Lögberg - 12.04.1956, Side 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1956
Friðgeir H. Berg, rithöfundur
Fæddur 8. júní 1883 — Dáinn 11. febrúar 1956
— NOKKUR MINNINGARORÐ —
Um áratuga skeið hafði ég
þekkt Friðgeir Berg frá öðr-
um mönnum, mætt honum á
götu, átt smáerindi við hann
vegna starfa hans, verið með
honum í hópi fréttamanna. í
mínum augum var hann orð-
inn óaðskiljanlegur bæjarlíf-
inu, jafn sjálfsagður dráttur í
svip þess eins og þeir hlutir,
sem ekki eru lífi gæddir.
Það var jafn eðilegt að mæta
honum í anddyri pósthússins
með fréttaskeyti í hendinni
eins og að húsin væru á sín-
um rétta stað, jafn rökrétt að
mæta honum í Strandgötunm
eins og að finna þar nálægð
sjávarins. Og maður hugsar
sjaldnast mikið um þá hluti,
sem í vitund manns eru ó-
hagganlegir og sjálfsagðir, og
ég átti þess enga von að kynni
okkar Friðgeirs yrðu nánan
en hverra annarra málkunn-
ugra samborgara, sem eiga
dagleg, hversdagsleg erindi
hver við annan og hyggja
ekki á nánari kynni.
En á liðnu sumri lágu leiðir
okkar saman um nokkurn
tíma, er við þreyttum saman
vist á sjúkrahúsinu og hlut-
um að verða stofufélagar. Nú,
er ég spyr Friðgeir látinn,
verður mér hann, þrátt fyrir
allt, minnisstæður eins og
hann kom mér fyrir sjónir
þessa sólskinsbjörtu júlídaga.
Sjóndeildarhringur okkar, sá
er ekki sneri til næstu sjúkra-
rúma, var að vísu takmarkað-
ur af Vaðlaheiðinni hjá Hall-
anda, á annan veginn, en af
kirkjugarðinum á hinn veg-
inn. Nokkur hluti af Pollinum,
Garðsárdalurinn og hluti af
Kaupangssveitinni laut þann-
ig augum okkar, en allt sem
þar var fyrir utan var for-
réttindasvæði hinna starf-
andi og heilbrigðu. En um-
ræður okkar á stofunni voru
ekki háðar neinum þröngum
sjóndeildarhring. Þar var
þeyst um víðáttur, bæði í
tíma og rúmi. Aftur í Sturl-
ungaöld og jafnvel lengra.
Kaflar úr íslendingasögum,
er þóttu afbragð að orðsnilld
voru sagðir fram eftir minni
og listakvæði höfuðskáldanna
höfð á hraðbergi. Það var
skroppið oft og mörgunv sinn-
um vestur til Kanada, lands-
ins, sem fóstraði Friðgeir
flest æskuárin. Það var þeytzt
austur og vestur. Jafnvel lífs-
gátan sjálf var ekki látin í
friði.
Það var gaman að vera
samferðamaður Friðgeirs á
öllum þessum ferðum. Heyra
frumlegar og persónulegar
skoðanir hans á sögu og sögu-
hetjum, fornum og nýjum.
Viðhorf hans í þeim efnum
voru vissulega engin eftir-
öpun, og þótt ég væri honum
oftlega ósammála hlaut ég að
dást að því hve hann var al-
gerlega frjáls af klafa hefðar
og vana. Þar, sem annars
staðar, hafði hann krufið
málefni og menn til mergjar
sjálfur og hvergi tekið neinar
fullyrðingar sem góðar og
gildar aðrar en þær, sem
hyggjuvit hans og lífsreynsla
höfðu gefið hina hæstu
einkunn.
Það var fróðlegt og
skemmtilegt að heyra Frið-
geir segja frá brotum úr ævi
sinni, vestan hafs. Kynnum
sínum þar af mönnum og mál-
efnum. En þar var ekki alltaf
sólskin og sumar. Þar, sem
annars staðar, lagði lífið
þungar kvaðir á menn og
spurði hvergi um aldur né
ætt. Þar í landi, fjarri lönd-
um og vinum, langt inni í
vetrarríki Kanadaskóga varð
Friðgeir fyrir slysi, sem nær
hafði svip hann öðrum fæti
og olli því, að hann sté aldrei
síðan báðum fótum heilum til
Jarðar. En að lokinni langri
sjúkrahússvist gekk hinn
ungi íslendingur aftur út í
lífsbaráttuna þar vestra, og
vann sér þar braut til bjarg-
álna, þrátt fyrir þetta mikla
áfall. Varð hann eftirsóttur
húsasmiður og þóttu verk
hans unnin af þokka og fyrir-
hyggju. Er Friðgeir lagði út á
húsasmíðabrautina mun hann.
hafa notið meðfæddrar list-
hneigðar og frábærrar at-
hyglisgáfu. Annaðist hann
byggingu margra timburhúsa
og tók upp nýjungar í vinnu-
brqgðum, sem þóttu til fyrir-
myndar. Hefði hann án alls
vafa getað átt völ margra
góðra kosta, ef hann hefði
ílendzt í nýja landinu, en svo
varð ekki.
Hvort sem skiptust á skin
eða skúrir seiddi ísland hug-
ann og minningin um bjarta
mey og hreina, sem þar beið
hans, réði úrslitum. Eftir 17
ára útivist í miðviðrum fram-
andi lands hélt FriSgeir heim
til íslands og nam þar land að
nýju. Gekk hann nú að eiga
konu þá, er aldrei hafði úr
huga hans vikið öll fjarvistar-
árin, Valgerði Guttormsdótt-
ur, er nú lifir mann sinn. Um
sömu mundir byggði Friðgeir
nýbýli þar sem heitir að Hof-
görðum í Arnarneshreppi og
bjuggu þau hjón þar um
skeið, fluttu síðan til Akur-
eyrar, þar sem Friðgeir stund-
aði iðn sína jafnframt ýmsum
öðrum störfum, til dauðadags.
Ritstörf voru Friðgeir jafn-
an hugleikin, og þeim helgaði
hann tómstundir sínar. Hann
var mjög hagur maður jafnt
á bundið mál sem óbundið.
Málfar hans var hófsamlegt
og meitlað, hreint og lýta-
laust, eins og það sprettur
tærast af vörum íslenzkra al-
þýðumanna.
Ritverk hans eru ekki mikil
að vöxtum, en þó hygg ég að
sumum kvæða hans verði
langra lífdaga auðið. Mætti ég
nefna þar „Eyðibýlið“ sem
dæmi. Um það kvæði sagði
það merka skáld, Páll Bjarna-
son, Vestur-íslendingur, sem
m. a. hefur unnið það afrek
að snúa fjölda höfuðkvæða
íslenzkra þjóðskálda á enska
tungu, að það sæmdi sér vel
við hlið hinna fegurstu kvæða
heimsbókmenntanna.
Friðgeir hugsaði mjög um
svokölluð dulræn mál og
taldi sig hafa öðlazt mikla
reynslu í þeim efnum. Ritaði
hann bók um þá reynslu sína.
Meðal óprentaðara handrita
Friðgeirs ei^ bók, sem fjallar
um ýmsa æviþætti hans og
kynni af mönnum og atburð-
um. Þykir mér líklegt að þar
sé forvitnilegt, fróðlegt og
skemmtilegt rit og óskandi að
útgáfa þess dragist ekki úr
hömlu.
Þetta átti aldrei að verða
ritgerð um Friðgeir Berg og
því síður mat á lífsstarfi hans.
Aðeins nokkur þakkarorð
fyrir góð kynni og vináttu. Ég
sé Friðgeir fyrir mér eins og
hann var fyrir fáum vikum,
aldurhniginn en þó við óbug-
að þrek andlegt og líkamlegt,
svipinn festulegan og hrein-
an, fasið virðulegt og þó hlý-
legt, gamanyrði á vörum og
hlýja í handtakinu, traustan
eins og bergið, sem hann
tengdi nafni sínu. Þannig
menn lifa í huga mínum og
allra annarra samferðamanna
sinna. Björn Jónsson
VERKAMAÐURINN
Akureyri
Lögreglustjórinn: — Mér
þykir mjög fyrir því, en af
einhverjum misskilningi höf-
um við haldið yður lengur í
fangelsinu en tilskilið var.
Fanginn: — Gerir ekkert
til, góði lögreglustjóri, þér
dragið það bara frá í næsta
skipti.' /
KAUPIÐ og LESIÐ ,
-LÖGBERG!
Verkamanna
sokkar
Iþrótta Jerseys
oe Briefs.
Karlmanna
Naerföt.
íþrótta og
fagrir sokkar
KVEN-NÆRFÖT
Karla og drengja
T-skyrtur
Dæmi
um endingu
Stúlkna nærföt
, UNGBARNA-
/Nnærföt
DOLLAR YÐAR KAUPIR ÞAÐ SEM BEZT FER
ER STERKAST OG ENDIST BEZT
Drengja
Nærföt
Þeir sem í huga hafa bæði verð og efnisgæði, ættu að kaupa
PENMANS stimplaðan fatnað. Þeir vita að PENMANS
hafa orð á sér fyrir vel prjónuð föt síðan 1868. Það er bezta
tryggingin fyrir, að fá virði sinna peninga.
Önnur
framleiðsla: Penmans Golf sokkar, Penmans vettlingar, Merlno “95” nterföt, Merino “71” nærföt, Fleece-Ulne nærföt.