Lögberg - 15.03.1956, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.03.1956, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. MARZ 1956 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF Jakob opnaði hurðina hægt og kom inn. Hann horfði á foreldra sína til- skiptis með þessa vana- legu spurningu í augunum: „Því er mamma svona hrygg? Því ertu ekki eins góður við hana og þú ert vanur?“ Faðir hans ýtti honum í áttina tii konu sinnar. „Vertu góður við mömmu, vinur minn, svo að hún yfirgefi okkur ekki, leiðin í garðinum og dalinn“. Nú komu hlýir, sólríkir dagar. Snjórinn var fljótur að hverfa. Anna sat til borðs með heimilis- fólki sínu og anzaði, ef á hana var yrt, en mestan hluta dagsins sat hún ein inni í húsi. Borghildur sendi Gróu út að Hvammi til að fá eitthvað handa henni að gera.Þar voru alltaf nóg verkefni. Á hverju kvöldi gekk Borghildur með húsmóður sinni upp í fjall til þess að horfa á, hvað dalurinn væri fallegur í kvöldsólinni. En reyndar var það bara til að þreyta Önnu, svo að hún gæti frekar sofnað á kvöldin. Þegar það heyrðist, að kramvara væri komin á Ósinn, langaði Gróu til að bregða sér ofan eftir, því að ekki var nú að tala um, að húsmóðurinm dytti það í hug. Það var náttúrlega sjálfsagt að Gróa mætti fara, og hún ætlaði sér að gista útfrá, því að marga átti hún kunningjana. — Borghildur gekk með Gróu út fyrir túnið, þegar hún fór, henni til mikillar undrunar. En ástæðan kom brátt í ljós. Boghildur bað hana að muna sig um það, að ber^ það ekki í mál við nokkra manneskju, þessa mæðu, sem hér væri komin yfir heimilið. „Biddu guð fyrir þér, manneskja", sagði Gróa, „ég er víst eyðilagðari yfir því en svo, að ég geti tekið mér það í munn við fólk, sem vitan- lega hleypur með það um sveitina". „Ég vona að mér sé óhætt að treysta því“, sagði Borghildur. Gróa fullvissaði hana um það, að hún skyldi ekki heyra neitt eftir sér um það. En samt fór að kvisast um sveitina, að það væri ekki allt með felldu um heilsufar húsmóðurinnar á Nautaflötum. Hún talaði ekki við nokkurn mann og sæti alein inni allan daginn, og á nóttun- um væri hjónahúsið aflæst, því að hún vekti allar nætur, en svæfi þá heldur framan af deginum. Þessi frétt var höfð eftir frú Matthildi, svo að hún var víst áreiðanleg. Flestir sögðu, að þetta væri ekki nema það, sem þá hefði lengi grunhð. Ef einhver fór erinda sinna fram að Nautaflötum, var alltaf fyrsta spurningin, þegar hann kom heim aftur, hvort hann hefði séð þessa vesalings konu. Flestir svöruðu því neitandi. Samt kom það fyrir, að gesturinn hafði séð hana og sagði, að hún væri svo sem ekkert öðruvísi en hún væri vön að vera, nema ákaflega veikluleg, og líklega hefði eitthvað verið slúðurkennt við þessa geð- veikisfregn. Svo var það önnur frétt, sem fór hljóðlega um dalinn. Hún var sjaldan rædd nema í hálfum hljóðum yfir rjúkandi kaffibollum. Helga á Hóli var borin fyrir henni. Hún hafði svo oft séð litlu stúlkuna á Jarðbrú. Hún var ákaflega fallegt barn — og svo var gröfin hennar tekin á svo einkennilegum stað í garðinum. Svo var minnzt á gráan_ hest og mikla fjárfjölgun hjá fátæka bóndanum á því heimili. Saman við fréttina var svo talað um geðveikina í Önnu Friðriksdóttur. Enginn á Nautaflötum hafði hugmynd um þennan orðróm. Það hafði vonað að veggir heimilisins varðveittu vel þetta böl, sem hafði komið svona óvænt yfir það — eins og skúr úr heiðskíru lofti, SUMARGJAFIR Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið uppá- haldsdagur íslenzku þjóðarinnar. Jafnt fátækling- arnir á kotbýlunum sem ríkisbændurnir á höfuð- bólunum fagna nýja sumrinu og vona, að það færi þeim ársæld og gæfu. Unga húsmóðirin á Jarðbrú var snemma á fótum þann morgun og færði manni sínum og tengdamóður kaffið í rúmið ásamt brennheitum, ljúffengum lummum og óskum um gleðilegt sumar. Doddi hafði skroppið í kaupstaðinn tveim- ur dögum áður og komið með böggul, sem hann hafði falið úti í gerðishúsi. Nú sótti hann þann sama böggul og bar hann varlega heim og inn í baðstofu. „Hér hugsa ég að komi nú einhver glaðning handa drósinni“, sagði hann hróðugur við mömmu sína. Hildur kallaði til Línu fram í eldhúsið. Hún kom inn án þess að hafa hugmynd um, hver gæfa biði sín. „Hér er böggull, sem læknisfrúin bað mig fyrir. Hún tók það fram, að þú fengir hann í dag“, sagði Doddi um leið og Lína kom inn úr dyrunum. „Og þetta er frá ungu stúlkunni í kofanum þarna rétt hjá. Og svo er nú þetta frá mér sjálfum“. Hann rétti henni glansandi nikkel- straujárn með svartri höldu. „Ég er nú bara alveg hissa“, var það eina, sem Lína sagði. „Þetta var fallega gert af þér, Doddi minn“, sagði Hildur á nægjulega. Lína kyssti mann sinn marga kossa, og Doddi var svimandi af sælu og settist niður til að sjá, hvað væri í hinum bögglunum, áður en hann gæfi skepnunum morgungjöfina. Lína tók bréfið utan af bögglinum frá frú Svanfríði. Hann hafði inni að halda fínt, hvítt yfirsjal og fallegt kort með ósk um gleðilegt sumar og góða framtíð. Einnig var þar falegt slifsi og kort frá litlu systkinunum. Þetta sendi hún henni, þessi góða húsmóðir, sem hún hafði orðið svo fegin að kom- ast frá, vegna þess að hún hafði reynt að forða henni frá að ana út í ógöngurnar, sem hún vissi, að yrði henni fyrr eða síðar að falli. „En hvað blessað fólkið er gott við þig, þó að þú sért komin hingað í kofana til okkar“, sagði Hildur klökk af þakklæti. Hinn böggullinn var frá Sillu Jóhanns. Hon- um fylgdi sendibréf. Hún sendi skrautlegt flónel og tvinna. „En hún að vera að senda mér“, sagði Lína. „Hún hefur þó ekki svo mikið að kaupa fyrir“. f/clunanii BOYS UNDERWEAR fftfutttwh WORK SOCKS Dollarinn yðar kaupir það sem bezt fer, er sterkast- og endist bezt . . . Þeir sem í huga hafa bæði verð og efnisgæði, ættu að kaupa PENMANS stimplaðan fatnað. Þeir vita, að Penmans hafa orð á sér fyrir vel prjónuð föt síðan 1868. Það er bezta tryggingin fyrir, að fá virði sinna peninga. ATHLETIC JERSEYS AND BRIEFS MEN S UNDERWEAR önnur íffrmuwl framleiðsla: Ponmans Golf sokkar, Penmans velllingar, Merino "95" nærföt, Merino "71" nærföt. Fleece-Line nærföt. GP6-2

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.