Lögberg - 18.08.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
Transit - Sargent
Silverline Taxi
5 Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
Transit - Sargent
Silverline Taxi
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1955
NÚMER 33
Minnismerki reisf á Lundar
Sunnudaginn 17. júlí s.l.
var afhjúpað og vígt á
Lundar, Man., minnismerki
um íslenzka frumbyggja í
Álfta- og Grunnavatnsbyggð-
um. í febrúar s.l. var fyrst
rætt um mál þetta, en á al-
uiennum fundi síðan kosin
undirbúningsnefnd, sem at-
huga skyldi um möguleika á
framkvæmdum. í nefnd þess-
ari áttu sæti, Jón Björnsson,
formaður, Gísli Magnússon,
Utari, D. J. Lindal, gjaldkeri,
K. Byron, V. J. Guttormsson,
Halldórsson og séra B.
Kriðriksson.
Nefndin tók þegar til starfa
°g hélt nokkra fundi um
Uíálið og lagði tillögur sínar
foks fyrir almennan fund,
Þ- 20 apríl s.l. og samþykkti
Sa fundur gjörðir nefndarinn-
ar og veitti henni heimild til
a<3 halda áfram, unz minnis-
Uierkið væri fullgjört.
Nefndin valdi stað við aðal
götu bæjarins og samdi við
fu-. Svein Björnsson frá Gimli
Um yfirstjórn verksins. Þá
Var hafin fjársöfnun og urðu
Uiargir vel við þegar. Hafin
Var einnig skrásetning á nöfn-
Um allra Islendinga, er hvíla
f grafreitum byggðanna og er
það hið þarfasta verk. Á bak-
hfið minnismerkisins er hólf,
Þar sem geyma á skrá þessa
°g annað, sem geymir sögu
Sveita þessara.
Minnismerkið var svo vígt
°g afhjúpað þ. 17. júlí, sem
fyrr segir. Sjálft merkið var
þá fullgert, en umhverfi þess
ekki komið í það horf, er
uefndin ákvað. Girða á það
svæði og þekja og planta
trjám.
Athöfnin hófst með guð-
þjónustu í Lútersku kirkj-
unni, kl. 11 f. h. Dr. V. J.
Eylands flutti ávarp, en séra
Bragi Friðriksson prédikaði.
Fjölmenni var við kirkju.
Síðan var haldið til minnis-
merkisips. Tók þar formaður
undirbúningsnefndar, J ó n
Björnsson til máls, bauð fólk
velkomið og stýrði síðan dag-
skránni. Næstur talaði Kári
Byron, oddviti. 1 lok máls
síns bað hann Skúla Sigfús-
son, fyrrv. þingmann, að
afhjúpa minnismerkið. Skúli
gekk þá fram og afhjúpaði
merkið með því að taka ís-
lenzka fánann af plötu þeirrí,
sem á merkinu er og ber
þessa áletrun:
Erected 1955 in commem-
oration of the Icelandic
pioneers in Lundar, Otto,
Westfold, Markland and
adjoining districts. They
established settlement in 1887.
„Hér er þetta minnismerki
mönnum jafnt og konum reist,
sem þann manndóm sýndu
í verki,
svo þeim allir gátu treyst.
Aldrei glati orðstí góðum,
afkomandi landnemans.
Frægðarorð þú færð hjá
þjóðum
fetir þú í sporin hans.“
Vísur þessar eru eftir Vig-
fús J. Guttormsson. Skúli
Sigfússon talaði síðan hlýjum
þakkarorðum til áheyrenda.
Þá vígði séra Bragi Friðriks-
sem átti frumkvæðið að minnisvarðamálinu, og sá
um bygging hans. Frá vinstri til hægri: V. J. Gutt-
ormsson, Magnús Halldórsson, J. A. Björnsson, D. J.
Líndal, K. Byron, G. P. Magnússon, séra Bragi
Friðriksson. Næstur varðanum vinstra megin: Séra
V. J. Eylands. Næstur varðanum hægra megin: Séra
P- M. Pétursson. Voru þeir viðstaddir til að taka
þátt í hátíðahöldunum.
son merkið og síðan voru
þjóðsöngvar íslands og
Canada leiknir.
Séra Philip M. Pétursson
frá Winnipeg tók nú til máls
og síðan flutti Dr. V. J. Ey-
lands kveðju Þjóðræknisfé-
lagsins og fór viðurkenningar-
orðum um framkvæmd þessa.
Gísli Magnússon flutti skýrslu
undirbúningsnefndar, skýrði
frá gangi málsins og öðru í
því sambandi. Aðrir ræðu-
menn voru C. Halldórsson,
þingrriaður, og D. J. Lindal.
Þegar athöfninni við merk-
ið lauk, var fólki boðið til
Lát’in í hárri elli
Frú Jóhanna Thórðarson
Síðastliðinn sunnudag lézt
hér í borginni merkiskonan
frú Jóhanna Thórðarson 91
árs að aldri, fædd í Múlakoti
í Fljótshlíð 12. maí árið 1864.
Foreldrar hennar voru Sig-
urður Eyjólfsson bóndi þar í
sveit og kona hans Þórunn
Jónsdóttir. Jóhanna fluttist
hingað til lands árið 1888.
Hún giftist 8. nóvember 1890
Guðmundi P. Thórðarsyni
bakarameistara frá Gróttu á
Seltjarnarnesi, vinsælum at-
orkumanni, sem lézt fyrir all-
mörgum árum; þeim varð
eRefu barna auðið og eru
þessi á lífi, Andres Guð-
mundur í Vancouver, Mrs.
Gabriella Wineke, Detroit,
Mrs. LoUise Hawcroft, Win-
nipeg, Mrs. Kristjana Nichols
í Edmonton og Emil í Calgary.
Frú Jóhanna var fríð kona
sýnum og að sama skapi
trygglynd og ástúðleg; hún
bar aldurinn vel og var ung-
leg og falleg til hins síðasta.
Hin látna starfaði langa
ævi að velferðarmálum Fyrsta
lúterska safnaðar af þeirri
alúð og einlægni, er einkendi
afstöðu hennar til manna og
málefna.
Útförin var gerð í gær, mið-
veitinga í samkomuhúsi bæj-
arins, þar sem konur í héraði
veittu af hinni mestu rausn.
Það er mál margra, að
minnismerkið sé einfalt og
stílhreint og öllum aðilum til
sóma og prýði fyrir Lundar-
bæ. Og sú er von manna, að
merkið muni bæði vekja at-
hygli á íslenku landnámi á
þessum slóðum og æ minna
íslendinga á dyggðir og dugn-
að landnemanna.
Athöfnin fór vel fram og
ánægjulega og ber að þakka
öllum, sem þar lögðu hönd
til hjálpar.
vikudag, frá Fyrstu lútersku
kirkju. Dr. Valdimar J. Ey-
lands jarðsöng.
Til athugunar
Söngskemtanir Björgvins
GuSmundssonar
Eins og auglýst er í blöðun-
um í þessari viku, þá hefir
Björgvin Guðmundsson tón-
skáld frá Akureyri ákveðið
að lofa okkur hér að heyra
Kantötukór sinn og fleiri
yndislega söngva, á þeim
stöðum, sem nefndir eru. —
Gerir hann þetta ekki til þess
að auðgast af því persónulega,
því inngangur er ókeypis, og
einungis samskota leitað;
heldur er hugmyndin að hlúa
að þeim þjóðernisglæðum,
sem enn eru ekki með öllu
útkulnaðar hér vestra. „Mikið
má ef duga skal,“ og» er
spursmál hversu lengi áhrifin
vara. En í þurkatíð er gott að
fá skúr á gróður jarðarinnar
við og við. Svo er með þetta.
Ef til vill geta söngvar frá
ættjörðinni snert ýmsa þá
strengi í brjóstum okkar, sem
slakir eru orðnir og ryðfallnir.
Ef þeir megna einskis í þá átt,
er ekki líklegt að aðrar að-
ferðir dugi betur.' Það er á-
reiðanlega mikilsvert atriði
fyrir okkur hér að hafa
söngva íslands innanborðs á
þjóðræknisskútunni, en því
aðeins er það mikilsvert að
þeim sé gaumur gefinn og
þeim sé leyft að tala sínu máli
til okkar. í þessari viðleitni
Björgvins er því ekki um
neina yfirborðs-þjóðrækni að
ræða, því það er ekkert til,
sem talar betur máli þjóð-
rækninnar en íslenzk ljóð og
söngvar, — samhljómur. ís-
lenzkra radda, — er tala á
okkar „ástkæra ylhýra máli.“
Vil ég því með þessum línum
mæla með því í fullri ein-
lægni og alvöru, að fólk fjöl-
menni á samkomur Björgvins.
Vinnur mikinn
námsframa
Daniel John Simundson
Mörg íslenzk ungmenni, er
stundað hafa nám við æðri
mentastofnanir í Canada æg
Bandaríkjunum, útskrifuðust
við góðan orðstír í sumar.
Hefir ýmsra þeirra þegar
verið getið í Lögbergi.
Einn slíkur ungur íslend-
ingur er Daníel John Simund-
son, sem útskrifaðist frá
Stanford University í Cali-
fornia 19. júní síðastl. með
hæstu ágætis einkunn (Great
Distinction) og hlaut menta-
stigið “Bachelor of Arts.” —
Hann var kjörinn félagi í “Phi
Beta Kappa Scholastic Honor
Society.”
Eins og áður hefir verið
getið í Lögbergi veitti Stan-
ford háskóli Daníel náms-
verðlaun, er hann lauk mið-
skólanámi; voru þau að upp-
hæð $1,000 á ári í fjögur ár.
Einnig hlaut hann önnur
námsverðlaun s.l. ár. — Með
þeim námsverðlaunum, sem
hann ávann sér og með inn-
tekt af ýmiskonar verkefni,
er hann tók að sér, borgaði
hann allan kostnað náms og
veru sinnar við skólann.
Auk hinna fyrirskipuðu
námsgreina tók Daníel mik-
inn þátt í athafnalífi skólans;
var meðal annars “track
manager,” og meðlimur í söng
flokk skólans, sem söng 1954
og aftur s.l. vor, þ. 9. og 10.
apríl með San Francisco Sym-
phony Orchestra í War
Memorial Opera House, San
Francisco, hið mikla meistara-
verk Handels, “The Messiah.”
1 byrjun septembermánaðar
í haust byrjar Daníel nám við
Chicago lúterska prestaskól-
ann í Maywood, 111.
Daníel er sonur séra Kol-
beins Sæmundssonar, er þjón-
ar lúterskum söfnuði í Seattle.
S. E. Björnsson