Lögberg - 17.11.1955, Page 4

Lögberg - 17.11.1955, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1955 Mikið og fagurt viðfangsefni Lögberg birti hinn 20. október síðastliðinn skilmerkilega greinargerð eftir formann Betelnefndar, séra Sigurð Ólafs- son, um þá ákvörðun Hins ev. lúterska kirkjufélags Islend- inga í Vesturheimi, er tekin var á þingi félagsins, sem haldið var á Gimli í sumar, sem leið, að reisa nýtt hús fyrir Elli- heimilið þar sem gamla byggingin er orðin ófullnægjandi og úr sér gengin, og þarfnast að sjálfsögðu meiri háttar aðgerðar við. Dvalarstaður vistfólks í kjallara hússins, er nú úr sög- unni, að því er séra Sigurði segist frá, en þriðja hæð hússins talin óhæf til notkunar vegna skorts á öryggi; það var því sýnt, að við svo búið mátti ekki lengur standa, heldur varð að taka róttækar cáðstafanir málinu til lausnar, og lá þá ekki annað beinna við en skírskotun til almennings um óumflýjan- legan fjárstuðning, enda kunnugt af langri reynslu, að þegar mikið liggur við, er hjarta landans jafnaðarlegast á réttum stað. Að öllum aðstæðum gaumgæfilega íhuguðum, komst kirkjuþing að þeirri niðurstöðu, að sú fjárhæð, sem nauðsyn- legt yrði að safna, myndi nema $175,000.00. Þingið kvað svo á, að söfnunin færi fram fyrir atbeina framkvæmdarnefndar Kirkjufélagsins, en nú hefir skipast svo til, að tilmælum for- seta félagsins, Dr. Valdimars J. Eylands, að Betelnefnd taki að sér umsjón með fjársöfnuninni. Nefndin hefir orðið svo lánsöm, að fá hinn víðkunna framkvæmdamann, Dr. P. H. T. Thorlakson, til að skipa for- sæti í fjársöfunarnefndinni fyrst um sinn og hrinda skipu- lagningu allri af stokkum. Vestur-íslendingum er það fyrir löngu kunnugt, að hvar, sem Dr. Thorlakson gengur til verks, verður ávalt eitthvað undan að láta. Engin smáræðis hjartastyrking hlýtur velunnurum þessa mikla mannúðarmáls að verða í því, að hafa fengið vissu fyrir, að fylkisstjórnin í Manitoba leggi fram $42,500.00 bygg- ingamálinu til fulltingis, en slíkt hefir bréflega verið staðfest af heilbrigðismálaráðherranum, Mr. R. W. Bend. Áætlaður kostnaður nýju byggingarinnar, sem gert er ráð fyrir að innihaldi 50 einmenningsherbergi, mun nema $130,000.00 að dómi byggingameistara, en viðgerð á gamla húsinu hleypur að líkindum upp á $30,000.00, auk þess sem kaupa þarf ný húsgögn í nýju bygginguna, og ný eldhús- og þvottatæki í þá gömlu. Þann 1. yfirstandandi mánaðar boðaði Dr. Thorlakson til fundar í Winnipeg Clinic byggingunni að viðstaddri Betel- nefnd og allmörgum öðrum, er hann taldi líklega til árangurs- ríks samstarfs varðandi framkvæmd málsins. Séra Sigurður Ólafsson hafði með höndum fundarstjórn; framsögumaður var Dr. Thorlakson og gerði hann umtalsefni sínu slík skil, að á betra varð eigi kosið; kvað hann fund þennan boðaðan í þeim tilgangi, að skipuleggja fjársöfnunina og hraða fram- kvæmdum, því málið væri þannig vaxið, að það þyldi eigi bið; hann skýrði frá því, að Mrs. J. Augusta Tallman, sem ráðin hefir verið til forstjórnar við Betel, myndi áður en hún tekst þá stöðu á hendur, helga fjársöfnuninni óskipta starfskrafta sína, og var þeirri yfirlýsingu tekið með miklum fögnuði. Dr. Thorlakson lét þess getið, að þó Betel hefði verið starfsrækt af íslenzka lúterska kirkjufélaginu, hefðu dyr þess jafnan staðið opnar öllum aldurhnignum íslendingum án hliðsjónar af kirkjulegum tengslum; þetta væri því mál, sem varðaði alla íslendinga jafnt og þess vegna bæri þeim öllum að fylkja um það liði. Greinargerð sú, er Dr. Thorlakson samdi og flutti um þetta mál málanna, verður birt hér í blaðinu í íslenzkri þýðingu við allra fyrstu hentugleika. Hér fara á eftir nöfn þeirra, er sæti eiga í hinum ýmsu nefndum, er þegar hafa verið settar á fót, en frekari upp- lýsingar varðandi val annara nefndarmanna birtast í næstu blöðum: Dr. P. H. T. Thorlakson, Campaign Chairman Mrs. J. Augusta Tallman, Campaign Supervisor Mr. Grettir Eggertson, Chairman, Central Committee Mr. B. Egilson, Vice-Chairman Mr. Gus Gottfred, Vice-Chairman Mr. K. W. Johannson, Treasurer Miss Stefanie Bjarnason, Secretary ' Miss Alma Elding, Secretary. CENTRAL COMMITTEE: Mr. Johann T. Beck, Mr. Skuli Backman, Mrs. B. S. Benson, Mrs. Gudrun Blondal, Mr. Erlingur Eggertson, Dr. George Johnson, Mr. A. F. Kristjansson, Mr. Jacob Kristjanson, Mr. Wilhelm Kristjanson, Miss Margaret Petursson, Rev. Eric Sigmar, Mr. Alex Thorarinson, Mr. Ray Vopni. ADVISORY COMMITTEE: Mr. B. Egilson, Chairman, Mr. Arni Eggertson, Q.C., Rev. V. J. Eylands, D.D., Rev. B. Fridriksson, Mr. C. Halldorson, M.L.A., Dr. K. I. Johnson, Mr. Grettir Johannson, Judga W. J. Lindal, Rev. S. Olafson, Rev. Philip M. Petursson, Dr. Larus A. Sigurdson, Mr. S. V. Sigurdson, Dr. S. Thompson, M.L.A., Mr. G. S. Thorvaldson, Q.C. PUBLICITY COMMITTEE: Judge W. J. Lindal, Chairman, Mr. Johann T. Beck, Mrs. H. Danielson, Mr. Stefan Einarson, Mr. J. E. Erickson, Mr. Einar P. Jonsson, Mrs. Ingibjorg Jonsson, Mr. Marlin Magnússon, Mr. Frank Presunka, Mr. William Vopni. Gullbrúðkaup Hinn 29. október s.l. fór fram gullbrúðkaup hinna vin- sælu og merku hjóna Gunnars Matthíassonar og frú Guð- nýjar Árnadóttur í Schriners matsöluhúsinu í Inglewood. Á annað hundrað manns var þarna saman komið til þess að heiðra og hylla hin glæsi- legu hjón, sem blátt áfram ljómaði af, þar sem þau sátu við háborðið ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Kl. 8 var sezt að ágætum kveldverði. Að máltíðinni lokinni fór fram mjög góð skemtiskrá undir röggsamlegri stjórn frú Guð- nýjar Thorvaldson; úrvals söngfólk skemti þar eftir að sumir af okkar ómissandi söngvum voru sungnir af fjöldanum við þetta tæki- færi. Fólk það, sem söng ein- söngva, var: Guðm. Guðlaugs- son, Þóra Matthíasson, Sverrir Runólfsson og Anna Bjarna, en undirspil önnuðust þau Janet Runólfsson og Audrey Rebard með sannri prýði. — Anna Bjarna er fríðleikskona, með glóandi rautt hár, og þar sem hún er ættuð frá Akur- eyri, finst manni að þarna sé engin önnur en Sigríður Eyja- fjarðarsól. Og „Kvöldbæn“ með lagi Björgvins okkar Guðmundssonar söng hún svo dásamlega, að það ómar enn- þá í eyrum þeirra, sem á það hlýddu. Fimm skáld á vestur- ströndinni sendu ljóð, og svo í Los Angeles hver . ræðan á eftir annari. Þeir sem ræður fluttu voru: Jón Thorbergsson, Dr. Odd- stað, Gunnar Matthíasson og Sumi Swainson, sem afhenti þeim fagrar og dýrar gjafir frá vinum þeirra. Þá kom ungur kennari frá Reykjavík Kristján Benediktsson fram fyrir hönd íslands og fólks þess, sem þarna var frá Is- landi, bjartur á brún og brá, hávaxinn og drengilegur; flutti hann/mjög viðeigandi ræðu, sem var þrungin af vin- semd og skilningi í garð Vestur-íslendinga. Var ræða hans, bæði í gamni sem al- vöru, og alveg kinnroðalaus. Þá kom fram skáldkonan frú Ingibjörg Guðmundsson með frumort kvæði, og þar sem hún er mjög tignarleg kona, fanst mér sem að fjallkonan væri þar að flytja hinum vest- rænu börnum sínum blessun sína. Síðast kom fram Paul Lecoqo, 7 ára að aldri, og flutti nokkur íslenzk ljóð, sem góður rómur var gjörður að, ekki sízt þar sem hann er ekki af íslenzkum ættum, en kjör- sonur frú Önnu Lecoqo. Síðan var borin fram hin fína brúð- kaupskaka og kaffi. — Sam- sætið endaði með því að sung- ið var „Hve gott og fagurt og indælt er“ og þá „Ó, Guð vors lands“. Eins og að allir vita, þá. er Gunnar sonur skáldajöfurs íslands, Matthíasar Jochums- sonar, en kona hans dóttir stórbóndans Árna Sveinsson- ar í Argyle, Manitoba. Börn þeirra: Elín, Helen, Þóra og Ari, eru öll gift amerísku fólki og öll hin glæsilegustu eins og þau eiga ættir til. Hin elskulegu hjón, Gunnar og Guðný Matthíasson, hafa á langri leið eignast marga vini og aðdáendur — og ást og virðingu allra þeirra, sem hafa átt því láni að fagna að eiga samleið með þeim; og það er ósk og von vina þeirra, að Guð og gæfa, sem fylgt hefir þeim fram á þennan dag, megi vera með þeim til lífsins leiðarenda. I samkvæmi þessu voru frá íslandi: Þorvaldur Guðmunds son, Guðjón Guðjónsson, Magnús Jóhannsson, Gunnar Theódórsson, Leifur Þórhalls- son og Gunnar Þorsteinsson; ennfremur Steingrímur Her- mannsson Jónassonar, Krist- ián Benediktsson og frú Helga Vilhjálmsson. — Þá er ný- lega kominn hingað Gunnar Böðvarsson Kristjánssonar, (kvæntur danskri konu), hér stundar hann nám á menta- stofnun í Pasadene. Skúli G. Bjarnason Á gullbrúðkaupsdegi Gunnars og Guðnýjar 10. október 1955 Lukkuósk frá „Vestra“ í Seattle, send og samin af Jóni Magnússyni: Gunnar og Guðný kær! Gullbrúðkaupjsdegi á hressi ykkur helgiblær hugans með von og spá. Vildi þá „Vestra“ lið velja sem heiðurskrans síungan söngvaklið, samfögnuð konu og manns. B. E. M. Television Service • Factory Trained Technicians. • All Work Guaranteed. • Swift Efficient Service. Phone 75-2875 1786 Logan Ave. WINNIPEG 3 Hósti Ofs kvef leika hvern grátt sem lasinn er. Góð Icið að byggja upp kraftana, er að taka inn Wampole’s Exiract af þorskalýsi KEGtiULiEGA. Það er reynt áð gæðum af þrem kynslóðum þessa lands. Það byggir upp. er ríkt af sólskini, fjörefni I>„ malti, kalki. járni, brcnnisteini og fleiri ofnum nauðsynlegum fyrir heilsuna. Einnig gott á bragðið. Inniheldur enga olíu. Reynið það. UJRmPGLE’S Fæst hjá öllum lyfsölum — AÐEINS $1.35 EXTRACT OF COD LIVER 1W55 Veitið athygli hinum nýju Wampole’s VI-CAti-FER 12 málmbætiefna MÆÐUR! Inntiikum — elnknm gerðar fyrir vaxandi biirn — gott handa fullorðnu fólki líka. — 60 daga blrgðir $1.95.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.