frá C. P. R. stöðinni
austur að aðalstræti og sem
leið liggur út að skemtigarð-
inum.
Fjallkonan verður að þessu
sinni hinn góðkunni píanó-
snillingur, ungfrú Snjólaug
Sigurdson, sem nýkomin er
heim frá New York, þar sem
hún hefir getið sér mikinn
orðstír undanfarin ár fyrir
frábæra tækni og listagáfu í
tónleikum. Hefir Snjólaug
alls staðar komið fram íslend-
ingum til sóma, og mun svo
verða enn.
Tónskáldið víðfræga, Björg-
vin Guðmundsson, sem ný-
kominn er frá íslandi með
frú sinni, hefir góðfúslega
orðið við beiðni nefndarinnar
um að vera á hátíðinni og
spila úrvals kórlög, íslenzk, af
plötum og segulbandi frá kl.
12.30 til kl. 1.45.
Fyrir minni íslands talar
séra Bragi Friðriksson, prest-
ur að Lundar, Manitoba, er
ekki alls fyrir löngu kom frá
íslandi og hefir fengið orð
fyrir að vera snjall ræðu-
maður. Á Lögbergi hinu forna
hefði hann sómt sér vel.
Ungur íslenzkur lögmaður,
Aðalsteinn Kristjánsson, sem
heima á í Winnipeg, mælir
fyrir minni Kanada. Hann er
sonur Friðriks heitins Kristj-
ánssonar og ekkju hans, frú
Hólmfríðar, mikill námsmað-
ur og góður íslendingur eins
og hann á ætt til. Vann hann
tvívegis verðlaun fyrir
frammistöðu sína við lög-
fræðinámið.
Nú eru við æfingar söng-
menn, er syngja munu mikið
á hátíðinni, er þa$ “quartette”
undir stjórn frú Bjargar ís-
feld, en söngmennirnir eru:
Albert Halldórsson, Hermann
Fjelsteð, Alvin Blöndal og
próf. Sigurður Helgason.
íþróttir verða hinar sömu
og að undanförnu, fyrir yngri
sem eldri, að viðbættum
tveim atriðum: míluhlaup
fyrir þá, sem keppa um Odd-
son skjöldinn og Hanson bik-
arinn, og stangarstökk (pole
vault) (open event).
Dans í Gimli Pavilion frá
kl. 9.30 til kl. 2.30 f. h; Ágæt
hljómsveit.
Áreiðanlega liggja allar
leiðir Islendinga til Gimli á
mánudaginn 1. ágúst. Með nú-
tíðar farartæki þarf enginn að
segja eins og Ásta í Skugga-
Sveini: „Fótur vor er fastur
þá fljúga vill önd“. Einu sinni
á ári vilja allir Islendingar
finnast og sameinast um sín
áhugamál.
Hittumst heil fyrsta ágúst
að Gimli, — Þingvöllum
V estur-íslendinga.
Frekari upplýsingar munu
birtast í næsta blaði.
Fyrir hönd nefndarinnar,
Hjálmur F. Danielson
COPENHAGEN
Heimsins bezta
munntóbak