Lögberg - 17.11.1955, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1955
7
Bróðurhönd yfir hafið
Sumar bóka- og blaðasend-
ingar ýta við manni og vekja
niann til umhugsunar um
aðrar fram. Slík sending
barst mér í hendur frá Árna
bókaútgefanda Bjarnasyni á
Akureyri fyrir nokkrum dög-
nm; en það var eintak af
>iLaugardagsblaðinu“, s e m
hann gefur út vikulega, er
var að þessu sinni, laugar-
daginn 22. október, sérstak-
lega helgað Vestur-Islending-
um, því að þann dag voru
liðin rétt 80 ár, frá því að
fyrstu íslenzku landnemarnir
komu til Nýja-lslands.
Öndvegi skipar á forsíðu
blaðsins prýðileg grein, og
niyndum prýdd, eftir ritstjór-
ann, „Áttatíu ára landnáms-
afmæli Nýja-íslands“, sem
bæði er skilmerkilega samin
og af glöggum skilningi á að-
stæðum landnemanna og bar-
áttu, og að sama skapi hlýleg
í garð vor íslendinga vestan
hafs. Þessi eru niðurlagsorð
umræddrar ritgerðar:
„Hér verða ekki raktar or-
sakir vesturferða frá Islandi.
Þær voru margar, þótt vafa-
laust hafi það vakað fyrir
þorra manna, að þeir mundu
tryggja sér betri afkomu og
nieiri meninngarskilyrði í
nýja landinu en heima á
Fróni. En hverjar sem orsak-
irnar voru, þá var landnáms-
fyrirtækið djarflegt. Land-
nemarnir mættu erfiðleikun-
um með manndómi og þreki.
Þeir sköpuðu sér á stuttum
tíma virðingu innlendra
manna, og sjálfum sér yfir-
leitt góða afkomu. Og um-
fram allt, þeir hafa allt til
þessa dags sýnt undraverða
tryggð við íslenzka menningu.
Þess vegna ber oss hér heima
að minnast þeirra með bróður-
hug og virðingu.
Islenzka nýlendan í Nýja-
fslandi liðaðist sundur að
nokkru leyti. Allt um það ber
að minnast stofnunar hennar,
sem eins af þrekvirkjum hins
íslenzka kynstofns. En á eng-
an hátt fáum vér heimamenn
ó Islandi minnst hinna þraut-
seigu landnema og niðja
þeirra maklegar en með því
að gera nú drengilegt átak til
eflingar samstarfs og kynna
milli Islendinga austan hafs
og vestan. Það ssamstarf á að
vera skerfur vor til viðhalds
íslenzkrar menningar í Vest-
urheimi.“
I skörulegri ritstjórnar-
grein, „Hugsað vestur um
haf“, ræðir Árni síðan nánar
nauðsyn framhaldandi og
aukinna samskipta Islendinga
yfir hafið; leiðir sterk rök að
því, hvers virði heimaþjóð-
inni sé slíkt samband, og eggj-
ar til öflugri viðleitni af
hennar hálfu í þá átt.
Á sama streng slær Stein-
dór Steindórsson, mennta-
skólakennari á Akureyri, í
avarpi sínu, „Tengslin mega
ekki rofna“, og jafn drengileg
og fögur eru ávörp þeirra séra
Þéturs Sigurgeirssonar á
Akureyri og Jónasar Jónsson-
ar frá Hriflu, fyrrv. ráðherra
og skólastjóra, til vor Vestur-
Islendinga.
Einnig eru í blaðinu kveðj-
ur og velfarnaðaróskir oss til
handa frá fjölmörgum ein-
staklingum og fyrirtækjum.
Ennfremur er þar endur-
prentað kvæðið „Víðitangi“,
sem Frank Olson orti á ensku
í tilefni af 75 ára landnáms-
hátíðinni í Nýja-Islandi 1950,
en dr. Sigurður J. Jóhannes-
son skáld sneri á íslenzku.
Vér Islendingar í landi hér
skuldum Árna Bjarnarsyni
mikla þökk fyrir þá ræktar-
semi í vorn garð, og framtaks-
semi, sem hann hefir sýnt
með útgáfu þessa afmælis-
blaðs oss til heiðurs. Vissu-
lega mega drengileg og fagur-
yrt ummæli hans, og annarra
þeirra ágætu manna, sem hér
eiga hlut að máli, hita oss um
hjartarætur. En hitt sæmir
eigi síður, að þau kveiki oss
aukinn metnað í brjósti, um
að standa sem fastast saman
um varðveizlu hinna íslenzku
menningarerfða vorra hér í
álfu. Látum handaband frænd
seminnar í verki brúa hafið
þeim málum til styrktar!
Richard Beck
Frosinn lifandi fiskur
Danskur fiskimaður í Es-
bjerg í Danmörku, Arne
Jöker að nafni, hefur undan-
farið gert tilraunir, sem víða
hafa vakið mikla athygli, og
eru þess verðar. Honum hefur
tekizt að frysta lifandi fisk og
fá hann aftur lifandi úr
ísnum.
I fyrstu deyfði hann fiskinn
með því að hraðfrysta með
50 stiga frosti. Er ísinn hafði
verið bræddur, var fiskurinn
tekinn sprell-lifandi úr hon-
um. Nú hefur hann gert til-
raunir með einfaldari og stór-
virkari aðferðum. Honum
hefur tekizt að veiða upp í
100 kg. af fiski í einu með
raflosti, hraðfryst síðan við
20 til 25 stiga frost, og fiskur-
inn hefur lifnað við, er frostið
hefur verið þýtt. Aðferðin er
mjög ódýr, en kostir við að
geta sent slíkar vörur langar
leiðir á markað, er mikill, þar
eð fiskurinn er alveg nýr er
hann kemur til neytenda. Þá
hefur Jöker sleppt slíkum
fiski aftur í sjó og hefur hann
synt í burtu án þess að séð
hafi verið að þetta hafi nein
áhrif á hann.
Vísindamenn í Kaupmanna-
höfn hafa pantað slikan lif-
andi, frosinn fisk, til rann-
sókna og einnig hafa borizt
pantanir frá vísindamönnum
í Monaco. Tilraunamaðurinn
segir, að ekki verði langt að
bíða þar til almennt verður
að meðhöndla fisk á þennan
hátt og senda til neytenda í
stórum stíl.
Frystitæki í Norður-Amer- „
íku hefur beðið um að fá
keyptan einkarétt á þessari
aðferð fyrir Norður-Ameríku.
Sjómannablaðið VÍKINGUR
Kaupið Lögberg
VIÐLESNESTA
ISLENZKA BLAÐIÐ
/#Canadiskur Borgari
/#
Hver canadiskur borgari er hluthafi í þeim arfi7 sem við nefnum frjálst fólk
í frjálsu landi.
Það er ekki erfitt fyrir menn frá öðrum löndum að verða canadiskir
borgarar:
1
2
3
Þú ert orðinn borgari, að fimm árum liðnum frá því þú
komst sem innflytjandi til landsins.
Þú erður að vera karakter-góður maður og fær um að
gera þig skiljanlegan á ensku eða frönsku.
Þú verður að leggja inn beiðni fyrir canadiskum borgara-
rétti, hjá ritara í næstu dómþinghá við heimili þitt.
Frekari upplýsingar gefur ritari í dómhéraði þínu um hvað fólgið er í að
vera canadiskur borgari. Einnig skrifa til Canadian Citizenship Branch,
Ottawa.
THE DEPARTMENT 0F CITIZENSHIP AND IMMIGRATI0N
, OTTAWA CANADA
Hon. J. W. Pickersgill,
ráðherra
Laval Fortier
vara-ráðherra