Lögberg - 18.08.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.08.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1955 7 GÍSLI BRYNJÓLFSSON prófaslur: Selveiðar í Hvalsíki Frásögn JÓNS H. SIGMUNDSSONAR Núpum, Fljófshverfi Jón H. Sigmundsson, höf. þessarar frásagnar, sem hér birtist um selveiðar í Hvalsíki, er fæddur á Núpum í Fljótshverfi 22. des. 1881. Á þeim bæ hefir hann dvalizt allan sinn aldur. Jón er all- fróður og segir vel frá ýmsu því, sem á dagana dreif í fyrri tíð, og frómur er hann í allri frásögn sinni. í’EGAR skepnurnar féllu í harðindunum á ofanverðri síðustu öld varð þröngt í búi hjá mörgum bóndanum víða Uln land. Fljótshverfingar íóru ekki varhluta af slíkum þrengingum. Það sem helzt Varð þá til bjargar var sil- Uugurinn og selurinn, sem Vaiddist í ám og árósum þessa ftúkla vatnahéraðs. En það þurfti bæði harðfylgi, áræði °S útsjón til að stunda þenna veiðiskap þannig að hann faerði verulega björg í bú. Hvalsíki heitir þar sem Nverfisvötnin falla til sjávar. í^ar var mikil selveiði stunduð a yngri árum Jóns á Núpum. ^ók hann verulegan þátt í henni ásamt fleiri sveitung- Uln sínum, og bændunum á ^runasandi og á Síðu austan Geirlandsár. — Það sem sér- staklega setti svip sinn á sel- veiðina í Hvalsíki voru hinar svokölluðu stöðuveiðar. — Vanalega tóku 30—40 manns þátt í þeim, svo að það er engin furða þótt þær séu ^nörgum minnisstæðar. Selurinn gekk upp í Síóið snemma vors til að kæpa. ^egar kópurinn var farinn að stalpast var farið að veiða hann. Þá var „ósboð“ látið ganga Um Fljótshverfi, Bruna sand og Síðu út að Geirlandsá. ^essi boð komu frá Anesi á ■^íruna. Hann hafði daginn áður farið austur að Síki til sjá hvort mikið væri af Sel í Síkinu og ef vel leit út °g veiðilega, sendi hann boðin af stað. Þau fóru óðfluga eins °g eldur í sinu milli bæjanna °g stundum fylgdu einhver °rð um veiðihorfur. Vakti það goðar vonir og mikla eftir- vaentingu, ef sagt var að ■jóhemja væri inni“ (af sel í Síkinu). Var mikill hugur í óllum að stunda þessa ósveiði eg létu það ekki aftra sér að Jýða ósboði þótt þeir væru slaeptir og vansvefta vegna Srnölunar og rúnings sem oft stóð yfir um líkt leyti og ós- Veiðin. — ^eiðimennirnir komu sam- an suður á melunum sunnan við Orustustaði eða í efstu jhelabótinni. Anes á Hruna 0rn jafnan fyrstur á vett- Vang, enda var hann sjálfkjör- lnn foringi liðsins. Þangað streymdu nú hóparnir austan úr Hverfi, ofan af Brunasandi, utan af Síðu. Allir voru ríð- andi og það var glatt á hjalla. Þarna var numið staðar og reyndustu veiðimennirnir báru saman ráð sín, töluðu um veður- og veiðihorfur o. fl. Foringinn þurfti líka að kanna liðið. Sérstaka athygli veitti hann því, hversu vel væri mætt úr Fljótshverfi. Þaðan kom jafnan veiðivant lið og harðsnúið. Þeir Hverf- ingar stunduðu mikið veiði- skap og þeir áttu yfir stórvötn að sækja og þaðan komu því hvorki krakkar né kvenfólk eins og þaðan sem var þurr og greiðfær leið á veiðisvæðið. Jafnvel mun það hafa komið fyrir að Anes sneri aftur, ef Hverfingar komu ekki. Lét svo um mælt, að ekki væri hægt að veiða með tómri höfðatölu. — En vaskir menn komu utan af Síðu líka, sem settu svip sinn á þennan fjöl- menna hóp. Sérstaklega er Jóni það minnisstætt þegar Eiríkur á Fossi var með, sem oft bar við. Veili á fjörubroii Mestar líkur voru fyrir miklum feng þegar veitt var á fjörubroti, sem kallað var. Þá var haldið fram að sjó og austur fjöru fyrir neðan sjáv- ar kampinn. Þar voru hest- arnir skildir eftir og menn settir til að gæta þeirra. Völd- ust til þess konur, ef þær voru með í hópnum, svo og aðrir liðléttingar. Síðan hélt allt liðið að Síkinu og skipaði sér í þétta röð þvert yfir það eins framarlega og hægt var dýps- ins vegna. Hafði stöðufólkið' vanalega streng á milli sín sér til styrktar og öryggis. Með þessum vegg, sem þarna var myndaður var selurinn )ok- aður inni í Síkinu og átti stöðufólkið að sjá um, að hann slyppi ekki til sjávar, þegar að honum var lcreppt með nót- inni ofan frá. Nú var nótin dregin yfir síkið eins ofarlega og þurfa þótti hverju sinni. Var fyrst vaðið með streng yfir og valdist Eiríkur á Fossi oftast til þess. Minntist Jón þess hversu djarflega þessi kempa klauf straumvatnið, sem víða tók honum upp undir hendur og jafnvel braut á öxlinni á honum þar sem dýpst var. Þegar strengurinn var kominn yfir var reynt að æra sem mest af selunum fram til þess að sem mest yrði fyrir nótinni. Eftir að nótin var komin yfir var hún látin reka fram úr og síðan sveigð til lands að austan eða vestan eftir aðstöðunni hversu sinni. Var selurinn rotaður og dreg- inn á land það sem náðist. Þetta var svo endurtekið hvað eftir annað þar til lítið eða ekkert var eftir af selnum í síkinu. Það af honum, sem ekki náðist, hafði annaðhvort sloppið milli stöðufólksins eða flúið langt inn í síki. En það var oft fallegur flekkur af stórum og smáum sel, sem kominn var á land eftir veið- ina á fjörubroti. Fólkið var margt, sem tók þátt í þessum veiðiskap eins og áður er sagt, svo að það var ekki mik- ið sem kom í hlut hvers og eins þegar skipt var, en það voru þó góð búdrýgindi fyrir mörg heimili. Allir fengu jafnan hlut. Þar var ekkert gert upp á milli þeirra, sem vaskast gengu fram og mest höfðu fyrir og hinna, sem varla vættu sig. — Auk manns hlutar, sem hver einstakling- ur fékk, voru dauðir hlutir. Umvitjunarhlut fékk sá, sem farið hafði daginn fyrir veiði- ferðina til að vita hvort selur væri í síkinu. Sá hlutur féll oftast til Anesar á Hruna. Hann fékk líka oftast nótar- hlutinri, því að hana lagði hann til. Eftir að bátur kom á síkið var greiddur hlutur fyrir hann. Innf jarðaveiði Þegar líða tók á sumarið og vötnin fóru að vaxa í sumar- hitanum varð ófært að veiða á fjörubroti. Þá var farið 1 síkið innfjarða sem kallað var. Það var alllangt frá ósn- um. — Þar féll vatnið í síkinU á ýmsa vegu, sums staðar djúpir álar en eyrar á milli. Hagaði selurinn sér mikið eftir því hvernig vatnið féll hverju sinni og þannig varð Ekki máttu menn vera lengi líka að standa að veiðinni. að ráðslaga um það eftir að síkinu var komið, því að sel- urinn var fljótur að styggjast. Mannskapurinn dreif sig út í og sá sem færastur þótti fór fyrstur með strenginn og hinir í slóð hans og héldu í strenginn. Anes á Hruna benti þeim, sem fyrstur fór, hvernig þræða skyldi brotin og allir gátu treyst glöggskyggni hans og aðgætni. Veiðiskapurinn á inneyrum var mikið volk. Reynt var að komast fyrir eins mikið af selnum og hægt var og koma sem mestu af honum í einn ál fyrir ofan stöðufólkið. Síðan var nótin greidd út í og látin reka fram úr álnum. Þegar fór að kreppa að selnum mátti sjá haus við haus og þótti það spá góðu um veiðina. Síðan var nótin dregin að landi þar sem hent- ast þótti. Lagnaveiði Lagnaveiði var talsvert stunduð í Hvalsíki í lónum framan við eyrar, sem mynd- uðust af sandburði í síkinu. Upp í þessi lón sótti selurinn oft mikið. Það var eins og hann þyrfti að kasta þar mæð- inni eftir að hann var búinn að brjótast inn fyrir brim- garðinn. — Lögninni var þannig fyrir komið, að traust- ur hæll var rekinn niður í eyrarodda alllangt frá landi. 1 hann var bundinn talía og nótin dregin út í eyrarodd- ann. Lá nótin þá fram af eyr- inni undan straumnum. Nú kom selurinn upp eftir ánni og var allt undir því komið, að hann lenti innan (land megin) við nótina. Ef svo var, reyndi veiðimaðurinn að stugga svo nöggt við honum, að hann færi í nótina þegar hann flýði frá landi. Var þá um að gera að gefa mátulega eftir á talíunni svo að nótin flæktist um selinn. Þá var nótin dregin að landi á streng, sem bundinn var í nótarháls- inn, svo sem 1—2 faðma frá nótarendanum. Var þetta svo endurtekið meðan veiðivon var. Oft höfðu menn drjúgan feng í lagnarveiði. Var hún jafnan stunduð af fáum mönnum, 2—4, og þurfti því ekki milli jafnmargra að skipta og þegar farið var á stöður. En lagnarveiðin krafð ist æfingar, útsjónar, — og þolinmæði og aldrei voru það nema fáir,' sem stunduðu þessa veiðiaðferð. ----☆---- Selurinn var drjúgur í bú að leggja, enda allt, sem hann gaf af sér notað til hins ýtr- asta. Kjötið var etið nýtt eða saltað, spikið var brætt, sviðin súrsuð, skinnið notað 1 skæði og m. a. s. garnirnar voru hreinsaðar, fléttaðar saman við spiklengjur og reyktar. Það var vos og slark við selveiðar í Hvalsíki eins og gefur að skilja. Einkum var kalsamt fyrir þá sem voru í stöðunum — urðu að standa kyrrir í vatninu tímunum saman. Hinir, sem með nót- ina voru, gátu frekar haldið á sér hita, en erfiðislaust var það ekki. Jón á Núpum minn- ist engra slysa eða óhappa, sem fyrir komu þegar hann stundaði selveiði í síkinu, en hann átti þar margar glaðar stundir í hópi góðra félaga. — Lesb. Mbl. Á kvöldvökunni Þegar Mark Twain var upp á sitt bezta sat hann einu sinni við bar með nokkrum vina sinna. Þeir ætluðu að njóta drykkjunnar í nokkrar stundir á hinn gamla og góða máta — en með hverju viskí- glasi, sem veitingamaðurinn bar honum fylgdi vatnsglas, sem skáldið leit alls ekki við. — Ætlarðu ekki að drekka eitthvað af vatninu? spurði einn a fvinunum hann. Mark Tvain leit á hann með lítilsvirðingu og sagði: — Vitanlega ekki. Til hvers er að vera að kveikja upp, ef maður byrjar þegar að slökkva eldinn? Announcing . . . EATON'S NEW DELIVERY POLICY " j . * * . *s.v . • - • *>, ' • NOW _ We Pay Shipping Charges on EVERY ITEM in any E AT O N Catalogue REGARDLESS OF WEIGHT NOW . . . More than ever "It Pays to Buy from EATON'S^ EATON’S L- ■ W 1 Big Fall CATALOGUE imrrmt i Will Soon Be On Its Way. . j- ?Sp|Élr - BggSMH Watch for your copy through the mail or at your EATON Order Office. | ‘' ■v', " | Over 650 Pages packed with y Leading Values! 1 ^T. EATON CSL™ WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.