Lögberg - 17.11.1955, Side 1

Lögberg - 17.11.1955, Side 1
HAGBORG FUEL /fcfó Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1955 HAGBORG FUEL Jkfcí Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 NÚMER 46 Frumsýning verðlaunaleikrif-s Jón Sigurdson I.O.D.E. fé- lagið á þakkir skilið fyrir að reyna að endurvekja áhuga Vestur-lslendinga fyrir leik- mennt með því að efna til leikritasamkeppni. Ekki tóku þó nema fjórir þátt í þeirri keppni og hlaut leikrit eftir Miss Laugu Geir frá Edin- burgh, N.D., meðmæli dóm- nefndarinnar, svo sem áður hefir verið skýrt frá í Lög- bergi. Leikritið In Ihe Wake of the Storm var sýnt í fyrsta skipti fyrir troðfullu húsi í Sambandskirkjunni á mánu- dagskvöldið. Uppistaða leiks- ins er ástarsaga, er gerist í íslenzkri byggð í Norður- Dakota um 1884, og mun efnið ekki rakið frekar, því leik- flokkurinn sýnir leikinn út í byggðunum. Viðburðarás leiksins er vel skipulögð og höfundi hefir tekizt að skapa margar harla ólíkar persónur, en svo sem vænta má er nokkur byrj- andabragur á leiknum; gætir þess aðallega í hinum sífeldu og löngu samtölum, er draga úr stíganda leiksins og gerir leikendum erfiðara fyrir að móta heilsteyptar persónur. Færi vel á að stytta þau. Leikstjóri er Hólmfríður Danielson og hefir henni tekist vel að velja leikendur í flest hlutverkin. Hún leikur og aðalpersónuna, Valborgu, sem frá höfundarins hendi er ljúf, fórnfús og hlédræg; tekst henni bezt í síðasta þættinum. Hinn unga bónda, Baldur, leikur A1 Blondal; er hann glæsilegur á leiksviði og framsögn hans skýr og hreyf- ingar eðlilegar. Guðbjörg Sigurdson leikur Ragnhildi, sem er nokkurskonar Gróa á Leiti, persónugerð sem oft kemur fram í íslenzkum sög- um og leikritum. Fór hún ágætlega með hlutverkið og skemmti áhorfendum vel, svo sem lófatak þeirra gaf til kynna. Leikur Thors Fjeld- sted í hlutverki Halldórs var samfeldur og traustur - frá byrjun til enda; hófsemi hans samfara styrkleik í framsögn eru einkenni góðra leikara. Helga Guttormsson leikur Guðrúnu, móðursystur Bald- nrs, ljúfa og virðulega ís- lenzka konu. óþarfa mælgi skemmir það hlutverk; hefði farið betur á því að sú per- sóna væri fremur fáorð og kjarnyrt frá höfundarins hendi. Framkoma hennar á sviðinu var virðuleg og sam- l^ikur hennar og A1 Blondals góður. Marge Blondal gerði hlutverki Aldísar góð skil, svo og Dave Jenson. Aðrir leikarar voru: Shirley John- son, Art Reykdal og Ron Bergman. Kunnu allir leikar- arnir vel og fipaðist þeim ekki. Búningar leikaranna voru góðir, og búningar kvenfólks- ins sérlega fallegir, leiksviðið vel útbúið. Að lokum var leik- flokknum þakkað með dynj- andi lófataki, leikstjóranum færður blómvöndur og síðast kom höfundur leiksins fram á sviðið; henni var fagnað vel og þakkaði hún leikstjóra og leikendum fyrir ágæta frammistöðu. Mrs. E. A. ísfeld er for- maður nefndarinnar, er ann- ast um þessa leikstarfsemi fyrir Jón Sigurdson félagið. íslenzkur læknir heiðraður Síðastliðinn september var Dr. Percival (Percy) Johnson kjörinn forseti Manitoba College of Physicians and Surgeons; mánuði síðar var hann á ný heiðraður með því að hann var gerður Fellow of American College of Surgeons á ráðstefnu þessara lækna- samtaka í Chicago. Dr. Johnson er fæddur að Garðar, N.D., 28. okt. 1907, sonur Jóns og Guðbjargar Johnson, mætra frumherja í þeirri byggð. Undirbúnings- menntun hlaut hann þar í ríkinu, en stundaði læknis- nám við Manitoba Medical College og brautskráðist með ágætis einkunn 1934. Árið 1936 fluttist hann til Flin Flon og starfaði þar í félagi við Dr. Pétur Guttormsson, en tók við stjórn Flin Flon Clinic, þegar Dr. Guttormsson fluttist þaðan. Dr. Johnson hefir getið sér hinn bezta orð- stír sem læknir og nýtur al- menns trausts. Hann er for- maður Health Plan Hudson Bay Mining and Smelting félagsins. Hann er kvæntur Elizabeth Swain frá Morris og eiga þau tvö börn, William Jón og Fjólu Ann. Kjörinn félagsforseti Síðastliðinn föstudag var T. E. Oleson kjörinn forseti Kiwanisklúbbsins í Glenboro; er hann mikill athafnamaður, sem jafnan tekur virkan þátt í bæjarfélags- og safnaðar- málum; hann er sonur hinna merku hjóna, Mr. og Mrs. G. J. Oleson í Glenboro. Gullbrúðkaupskveðja til Gunnars og Guðnýjar Matthíassonar Eftir HALL MAGNÚSSON Ganga fram á gnýpur Gunnar og Guðný; horfa yfir dalinn af háfjalla brún, fögur er byggðin, blómlegir akrar, skín móti sólu í skógar- rjóðrum rausnarbú. „Argyle — Ó, Argyle.“ Margs er að minnast þar bundu í æsku ástir heitar Gunnar og Guðný trúföst í trausti guðs, þau hafa lifað langa æfi. Skila hér í dag 50 ára frægð að baki ungum og öldnum til fyrirmyndar. Margt hefir þú, Gunnar, gert oss til sóma, gengið fram sem prúðmenni norrænt með blóð. Altaf munu landarnir list þína róma ljóðelski söngvari virtur af þjóð. Ekki munu landarnir Guðnýju gleyma gekk hún hér að verki með líknandi hönd, í Kvenfélagi „Einingar“ átti hún heima, árvökur að styrkja þar kærleikans bönd. Sól gyllir fjöllin á gullbrúð- kaupsdegi, ganga nú hollvættir íslands á fund, senda þeir óskir hjartans hlýjar vestur um ver til vina sinna, Gunnars og Guðnýjar. Fellur makleg sæmd í skaut Á nýafstöðnu ársþingi Liberal-Progressive samtak- anna í Manitoba, sem haldið var við góða aðsókn hér í borginni, var Mr. Skúli Sig- fússon, fyrrum þingmaður St. George kjördæmisins, kjörinn lífstíðarheiðursfélagi þessara voldugu og áhrifamiklu stjórn málasamtaka. Mr. Sigfússon átti sæti á fylkisþingi í ná- lega aldarfjórðung og naut þar óskipts trausts samþing- manna sinna; um vinsældir hans í kjördæmi sínu, er al- menningi svo kunnugt, að óþarft er þar nokkru við að bæta. Mr. Sigfússon er vitur mað- ur og góðgjarn, sem gott er og gagnlegt að eiga að vini. Flytur f jölda af ræðum Dr. Richard Beck hefir undanfarið flutt fjölda af ræðum um norræn efni, menningarmál, og sérstaklega um Sameinuðu þjóðirnar og alþjóða samvinnu. Þ. 12. október, sem er lög- festur Landfundadagur (Dis- covery Day) í Norður Dakota, flutti hann frá útvarpsstöð Ríkisháskólans í N. Dakota erindi um Vínlandsfund — og ferðir norrænna manna, og rakti þar í megindráttum frá- sagnir íslenzkra heimilda um þá atburði. Þ. 17. október hélt hann ræðu um Sameinuðu þjóð- irnar á fjölmennum fundi eins stærsta Kennara- og for- eldra félagsins í Grand Forks (South .Junior High Parents and Teachers Association). Þ. 20. sama mánaðar var hann einn af tveim aðalræðu- mönnum á fundi kennara í nútíðarmálum, er haldinn var í sambandi við ársþing Kenn- arafélagsins í N. Dakota í Bismarck, N. Dak., og var um- ræðuefni hans: „Erlent tungu- málanám og kröfur samtíðar- innar“. Samdægurs tók hann þátt í fundi kennaranna í klassiskum fræðum. í tilefni af 10 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna flutti dr. Beck þ. 24. okt. útvarpserindi um hlutverk þess allsherjar félagsskapar. Um safa efni flutti hann ræðu á fundi Rotaryklúbbsins í East Grand Forks, Minnesota, þ. 26. októ- ber, og um kvöldið þann dag erindi um Sameinuðu þjóð- irnar í fjölsóttu samsæti, er Kvenfélag Meþódistakirkj- unnar í Grand Forks, hafði efnt til í heiðursskyni við er- lenda stúdenta á Ríkisháskól- anum í N. Dakota. Ennfremur hefir hann flutt ræður um Sameinuðu þjóð- irnar á þessum stöðum: Á fundi Lionsklúbbsins í Grand Forks þ. 2. nóvember; á fundi Vonlaust um árangur Fjórveldastefnunni í Geneva er nú í þann veginn að verða lokið án þess að nokkurs veru- legs árangurs megi vænta; er á átti að herða, strönduðu allar tilraunir til samkomu- lags á Rússum þrátt fyrir öll þeirra fagurmæli um nauðsyn aukinnar samvinnu; samein- ingu Þýzkalands vildu þeir ekki heyra nefnda á nafn, og allar tilraunir er í þá átt gengu, að takmarka vígbúnað fóru einnig út um þúfur; hvort kvatt verður til annars fundar er enn eigi vitað. Rotaryklúbbsins í Thief River " Falls, Minnesota, þ. 7. nóvem- ber, og seinni part sama dags í miðskólanum þar í borg, og •hlýddu 500 kennarar og nem- endur á það erindi hans. Umgetningar um ræður þessar hafa komið í ýmsum blöðum, og all-ítarlegir út- drættir úr sumum þeirra. Silfurbrúðkaup Á þriðjudagskvöldið hinn 8. þ. m., var saman komið í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju fjölmenni mikið í til- efni af silfurbrúðkaupi Paul W. Goodmans bæjarfulltrúa og frú Línu Goodman, því vinahópur þeirra er stór hér um slóðir; engin reglubundin skemtiskrá var um hönd höfð, heldur skemti fólk sér við viðtal fram eftir kvöldi, auk þess sem notið var góðra veitinga. Þessi mætu og vinsælu hjón voru sæmd verðmætum minja gjöfum, er þau með hlýyrðum þökkuðu fyrir. Sex búðir brenna til agna Árla síðastliðins laugar- dagsmorguns, gaus upp eldur mikill á Portage Avenue norðanverðu, vestan við Langside, er olli, að því er bráðabirgðaáætlanir herma, að minsta kosti* $50,000.00 eignatjóni; hvast var nokkuð um morguninn og hryðjur af norðri; bílstjóri nokkur varð fyrst var eldsins og gerði að- vart með því að brjóta bruna- boða og kom þá slökkviliðið samstundis á vettvang og tók til óspiltra málanna; ekki varð niðurlögum eldsins að fullu ráðið fyr en eftir þrjár klukkustundir, og höfðu þá sex verzlunarfyrirtæki sungið sitt síðasta vers, en þau voru: Furby Fruit Market, Con- sumer Purchasing Company, Sportwear Specialties, Por- tage Jeuellers, Jansen’s Photo Engraving og Furby Meat Market. Sagt er að öll þessi fyrirtæki, að einu undan- skildu, hafi notið fullrar vá- tryggingar. íslenzkukennsla fyrir börn Munið íslenzkukennsluna fyrir börn á laugardags- morgna í Fyrstu lútersku kirkju kl. 10.30. •ubj\[ ‘g gadiuut^\ ;S Suiuueg gg uef uosuaofg q _

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.