Lögberg - 26.01.1956, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.01.1956, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR 1956 r Úr borg og bygð Kaffi- og maiarsala Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur kaffi- og matarsölu miðvikudaginn 1. febrúar í fundarsal kirkjunn- ar, Victor Street. Til sölu verður rúllupylsa, blóðmör og lifrapylsa; einnig alls konar kaffibrauð. Salan byrjar kl. 2 e, h, og kl. 8 að kvöldinu. Mrs. B. Heiðman sér um kaffiborðin, Mrs. G. Jóhannson verður við kjöt- matinn. Mrs. B. Nicholson selur “Candy”, og Mrs. C. Olafsson kaffibrauðið. Að kvöldinu verður sýnd Tcvikmynd; — er það ný mynd í litum, sem tekur 30 mínútur að sýna, hún heitir “Australia To-day.” Kvenfélagið vonast eftir að sem flestir heimsæki þær og drekki kaffi hjá þeim miðviku daginn 1. febrúar. Allir boðnir og velkomnir! ☆ Hinn 28. október s.l. voru gefin saman í hjónaband í St. Andrews United Church í Yorkton, Miss Lila Yvonne Bernath frá Bredenbury og Frederick Donald Freysteins- son frá Churchbridge. Rev. J. E. Jones gifti. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. J. Bernath í Bredenbury, en brúðguminn er sonur Mr. Johns Frey- steinssonar í Churchbridge og Mrs. Freysteinsson, sem látin er fyrir allmörgum árum. Ungu hjónin búa á föður- leifð brúðgumans í Church- bridge. ☆ Mr. John Freysteinsson frá Churchbridge, Sask., dvelur í borginni þessa dagana. ☆ Mr. og Mrs. Sumarliði Matthews komu heim uifl miðja fyrri viku úr heimsókn til dætra sinna tveggja, sem búsettar eru í Minneapolis, Minn. ☆ Frú Kristjana Snædal frá Steep Rock, Man. , leit inn á skrifstofu blaðsins á fimtu- daginn var, og var þá á heim- leið úr heimsókn norður tif Langruth. Með henni skrapp norður Carl sonur þeirra hjóna, stúdent við Manitoba- háskólann. ☆ Þær Mrs. G. Antonation og Mrs. Haraldur Einarsson frá Árborg, voru staddar í borg- inni seinnipart vikunnar, sem leið. ☆ Á fimtudaginn í fyrri viku lézt á sjúkrahúsi í Árborg Mrs. Úranía Jónasson 53 ára að aldri; hún lætur eftir sig EATON’S Stærsta smásöluverzlunin í brezka þjóðarsambandinu Smásöluverzlanir EATON’S ná yfir Canada frá strönd til strandar, auk þess sem hið risavaxna póst- pöntunarfyrirtæki, svo sem ráða má af verðskránni, nær til svo að segja allra vorra viðskiptavina í landinu. Hin óbrigðula reynsla vor í verzlunarsökum og hin ófrávíkj- anlega regla, að peningum sé skilað aftur sé fólk ekki ánægt með vöruna, hefir reynzt canadískum kynslóðum mikil hjálparhella. EATON’S OF CANADA MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunud. 29. jan.: Enskar messur kl. 11 árd. og kl. 7 síðdegis. Sunnudagaskóli á hádegi. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson mann sinn, Thomas, sex sonu, Walter Norman, Parmes, Ronald, Gordon og Donald, og fjórar dætur, Mrs. Jacob Sig- valdason, Mrs. Andy Karsin, Mrs. Mike Guttormsson og Lindu; einnig þrjá bræður, Parmes, Emil og Marlin, svo og eina systur, Mrs. Henry Davidson; faðir hennar, Gísli Magnússon, er einnig á lífi. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni í Árborg síðastlið- inn mánudag. Séra Bragi Friðriksson jarðsöng. ☆ Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, lézt að hemiili sínu 1501 McDermot Avenue hér í borg Mrs. Guðrún Goodman Sigurdson 72 ára að aldri; hún lætur eftir sig tvær systur, Mrs. Thuru Nimmons og Mrs. Thordís Bonnar, svo og þrjá bræður, Gísla, Kjartan og G. P. Goodman. Útförin var gerð frá Bardals á laugardaginn. Dr. V. J. Eylands jarðsöng. ☆ Síðastliðinn laugardag lézt á Johnson Memorial sjúkra- húsinu á Gimli Mrs. Laura Moxley 39 ára að aldri; auk manns síns Edwards, lætur hún eftir sig einn son, Jimmie, tvo bræður, Peter og Hum- phrey Olson, tvær systur, Svövu Thorsteinsson og Mrs. Florence Sawatsky, og móður sína, Mrs. Lóu Olson. Útförin var gerð á mánudaginn frá kirkju lúterska safnaðarins á Gimli. Séra Bragi Friðriksson jarðsöng. ☆ Hinn 22. desember lézt á sjúkrahúsi í Vancouver Hall- dóra Davíðsdóttir, nálega 77 ára að aldri, fædd 29. jan. 1878 á Jódísarstöðum í Eyjafirði; foreldrar hannar voru Davíð Kristjánsson og Sigríður Bjarnadóttir ættuð frá Kamp- felli í Eyjafirði. Halldóra kom til þessa lands með móður sinni og stjúpa, Sigurði Hall- dórssyni árið 1900 og dvaldi fyrstu 12 árin í Winnipeg þar sem hún var yfirmatreiðslu- kona á stóru hóteli, og að slík- um störfum vann hún svo að segja óslitið í þessu landi; hún lætur eftir sig einn bróð- ur, Júlíus Davíðsson bygg- ingameistara í Winnipeg og ellefu systkinabörn; hin látna naut alls staðar trausts hvar, sem leið hennar lá. Útförin var gerð hinn 29. desember. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson jarðsöng. ☆ Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til sölu á heimatilbún- um mat í neðri sal kirkjunnar næstkomandi laugardag 28. janúar kl. 2—5. Þar verður á boðstólum rúllupylsa blóðmör og lifrapylsa. "VIKING HEART" Mr. George Salverson, starfsmaður hjá C.B.C. í Toronto, hefir snúið skáld- sögu móður sinnar, “Viking Heart” í leikrit og verður því útvarpað á miðvikudags- kveldið 1. febrúar. Er þetta fyrsta skáldsaga Lauru Good- man Salverson, rituð 1923. Fjallar hún um íslenzka land- námið í Nýja-íslandi. Hlaut höfundurinn verðlaun og frægð fyrir þá sögu. C.B.C. vandar jafnan mjög til út- varpsskránna á miðvikudags- kvöldum. Tíminn: C. B. W., Man. 7.30 P.M.; C.B.K. Sask. og C.B.X. Alta. 8.30 P.M. ☆ Women’s Association — Kvenfélag Fyrstu lútersku kirkju — hélt upp á 25 ára afmæli sitt á þriðjudags- kveldið. Yfir 60 konur sátu veizluna. Nánari frásögn á Kvennasíðu Lögbergs í næstu viku. ÞRÍTUGASTA OG SJÖUNDA ARSÞING Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave» í Winnipeg, 20., 21. og 22. febrúar 1956. ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslúr deilda 7. Kosning allsherjarnefndar 8. Skýrslur milliþinganefnda 9. Útbreiðslumál 10. Fjármál 11. Fræðslumál 12. Samvinnumál 13. Útgáfumál 14. Kosning embættismanna 15. Ný mál 16. Ólokin störf og þingslit. Þingið verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 20. febr., og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu efnir Frón til síns árlega miðsvetrarmóts. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu verður samkoma undir stjórn The Icelandic Canadian Club. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðalfélagsins. Winnipeg, Man., 21. janúar 1956 1 umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, I VALDIMAR J. EYLANDS, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.