Lögberg - 08.12.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.12.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1955 5 \ ÁHUGA/HÁ.L UVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON H Lí N Á R S RIT ÍSLENZKRA KVENNA, 37. árgangur Útgefandi og ritsíjóri Halldóra Bjarnadóttir, Akureyri Þetta hefti er að miklu leyti helgað vestur-íslenzkum kon- um. Hefir ritstjórinn lagt á sig miklar bréfaskriftir, mik- inn lestur- og mörg ómök til að afla sér upplýsinga og semja yfirlit um félagssamtök íslenzkra kvenna vestan hafs. Sýnir hún þannig, enn sem fyrr, dæmafáa tryggð og vin- áttu í okkar garð. Þetta yfir- lit er svo ýtarlegt, greinar- gott og rétt, að við getum mikið af því lært og fræðst. Hún lýkur ritgerð sinni með þessum orðum: — „Þannig uxu þau þá upp hvert af öðru, íslenzku kven- félögin vestan hafs til bless- unar landi og þjóð og til sóma íslenzku þjóðerni. Verkefni þessar félaga eru svo margþætt og áhrif þeirra svo margvísleg, að þau verða ekki rakin til hlítar og aldrei metin sem vert er. — En það má öllum ljóst vera, að þau hafa unnið stórkostlega þýð- ingarmikið hlutverk: stutt kveðju og kristindóm, hjálpað í ýmis konar erfiðleikum, haldið uppi íslenzku máli og erfðavenjum. Unnið á allan hátt menn- ingar- og þjóðþrifaslarf. Guð blessi íslendinga vest- an hafs og gefi þeim þrek og styrk til að halda fast við göfugar hugsjónir sínar“. Þannig mælir þessi mikla kona, sem sjálf hefir helgað allt sitt líf göfugum hug- sjónum. Þá eru birtar þrjár greinar um vestur-íslenzkar konur í þeim hluta ritsins er fjallar um merkiskonur: Minningar- ræða séra Valdimars J. Ey- lands um frú Láru Bjarnason; grein úr Heimskringlu um frú Margréti J. Benedictson og minningargrein úr Lögbergi um frú Solveigu Níelsen. Tvær úrvalsgreinar eru og bir'tar úr Árdísi: Góður jarð- vegur eftir frú Lovísu Gísla- son og Eigin reynsla eftir Jóhönnu frá Húsabakka. Ritið hefir að geyma mik- inn fróðleik um fjölbreytt efni; einna innviðamest finnst mér erindi eftir Guðmund Eiríksson skólastjóra, flutt í Raufarhafnarkirkju í febrúar þetta áf. Leyfi ég mér að birta kafla úr því: — „Skipshöfnin af „Agli- Rauða“ baðst fyrir og söng sálm, er hún í roki og stórsjó stóð ráðalaus í. stjórnklefa skips síns. — Ég hef heyrt á tal fólks, sem undraðist þetta tiltæki sjómannanna, og þá alveg sérstaklega, að þeir skyldu þá ekki syngja sálm eins og t. d. „Á hendur fel þú honum“. í stað þess að syngja barnasálminn „Ó, Jesús bróðir bezti“. — En ég ætla að leiða rök að því, að þetta var mjög eðlilegt. — Skipshöfn þessi var ekki fyrst og fremst að hugsa um dauðaan, heldur um lífið og ástvini sína heima. — Þeir komu því til Guðs síns eins og lítið barn, sem kemur til móður eða föður, þegar það sjálft sér engin úrræði. — Þessum samtaka, biðjandi mönnum varð að trú sinni“. „Þegar ég var barn, og löngu eftir að ég var farinn að kenna, kunni hvert barn, er í skóla kom, vers, bænir og Faðirvorið. — En nú eru til þau börn, sem ekki kunna einu sinni Faðirvorið, er þau koma í skólann, og eftir að hafa lært það í skólanum gleymist það aftur og aftur vegna þess að engin þörf er fyrir slíkt á heimilinu. — En minnumst þess, að sú getur komið stundin, að við hvert og eitt, eins og ráðvilt barn við móður- eða föðurkné, eins og ráðlaus skipshöfn, sem ef til vill vegna eigin vanrækslu er komin í sjáífheldu í stór- sjó og hamförum frosta og hríðar, verður að grípa til þess að biðja Guð alföður um líkn og náð. — Þar er þrauta- ráðið. Eða finst ykkur það nokk- ur reginfjarstæða, að skapari alheimsins hafi sitt eigið segulband í öldum ljósvakans, sem hann tekur á allar okkar hugrenningar, orð og athafnir, og við megum hlusta á, og ekkert tekst að fela í myrkr- inu. — Mér finst þetta engu ólíklegra en myndin í spegl- inum, eða úr ljósmyndavél- inni, bergmálið frá klettinum, röddin af segulbandinu, sem má varðveita, enginn veit hve lengi, eða þá sjónvarpið. Við vitum, að til þess að hægt sé að byggja t. d. svona kirkju, þarf hugsun, skraf og ráðagerðir, og auk þess at- hafnir sem orka á efnið: Það er skynsamra manna-heila. Er þá líklegt, að alheimurinn með öllum sínum undrum, hafi orðið til fyrir eintóma tilviljun?“ í sambandi við boðskap þessa erindis er vert að benda á aðra athyglisverða grein í ritinu: Er hægt að mæla vís- indalega kraft bæna og böl- bæna? Sigurlaug Árnadóttir, þýddi. Seinna langar mig til að vitna í tímabæra grein eftir Mikilfenglegasta leikhús heimsins Stundum standa 10 þúsund- ir manna í biðröð fyrir utan þetta sérstæða leikhús — New York's Radio City Music Hall. Leikhúsgestir koma oft 500 mílna leið, og biðröð tekur að myndast fyrir birtingu ár- degis og síðari hluta dagsins eru þar stundum 10 þúsundir. Sumir búa sig út með nesti, smurt brauð og heitt kaffi, því að biðin varir oft margar klukkustundir, hátt upp í dægur. í leikhúsinu eru 6200 sæti. Á hverju ári velur leikhús- stjórinn 10—14 kvikmyndir úr 125, sem eru í uppsiglingu. Þessar 10—14 eru svo sýndar 12 mánuði ársins, lengst hefur sama myndin verið sýnd 11 vikur. Allur leiksviðs- útbúnaðurinn er mikið snilld- arverk, leiksviðið sjálft þann- ig gert, að ýmist getur hljóm- sveitin — 60 manns, verið djúpt niðri eða hafizt skyndi- lega öll eða einhver hluti hennar upp 1 venjulega leik- sviðshæð. Listdansinn er eitt aðdáun- aratriðið, 46 leggjalangar feg- urðardísir stíga dansinn að- eins 6 mínútur. Á þriggja vikna fresti fær hver dans- mær vikuhvíld. Samt fá þær allar full laun, 52 vikur ársins. Skipt er um 6—8 af dans- meyjunum árlega. Þær eru fæstar eldri en 22 ára, verða að vera vel gefnar og fallegar. Leiksviðinu er skipt í þrjá sjálfstæða hluta, sem hefja má og lækka eftir vild. Við sérstaka danssýningu var þetta þrískipta leiksvið ýmist lækkað eða hækkað á víxl svo hægt og lipurlega, að ballett- stúlkurnar gátu dansað af einum hlutanum á annan án þess að fipast hið minnsta. Ofurlitla hugmynd um mikilfengleik alls leiksviðs- útbúnaðarins gefur tjaldið. Það er gert úr gullnum glit- vefnaði og vegur þrjár þunga- lestir. 13 aflmiklir mótorar stjórna tjaldinu í sambandi við taugarnar í fellingum þess. 1 13 röðum á bakþili leiksviðsins eru aflvaka- hnappar, sem stjórnandi leik- sviðsins stillir þannig fyrir- fram, að ekki þarf annað en að styðja á aflhnappinn til þess að hið risastóra tjald hreyfist sjálfkrafa við sýn- ingarnar, samkvæmt fyrir- fram gerðri ákvörðun, hvort heldur aðeins einn maður er á leiksviðinu í aðeins 5 feta hvirfingu eða um er að ræða mikla sýningu. ritstjórann: „Viðhorf giftra kvenna, sem vinna utan heimilis. HLÍN mun vera eitt allra útbreiddasta rit, sem gefið er út á Islandi. Hún á skilið inn- göngu inn á öll íslenzk heimili vestan hafs, ekki sízt þetta síðasta hefti. Fæst hjá Mrs. J. B. Ska^ta- son, 378 Maryland Street. Winnipeg. Verð 50 cents. Þá er ljósakerfið hið mesta furðuverk. Það er tengt við 4000 handföng, aflvaka-y hnappa, skiptilykla og kveikj- ara, en ljósaperurnar eru alls 25 þúsundir. í flestum venju- legum leikhúsum mundi þurfa fimm sérfræðinga til þess að stjórna ljósabreyting- um og kastljósum hundruð- um saman við mikla sjónleiki, en í húsi þessu (Music Hall) eru skiptilyklar og aflvaka- hnappar stilltir þannig fyrir- fram, að ekki þarf nema einn mann til þess að styðja á afl- vakahnappinn til þess að öll hin geysifjölbreytta ljósa- skipting gerizt sjálfkrafa á meðan á hljómleikunum stendur. Orgel hússins er ævintýr- lega voldugt. Húsrúm þess er 8 herbergi. Hljómpípurnar eru allt frá 2—4 þumlungum upp í 32 fet á lengd. Risavax- inn blásari knýr belg þess með 60 viftum, og áður en loftstraumurinn nær sjálfu verkinu í orgelinu er hitastig loftsins temprað. Talið er að þrjú þúsund hljómleikara þyrfti til að framleiða tóna- magn þessa undurmikla hljóð færis. Á orgel þetta er leikið sex sinnum á dag, á milli þátta. Að lýsa öllum hinum frá- bæra og stórkostlega útbún- aði þessa heimsfræga leik- húss, eitthvað líkt því, sem gert er í Reader’s Digest í júní 1955, er aðeins á færi sjónarvotts og sérfræðings í leikhúsagerð. Hér er þetta að- eins lausleg og ófullkomin endursögn, aðeins til kynn- ingar þeim, sem eiga ekki annars kost. Öllu er svo viðhaldið, að jafnvel gólfteppið í forsal hússins er eins glæsilegt og það var upphaflega fyrir 22 árum, þótt fætur 8 milljóna manna spígspori á því árlega. Speglar forsalsins eru 60 feta háir og umbúnaður allur geysilega íburðarmikill. Já, 60 feta háir speglar. Venjuleg hæð undir loft í íbúðarhúsum mun vera í mesta lagi 8—9 fet. Hvelfingin í þessum geysi- háa forsal er öll klædd gulln- um laufblöðum. Töluverðan vinnukraft þarf til þess að hirða þetta hús- bákn. Strax og síðasti leik- húsgesturinn stígur út um miðnætti, kemur 100 manns til þess að annast hreingern- ingu. Tæma þarf 2700 ösku- bakka, fægja margra mílna langar málmleggingar, þúrrka af myndastyttum, hreinsa og fægja eitt og annað. Mörg hundruð postulíns þvottaskál- ar og salernisskálar þarf að spegilfægja. Hvert kvöld er 20 pundum safnað af sog- leðri (gúm) undan sætum leikhúsgestanna, svo ekki er þrifnaður þess fólks á ofháu stigi, og það þótt margt af því vilji heita „fínt“ fólk. Þetta mesta leikhús heims- ins var fullgert árið 1932 og kostaði þá rúmar átta millj- ónir dollara. Það var fyrst 1935 að það tók að gefa eitt- hvað í aðra hönd, en nú eru árlegar tekjur þess um níu milljónir dollara. Leikhúsið sjálft (the Music Hall) er að- eins einn hluti af hinu svo nefnda Rockefeller Cenier. Upprunalega var lóðin, er þessi mikla bygging stendur á, ætluð félagsheimili Metro- politan Operu félagsins* Árið 1920 báðu nokkrir auðugir óperuforstjórar Rockefeller að tryggja sér þessa lóð og hjálpa þeim til að koma upp veglegri sönghöll. Hann varð við beiðni þeirra þeirra og tók á leigu 12 ekru-lóð, þver ekra er hátt á fimmta þúsund fermetrar. Svo skall kreppan á, hluthafar fyrirtækisins drógu sig í hlé og Rockefeller sat einn eftir með leigulóðina, sem kostaði hann árlega í leigu og sköttum 4,600,000 dollara. Rockefeller átti þó næga trú á framtíðinni til þess að reisa þessa miklu byggingu, og eins og áður er sagt, er leikhúsið einn hluti hennar. Þar er aðsókn og um- setning hvort tveggja heims- met. —EINING Nát-túrugripasafnið fær safn af uppseftum dýrum Dýrafræðideild Náttúru- gripasafnsins hefir nýlega borizt gjöf frá Kaj A. Svanholm í Rio de Janeiro. Er hér um að ræða safn af uppsettum dýrum frá Brasilíu, bæði spendýrum, fuglum, skrið dýrum og fleira. Einnig hefir safnið fengið bóka- gjöf frá Lundúnum. Eins og sakir standa er hvergi hægt að koma þessum munum fyrir til sýningar, en þeir verða geymdir, þangað til hin fyrirhugaða náttúrugripa safnsbygging verður reist. Stundaði nám hér Svanholm er forstjóri bygg- ingarfélags í Rio. Hann er danskurí fæddur í Kaup- mannahöfn 1894, en settist að í Brasilíu 1925. Þegar hann var 16 ára fluttist hann til Is- lands og átti heima í fjögur ár á Akureyri. Gekk hann þar í skóla. Hefir hann síðan ætíð borið hlýjan hug til íslands, eins og þessi gjöf ber vott um. Þá hefir safninu borizt 32 bindi bóka um náttúrufræði- leg efni frá Mr. James Wittaker í Lundúnum, en hann er mörgum íslendingum kunnur frá því er hann dvald- ist hér á stríðsárunum. Hann er kvæntur íslenzkri konu. Mr. Wittaker hefir einnig haft milligöngu um það, að British Counsil hefir lagt fram nokkra fjárupphæð til kaupa á bókum í Bretlandi handa safninu. —TIMINN, 20. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.