Lögberg - 14.07.1955, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1955
7
Trúarbrögð mannkyns
TRúARBRÖGÐ MANNKYNS efíir Sigurbjörn Einarsson
prófessor. — Rvk., ísafoldarprenismiðja 1954
Bók með þessu stóra nafni
er nýlega komin út, rituð af
Sigurbirni Einarssyni prófes-
sor. Nafnið er ekkert ofnefni,
því að hér er um að ræða al-
menna trúarbragðasögu mann
kynsins. Er bókin alls 364
blaðsíður með drjúgu letri.
Allmargar myndir eru í bók-
inni til skýringar og skemmt-
unar. Vandað registur um
nöfn og atriðisorð er með
bókinni, og má fagna því sér-
staklega hér í voru landi, þar
sem menn virðast yfirleitt
ekki nenna að hirða um neitt
þess háttar, sem lesandanum
er til léttis. Eru hér í re-
fOstrinu, að því er virðist, um
1000 orð á einum 8 blaðsiðum,
°g sýnir það, hve mikið gagn
niá gera með litlum tilkostn-
aði» ef nokkur hirðusemi fær
^ð ráða. Þá eru og kaflafyrir-
sagnir á blaðsíðu hverri í
kaegri hönd, er léttir notkun
bókarinnar, en það er nú einn-
ig hætt að tíðkast, svo að jafn-
Vei alfræðibækur, eins og
eefiskrár Bókmenntafélagsins,
hafa ekki nöfn efst á blaðsíð-
y^n til hægðarauka (og ekki
a kili). Ágæt skrá um heimild-
lr> á 6. blaðsíðu, er í bókinni.
Brófarkalestur virðist sér-
staklega góður. Yfirleitt er
irágangur á bókinni ágætur
°g höfundi og útgefanda til
soma. Þessa ber sérstaklega
að geta vegna þess, hve oft er
núsbrestur á þessu. Ættu
þeir, sem um bækur rita, að
refsa miskunnarlaust þeim,
Sem vanrækja sjálfsögðustu
skyldur við lesendurna, hafa
varla efnisyfirlit, hvað þá
nafnaskrár eða annað, sem
auðveldar notkun bókarinnar.
Þetta er nú mest um frá-
Sang bókarinnar. En þó a<S
það sé mikils virði, og meira
virði en oftast er af látið, þá
er þó hitt vissulega aðalatrið-
lð, hvernig til hefir tekizt um
sjálft efnið. Of þar hefir verið
^nikill vandi á höndum að
Vlnza úr þeim ósköpum, sem
fynr lágu, því að þar eiga
naestum því við orðin, að ætti
það hvað eina að verða ritað
uPp, myndi jafnvel heimur-
mn ekki rúma þær bækur
aliar. Að vísu eru hér mörg
þjálpargögn og margir, sem
slóðina hafa farið á undan og
synt, hvernig draga má lín-
Urnar, en þó reynir þar jafnan
a þann, sem vel vill gera og
vinna að eigin frumkvæði.
Takmörk eru hér nokkur
Serð, því að úr eru felld þau
^rúarbrögðin, sem fyrirferðar-
n^est mundu verða í vorum
augum, Gyðingdómur og
Kústindómur. Bókin er ætluð
stúdentum guðfræðadeildar,
°g þar er önnur og fyllri
fræðsla veitt um þessi tvenn
trúarbrögð. Tel ég það alveg
íaukrétt, að fella þau hér nið-
ur, einnig fyrir aðra, sem
bókina lesa. Þessi tvenn trúar
brögð, ef tvenn skal kalla,
eiga sérstöðu. Vér eigum ekki
að fjalla um þau í almennri
trúarbragðasögu, hversu
frjálslyndir, sem vér viljum
vera, heldur fræðast um þau
af vorri eigin trúarbók, og því,
sem hún gefur tilefni til. Það
eitt, að vér höfum haldið
helgri bók Gyðinga sem hluta
af vorri eigin trúarbók, sýnir,
að hér er um fullkomna sér-
stöðu Gyðingdómsins að
ræða. Og um vora eigin
kristnu trú kemur ekki til
greina að ræða í slíkri bók,
sem þessari, nema höfundur-
inn vilji vinna gegn henni og
sýna, að hún sé svo sem ekk-
ert merkilegri en hvað annað.
Því miður er ég ekki svo
lærður, að ég treysti mér til
þess að dæma um lýsingar
höfundarins á hinum einstöku
\
trúarbrögðum. Fjöldi heim-
ildarritanna, sem höfundur
hefir stuðzt við, er næg trygg-
ing fyrir því, að ekki ætti að
vera einhliða ritað eða af van-
þekkingu. Auk þess hefir höf-
undurinn árum saman lagt
stund á þessi fræði alveg sér-
staklega. Og loks farið um
þau huga og hendi kennarans,
sem ekki er minnst virði, er
draga skal saman mikið efni
og finna á sér, hvað að gagni
má koma og hvað ekki.
Allt þetta er þó ekki nóg,
ef ekki eru hæfileikar hjá höf-
undinum til þess að vinna
verkið, ef ekki er sjálf til-
finningin í höfundinum fyrir
því, hvað taka ber og hverju
sleppa.
Mér sýnist þetta val hafa
tekizt mjög vel. Eftir því sem
ég hefi um þetta lesið og eftir
þeim fróðleik, sem mér finnst
bók þessi skilja eftir, hygg ég,
að Sigurbirni prófessor hafi
tekizt sérstaklega vel, að
vinza aðalatriðið úr. Vitan-
lega verður þetta því torveld-
ara sem verkefnið er tröll-
aukriara og samsettara, og á
það til dæmis við trúarbrögð
Indverja. En þá er að hlíta
leiðsögn góðra manna og
reyna að skilja að minnsta
kost ekki aðalatriðin eftir
og láta ekki hið smærra
skyggja á.
Eitt sýnist mér höfuðkostur
á þessari bók: Hún er alls
staðar rituð með velviljuðu
hlutleysi fræðimannsins.
Hvergi virðist mér gert lítið
úr neinu hvergi prédikað eitt
né annað, heldur skýrt frá
með samúð og hæversku.
Þetta tel ég algerlega nauð-
synlegt í fræðibók um jafn
viðkvæmt efni. Hitt er svo
annað mál, hvort halda á að
mönnum þessum fræðum og
sýna fávísu fólki, hve mikið
hefir verið og er til af góðum
og fögrum trúarbrögðum. En
um það skal ég ekki fleira
segja. Það er hvort sem er af,
sem áður var, þegar Helga-
kver gat skilgreint þetta allt
sem heiðingdóm og heiðing-
dóminn allan saman í einu
núirieri sem hin margvíslegu
trúarbrögð þeirra, sem ekki
þekkja hinn eina sanna Guð,
heldur trúa á margs konar
falsguði. Þessi gömlu og ör-
uggu skjól eru hrunin, og
maðurinn verður að vera til
þess útbúinn að standast
veðrin úr ýmsum átum. Enda
fer það oft eins og fer.
Stíll bókarinnar er listrænn
og íburðarmikill, og af því að
höfundurinn ræður við hann,
gerir það bókina sérstaklega
læsilega. Það er beinlínis
gaman, oft og einatt ,að lesa
sjálfan stílinn. Þýðingar ein-
stakra orða og heita eru með
snilldarbragði. Því miður
skrifaði ég þau ekki upp eða
Frá Geysi, Man.,
21. júní 1955
Kæri riistjóri Lögbergs,
í blaði þínu fimtudaginn 5.
maí 1955, er frétt um gull-
brúðkaupsveizlu Mr. og Mrs.
G. O. Gíslason frá Gimli. Þar
gem sú fréttagrein skýrir
mjög rangt frá atburði þess-
um viljum við vinsamlega
mælast til, að þú prentir
eftirfarandi línur.
Þann 19. apríl síðastliðinn
var veizla haldin í Geysir
Hall í tilefni af gullbrúðkaupi
Mr. og Mrs. G. O. Gíslason,
Gimli.
í Geysisbyggð höfðu þau
mætu hjón unnið sitt aðal-
lífstarf, þó þau nú búi á Gimli.
Veizlustjórn hafði með
höndum séra H. S. Sigmar,
Gimli, en fyrir minni gull-
brúðarinnar mælti Mrs. Ingi-
björg Ólafsson, Selkirk. Fyrir
minni gullbrúðgumans mælti
Mr. Jónas Skúlason, Geysi.
Ræður héldu einnig Dr. S. O.
Thompson, séra Robert Jack
og Björn Bjarnason; flutti sá
síðastnefndi kvæði á eftir
ræðu sinni. Einnig flutti Frið-
rik Sigurðsson skáld frá Geysi
kvæði.
dæmi þeirra, en það er hvort
tveggja, að hér eru þýðingar
fjölda heita, sem ég hefi ekki
heyrt fyrr, og flest þeirra
ágæt. Sama er um setningar,
sem ég veit ekki, hvort höf.
hefir sjálfur þýtt eða annar
hagur maður. Ég dett hér til
dæmis niður á gamla Stóu-
manna orðið: Volentes fata
ducunt nolentes trahunt: Fúsa
forlög leiða, nauðuga neyða.
Þessu er stráð um bókina alla,
og þessi sindur gefa jafnvel
þyngstu smíðum töfrablæ,
sem gaman er á að horfa.
Fleira skal ég svo ekki um
bók þessa segja, en þakka höf-
undinum fyrir mikið verk, vel
af hendi leyst, mikla bók og
fagra, innan og utan. M. J.
—-KIRKJURITIÐ
Söngur var margbreyttur.
Marylin Björnson frá River-
ton skemmti með einsöng, en
með fjórsöng skemmtu
Johnny og Valdina Martin,
Rósalind og Jóna Pálsson.
Mr. Jóhannes Pálsson skemti
með fíólínspili, aðstoðaður af
systur sinni Mrs. Lilju
Martin. Einnig stýrði Mr. Jó-
hannes Pálsson almennum
samsöng og Mrs. Lilja Martin
spilaði undir. Mr. Laugi Jó-
hannson, Geysi, afhenti heið-
ursgestunum gjafir frá Geysi,
Gimli og ættmennum, en Mrs.
Ingibjörg Sigvaldason af-
henti gjöf frá Kvenfélaginu
„Freyju“, Geysi. Að endingu
þakkaði séra Sigurður Ólafs-
son, Selkirk fagurlega fyrir
hönd gullbrúðhjónanna, alla
vináttu og gjafir.
Fimm af sex börnum þeirra
Mr. og Mrs. G. O. Gíslasonar
voru viðstödd; heillaóska-
skeyti bárust víðsvegar að
þar á meðal frá Mr. Campbell
og Mr. St. Laurent forsætis-
ráðherra.
Með þakklæti er þetta birt
af ættmennum gullbrúð-
hjónanna.
Stórbætt kjör
verzlunarfólks
Sérstakur lífeyrissjóður
verzlunarmanna *
stofnaður
Verzlunarmannafélag Reykja
víkur samþykkti einróma á
fundi í gær samningsuppgerð
þá, sem lögð var til grund-
vallar milli atvinnuveitenda
og verzlunarfólks nú fyrir
skemmstu, en þar er um að
ræða langhagstæðustu kjör,
sem verzlunarfólk hefur
nokkru sinni samið um.
Þessir samningar ganga þó
ekki í gildi fyrr en sérgreina-
félög atvinnurekenda hafa
samþykkt þá fyrir sitt leyti,
en þeir aðilar eru Verzlunar-
ráð Islands, Samband smá-
söluverzlana og Kron. Má
gera ráð fyrir að þeir greiði
atkvæði um samningana á
næstunni og verði þeir sam-
þykktir, verka kjarabætur
verzlunarfólks aftur fyrir sig,
eða allt frá 1. apríl að telja.
Samkvæmt samningsupp-
kastinu hlýtur skrifstofufólk
hliðstæðar kjarabætur og um
samdist í verkfallsdeilunni í
vetur, en afgreiðslufólk í
verzlunum fær verulega
launahækkun, að vísu nokkuð
mismunandi eftir flokkum.
Þeir flokkar, sem til þessa
hafa verið lægst launaðir fá
allt að 40% launahækkun.
1 samningsgerð þessari er
einnig gert ráð fyrir stofnun
lifeyrissjóðs verzlunarmanna,
er starfi á áþekktum grund-
velli og lífeyrissjóður opin-
berra starfsmanna. — Munu
atvinnurekendur leggja fram
6% af greiddum launum til
sjóðsins, en launþegar 4%. Er
nú komið að því að ganga frá
skipulagi sjóðsins, en hann
verður verzlunarfólki til ó-
metanlegra hagsbóta í fram-
tíðinni.
—VÍSIR, 2. júní
FIND THE PEOPLE YOU NEED
amnKVi