Lögberg - 08.12.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.12.1955, Blaðsíða 1
HAGBORG FUEL /ksbi Sofe Distributors OILNiTE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ÁRGANGUR HAGBORG fuel fizfá WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1955 Sole Disfributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 NÚMER 49 Ber aldurinn vel GU Ð R Ú N Hannesdóttir Harold er fædd að Guð- rúnarstöðum í Vatnsdal en ólst upp í Forsæludal í Hýna- vatnssýslu, 7. desember 1863, og er 92 ára gömul 1 dag. Hún er dóttir Hannesar Þor- varðarsonar prests og Hólm- fríðar dóttur Jóns stjörnu- fræðings Bjarnasonar. Árið 1884 fluttist Guðrún til Parry Sound í Ontario og það sama ár giftist hún Páli Guðmunds- syni Harold, sem dó ungur að aldri og eftir skildi Guðrúnu og tvö ung börn, dóttur og son. Guðrún ól upp eldra barnið, Hólmfríði, (Freda Harold) en Jón og Ingibjörg Pálmason, sem þá bjuggu í Keewatin, Ontario, tóku að sér til fósturs, yngra barnið, Hannes Jón Harold. Guðrún Harold vann við saumavinnu og önnur störf í Kenora, þá Rat Portage þangað til árið 1902, en þá fluttist hún til Winnipeg og var víst í nokkur ár hjá Mr. John Enright, sem hafði kjöt- verzlun skamt frá Eaton’s búðinni. Dóttir Guðrúnar, Freda, útskrifaðist af Wesley College í Winnipeg árið 1908 í nútíðar tungumálum og hlaut hæstu verðlaun háskólans, silfur- medalíu. Á háskóla-árunum kenndi hún við barnaskóla í Lundar-byggðinni og hafði móður sína hjá sér. Eftir að hún útskrifaðist kenndi hún í miðskólum 1 Saskatchewan- fylki í 18 ár, síðustu tólf árin í Moose Jaw. Þar hlaut hún 1200.00 dollara War Memorial Scholarship og fór til Frakk- lands, þar sem hún hélt áfram námi 1 tungumálum. Hún vann fyrir Vilhjálm Stefáns- son í New York árin 1827— 1929 en 1930 fluttust þær mæðgur til Hanover í New Hampshire og hefir Freda starfað síðan í hinu afarstóra og fræga bókasafni í Dart- mouth College, Hanover. Hannes J. H. Pálmason, sonur Guðrúnar er hinn al- kunni Chartered Accountant Guðrún Hannesdóitir Harold og hefir víst unnið í Winnipeg alla sína starfsævi. Hann kvæntist Florence Einarson og eiga þau þrjú ágætlega gefin börn, tvo sonu, útskrif- aða í Engineering og dóttur, gift A. F. Kristjánssyni, lög- manni. Guðrún Harold, sem hefir verið hjá dóttur sinni öll þessi ár, er hress eftir vonum; hún er til heimilis að 21 W. Wheelock St., Hanover, New Hampshire, og þætti vænt um að fá bréf frá gömlum vinum, sérstaklega úr Lundar- byggðinni. Guðrún Harold er móður- systir W. J. Lindal dómara og þeirra kunnu Lindalssystkina. Hjúkrunarstöð fyrir drykkjumenn opnuð Hjúkrunarstöð Bláa bands- ins, sem Vísir hefir áður getið að verðugu, er nú tekin til starfa. Stöðin, sem er að Flókagötu 29, tekur við áfengissjúkling- um, sem leita þangað af sjálfs- dáðum til að sigrast á áfengis- ástríðu sinni, svo og þeim, sem vandamenn eða lögregla óska, að verði veitt þar við- taka. Var stofnunin vígð með viðhöfn á laugardag, og tók til starfa samdægurs. For- stöðumaður er Guðmundur Jóhannsson, og yfrilæknir Sveinn Gunnafsson. —VÍSIR, 28. okt. JÓLIN 1955 í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU. WINNIPEG Sunnudaginn 18. des. kl. 11. Guðsþjónusta með altarisgöngu. Sunnudaginn 18. des. kl. 7 e. h. Jólasöngvar á ensku og íslenzku. Engin prédikun. Laugardagskvöldið 24. des. kl. 8. Jólatréssamkoma Sunnudagaskólans. Sunnudaginn 25. des. (Jóladaginn). Hátíðarguðsþjónustur kl. 11 á ensku og kl. 7 að kvöldi á íslenzku. —Allir ævinlega velkomnir Ný skipan flugumferðarmála á Keflavíkurflugvelli Býður sig fram fil þingmensku Á flokksfundi íhaldsmanna, sem haldinn var í Selkirk á þriðjudaginn hinn 29. nóvem- ber síðastliðinn, var Mr. Dave Veitch útnefndur sem fram- bjóðandi flokksins í St. Andrews kjördæminu við næstu fylkiskosningar í Mani- toba, sem . líklegt þykir að haldnar verði snemma sumars 1957. Leiðtogi íhaldsflokksins í fylkinu, Mr. Duff Roblin, var aðalræðumaður á fram- boðsfundinum og veittist hann einkum þunglega að Campbellstjórninni vegna úr- ræðaleysis hennar varðandi samgöngu- og áflæðismálin. Mr. Veitch bauð sig fram til sambandsþings við síðustu aukakosningu í Selkirk kjör- dæmi, en beið lægra hlut fyrir frambjóðanda C.C.F.-sinna, Mr. Bryce. Hinn nýi fram- bjóðandi er búsettur að Petersfield. Alveg viðróðanlegt Hinn 22. október síðastlið- inn voru liðin áttatíu ár frá þeim tíma, er öndvegissúlur íslenzkra frumherja bar að landi við Víðinestangann á Gimli; atburðarins var minst við guðsþjónustu þar í bæn- um, en á Akureyri helgaði Árni Bjarnason bóksali Laug- ardagsblaðið ævintýrinu við Winnipegvatn. Margir draumar landnem- anna hafa orðið að glæsilegum veruleika; niðjar þeirra hafa rutt sér veglega braut til drengskapar og dáða, aukið á hróður hins íslenzka kyn- stofns og svipmerkt jafn- framt þannig canadiska sam- tíð, að slíkir drættir verða eigi auðveldlega útmáðir; með breytni vorri höfum vér verið að skapa viðbyggingu við minnisvarða frumherjanna, og því starfi viljum vér enn halda áfram jafnt og þétt; í minningu um frumherjana viljum vér einnig hrinda í framkvæmd endurbótum á elliheimilinu Betel og koma upp nauðsynlegum viðbygg- ingum við stofnunina. Þótt hér sé að vísu um mikið átak að ræða, er það engu að síður alveg viðráðan- legt. Nýr bankastjóri Reykjavíkurblöðin frá 10. nóvember s.l. láta þess getið, að Pétur Benediktsson sendi- herra íslands í París hafi verið skipaður bankastjóri við Landsbanka íslands frá næstu áramótum að telja. Hin íslenzka flugumferðar- stjórn hefur nú tekið að fullu við allri flugstjórn hér á þess- um mikla flugvelli, sem áður var skipt þannig, að varnar- liðið annaðist alla flugþjón- ustu fyrir sínar flugvélar, en íslendingar aftur fyrir flug- vélar flugfélaganna, sem láta flugvélar sínar hafa viðkomu hér á leið sinni austur eða vestur um haf. Varnarliðið og flugmála- sijórn Árið 1951 þegar varnarliðið kom hingað til lands á vegum Atlantshafsbandalagsins, var gerður um það samningur milli flugmálastjórnarinnar og varnarliðsins, að hinn 1. nóv. 1955, skyldi öll flugþjón- usta, sem látin er í té hér á flugvellinum til herflugvéla, sem hér hafa viðkomu, vera veitt af íslendingum, starfs- mönnum flugmálastjórnar- innar. Til þessa hafa varnar- liðsmenn annazt allar her- flugvélar, sem hér hafa komið við. 9 flugumferðarsijórar Þessi nýja reglugerð gekk í gildi 1. nóv. Þá tóku til starfa fimm nýir flugumferðarstjór- ar, sem hlotið höfðu menntun sína og þjálfun á vegum flug- málastjórnarinnar, hér heima og erlendis. Þá hættu störfum í flugumferðarstjórninni þeir menn úr Bandaríkjaflugher aem annazt hafa flugþjónustu fyrir herflugvélarnar. Eru nú níu flugumferðarstjórar hér að störfum. Er Guðmundur Matthíasson yfirflugumferðar Kiljansvaka Efnt verður til „Kiljans- vöku“ á vegum Þjóðræknis- deildarinnar Fróns laugar- dagskvöldið 10. desemebr kl. 8.15 í neðri sal Sambands- kirkjunnar við Banning. Verða þar lesnir valdir kaflar úr ritum Halldórs Kiljans Laxness og gerð grein fyrir æviferli höfundarins. Þeir sém lesa eru Áskell Löve, Björn Sigurbjörnsson og Helga Pálsdóttir, en kynnir verður Finnbogi Guðmunds- son. Svo sem. kunnugt er, mun Svíakonungur afhenda Hall- dóri Kiljan Laxness bók- menntaverðlaun Nóbels í Stokkhólmi hinn 10. desember og er efnt til ofangreindrar kvöldvöku í tilefni af því. Samskot verða tekin til styrktar starfsemi Fróns. stjóri, en hann gegnir þeim störfum fyrir Boga Þorsteins- son, sem er settur flugvallar- stjóri Keflavíkurflugvallar. Mikil umferð 1 haust hefur verið allmikil umferð um Keflavíkurflug- völl. Rúmlega 200 flugvélar komu þar við í októbermán- uði. Undanfarna daga hefir verið minni umferð flugvéla og stafar það af hinum tíðu stormum, sem verið hafa. 1 októbermánuði komu flugvél- ar brezka flugfélagsins BOAC hér oftast við, síðan komu amerísku flugfélögin TWA og Pan American. —Mbl., 4. nóv. Vel og drengilega af stað farið Gimlibúar hafa vel og drengilega riðið á vaðið varð- andi sjóðinn til endurbóta á elliheimilinu Betel og nýrra viðbygginga við þessa þörfu mannúðarstofun; málið hefir þegar verið skipulagt hið bezta og föst nefnd verið sett á laggir undir forustu hins ötula borgarstjóra á Gimli, B. Egilsonar; og svo sem ráða má af nafnalistanum, sem nú er birtur hér í blaðinu, er framkvæmdarnefndin skipuð einvalaliði og þar af leiðandi má áhrifaríks árangurs vænta um það, er lýkur. Upprunalega var svo til ætlast, að framlag Gimlibúa í byggingasjóðinn næmi $5.000 og þótti það vissulega vel af sér vikið ef í framkvæmd kæmist, en nú eru Gimli- menn orðnir stórtækari en það, því nú hafa þeir sett sér $10,000 markmið, og hinn 5. þ. m., höfðu peninga- greiðslur og ákveðin loforð hlaupið upp á $5,100, og má slíkt til fyrirmyndar teljast, er tekið er tillit til hins tak- markaða mannfjölda. Merkur maður lótinn Samskvæmt símskeyti til Lögbergs á miðvikudags- morguninn frá séra S. O. Thorlákssyni, lézt hinn 6. þ.m. í Los Angeles, Cal., Dr. Andrés Fjeldsted Oddstad; útför gerð frá Halsted hinn 9. þ.m. Dr. Oddstad var ættaður úr Borgarfirði syðra. •ueiM ‘8 SadtuuiM •;S Suiuueg 891-- uosuaoCg 'G 9Q uBf

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.